Entries by Ómar

Raufarhólshellir I

Ætlunin var að fara inn í Raufarhólshelli í Þrengslum, en alls mun hellirinn vera um 1360 metrar að lengd, en meginlínan er um 900 m og dýptin um 32 m. Sú saga hefur fylgt Raufarhólshelli að í honum hafi verið komið krukku með jarðneskum leifum síðustu manna úr útdauðum indíánaþjóðflokki við Magellansund. Opið inn í […]

Grindarvík – sögulegar minjar frá fyrri tíð

Árið 2001 var gerð svæðaskráning um „Menningarminjar í Grindavíkurkaupsstað„. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina sem og merkar minjar í Krýsuvík. Samkvæmt Landnámu nam Þórir haustmyrkr Selvog og Krýsuvík. 1275; Krýsuvík og Skálholt eiga hálfan allan reka undir fuglabergi í landi Strandakirkju í Selvogi. 1284: Stadur j […]

Hvalsnes

Hvalsnes er kirkjustaður sunnan við Sandgerði á Miðnesi. Þar var lengi prestsetur og þjónaði Hvalsnesprestur þá að jafnaði einnig í Kirkjuvogi (Höfnum) og í Innri-Njarðvík. Á Hvalsnesi er steinkirkja, byggð utan við kirkjugarðinn. Kirkjan sú var vígð á jóladag árið 1887, en Hvalsnesprestakall hafði verið lagt niður 1811 og síðan hefur Hvalsnessókn tilheyrt Útskálaprestakalli. Kirkjubóndinn […]

Náttúruvætti í hættu – Litli Rauðamelur

Í Fjarðarfréttum í sept. 2025 var fjallað um „Náttúruvætti í hættu – Óskráður Rauðamelur á hættusvæði„: „Í umhverfismatsskýrslu Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarhafnar var gert ráð fyrir að stækkuð Straumsvíkurhöfn myndi m.a. fela í sér aðstöðu fyrir starfsemi fyrirtækisins Carbfix vegna uppbyggingar Coda Terminal í Hafnarfirði. Eftir að kynningu umhverfismatsskýrslu lauk breyttust áformin að því leyti að […]

Laugavegur – skilti

Á skilti í Reykjavík um „Laugaveg“ má lesa eftirfarandi fróðleik: „Laugavegurinn dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum í Laugardal en þangað báru konur þvott frá Reykjavík til þess að þvo í heitu laugunum allt til ársins 1930. Árið 1885 var hafist handa við að leggja veg til þess að auðvelda fólki leiðina að laugunum og […]

Hitaveitustokkarnir – skilti

Á skilti í Reykjavík um „Hitaveitustokkana“ má lesa eftirfarandi fróðleik: „Þessir steyptu stokkar gegna stóru hlutverki í lífi Reykvíkinga. Í þeim er pípa sem flytur heitt vatn til borgarinnar en með því hita þeir upp híbýli sín. Ennfremur eru þeir mikilvæg gönguleið fyrir íbúana í hverfunum sem þeir liggja um, sérstaklega á vetrum því að […]

Ásláksstaðahús – skilti

„Ásláksstaðahús“ eða Ásláksstaðir (Ytri-Ásláksstaðir) er á Vatnsleysuströnd, stendur nú yfirgefið millum Innri-Ásláksstaða (Sjónarhóls) og Móakots, sem einnig hafa verið yfirgefinn. Hvergi er nú búið á fyrrum bæjum í Ásláksstaðalandi, s.s. á fyrrnefndum bæjum eða í Atlagerði, Gerði, Fagurhól, Nýjabæ (Hallanda), Garðhúsum eða í öðrum ónefndum kotbýlum á jörðinni. Á norðurvegg Ytri-Ásláksstaða er skilti. Þá því […]

Bújarðir í Reykjavík – Háteigur; skilti

Á horni Háteigsvegar og Rauðarárstígs er skilti um „Bújarðir í Reykjavík – Háteigur„. Á því má lesa eftirfarandi texta: „Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. var farið að ræsa fram mýrarnar í landi Reykjavíkur og úthluta úr þeim ræktunarlöndum. Þessi lönd voru leigð með erfðafesturétti, sem þýðir að leigan gekk í erfðir. Á […]

Ánanaust – skilti

Við Ánanaust í Reykjavík er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta: „Ánanaust voru upphaflega naust þar sem Reykjavíkurbændur geymdu skip sín. Ennfremur var ávallt mikið útræði þaðan enda skilyrði góð og vel aflaðist í Faxaflóa lengst af. Til vitnis um það komu upp úr 1870 tveir þriðju hlutar alls útflutts sjávarafla á Íslandi frá […]

Jón Árnason – skilti

Á garðvegg húss nr. 5 við Laufásveg í Reykjavík er skilti um Jón Árnason, þjóðsagnasafnara. Á því má lesa eftirfarandi texta: „Jón Árnason (1819 – 1888) þjóðsagnasafnari og kona hans Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen (1829 – 1895) reistu húsið að Laufásvegi 5 árið 1880 og bjó Jón hér til dauðadags. Húsið er úr höggnu grágrýti sem […]