Brennisteinsnámur

Um er að ræða skýrslu um sögu brennisteinsnáms á Reykjanesskaganum frá upphafi, byggt á munnlegum sem og skráðum heimildum, auk ítrekaðra vettvagnsrannsókna.
brennisteinsnam-221Skýrslunni fylgir heildstæð  fornleifaskráning af öllum minjum á þremur megin brennisteins-námusvæðum; Seltúni og Baðstofu í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Öll námusvæðin, sem að öllum líkindum hafa verið notuð meira og minna af og til frá því á 12. öld, hafa að geyma mannvistarleifar frá mismunandi tímum. Mikilvægt er að skrá allar minjar á svæðunum svo áætla megi sögulegt samhengi þeirra og ákveða varðveislu þeirra.
Þrjár fornleifaskráningar hafa áður verið gerðar á Krýsuvíkurnámu-svæðunum, en þær hafa verið mjög ónákvæmar.
Skýrslunni er ætlað að bæta úr framangreindu. Markmið hennar er, eins ávallt þegar FERLIRstilgangurinn er annars vegar; að skrá, miðla og varðveita.
Skýrslan, sem er á annað hundrað blaðsíður, verður ekki gerð aðgengileg á netinu, en verður dreift til valinna aðila er hagsmuna hafa að gæta á svæðunum, s.s. HÉR.
Eftir sem áður ber að hafa í huga, að fenginni reynslu, að sérhver fornleifaskráning er – og getur aldrei orðið – endanleg.

Brennisteinsnámur

Brennisteinsnámur í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.