Írafell

Finnur Jónsson skrifaði um “Bæjarnöfn á Íslandi” í Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju árið 1865. Hér er fjallað um bæjarnöfn þar sem “staður” kemur fyrir:
Stadur-2211“Orðið »örnefni« er í daglegri ræðu haft um staðanöfn og bæjanöfn, ef bæirnir eru í eyði, en ekki er orðið haft um byggða bæi eða ból, svo að jeg viti, og þó mætti það eins vel vera haft um þá, þar eð það merkir ekki annað en »frumnöfn«, eiginleg nöfn, og er jafnvel haft í fornu máli um mannanöfn. Í þessari ritgjörð verða tekin til greina ekki einúngis bæja nöfn, þeirra er byggðir eru, heldur og hinna, er ekki eru byggðir og hafa ekki verið byggðir ef til vill mörg hundruð ára, það er að segja örnefni, er fyrr eða síðar hafa verið bæjanöfn og vjer höfum getað náð í.
Staður í eintölu merkir þetta orð alt annað en í fleirtölu, sem áður er á minst. Það merkir þá kirkju eða kirkjustað (bæ sem kirkja er á), prestsetur; þessi merking er gömul, sbr. orð sem »staðamál«, »staðafé«, »staðarprestr«, »staða-Árni« osfrv. Upphaflega er orðið ef til vill stytt úr »kirkjustaðr «, þótt þetta orð sýnist ekki koma fyrir.
Allir »Staðir« eru prestsetur, og jafnaðarlegast er bætt við til auðkenningar sveitin, sem þeir eru í; Staðr í Grindavík, S. á Reykjanesi o.s.frv., og kemur þar einmitt glögglega fram upphaflega merkingin. Hjer við mætti og taka »Staðastað«, sem upphaflega heitir »S. á Ölduhrygg« eða á Snæfellsnesi, eða Staðarstaður á Ölduhrygg, (og svo varð Staða- úr því, r felt úr); en allmerkileg er samsetningin; þar er eiginlega fyrri liðurinn orðinn eiginnafn, en síðari hlutinn = prestsetur. Þetta nafn kemur og fyrir haft um aðra »Staði«. Kálfafellsstaður er = Staður að Kálfafelli, Melstaður = Staður á Mel, Núpstaður = Staður að (undir) Núpi o: Lómagnúpi, Reynistaður = Staður í Reynisnesi (sem oft kemur fyrir). — Bólstaður merkir aðeins stað, sem ból er á, þar sem búið er. — Fornistaður er örnefni (Fornastaðir í J s. 176 er rángt). Eins og áður er getið, finst stundum staður f. staðir, en það er ekki annað en stytting úr -staðastaður sem Grenjaðar-[staða-]staður, Hallormsstaður, Valþjófs- o. fl. í 4 nöfnum stendur nú vanalega eintala; Klyppstaður, Skorra-, Þórodds- (í Kinn, sbr. Staður í Kinn, sem kemur fyrir) og Kolfreyju- er alt ýngra í stað eldri mynda -staðir, eftir reglunni. Þess skal að síðustu getið, að Lepparstaðr (= Leppár- ?) hjet í Þjórsárdal (DI II).”

Heimild:
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju, Hið íslenska bókmenntafélag 1865, bls. 450-451.

Strandarkirkja

Minnismerki um Strönd í Selvogi – einnig nefndur “Staður”.