Rockville
Á Rockville-svæðinu svonefnda á Miðnesheiði, ofan við Sandgerði, er að finna allmargar minjar. Þar eru hin hlöðnu steinbyrgi mest áberandi.
ByrgiEitt þeirra er staðsett n: 64,02,421 v: 22,38,559. Það er skammt frá norðurenda við veginn sem liggur austan Rockville svæðisins. Þar er eldri uppgróinn vegur sem liggur í austur eftir þeim vegi um 50 m, síðan til norðurs um 25 m í smá gróðurbelti. Tóftin er í smá halla á móti vestri. Byrgið virðist hlaðið upp á milli náttúrulegra steina sem þarna eru. Gólf byrgisins er grasivaxið og hleðslur grasivaxnar næst gólfi byrgisins. Hæsta hleðsluhæð er um 2 m á austurhlið. Hleðsluhæð sýnilegra steina er um 0.40 m, en hæð náttúrulegu steinanna er um 0.80 m. Steinastærð er 0.30-0.50 m. Inngangur í byrgið er á vesturhlið, en beint á móti inngangi er annar inngangur fyrir miðjum byrgisveggnum í austur. Sá er fremur þröngur. Óvíst er um aldur og notkun þessa byrgis.
Annað er staðsett n: 64,02,246 v: 22,38,621. Það er skammt frá nyrsta enda húsgrunns sem austast Byrgiá Rockville, um 120 m í norður eftir veginum sem liggur austan við svæðið, og um 200 m í austur. Þarna er landið mosavaxið og með nokkuð stórum steinum, og sker svæðið sig úr landinu í kring. Byrgið er hringlaga og í miðju þess er smá steinahrúga. Hleðslur byrgisins hafa hrunið, bæði inn í byrgið og utan við. Hleðsluhæð er um 0.40, steinastærð 0.25-0.50 m. Byrgið er opið til norðausturs. Steinarnir eru nokkuð mosavaxnir eins og landið í kring. Austan við hringlaga byrgið er hálskeifulaga hleðsluveggur, hleðsluhæð um 0.40 m og steinastærð 0.25-0.50 m. Byrgið er opið til suðausturs.
Þá er byrgi staðsett n: 64,02,239 v: 22,38,679. Það er frá nyrsta enda húsgrunns sem er austast á Rockville, um 120 m í norður eftir veginum sem liggur austan við svæðið, og um 200 m í austur. Þarna er landið mosavaxið og með nokkuð stórum steinum, og sker svæðið sig úr landinu í kring.
Byrgið Byrgisamanstendur af náttúrusteinum og veggjahleðslum sem hlaðnar hafa verið inn á milli náttúrusteina. Hleðslur byrgisins eru hrundar bæði inn í byrgið og utan við. Við vesturhlið byrgisins fyrir miðju er náttúrusteinn sem sker sig úr. Hann er um 0.75 m langur og 0.45 á breidd, og er skálaga gróp í steininn, til að safna vatni í.
Byrgi er n: 64,02,560 v: 22,38,788. Staðsetning þess er frá nyrsta og austasta húsgrunni Rockville um 530 m í norður eftir veginum sem liggur austan við svæðið skiptist vegslóðinn í norðaustur og norðvestur slóða. Mitt út frá skiptingu er byrgið um 170 m í norður. Byrgið er hringlaga. Neðstu steinar í byrgisveggum eru náttúrulegir, en á milli þeirra hefur verið hlaðið steinum. Nýjar steinahleðslur hafa verið hlaðnar ofan á eldri hleðslur og inn á milli. Steinastærð er 0.25-0.40 m, hleðsluhæð um 0.25-0.40 m. Náttúrusteinar í hleðslunni eru mosavaxnir, en minni mosi á hleðslusteinum. Inngangur í byrgið er frá norðri.
ByrgiByrgi er staðsett n: 64,01.996 v: 22.38.971. Það er skamt frá  suðurhlið vegarins sem er í kringum Rockville er varða sunnan við veginn. Um 40 m norðan við veginn á móts við vörðuna er byrgið á smá hól. Byrgið er hlaðið á litlum hól með smá gróðri í kring. Byrgisveggirnir eru grasivaxnir neðst um 0.30 m á hæð, en steinahleðslur í efri hluta, hleðsluhæð frá gólfi um 0.60 m. Steinastærð er allt frá smá steinum upp í að vera 0.30-0.50 m. Inngangur í byrgið er í vestur.
Fjárbyrgi er n: 64,01,928 v: 22,38.835. Það er við suðurhlið vegarins sem liggur í kringum Rockville innan um stórgrýti um 150 m í norðaustur frá vörðu Landmælinga Íslands, og um 25 m í frá veginum í suðaustur. Hleðslurnar eru innan um stórgrýti. Hleðslurnar hafa hrunið mikið, en þó er hægt að aðgreina smá hólf frá hrundu hleðslunum. Hleðsluhæð er um 0.50 m. Steinastærð er um 0.30-0.50 m.  Hleðslurnar eru mosavaxnar.

Byrgi

Byrgi er staðsett n: 64,02,035 v: 22,39.340. Það er um 15 m í vestur frá vegslóða sem er í norður suður vestan við Rockvillesvæðið, út frá brunni sem er við vegatálma sem settur hefur verið yfir slóðann. Byrgið er í smá bratta og og ber í lága hæð um 1-2 m í vestur. Byrgið er grjóthlaðið, það er hringlaga og hleðsluhæð um 0.30-0.40 m. Inngangur í byrgið er í austur. Steinastærð 0.20-0.40 m.
Byrgi. er loks staðsett n: 64,02,174 v: 22,39.327. Það er um 50 m frá nyrstu og vestustu húsaplötum Rockville í smá hæðóttu landi. Rétt norðan við L-laga vegaslóða sem liggur austur-vestur um 45 m niður á vegslóða sem er norður-suður vestan við Rockville. Um 1 m til hliðar og austan við tóftina eru fjórir stöplar þar sem staðið hefur fjarskiptamastur. Lýsing: Byrgið er grjóthlaðið, hleðsluhæð er um 0.30-0.90 m, steinastærð um 0.25-0.40 m. Inngangur er í byrgið í norðvestur. Smá grjóthrúga er um 1 m suðvestan við það og önnur um 2 m til hliðar við það í vestur.
Heimildir m.a:
-Sandgerðisbær

Rockville

Rockville.