Básendaflóðið – frásögn Hinriks Hansens

Básendar

Básendar voru verslunarstaður frá 1484 til 1800. Undir lok 18. aldar var Hinrik Hansen kaupmaður á Básendum. Hann bjó á Básendum enda hafði verslunin þar verið opin allan ársins hring í nærfellt fjóra áratugi þegar þá var komið við sögu.

Höfnin

Kaupmaður bjó í sérstöku húsi ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur frá Götuhúsum í Reykjavík, fjórum börnum þeirra hjóna, Símoni, Jóhanni Friðriki, Pétri og Maríu Lisbet, og vinnukonu. María var yngst barnanna. Þrjú önnur vinnuhjú og einn niðursetningur voru á Básendum veturinn 1799 og á vegum kaupmanns. Þau áttu heima í kotbæ skammt frá kaupmannshúsinu. Þann 9. janúar skall á ofasveður er fylgdi óhemjumikið flóð.
Hinrik Hansen kaupmaður sendi Sigurði Péturssyni, sýslumanni og skáldi, lýsingu á atburðum þessarar nætur og er lýsingin dagsett 16. mars 1799. Skjal þetta er varðveitt. Það er á dönsku. Vigfús Guðmundsson gaf það út nokkuð stytt í Blöndu og á íslensku:
„Vegna ástæðnanna verð eg að bera fram fyrir hérðasdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa árs á verzlunarstaðnum Básendum, er eg hafði náðarsamlega í hendur fengið. Út af því er eg nú fjárþrota með óþroskuð börn og óþægilegan aðbúnað. Til að gera héraðsdómaranum þetta skiljanlegt, tek eg mér leyfi til að segja söguna sanna, eons og hún gerðist. Sést þá hversu ofurefli sævarins, hefur eyðulagt verzlunarstaðinn og margskonar fjármuni mína, og í hvílíkum dauðans vandræðum eg var staddur, með mínum nánustu, meðan allt var að eyðuleggjast. þessi hörmulega saga er þá svona:
Leifar Eptir að vil öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auku fóru að heyrast skellir, hver aptir annan, seins og veggbrjótur væri að vinnu við hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór eg á fætur, til þess að líta eptir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg upp húsdyrum eldhúsmegin, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við óttuðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris, svo vissum við líka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndis úrræði, því þá hefðum við öll farizt. Þarna stóðum við nú langan tíma á loptinu í sífelldum dauðans ótta, og veður og sjór mundu þá og þegar mola húsið niður að grundveli. Ofviðrishrinurnar og brimið lamdi sífellt á húsinu, og það var nú farið að brotna, mótstöðuafl þess rýrnaði og sjórinn streymdi út og inn.
BrunnurHér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst við ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loptinu. Braut eg því gluggann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Eg vóð með yngasta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, fjarmunum og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalið þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu. Við urðum því að flýja þaðan aptur, og til hlöðunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en í staðinn var þar kominn hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn.
Þarna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaði fram og aptur, eins og blaðsnepill.

Ártal

Til þess að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagða kaupstaðinn, leiddumst öll saman og héldum áleiðis til byggða. Vóðum svo og skriðum í rokinu, unz við eptir miklar þrautir náðum að næstu hjáleigu, er nefnist Lodda (Loðvíksstofa), rétt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur – sem vorum nærri örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki – með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. Í baðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur og aðbúnað í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema 3 stafgólf („Fag“ = 2 álnir) á lengd, 3 1/2 alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp í mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekkilengur níðast á gestrisni hans. Til þess líka að rýmkva um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, og bjuggum um okkur í baðstofunni íslensku, sem þar var. Síðan höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá eru húsin mín öll í verzlunarstaðnum sama sem hrunin að grundvelli, og bærinn, sem var þar, líka. Fólkið úr honum bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu. Eptir að hvíld og næði færðist yfir hagi mína hefi eg varið tímanum til þess aðs etja stoðir undir það, sem uppi hangir af húsaskrokkum verzlunarstaðarins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið mitt úr rústum þessa ömurlega staðar, svo og að safna saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaði). Við allt þetta árangurslitla strit, dag og nótt, er eg og konan orðin svo lasburða, að eg treysti mér tæplega að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið verður því árangursminna, þar erkki þarf eptir að vonast eptir fólki til útróðra á þessum stað.

Letursteinn

Að lokum vil eg láta það álit mitt í ljósi, að landskjálfti hafi hér verið í verki með verði og sjó. Benda til þess ýmsar vörutegundir sem eg hefi fundið lítið skemmdar undir grundvelli. Þvílíkt gat varla orðið án mikils hristings og sérstaklegrar aukahreyfingar jarðvegsins.
Þar eg er skuldunautur hátignarinnar, sem átti veð og íhlutunarrétt í húsum á verzlunarstaðnum Básendum, verð eg að biðja yður, hr. sýslumaður, að koma hér við tækifæri og framkvæma löglega skoðun á rústunum og fjártjóninu. – Stafnesi 16. marz 1799, H. Hansen.“
Konan sem fórst í flóðinu hét Rannveig Þorgeirsdóttir, 79 ára niðursetningur sem hafði lengi verið rúmföst. Sýslumaður lét gera úttekt á tjóninu og er virðingagerðin dagsett 9. maí 179. Þar eru hús ýmist sögð vera gjörónýt eða stórskemmd. Auk þessa voru sex bátar sem kaupmaður átti og hafgði gert út til fiskveiða gjörónýtir, af sumum þeirra var kjölurinn einn eftir. Úttektin um flóðhæð og landbrot af völdum flóðsins sýndi að það hafði gengið 174 metra á land (164 faðma).
Básendakaupstaður var ekki endurreistur. Hansen fluttist til Keflavíkur.
Heimildir benda til að u.þ.b. 100 hús hafi skemmst eða eyðilagst af völdum flóðs eða roks á Suður- og Vesturlandi umrædda nótt, og 187 bátar. Getið er um 10 kýr, 226 kindur og 63 hesta sem flóðið grandaði. Ein kona drukknaði svo sem fram hefur komið.
Mjög djúp og kröpp lægð olli ofviðrinu. Loftþrýstingur var óvenju lágur og stórstreymt og hækkaði sjávarstaða við landið fyrir áhrif þessara þátt. Þar sameinuðust ofasarok af suðvestri og stórstraumsaðfall við að þrýsta sjónum inn fremur mjóa rennu. Sjór gekk að minnsta kosti fjórum álnum (um228 cm.) hærra á Básendum í flóðinu en í mestu stórstraumsfjöru.

Heimild m.a.:
-Lýður Björnsson, Básendaflóðið 1799 (2006).
-Mbl. 3. okt. 1971 – Básendaflóðið.

Letursteinn

Letursteinn á Básendum.