Magnús Jónsson skrifaði um „Íbúa í Hafnarfirði 1902“ í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1960. Um var að ræða þriðju og síðustu greinina um sama efni. Fyrri greinar höfðu birst í jólablöðum blaðsins árin 1958 og 1959.

Ford 1927, Magnúsar Jónssonar í Hafnafirði.
Með þessu lýkur hinum merka greinaflokki Magnúsar Jónssonar kennara um íbúa Hafnarfjarðar árið 1902, sem hófst í jólablaði Alþýðublaðsins 1958. Fjölmargir Hafnfirðingar hafa látið í ljós ánægju sína með þessar greinar, og eru ótaldar þær ánægjustundir, sem fólk hefur haft af lestri þeirra. Hér koma við sögu, auk þeirra, sem látnir eru, fjölmargir núlifandi Hafnfirðingar, og hafa greinarnar því vakið forvitni manna og umtal. Eins og áður hefur verið sagt er ekkert áhlaupaverk að semja svona skrá eins og Magnús hefur gert, enda hafa slæðzt inn í hana ýmsar villur, sem höfundur biður velvirðingar á. Ekki hefði þessi skrá orðið til, ef Magnús hefði ekki notið móður sinnar, Höllu Magnúsdóttur, en hún er kona greind og vel minnug. Ritstjóri þakkar þeim mæðginum ágæta samvinnu og fyrirgreiðslu alla meðan á birtingu greinaflokksins hefur staðið, og hann veit að lesendur blaðsins munu taka undir þakkir til þeirra fyrir ánægjustundirnar, sem greinarnar hafa veitt þeim. Ritstjóri vonar og veit að þau mæðgin eiga ýmislegt fleira girnilegt í pokahorninu og væntir þess, að blaðið og lesendur fái að njóta þess á komandi árum.

Þorlákshús.
111. Þorlákshús. Það mun hafa þótt stórt þegar þetta var. Nokkru eftir að Hverfisgatan var lögð var það fært upp að henni og stendur þar enn. (Stóð áður álíka ofarlega og Hverfisgata 6B). Þarna bjuggu hjónin Þorlákur Þorláksson og Margrét Guðnadóttir. Dætur þeirra voru hjá þeim, Sigríður og Ólafía. Ólafía giftist Guðmundi Sigurjónssyni skipstjóra og átti heima í þessu húsi — Hverfisgötu 4 — til dauðadags. Elzta barn þeirra Þorláks og Margrétar, Guðni, var þá fluttur til Reykjavíkur. Hann var yfirsmiður við byggingu þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði 1914. Hann andaðist í desember það ár og var útför hans fyrsta athöfn, sem fram fór í kirkjunni. Katrín var einnig farin að heiman. Hjá Þorláki leigði Steingrímur Steingrímsson, bróðir Sigríðar, sem áður var getið (106). Hann bjó með Elínu Aradóttur. Hjá þeim þeim var Guðrún dóttir hans en ekki hennar.

Reykjavíkurvegur 4. Síðar flutt að Grænukinn 27.
112. Finnshús. Þar er nú húsið Reykjavíkurvegur 4. Þarna bjuggu hjónin Finnur Gíslason og Solveig Sveinsdóttir. Þau voru barnlaus, en hjá þeim voru fósturdætur þeirra, Ragnhildur Egilsdóttir, sem giftist nokkru síðar Birni Helgasyni skipstjóra, og Guðríður Guðmundsdóttir frænka Finns, sem nú býr á Sleðbrjótsseli á Fljótsdalshéraði. Hjá Finni leigðu einnig tveir ungir verzlunarmenn, Svend Hall og Carl Finsen.

Reykjavíkurvegur ofan Standgötu.
113. Skemma, sem Finnur átti, stóð rétt hjá húsinu og er til enn, en annars staðar í bænum. Finnur var seglasaumari og vann nokkuð að þeirri iðn sinni þarna — og fléttaði endingargóðar gólfmottur — eftir að hann hætti að sauma fyrir skútuútgerð Flygenrings. Í skemmunni voru einnig tveir spýtnahlaðar, mjög snyrtilegir og vel hlaðnir. Braut Finnur strax spýtur í skarðið, ef taka þyrfti úr öðrum hvorum staflanum í eldinn. Hann gerði nokkuð að því að skrifa upp þjóðsögur og þessháttar

Austurgata 3.
114. Brekkubær. Svo er þessi bær a. m. k. nefndur í kirkjubókum. Steingrímur Torfason keypti hann og byggði þar húsið Austurgötu 3, sem Guðbergur Jóhannsson á nú (sjá 107). En í bænum bjó 1902 Þórður Björnsson með fyrri konu sinni, Guðbjörgu Ólafsdóttur. Hann átti síðar heima í Grjóta í Garðahverfi og fluttist svo aftur til Hafnarfjarðar. Síðari kona hans er á lífi, Ingveldur Bjarnadóttir.
115. Nýtt hús, byggt af Jóni Steingrímssyni trésmið. Þar hefur nú lengi verið verzlun, Strandgötu 5. Kona Jóns Steingrímssonar hét Guðný, og var ein af hinum mörgu börnum Magnúsar Brynjólfssonar hreppstjóra á Dysjum. Elzta barns þessara hjóna verður síðar getið og Þorbjörg — sem átti Sigríði með Ólafi Jóelssyni — (89) var dáin. Þau, sem voru heima, voru: Vilborg og Ólafur, er dóu bæði ógift Bjarnadóttur. Hún dó úr „Spönsku veikinni“ 1918. Sveinn átti lengstum heima á þessum sama stað, Reykjavíkurvegi 13. Nú er ekkert hús lengur á þeim stað og fækkar óðum í næsta umhverfi.

Horft upp eftir Háaklifi, nú Reykjavíkurvegi – að Sjónarhóli.
116. Ef þetta hús væri byggt upp á sama stað, lægi það yfir þvera Strandgötuna, vestur undir Reykjavíkurvegi. Það mun hafa tilheyrt Brydes-fast- eignunum. Það brann 1906. Þá er sagt að líka hafi brunnið kolapakkhús þar sem nú er Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar — og logaði lengi í kolunum — en þetta hús mun varla hafa verið komið 1902. Vegurinn til Reykjavíkur lá þá upp úr Firðinum á sama stað og nú, og það fyrsta, sem tekið er til athugunar vestan hans.
117. Efstakotið. Það var nefnt svo vegna þess að þá var enginn bær eða bús ofar við Reykjavíkurveginn. Stundum var það þó kennt við húsbóndann, Halldór Halldórsson beyki, bróður Magnúsar í Brúarhrauni (86). Kona Halldórs hét Guðrún Ólalsdóttir. Þau voru barnlaus, en hjá þeim var fóstursonur þeirra, Sveinn Jónsson, sem kvæntist Guðlaugu Bjarnadóttur. Hún dó úr „Spönsku veikinni“ 1918. Sveinn átti lengstum heima á þessum sama stað, Reykjavíkurvegi 13. Nú er ekkert hús lengur á þeim stað og fækkar óðum í næsta umhverfi.

Reykjavíkurvegur 9.
118. Þarna voru ung hjón í nýju húsi. Húsið er Reykjavíkurvegur 9, en hjónin voru Steingrímur sonur hjónanna Jóns og Guðnýjar, sem áður er getið (115) og Jóna Kristjánsdóttir, systir Kristins í Hraunprýði (93). Elzta barn Jreirra var fætt, Kristinn, sem dó ungur af slysi. Síðar fæddir: Jón, kvæntur Dagbjörtu Brynjólfsdóttur, Kristján, bifreiðarstjóri, kvæntur Sigrúnu Gissurardóttur, og Ágúst. Jóna er nú gift Guðmundi Einarssyni, en Steingrímur kvæntist Guðrúnu Einarsdóttur systur hans.
119. Klettur. Það hús stendur enn, þ.e.a.s. sem neðri hæðin á húsinu Reykjavíkurvegur 7. Þar bjuggu hjónin Þorsteinn Þorsteinsson og Margrét Níelsdóttir. Börnin, sem heima voru: Þorsteinn, Níels, Kristín Sigríður, — giftist Helga Halldórssyni — og yngstur var Guðjón. Margir muna eftir Níelsi, sem var biblíufróður með afbrigðum og lék á harmoniku. Systkinin Borghildur, Þórunn og Þorvaldur, voru annars staðar. Í manntalinu frá 1902 er talinn í Klettinum Björn Jónsson, sem þó er dáinn fyrir árslok. Þetta mun hafa verið Galdra-Björn, sem kom gestkomandi í Arahús (89) þegar það var í smíðum, og sagði: „Þarna er kross á gólfinu; hér er einhver feigur“. Skömmu síðar kom hann aftur í Arahús og hneig þá niður örendur á þeim stað, sein hann hafði séð krossinn. Bjarnadóttur. Hún dó úr „Spönsku veikinni“ 1918. Sveinn átti lengstum heima á þessum sama stað, Reykjavíkurvegi 13. Nú er ekkert hús lengur á þeim stað og fækkar óðum í næsta umhverfi.

Reykjavíkurvegur.
120. Kennt við húsbóndann og nefnt Nielsarhús. Það stóð milli húsanna Reykjavíkurvegur 1 og 3 en nokkru fjær Reykjavíkurveginum. Þar komu saman tvær fjölmennar ættir, Weldingsættin og Auðunsættin, því að þar bjuggu hjónin Níels Torfason og Margrét Auðunsdóttir. Börnin voru öll fædd og öll heima: Auðunn, kvæntist Guðrúnu Hinriksdóttur, Borghildur, giftist Þórarni Guðmundssyni, Herdís, giftist Magnúsi Guðjónssyni bifreiðarstjóra, og Helga, giftist Árna Þorsteinssyni, sem áður var minnzt á (54). Hann tók gamla Níelsarhúsið til nýstárlegra nota — það varð sem sé lengi eina kvikmyndahús bæjarins. Næst í systkinaröðinni er Torfhildur, hún giftist fyrst Ólafi Jónssyni frá Deild, en missti hann og er nú síðari kona Þórarins Gunnarssonar (82), Kristinn Hallgeir, dó ungur, Guðrún, ógift, og Þorsteinn, sem varð fyrri maður Soffíu Ólafsdóttur, sem nú er gift Júlíusi Andréssyni. Uppi á loftinu í þessu húsi leigði þá einhleypur maður, Jón Þorsteinsson, sem kenndur var við Hamarskot. Kristínar systur hans var áður getið (30) og bróðir þeirra var Þorsteinn í Kletti (119). Jón fékk oft súrsaft í „Brýðabúð“ eða hjá Hansen. Varð hann þá kátur og málskrafsmikill og hafði lækinn m. a. að umræðuefni, enda var það einn af atvinnuvegum hans að sækja þangað vatn fyrir bæjarbúa.

Kirkjuvegur 2.
121. Þessi bær — Kirkjuvegur 2 — hefur nú verið rifinn, byggt var þar stórt hús og gatan breikkuð mikið. Þarna bjuggu á hjónin Ólafur Sigurðsson og Geirlaug Eyjólfsdóttir. Synirnir voru heima, Eyjólfur, síðar í Keflavík, tók sér nafnið Ásberg — og Björn. Dæturnar, Sigríður og Ingibjörg, voru farnar að heiman.
122. Þetta hús stendur enn sem Kirkjuvegur 6. Það var stundum nefnt Daðakot, vegna þess að hjónin, sem þar bjuggu, áttu áður heima í hinu eiginlega Daðakoti, nánast þar sem nú er húsið Vesturgata 32. En þarna bjuggu hjónin Magnús Auðunsson og Friðsemd Guðmundsdóttir. Börnin voru öll fædd. Þau, sem heima voru: Guðmundur yngri, síðar skipstjóri, kvæntist Margréti Guðmundsdóttur, Guðjón, drukknaði ókvæntur og barnlaus, þegar Geir fórst (sbr. 49), Ásthildur Elísabet — nú í Reykjavík — og Bjarni. Hann drukknaði einnig ókvæntur og barnlaus, en það var í Papeyjarslysinu 1933. Guðmundur eldri, síðar póstur, var þá kvæntur. Kona hans hét Stefanía Halldórsdóttir, og voru þau farin að búa í þessu húsi. Halldóra Magnúsdóttir var farin að heiman. Hún giftist Guðlaugi Jónassyni. Auðunn var ekki heldur hjá foreldrum sínum, þótt hann hafi lengst af átt heima í Hafnarfirði. Hann kvæntist Þórunni Hansdóttur. Í þetta hús kom 1902 Þórður Þórðarson frá Hólum í Biskupstungum, með þriðju og síðustu konu sinni, Þórhildi Högnadóttur. Börnin, sem komu með þeim voru Helga, Guðjón, Sigla og Pétur. Þórður átti fleiri börn, t.d. voru tvö lengi hér í bænum síðar, Guðrún og Jón. Þórhildur var ekki móðir neinna af þessum systkinum. Með þessari fjölskyldu var þá Steinunn Björnsdóttir. Þórður byggði skömmu síðar bæinn Hraunkot. Þar er nú húsið Kirkjuvegur 12.

Kirkjuvegur 1903.
123. Það var venjulega nefnt í Hrauni. Þar er nú húsið Kirkjuvegur 8. Þar bjó Þorvaldur Níelsson bróðir Margrétar í Kletti (119). Hann hafði misst konu sína, Guðrúnu Gísladóttur, en bjó með ráðskonu, ekkjunni Margréti Eyjólfsdóttur. Hún var með son sinn, Nikulás Steingrímsson, nú bifvélavirkja í Reykjavík, en Sigríðar dóttur hennar er áður getið (72). Á Hrauni var líka Sigríður nokkur Þórðardóttir.
124. Þetta var nýtt hús, tæpast fullgert, og nefnt Illugahús, síðar Kóngsgerði og nú er á þessum stað Kirkjuvegur 19. Sá, sem var að byggja þarna 1902 hét Illugi Þorvarðarson, kenndur við Grjóta í Garðahverfi. Kona hans hét Gróa Gunnlaugsdóttir. Gunnlaugur sonur þeirra var ekki hjá þeim, en þar var Hallbera Valgerður dóttir þeirra. Þá voru heldur engir leigjendur komnir. Eftir að Gróa dó, bjó lllugi um tíma með Valgerði Ólafsdóttur (93). Fáeinar setningar, sem Illugi mælti, lifa enn meðal gamalla Hafnfirðinga, þótt ekki séu þær sérlega merkilegar. Hjón í Króki í Garðahverfi tóku t.d. barn til uppfósturs og fengu afsláttarhross upp í borgunina með því. Varð þá llluga að orði: „Bærilegur Bjössi í Króki: barn til afsláttar!“
Nú verður snúið við og farið niður Kirkjuveginn og getið um kotin, sem voru að vestanverðu við hann. Þessi vegur — þ.e. vegurinn til Garðakirkju — var nýr þá. Áður var oftar farið með sjónurn, a. m. k. þangað til komið var vestur undir Bala.

Kirkjuvegur 11b.
125. Nefnt Veðrás. Þar er nú húsið Kirkjuvegur 11B. Þar bjuggu hjónin Sigurjón Guðmundsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Börnin sem fædd voru: Guðmundur, kvæntur Dórótheu Olafsdóttur, Guðmundur yngri, síðar skipstjóri, kvæntur Ólafíu Þorláksdóttur, Helga, giftist til Noregs, Ósvaldur Ágúst, Sesselja Guðrún, gift Jóni G. Sigurðssyni, og Ingigerður. Hún fór til Helgu systur sinnar og seinna til Ameríku. Ófædd voru Magnús og Júlía. Þarna var vinnumaður, Helgi Guðmundsson, bróðir Sigurjóns. Fyrri konu hans verður ekki getið, en sú seinni var Súsanna Jóhannsdóttir. Hjá þessu fólki — Sigurjóni — var Guðríður Björnsdóttir.
126. Á þessum stað er nú húsið Kirkjuvegur 9. Þar bjuggu hjónin Igmundur Jónsson og Guðrún Bjarnadóttir. Börnin, sem fædd voru: Sigurður, síðar skipstjóri, Bjarnína Gistín, Guðmundur, Halldór Magnús og Solveig. Þær áttu sinn bróðinn hvor. Vilborg er ekki fædd, en þar var Magnús Bjarnason bróðir Guðrúnar. Hann bjó síðar lengi með Guðríði Björnsdóttur, sem nefnd var síðast í kaflanum hér á undan.

Kirkjuvegur 7 – hús Emils Jónssonar.
127. Krókur. Þar er nú stórt hús, Kirkjuvegur 7. Þarna bjuggu hjónin Hannes Jónsson og Vilborg Jensdóttir. Þá var Sigríður dóttir þeirra enn hjá þeim, en síðar tóku þau hana til uppfósturs. Jón Mathíasen og Guðrún Jensdóttir (68) móðursystir hennar.
128. Oddsbœr. Þar er nú húsið Kirkjuvegur 5. Þarna bjuggu hjónin Jón Jónsson og Kristín Hannesdóttir. Þau áttu tvo syni, Hannes, sem getið um hér næst á undan, og Jón. Hann var þá uppkominn – en enn hjá foreldrum sínum og varð aldrei við kvenmann kenndur, en hins vegar alltaf við Oddsbæ. Þarna var líka til heimilis Pétur Guðmundsson. Hann hittist þó sjaldnast í Oddsbæ, heldur niðri í „telifóni“, enda nefndur Pétur fóninum eða telifóninum. Hann var bæklaður og gat ekki stundað erfiðisvinnu en rækti með kostgæfni vörzlu þessa almenningssíma. Hann fór síðan að króki, en dó hjá Auðunni Níelssyni.

Kirkjuvegur 3.
129. Húsið Kirkjuvegur 3 er á þessum stað, og er, sem bezt verður vitað, sama húsið og var þar 1902. Þar bjuggu hjón, sem kennd voru við Hlið á Álftanesi, Jón Þórðarson og Guðrún Magnúsdóttir. Eftir að þau fóru frá Hliði voru þau stuttan tíma „suður á Möl“ og voru nú nýkomin á þennan stað, þar sem þau svo voru til dauðadags. Þau voru barnlaus, en hjá þeim var fósturdóttir þeirra, Guðrún Eiríksdóttir, nú gift Ólafi Þórðarsyni hafnargjaldkera.
130. Þetta hús seldi Knudzonsverzlun árið 1897 á 1500 krónur. Kaupandinn var August Theodór Flygenring Þórðarson. Þá var hann skipstjóri á „Himalaya“ en um aldamótin fór hann að reka verzlun, og rak einnig mikla útgerð á löngu tímabili. Þeir voru oft nefndir í sömu andránni, hann og Einar Þorgilsson, sem mestu atvinnuveitendur og athafnamenn í Hafnarfirði á fyrri hluta þessarar aldar. Báðir urðu þeir Alþingismenn, Flygenring 1905-1912 og 1924-1925. Kona hans hét Þórunn Stefánsdóttir. Börnin, sem fædd voru 1902: Þórarinn, fór til Danmerkur, kvæntist þar og gekk á sjóliðsforingjaskóla, Garðar, í Reykjavík, Ingólfur, íshússeigandi, kvæntur Kirstínu Pálsdóttur, Þórður Stefán, tvíkvæntur, dáinn, Sigurður, arkitekt í Reykjavík, Halldóra, gift Benedikt Gröndal Þórðarsyni (læknis Edilonssonar), Ólafur Haukur, dó ungur, og Elísabet, gift Óskari Borg. Þrjár dætur voru ófæddar: Sigríður, Unnur og Anna. Samt var langtum fleira í heimili:

Strandgatan sunnanverð árið 1919.
Matthías Þórðarson, bróðir Flygenrings, síðar þjóðminjavörður, Gróa Sveinsdóttir, móðir Þórunnar, Soffía Guðný Gísladóttir, sem ólst upp í Litla kotinu (16) og var systir Gísla bakara (42), tvær Sigríðar Guðmundsdætur og var önnur dóttir „Ingibjargar ekkjunnar“ (84) en hin ílentist norðanlands og svo Þorsteinn Bjarnason þá talinn vinnumaður, síðar trésmiður, kvæntist Eyrúnu Jakobsdóttur frá Hofstöðum. Í húsinu var líka önnur fjölskylda, en hún var öllu fámennari, því að það voru aðeins barnlaus hjón, Jóhannes Sigfússon kennan við Flensborgarskólann og Cathinca Sigfússon, fædd Siemsen. Út úr bakhlið þessa húss var skúr sem „telifónninn“ áðurnefndi var í, en orðið sími var þá enn ekki notað um þessi þægindi. „Telifónfélag Reýkjavíkur og Hafnarfjarðar“ var stofnað árið 1890, aðallega fyrir forgöngu Jóns Þórarinssonar skólastjóra, og árangurinn varð símalagning milli þessara staða það ár. Þótti allt sem þessu við kom að vonum mjög nýstárlegt þá. Eins og áður er drepið á, brann þetta hús árið 1906, ásamt a.m.k. tveim kolapakkhúsum og einnig voru hús rifin, til að hefta útbreiðslu eldsins.

Knitzensverslun.
131. Þetta hús stóð ofan við íbúðarhús Flygenrings og keypti hann það einnig af Knudtzonsverzlun. Í Sögu Hafnarfjarðar segir að hann hafi byrjað verzlun sína í þessu húsi, en fyrsti vísir að þeirri starfsemi hans mun þó hafa hafizt í eldhúsinu hjá honum.
132. Þetta hús stendur enn sem Vesturgata 4. Fasteignirnar „suður á Möl“ skiptu oft um eigendur, Linnetsverzlun var ekki lengur til, og árið 1897 var Knudtzonsverzlun í Hafnarfirði einnig lögð niður, en hún hafði verið ein umfangsmesta verzlun landsins á sinni tíð. Var búðin í þessu húsi, sem hér um ræðir. W. Fisher keypti húsin af P. C. Knudtzon — þau sem Flygenring keypti ekki — Jörgen Hansen af W. Fislier, Fiskveiða- og verzlunarfélagið Ísafold af Jörgen Hansen sama ár, og árið 1901 keypti J. P. T. Bryde fasteignir þessar og hóf útgerð og verzlunarrekstur í Hafnarfirði. Hann var stórkaupmaður og konsúll í Kaupmannahöln, faðir Helgu Vídalín, þeirrar er úlfaþytinn vakti í Reykjavík um aldamótin með Batteríis-kaupunum. Gömlu Knudtzons-fasteignirnar, er Bryde eignaðist, voru húsin, sem hér eru talin nr. 116, 132, 134, 135 og 136. Um aldamótin breyttist verzlunin í eitt skipti fyrir öll úr Knudtzonsverzlun í Brydes-verzlun eða „Bryðabúð“. Þá var inngangurinn í búðina á miðri vesturhlið hússins.

Vesturgata 6.
133. Þetta hús stendur enn sem Vesturgata 6. Það er talið vera elzta hús bæjarins, byggt af Bjarna riddara Sívertsen. Þangað kom Kristján konungur IX 1874. Þar áttu verzlunarstjórar Knudtzonsverzlunar löngum heima, en eftir að sú verzlun lagðist niður og áður en Brydesverzlun kom til sögunnar, mun Jón Steingrímsson trésmiður hafa búið þar (115). En árið 1902 kom fyrsti verzlunarstjóri Brydes-verzlunar í þetta hús, Jón Gunnarsson, síðar samábyrgðarstjóri. Kona hans hét Sigríður Þorkelsdóttir. Börnin voru þrjú: Sigríður, Sigurður og Ingiríður.

Pakkhúsið, nú Byggðasafn Hafnarfjarðar.
134. Stórt og mikið pakkhús. Það stendur enn, en nú er tæplega hægt að nefna það nýja pakkhúsið lengur, þó að það væri fyrst kallað svo. Framan á því hékk eitt sinn hljómmikil klukka, sem notuð var til að kalla verkafólk til vinnu. Þarna voru fyrstu hafnfirzku dansleikirnir haldnir, á árunum 1870-1890. Það voru „pakkhúsböllin“, upphaflega fyrir starfsfólk fyrirtækisins.
135. Vörugeymsluhús. Það stóð fyrst suður við Flensborg ásamt næsttöldu húsi.
136. Þetta hús stóð vestan við hitt húsið, nánast við gatnamót Vesturgötu og Merkurgötu að austanverðu, og voru þessi hús mjög lík. Árið 1875 keypti firmað P. G. Knudtzon & Sön Flensborg af ekkju J. J. C. Johnson, lét rífa þessi tvö hús, flytja sjóveg og byggja upp þarna, en árið eftir keypti séra Þórarinn Böðvarsson Flensborg til skólahalds.

Merkurgata 2.
137. Á þessum stað er nú húsið Merkurgata 2. Þar bjó Gísli Jónsson. Hann var vitavörður og hafnsögumaður („Gísli lóðs“) og starfaði auk þess mikið fyrir kirkjuna. Kona hans hét Hallgerður Torfadóttir, og voru þau Steingrímur (106) samfeðra. Vandséð er hvar bezt færi á að gera nokkra grein fyrir Weldingsættinni, og er það þó athugandi hér, þar sem bæði hjónin voru af henni. (Eins og reyndar einnig hjónin á Heklu (71) og í Kletti (119)). Ættfaðirinn, Kristján Welding, fæddist í Kaupmannahöfn 1761, en kona hans var íslenzk. Þeirra börn voru 111. a. Friðrik, Anna Katrín, Kristín, María og Kristján. Börn Friðriks Kristjánssonar voru m. a. Friðrik í Kofanum, Árni, Margrét á Hamri (25) og Níels. Börn Friðriks í Kofanum voru Friðrik í Gerðinu, faðir Snorra (72), Kristján (75) faðir Eyjólfs (153), Margrét í Ragnheiðarhúsi (72). Pétur, faðir Jóns Bergsteins (26) og Níels (76). Börn Árna voru Jón (92), Kristín og mörg fleiri. Um Margréti á Hamri verður áður komið að. Börn Níelsar voru Þorvaldur á Hrauni (123) og Margrét í Kletti (119). Móðir þeirra hét Borghildur. Dætur Önnu Katrínar voru m.a. Guðrún, móðir Bjarna hringjara og Agnes, er giftist Árna Mathiesen og átti Önnu Katrínu í Lækjarkoti (62), Jón (68), Jensínu (90), Theodór og Matthías (104).

Strandgatan norðanverð árið 1919.
Börn Kristínar voru m.a. Kristín móðir Jóns frá Hamarskoti (120), Þorsteins í Kletti (119) og Kristínar (30), Hallgerður, móðir Halldórs beykis (117) og Magnúsar í Brúarhrauni (86), Margrét móðir Kristjáns á Heklu (71), Kristínar (49) og Guðrúnar (88) og Torfi, sem varð seinni maður Borghildar áðurnefndrar og átti með henni Níels (120), Hallgerði „hér“ (137) og Kristínu móður m.a. Jóns Diðriks (68). Sonur Maríu var Guðmundur faðir Péturs í fóninum og Maríu (88) og börn Kristjáns voru m. a. Bjarni, tengdafaðir Sigmundar (126), Jens, tengdafaðir Jóns Á. Mathiesen (68) og Hannesar í Króki (127) og Margrét móðir Gísla lóðs. Þetta virðist að sjálfsögðu flókið við fyrsta lestur, en ef einhver vildi leggja á sig að lesa það aftur, eða raða nöfnunum aðgengilega á laust blað, þá liggur það ljósara fyrir. Börn Gísla og Hallgerðar eru: Jón, útgerðarmaður, kvæntur Önnu, systur Ólafs frá Deild (120), Margrét, gift Júlíusi Sigurðssyni, og Torfi, kvæntist Ingileifu Sigurðardóttur, systur hans. Móðir þeirra systkina var Kristin dóttir Árna Welding, og móðir hennar hét
einnig Kristín og var föðursystir Gísla lóðs.

Hafnarfjörður 1906.
138. Á þessum stað eða örlítið neðar er nú húsið Merkurgata 4. Þessi gamli lélegi bær, sem þarna var, hét að réttu lagi Guðnýjarbœr, kenndur við Guðnýju móður Péturs í fóninum. Þangað voru þau þá komin Jón Erlendsson og Guðrún Gunnarsdóttir.
Þau voru ógift, en áttu saman eftirtalin börn, sem öll voru hjá þeim: Margrét, dó 1919, Erlendur Oddur, kvæntist Þórunni Jónsdóttur, hann drukknaði þegar „Róbertson“ fórst, Gunnar, kvæntur Guðmundu Þorleifsdóttur, og Jónína Guðrún, sem giftist Sæmundi Sigurðssyni. Hann dó af slysförum. Sigtryggur Jónsson varð skammlífur. Hann mun hafa verið dáinn 1902.

Merkugata 7.
139. Á þessum stað er nú stórt nýlegt hús, Merkurgata 7. Húsið, sem þarna var, hét Mörk, en ekki heyrðist það sérlega oft í daglegu tali, nefnt svo vegna þess að það var byggt á mörkum Garðakirkjulands og lands Knudtzonsverzlunar. (Nafnið Merkurgata ætti því að vera Markagata). Þarna bjó Sigurgeir Gíslason vegaverkstjóri. Hann var síðar sparisjóðsgjaldkeri og átti lengi sæti í bæjarstjórn. Einnig tók hann þátt í ýmsum framfara- og félagsmálum svo sem starfi Góðtemplara. Börn þeirra: Gísli, kvæntur Jensínu dóttur Egils frá Hellu (24) og Þórunnar (90), Margrét, varð lyrri kona Þorvaldar Árnasonar skattstjóra, hún dó 1937, og Halldór Magnús, fæddur þetta ár. Hann er kvæntur Margréti dóttur Sigurjóns Gunnarssonar (82). Hjá Sigurgeir voru vinnuhjú, Valgerður Diðriksdóttir og Magnús Eiríksson. Síðar varð að taka af Magnúsi þessum annan fótinn, og eftir það fór hann að stunda skósmíðar.

Merkugata 1 og nágrenni.
140. Þarna er nú autt svæði við Merkurgötuna, gegnt húsinu nr. 11. Í bænum, sem þarna var, urðu íbúðaskipti 1902. Kristján Auðunsson fór þaðan með fjölskyldu sína, en þá komu þangað úr Hansensbæ (108) hjónin Sigurður Friðriksson og Oddný Eiríksdóttir. Af börnunum voru tvær dætur hjá þeim, Magnea Sigríður, sem giftist Sigmundi Sigmundssyni (126), og Ágústa. Sonur þeirra, Guðbergur Eiríkur, nú bifreiðarstjóri, var annars staðar.

Merkurgata 3.
141. Þarna er nú húsið Merkurgata 3. Þar bjó Guðmundur Helgason, sem varð fyrsti bæjargjaldkeri í Hafnarfirði og síðar fyrsti hafnargjaldkerinn. Kona hans hét Vigdís Þ. Þorgilsdóttir. Hún var dóttir Ragnheiðar yfirsetukonu (72), en móðir Ragnheiðar var þá enn á lífi. Hún hét Vigdís Hinriksdóttir og var þarna hjá dótturdóttur sinni. Svo var þarna vinnukona, Helga Jóna Diðriksdóttir, systir Valgerðar, sem var hjá Sigurgeiri (139). Hún varð fyrri kona Helga Guðmundssonar, sem áður er getið (125). Guðmundur og Vigdís tóku síðar kjördóttur, Matthildi.

Vesturgata 10 t.h.
142. Því sem næst á þessum stað er nú húsið Vesturgata 10. Í bænum sem þarna var urðu íbúðaskipti: Ingvar Guðmundsson (103) fór þaðan, en þá komu þangað hjónin Kristján Auðunsson og Þórdís Símonardóttir frá Skipum. Öll börnin, sem upp komust, eru þá talin heima: Símon, síðar hafnsögumaður, kvæntist Áslaugu systur Magnúsar (6) og Sigurbjargar, sem áður er getið (17), Magnús, varð fyrri maður Sigurbjargar Magnúsdóttur sem einnig er minnzt á áður (19), María, bjó með Ándrési Runólfssyni, Guðrún, giftist Jóhannesi Narfasyni frá Bala (66), Gísli, dó ókvæntur og barnlaus, og Herdís, giftist Bergsteini Hjörleifssyni. Þeir Kristján Auðunsson og Magnús sonur hans dóu báðir með stuttu millibili árið 1915.
143. Pakkhús. Á þeim stað er nú frystihús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Uppi á loftinu í húsinu, sem þarna var, voru þeir löngum við seglasaum, Finnur Gíslason (112) og Magnús Nikulásson (81).

Fiskverkunarhús á Edinborgarlóðinni, sem seinna varð starfsstöð Bæjarútgerðar Hafnarfarðar.
144. Pakkhús eða fiskgeymsluhús. Það var minna en hitt, en stóð fyrir vestan Jrað í sömu stefnu. Hús þessi voru eign Augusts Flygenring og á milli þeirra var gengið niður á bátabryggjuna hans.
145. í manntalinu frá 1901 er talað um Flygenringsbúð, þarna í Vesturbænum. Gamlir Hafnfirðingar tala um byggingu, sem þeir nefna Svartaskóla, og mun það vera hið sama og stóð þar sem nú er saltgeymsluhúsið frá Bæjarútgerðinni. Í „Svartaskóla“ urðu oft íbúaskipti, en þar bjuggu þá ung hjón, Hrómundur Jósepsson skipstjóri og Margrét, elzta barn Guðmundar frá Deild (72). Dóttir þeirra, Ragnheiður, var fædd. Hrómundur byggði skömmu síðar hús annars staðar í bænum, sem lengi var við hann kennt.

Hafnarfjarðarhöfn og nágrenni.
146. Klofi. Þar var löngu síðar kolaport Bæjarútgerðarinnar, með klettum umhverfis. Þarna bjuggu hjónin Jónas Grímsson og Vilborg Oddsdóttir. Hjá þeim var Viimundur, einkabarn Jjeirra, sem drukknaði þegar „Geir“ fórst. Þar var einnig Þuríður Sveinsdóttir, sem margir gamlir Hafnfirðingar muna eftir.
147. Árnahús. Það var rétt fyrir neðan Klofa. Þar bjó Árni bróðir Gunnlaugs föður Sólveigar (33) og Hildibrands (108), en þeir voru synir Árna hreppstjóra Hildibrandssonar. Árni Árnason var, þegar hér er komið, búinn að missa konu sína, Guðrúnu Jónsdóttur, en börn þeirra voru hjá honum. Þau voru: Guðlaug, sem giftist Oddi ívarssyni (41) Árni málari, kvæntist Guðrúnu Guðmundsdótutr, Jón og Ingibjörg Guðrún, giftist Kristni Brandssyni. Þarna var einnig ekkjan Halldóra Ögmundsdóttir, móðir Gísla bakara (42) og Soffíu (130).

Hafnarfjarðarhöfn og nágrenni.
148. Gesthús. Þar bjó Einar Ólafsson stýrimaður, sem enn er á lífi á sama stað, Vesturgötu 16. Kona hans hét Sigríður Jónsdóttir. Börnin, sem fædd voru: Sigurjón, nú forstöðumaður Hrafnistu (dvalarheimilisins) í Reykjavík, kvæntur Rannveigu Vigfúsdóttur, Elísabet, gift Guðmundi Á. Jónssyni bifreiðarstjóra, bróður Guðjóns (59) og Helgu, sem áður var getið (93),-og Helga Kristjana. Síðar fæddist Laufey. Þarna var vinnukona, Ingunn Ólafsdóttir, hálfsystir Einars.
149. Gesthús II. Það stóð fyrir vestan hitt húsið. Þar voru þrjár fjölskyldur. Hjónin Halldór Sigurðsson bróðir Geirlaugar (6) og Sigurlaug Guðmundsdóttir. Hjá þeim var einkabarn þeirra, sem Guðlaugur hét. Hann drukknaði þegar togarinn Gullfoss fórst.
Hjá þessum hjónum var þá Guðlaug Þórarinsdóttir. Svo voru það hjónin Bjarni Ásmundsson og Þóra Oddsdóttir. Hjá þeim eru taldir tveir lausamenn, Markús Gíslason frá Lambhaga í Hraunum og Eyjólfur Eyjólfsson (eldri) frá Langeyri. Enn fremur voru farin að búa þarna hjónin Ólafur, sonur Bjarna og Þóru, og Ingibjörg Helgadóttir. Þau eignuðust síðar fjögur börn, Helga, sem dó ungur, Vilhelmínu, Ragnheiði og Bjarnþóru.

Vesturgata 16.
150. Þetta hús stóð nálægt þar, sem nú er Vélsmiðjan Klettur, Vesturgötu.
151. Klettur. Þar er nú hús tilheyrandi vélsmiðjunni: Vesturgata 24. Þarna bjuggu aðeins barnlaus hjón, Ólafur Jónsson og Helga Gestsdóttir. Jón, sem þau ólu upp, var ekki fæddur.
152. Árið 1902 kom til Hafnarfjarðar Sveinn Sigfússon frá Norðfirði. Hann byggði hér hús, og eftir honum má segja að heil húsaþyrping hafi hlotið nafnið Svendborg, þótt sjálfur væri hann hér aðeins stuttan tíma. Hann var þá skilinn við fyrri konu sína, en bjó með Sigríði Pétursdóttur, systur Þorláksínu (72) og kvæntist henni síðar. Þar var líka Jón Sigmarhasson, er síðar rak verzlunina Þörf í Reykjavík. Svo var þar þá stúlka til snúninga. Sigurlína Helgadóttir, elzta barn Sigríðar og Helga í Helgahúsi (70). Hún varð fyrri kona Sigurðar Árnasonar kaupmanns.
Nú förum við út úr bænum og að —

Langeyri um 1920.
153. Langeyri. Það var stöku sinnum nefnt Skóbót. En það má segja því nafni til málsbóta, að það mun aðeins hafa verið afbökun eða stytting úr eldra og virðulegra heiti: Skómakarahús. Að Langeyri voru komin ung hjón, Eyjólfur Kristjánsson og Ingveldur Jónsdóttir. Þar var líka Salvör Sigurðardóitir, móðir hennar. Þrjú af börnunum voru fædd: Þórður, sem býr á Brúsastöðum — það sem foreldrar hans bjuggu lengi síðar — kvæntur Salóme Salómonsdóttur, Guðbjörg Friðrika gift Helga Nikulássyni og Ingólfur. Fædd síðar: Kristín, Kristján, Sigurður, Theodóra, Hjálmar, Lilja, Fanney, Ingólfur og Jóna.

Brúsastaðir um 1975.
154. Brúsastaðir. Þar bjuggu þá hjónin Oddur Jónsson og Sigríður Eiríksdóttir. Jón, sem kvæntist Egilsínu Jónsdóttur. Hann drukknaði i Papeyjarslysinu (sbr. 122) og var sagt að hann hefði vitað það fyrir. Hvorki var þá búið á Eyrarhrauni eða Skerseyri, og lýkur því þessum hugleiðingum hér með.
Þetta verk hefði aldrei séð dagsins ljós, hefði móður minnar ekki notið við. Einnig vil ég þakka öllum öðrum, sem hafa veitt mér upplýsingar, nú síðast Gísla Sigurðssyni um Weldingsættina.“
Sjá framhald á „Íbúar Hafnarfjarðar árið 1902“ – I HÉR.
Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1960, 24.12.1960, Magnús Jónsson – Íbúar í Hafnarfirði 1902, bls. 6-8 og 14.

Hafnarfjörður á fyrri hluta 20. aldar.