Í sögugerð Landnámu (Um íslenska sagnaritun á 12. og 13. öld – Sagnfræðistofnun Háskola Íslands 2001) fjallar Sveinbjörn Rafnsson m.a. um “Landnámu“.
Hann telur að “varðveisla ritverks þurfi að vera ljós þeim sem það ætlar að nota”. Landnáma, grundvallarrit íslenskrar landnámsbókar, er hins vegar alls ekki augljós. Talið er að Melabók, sé elst skráðra heimilda um landnám hér á landi. Þetta verk hafi upphaflega verið verk Snorra lögmanns Markússonar á Melum (d. 1313), unnið um 1272. Í raunini segir þetta ekkert til um hvot eldri heimildir hafi þá verið til um hið fyrsta landnám. Þau rit kuna hins vegar, og að öllum líkindum og mög sennilega að vera fyrir löngu með öllu glötuð.
Sturlubók hafi komið þar á eftir, endurritun skinnhandrit frá 14. öld, en brann 1728. Það mun hafa verið skrifað upp á 17. öld af Jóni Erlendssyni. Upphaflega hafi verkið verið verk Sturlu Þórðarsonar, lögmanns og sagnaritara (d. 1284), unnið um og eftir 1270.
Hauksbók er skinnhandrit með hendi Hauks Erlendssonar lögmanns (d. 1334), skrifað var eftir 1299. Nú er það einungis varðveitt í 18 blöðum.
Skarðsbók er pappírshandrit frá 17. öld (fyrir 1636), skrifað af Birni Jónssyni á Skarðsá. Þórðarbók er og pappírshandrit frá 17., öld skrifað af Þórði Jónssyni prófasti.
Svo er að sjá sem Melabók, varðveitt í fáum blaðsíðum, sé elst, rituð um 1100. Í henni er þó ekki getið um fyrstu landnámsmennina, enda landnámið sem slíkt ekki aðalatriðið.
Í Sturlubók er kveðið á um Ingólf Björnólfsson, sem hinn fyrsta landnámsmann, en ekki minnst á Leif Hróðmarsson, síðar nefndan Hjör-Leif, fósturbróðir Ingólfs, Hróðmarsson, hvers sem faðirinn hét reynar Hróðmundur Gripsson og var hinn mesti forngarpur. Sumir töldu þáa að saga hans hafi verið lygisögu líkast.
Talið er að Melabók sé elst hinna eftirrituðu Landnámu, þá Sturlubók og loks Hauksbók, endurrituð. Ljóst er að röðin þarf ekki að vera slík. Í milli koma Styrmisbík og Þórðarbók.
Í rauninni skipir innihald þessara fornu bóka lítt máli, enda frumútgáfan merkilegust.
Skv. hinum rituðu heimildum kom Ingólfur til landsins um 874. Hann hafði vetursetu hér ásamt fóstbróður sínum, Leifi (Hjörleifi svonefndum eftir að hann nam sverðið eftirmynnilega úr jarðhýsinu í Skotalndi), en fór utan. Þá kom hann aftur, hélt til á Austfjörðum, en fór “suður með vesturströndinni”. Hann staðnæmdist við Ingólfshöfa og hafði vetursetu við Ingólfsfjall (Fjall). Hann mun því hafa komið til Reykjavíkur, skv. umsögn Karls og Vífils, á árum 1877 til 879.
Sagan er skrifuð um 350 árum eftir að atburðirnir gerðust. Er líklegt að fólk hafi munað einstaka atburði eftir svo langan tíma? Gætum við, í dag, með sæmilegri sanngirni, skrifað um atburði er gerðust að 350 árum þeim loknum?. Skv. nútímanum ættu bæði Brynjólfur biskup Sveinsson og Ragnheiður dóttir hans að liggja okkur algjörlega ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Hversu áreiðanlegt yrðu slík skrif? Gísli Sigurðsson segir að ummhverfi okkar sé að mörglu leyti ólíkt og var forðum. Munnleg geymd hafi fyrrum verið mun ríkari í samfélagsmyndinni sem og með mönnum fyrrum. Líklegra sé að sagnir hafi varðveist mun betur með fólki hér áður fyrr en nú gerist. Þar hafi verið um að ræða hluta af hinni ríku sagnahef landsmanna.
Í rauninni má álykta að að Melabók hafi alls ekki verið hina elsta Landsnámsbók. Sögur og sagir voru skráðar á bókfell löngu áður en menn settust að hér á landi. Egyptar skráðu sína sögu á leirtöflur og síðan pappírus. Rómverjar skráðu sína sögu á pappírus sem og Grikkir löngu fyrrum. Af ritun hinna fyrstu Land-námsbókar má með góðu móti álykta að að síðari tíma afritanir hafi jafnan dregið dám að þeirra tíðaranda.
Líklegt má telja að hin fyrsta og “upprunalega” Landnáma hafi fyrir löngu glatast, líkt og dæmi eru um, en eftirritanir jafnan dregið dám af tilefni og tilgangi hverju sinni. Þannig hafi Sturlubók og síðan Sturlubók, sem og öðrum eftirkomandi, verið ætlað ætlað sem og sýnir.að staðfesta þáverandi fyrirkomulag. Manninum hefur æ og yfirleitt verið mikilvægt að sýna fram á það sem markverðast er á hverjum tíma. Sagan segir svo frá.
Ef haft er í huga að Veruleikinn sé ekki til má segja sem svo að jafnan hafi hver og einn séð tilveruna með eigin “gleraugum” á þeim tíma er þurfa þótti.