Færslur

Gamli Kirkjuvogur

Í botni Ósabotna liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Hún var einkar falleg í kvöldsólinni. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels.

Stafnessel

Stafnessel.

Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna. Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur.

Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Kirkjuvogssel er skammt sunnan þjóðvegarins að Höfnum, vestan undir hól inni á sprengisvæði varnarliðsins. Fékkst þó góðfúslegt leyfi til að fara inn á svæðið s.l. sumar og skoða selið. Það hefur verið látið óhreyft.

Ósar

Ósar – uppdráttur ÓSÁ.

Gömlu þjóðleiðinni var fylgt aftur til austurs. Þegar komið er upp lága brekku sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kafl í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi. Skammt austar er önnur tótt, mun stærri. Þarna er Gamli Kirkjuvogur sagður vera skv. fornleifaskýrslunni. Í henni segir m.a.: “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipun er ekki hægt að greina. Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.

Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – manngerður hóll (dys?).

Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Gengið var eftir stígnum upp Illaklif, eftir rudda götuhlutanum og áfram götuna fyrir Djúpavog. Þaðan var haldið beint yfir holtin, stystu leið.
Í leiðinni var gert kort af öllu svæðinu þar sem tóttir og einstakir staðir eru merktir inn á.
Frábært veður.

Kaupstaðavegurinn

Kaupstaðavegurinn ofan Gamla-Kirkjuvogs.

Kaupstaðavegurinn

Á gömlum kortum er Stafnessel sýnt austan við Djúpavog í Ósum.

Stafnessel

Stafnessel.

Gengið var með austanverðum Ósabotnum inn að Selhellu. Á henni landmegin eru tvær tóftir, auk mannvirkja á sjálfri hellunni. Þarna er hin ákjósanlegasta lending fyrir smábáta.
Efst á brúninni með sunnanverðum Djúpavogi er tóft. Gamla þjóðleiðin lá fyrir botnsendann. Skammt norðar eru tóftir í víkurmynni. Gamla Kaupstaðagatan liggur ofan við þær, að og ofan við Gamla-Kirkjuvog. Ofan við hana er gróinn klapparhóll. Reyndar eru þeir nokkrir á þessu svæði, en enginn jafnvel gróinn og þessi. Í brekkunni mót norðvestri eru tóftir, að öllum líkindum selstóftir. Ef Stafnessel er þarna komið er það ekki svo mjög langt frá hinum gömlu kortastaðsetningum. Tóftirnar eru greinilega gamlar, en enn má sjá móta fyrir veggjum.
Minkur hafði grafið sig inn undir eina tóftina, en lét fara lítið fyrir sér.
Veðrið var dýrðlegt, logn og hiti.

Stafnessel

Stafnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Hvalsnessel

Í upplandi Stafness og Hvalsness voru selstöður bæjanna fyrrum. Í Jarðabókinni 1703 er þeirra getið, en þá, er það var skrifað, höfðu þær verið í eyði um árhundraðabil. Þegar FERLIR skoðaði selstöðurnar árið 2014 var aðkoman eftirfarandi:
Stafnessel-2014-2Stafnessel: Vitað er um leifar þriggja selstöða í Landi Stafness, allar mjög gamlar og grónar, líklega frá því fyrir 1500. Miðnesheiðin er mjög eydd af gróðri og sandorpin. Fyrrum hefur heiðin þó verið vel gróin. Selstöðurnar gefa þ.a.m.k. til kynna. Ein er í grónum hól vestan undir klapparhól skammt norðaustan eyðibýlisins Gamla-Kirkjuvogs. Í hólnum mótar fyrir þremur fremur litlum rýmum og er eitt þeirra stærra en hin; væntanlega baðstofan, (búr og eldhús). Ekki mótar fyrir steinhleðslum í veggjum. Vatnsbólið er uppi á klapparholtinu skammt norðnorðaustan við selið. Leifar tveggja stekkja eru skammt frá selstöðunni, en dátar í herleik virðast hafa tekið mesta grjótið úr þeim til að búa til “dátaskjól”.
Hinar selstöðurnar eru í grónum hringlaga hól á flatneskju sunnan klapparholts skammt sunnan Gömlu-Skjólgarða á Miðnesheiðinni. Í hólnum mótar fyrir sex rýmum, sem gefa til kynna tvær selstöður. Þau eru öll mjög gróin og ekki mótar fyrir steinhleðslum. Mjög eyðilegt er allt umhverfis; berar klappir og ógrónir melar. Ekki er að sjá aðrar minjar tengdar selstöðunum í nágrenninu, nema hvað brunnur gæti hafa verið rétt sunnan við selstöðurnar.
Hvalnessel: Efst (austast) í Hvalsneslandi á Miðnesheiði er aflangur gróinn hóll (nánast upp undir vHvalsnessel-2014arnargirðingunni). Í hólnum mótar fyrir níu rýmum, Sex þeirra, er mynda tvær samstæður, eru mjög gömul (líkum og þeim sem eru í Stafnesselstöðunum nokkru suðvestar í Heiðinni). Bæði eru rýmin lítil og óreglulega saman sett. Þriðja selstaðan þarna gæti verið svolítið yngri. Bæði er hún reglulegri og eitt rýmið sýnilega stærst; sennilega baðstofa. Allar eru tóftirnar mjög grónar og ekki er að sjá í þeim steinhleðslur. Nyrst í hólnum mótar fyrir aflangri tóft; gæti hafa verið stekkur. Suðaustan við hólinn, í lágu klapparholti er hlaðið við vik inn í klöppina, einhvers konar skjól fyrir austan- og suðaustanáttinni. Þar gæti hafa verið kví. Þrjár vörður eru á klapparhólum sunnan við selstöðuna. Ekki er að sjá hvar vatnsbólið gæti hafa verið, en þó er ekki ólíklegt að vestan við selið hafi fyrrum verið lítil tjörn. Tvær þeirra gætu verið markavörður, en selsvarðan næst því. Öll er Miðnesheiðin þarna uppblásin og eyðileg, nema selstöðuhóllinn, sem fyrr sagði.
Mjög erfitt er að leita að fyrrum selstöðum í Miðnesheiði, enda nánast engar skráðar “opinberlega” í nútímanum. Utan þeirra tveggja framangreindra koma tveir aðrir staðir til greina sem fyrrum selstöður. Þeir verða kannaðir á næstu dögum. Hafa ber í hug að fáum er það eiginlegt að lesa úr slíkum aðstæðum í dag. Til þess þarf áratugalanga þjálfun með hliðsjón af umhverfi, landkostum, nýtingarmöguleikum þeirra tíma, tilgangi og tilheyrandi “afleiðingum” er landið hefur borið með sér allt til þessa dags.

Stafnessel

Stafnessel.

 

Hafnasel

Á landakortum er örnefnið “Seljavogur” merkt við norðaustanverða Ósa í Höfnum. Örnefnið bendir til að þar hafi verið selstaða og það fleiri en ein. Hingað til hefur ekki verið vitað um aðra selstöðu norðan Ósa en Stafnessel norðan Djúpavogs. Í vettvangsferð FERLIRs átti hins vegar annað eftir að koma í ljós.
Ósar - loftmyndMagnús Þórarinsson lýsir eftirfarandi í ritinu „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi frá árinu 1960 þar sem hann er að lýsa Stafneslandi: “Nokkurn spöl austur af Fremri-Skotbakka er annar tangi, sem heitir Innri-Skotbakki. Skammt innar er gamli Kirkjuvogur. Þar sér aðeins fyrir rústum, en engin önnur merki um fyrri byggð. Til marks um það, hve Vogur (gamli Kirkjuvogur) var mikil jörð, skal þess getið, að árið 1407 selur Björn Þorleifsson hirðstjóri manni einum, er Eyjólfur hét Arngrímsson, Voga á Rosmhvalanesi, sem þá var kirkjustaður, fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. (Árb. Esp. 2, 68.)
SeltóftNokkur fróðleiksauki er þáttur jarðabókar (Á. M. & P. Víd.) 1703. Þar segir svo: „Gamli Kirkjuvogur. Forn eyðijörð, um hana er skrifað síðast meðal Hafnahreppsbæja, að óvíst sé, hvort hún liggi í Kirkjuvogs- eða Stafneslöndum, item, að munnmæli séu, að Kirkjuvogsbær sé þaðan fluttur. Nú að fleirum kringumstæðum betur yfirveguðum sýnist að sitt hafi hvor bær verið. Kirkjuvogur sem nú er byggður, og þessi gamli Kirkjuvogur, sem af gömlum documentum ráða er að heitið hafi til forna Djúpivogur. Hvað sem hér um er að segja, þá er það víst, að þessi eyðijörð öldungis ekki kann upp aftur að byggjast, með því so vel túnstæðið sem landið allt um kring af sandi uppblásið er og að bláberu hrjóstri orðið. Svo er og lendingin, er þar sýnist verið hafa, af útgrynni öldungis fordjörfuð og ónýtt. Grastór, sem hér og hvar í landareigninni kunna til baka að vera, nýta sér Stafnesingar og Kirkjuvogsmenn og er hér ágreiningur um landamerki.“
Seljavogssel IÁrið 1703 hefir gamli Kirkjuvogur legið í auðn yfir stórt hundrað ár, segir þar, þ. e. frá 1580 eða nokkru fyrr.
Þegar hér er komið, er orðið grónara heiðarland með lyngklóm niður undir sjávarbakka. Útfiri er mikið innst í Ósum og sandleirur allmiklar um stórstraumsfjöru. Djúpivogur er nyrzti, innsti og lengsti vogurinn í Ósabotnum. Þar voru landamerki milli Stafness og Hafna og um leið hreppamörk. Þeim mun þó hafa verið lítilsháttar breytt á síðari árum.
Yfir margt er að líta á langri ævi og umbreytingasamri. Frá strönd ég stari og sé í fjarska tímans: sjóinn og fjöruborðið með öllu Miðnesi, eins og rósótta ábreiðu, síbreytilega eftir sjávarhæð og ljósbroti sólar. Á lognblíðum dögum, þegar síkvik báran lék við þarann og sandinn, fóerlan söng sitt ljúfasta lag og æðurin ú-aði á útmánuðum, var yndislegt að vera ungur og lifa í óskadraumum, sem aldrei rættust. – En svo dró bliku á loft og bakka við hafsbrún. Þau sendu sterkan hvínandi storm, þá varð dimmt undir él, sjórinn úfinn og ægilegur, eins og reiður jötunn, er Hræsvelgur blakaði arnarvængjum sínum. Þannig er, í fáum orðum, myndin á spjaldi minninganna.”
Seljavogssel IINokkurra selstaða er getið frá Hafnabæjunum, s.s. Merkinessel, Gamlasel, Möngusel og Kirkjuvogssel (sjá HÉR). Þær eru allar uppi í Hafnaheiðinni. Kalmannstjörn mun hafa haft selstöðu suður undir Stömpum. Ekki er að sjá í heimildum að selstaða eða selstöður frá bæjunum hafi verið við Seljavog við norðaustanverða Ósa, en þar munu þó vera tóftir. Örnefnið bendir til að þar hafi verið fleiri en ein selstaða, en skv. örnefnalýsingu Stafness voru landamerki milli þess og Hafna að hafa verið við Djúpavog skammt norðvestar. Það er því ekki ólíklegt að þarna kunni að hafa verið selstöður frá Hafnabæjum, s.s. Kotvogi, eða jafnvel frá enn fyrri tíð og þá jafnvel frá Hvalsnesi. Bæði gætu mörk hafa breyst sem og eignarhlutdeild, frændsemi ráðið staðsetningu eða aðstaðan verið keypt í skiptum fyrir aðra önnur hlunnindi.
Seljavogssel IIÍ Jarðabókinni 1703 er getið um selstöður frá Hvalsnesi, en þær eiga þá að vera komnar í eyði. Þrátt fyrir leitir hafa ekki fundist ummerki eftir þær í heiðinni ofan við bæinn, sem verður að teljast óvenjulegt. Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöður frá Hvalsnesi (Hualsnesi): “Selstöður tvær er sagt að kirkjan eigi, og eru nú báðar þær næsta því ónýtar fyrir grasleysi, og önnur aldeilis vatnslaus, so er og mestalt land jarðarinnar komið í sand, grjót og hrjóstur”. Skv. þessu er að sjá að Hvalsnes hafi haft selstöður, hugsanlega á mismunandi tímum, á a.m.k. tveimur stöðum. Önnur þeirra gæti hafa verið við Seljavog, a.m.k. er það ekki útilokað. Skoða á eftir heiðina ofan við selstöðurnar m.t.t. hugsanlegra selstíga. Hér eru selstöðurnar einfaldlega nefndar “Hafnasel” þótt enginn hafi bær verið með því nafni. Hin selstaðan gæti síðar hafa verið frá Kotvogi, jafnvel byggst upp úr þeirri fyrrnefndu. Kirkjuvogur (Kyrkiu Vogur) hafi skv. Jarðabókinni 1703 “selstöðu eigi allfjarri. Mjög haglítil. En vatnsból í selinu mjög erfitt, so að á hestum þarf til að flytja um hásumar”. Selstaðan frá Kirkjuvogi er þekkt. Þó er ekki útilokað að við Seljavog hafi verið eldri selstaða frá Gamla-Kirkjuvogi, enda fyrir Djúpavog að fara. Jarðarinnar er getið í Jarðabókinni sem eyðijarðar, en ekkert er fjallað um selstöðu á þessu svæði.
SeljavogurÞegar komið er norður fyrir austanverða Ósa við Hafnir verður fyrst fyrir Djúpivogur er nær þar lengst upp í landið. Suðaustur af voginum er Beinanes. Efst á því er stór klettur; Hestaskjól. Suðaustan við Beinanes er Seljavogur, mjór og langur. Þvert yfir Beinanes, milli Seljavogs og Djúpavogs, á móts við miðja vogina, eru að sjá á loftmynd leifar af hlöðnum garði. Suðvestan innan við garðinn eru tóftir er síðar verður getið. Við vettvangsskoðun var erfitt að koma auga á garð þennan.
Samkvæmt Jarðabókinni 1703 hafði Kirkjuvogur í seli, sbr. “Selstaða eigi allfjarri. Mjög haglítil. En vatnsból í selinu mjög erfitt, so að á hestum þarf til að flytja um hásumar”. (Sjá meira um Kirkjuvogssel HÉR.)
Í Jarðabókinni er ekki getið um selstöður frá hjáleigum Kirkjuvogs, s.s. Hólshúsi, Garðhúsum, LandamerkiHaugsendakoti og Árnagerði (Arne gerde). Getið er um Gamla-Kirkjuvog, “forna eyðijörð. Hefur legið í auðn stórt hundrað ár. Eru munnmæli að Kirkjuvogs bær sje þaðan fluttur, þángað sem nú stendur hann, og vill þá þetta bæjarstæði í Kirkjuvogslandi verið hafa. Aðrir halda að þetta bæjarstæði sje í Stafness landi”.
Þar sem selstöðu við Seljavog er ekki getið í Jarðabókinn 1703 má telja að annað hvort hafi þær þá verið aflagðar þar fyrir löngu eða teknar upp eftir að Jarðabókin var skrifuð. Af ummerkjum á vettvangi að dæma má telja líklegt að selstöðurnar hafi orðið til talsvert fyrir árið 1700 (a.m.k. sú sem er norðan við Seljavog), en fallið í gleymsku. Til viðmiðunar er t.d. Kirkjuvogsselið, sem verður að teljast af nýrri tegund selja, enda miklu mun greinilegri en þessar selstöður. Fyrrum hefur þetta land væntanlega tilheyrt Gamla-Kirkjuvogi þótt það tilheyri nú Höfnum. Af ummerkjum að dæma virðist þó hafa verið róið í nyrði selstöðuna, en það gæti hafa verið leið til að spara krókinn fyrir Djúpavog.
landamerkinOfan við vörina í nyrðri selstöðinni er tóft. Í selstöðunni, sem er í skjóli fyrir austanáttinni undir lágu klapparholti, eru þrjú rými og hringlaga gerði. Ofan við klapparholtið er ágætt vatnsstæði.
Í syðri selstöðunni, sunnan við Seljavog, eru rými hins vegar reglulegri og virðast nýrri. Þau eru í einni lengju. Norðar, á klapparholti, eru stakar tóftir, sú syðsta greinilegust. Í henni sjást hleðslur. Neðan við hana, undir klapparholtinu og ofan við voginn, er hringlaga hleðsla; lítið gerði, hugsanlega kví í skjóli fyrir austanáttinni. Selstaðan sjálf er óvarin fyrir regni og vindum, sem verður að teljast óvenjulegt. Hins vegar eru góð skjól undir klöppum í nágrenninu.
Grónar vörður ofan við selstöðurnar benda til þess að komið hafi verið að þeim sjóleiðis frá því sem Hafnir eru í dag, þ.e. róið yfir Ósa.
HestaskjólHvenær land Gamla-Kirkjuvogs féll undir Stafnesland er ekki vitað þegar þetta er ritað. Hins vegar má sjá á gamalli gróinni vörðu norðaustan við Djúpavog með línu í hlaðna vörðu norðaustar í heiðinni hvar landamerkin hafi legið á liðnum öldum. Selstöðurnar, sem hér um ræðir eru báðar utan hennar, þ.e. í landi Hafna.
Fyrrnefndar selstöður eru greinilegar þótt ekki væri fyrir annað en að í kringum þær eru mikið graslendi, en óvíða annars staðar norðan Ósa, nema ef vera skyldi á litlum blettum undir klettum vestanverðum, og í þeim báðum má vel greina rými með grónum jarðlægum veggjum og tilheyrandi hleðslum (stekkir).
Hvað sem líður niðurstöðum þess hvaða jörðum þessar selstöður hafa tilheyrt fyrrum verður a.m.k. tvennt að teljast merkilegt; annars Svæðiðvegar sú uppgötvun að örnefnið Seljavogur á sér áreiðanlega og skiljanlega skýringu og hins vegar að þar skuli liggja áhugaverðar fornminjar er legið hafa í þagnargildi um aldir. Auk þess taldist skráning þessara tilteknu selstöðuminja til þeirrar tvöhundruð og sextugustu (260), sem FERLIR hefur skoðað á Reykjanesskaganum, fyrrum landnámi Ingólfs.
Í leiðinni var ákveðið að skoða tilgreint Stafnessel. Í örnefnalýsingu sem Ari Gíslason skráði eftir Metúsalem Jónssyni um Stafnes segir m.a. um Stafnessel: “Skammt suður og upp frá Gálga eru lágar klappir nefndar Klofningar. Þar suður og upp af Þórshöfn er einstök varða á klöpp, Mjóavarða, sem var innsiglingarmerki á Þórshöfn. Suðaustur af henni eru svo tvær vörður á klöpp, sem nefndar eru Systur. Þar austur af eru Stórubjörg, og austan þeirra er gamalt sel, sem heitir Stafnessel.”
Magnús Þórarinsson segir í sinni framangreindri lýsingu: “Enn sést móta fyrir rústum af Stafnesseli”.
Við skoðun á selstöðunni var augljóst að þarna eru mannvistarleifar. Þær eru hins vegar mjög fornar að sjá.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; Stafnes“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, Hafnarfirði, 1960, bls. 151 –165.
-Örnefnalýsingar fyrir Hafnir.

Stafnessel

Stafnessel.

Fuglavíkursel

Friðþór Eydal leiðsagði hópnum um varnarliðssvæði Keflavíkurflugvallar og nágrenni.

Hvalsnesleið

Varða við Hvalsnesleið.

Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda.
Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar hafði áhrif á íslensk stjórnvöld, m.a. valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948, fyrsta kjarnorkusprenging Sovétríkjanna í september 1949 og upphaf Kóreustríðsins í júni 1950. Árið 1949 gerðist Ísland stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og var varnarsamningurinn við Bandaríkin gerður á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins. Honum er ætlað að tryggja varnir Íslands og stuðla að friði og öryggi áþví svæði sem samningurinn tekur til.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – framkvæmdir.

Varnarliðið samanstendur af mörgum aðskildum starfseiningum innan Bandaríkjahers, en þar starfa einnig hermenn og fulltrúar frá Hollandi, Noregi, Danmörku og Kanada. Um 750 Íslendingar starfa fyrir varnaliðið (en þeim fer fækkandi). Varnarliðið rekur ratsjárstöðvar, annast skipa- og kafbátaeftirlit, flugvallarekstur, þyrlubjörgunarflug, fjarskipti og landvarnir.
Það var árið 1941 að Ísland og Bandaríkin gerðu með sér herverndarsamning. Samningurinn batt í raun endi á þáverandi hlutleysisstefnu Íslands. Sama ár komu fjögur þúsund landgönguliðar til landsins.

Winston Churhill

Winston Churchill í Reykjavík.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands kom til landsins, en að því tilefni var haldin stærsta hersýning, sem um getur. Árið 1943 var bandaríski heraflinn á Íslandi hvað fjölmennastur, eða um 45.000 manns. Þá voru hér á landi um 50.000 hermenn (einnig frá Bretlandi og Kanada), eða álíka margir og allir fullorðnir karlmenn á Íslandi. Á haustdögum tók að fækka í heraflanum.

Keflavíkurflugvöllur var lagður af bandaríkjaher í heimstyrjöldinni síðari. Skömmu eftir hernám landsins hófu Bretar flug frá Kaldaðarnesi á bökkum Ölfusár og sumarið 1941 hófst flug þeirra frá Reykjavíkurflugvelli, þrátt fyrir að gerð hans væri ekki að fullu lokið. Jafnframt voru sléttaðir lendingarstaðir á nokkrum stöðum er nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var útbúinn á Garðskaga og voru það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum.

Winston

Winston á Vellinum.

Bandaríska herráðið áætlaði lagningu stórs flugvallar fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar á suðvesturhorni landsins ásamt minni flugvelli fyrir orrustuflugsveit er þar höfðu aðsetur. Beindust augu Bandaríkjamanna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og svæðið nánast hindrunarlaust til flugs.
Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu. Lagning flugvallanna tveggja, Patterson á Njarðvíkurfitjum og Meeks á Háaleiti hófst snemma árs 1942.
WinstonVar Patterson flugvöllur tilbúinn til takmarkaðrar umferðar strax um sumarið er flugvélum 8. flughersins bandaríska var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Meeks flugvöllur, er við þekkjum nú sem Keflavíkurflugvöll, var tekinn í notkun í apríl 1943 og framkvæmdum við flugvellina lokið þá um haustið.

Patterson flugvöllur þjónaði orrustuflugvélum Bandaríkjamanna sem önnuðust loftvarnir á suðvesturhorni landsins til stríðsloka, en Meeks var áningarstaður í millilandaflugi eins og æ síðan. Einu umsvif Breta á Keflavíkurflugvelli (Meeks) voru starfsemi Liberator flugvéla, sem flogið var til stuðnings skipalestum og aðgerðum gegn þýskum kafbátum. Þessar flugvélar, sem aðsetur höfðu í Reykjavík, voru stórar og þungar til að geta athafnað sig þar fullhlaðnar við allar aðstæður. Lögðu þær því gjarna upp í eftirlitsflug frá Keflavík, þar sem þær höfðu aðsetur í Geck flugskýlinu, en lentu í Reykjavík að ferðinni lokinni þar sem áhafnirnar höfðu aðsetur.

Keflavíkurflugvöllur

Braggar við Pattersonflugvöll.

Rekstri Pattersen flugvallar var hætt að styrjöldinni lokinni sumarið 1945, en fámennt herlið annaðist rekstur Meeks flugvallar til ársins 1947, en bandarískir borgarlegir starfsmenn tóku við rekstrinum samkvæmt Keflavíkursamningnum, sem gerður var milli Íslands og Bandaríkjanna haustið 1946. Nafnið á vellinum kom frá flugmanni, sem hafði farist í flugi frá Reykjavíkurflugvelli. Vél hans flæktist í vírum við brautarendann og skall í Skerjafjörðinn (SJ). Flugvöllurinn hlaut þá nafnið Keflavíkurflugvöllur og varð alþjóðaflugvöllur í eigu Íslendinga.

Keflavíkurflugvöllur

Minnismerki á Keflavíkurflugvallarsvæðinu.

Það var árið 1946 sem íslensk stjórnvöld höfnuðu beiðni Bandaríkjamann um afnot af landi undir herstöðvar til langs tíma. Keflavíkursamningurinn var undirritaður og ákveðið að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram tiltekin afnot af Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn var síðan afhentur Íslendingum. Árið eftir yfirgáfu síðustu bandarísku hermennirnir svæðið.
Árið 1949 gerast Íslendingar stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu. Aðildin veldur innanlandsdeilum og óeirðum við Alþingishúsið.

Keflavíkurflugvöllur

Herstöðin á Miðnesheiði.

Fyrstu hersveitir Bandaríkjahers koma til landsins 7. maí 1951 og setja upp bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þær voru undir stjórn hershöfðingja í landhernum, sem laut stjórn Atlantshafsherstjórnar NATO og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna. Vallarsvæðið og nágrenni verður meginathafnasvæði varnarliðsins. 1955 var fjarskiptastöðin Broadstreet við Seltjörn flutt til Grindavíkur.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturninn er þar sem Kalka var.

Húsnæði varnarliðsins var mjög takmarkað í fyrstu. Þúsundir hermanna höfðu búið í braggahverfum í námunda við flugvöllinn á styrjaldarárunum, en flestar þessara bráðabirgðabygginga voru rifnar eða gengu úr sér á árunum eftir stríð. Þá þurfti flugvöllurinn, sem upphaflega var með þeim stærstu í heimi, allmikla endurbóta við.
Varnarliðið hefur allnokkrum sinnum komið við sögu björgunarmála. Má þar t.d. nefna Vestmannaeyjagosið 1973 og Goðastrandið 1994. Árið 2001 fékk þyrlubjörgunarsveitin viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til landsins árið 1971.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkuflugvöllur.

Í upphafi fimmta áratugar síðustu aldar var Háaleiti fyrir ofan Keflavík einungis sorfinn jökulruðningur. Efst á honum trjónaði háreist gígopið (þar sem flugstjórnarturninn á Keflavíkurflugvelli stendur nú). Norðan þess stóð Kalka, hvítkölkuð stór varða, áberandi landamerki og kennileiti á Miðnesheiði.
Allnokkrar minjar eru innan varnarsvæðisins. Má t.d. nefna Fuglavíkursel, gömlu Hvalsnesleiðina, Stafnessel, Gamla-Kirkjuvog, tóftir við Djúpavog og á Selhellu, Kaupstaðagötuna, Hansakaupmannaverslunarstaðinn við Þórshöfn og Kirkjuvogssel, auk þess sem svæðið sker í sundur Skipsstíginn, hina gömlu þjóðleið milli Njarðvíkur og Grindavíkur.

Varnarsvæði

Varnarsvæði Keflavíkurflugvallar – fylgir Tilkynningu frá ríkisstjórninni 21. maí 1942.

Mikilvægt er fyrir stolt okkar Íslendinga að endurheimta það svæði, u.þ.b. 50 metra breytt þar sem hitaveitulögnin liggur í gegn, sem fyrst. Bandaríkjamenn ættu að hafa skilning á því að ávallt er mikilvægt að halda þjóðleiðunum opnum, jafnvel á stríðstímum.
Annars hafa minjar innan svæðisins verið ágætlega varðveittar án þess að það hafi beinlínis verið ásetningur þeirra, sem með það höndla.
Þess má geta að lokum, til fróðleiks, að í aðalstjórnstöð NATO á Keflavíkurflugvelli hangir stórt spjald með tveimur myndum undir yfirskriftinni Wanted Dead and Alive; annars vegar er mynd af Bin Laden (dead) og hins vegar (alive) er mynd af hvíthærðri FERLIRsálfkonu. Svo virðist sem hermönnunum sé meira í mun að ná hinni síðarnefndu – alive.

-Upplýsingarnar eru m.a. úr riti um 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001 og frá Friðþóri Eydal.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleiðin innan varnarsvæðisins að Hvalsnesi.

Gamli-Kirkjuvogur

Gengið var frá Ósabotnum að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd.
Haldið var eftir gömlu Kaupstaðaleiðinni um Draugavog og að Selhellu. Framan við tangann er tótt og önnur inn á honum. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur og nágrenni.

Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, er tótt. Gengið var inn fyrir voginn og inn á þjóðleiðina, ofan við Beinanesið að og áfram fyrir Djúpavog. Í botni vogarins liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Hún var einkar falleg í kvöldsólinni. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels.

Stafnessel

Stafnessel.

Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna. Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur.

Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla. Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.

Ósabotnar

Ósabotnar.

Kirkjuvogssel er skammt sunnan þjóðvegarins að Höfnum, vestan undir hól inni á sprengisvæði varnarliðsins. Fengið var góðfúslegt leyfi til að fara inn á svæðið s.l. sumar og skoða selið. Það hefur verið látið óhreyft. Göm þjóðleiðinni var fylgt aftur til austurs. Þegar komið er upp lága brekku sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kafl í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi.
Skammt austar er önnur tótt, mun stærri. Þarna er Gamli Kirkjuvogur sagður vera skv. fornleifaskýrslunni. Í henni segir m.a.: “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipun er ekki hægt að greina. Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – rústir á bæjarhólnum.

Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.
Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – Kaupstaðagatan.

Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.

Gengið var eftir stígnum upp Illaklif, eftir rudda götuhlutanum og áfram götuna fyrir Djúpavog. Þaðan var haldið beint yfir holtin, stystu leið.
Í leiðinni var gert kort af öllu svæðinu þar sem tóttir og einstakir staðir eru merktir inn á.
Sjá MYNDIR.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – bæjarhóllinn.

Kirkjuvogssel

Lagt var af stað í hríðarbyl og snjókomu frá höfuðborgarsvæðinu. Á Vatnsleysuströnd birti til. Þegar komið var að Ósabotnum var komið sólskin.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel.

Gengið var að Kirkjuvogsseli suðaustan Hafnarvegar. Selið er undir hól innan varnarsvæðisins og hefur fengið að vera óhreyft um langan tíma. Tóttir eru á tveimur stöðum í skjóli fyrir suðaustanáttinni. Neðan þeirra er stekkur og enn neðar og norðar er reglulegur hringur, sem gæti hafa verið kví eða lítil rétt. Selstígurinn sést vel þar sem hann liggur frá selinu í átt að Ósabotnum.Hópurinn gekk frá selinu til norðurs og inn fyrir aðalvarnarsvæðið með leyfi yfirvalda. Ætlunin var að leita að tóttum Stafnessels, sem þar átti að vera, skv. korti, ofarlega í heiðinni þar sem hallar til vesturs. Mikið landrof hefur átt sér stað á svæðinu, auk þess sem framkvæmt hefur verið alveg að brekkunum. Þó má sjá talsvert gras efst undir brekkunum og einnig er ekki ólíklegt að selið hafi verið þar undir eða ofan við klettana.

Stafnessel

Stafnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Leið er vörðuð að klettunum og eru vörðurnar, sem greinilega eru mjög gamlar, flestar hrundar. Þó er ein stærst og stendur enn nokkuð neðan við brekkurnar. Hún hefur líklega verið sundvarða inn að Ósabotnum því hún ber frá skerjunum í Keili. Þá var gengið niður að Djúpavogi og þaðan til norðvesturs eftir gömlu Kaupstaðaleiðinni. Skammt ofan við voginn er
200-300 m langur beinn mjög fallegur kafli á leiðinni, sem greinilega hefur verið ruddur og flóraður á kafla. Þegar hópurinn kom að enda kaflans skein sólin á svæðið svo hún sást mjög vel þar sem hún liggur upp holtið. Skv. öðru korti átti Stafnessel að vera þarna skammt sunnar. Það reyndist vera rétt.

Þar suðvesturundir stórum klapparhól kúrði selið – nokkrar tóttir.

Kirkjuvogssel

Stekkur í Kirkjuvogsseli.

Gengið var niður á Ósaleiðina og henni fylgt að Gamla Kirkjuvogi þar sem tóttirnar af gamla bænum og kirkjugarðurinn voru skoðaðar, auk garðanna og brunnsins. Þar sem greinilega var að verða mjög lágsjávað var ákveðið að halda áfram framhjá Skotbakka og Þórshöfn yfir að Básendum. Þegar þangað var komið var gengt út í öll sker.
Farið var fetið út í stærsta skerið vestan Básendalægis. Þar í klöpp á því norðanverðu er festahringur í keng, nokkuð ryðbrunninn. Í hring þennan var festi hér á öldum áður og í hana voru kaupskipin, er þarna lágu, fest. Klöppin var öll upp úr sjó, sem ekki er algengt þarna. Eftir að hafa dáðst að litbrigðunum (rautt, brún, grænt og gult) umhverfis hringinn var haldið í rólegheitum  suður með skerinu. Þar var að sjá annan keng, en í hann vantaði hringinn. Eftir að hafa áð við Draughól var haldið með steingarðinum, sem umlykur Básenda, að Stafnesi þar sem ferðin endaði.
Í því er hópurinn gekk í hlað á Stafnesi um kl. 12:00 byrjaði að snjóa.
Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ.