Hvalsnessel

Í upplandi Stafness og Hvalsness voru selstöður bæjanna fyrrum. Í Jarðabókinni 1703 er þeirra getið, en þá, er það var skrifað, höfðu þær verið í eyði um árhundraðabil. Þegar FERLIR skoðaði selstöðurnar árið 2014 var aðkoman eftirfarandi:
Stafnessel-2014-2Stafnessel: Vitað er um leifar þriggja selstöða í Landi Stafness, allar mjög gamlar og grónar, líklega frá því fyrir 1500. Miðnesheiðin er mjög eydd af gróðri og sandorpin. Fyrrum hefur heiðin þó verið vel gróin. Selstöðurnar gefa þ.a.m.k. til kynna. Ein er í grónum hól vestan undir klapparhól skammt norðaustan eyðibýlisins Gamla-Kirkjuvogs. Í hólnum mótar fyrir þremur fremur litlum rýmum og er eitt þeirra stærra en hin; væntanlega baðstofan, (búr og eldhús). Ekki mótar fyrir steinhleðslum í veggjum. Vatnsbólið er uppi á klapparholtinu skammt norðnorðaustan við selið. Leifar tveggja stekkja eru skammt frá selstöðunni, en dátar í herleik virðast hafa tekið mesta grjótið úr þeim til að búa til “dátaskjól”.
Hinar selstöðurnar eru í grónum hringlaga hól á flatneskju sunnan klapparholts skammt sunnan Gömlu-Skjólgarða á Miðnesheiðinni. Í hólnum mótar fyrir sex rýmum, sem gefa til kynna tvær selstöður. Þau eru öll mjög gróin og ekki mótar fyrir steinhleðslum. Mjög eyðilegt er allt umhverfis; berar klappir og ógrónir melar. Ekki er að sjá aðrar minjar tengdar selstöðunum í nágrenninu, nema hvað brunnur gæti hafa verið rétt sunnan við selstöðurnar.
Hvalnessel: Efst (austast) í Hvalsneslandi á Miðnesheiði er aflangur gróinn hóll (nánast upp undir vHvalsnessel-2014arnargirðingunni). Í hólnum mótar fyrir níu rýmum, Sex þeirra, er mynda tvær samstæður, eru mjög gömul (líkum og þeim sem eru í Stafnesselstöðunum nokkru suðvestar í Heiðinni). Bæði eru rýmin lítil og óreglulega saman sett. Þriðja selstaðan þarna gæti verið svolítið yngri. Bæði er hún reglulegri og eitt rýmið sýnilega stærst; sennilega baðstofa. Allar eru tóftirnar mjög grónar og ekki er að sjá í þeim steinhleðslur. Nyrst í hólnum mótar fyrir aflangri tóft; gæti hafa verið stekkur. Suðaustan við hólinn, í lágu klapparholti er hlaðið við vik inn í klöppina, einhvers konar skjól fyrir austan- og suðaustanáttinni. Þar gæti hafa verið kví. Þrjár vörður eru á klapparhólum sunnan við selstöðuna. Ekki er að sjá hvar vatnsbólið gæti hafa verið, en þó er ekki ólíklegt að vestan við selið hafi fyrrum verið lítil tjörn. Tvær þeirra gætu verið markavörður, en selsvarðan næst því. Öll er Miðnesheiðin þarna uppblásin og eyðileg, nema selstöðuhóllinn, sem fyrr sagði.
Mjög erfitt er að leita að fyrrum selstöðum í Miðnesheiði, enda nánast engar skráðar “opinberlega” í nútímanum. Utan þeirra tveggja framangreindra koma tveir aðrir staðir til greina sem fyrrum selstöður. Þeir verða kannaðir á næstu dögum. Hafa ber í hug að fáum er það eiginlegt að lesa úr slíkum aðstæðum í dag. Til þess þarf áratugalanga þjálfun með hliðsjón af umhverfi, landkostum, nýtingarmöguleikum þeirra tíma, tilgangi og tilheyrandi “afleiðingum” er landið hefur borið með sér allt til þessa dags.

Stafnessel

Stafnessel.