Básendar við Faxaflóa II

Básendar

Nafnið er ekki vafalaust. Kemur það fyrir á voru máti í þremur myndum: 1. Bátsendar, þ. e. mesta amabagan, og þó einna mest notað í ritum síðari alda. 2. Bátsandar, notað jafnframt, og nú optast í ritum síðustu áratuga, 3. Básendar (eða Bassendar), sést að eins í gömlum og góðum heimildum (Fornbrs. VIII, 97 (1506), Jarðabók A.M.(opt Bassendar), og í manntalinu fyr á sama ári svo og á ýmsum stöðum í kirkjubókum Hvalsnessóknar frá 18. öld.
basendar-321Í elztu heimild: Fbrs. VIII, 13, (1484), er þó ritað „Bátsendum“. — Bátsund finnst hvergi, nema getgáta Br. J., í Árbók Fornleifafél. bls. 1903, 40). Það er í góðu samræmi við landslagið frá fyrstu byggð. Verður því að teljast réttara og betra en hin fyrri nöfnin, og vegna þess er nafnið ritað þannig í grein þessari. Í fjórða lagi sést nafnið í fjölda bréfa i Þjóðskjalasafninu í Reykjavík, optast á dönsku: Bosand (Bosenes-Havn, -Kiöbsted, -Distrikt). „Baadsende“ sést varla nema í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (þýðing). Nafnið kemur aldrei fyrir — svo eg viti — í fornsagnaritum vorum, annálum eða öðrum heimildum, fyr en í Fornbréfasafninu 1484.

Básendar eru sunnarlega a vestanverða. Miðnesi (Rosmhvalanesi), og sunnan við alla byggðina þar. Þeir eru í Stafnes landi, og 8—10 mín. gangspölur milli.
Fjörur og sandauðn er umhverfis Básenda, með litlum grasflesjum, frá síðustu öld, að austan og norðananverðu. Þær eru þó aptur basendar-322að brotna, eða blása og gróa á víxl, allt heim að túni á Stafnesi. En sjór mylur framan af. Frá Básendum skagar nesið nokkuð lengra til suðuráttar. með boðum miklum, skerjum og lónum. Þá er Kirkjuvogshverfið (Hafnahr.) í suðaustur, en vogur milli, og gengur langt inn í landið til norðausturs. Nesið er hálent um miðju (Háaleiti), bunguvaxið, víðlent og gróðurlítið. Norðan á því austast — vestan við Vogastapa — eru Njarðvíkur (Norðv.), þá Keflavík  (Fyrir 220 árum var Keflavík 1 býli með 6 mönnum.
Jarðargjaldið var það, að gæta a vetrum lokaðrar kaupmannsbúðar (og þola á sumrum átroðning). Nú er þar þorp með kirkju, nál. 90 íbúðarhúsum og á 5. hundrað manns.), þá Leira og Garður (Gerðahr), en Miðneshreppur er vestan á nesinu. Hánesið allt, og að vísu suðurhallandi þess, hefur verið að blása og brotna um margar aldir, at lyngrifi og eldfjallasandi —. Nú er þó aptur farið að gróa upp frá byggðinni, og að sunnan frá „Ósabotnum“.
Norðan við voginn, utar miðju, stóð gamli Kirkjuvogur o. fl. bæir. Hann eyðilagðist á 16. öld. Þaðan hefur blasturinn gengið út eptir nesinu, allt beim að túni á Stafnesi — fyrir 200 árum eða meira. Nú er þarna gróðurlaust hraun, og örfoka að mestu leyti.
basendar-323Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt, svo sem bás austur og inn í landið. Skipaleiðin inn á leguna var nokkuð löng, milli skerja, og í líkri stefnu.
Á fyrri öldum hefur vafalaust verið graslendi á báðar hliðar, og fyrir botni lónsins. Höfnin hefur þá verið á Básenda. (Eintalan kemur líka fyrir í nafninu: -endi. En ekki -sandi.
Þórshöfn er bás annar, sunnar á nesinu, við Kirkjuvogsósa. Komu þar opt seglskip á 19. öld raeð vörur, og tóku fwk. En mótorbátar hafa hleypt þar inn og hreinsað sig fratn á síðustu ár. Þaðan frá í s.s.v. eru ekki færri en 5 nafngreindir básar, er marka landið að Reykjanesi (Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás, Blasíusbás o. s. frv. — Blanda II. 50). En að norðan við Básenda er enginn slikur bás á Miðnesinu. Bás(a)endar er þvi réttnefni (sbr. t. d. Skálaholt).
Að sunnanverðu við höfnina á Básendum, eru nú klappir þangi vaxnar, sandur fyrir botni, en grjótrimi að norðan. Hann er með grastóm og hásarustum, því þar stóð „kaupstaðurinn“. Sjóvik gengur með rimanum að norðvestan, og síðan lágt sandbelti í sveig austur um rimann að haínarbotni. Ætla má, að þar hafi verið tún á fyrri öldum, þó varla um 220 árin síðustu (Jarðab. A. M.).
basendar-334Mannvirki. Leifar mannvirkja sjást enn miklar á þessum atað (skoðað 1919). Kotbær hefur staðið vestast á rimanum. Má greina þar 5 sambyggðar kofatættur, þó að nokkru sé gróið yfir þær. Aust-suðaustur frá bænum — 28 m. — hefur staðið vöruhús mikið. Sér þar fyrir grunni 20 m. á lengd frá suðri til norðurs og 12 — 15 m. á breidd, máske raeð gangstétt. Annar húsgrunnur er 10 m. austar (9X6 m). Mun þar hafa verið sölubúðin. En hússtæðis kaupmanns þætti mér líklegast að leita enn austar, í sömu röð. Þar er nú grastorfa yfir. Norður af þessum stað er garðlagabrot, með kotatóptum við norðurhlið. Og enn — 24 m. norðaustar — kálgarður eða rétt (um 180 m2), með hesthúsi (? 7X3), geymslu (7X4) og fjósi (5X3) að baki, en hlöðuveggir 2 (4X3) eru þar laust norðvest an við. Hús þessi hafa staðið hæst og norðaustur á rimanum. Stendur enn meira og minna af grjótveggjum þeirra, eptir 1 1/4 aldar.
basendar-344Í lægðinni fyrnefndu — 100 m. austar — er vel upp hlaðinn brunnur, fullur af sandi. Og enn, 20 m. til austurs, hefur verið kálgarður (um 18O m2), í ágætu skjóli. Grastorfa er nú yfir mestum hluta hans; samt sér á tvíhlaðinn garðinn, af úrvalsgrjóti, og mjótt hlið við norðvestur hornið. Efsta flóðfar, er neðan við garð þennan, og upp í öðrum garði stærri, eða túngerði þar dálítið norðvestar. Á þessum stað má sjá það, að kaupstaðurinn hefur verið alveg afgirtur (tún?) að sjó, bæði vestur. og suður. Rskabyrgi, litil og kringlótt eða sporlaga, úr einhlöðnu grjóti, hafa verið þar á klettum og hólum viðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fiskurinn verið hengdur á rár og hertur. Garðlagabrot sjást hér líka á mörgum stöðum — eins og um öll Suðurnes — 2, 3 grjótlög, til að þurka á þang í eldinn, og fiskæti líka fyr & öldum.

basendar-345

Í þangivaxinni klöpp, 42 m. niður frá suðvesturhorni húsgrunnsins mikla, er járnkall vel gildur (15 sm. á þykkt og 30 sm. á hæð, með broti af hring í gati) greyptur og tinsteyptur við klöppina (smiðir hafa meitlað þar úr tin, til að kveikja með). Þetta var hestasteinninn á hlaðinu, fyrir stjórnborða-beizli sjóhesta. Annar slíkur er dálítið utar, niður undan kotinu, og 2 eða fleiri festarhringir þar á móti, í klöppum við suðurhlið skipalegunnar. Þannig hafa skipin verið „svínbundin“ á báðar hliðar, og frá báðum stöfnum. Hefur þetta lánazt vel þar, á svo litlum bás, þó opt færi það illa á Eyrarbakka. En ekki befur það verið vandalaust að snúa skipinu í hálfhring, á lóni, sem er tvær skipslengdir á breidd.
Sjálfsagt hefur Básendahöfn lengi verið notuð til bátaútræðis og fiskiveiða á vertíðum — þó lítið sé um þetta kunnugt. En merkustu notin voru þó af þessari góðu hafskipalegu, og verzluninni, sem telja má vist, að þar hafi optast verið rekin í rvimar 3 aldir (1484—1800), og sennilega enn fyr á öldum líka. Mun þá og hafa verið siglt á fleiri Bása, og verzlað á Básum — þó Básendar yrðu löngum hlutskarpastir.
Gretið er í fyrstu enskra kaupmanna á Básendum. Það var út af ásælni Diðriks Pininga, fulltrúa konungs hér, og manna hans. Tóku þeir af kaupmönnum á „Bátsendum“ vörur og skip, um 1484 — eða lítið fyr —. Vildu kaupmenn fá að halda skipinu tómu, og mega síðan verzla við landsmenn í friði. En þeir fengu þetta ekki. Geta má nærri um gremju þeirra. Þó sést ekki, að þeir hafi rænt hér við land á næstu áratugum eptir þetta (liðugum 70 árum fyr höfðu Englendingar byrjað að verzla hér á landi, með friðsemi og í konungs leyfi. En fljótt slettist á vinskapinn. Fóru þeir opt með ránum og vígaferlum. Handtóku hirðstjóra konungs tvo (Hannes Pálsson og Balthasar), en drápu hinn þriðja (Björn ríka, 1467). Munu þeir allir hafa „veitt enskum mótstöðu“, að boði konungs, og illvirkin því ekki án orsaka) 1491 má ætla, að bæði enskir og þýzkir kaupinenn hafi deilt um Básenda — ef „Gotsand“ a að merkja „Bátsanda“. Þýzkir kaupmenn kæra þá ensku á Útskálum fyrir ósvífni og herneskju á sjó og landi.
basendar-3481506 eru enskir kaupmenn á „bassendum“. Þorvarður lögmaður Erlendsson á Strönd í Selvogi, leyfir þeim þá að verzla á löglegan hátt á „Rosmalanesi“. Úr þessu fór að styttast um verzlunarfrelsið og friðinn fyrir ensku kaupmönnunum þar um slóðir. 1518 eru þýzkir kaupmenn komnir á Básenda. Fara þeir þaðan, og víðsvegar af Suðurnesjum, og allt frá Grindavík, í bardaga við enska kaupmenn í Hafnarfirði. Þjóðverjar féllu þar unnvörpum (40 af 48, er að sunnan komu), en samt héldu þeir velli. Og þá var það, að Þjóðverjar náðu Hafnarfirði af Englendingum, þessum höfuðstað þeirra hér við land (Vestmannaeyjar og Grindavík þar næst), sem þeir höfðu haldið og hagnýtt sér um heila öld (frá 1415), en þó nokkuð slitrótt að vísu.
Næsta aldarfjórðunginn eptir þennan mikla bardaga, sem fyr segir, varð mestur uppgangur þýzkra kaupmanna hér á Jandi, og hafa þeir vafalaust verzlað á Básendum þann tíma. Hafnarfjörð gerðu þeir svo að segja að þýzkum bæ. Höfðu þar fógeta og byggðu sér kirkju (líkt og i Björgvin áður). Höfðu þeir þá líka útgerð mikla um nesin til fiskiveiða. Árið 1543 áttu þeir ráð á 45 fiskiskipum.
En þá lét Kristján konungur III. ræna basendar-356þeim öllum, og byrja með þeim konungsútgerðina hér, um nes og víkur. — 20 árum síðar (1563) var afii konungs aukinn með öðru ráni (þó kölluð væru makaskipti), þá er Páll Stígsson höfuðsmaður tók beztu aflajarðirnar við Eaxaflóa af Skálholtsstól: Hvalsneshverfið á Miðnesi, „Ófriðarstaði“ (Jófríðar-) í Hafnarfirði, og 12 aðrar jarðir þar á milli; svo og Þerney o. fl. En í staðinn lét hann jarðir og kot í Borgarfirði — annan ránsfeng Dana, og þó minnihlutann af jörðum Ögmundar biskups og Viðeyjarklausturs. Eptir þetta var þorskinum, sem aflaðist, allt frá Reykjanesi til Reykjavíkur, sópað vendilega í sjóð konungs, um tvær aldir og nær fjórðungi betur — afla konungsskipanna, landskuldum, sköttum og sektafé.

Sennilega hafa enskir kaupmenn siglt að jafnaði á Básenda mest alla 15. öldina og fram á 2. áratug 16. aldar, þvi á þessu aldar timabili höfðu þeir að langmestu leyti verzlun alls íslands í sinni hendi. En eptir bardagann fyr nefnda, hrakaði óðum verzlun þeirra og yfirgangi á landi hér. Að sama skapi færast þýzkir kaupmenn í aukana. En Dönum gengur seint róðurinn inn á hafnir einokunarinnar. Þrátt fyrir fiskiskiparánið eru Danir ekki komnir lengra en svo um miðja 16. öldina á einokunarferli sínum, að þeir sigla tveimur kaupskipum til Íslands, en Þjóðverjar tuttugu. Eru um þetta bil miklar ráðagerðir hjá stjórn Dana, að steypa undan Þjóðverjum.
basendar-368Ein þeirra var sú og þó nokkru fyr, um 1544, að konungur tæki af Þjóðverjum Básendahöfn, og sendi þangað skip árlega. Átti það að sækja fisk konungs og brennistein úr námunum á Reykjanesi, fara til Englands og selja þar fyrir gull og góðar vörur, klæði og konunglegar nauðsynjar.

Konungur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Árið 1548 vildi danskt skip sigla á Básendahöfn og verzla þar. En þýzkt skip var þar fyrir, með fógeta innanborðs, og hrundu þeir Dönum frá verzluninni þar. Þá er einokun Dana byrjaði með fullum krapti hér á landi (1602), segir J. Aðils í Einokunarsögunni (bls. 70—71), að Þýzkir hafi enn siglt á Básendahöfn. Það er því varla rótt, er segir síðar í sömu bók (103) og í Skarðsárannál, að árið 1640 hafi ekki verið siglt á Básendahöfn í 50 ár. Hitt er sönnu nær, að Danir hefji einokun sína hér með því að afrækja höfn þessa í 38 ár. Og síðan byrja þeir verzlunina þar (1640) með því að yfirgefa Grindavík um næstu 24 árin. Eptir það var optast siglt á þessar hafnir báðar, og opt fluttar vörur milli þeirra.
Árið 1645 kom sigling á Básenda, fágæt 4 þeim árum og boðflenna sennilega. Það var hollenzkt skip með íslenzkum skipstjóra, Einari Þórðarsyni frá Tjaldanesi. Verzlaði hann þar eitthvað, og var optar í för um hér við land. Danir höfðu síðan tögl og hagldir á Básendum rúma hálfa aðra öld. – V. G.“

Heimild:
-Blanda, 3. bindi 1924-1927, bls. 46-53.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.