Hafurbjarnastaðir
Í grein S.M. í Faxa, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112, fjallar dr. Kristján Eldjárn um “Kumlið á Hafurbjarnarstöðum”.
Í greininni segir m.a. frá staðsetningum kumlanna (sem voru feiri en eitt), fjölda þeirra og grafgripum (haugfé). Vangaveltur hafa verið um staðsetningu kumlanna; ein sagan segir að þau hafi verið þar sem núverandi hús eru nú, en önnur að þau hafi verið í sendnum jarðvegi ofan við ströndina. Kristján ritaði um Hafurbjarnastaðafundinn í riti sínu, “Kuml og Haugfé”, sem kom út hjá Norðra 1956. Hann ritaði einnig um minjafund þennan í Árbók fornleifafélagsins 1943-1948 á bls. 108-122.

Hafurbjarnarstaðir

“Hafurbjarnarstaðir er landnámsjörð skammt fyrir norðan Kirkjuból á Miðnesi. Þar voru sveinar Kristjáns skrifara drepnir í janúar 1551…
Í grein S.M. í Faxa, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112, fjallar dr. Kristján Eldjárn um “Kumlið á Hafurbjarnarstöðum”.
Í greininni segir m.a. frá staðsetningum kumlanna, fjölda þeirra og grafgripum. Vangaveltur hafa verið um staðsetningu kumlanna; ein sagan segir að þau hafi verið þar sem núverandi hús eru nú, en önnur að þau hafi verið í sendnum jarðvegi ofan við ströndina. Dr. Kristján ritaði um Hafurbjarnastaðafundinn í riti sínu, “Kuml og Haugfé”, sem kom út hjá Norðra 1956. Jann ritaði einnig um minjafund þennan í Árbók fornleifafélagsins 1943-1948 á bls. 108-122.
“Hafurbjarnarstaðir er landnámsjörð skammt fyrir norðan Kirkjuból á Miðnesi. Þar voru sveinar Kristjáns skrifara drepnir í janúar 1551…
Kumlateigurinn var í fjörufoksandi miklum, rétt norðan við túnið á Hafurbjarnarstöðum. Sigurður B. Sívertsen, prestur á Útskálum, hermir, að uppblásin bein úr kumlum hafi verið færð í kirkjugarð þar um 1828. “Þar fannst og silfurhringur með gömlu verki líkt og á mörgum steyptum beltispörum”.
Veturinn 1868 blés kumlin enn meira og gerði þá Ólafur bóndi Sveinsson skýrslu fyrir Forngripasafnið um það, sem í ljós kom. Síðan hafa bein fundist þarna öðru hverju, en rækilega eftirleit gerðum við Jón Steffensen á staðnum 1947. Skal hér byrjað á árangri þeirrar leitar, en síðan horfið að gömlu skýrslunni.

Hafurbjarnastaðir

Gripir, sem fundust við uppgroft við Hafurbjarnastaði.

Fyrsta kumið var óhreyft og óblásið, rétt innan við Garðskagagarðinn mikla, sem gengur í sjó fram hjá Hafurbjarnarstöðum. Ferkantað steinlag á yfirborði og á botni grafarinnar var framúrskarandi vel varðveitt beinagrind úr konu, sem náð hafði u.þ.b. fertugsaldri. Hvalbeinsplata hafði verið lögð yfir neðri hluta líksins, en stór hella yfir efri hlutann. Haugfé voru hringprjónn, þríblaðanæla, hnífur, kambur, þrjár stórar kúskeljar og járnmolar.
Annað kumlið var barnskuml. Lag af smáum, brimsorfnum fjörusteinum var yfir gröfinni. Líkið hafði verið grafið í lítilli trékistu járnnegldri. Ekkert haugfé var í gröfinni.
Fleir kuml fundum við ekki óhreyfð 1947, en þó nokkrar leifar sem getið er um hér að neðan. Í skýrslu Ólafs bónda Sveinssonar er getið um 7 kuml: “Þriðja kumið var stærst og óhaggað 1868. Þar í var fullorðinn maður og unglingur. Til fóta mönnum lágu beinagrindur hests og hunds. Haugfé var spjót, járnmél, sverð og döggskór úr bronsi, skjaldarbóla, kambur, kambsslíður, hreinbrýni, öxi, garðarhringja, járnketill og rónaglar.
Fjórða kumlið tilheyrði konu. Í gröfini fannst spjót, kambur, sörvistölur og fingurbaugur.
Fimmta kumið mun hafa verið af manni og hundi. Höfuð var milli þjóa og eina haugféð var spjót.

Hafurbjarnastaðir

Hús við Hafurbjarnastaði.

Um sjötta kumlið er lítil vitneskja önnur en að því hafi verið mannabein og hundsbein.
Sjöunda, áttunda og níunda kumlið hafa að geyma beinbrot, sennilega manna og hesta.”
Mannabeinin í kumlunum voru alls af 7 eða e.t.v. af 8 mönnum.
Í greininni er beint á að “gerð hafi verið grein fyrir þeirri röngu skoðun manna, að kuml þessi væru dysjar Kristjáns skrifara og fylgjara hans frá 1551”.
Kumlateigur þessi er væntanlega frá 10. öld og eru eitt þeirra örfá kumla á Íslandi, sem hægt hefur verið að rannsaka vandlega áður en þeim var raskað. Barnagröfin var sú fyrsta sem fannst hér á landi frá heiðni. og “er það eftirtektarvert, hversu smekkvíslega og umhyggjusamlega um er búið, en grynnra er grafið en lík fullorðinna”. Sverðið bendir til þess að kumlið, sem það fannst í, ætti ekki að vera yngra en frá 950.”

Í dag gefst gestum Þjóðminjasafns Íslands kostur á sjá beinagrindur þessar undir gólfi safnsins frá kl. 10:00 til kl. 17:00. Ef hugarfar þeirra, sem um þjóðargersemar eiga að höndla, væri skynsamlegt, myndi minjum þessum vera fyrirkomið sem næst upprunastað þeirra, þ.e. í Sandgerði eða jafnvel á Hafurbjarnarstöðum, þar sem þeim var veitt persónuleg og tilfinningaleg eftirfylgni.

Heimild:
-Faxi, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112 (S.M.).

Hafurbjarnastaðir

Brunnur við Hafurbjarnastaði.