Suðurnesjavegur

Í Morgunblaðinu árið 1985 birtist stutt grein eftir Björn Stefánsson undir yfirskriftinni „Reykjanes – hvað?„:

Reykjanes

Mynd sem fylgdi greininni.

„Í fjölmiðlum 22. og 23. maí birtist frétt um samanburð verðlags í matvöruverzlunum í Reykjavík og utan Reykjavíkur. Var tekið sérstaklega fram, að verðlag í verzlunum á Reykjanesi væri nánast það sama og í höfuðborginni, en þóeilítið hærra. Af fréttinni mátti ráða, að átt væri við Reykjanes í Gullbringusýslu.
Það er ekki nýtt, að skírskotað sé til íbúa Reykjaness í fréttum, ýmist í sambandi við skoðanakannanir, lífsgæðakapphlaupið, kosningar eða annað, og virðist þá heildarvægi Reyknesinga í þjóðmálum allmikið. Sízt vil ég gera lítið úr atgervi Reyknesinga, en bendi fréttamönnum og öðrum á, að á Reykjanesi er engin verzlun.

Reykjanesviti

Viti og vitavarðarhús á Reykjanesi.

Þar eru ekki heldur skráðir aðrir íbúar með fasta búsetu en vitavörðurinn og hans fjölskylda. Eitt atvinnufyrirtæki er þó starfrækt þar, Sjóefnavinnslan hf. Vonandi á hún eftir að skila góðum arði í þjóðarbúið, þrátt fyrir afskipti hæstvirts iðnaðarráðherra.
Reykjanes er sem sé aðeins lítið nes, sem skagar suðvestur úr stórum skaga, Reykjanesskaga. Skaginn er stígvélslaga, og myndar Reykjanes aftasta hluta hælsins. Ég viðurkenni fúslega, að það er óþjált í munni og langt á prenti að tala um Reykjanesskagaíbúa, enda óþarft.
Frá örófi alda hafa byggðir sunnan Hafnarfjarðar og Kapelluhrauns („sunnan“ er gömul málvenja um þá byggð, sem er vestar eða utar á skaganum) verið nefndar Suðurnes og íbúar þeirra Suðurnesjamenn. Er þörf að breyta því? Ólína Andrésdóttir hefur gert það nafn ódauðlegt með stefinu „Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn … “ í kvæði sínu Útnesjamenn.

Keflavíkurvegur

Unnið við nýja Keflavíkurveginn, fyrrum Suðurnesjaveg.

Ég skora því á þá, sem þurfa að skírskota til íbúa Suðurnesja, hvort heldur sem notenda, þolenda eða háttvirtra kjósenda, að nefna þá sínu rétta nafni, Suðurnesjamenn.
Og við skulum ekki aðeins hætta að tala um Suðurnesjamenn sem Reyknesinga, heldur einnig slá stóru striki yfir Reykjanesbraut, og nefna hana hér eftir með réttu Suðurnesjabraut.“ – Höfundur er skrifstofumaður í Keflavík.

Þulan um Geirfuglasker

Ólína Andrésdóttir

Ólína Andrésdóttir (1935-1858).

Mörg þekkja hið geðþekka lag Sigvalda Kaldalóns við texta Ólínu Andrésdóttur um Suðurnesjamenn sem sóttu fast sjóinn. Þar eru þó einungis sungin örfá erindi og Geirfuglaskerið kemur lítið við sögu.
Kvæðið er gjarnan látið bera titilinn Suðurnesjamenn og er jafnan flokkað með sjómannalögum. Meginefni bragsins hefur því algjörlega farist fyrir. Kvæði Ólínu ber yfirskriftina Þula og geymir formála sem skýrir tilurð hennar og hvað hún hverfist í raun um. Hér á eftir má lesa þuluna í fullri lengd ásamt formálanum:

Formáli
Geirfuglasker var út af Reykjanesi í Gullbringusýslu. Var öldum saman sótt í skerið, bæði fugl og egg. Geirfuglasker sökk í jarðskjálftum, er gengu yfir Reykjanesskaga árið 1830. Síra Þorkell Stefánsson, prestur á Hvalsnesi (1655-1696) orti kvæði um Geirfuglasker, sem nú er að líkindum glatað. En stefið er enn til, og út af því er þula þessi ort.

Þula

Jeg get ekki gefið mig í Geirfuglasker,
eggið brýtur báran, því brimið er.

Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn.

Unnur bauð þeim faðm sinn svo ferleg og há;
kunnu þeir að beita hana
brögðum sínum þá.

Kunnu þeir að stýra, og styrk var þeirra mund;
bárum ristu byrðingarnir
ólífisund.

Áttu þar á óðalsjörðum auðkýfingar bú;
rjeðu þeir þar ríkjum,
sem rofin eru nú.

Reistu þeir og gáfu þar Guði sínum hús.
Þá var hver á blessaða
bænrækni fús.

Kirkja stóð í Vogi, sem veglegust var,
helguð sankti Máríu
og hennar nafnið bar.

Hún var gefin Maríu, og henni gafst því margt,
gull og eir og silfur
og glóandi skart.

Köldu reis úr hafinu klettaeyja ber.
Gefið var henni nafnið
Geirfuglasker.

Gefið var henni nafnið af Geirfugli þeim,
sem átti þar sinn bjarta,
bárum lukta heim.

Þar átti hann vígi sín, voldug og stór;
umhverfis var brimgarður,
ófærusjór.

Eins frá liðnu öldunum annáll sýnir mjer,
að gefin voru Máríukirkju
Geirfuglasker.

Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar
ekki nema ofurmennum
ætlandi var.

Ekki nema ofurmenni ætluðu sjer
að brjótast gegnum garðinn
kringum Geirfuglasker.

Sem betur þektu brimið en bókara ment;
loftið og sjóinn
þeir lásu meir en prent.

Görpum þótti gífurlega geigvæn sú för,
en betri samt en björg að sækja
í Bátsenda vör.

Betri samt en björg að sækja Bátsendum að;
ræningjarnir dönsku
rjeðu þeim stað.

Eggjar mest sú þrautin, sem þiggur launin tvenn;
þeir voru ekki hræddir,
Máríu menn.

Þeir voru ekki hræddir, þeir þekktu hennar mátt
og báðu hana að blessa sjer
bæði stórt og smátt.

Við þeim blasti Vogabáran víðfeðm og blá;
sæmd eru hverjum sjómanni
sigurlaun há.

Sóttu þeir í eyjuna egg og fugla fans;
sökkhlöðnum byrðingi
sigldu þeir til lands.

Farin var þá ferðin til fjár og sæmdar mörg;
færðu þeir í hungraðra
heimkynni björg.

Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn.
Ekki var að spauga með þá
Útnesjamenn.

Ekki er að spauga með íslenskt sjómanns blóð,
ólgandi sem hafið
og eldfjallaglóð,

Ásækið sem logi og áræðið sem brim,
hræðist hvorki brotsjó
nje bálviðra glym.

Svona voru þeir gömlu, og sæmd var að þeim,
sem komnir eru í eilífðar-
höfnina heim.

Lögðu þeir í brimgarðinn lítilli skel,
þó ættu þeir ekki í bátum sínum
útlenda vjel.

Áttu þeir í brjóstum sínum áræði og þor;
flestum mun nú ókleift
að feta þeirra spor.

Nú eru þau sokkin í sæ, þessi sker;
enginn geirfugl heldur
til í heiminum er.

En sjómönnunum sunnlensku með siglandi fley
reist hafa þau bautastein,
sem brothætt mun ei.

Þjóðin geymir söguna öld eftir öld;
minning hennar lýsir
eins og kyndill um kvöld.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 120 tbl. 31.05.1985, Reykjanes – hvað?, Björn Stefánsson, bls. 15.
-https://skald.is/greinar/435-thula-um-geirfuglasker

Geirfuglasker

Geirfuglasker.

Jón Böðvarsson

Í Faxa árið 1992 er fjallað um erindi Jóns Böðvarssonar á svonefndri „M-hátíð á Suðurnesjum„:
„Herra menntamálaráðherra, ágætu Suðumesjamenn og aðrir gestir.
Jón BöðvarssonDr. Bjarni Sæmundsson frá Grindavík líkti korti af Íslandi við ferlíki sem glennir gin með lafandi tungu mót úthafinu til vesturs: „Vestfjarðakjálkinn er efri skolturinn, Snæfellsnesið tungan, en Suðurkjálkinn neðri skolturinn.“ Suðurkjálka nefndi hann þennan landshluta sem nú er almennt kallaður Reykjanesskagi.
Við Íslendingar erum minnug þjóð og fastheldin á hið forna, höfum vel varðveitt tungu og menningu og haldið í vanaskorðum skiptingu lands í sveitarfélög á grunni hefðgróins bændasamfélags – og undramörg örnefni hafa haldið velli frá því Landnáma var skráð til þessa dags.
Ekki þarf lengi um að litast í sögunni til þess að sjá að Suðurkjálkinn okkar hefur sérstöðu í mörgum greinum. Þannig hefur ekki geymst fornt heiti á svæðinu sunnan Straums, sem við köllum nú Suðurnes.

Íslandskort

Íslandskort.

Landslag, sem við þekkjum nú, er frábrugðið því sem almennt tíðkast í byggðum á landi hér. Úfin hraun og gróðursnauð þekja mestallan skagann þannig að landbúnað geta menn vart stundað. Í stað sveitabæja umlukta túnum í dal eða á víðri sléttu með tignarfjöll að baki vom fámenn þorp á sjávarbökkum þar sem brim barði og ber kletta – en úti fyrir voru auðug fiskimið.
Hér hefur flest breyst í alda rás: atvinnuhættir, efnahagur og einnig landslag. Athuganir á örnefnum, fornleifum og jarðvegi benda sterklega til þess að mikil akuryrkja hafi verið stunduð á Rosmhvalanesi á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en landbrot og kólnandi veðurfar hafi smám saman kippt fótum undan þeirri atvinnugrein.

Ólafur Ásgeirsson

Ólafur Ásgeirsson (1947-2014).

Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir: „Freistandi er að œtla að þar hafi í fyrstu myndast hjáleiguþéttbýli akuryrkjubœnda. Höfuðbólin hafi haldið velli og úr þeim síðan myndast á 14. öld sjávarþorp þar sem búðir mynduðu smáþorp á hverjum bœ. Íbúar hjáleigu- og búðaþorpanna urðu að ganga til allra verka á ökrum húsbœnda sinna til lands og sjávar. Þeir veittu herrum sínum mikla auðlegð og oft skjóttekinn gróða, en máttu sjálfir heyja harða lífsbaráttu við erfið skilyrði. Þeir bjuggu við léleg vatnsból, sandfok og uppblástur, og lifðu við hungurmörkin. Þannig birtist hér á landi lénsskipulagið, hið efnahagslega lénsveldi, þar sem stórbœndur áttu ábúendur hjáleigubyggðarinnar með húð og hári. Seldi bóndi jörð sína fylgdu hjáleigubœndurnir með í kaupunum eins og hver annar fénaður. “

Sjóróður

Sjóróður.

Er fram liðu stundir varð sjávarútvegur mikilvægari atvinnugrein en landbúnaður þar sem búfjárrækt var örðug vegna hrjósturs eða landþrengsla. Verstöðvar undir Jökli á Snæfellsnesi, Vestmannaeyjar og Suðurkjálkinn okkar voru mikilvægustu byggðir af því tagi. Búðsetumenn sátu á landlitlum eða landlausum kotum og öll afkoma þess fólks valt á aflabrögðum. Góð hefði hún oft orðið ef allur arður hefði runnið til þeirra sem aflann sóttu úr sjó – en landeigendur utan svæðis báru úr býtum drjúgan hlut. Fyrir siðaskipti áttu Skálholtsstóll og Veiðeyjarklaustur flestar jarðeignir suður með sjó en í kjölfar siðbótar urðu eigendaskipti. Danakonungur dró til sín kirkjueignir svo að um langt skeið hvarf auður úr landi sem áður rann óskiptur til annarra héraða.

Róður

Róður – Bjarni Jónsson.

Þjóðsögur og aðrar sagnir greina frá ferðum manna norðan, vestan og sunnan úr sveitum til sjóróðra hér – er heim héldu að vertíðum loknum með hluti sína. Líklega hafa þeir aðkomumenn stundum verið fleiri en búendur hér er bátum stýrðu.
Fleiri sóttu í auðlegðina úti fyrir ströndum. Hingað komu Englendingar og Þjóðverjar til skreiðarkaupa. Víkur og vogar urðu hafskipahafnir. Um þær mundir hefur efnahagur hér verið góður og um skeið voru Hafnarfjörður og Grindavík höfuðslöðvar keppinauta sem börðust um fiskinn sem íbúar hér og aðkomumenn drógu á land. Eftir að útlendir kaupmenn voru burt hraktir urðu Grindavík, Básendar og Keflavík þær hafnir hérlendis sem danskir einokunarkaupmenn töldu eftirsóknarverðastar.

Jón Trausti

Jón Trausti/Guðmundur Magnússon (1873-1918).

En svo ógnvekjandi þótti skaginn að flestir vildu fremur gista hann sem gestir en setjast að og margir – erlendir menn sem innlendir – er aldur ólu í frjósömum héruðum hafa undrast mannlífsgrósku á slíkum hrjósturlendum. Hinn ágæti rithöfundur Jón Trausti lýsti þeirri skoðun að Guð hafi verið reiður er hann skóp Reykjanesskagann. Annar merkur höfundur líkti þessum neðra skolti við voldugan öldubrjót sem varið hefur Faxaflóabyggðir í rás alda.
Skáldið og heimsmaðurinn Grímur Thomsen var um skeið þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann átti ríkan þátt í að reistur var Reykjanesvitinn sem lýsti farmönnum leið til landsins. Mörg kvæði hans eru þjóðkunn – en á þessari stundu finnst mér hæfa að rifja upp eitt, sem lítt er þekkl, en fjallar um náttúruumbrot – og víðan skilning má í leggja því að land er hér í líkri mótun og byggðin og sagan.

Hvers í djúpum bullar brunni
beljar sjór á hrauna flesi,
sjóða jafnvel svalar unnir
suður undan Reykjanesi;
skelf eru kröppu skinnaköstin,
skelfir móti vindi röstin.

Undir bruna áin rennur
út í mar hjá Valahnjúki,
undir hrönnum eldur brennur
eigi er kyn þó drjúgum rjúki;
hafs í ólgu og hvera eimi
hvirflast bólgið öfugslreymi.

Óþreytandi elds er kraftur,
ár og síð í djúpi starfar,
stinga sjer og upp þar aftur
eyjar koma líkt og skarfar,
skerin geta Fugla farið
fyrr en máski nokkurn varir.

Keflavík

Saga Keflavíkur.

Saga Suðurnesja á fyrri öldum er bæði atburðarík og margþætt en ekki er nú unnt að rekja sérstök dæmi. Henni hefur til skamms tíma verið lítill gaumur gefinn. Undanfarin ár hafa sveitarfélög þó söðlað um og sýna nú í verki áhuga á að bæta úr. Sandgerði, Keflavík, Grindavík og Njarðvík hafa samið við sagnfræðinga um söguritun og fyrir aldamót má vænta þess að greinargóð rit um þessa staði verði tiltæk öllum sem fræðast vilja um forna viðburði á Suðumesjum.
Merkileg er sú framvinda sem hér hefur orðið á öldinni sem senn rennur skeið sitt á enda. Hnignunarskeið var frá aldamótum til 1940. Margt olli en gegndarlaus ásókn erlendra fiskiskipa sem toguðu uppi í landsteinum var einna þyngst á metum. Slíkt var þá umkomuleysi og aðstöðuskortur fátækra Suðurnesjamanna að þeir neyddust til þess að kaupa fisk sem erlendir togarar veiddu skammt frá ströndum.
KeflavíkurflugvöllurGjörbylting varð smám saman en einkum á heimsstyrjarldarárunum síðari vegna flugvallargerðar og hernaðarumsvifa. Mikil eftirspurn varð eftir vinnuafli og fólk hvaðanæva af landinu settist hér að, – fólk sem átti hér engar ættarrætur. Oft er því haldið fram að eins konar gullgrafaraandrúmslofti hafi þá ríkt. Tekjuöflun varð keppikeflið æðsta og fólk leitaðist við að vinna sem lengst dag hvern. Frístundum varði það til þess að reisa sér hús og koma undir sig fótum – meirihlutinn aðkomufólk í nýju umhverfi en sama gerðu innfæddir menn á heimaslóðum. Efnahagur varð góður og atvinnulífmargþætt. Sveiflur í sjávarútvegi hafa síðan haft minni áhrif en áður.

Gunnuhver

Reykjanes – Gunnuhver.

Við þessar uppbygginaraðstæður er eðlilegt að félagslíf hafi verið fáskrúðugt – en fleira tafði menningarlega kjölfeslu. Herstöðin, sem mesta vinnu veitti, og nálægð við höfuðborgarsvæðið áttu drjúgan þátt en fleira getur skýrt að heilbrigður byggðametnaður óx ekki að sama skapi og íbúafjöldinn. En þetta breyttist og furðulegt má telja hve rótfastir landnemamir hafa orðið á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er síðan aðstreymisbylgjan lækkaði risið. Afkomendur þeirra eru enn tengdari Suðurnesjum. Þorpin smáu hafa breyst í myndarlega og sívaxandi bæi. Þeim má líkja við kolbíta sem úr öskustó hafa risið og láta sífellt meira til sín taka.
Kaupstaðir hér hafa náð þeim árangri að standa jafnfætis gömlum og grónum þéttbýlisstöðum sem atvinnu- og menningarlegar heildir – eða heild. – Vaxi samkennd og sjálfsbjargarþróttur Suðumesjamanna með líkum hætti næstu ár og hina síðustu áratugi verður hér um aldamót næstfjölmennasta sveitarfélag á Íslandi – eitt, framsækið og öflugt.

Ég hóf mál mitt á því að lýsa landslagi sem áður vakti ógn í brjóstum. Hreint loft og hrjóstur eru nú eftirsóknarvert umhverfi í mengunarspilltri veröld þar sem þegar er farið að selja súrefnishylki þeim sem ekki geta með öðru móti andað að sér í regntærum blæ eða stormi. Jarðhiti, sem áður sauð svalar unnir, er í nútímasamfélagi landgæði jafn eftirsóknarverð og grónar grundir voru á liðinni tíð.

Hvalenesleið

Hvalsnesleið á Suðurnesjum – varða.

Áðan nefndi ég Suðurkjálkann öldubrjót en einnig má kalla hann slökkpall Íslendinga út í víða veröld og lendingarstað á leið heim aftur. Allir vita að svo hefur verið síðan flugsamgöngur hófust milli landa en svo var einnig mörgum öldum fyrr.
Suðumesjamenn. Verið öldubrjótar þegar erlendar bylgjur berast hér að ströndum. Bárur brotna á sandi og grjóti en bera með sér á land og skilja eftir reka af ýmsu tagi sem áður kom landsmönnum að miklu gagni. Takið á sama hátt á móti menningarstraumum utan úr heimi. Dragið á land gilda trjáboli, smíðið úr kjörgripi en látið ekki öldur ganga á land og brjóta strandlengjuna.

Suðurnesjamenn. Munið þá ábyrgð sent fylgir því að búa á stökkpalli og lengdingarstað. Gerið umhverfið þannig að þeir sem utan fara geymi góðar minningar í brjóstum er laða heim aftur – umhverfi sem hrífur gesti sem að utan koma og eignast ef til vill aðeins eina minningu um Ísland.
Hér er framtíð okkar. Gleðilega M-hátíð.“ – Jón Böðvarsson

Heimild:
-Faxi, 5. tbl. 01.09.1992, M-hátíð á Suðurnesjum, Jón Böðvarsson, bls. 134-135.

Suðurnes

Suðurnes – kort.

Þorbjarnarstaðaborg

Það er stundum gaman að velta fyrir sér örnefnum og tilurð þeirra, brenglunum og misvísunum er verða til með tímanum. Eitt dæmið er örnefnið „Brunntorfur„.

Fornasel

Fornasel (Brunnsel ) – vatnssæðið.

Eftir að Nýjahraun rann á tímabilinu frá 1151 til 1180 var það á meðal íbúana í Hraunum jafnan nefnt „Bruninn“. Síðar, eftir að mannvistarleifar fundust neðst í hrauninu við hina fornu Alfaraleið og Kristján Eldjárn, ásamt öðrum, grófu þær upp um 1950 og túlkuðu sem kapellu, var hraunið nefnt Kapelluhraun.

Þegar skoðaðar eru seinni tíma örnefnalýsingar má m.a. sjá eftirfarandi:
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Straum segir; „Stórhæðir taka svo við þegar kemur upp fyrir Straumssel, þar til austurs efst er Fremstihöfði. Ofan við Straumsel heitir Gamlaþúfa og í henni er gren sem heitir Gömluþúfugren. Þar austur af er holt sem heitir Hafurbjarnarholt, á því vestarlega voru merki móti Straumi. Svo er þar ofar Fremstihöfði, þá snúum við við á Brunntorfur, þaðan í Gjásel. Norður af því eru Hrauntungur.“

Brunntorfur

Brunatorfur – loftmynd.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Straum er ekki minnst á Brunntorfur.

Í örnefnalýsingu Gísla um Þorbjarnarstaði segir hins vegar; „Um Brúnaskarð eystra liggur alfaraleiðin upp á Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallast Bruninn og enn ofar Háibruni. Áður hefur verið getið um mosatekju í Kapelluhraun.
Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða.

Brunatorfur

Gerði í Brunatorfum.

Síðan liggur leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá Brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir. Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum.“

Í örnefnalýsingu Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar fyrir Hafnarfjörð segir; „Brunntorfur (Brundtorfur) eru sunnan við Gjásel og vestan Snókalanda.“
Hér fer höfundur svolítið villu vega; Svæðið sunnan Gjásels er Hafurbjarnaholt í Almenningi. Hins vegar eru Brunatorfur réttilega sagðar vestan Snókalanda.

Brunntorfuskjól

Brunatorfuskjól.

Eftir að Bjarni Bjarnason, skólastjóri og ábúandi Straums, ánafnaði Skógrækt ríkisins hluta Straumslands og með nýjum skógræktarlögum árið 1955 var skógræktarstjóra heimilt, að fengnu samþykki ráðherra, að leigja einstaklingum, félögum eða stofnunum lönd á erfðafestu innan girðingar Skógræktarinnar gegn því að leigutakar gróðursettu barrskóg í landinu samkvæmt fyrirmælum skógræktarstjóra og samningi við leigutaka. Allur skógur í landinu skyldi verða eign leigutaka en meðferð hans og grisjun háð fyrirmælum skógræktarstjóra.

Brundtorfur

„Brundtorfuhellir.“

Fljótlega eftir að lögin tóku gildi, hófust ræktunartilraunir á afmörkuðu svæði í Straumi, og um eða upp úr 1960 gerðu fjórir félagar samning við Skógræktina um leigu á landi til skógræktar í „Brunntorfum“. Það er hins vegar ekki að sjá að þeir hafi nokkru sinni leitt hugan að nafngiftinni, enda uppteknir af skógræktinni.

Segja má það sama um þá tvo fyrrnefndu. Í fyrsta lagi er enginn brunnur í nefndum „Brunntorfum“ og í öðru lagði var „hrútum aldrei hleypt til ánna þar forðum daga“. Það stóð reyndar til á tímabili, í kringum 1900, en sú varð hins vegar aldrei raunin.

„Bruninn“ hét hraunið sannanlega sem rann þarna fyrrum. Því er öllu skilmerkilegra, að öllu framangreindu sögðu, að nefna mosagrónar gróðurtorfurnar þar í austanverðum Almenningi „Brunatorfur„.

Brunatorfur

Brunatorfur (Brunntorfur) – kort.

FERLIR
FERLIR, www.ferlir.is, hefur að undanförnu birt fróðleiksgreinar um fjölda einstakra tegunda minjastaða á Reykjanesskaganum, s.s..:
22 verbúðir
29 nafngreind greni
Ferlir33 slysstaðir flugvéla á stríðsárunum (utan flugvalla)
98 fornar hlaðnar refagildrur
128 letursteinar
142 fjárborgir
204 nafngreindar vörður ( með sögulegt samhengi)
224 fjárréttir
248 brunnar
443 sel og selstöður
532 þjóðleiðir og götur (utan selsstíga)
653 hraunhellar og skjól
—- að ekki sé talað um öll hraungosin sem hafa orðið á Skaganum frá upphagi byggðar til nútíma.
Aðgengi að þessum fróðleik, sem safnað hefur verið saman á síðasta aldarfjórðungi, er öllum aðgengilegt án nokkurs kostnaðar. Allar hafa þessar minjar verið hnitsettar og færðar í sérstaka skrá til varðveislu.
Njótið um hátíðarnar – ykkur að kostnaðarlausu…

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

Fornagata

FERLIR hefur að undanförnu birt fróðleiksgreinar um fjölda einstakra tegunda minjastaða, auk einstakra náttúruminja, á Reykjanesskaganum, s.s..:

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

22 verbúðir
29 nafngreind greni
33 slysstaðir flugvéla á stríðsárunum (utan flugvalla)
98 fornar hlaðnar refagildrur
128 letursteinar
142 fjárborgir
204 nafngreindar vörður ( með sögulegt samhengi)
224 fjárréttir
248 brunnar
443 sel og selstöður
532 þjóðleiðir og götur (utan selsstíga)
653 hraunhellar og skjól
—- að ekki sé nú talað um öll hraungosin sem hafa orðið á Skaganum frá upphagi byggðar til nútíma.
Aðgengi að þessum fróðleik, sem safnað hefur verið saman á síðasta aldarfjórðungi, er öllum aðgengilegt án nokkurs kostnaðar. Allar hafa þessar minjar verið hnitsettar og færðar í sérstaka skrá til varðveislu.
Njótið um hátíðarnar – ykkur að kostnaðarlausu…

Ferlir

Í hellinum Ferlir í Brennisteinsfjöllum.

Spenastofuhellir
„Jól og áramót eru hvort tveggja til að halda uppá vetrarsólstöður – að fornum sið, um og í kringum 21 . desember ár hvert. Þá tekur daginn að lengja að nýju á norðurhveli jarðar.
Fyrir 3000 árum síðan kunnu menn að fylgjast með himninum og vissu á hvaða degi vetrarsólstöður lentu á hverju ári.

Kalfatjarnarkirkja-VVV

Kálfatjarnarkirkja á jóladagsmorgun með upprisu sólarinnar í bakgrunni.

Á miðöldum tóku svo nefndir valdamanna, „kirkjunnar þjónar við því mikilvæga hlutverki að ákvarða dagsetningu vetrarhátíðarinnar, skálduðu upp sögur í kringum Jesús nokkurn Jósepsson, sem eflaust var mælskur og heillandi maður á sínum tíma, en kunnu þá ekki að stilla af dagatalið miðað við sólarganginn, enda slík vísindi ekki þá á valdi annarra en hinna hæfustu manna.“ Nefndirnar gátu á þeim tíma ekki orðið sammála um dagsetningarnar og því urðu þær allnokkrar – misgæfulegar.

Vetrarsólstöður

Vetrarsólstöður – dagurinn verður 15 sekúndum lengri á Þorláksmessu, og tveimur og hálfri mínútu lengri á gamlársdag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson.

Nú er aftur leyfilegt að tímasetja vetrarsólstöður eins og þær voru í raun, en við höldum ekki uppá þær sem skyldi (einhverra hluta vegna). Menn dýrka enn Jesús um jól og fagna nýju ári um áramót og þykir hvort tveggja merkilegt en horfa framhjá því hversu stórkostlegt það er að við getum í dag mælt nákvæmlega möndulhalla jarðar og stöðu hennar á braut í kringum sólina og vitum uppá sekúndu hvenær vetrarsólstöður eru. Þetta er í raun allt miklu merkilegra en eldgamall tilbúningur, sem flestir fylgja þó , einhverra hluta vegna, enn þann dag í dag.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður í aðdraganda „jólanna“.

Framangreint segir sína sögu um hversu nútímamaðurinn er móttækilegur fyrir sjálfgefnum og athugasemdalausum tillögum hversdaglífsins frá einum tíma til annars.

Fyrir okkur, afkomendur heiðingjanna; landnámsmanna og -mæðra, væri miklu mun eðlilegra að halda jólin þann 21. desember ár hvert í stað þess 25. s.m.
Samt sem áður og þrátt fyrir allt, hvað svo sem öllum álitum líður – Gleðileg jól.

Vertarsólhvörf

Vetrarsólhvörfum fagnað að jólasið.

 

Fornagata

Upphafið

Ganga við Straum

Gengið um Hraunin.

Götur mynduðust hér á landi allt frá fyrstu fótatíð manna og búfénaðar. Enn í dag er stundum erfitt að greina á milli hvaða götur voru notaðar af hverjum, hvenær og í hvaða tilgangi.  Sumar götur, sem áður voru gengnar, eru nú horfnar, margar má enn greina og enn aðrar hafa verið endurheimtar.
Á löngu tímabili hefur gróður náð að hylja slóðirnar, gróðureyðing náð að afmá þær, jarðvegur færst til, skriður og snjóflóð hlaupið yfir þær, ár og lækir breytt um farvegi, vatn runnið í þeim og breytt, eldgosaaska hulið og hraun runnið yfir þær á köflum. Þá hafa sumar leiðir lagst af vegna þess að tilgangur þeirra breyttist og aðrar orðið til af sama tilefni. Þá hafa gamlar leiðir færst til og verið farnar af mismikilli nákvæmni áður en þær voru varðaðar. Ókunnugir hafa eflaust fylgt þeim nokkuð vel og gætt að kennileitum á meðan kunnugir hafa getað stytt sér leiðir eða einfaldlega farið beint af augum ef veður leyfði og aðstæður voru hagstæðar.
Í lok 19. aldar var unnið óskipulega að lagningu vagnvega víðs vegar um landið, einkum nálægt þéttbýli, og í byrjun 20. aldar var megináherslan lögð á gerð bílvega af gefnu tilefni.

Leiðir

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

Lengri aðalleiðirnar lágu milli bæja og byggðakjarna, verstöðva, verslunarmiðstöðva, þingstaða eða kirkna, hvort sem var með ströndum landsins, yfir fjallgarða, heiðar, ása og úfin eða slétt hraun. Leiðirnar voru mislangar, allt frá og til fjarlægustu landshluta eða bara út frá bæ í fjárskjólið og stekkinn. Segja má t.d. að allar leiðir hafi um tíma legið til og frá Þingvöllum.
Við þessar leiðir má víða finna misgamlar minjar, s.s. hlaðin skjól, sæluhús, bæli í hellum, vörður, bæði sem leiðarmerki og til minningar um fólk, sem varð úti á ferðum sínum. Ástæður þess gátu verið margvíslegar, bæði af eðlilegum ástæðum og óeðlilegum.

Fornagata

Fornagata.

Fatnaður var ekki eins góður og hann er í dag, hvort sem var til fóta og höfuðs. Veðurspár voru byggðar á öðrum kennimerkjum en nú tíðkast og ekki alltaf áreiðanlegar. Og þá var líka til fólk, líkt og í dag, sem taldi sig geta storkað veðuröflunum – stundum með uggvænlegum afleiðingum. Dæmi eru og um að fólki hafi verið úthýst frá bæjum í slæmum veðrum. Dauðsmannsvörðurnar eru margar við og hjá þessum götum, einkum á heiðum, en stundum slapp fólk lifandi þrátt fyrir miklar raunir, sbr. Prestsvörðuna ofan við Leiru.

Landið
Vörðuð leiðUm allt land má finna mikilvægar þjóðleiðir frá liðnum öldum. Sumum hefur verið haldið við af áhugasömu fólki eða ferðaþjónustuaðilum. Þá 
hafa verið búnar til nýjar gögnuleiðir um fallega náttúrustaði. Nokkrar slíkar má finna á Reykjanesskaganum. Hafa ber í huga að mikilvægustu leiðirnar hér áður fyrr eru ekki endilega vinsælustu gönguleiðirnar í dag. Sumar gönguleiðirnar eru nýlegar, s.s. Reykjavegurinn svonefndi milli Reykjaness og Nesjavalla. Á köflum liggur hann samhliða eða nálægt fornum götum.

Óttarsstaðaselsstígur

Óttarsstaðaselsstígur.

Greina má götur eftir fólk frá götum eftir búfénað, s.s. kindur. Þær leita gjarnan að tvennu; bithaga og skjóli. Kindagötur (fjárgötur) liggja því oft utan í hlíðum, hæðum og hólum eða í lægðum. Þar sem féð hefur unað hag sínum vel er jafnan vel gróið. Fólk hafði það að leiðarljósi að fara sem greiðfærustu leiðina og þá jafnan með það í huga að „halda hæð“. Ekki var farið upp og niður hæðir og dali að óþörfu. Spara þurfti orku og kraftar þurftu að endast um langan veg.
Ef vel er að gáð má víða sjá ryðgaðar skeifur og skeifubrot, leðurpjötlur eða bein. Ekkert af því má fjarlægja heldur láta kyrrt liggja.

Landnám Ingólfs
Greinileg ummerki eru á fjölmörgum götum eftir umferð fólks hér á landi frá upphafi landnáms, ekki síst í landnámi Ingólfs.

Hvalsnesvegur

Hvalsnesvegur.

Víða eru gömlu þjóðleiðirnar klappaðar í misharða hraunhelluna, s.s. sjá má á Sandakra- og Skógfellaveginum eða á Hellunni (Fornugötu) vestan Hlíðarvatns. Þar hefur yngra hraun runnið yfir eldra hraun, sem gatan er í.
Gatan er ágætt dæmi um hversu mikil umferð hefur verið hér allt frá fyrstu tíð, sem reyndar gæti þess vegna hafa verið eldri en norrænt landnám segir til um.
Á Reykjanesskaganum eru þessar gömlu leiðir miklu mun fleiri en fólk gerir sér grein fyrir. Sumar eru reyndar áfangaleiðir og tengjast öðrum eða greinast út frá þeim til ýmissa staða. Sjá t.d. skrif um Grindavíkurvegi HÉR og um Reykjavíkurvegi HÉR.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Tegundir
Reyna má að flokka leiðirnar miðað við notagildi. Þannig lágu þjóðleiðir milli byggðalaga.
Má þar nefna Alfaraleiðina (Almenningsleiðina) milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Keflavíkur). Hún sést að mestu enn þann dag í dag frá jaðri Brunans (Kapelluhrauns) til Innri-Njarðvíkur. Selvogsvegur (Suðurfararvegur) lá milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Hann sést vel frá Lækjarbotnum í Hafnarfirði að Strönd í Selvogi. Þessar leiðir voru mikið farnar allt til þess tíma að vegir voru gerðir fyrir sjálfrennireiðina er kom hingað til lands í byrjun 20. aldar.
Verleiðir má sjá við verin, bæði á norðan- og sunnanverðum Reykjanesskaganum. Leiðirnar Ofan við Selatanga, verstöð, sem notuð var allt til byrjun 20. aldar (síðustu áratugi frá Ísólfsskála) eru t.a.m. þrjár, hvort sem var heim til bæja (Skála og Krýsuvíkur) eða inn á þjóðleiðirnar, sem sumar hverjar voru mikilvægar skreiðarleiðir.

Árnastígur

Árnastígur.

Byggðakjarnar á landssvæðinu, s.s. Grindavík, Garður, Hafnir og Vatnsleysuströndin voru t.d. mikilvægar verstöðvar fyrir bæði vermenn alls staðar frá á landinu og fiskflutninga, ekki síst til Skálholtsstóls, um aldir.

Leiðir á milli bæja eru jafn margar og bæirnir voru margir – og þeir voru miklu mun fleiri en fólk gerir sér í hugarlund. T.d. voru 28 bæir í Staðarhverfi, vestast Grindarvíkurhverfanna, fyrrum, en nú standa þeir þar sem tóftir, minnisvarðar um fólkið sem þar bjó, líf þess og atvinnuhætti. Frá Staðarhverfi lágu samskiptagötur til Hafna, Njarðvíkna og hinna byggðarkjarnanna í Grindavík. Þær sjást enn vel.
Selstígar lágu upp í selstöðurnar, sem voru fjölmargar í landnámi Ingólfs. Inn má t.a.m. sjá leifar af u.þ.b. 250 slíkum á landssvæðinu, ef vel er að gáð.

Horfin gata

Gamla gatan um Siglubergsháls.

Einungis örfáar hafa verið eyðilagðar af mönnum eða forgengst af skriðum.
Kirkjugötur voru mikilvægar menningarleiðir og varla er til sú sveit eða hérað að ekki var þar kirkjustígur eða -gata. Hvalsnesleiðin milli Ytri-Njarðvíkur og Hvalsness er ágætt dæmi um slíka götu, en hún var jafnframt notuð sem þjóðleið milli byggðakjarna og sem verslunarleið. Líklega er hluti leiðarinnar sá best varðveitti hér á landi því varnargirðing Varnarliðsins hefur umlukið hann síðustu áratugina. Reyndar er kominn tími til að opna hana á ný fyrir áhugasömu göngufólk því leiðin liggur um landssvæði, sem er utan varnargirðingar flugvallarsvæðisins.

Þróun

Skipsstígur

Skipsstígur – endurbættur skv. „nútíma“ hestsvagnskröfum.

Bæði hefur leiðarkerfið þróast frá fyrstu tíð og götur verið færðar til eða lagfærðar. Þegar ferðast var á fótum, hvort sem var eigin eða annarra (hestbaki) mótuðust göturnar af sjálfu sér. Á fjölfarnari leiðum var kastað úr hluta gatnanna og leiðarmerki reist. Um tíma varð það hluti af þegnskylduvinnu eða atvinnubótavinnu.

Með tilkomu vagnsins fóru fram vegbætur á mikilvægustu leiðunum. Sjá má slíkar umbætur í Reiðskarði á Stapanum og á Skipsstíg ofan Grindavíkur, undir Lágafelli.

Varða

Varða við Hvalsnesleið (vetrargötuna).

Með tilkomu bílsins bæði mótuðust nýjar leiðir (yfir holt og mela) og eldri voru lagfærðar. Þegar t.d. leiðin milli Grindavíkur og Krýsuvíkur var gerð akfær (1932) varð hin forna þjóðleið yfir Ögmundarhraun (Ögmundarstígur) bæði breikkuð og lögð ofaníburði. Áður mátti sjá í henni djúpt far í klöppinni (sem reyndar er þar enn undir jarðveginum).
Varanlegri vegagerð kallaði á kanthleðslur, ræsi og brúargerð (t.d. Hellisbrúin undir Ingólfsfjalli), en aðstæður og landslag látið ráða för. Í dag er gjarnan farið beint að augum, ekki yfir fjöll og hálsa, heldur í gegnum hvorutveggja. Af því má sjá hversu breytingin hefur orðið mikil á tiltölulega stuttum tíma. Og án efa á margt eftir að breytast mikið á næstu áratugum. Þá má ekki gleyma fótaleiðunum gömlu.

Varðveisla

Skipsstígur

Skipsstígur.

Mikilvægt er að varðveita þessar gömlu leiðir. Varðveislan felst ekki síst í notkuninni. Með því að ganga þessar götur haldast þær sýnilegar og líkur minnka á að þær falli í gleymsku. Helstu óvinir þessara tegundir minja eru sveitarstjórnarfólk, skipulagsaðilar og verktakar. Við nýtt hverfi í Sandgerði var t.d. ekkert tillit tekið til þess að Sandgerðisvegurinn gamli liggur um svæðið og enn mjög greinileg. Grindvíkingar ákváðu hins vegar að hafa göngustíg í gegnum Hópshverfið nýja þegar þeir skipulögðu svæðið og leyfðu Skógfellaleiðinni þannig að halda sér í bæinn. Dæmi eru um, t.d. í Reykjavík, að hús hafi verið byggð á gamlar þjóðleiðir, en fólki ekki orðið svefnsamt í þeim vegna mikillar umferðar fólks að næturlagi.

Gamlar götur njóta verndar skv. 3. gr. minjalaga (Lög um menningarminjar) 80/2012:

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Fornminjar
Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar forngripir og hins vegar fornleifar.
Forngripir eru lausamunir 100 ára og eldri sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Skip og bátar frá því fyrir 1950 teljast til forngripa. Til forngripa teljast einnig leifar af líkömum manna og hræjum dýra sem finnast í fornleifum, svo sem fornum haugum, dysjum og leiðum.
Fornleifar teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri, svo sem:
-búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi leifum mannvirkja og öskuhauga, húsaleifar hvers kyns, svo sem leifar kirkna, bænhúsa, klaustra, þingstaða og búða, leifar af verbúðum, naustum og verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum,
-vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri,
-tún- og akurgerði, leifar rétta, áveitumannvirki og aðrar ræktunarminjar, svo og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita,

Þingvallavegur

Varða við gamla Þingvallaveginn – með vegvísi til norðurs.

-vegir og götur, leifar af stíflum, leifar af brúm og öðrum samgöngumannvirkjum, vöð, varir, leifar hafnarmannvirkja og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra,
-virki og skansar og leifar af öðrum varnarmannvirkjum,
-þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð,
-áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum,
-haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið,
-skipsflök eða hlutar þeirra.

Hættur
GangaVersti óvinur hinna gömlu leiða, auk þess fyrst er minnst á, er virðingarleysi núlifandi. Utanvegaakstur hefur víða spillt hluta leiðanna, nýrri vegir hafa af misgáningi verið lagðir yfir þær (t.d. hinn nýi Suðurstrandavegur um Siglubergsháls (sjá mynd), stórvirkum vinnutækjum hefur verið ekið eftir og yfir leiðirnar, rusli hefur verið hent á þær, námur settar þvert á leiðirnar og trjám plantað í þær. Með svolítilli hugsun mætti koma í veg fyrir þessa eyðileggingu, auk þess sem þeir aðilar, sem vernda eiga þessar fornu minjar, hluta af menningararfleifð okkar, mættu að taka hlutverk sig alvarlegar.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða. framundan.

Á Reykjanesskaganum býr yfir helmingur þjóðarinnar, auk þess sem langflestir útlendir ferðamenn, sem koma hingað til lands, fara um svæðið.  Landssvæðið býður upp á ótrúlega útivistarmöguleika, hvort sem er að ganga hinar gömlu leiðir, langar eða stuttar, skoða landmótun á flekaskilum, jarðmótunina frá upphafi með a.m.k. 15 hraun frá sögulegum tíma, ganga um hina fjölmörgu hraunhella, berja litskrúð hverasvæðanna augum, leita og skoða minjar er lýsa búsetu- og atvinnusögu landsins frá upphafi mannsins hér á landi eða bara virða fyrir sér alla þá ómótstæðilegu náttúru- og blómafegurð, sem boðið er upp á. Gjaldið er ekkert, en sú skylda hvílir á hverjum og einum að sýna landinu virðingu.

Reykjanes - fornar leiðir

Reykjanesskaginn vestanverður – fornar leiðir.

(Reyndar hefur reynsla síðustu ára sýnt að það sem er ókeypis virðist lítt áhugavert. Hlutirnir virðast því hafa þurft að kosta sitt til þess glæða áhugann. Svona er nú mannskepnan margslungin – og mótsagnakennd. Hún virðist taka hoppukastala sérsdagsins, ef hann er í boði, fram yfir hin raunverulegu menningarverðmæti hverdagsins og framtíðarinnar).
Þið hin hugsandi: Hvers vegna ekki að aka í 15 mín. og nýta 1-5 tíma til göngu í stað þess að aka í 1-5 klst og hafa síðan einungis tíma til að ganga í 15 mín. Og það á svo mikilvægum tímum aðhalds og ráðdeildar hér á landi.
Að sjálfsögðu er hér ekki um að ræða tæmandi fróðleik eða lýsingu á þessu viðfangsefni, einungs það sem fyrst kemur upp í hugann í stuttu spjalli. Áhugasömu fólki er boðið vel að njóta. 

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

 

Vífilsstaðasel

Árið 2007 skrifaði Ómar Smári Ármannsson BA-ritgerð í fornleifafræði við Háskóla Íslands um „Sel og selstöður vestan Esju„.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – tilgáta – ÓSÁ.

Viðfangsefni ritgerðarinnar var að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæði vestanverðu fyrrum landnáms Ingólfs; frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.

Sel - tilgátuhús

Dæmigerð selhús – tilgáta ÓSÁ.

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund sérstakra búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum, örnefndum og eldra fólks minni, og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem hvergi er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað er á að lýsa tilteknum seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig er reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir 443 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá.

Selsvellir

Uppdráttur af selminjunum á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar.
Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.  Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers4 um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.

Seljagerðir

Þróun selja – Hér má sjá hvernig húsakostur í seljum á Reykjanesskaganum hefur þróast í gegnum tíðina, allt frá kúaseljum í fjársel. Elstu húsin voru einföld, lítil og óregluleg; tóku mið af landfræðilegum aðstæðum, en breyttust smám saman yfir í reglulegri og heilstæðari þrískiptar byggingar: eldhús, búr og baðstofu. Svo virðist sem byggingarlagið hafi tekið að nokkru leyti mið af  gerð bæjarbygginga á hverjum tíma og þróun þeirra. 

Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.  Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður) og Auðnaseli (3 selstöður).

Selvogsheiði

Selvogsheiði – minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða.  Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu loks að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin vestan Esju eru merkt inn á með viðkomandi númeri.

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Skráðar heimildir voru um þriðjung seljanna, þriðjungur fannst eftir munnlegum heimildum fólks er þekkti til á sérhverjum stað og þriðjungur fannst við leitir, annað hvort vegna vísbendandi örnefna, s.s. Sellækur, Selholt og Selhæðir, eða líklegra staðsetninga m.t.t. búskaparhátta fyrrum.

Selsstígur

Dæmigerður selsstígur.

Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

Höfundur telur líklegt að í öllu umfjölluðu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir fleirri en 443 sel og/eða selstöður – þ.e. á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Flestar höfðu þær þegar verið staðfestar áður en ritgerðin var samin. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki um sel og selstöður hins vegar á 152 stöðum. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.  Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir u.þ.b. 200 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.

Reykjanesskagi

Spákonuvatn, Sesseljupollur og Keilir á Reykjanesskaga.

Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður),  og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum.

Sogasel

Sogasel í Sogaselsgíg – Uppdráttur ÓSÁ.

Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið annars konar nytjastaður en til fjár og kúa, s.s. til kola-, fugla- refa, sem og hvaða sel urðu síðar að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri.
Hér má sjá ritgerðina – file:///D:/My%20Passport/Myndir%20-%20afrit/Sel%20vestan%20Esju%20-%20BA-ritgerd/Sel%20og%20selstodur-OmarSmariArmannsson-laest.pdf

Hér má sjá yfirlit yfir nokkur þekkt sel og selstöður á Reykjanesskaganum – fyrrum lannámi Ingólfs –

SEL Á REYKJANESI Fjöldi Fundið Staðsetn. GPS
Arasel (Arahnúksel) – 5 tóttir -stekkur 2 x Vatnslstr.
Auðnasel – Höfðasel – Breiðagerðissel 1 x Vatnslstr.
Árbæjarsel (heimasel) 1 x Selás
Ártúnssel 1 x Blikdal
Ásláksstaðasel 1 x v/Knarranessel
Ássel – (Ófriðarstaðasel) 1 x Hvaleyrarv.
Baðsvallasel – Járngerðarstaðarsel 3 x Þorbj.fell/Hagafell
Bakkasel (Sogasel) 1 x Sogagíg
Bakkárholtssel 1 x Reykjafelli/Ölfusi
Bessastaðasel (Viðeyjarsel) 1 x Lækjarbotnum
Bessastaðasel 1 x Bessastaðanesi
Bíldfellssel 1 x Grafningur
Blikdalssel 9 – efsta norðanv. 1 x Blikdal
Bjarnastaðasel (Götusel) 4 x Strandarh.
Blikastaðasel 1 x Stardal
Botnasel 1 x Seldal/Grafn.
Bótasel (Herdísarvíkursel) 1 x Herdísarv.hraun
Brautarholtssel 1 x Blikdal
Breiðabólstaðasel I 1 x Ölfusi
Breiðabólstaðasel II 1 x Ölfusi
Breiðagerðissel v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Brennisel 1 x Óttastaðlandi
Brennisel neðra 1 x Óttastaðlandi
Bringnasel? 1 x Mosfellssveit
Brunnastaðasel 3 x Vatnslstr.
Brúsastaðasel 1 x Selfjalli
Búrfellsgjá I 2 x Garðar
Búrfellsgjá II 1 x Garðar
Búrfellsgjá III 1 x Garðar
Býjasel* 1 x Miðnesh.
Bæjarskerssel – Stekkur* 0 x ofan Bæjarskerja
Dalssel – Járngerðarstaðir 1 x Fagradalsfj.
Dyljáarsel 1 x Eilífsdal
Eiðissel 1 x Geldinganesi
Eimuból 1 x Strandarh.
Elliðakot (kúasel/skáli/fjós) 1 x Kópavogi
Esjubergssel (Móasel) 1 x Leirvogsá
Eyjasel 1 x Eyjar
Fellsendasel? 1 x Þrívörðuhrygg
Fífuhvammssel (Kópavogssel) 1 x Selshrygg
Flekkudalssel I 1 x Flekkudal
Flekkudalssel II 1 x Flekkudal
Flekkuvíkursel 3 x Vatnslstr.
Fornasel (Jónssel) 1 x Almenningum
Fornasel 2 – 3 tóttir 2 x Vatnslstr.
Fornusel – nyrðri 1 x Vatnslstr.
Fornusel – Sýrholti – syðri 1 x Vatnslstr.
Fornasel – Þingvöllum 1 x Þingvellir
Fossársel 1 x Fossárdal
Fremrihálsarsel (Sauðafellss/Möngut.) 1 x Fremrihálsi
Fuglavíkursel (Norðurkot?) 1 x Miðnesh.
Fuglavíkursel II (Fuglavíkurstekkur) 1 x Miðnesh.
Garðaflatir (sjá Garðasel) 1 x Garðar
Gamlasel 1 x Ölvisv./Grafn.
Garðasel (sjá Garðaflatir) 1 x Garðaflöt
Garðastekkur (heimasel) 1 x Garðar
Geldingatjarnarsel 1 x Geldingatjörn
Geldingatjarnarsel? 1 x Geldingatjörn
Gjásel 8 x Vatnslstr.
Gjásel (Lambhagasel) 1 x Almenningum
Gljúfursel 1 x Seldal
Grafarsel 1 x na/Rauðavatns
Gufudalssel (Reykjasel) 1 x Gufudal
Gufunessel I ? 1 x Stardal
Gvendarsel 1 x Undirhlíðum
Gvendarsel 1 x Litlahrauni
Götusel (Bjarnastaðasel) 1 x Selvogi
Götusel? 1 x Selvogi
Hamarskotssel 1 x Sléttuhl.
Hamrasel 1 x Þingvallahreppi
Hamrasel? 1 x Þingvallahreppi
Hafnasel I 1 x Seljavogi
Hafnasel II 1 x Seljavogi
Hálsasel 1 x Seldal
Hálssel 1 x Sauðafelli
Hásteinssel efra 1 x Hásteinar
Hásteinssel neðra 1 x Hásteinar
Heiðarbæjarsel 1 x Heiðarbæ/Grafn.
Helgadalssel (-rétt/-stekkur/-stöðull) 1 x Torfdal/Mosf.sveit
Helgadalssel? 1 x Helgadal
Helgafellssel (gamli bærinn)? 1 x Stardal
Helgusel (Mosfellssel II) 2 x Bringum
Herdísarvíkursel (Bótasel) 1 x Seljabót
Herdísarv.sel (heimasel/stekkur) 1 x Herdísarvík
Herjólfsstaðasel 1 Mela-Seljadal
Hlíðarendasel 2 x Geitafell
Hlíðarhúsasel (Öskjuhlíð – efra) 1 x Öskjuhlíð
Hlíðarsel 1 x Selvogsheiði
Hlöðunessel (gamla) 1 x Vatnslstr.
Hofsel (Gamla Hofsel) 1 x Blikdal
Holusel 1 x Blikdal
Hólasel 1 x Vatnslstr.
Hópssel 1 x Selshálsi
Hópssel II 1 x Krýsuvík
Hjallasel neðra 1 x Selbrekkum
Hjallasel efra 1 x Sellautum
Hjarðarnessel 1 x Blikdal
Hnúkasel? (skúti – tóftir) 1 x Hnúkum
Hraðastaðasel (Helgusel?) 1 Í heimalandi
Hraunsholtssel # 1 x Flatahrauni
Hraunssel – Hraun Ölfusi 1 x Lönguhlíð
Hraunssel eldra – 1 tótt 1 x Núpshl.
Hraunssel eldri – Hraun Grv. – 3 tóttir 3 x Núpshl.
Hraunssel (heimasel) 1 x Borgarhrauni
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel II í hvammi? 1 x Mosfell
Hurðabakssel 1 x Meðalfelli
Húshólmasel (Krýsuvíkursel IV) 1 x Krýsuvík
Hvaleyrarsel I 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel II 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel III 1 x Seldal
Hvalesnessel 2 x Hvalsnesi
Hvassahraunssel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Hækingsdalssel (6415816-2121729) 1 x Selsvellir
Hækingsdalur (heimasel) 1 x Borgin
Höfðasel -v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Ingunnarstaðasel (Þórunnarsel) 1 x Inngunnarstöðum
Ingveldarsel 1 x Úlfljótsvatn/Villing.
Innra-Njarðvíkursel* 1 x Seltjörn
Írafellsel 1 x Svínadal
Ísólfsskálasel 1 x Fagradalsfj.
Jófríðastaðasel? (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Jónssel 1 x Seljabrekku
Jórusel (Nes)1 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel I 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel II 1 x Grafningur
Kaldársel 1 x Kaldárseli
Kaldársel II – fjárskjól 1 x Kaldárseli
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Hvammar
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Litla-Nýjab.hv.
Kárastaðasel 1 x Selgili
Keldnasel (Gufunessel fyrrum) 1 x Sólheimatjörn
Kirkjuvogssel 4 x Höfnum
Kjalarnessel (Nessel) 1 x Blikdal
Kleifarsel 1 x Nesi/Grafningi
Klængsel 1 x Nesi/Grafningi
Knarrarnessel 3 x Vatnslstr.
Kolasel 1 x Óttastaðlandi
Kolhólasel (Vatnsleysusel) 2 x Kálfatjarnarlandi
Korpúlfsstaðasel ? 1 x Stardal
Kópavogssel (Fífuhvammssel) 1 x Kópavogi
Krossel 1 x Hveragerði
Krókssel 1 x Súlufelli
Krýssel? 1 x Austurhlíð
Krýsuvíkursel I (Selöldusel) 1 x Selöldu
Krýsuvíkursel II (Sogasel) 1 x Sogagíg
Krýsuvíkursel III (Seltúnssel) 1 x Seltúni
Krýsuvíkursel IV 1 x Húshólma
Krýsuvíkursel V 1 x Vigdísarvellir
Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel) 1 x Litla-N.b.hvammi
Krýsuvíkursel VII (Kringlumýri/kúasel) 1 x Krýsuvík
Kvíguvogasel (fjós) 1 x Vogum
Lambastaðasel 1 x Selfjalli
Lambhagasel ? 1 x Stardal
Lambhagasel (Gjásel) 1 x Almenningum
Lágafellssel 1 x (Stardal) Fóelluv.
Litlalandssel – skúti 1 x Ölfusi
Litlasel (Fornasel – Landakot) 1 x Vatnslstr.
Litlasel # 1 x Selvatn
Litli-Botn 1 x Hvalfirði
Litli-Botn II 1 x Selá
Lónakotssel – Eyðikot – Kolbeinskot 3 x Vatnslstr.
Markúsarsel 1 x Leirtjörn
Meðalfellssel 1 x Meðalfelli
Melabergssel (a/Melab.vatn – heimas) 1 x Melaberg
Melasel (Melakotssel) 1 x Melaseljadal
Merkinessel – eldra (Miðsel) 1 x Höfnum
Merkinessel – yngra 1 x Höfnum
Miðdalssel I ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Miðdalssel II ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Minna-Mosfellssel 1 x Skeggjastaðir
Minna-Mosfellssel (heimasel í Kýrgili) 1 x Mosfellssveit
Miðsel (Merkinessel eldra) 1 x Höfnum
Mosfellssel I 1 x Illaklif
Mosfellssel II (Helgusel) 1 x Bringur
Mosfellssel III ((Minna)-Mosfell) 1 x na/Mosfells
Móasel (Esjubergssel) 1 x Þríhnúkum
Mógilsáarsel (nátthagi/gerði) 1 x Mógilsá
Mýrarholtssel 1 x Blikdal
Múlasel / Skorhagasel 1 x Brynjudal
Múlasel / Múla (Hafnhoolar) 1 x Stardal
Möðruvallasel I 1 x Trönudal
Möðruvallasel II 1 x Svínadal
Möngusel 1 x Höfnum
Naglastaðasel (Hvammssel) 1 x Hvammslandi
Narfakotssel 1 x Innri-Njarðvík
Neðra-Hálssel 1 x Kjós
Nessel /Snjóthússel) 1 x Selvogi
Nessel 1 x Seljadal
Njarðvíkursel I* 1 x Seltjörn
Njarðvíkursel II 1 x Selbrekkum
Norður-Reykjasel (Helgadalssel?) 1 x Innri-Skammadal
Núpasel (Saurbæjarsel) 1 x Urðarásatjörn
Núpasel 1 x Seldal
Nýjabæjarsel (Krýsuvík) 1 x Seljamýri
Nýjasel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Nýjasel 1 x Krókur/Grafn.
Nærsel (Seljadalssel I) 1 x Seljadal
Oddafellssel nyrðra – Minni-Vatnsl. 1 x Oddafelli
Oddafellssel syðra – Minni Vatnsl. 1 x Oddafelli
Ófriðarstaðarsel – (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Ólafarsel 1 x Strandarh.
Óttastaðasel 2 x Vatnslstr.
Rauðshellissel 1 x Helgadal
Rauðhólssel – Stóra-Vatnsleysa 1 x Rauðhól
Rauðhólasel (Elliðavatn) 1 x Rauðhólar
Reykjavíkursel #*21 1 x Rvík
(Reykja) Víkursel 1 x Selvatn
Reynivallasel 1 x Seljadal
Rósasel 1 x Keflavík
Sandhafnarsel (heimasel/stekkur) 1 x Sandh./Höfnum
Sandssel 2 x Eyjadal
Sauðafellssel (Hálsasel)? 1 x Sauðafelli
Sauðahúsasel 1 x Hækingslandi
Saurbæjarsel 1 x Blikdal
Saurbæjarsel (sjá Öxnalækjarsel) 1 x Seldal/Ölfusi
Sámsstaðir (sel?) 1 x Stardal
Sel í Búrfellsgjá – Garðasel 2 x Búrfellsgj.
Sel í Selgjá 11 x Selgjá
Sel v/Stampa – Kalmanstjarnarsel # 1 x Höfnum/horfið
Seljadalssel I (Nærsel) 1 x n/Seljadalsár
Seljadalssel II 1 x Seljadal
Seljadalssel III 1 x Seljadal
Seljadalssel IV 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel V 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel VI 1 x Seljadal vestan
Seljadalssel VII 1 x Seljadal
Selkot (sel frá Stíflisdal – kot) 1 x Þingvallasveit
Selsvallasel – austara – Staður 1 x Núpshl.
Selsvallasel – vestari – Húsatóttir 3 x Núpshl.
Selsvallasel v/Geitafells 1 x Réttargjá
Seltúnssel – (sjá Krýsuvíkursel III) 1 x Krýsuvík
Seltúnssel II 1 x Krýsuvík
Selöldusel – (sjá Krýsuvíkursel II) 1 x Selalda
Setbergssel 1 x Sléttuhl.
Setbergssel – eldra 1 x Urriðakoti
Skálabrekkusel 1 x Selgili
Skeggjastaðasel? 1 x Stardal
Skrauthólasel (Þerneyjarsel) 1 x Hrafnhólum
Smalasel 1 x Rosmhvalanesi
Snorrastaðasel 1 x Snorrast.tj.
Snjóthússel (Nessel) 1 x Selvogi
Sogasel – Kálfatjörn (Bakkasel) 3 x Trölladyngju
Sogasel ytra 1 x Trölladyngju
Sognasel 1 x Seldal / Ölfusi
Sognsel – Sogni í Kjós 1 x v/Fossá – Sandftjörn
Staðarsel 3 x Strandarh.
Staðarsel I 1 x Strandarh.
Staðarsel II 1 x Strandarh.
Staðarsel III (sunnar / fjárskjól) 1 x Strandarh.
Staðarsel IV (sunnar) 1 x Strandarh.
Staðarsel V (sunnar /hlaðinn gangur) 1 x Strandarh.
Stafnessel 1 x Ósum
Stafnessel II (hóll vestan gamla skjól.) 3 x Miðnesheiði
Stafnessel III (heimasel ofan Gálga) 1 x Miðnesheiði
Stafnessel IV (vestan í Djúpavogi) 1 x Djúpavogi
Stafnessel V (klettaborg á flugv.sv.) 1 x Miðnesheiði
Stakkavíkursel eldra 1 x Herdísarv.fjall
Stakkavíkursel yngra 1 x Herdísarv.fjall
Stórasel # 1 x Selvatn
Stóri-Botn 1 x Sellæk
Strandarsel 1 x Selvogsheiði
Straumssel 1 x Almenningum
Suður-Reykjasel 1 x Selbrekkum
Tindstaðasel 1 x Tindstaðir
Urriðakot (kúasel/skáli/fjós) Hofsst. 1 x Garðabær
Úlfarsársel (nátthagi/gerði) 1 x Úlfará – á mörk.
Úlfljótsvatnssel 1 x Selflötum/Grafn.
Valdastaðasel (Grímsts.) Bollastöðum 1 x Kjós
Vallasel 1 x Nesi /Grafningi
Vallasel I – Lækjum 1 x Hveragerði
Vallasel II 1 x Hveragerði
Varmársel 1 x Leirvogsá
Vatnsleysusel ? (Kolhólasel ?) 1 x Vatnslstr.
Viðeyjarsel – Örfirisey.sel (Bessast.sel) 1 x Selfjalli
Viðeyjarsel II – Fóelluvötnum 1 x SV/Lyklafells
Vigdísarvellir – Þórkötlustaðir 1 x Vigd.vellir
Villingavatnssel 1 x Seldal/Grafn.
Vindássel 1 x Strandarh.
Vindássel (Reynivallasel) 1 x Seljadal
Vindássel – Sandfellstjörn 1 x Sandfellstjörn
Vífilstaðasel 3 x Vífilst.hlíð
Víkursel? (Öskjuhlíð – neðra) 1 x Undirhlíðum
Víkursel 1 x Selvatn
Vogasel eldri – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Vogasel yngri – 3 tóttir – stekkur 3 x Vatnslstr.
Vogsósasel (Stekkurinn) 1 x a/við Hlíðarvatn
Vogsósasel 1 x Selvogsheiði
Vorsabæjarsel 1 x Hveragerði
Þerneyjarsel (Skrauthólasel) 1 x Leirvogsá
Þingvallasel (Sigurðarsel) 1 x Þingvallahrauni
Þingvallasel II (Hrauntún) 1 x Hrauntúni
Þingvallasel II (Selhólar) 1 x Selhólum
Þingvallasel III (Stekkjargjá) 1 x Þingvellir
Þingvallasel IV (Stekkjargjá-kolasel)? 1 x Þingvellir
Þorkelsgerðissel 2 x Selvogsheiði
Þorkötlustaðasel 1 x Vigdísarvellir
Þorlákshafnarsel – Hafnarsel 1 x Votaberg
Þóroddsstaðasel (heimasel) 1 x Þoroddsstaðir
Þórunnarsel (Ingunnarstaðasel) 1 x Brynjudal
Þórusel? 1 x Vatnslstr.
Þórustaðasel 1 x Vatnslstr.
Þrándarstaðasel 1 x Þrándarstöðum
Þurársel? 1 x Þurárhrauni v/Selás
Þurársel – heimasel 1 x Stekkurinn
Örfiriseyjarsel 1 x Lækjarbotnum
Öxnalækjarsel (sjá Saurbæjarsel) 1 x Kömbunum
# eyðilagt í seinni tíð eða horfið
0 norðan
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
9 norðan – efst
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Blikdalur 2012:
Saurbæjarsel 1 Saurbær
Fjós Saurbær
Saurbæjarsel 2 Hof (Hofselin fornu)
Saurbæjarsel 3 Nes
Brautarholtssel 1 Holusel
Brautarholtssel 2 Brautarh.ssel
Brautarholtssel 3 Hjarðarnes
Brautarholtssel 4 Mýrarholt (Mýrarhús)
Brautarholtssel 5 Ártún
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Skrauthólasel***
Esjubergssel**
Móasel**
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Reykjavíkursel #*21 Reykjavíkursel „Ánanaustum“ Nestjörn
Kaldársel

A.m.k. 142 fjárborgir eru þekktar á Reykjanesskaga; í fyrrum landnámi Ingólfs. Flestar eru borgirnar vel sýnilegar, en sumar þarf að gaumgæfa. Hinar fyrrnefndu rata jafnan inn í fornleifaskráningar, en hinar síðarnefndu ekki. Þannig er t.d. nokkurra fjárborga getið í fornleifaskráningu á Vatnsleysuströnd, en jafn margra er ógetið. Sama gildir um önnur svæði Skagans.

Birna Lárusdóttir skrifaði um „Fjárborgir“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 2010:

Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2010

Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2010.

„Þótt fjárborgir séu oft hringlaga er það ekki algilt og bæði fornleifaskráning og heimildakönnun sýna að fleiri gerðir mannvirkja hafa verið kallaðar fjárborgir. Yfirleitt er hugtakið „borg“ þó notað um borghlaðin mannvirki, þ.e. hlaðin þannig að hleðslan dregst smám saman að sér, mjókkar upp á við, jafnvel svo hátt að hleðslur mætist í toppinn. Þau þurfa ekki endilega að vera hringlaga í grunninn þótt það sé algengt. Í slík hús á ekki að þurfa neitt timburverk ef vel er að verki staðið. Þetta skýrir sennilega af hverju fjárborgir undir þaki, eins og t.d. í Húsagarði, eru oft litlar, enda er væntanlega erfiðara að ná grjótinu saman í toppinn eftir því sem mannvirkið er stærra að grunnfleti. Opin hringlaga fjárskýli eru líka kölluð borgir eða fjárbyrgi, jafnvel þótt hleðslan halli ekki inn á við. Hugtakið fjárbyrgi er reyndar notað frjálslega í heimildum, um allskonar skýli fyrir fé, bæði þau sem eru náttúruleg, eins og t.d. hella, smáskúta og líka mannvirki eins og beitarhús og jafnvel stekki. Heimildir geta um ýmiss konar mannvirki önnur en fjárskýli sem hafa verið borghlaðin. Þar má nefna hlöður, fjós og sæluhús, þeirra frægast er líklega Hellukofinn á Hellisheiði. Fiskbyrgi eru oft borghlaðin en þau eru yfirleitt lítil, sjaldan meira en 2-3 m í þvermál og stundum aflöng. Þá eru til dæmi um mannvirki sem eru kölluð Borgir og hafa sjálfsagt verið borghlaðin en gegndu annars konar hlutverki en að skýla fé, t.d. Borgir við Apavatn í Grímsnesi sem eru sagðar veiðihús Skálholtsbiskupa. Því er ekki sjálfgefið að hugtakið borg vísi á fjárborg og reyndar eru dæmi um að þau vísi ekki einu sinni á hringlaga mannvirki eða borghlaðin. Þannig er t.d. fjárborg í landi Reykjavíkur ferköntuð en ekki hringlaga og á Núpsstað er fjárborgsporöskjulaga aðhald, eiginlega rétt sem er hlaðin upp við Borgarklett.

Birna Lárusdóttir

Birna Lárusdóttir.

Þá eru fjárborgir á Melrakkasléttu og sennilega víðar á Norðausturlandi mjög mjó og aflöng hús eða skýli eins og síðar verður vikið að.
Fram að þessu hefur umfjöllun um fjárborgir hér á landi aðallega snúist um hvort þær gætu átt keltneskar rætur. Eru þær vangaveltur sprottnar af byggingarlaginu og því að dreifing þeirra virðist fylgja útbreiðslu örnefna sem hafa keltneskan uppruna. Þótt hugmyndirnar séu áhugaverðar út af fyrir sig má líka skoða fjárborgirnar út frá öðru sjónarhorni. Þær eru vitnisburður um ákveðinn þátt í sauðfjárrækt og mikilvægar sem hluti af þróunarsögu mannvirkja sem hafa verið notuð fyrir sauðfé. Sauðfjárrækt hefur alltaf skipað mikilvægan sess fyrir afkomu Íslendinga en á hinn bóginn er margt á huldu um þróun hennar og áherslur frá landnámi til nútíma þótt margt, bæði ritaðar heimildir og fornleifar, bendi til að sauðfé hafi verið tiltölulega fátt fyrst eftir landnám en fjölgað eftir því sem á leið.

Fjárborg

Fjárborg í Borgarholtsbrekkum í Reykjavík – ferköntuð.

Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að leggja grunn að sögu fjárborga. Þannig var hjáleigan Borg á Barkarstöðum í Fljótshlíð talin reist þar sem áður var brúkuð fjárborg. Borgarkot, sem var hjáleiga Miðdals í Mosfellssveit var sögð reist á fornu fjárborgarstæði og Másstaðabyrgi var heiti á gamalli fjárborg í landi Hofstaða í Miklaholtshreppi. Þetta gefur til kynna að fjárborgir hafi verið þekktar nokkru áður en þeir félagar gerðu víðreist, sennilega á 17. öld og er að auki vísbending þess að sumir bæir með orðliðinn borg í nafni sínu kunni að vera reistir á gömlum fjárborgarstæðum þótt ekki sé hægt að útiloka að um örnefnaskýringar sé að ræða.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg – topphlaðinn fjárborg í Ölfusi.

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson geta um fjárborgir í Skaftafellssýslum um miðbik 18. aldar og hæla þeim nokkuð: „Fjárborgir kallast strýtulaga skýli, hlaðin úr torfi og grjóti. Eru þau kringlótt að lögun og dyr á þeim niðri við jörðu, svo lágar, að maður getur aðeins skriðið inn um þær, en í toppi borgarinnar er gat eða ljóri. Á Síðunni og víðar láta menn fé liggja í borgum þessum í stað fjárhúsa, einkum útigangsfé, og þrífst það miklu betur með þeim hætti. Stærð borganna er mismunandi, en hæðin 4-6 álnir.

Viðeyjarborg

Viðeyjarborg ofan Skála.

Á Síðunni hefir jarðeldurinn sums staðar skapað lík skýli. Eru það holar hraunhvelfingar. Þegar þær eru notaðar fyrirfjárbyrgi, er brotið gat á hlið þeirra, og það er vafalaust, að menn hafa tekið sér þessar hraunhvelfingar til fyrirmyndar, er þeir tóku að gera fjárborgirnar.“ Í sömu heimild er minnst lauslega á að fé þrífist mjög vel í hellum og stórum fjárborgum á Rangárvöllum en ástandið í Árnes- og Rangárvallasýslum er þó almennt ekki beysið. Fé fellur þar oft hundruðum saman á vetrum, hirðingarlaust á útigangi.

Fjárborgir

Fjárborgir á Reykjanesskaga – 142 að tölu.

Ekki er einsdæmi að menn finni samsvörun milli eldvarpa og fjárborga eins og Eggert og Bjarni, því hið sama gerði Sveinn Pálsson í skýrslu um Mývatnselda nokkrum áratugum síðar. Hann lýsir atburðarásinni svo: „Á mörgum stöðum uppkomu nú smærri eldvörp eða borgir í hrauninu sjálfu, sem á eptir verða sem uppmjó, stærri og smærri fjárbyrgi, kringlótt í lögun, hol að innan og glasseruð með allra handa myndum og sléttu steingólfi að neðan og dyrum á sumum einhvers staðar út úr sjer.“
Í ferðabók sinni getur Sveinn auk þess um fjárborgir í Skaftafellssýslu og Landeyjum. Fjárborgir eru raunar eina húsaskjólið fyrir fé sem Sveinn minnist á og vekur það upp nokkrar spurningar, t.d. má velta fyrir sér hvort þær hafi verið nýjung í hans augum eða jafnvel hið gagnstæða, að þær hafi verið orðnar sjaldgæfar.
Á 18. öld var mikið talað fyrir umbótum í landbúnaði hér á landi. Útgáfa jókst mjög með tilkomu prentsmiðju í Hrappsey en fjöldi íslenskra rita var einnig prentaður í Kaupmannahöfn, m.a. mörg hagnýt uppfræðslurit. Búnaðarfræðsla var snar þáttur í þessum ritum, enda þótti mörgu ábótavant í íslenskum landbúnaði og ýmsir þeirrar skoðunar að það væri hægt að auka arðsemi sauðfjárræktar með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Með tilkomu Innréttinganna árið 1752 varð ullarframleiðsla mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Skúli Magnússon, fógeti, fékk sænskan mann, Hastfer nokkurn, til að reka sauðfjárbú á Elliðavatni. Þar áttu að fara fram skipulagðar kynbætur, einkum með tilliti til ullargæða. Hastfer gaf út leiðbeiningarrit um hirðingu sauðfjár þar sem hann gagnrýnir m.a. meðferð fjár á Suðurlandi. Hann minnist stuttlega á fjárborgir og telur þær ágætar til síns brúks. Því er ljóst að hann hefur séð þær eða heyrt af þeim í það minnsta. Helsti ókostur borganna þótti honum að þar var erfitt að fóðra fé vegna þess að moð vildi setjast í ullina og varð hún ekki hreinsuð nema með mestu erfiðismunum. Því mælir hann frekar með garðahúsum, eins og tíðkuðust norðanlands. Hafi menn gefið í borgum hefur heyið því ekki farið í þar til gerðar jötur eða garða og því viljað slæðast um gólfið.

Hlíðarborg

Hlíðarborg í Selvogi – síðar stekkur.

Magnús Ketilsson, sýslumaður í Dalasýslu og upplýsingarfrömuður, ritaði um flestar hliðar sauðfjárhirðingar næstur á eftir Hastfer í yfirgripsmiklu riti sem kom út árið 1778. Hann á varla til nógu mörg orð til að lýsa hrifningu sinni á fjárskýlum öðrum en húsum. Hann skilgreinir tvennskonar hringlaga skýli: fjárborgir og fjárbyrgi. Borgirnar eru skv. honum miklu sjaldgæfari og aðallega til á Austurlandi. Um þær segir hann að þær eigi að mjókka upp á við, það sé vandasamt að hlaða þær og aðeins á fárra manna færi.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg í Hraunum.

Fjárbyrgi, þ.e. opin hringlaga fjárskýli, staðhæfir hann hafi víða verið brúkuð til forna og sjáist ennþá rústir þeirra en þau séu nú víðast aflögð. „Þesse byrge brúkudu fornmenn til ad nýtaser þess betr vetrarbeitina, þvi vída er so landslage háttad, serdeiles á þeim jördum sem ega fialland, ad viss partr landsins verz lenge og slær þar úrþó annad af landinu legge under.“

Pétursborg

Pétursborg.

Skv. Magnúsi voru byrgin aðallega notuð framan af vetrinum og stundum fram yfir jól en þá var farið að gefa fénu. Magnús hvetur menn mjög til að hlaða slík byrgi, enda geti það allir og ekki þurfi viðarskortur að letja menn til verksins. Þetta eru því viðarlaus mannvirki. Þau hafi marga aðra kosti, t.d. lofti þar vel um féð. Leiðbeiningar um hleðslu byrgja fylgja með kaflanum og eiga að henta sauðsvörtum almúganum sem ekkert kann í reikningslist skv. Magnúsi. Aðferðin er sú að búa til ferkantað líkan með því að raða upp steinvölum eða fiskbeinum og láta hvert stykki tákna tvær álnir, sem var rýmið sem ætla átti hverjum sauð. Á sama hátt skyldi mæla fyrir mannvirkinu sem átti að byggja, stinga svo hæl í miðju svæðisins og hnýta um hann snæri sem næði út í hornið á ferhyrningnum. Þá var auðveldlega hægt að marka fyrir hring með því að ganga með snærið kringum hælinn.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnarstaðaborg í Hraunum.

Hér fylgir lýsing Magnúsar: „Af grióte skal byrged hlada ad innanverdu i midtlær, enn torf mábrúka ad utanverdu og er þó betra af grióte, því fe nýr sig opt vidþar sem þad finnur hentugleika þar til, og fer þá mold og sandr í ullina ef af torfe er hledslan utan. Þá hledslan er komen í midtlær ad utanverdu, er mer sagt ad á þeim gömlu Byrgium hafe vered ávalrbýngr, sem skagad hafe út allt í kríng, enn sídan hafe byrged vered uppdreged.

Borgarhólaborg

Borgarhólaborg.

Þessi býngr edr búnga á byrgiunum er ómissande, því þegar kafalded snakar í kríngum byrgid, þá hvirflar býngrinn því frá ser og slær því þá útfrá byrginu, so ei fýkr ofaní, og þó vilde eg hafa efst á byrginu kraga af hnaus, sem stæde allavega utaf, og ynne hann sama gagn og Býngrinn og munde alldrei inní slíkt byrge fenna. Byrgid skylde vera í þad minsta mannhæd og dyrnar í þá átt, semsíst stæde uppá. Dyrnar skyldu vera lágar med hurd fyrer. Þess vileg her um hurdina geta á öllum þvílíkum byrgium og hagahúsum og eins selhúsum, þá ei er í þeim vered, ad hún se fráteken, því eg hefe vitad skepnur svelta til dauds med því móte, ad þær hafainnfared af forvitne edr í óvedre og hurdin sidan aptrdotted, so eihafa útkomez. Þess háttar vott þikiast menn siá í þessum byrgium,sosem smalamadrinn hafe haft þar sitt adsetr og hægt er so um adbúa í byrginu ad hann hafe þar fullgott, enda má so opt ástanda adþetta se harla naudsynlegt, því opt kann þad til ad vilia ad hann ei heimkomez. Byrgid á ad vera flórad, so því verde hreinu halded, því under því er komed fiaarins haalfa líf ad þad verde ei óhreint.“

Hólmsborg

Hólmsborg.

Það er ekki ljóst hvort rit Magnúsar hafði mikil áhrif á bændur þótt landstjórnin hafi látið dreifa því ókeypis meðal alþýðu, hvort þeir kepptust nú við að hlaða borgir og byrgi. Þó má nefna að árið 1783, fimm árum eftir útkomu ritsins, voru fjárborgir enn taldar óvíða nema kannski helst á Austurlandi. Þó var vitað um þrjár slíkar heima við bæinn á Draghálsi í Svínadal: „Eru þær hladnar svo lángt upp og á sig, at seinastverdr eptir op-korn at eins í kolli þeirra; vandi er at hlada þær, og verdtat siá nettan ritlíng um þat,“ segir í ritgerð um hlöður eftir óþekktan höfund – og með ritlingnum er væntanlega átt við rit Magnúsar.

Garðahverfi

Fjárborg við Garðastekk.

Tíu árum eftir að þessi orð voru rituð lofar Sveinn Pálsson mjög dugnaðarbónda í Görðum á Álftanesi sem sumarið 1793 hafði nýlega látið gera nokkrar fjárborgir í grennd við bæ sinn. Fjárborgunum lýsir hann svo: „Þetta eru eins konar fjárhús, kringlótt og keilulaga og hlaðin þannig saman, að engin spýta er í þeim. Hver þeirra rúmar um 50 fjár.“ Virðist sem Sveinn sé hér að lýsa borgum sem hlaðnar voru alveg upp í topp.

Staðarborg

Staðarborg.

Árið 1837 sendi Hið íslenska bókmenntafélag út spurningalista til allra sóknarpresta á Íslandi til að fá upplýsingar um ýmislegt sem varðaði náttúrufar, örnefni og búskaparhætti. Ein spurninganna fjallaði um fjárborgir og beitarhús. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að fjárborgir voru í flestum sóknum í Skaftafells- og Rangárvallasýslu – þar af voru tvær nýhlaðnar í Efri-Holtaþingum. Í tveimur sóknum í Skaftafellssýslu, Bjarnarness- og Hoffellssókn, er notkun þeirra þó á undanhaldi, að því er virðist því garðahús voru tekin að skjóta upp kollinum. Í Árnessýslu þekkjast borgir í sex sóknum og virðast hafa verið aðalfjárskýlin í Selvogi, a.m.k. er þar bara getið um fjárhús á einum bæ; í Krýsuvík. Í Klausturhóla- og Búrfellssókn í Grímsnesi var fjárborg á einum ónafngreindum bæ.

Stóra-Krossskjól

Stóra-Krossskjól á Njarðvíkurheiði.

Hvergi er getið um fjárborgir í Gullbringusýslu og kemur kannski ekki á óvart, enda er íbúum þar oft úthúðað í heimildum fyrir slæma meðferð á sauðfé, sem reyndar var ekki mjög margt á þessu svæði. Í Snæfells- og Hnappadalssýslu þekktust hvergi fjárborgir nema í Helgafellseyjum og á Vestfjörðum er næstum hvergi minnst á fjárborgir nema í Holtssókn, enþar eru þær nefndar hlöð.

Gvendarborg

Gvendarborg á Vatnsleysuheiði.

Aðeins einn sóknarprestur annar á Vestfjörðumminnist á borgir eða hlöð, í Rafnseyrarkirkjusókn. Þá voru mannvirkin aflögð en ekki vitað hvers vegna. Hvergi er minnst á fjárborgir í Húnavatnssýslum en í Skagafirði segir sóknarpresturinn í Goðdala- og Ábæjarprestakalli að fjárborgir kallist fremur „við sjósíðuna“ og er þar væntanlega að skýra hvers vegna þær þekkist ekki í hans sókn. Eyfirðingar minnast ekki á eina einustu fjárborg. Þegar komið er austur í Múlasýslur kannast prestarnir í Skeggjastaða- og Desjarmýrarsókn við fjárborgir á sjávarbæjum. Í Hólmasókn er getið um borgir á fáeinum bæjum á útsveit, en þær voru aðeins notaðar fyrri part vetrar, meðan ekki var farið að gefa.

Árnaborg

Árnaborg ofan Garðs.

Hér er rétt að nefna að fjárborgir á Melrakkasléttu og sennilega víðar á Norðausturlandi hafa verið fjölbreytilegri mannvirki en annarsstaðar erlýst. Í Ferðabók Olaviusar er sagt frá fjárborgum sem voru einhverskonar hús, gerð úr ótilhöggnum rekaviðartrjám sem voru reist upp á endann, þakið lagt flatt yfir og þakið með torfi.
Ef til vill voru þau svipuð og svonefndar sandborgir sem Guðmundur Þorsteinsson lýsti síðar á sama svæði, langar tóftir og afar mjóar, garðalausar. Mokað var út úr þeim jafnóðum og söfnuðust oft upp miklir sand- og taðhaugar á skömmum tíma. Þá mun hafa verið venja að taka niður þakið, gera nýja tóft til hliðar við þá gömlu og þekja hana. Heimildarmaður Guðmundar hefur bent honum á að raðir af slíkum tóftum séu víða hlið við hlið á Melrakkasléttu.

Stakkavíkurborg

Stakkavíkurborg.

Í lok 19. aldar ferðaðist Daniel Bruun víða um Ísland og kynnti sér fornar byggingarhefðir. Í umfjöllun um þaklaus hús minnist hann á tvær gerðir fjárborga: „Hér er átt við hinar kringlóttu fjárborgir, sem mest er af á Suðvesturlandi, en þar gekk féð fyrrum úti allt árið en leitaði skjóls í fjárborgunum í illviðrum. Einfaldastar eru skjólborgirnar, sem opnar eru að ofan, en hinar fullkomnari eru hlaðnar saman í eins konar hvelfingu, með loftgat á toppnum, sem hægt var að loka. Borgirnar eru hlaðnar úr torfi eða grjóti, en hvort sem er, gengur efra lag alltaf ögn lengra inn í borgina en hið neðra, þar til allt nær saman og lokast í toppnum.“
Þá segir Bruun frá kringlóttum fjárborgum á Reykjanesskaga sem voru ýmist opnar eða hlaðnar saman í toppinn. Uppruna byggingarstílsins telur hann mega rekja til Hjaltlands og Írlands.

Vogsósaborgir

Vogsósaborgir – „Borgirnar þrjár“.

Með tilkomu búnaðarrita á síðari hluta 19. aldar fæst nokkuð nýtt sjónarhorn á meðferð og aðbúnað fjár, en þar var yfirleitt lögð áhersla á að fóður væri til handa öllum búfénaði og ekki treyst á útigang einan og sér. Dýraverndarsjónarmið voru komin til sögunnar og ekki lengur talið eðlilegt að afföll yrðu af fé, jafnvel í slæmu árferði. „Að gefa á gadd“ þótti ekki viðunandi. Urðu þá fjárborgir hjá sumum tákn um fremur illa meðferð á fénaði, enda virðist hafa verið algengt að því fé sem haft var á borgunum hafi ekki verið ætlað fóður nema að takmörkuðu leyti enda óhentugt að gefa í þeim ef marka má orð Hastfers um 100 árum fyrr.

Borgarskörð

Fjárborg undir Borgarskörðum.

Í Búnaðarriti 1893 segir Sæmundur Eyúlfsson: „Það er margt, sem bendir til þess, að meðferð á kvikfje hafi aldrei verið svo ill sem hún var orðin á síðara hluta 18. aldar og fyrra hluta þessarar aldar. Þá var það mjög títt á suðurlandi, að engin hús voru til fyrir fullorðið fje nema fjárborgir; þar var fjenu hleypt inn í stórhríðum. Þá er langvinnar hagleysur gengu, og bersýnilegt var,að fjeð mundi deyja úr hungri, væri því engin björg veitt, var því gefið hey einhvers staðar úti á klakanum. – Því var „gefið á gadd“.“

Hringurinn

Fjárborgin Hringurinn á Vatnsleysuströnd.

Mönnum eins og Sæmundi, sem lýsa ófremdarástandi í landbúnaði á 19. öld er nokkuð tamt að líta á það sem afleiðingu hnignunar. Á söguöldinni hafi allir haft hey og hús, meira að segja fyrir sauði, en þeir voru annars í seinni tíð oftast hafðir á útigangi yfir veturinn meðan ær og lömb áttu víðast hvar von á húsaskjóli og einhverri gjöf. Sauðir voru harðgerðari en ær og lömb og líklegri til að lifa af veturinn. Af heimildum að dæma virðist langalgengast að borgirnar hafi verið notaðar fyrir þá þótt það sé auðvitað ekki alltaf tekið fram.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2010, Fjárborgir – Birna Lárusdóttir, bls. 57-65.

Óbrennishólmi

Fjárborg eða virki í Óbrennishólma.

Jónsmessa

Jónsmessan er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara enda eru Jón og Jóhannes tvö afbrigði sama nafns í íslensku. Í gömlum ritum er Jóhannes skírari oft nefndur Jón eða Jóan skírari eða baptisti. Dagsetningu Jónsmessu má rekja til ákvörðunar Rómarkirkjunnar að haldið skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á fornum sólstöðuhátíðum, á stysta og lengsta degi ársins á norðurhveli jarðar. Samkvæmt Nýja testamentinu fæddist Jóhannes um það bil sex mánuðum á undan Jesú. Jónsmessuhátíðir voru bæði að sumri og að vetri.

Dögg

Dögg.

Að Jesús sé fæddur í svartasta skammdeginu þegar sólarganginn tekur að lengja, er auðvitað þrungið merkingu og táknar þá von sem Jesús færir mannkyninu samkvæmt kristinni guðfræði. Því passaði það fullkomlega að fæðing Jóhannesar skyldi tímasett þegar sólargangur væri sem lengstur.
Þegar júlíanska tímatalinu var komið á í Rómaveldi á 1. öld f. Kr., héldu Rómverjar upp á 24. júní sem lengsta dag ársins; Jónsmessu að sumri. Það tímatal lá til grundvallar ákvörðun Rómarkirkjunnar nokkrum öldum síðar að messudag Jóhannesar skírara bæri upp á þann dag. Menn gerðu sér þá ekki grein fyrir því að sumarsólhvörf höfðu færst fram um þrjá daga miðað við stjarnfræðilegar sólstöður. Jónsmessu ber því ekki upp á lengsta dag ársins fremur en jólin á stysta dag ársins.

Óskasteinn

Óskasteinn úr Esjunni.

Ýmis þjóðtrú tengist Jónsmessu. Alþekkt er trúin á að döggin sem fellur á Jónsmessunótt ætti að vera svo heilnæm að menn læknuðust af kláða og átján öðrum óhreinindum í holdi við aðvelta sér allsberir upp úr dögginni. Á Jónsmessunótt átti einna helst að vera unnt að finna svokallaða náttúrusteina, t.d. óskasteina, lífsteina og hulinhjálmsstein.
Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sér skrif Árna en hér verður stiklað á stóru í umfjöllun hans.

Sólstafir

Sólin hækkar á lofti.

„Jónsmessan er 24. júní. Hún leysti af hólmi forna sólhvarfahátíð í Róm, og virðist einnig á Norðurlöndum hafa komið í stað slíkrar veislu. Suður í Evrópu var Jónsmessan talin miðsumarsnótt og var mikil alþýðuhátíð með brennum, dansi og svokölluðum nornamessum. Hérlendis var hátíðahald mun minna en í grannlöndunum.
Kann að hafa ráðið nokkru að á þjóðveldisöld lenti dagurinn á miðjum alþingistímanum. Á fyrra hluta 20. aldar byrjuðu nokkur félög að halda útihátíð á Jónsmessu en nánd við þjóðhátíðardaginn 17. júní hefur dregið úr slíku tilstandi eftir 1944. Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júní, er þó ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins, og fylgir ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Þessa nótt á einnig að vera gott að leita töfragrasa og náttúrusteina, og Jónsmessudöggin þykir heilnæm til lækninga ef menn velta sér í henni allsberir. Jónsmessa var ekki numin úr tölu helgidaga fyrr en 1770.

Hestar

Hestar á Jónsmessu.

Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú sem taldar eru hvað magnaðastar og þá geta alls kyns dularfullir hlutir gerst. Hinar næturnar eru allar í skammdeginu: Jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp ýmiss konar náttúrusteinar sem geta komið að góðu gagni. Þá má einnig finna ýmis nýtileg grös.
Samkvæmt íslenskri þjóðtrú er heilsusamlegt að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt.
Það er algengur hugsunarháttur í þjóðtrú að sé farið út fyrir það sem myndar einhverja heild skapist hættuástand; alls kyns öfl, bæði góð og ill, leysist úr læðingi eða hlutir öðlist sérstaka eiginleika. Þetta á til dæmis við þegar einu ferli lýkur og annað tekur við. Þegar einum degi lýkur og annar hefst, klukkan tólf á miðnætti, fara hin myrku öfl á stjá; hið sama gerist þegar árinu lýkur, á nýársnótt og þegar sólin nær hápunkti á hringferli sínum á Jónsmessunni.

Jónsmessa

Á Jónsmessu.

Eitt af því sem magnast upp og öðlast sérstakan lækningamátt á Jónsmessunóttinni er döggin. Þess vegna er það gömul trú að mjög heilnæmt sé að velta sér nakinn upp úr dögginni þessa nótt. Geri menn það batna þeim allir sjúkdómar og þeim verður ekki misdægurt næsta árið á eftir.
Jónsmessa hefur alla tíð haft á sér aðra mynd á Íslandi en sunnar í Evrópu. Í Evrópu er hún miðsumarshátíð, samanber leikrit Shakespeares, A Midsummer Night’s Dream sem á íslensku nefnist Draumur á Jónsmessunótt. Þar tíðkuðust svallveislur miklar, brennur og dansleikir sem gjarnan tengdust ýmsum yfirnáttúrlegum verum, nornum og djöflum.

Sólstafir

Myrkrið að víkja fyrir dagsbirtunni.

Skiljanlega leist mörgum kirkjumanninum illa á slíka hegðun á helgum degi. Marteinn Lúter sveiflaðist til dæmis milli þeirrar skoðunar að gleði alþýðunnar ætti rétt á sér og að hegðun hennar líktist mest hjáguðadýrkun. Þrátt fyrir viðleitni kirkjunnar manna er enn haldið upp á Jónsmessu með brennum, dansi og drykkju, en hátíðarhaldið hefur vissulega orðið hóflegra í löndum Evrópu eftir því sem aldirnar liðu.
Náttúrufar, atvinnuhættir og samfélagsforsendur hafa komið í veg fyrir að Jónsmessuhátíðin skipaði sama sess á Íslandi og annars staðar. Jónsmessan er ekki um miðsumar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu, sumarið er ekki hálfnað fyrr en um miðjan júlí. Á þjóðveldisöld hófst Alþingi dagana kringum 24. júní og því ekki tími fyrir almenn hátíðahöld kringum landið. Síðar seinkaði setningu Alþingis, líklega vegna kólnandi veðurfars sem tafði fyrir öllum vorverkum og kom enn frekar í veg fyrir að menn gætu gert sér glaðan dag á Jónsmessu.

Jónsmessa

Jónsmessubrenna – fagnað hækkandi sól og lengingu dagsins.

Strjálbýli landsins gerði samkomur allar erfiðar og vegna skógleysis voru litlar forsendur fyrir því að halda miklar brennur á þessum tíma með tilheyrandi söng og dansi.
Bjartar nætur hafa líka átt sinn þátt í því að máttur góðra sem illra vætta hefur þótt í lágmarki kringum Jónsmessu og því lítil ástæða til að þóknast þeim með dýrkun hverskonar sem einkenndist af svalli í Evrópu. Jónsmessunótt þykir þó enn með mögnuðustu nóttum ársins en þá yfirleitt tengd náttúrutrú ýmiss konar. Jónsmessunæturdöggin á að vera heilnæm, hvort sem fólk veltir sér upp úr henni nakið eða lætur sér nægja að ganga í henni berfætt. Jónsmessunótt er einnig góður tími til að finna steina með ýmsar heilsusamlegar náttúrur og til að tína grös til lækninga – sú venja gæti átt sér vísindalega stoð því efnasamsetning jurta er auðvitað breytileg eftir árstíma.

Jónsmessa

Hækkandi sól.

Nú á dögum ættu aðstæður að vera hátíðahöldum á Jónsmessu meira í vil en fyrr á tímum. Hlýrra veðurfar gerir það að verkum að vorverkum bænda er gjarnan lokið fyrir Jónsmessu og heyskapartíð ekki enn hafin. Það sem helst hefur staðið gleðskap á Jónsmessu fyrir þrifum er hve nálæg hún er þjóðhátíðardeginum 17. júní. En á móti kemur að sífellt fleiri kynnast Jónsmessuhátíðum erlendis, og betri efnahagur og styttri vinnutími eykur eftirspurn eftir skemmtunum þannig að krafan um gleðskap á Jónsmessu kann að styrkjast á næstu árum og áratugum.“

Jónsmessa

Jónsmessuhátíð á Þorbirni.

Ein af þeim vinsælu Jónsmessugöngum, sem fest hafa sig í sessi undanfarin ár, er för upp á Þorbjarnarfell ofan við Grindavík. Þátttataka hefur jafnan verið mjög góð.
Tilkoma nafnsins Þorbjörn hefur jafnan verið á reiki. Ein tilgátan er sú að fellið hafi fyrrum heitið Forn-Björn eftir Hafur-Birni þeim er þjóðsagan lýsir og skjaldarmerki Grindvíkinga síðar byggist á. Önnur er sú að þegar komið var til Grindavíkur fyrrum um Skipsstíg mátti sjá höfuð (sést reyndar enn í dag) halla sér utan á norðvestanvert fellið. Höfuðið tilheyrði nefndum Þorbirni, eða Hafur-Birni.

Heimildir:
-Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5382.

Selur

Selur.