Kaupstaðavegurinn

Á gömlum kortum er Stafnessel sýnt austan við Djúpavog í Ósum.

Stafnessel

Stafnessel.

Gengið var með austanverðum Ósabotnum inn að Selhellu. Á henni landmegin eru tvær tóftir, auk mannvirkja á sjálfri hellunni. Þarna er hin ákjósanlegasta lending fyrir smábáta.
Efst á brúninni með sunnanverðum Djúpavogi er tóft. Gamla þjóðleiðin lá fyrir botnsendann. Skammt norðar eru tóftir í víkurmynni. Gamla Kaupstaðagatan liggur ofan við þær, að og ofan við Gamla-Kirkjuvog. Ofan við hana er gróinn klapparhóll. Reyndar eru þeir nokkrir á þessu svæði, en enginn jafnvel gróinn og þessi. Í brekkunni mót norðvestri eru tóftir, að öllum líkindum selstóftir. Ef Stafnessel er þarna komið er það ekki svo mjög langt frá hinum gömlu kortastaðsetningum. Tóftirnar eru greinilega gamlar, en enn má sjá móta fyrir veggjum.
Minkur hafði grafið sig inn undir eina tóftina, en lét fara lítið fyrir sér.
Veðrið var dýrðlegt, logn og hiti.

Stafnessel

Stafnessel – uppdráttur ÓSÁ.