Entries by Ómar

Herdísarvík og Einar Ben. – 140 ára

Í októbermánuði 2024 eru 160 ár liðin frá fæðingardegi Einars skálds Benediktssonar. Eftirfarandi er úr grein Konráðs Bjarnason um Einar Benediktsson í Herdísarvík. Hún birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999. “Höfundur hefur þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. […]

Selvogsgata – Grindarskörð – Kaldársel

Gengið var norður gömlu Selvogsgötuna frá Bláfjallavegi neðan Grindarskarða. Selvogsgata er gömul leið á milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Haldið var niður Hellurnar þar sem gatan er klöppuð í bergið á kafla undan fótum, klaufum og hófum liðinna alda. Litið var á Strandartorfur (Kaplatóur) og gengið um Mygludali að Valabóli þar sem áð var í Músarhelli. […]

Selvogur – Tyrkir

„Einu sinni var Eiríkur í Vogsósum staddur í búð í Hafnarfirði. Hann leit út um gluggann og mælti til kaupmannsins: “Já, já, heillin góð, það eru ekki góðir gestir komnir í Selvog núna”, hleypur út síðan og á bak og ríður austur í Selvog. Í Selvogi var það til tíðinda, að tyrkneskt skip lendir þar, […]

Krýsuvík – Tyrkir

Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurbergi og gengu upp, þar sem heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu, og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Þá var sunnudagur, og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir, að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara, að hann væri […]

Eldborgir – Kristnitökuhraun

Gengið var um Svínahraunsbruna milli Blákolls og Lambafellshnúks. Mikilli hrauntröð var fylgt upp hraunið, áleiðis að Eldborginni nyrðri. Hún blasti við framundan, há og tignarleg. Þaðan frá séð er hún líkari mosagrónu fjalli, en þegar hrauntröðinni var fylgt áleiðis austur fyrir hana kom eldfjallalagið betur í ljós. Slóði liggur upp að gígnum og hefur verið […]

Reykjanes (1926) – V.St.; „Einhver einkennilegasti staður í nágrenni Reykjavíkur“

Eftirfarandi grein, „Einhver einkennilegasti staður í nágrenni Reykjavíkur“, eftir V. St. birtist í Lesbók Morgunblaðsins 13. júní árið 1926. Efnið gæti að mörgu leyti átt við í dag, 97 árum síðar. “Fæstir Reykvíkingar þekkja hið eiginlega Reykjanes, þó undarlegt megi virðast. Er óhætt að fullyrða, að margir hafa dvalið hjér langvistum í höfuðstaðnum, án þes […]

Grindavík (1929) – Tómas Snorrason

Tómas Snorrason, útvegsbóndi í Grindavík, skrifaði eftirfarandi grein í sjómannablaðið Ægir árið 1929: Staðhættir „Grindavík er ysta byggð sunnan á Reykjanesinu. Það er í raun og veru þrjár víkur og sitt hverfi hjá hverri vík, auk þess nokkrar einstakar jarðir milli hverfa. Alls voru 26 grasbýli og 6 eða 7 þurrabúðir í sveitinni um 1890. […]

Krýsuvík – jarðfræði

Í Krýsuvík eru alsnægtir jarðfræðiáhugafólks – jarðhiti, ísaldarmyndun fjalla, jökulsorf og bergmyndanir í ólíklegasta formi, Má þar nefna bólstraberg, móberg og hnyðlinga, að ónefndum einsökum bergmyndunum í norðanverðu Bæjarfelli. Einhverju sinni skrifaði spakmælt dóttir föður sínum, eftir að hún hafði farið til framhaldsmenntunar í fjarlægðri heimsálfu, eftirfarandi: „Sæll pabbi minn, fór í heimsókn og bar […]

Hinrik í Merkinesi – viðtal – Bragi Óskarsson

Rætt við Hinrik í Merkinesi, 85 ára, um veiðar, sjómennsku, skipasmíðar o. fl. Hinrík í Merkinesi, er hann nefndur í daglegu tali en heitir fullu nafni Vilhjálmur Hinrík Ívarsson. Vegna þeirra sem ekki eru kunnugir á Suðurnesjum er rétt að taka fram að jörðin Merkines er skammt fyrir utan Hafnir en Hafnir eru vestan Miðnesheiðar. […]

Vífill og Sviði

Á landnámstíð bjó sá maður, sem Sviði hét, í Sviðholti á Álftanesi. Bær heitir Vífilsstaðir. Hann er einni og hálfri mílu ofar en Sviðholt. Þá jörð hafði Ingólfur Arnarsson gefið húskarli sínum, sem Vífill hét. Svo er mælt, að Vífill og Sviði hafi róið tveir saman á áttæringi og hafi Vífill gengið á Vífilsfell og […]