Garðastekkur

Gengið var að Garðastekk eða Garðarétt undir vesturjaðri Garðahrauns. Hún er eitt elsta mannvirkið á Álftanesi. Þegar gengið var upp á hraunkantinn ofan við réttina kom nokkuð merkilegt í ljós – fjárborg, sú 90. sem FERLIR hafði til þessa skoðað á Reykjanesi. Hún er greinilega mjög gömul. Erfitt er að koma auga á hana, en í birtunni að þessu sinni þar sem sólin skein lágt úr suðri, sást hún mjög vel. Borgarinnar er ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Garðastekkur er í raun gróinn tóft vestan við Garðaréttina. Örnefnið hefur síðan færst yfir á réttina eftir að hún var hlaðin í hraunkantinum.

Garðahraun

Fjárborg í Garðahrauni.

Gengið var norður með vesturjarði hraunsins og inn á svonefndan Sakamannastíg (Gálgastíg) í Gálgahrauni. Skammt austar, norðan stígsins má sjá nokkrar mjög gamlar hleðslur. Ein þeirra er herðslugarður og sést móta fyrir húsi á einum stað. Stígnum var fylgt að Gálgaklettum. Klettarnir, sem eru þrír; Vesturgálgi, Miðgálgi og Austurgálgi, standa reisulegir rétta ofan við sjóinn. Sígurinn liggur beint að þeim. Utan í vestanverðum Gálgaklettum er skeifulaga garður, sennilega Gálgaflöt. Í henni voru sakamenn dysjaðir. Þar sem klettarnir klofna á móti norðri hafa þeir að öllum líkindum verið hengdir. Ef grannt er skoðað má sjá grópir efst í klettunum beggja vegna klofsins. Í heim hefur gálginn sennilega hvílt er sakammaninum var ýtt fram af á milli klettanna.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Haldið var suður í hraunið og var þá komið að Álftanesgötu, öðru nafni Fógetastíg. Gatan lá til Bessastaða. Skammt ofan við Garðastekk eru gatnamót og heitir tröðin að stekknum Álftanesstígur en frá hraunbrúninni að Görðum lá Garðstígur, sem enn mótar fyrir.

Garðastekkur

Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Grindavíkurkirkja

Gamla Grindavíkurkirkja, við Kirkjustíg, varð aldargömul þann 26. september [2009].
Þennan dag árið 1909 var kirkjan vígð í Járngerðarstaðahverfi. Hönnuðurinn var Rögnvaldur Ólafsson. Hún þjónaði söfnuðinum allt þar til núverandi kirkja Grindavíkurkirkja um 1923tók við hlutverki hennar 26. september 1982. Áður hafði kirkjustaðurinn verið á Stað í Staðarhverfi. Elstu skráðar heimildir um kirkju þar eru frá 1640.

Í tilefni af afmæli gömlu Grindavíkurkirkju var gengin kirkjugatan frá Stað að gömlu kirkjunni í Járngerðarstaðahverfi. Álitlegt söguskilti, hannað af FERLIR og Martak, var sett upp við kirkjuna á þessum tímamótum að frumkvæði Grindavíkurbæjar og myndir af gömlum kirkjugripum var komið fyrir í kirkjunni. Auk þess var heitt á könnunni fyrir aðkomandi gesti í gömlu kirkjunni.

GunnlaugurÁ safnaðarfundi í júni 1888 var rætt um, hvernig stuðla mætti að betri kirkjusókn. Töldu menn þá nauðsynlegt, að kirkjan yrði flutt í miðja sveit. Á almennum safnarfundi þremur árum síðar að samþykkt var með öllum atkvæðum að fá kirkjuna flutta sem allra fyrst. Það var þó ekki fyrr en í formlegri atkvæðagreiðslu safnaðarins 23. nóvember árið 1906 að samþykktur var flutningur Staðarkirkju í Járngerðarstaðahverfi.
Í júní 1909 samþykkti sóknarnefndin að láta rífa gömlu kirkjuna á Stað þá um haustið og selja timbrið úr henni. Árið áður hafði verið ákveðið að ný kirkja yrði reist á flötunni fyrir norðan barnaskólann (Templarann). Lagt var til að vegur yrði gerður frá sjónum að skólahúsinu til að hægara yrði að flyta efniðvið að kirkjustæðinu. Grafreitur Grindvíkinga er ennþá í Staðarhverfi.

Grindavíkurkirkja

Tryggvi Árnason, trésmiður úr Reykjavík, bauðst til að reisa kirkjuna ásamt grindvískum smiðum, s.s. Guðjóni í Hliði og Engilbert á Hrauni, og útvega allt efni til hennar að frádregnum ofni, málningu og málverki. Kostnaðurinn átti að verða 44.475 krónur. Verkið hófst vorið 1909 og um haustið var kirkjuhúsið við Kirkjustíg tilbúið. Heildarkostnaður varð um 50.000 krónur. Var kirkjan vígð af þáverandi biskupi, Þórhalli Bjarnasyni, þann 26. september 1909. Sonur hans, Tryggvi Þórhallsson, lék á orgel og stjórnaði kirkjusöng, og mun það eitt með öðru hafa sett eftirminnilegan svip á kirkjuvígsluna. Fyrsta embættisverkið í kirkjunni var þegar Fanney Guðjónsdóttir frá Hliði (f: 13. júní 1909 d.1988) var skírð, við vígsluathöfnina. Guðjón Einarsson frá Hliði, faðir Fanneyjar, smiður og útgerðarmaður, tók m.a. þátt í byggingu kirkjunnar.
GrindavíkurkirkjaKirkjan þótti „einkar snotur“ og bæði rismikil og björt. Var hún byggð úr timbri og klædd að utan með járni. Altaristafla úr Staðarkirkju, sem áætlað hafði verið að setja í nýju kirkjuna, var hins vegar flutt á „fornminjasafnið“. Á því, nú Þjóðminjasafni Íslands, eru nú 16 gripir úr Staðarkirkju, s.s. textílar (höklar, altarisklæði og patínudúkur), altaristafla, predikunarstóll, ljóshjálmur, stjakar, söngtafla og skarbakki.

Orgelið

Einar Jónsson í Garðhúsum gaf t.a.m. 200 krónur til kaupa á nýrri altaristöflu. Fyrir valinu varð málverk eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Krist stilla vind og sjó. Hún var sett upp í kirkjunni árið 1910. Einar  G. Einarsson, kaupmaður í Garðshúsum, hét því og að gefa kirkjunni orgel. Hann stóð við orð sín og eignaðist hún orgelið, M. Hörügel, árið 1912. Það var síðan flutt upp í skóla og notað þar uns Ólafur Rúnar Þorvarðarson, kennari, kom því í geymslu um 1980 er til stóð að henda því, en því var bjargað af bílpallinum á síðustu stundu. Orgelið er nú á geymsulofti á bæjarskrifstofunum.
Dagbjartur Einarsson, bóndi á Velli, gaf kirkjunni rikkilín og hökkul og nokkrar konur í hreppnum tóku sig saman og gáfu kirkjunni altarisklæði. Tveir ljóshjálmar og sex vegglampar voru keypt fyrir samskot. Með tímanum var kirkjunni færðar fleiri veglegar gjafir, s.s. minningarspjald um Gísla Jónsson frá Vík, sem ekkja hans, Kristólína Jónsdóttir, gaf. Ramminn var gerður af Ríkharði Jónssyni. Um 19050 eignaðist kirkjan skírnarfont úr grárri marmarasteypu, gerðan af Ásmundi Sveinssyni, til minningar um hjónin Eyjólf Björnsson og Vilborgu Þorsteinsdóttur frá Krosshúsum. Nokkru síðar eignaðist kirkjan fagurlega útskorinn stól eftir Ríkharð Jónsson. Orgelin voru þrjú frá upphafi. Annað orgelið, rafmagnsorgel, var keypt nýtt árið 1951. Mun það „tvímálalaust verið eitthvert hið frábærasta hljóðfæri, sem til [væri] í kirkju hér á landi“. Árið 1968 eignaðist kirkjan svo vandað ellefu radda pípuorgel frá Þýskalandi. Flestir gripanna prýða nú hina nýrri kirkju Grindvíkinga.

Altaristaflan

Á safnaðarfundi árið 1933 lagði Sigvaldi Kaldalóns, læknir, til að kirkjan yrði máluð að innan, mislitar rúður settar í gluggana og blómum plantað í kringum hana.
Þann 17. júlí 1910 urðu prófastur, prestur og sóknarnefnd ásátt um, að hin nýja kirkja sóknarinnar skuli heita Grindavíkurkirkja og sóknin þá Grindavíkursókn. Um tíma var kirkjan kynnt með kolaofni og síðar olíuofni. Bar hún þess merki, skorstein ofan við gráturnar.
Þegar Grindavíkurkirkja var vísteruð af prófasti vorið 1950, höfðu miklar viðgerðir farið fram á húsinu, og þótti prófasti kirkjan „í alla staði hið fegursta og vandaðsta guðshús vel hirt og vel um gengið“. Á næstu tveimur árum var lóð kirkjunnar sléttuð og lögð grasþökum. Umhverfis var steypt vönduð girðing um 1956 og lögð breið gangstétt frá hliði að Kirkjutröppum. Seinna var sett blómabeð meðfram kirkjunni og þremur bekkjum komið fyrir á kirkjulóðinni. Um 1960 var skipt um járnklæðningu á kirkjunni og hún máluð að utan og innan, settir í hana nýir gluggar og máttarviðir endurnýjaðir.

En kirkjan var þá þegar orðin of lítil fyrir söfnuðinn. Íbúafjöldinn nálgaðist þúsund, og var nú svo komið, að við guðsþjónustur á stórhátíðum og ýmsar aðrar athafnir varð fólk að standa úti undir vegg og hlusta á það, sem fór fram inni, úr hátalara, sem komið var fyrir úti.
Hinn fyrsta nóvember Stóll1972 tók þáverandi sóknarnefndarformaður, Einar Kr. Einarsson, fyrstu skófustunguna að nýrri kirkju og um um haustið 1982 var byggingunni lokið. Sunnudaginn 12. september fór síðasta guðsþjónustan fram í gömlu kirkjunni, sem þá var formlega lögð niður sem sóknarkirkja, 73 þremur árum eftir að hún var fullbyggð.
Tíðarhlið var á kirkjugötunni frá Stað, skammt suðvestan Járngerðarstaða. Þar skiptu kirkjugestir m.a. um skó og geymdu aðra í litlum skúta.

Kirkjan var fastheldin á þjóna sína, þá séra Brynjólfur Gunnarsson (1909-1910), Brynjólfur Magnússon (1910-1947) og séra Jón Árni Sigurðsson (1947-1982). Sr. Örn Bárður Jónsson þjónaði nýju kirkjunni til 1990, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, síðar bæjarstjóri, þjónaði frá 1990 til haustins 2007 er sr. Elínborg Gísladóttir var skipuð sóknarprestur. Séra Jónas Gíslason, leysti Jón Árna af í veikindum á áttunda áratugnum (Jónas fermdi t.d. í gömlu kirkjunni börn fædd 1960, vorið 1974).

Kirkjan var afhelguð við messu í henni 12. september 1982.

Einkarekið dagmæðraheimili, Kirkjukot, var í húsinu á árunum frá byrjun árs 1989 til febrúar 2001 þegar leikskólinn Krókur opnaði við Stamphólsveg.
Álfhildur H. Jónsdóttir var síðasti Grindavíkurkirkjaforstöðumaðurinn þegar dagmæðraheimili var starfrækt í gömlu kirkjunni. Hún færði Grindavíkurbæ nýlega gestabók úr Kirkjukoti frá 1993 þar sem stendur: ,,Í tilefni af miklum ferðamannastraum útlendinga sl. sumar sem koma að skoða Kirkjukot, þá var ákveðið að fá gestabók fyrir kotið. Við fáum líka Íslendinga hingað til okkar og allir eru mjög hrifnir af barnaheimili í kirkju.“
Álfhildur minnist þess að allt að 30 börn hafi verið samtímis í Kirkjukoti, allt frá því að þau byrjuðu að ganga til 6 ára aldurs. Tíminn með börnunum í kirkjunni var mjög ánægjulegur í alla staði.
AA-samtökin hafa haft athvart í kirkjunni með fundi sína sem og önnur félagsstarfsemi í bænum.
Karitas Una og Bjarný hafa unnið muna- og myndaskrá um munina, sem voru í Grindavíkurkirkjunni gömlu og hafa verið varðveittir í nýju kirkjunni. Hún er til sýnis í gömlu kirkjunni.
Gangan tók u.þ.b. klukkustund. Spáð hafði verið leiðindarveðri á göngutímanum, en Guð sá um sína. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór – Saga Grindavíkur.
-Staðhverfingabók.
-Ólafur Rúnar Þorvarðarson.
-Jóna Kristin Þorvaldsdóttir .

Upplýsingaskilti

Lækjarbotnar

Í Gömlubotnum (Lækjarbotna) er m. a. að finna tóftir bæjar Hallberu Jónsdóttur, en hún bjó skv. heimildum í Lækjarbotnum um 1870, auk Hallberuhellis. Þá er þar ekki síst að finna leifar tveggja selja; Örfiriseyjarsels og Viðeyjarsels (Bessastaðasels). Þess síðarnefnda er þó hvergi getið í fornleifaskráningum þrátt fyrir merkilegheitin – ekki einu sinni í skýrslu um „Rannsóknir á seljum í Reykjavík“ (bls. 25). – http://borgarsogusafn.is/sites/borgarsogusafn.is/files/atoms/files/skyrsla_159.pdf

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel.

Árið 1868 var Þorsteini Þorsteinssyni gefið út nýbýlaleyfi fyrir landinu Lækjarbotnum undir Selfjalli. Fjallið dregur nafn sitt af seli jarðarinnar Örfiriseyjar á Seltjarnarnesi. Um 1870 eftirlét hann Hallberu Jónsdóttur helming jarðarinnar. Hún lenti síðan í dómsmálum við Benedikt Sveinsson á Elliðahvammi, föður Einars Bendiktssonar, eftir að Þorsteinn hafði selt honum Gömlubotna. Hallbera neitaði að greiða Benedikt leigu af jörðinni, en í undirrétti var honum dæmd jörðin öll. Yfirréttur sneri dómnum við og taldi sannað að Hallbera ætti helminginn. Eftir sem áður þurfti hún að greiða bóndanum á Elliðahvammi leigu af hálfri jörðinni – þeim helmingi er var í hans eigu.
Örfirisey átti selstöðu þar og hafði í seli og hefur svo verið vegna landleysis jarðarinnar. Selið var líklega aflagt árið 1799, þegar byggð í Örfirisey fór í eyði eftir Básendaflóðið. Lækjarbotnar var efsta byggða ból vestan Hellisheiðar og í þjóðbraut, því þarna inn við Selfjallið lá gamla leiðin um Lækjarbotna. Þetta nýbýli var því vinsæll áningarstaður bænda úr austursveitum á kaupstaðarferð til Reykjavíkur og ekki síður á austurleið. Guðmundur H. Sigurðsson bóndi í Lækjarbotnum (1876-1957) flutti húsið á árunum 1904-1910 að þjóðveginum sem lá um Fossvallaklif og rak þar greiðasölu. Í manntalinu 1910 er býlið nefnt Lögberg Lækjarbotnar og er líklegt að þá hafi verið farið að nefna eldra bæjarstæðið Gömlubotna. Guðmundur gaf Skátasambandi Reykjavíkur land í Gömlubotnum og reistu þeir þar árið 1929 fyrsta útivistarskálann á Íslandi. Hann var nefndur Væringjaskálinn og var fluttur á Árbæjarsafn árið 1962 og endurbyggður þar. Fimm fornminjar eru skráðar í Gömlubotnum: Fjárhús, rétt, sel, fjárból og rúst.

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel (Bessastaðasel) – uppdráttur ÓSÁ.

Á Lögbergi hafði Guðmundur greiðasölu og gistingu ásamt bústýru sinni, Guðfinnu Karlsdóttur, og nefndi býlið Lögberg. Húsið var rifið þegar Suðurlandsvegurinn var lagður á sjöunda áratug 20. aldar. Á ás sunnan vegarins er gamla túnið á Lögbergi, Túnhóllinn. Þar eru bæjarstæði og fleiri rústir ásamt grafreit, en þar hvílir Guðmundur bóndi og veitingamaður, Svavar Guðmundsson. Norðan við grafreitin má sjá leifar útihúss með hlöðu í suðurenda.

Viðeyjarsel

Viðeyjar (Bessastaðasel).

Tilgangur einnar FERLIRsferðarinnar af u.þ.b. 1000 talsins var ekki síst sá að athuga hvort hægt væri að koma auga á leifar tveggja selja, sem áttu að hafa verið á þessu svæði, þ.e. auk Örfiriseyjarsels undir Selfjalli. Bæði Viðey og Lambastaðir munu hafa haft selstöður þarna efra þótt staðsetning þeirra hafi ekki legið ljós fyrir. Jafnan hefur verið gengið út frá því sem vísu að öll selin væru í Örfiriseyjarselsstað.
Í Jarðabókinni 1703 segir að Erfersey hafi haft selstöðu undir Selfjalli þar sem heitir Erferseyjarsel. Tóftir við skátaskálann sem þar er syðst í Botnunum munu að öllum líkindum vera leifar þess, sem og seinni tíma bæjarstæði, auk búskapar (beitarhús) frá Lögbergi.
Í örnefnaskrá fyrir Lækjarbotna eftir Guðlaugur R. Guðmundsson kemur m.a. fram að „býlið [Lækjarbotnar] stóð á hólnum, Bæjarhólnum, sem er til hægri, þegar þjóðvegurinn er ekinn þá í austurátt. Hóllinn reyndist það hár, þegar bílöld gekk í garð, að erfiðleikum var háð fyrir bóndann að aka upp á hólinn og leggja veg að bænum. Þar af leiðandi færði bóndinn býlið, 1907, yfir hinum megin, þar sem land var lægra, og reisti þar nýjan bæ. Hann nefndi húsið Lögberg. Þar bjó Guðmundur til dauðadags 1957.
Bóndinn treysti því og, að vatnsból gott væri rétt hjá Lögbergi, en vatnsmagn er þar mjög breytilegt í Fossvallaá og Fossvallaklifið oft þurrt. Karl segir, að aðeins árin 1921 og 1976 hafi runnið allt sumarið í ánni.
Undir Selfjalli eru Selhólar. Þar fyrir framan er Gráhóll og Pálspyttur við hann, þar sem Páll hefur líklegast farið undir ís.
Viðeyjarsel / Bessastaðasel / Örfiriseyjarsel / GömlubotnarSel frá Viðey var inn með Gömlubotnum.“ Í athugasemdir og viðbætur við Lækjarbotnaörnefnalýsinguna skráði Sigríður Jóhannsdóttir eftir Jóni I. Bjarnasyni að „Fossvallaklifið [hafi] oftast [verið] þurrt; þar rennur aldrei vatn; klifið er, þar sem gamli vegurinn var, og hraðbrautin liggur núna um klifið upp á Fossvogsvellina. Þar hefur aldrei runnið nein á. Lækurinn og pytturinn nú orðnir þurrir, síðan nýi vegurinn var lagður.
Jörðin Örfirisey var landlítil; átti selstöðu undir Selfjalli, ekki Viðey. Af því dregur fjallið nafn. Þar sem selið var, heita Selhólar; sjást rústir ennþá, nú reyndar mjög sokknar.“
Um selstöðu Reykjavíkurbæjarins segir að jörðinni hafi verið eignuð slík „þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ Og þar sem Langahlíð var í sunnanverðri Öskjuhlíð var jafnvel talið að Víkursel hafi verið þar sem nú má sjá leifar. Skammt frá eru merki eftir sel frá Hlíðarhúsum.
Selstígur Viðeyjarsels og ÖrfiriseyjarselsÍ Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst.“
Um selstöðu Lambastaða segir Jarðabókin að „selstöðu þykjast nokkrir heyrt hafa jörðinni eignaða þar sem heitir undir Selfjalli og kallað er Lambastaðasel.“
Í lýsingu Viðeyjar segir „selstaða er á fastalandi þar sem heitir Viðeyjarsel, og hefur það verið brúkað frá Bessastöðum.“ Í lýsingu fyrir Bessastaði er ekki minnst á selstöðu í Jarðabókinni 1703.

Meðfylgjandi er m.a. uppdráttur af minjunum í Lækjarbotnum af Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og Örfiriseyjarseli, auk uppdráttar af selstígnum, en þeirra er ógjarnan getið í einstökum fornleifaskráningum þegar slíkra minja er getið.

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel (Bessastaðasel).

Básendar

Farið var aftur á Básenda. Ljóst var að þar hlyti að vera mun meira að sjá en talið hafði verið í fyrstu. Reyna átti að leita að áletrunum er kynnu að leynast þar víða á klöppum úti í skerjum, en auk þess var litið á nokkra festarhringi og kengi í klöppum, sem nú eru í skerjum, en voru þó enn á 18. öldinni hluti af fastalandinu. Með í för var G. Sigurbergsson, en hann hefur áður borið fyrrnefndar áletranir augum.

Básendar

Svæðið hlýtur augljóslega að vera forvitnilegur vettvangur fornleifafræðinga því bæði á Básendum og í næsta nágrenni, Þórshöfn, er að finna áhugaverðar fornminjar, bæði áletranir og arfleið verslunarsögunar sem og einstaka þátta Íslandssögunnar. Í Þórshöfn var verslunarstaður. Þar eru áletranir frá þeim tíma og þar fyrir utan rak upp timburflutningaskipið Jamestown árið 1881.
Nefndar áletranir eru í Arnbjargarhólma. Á háhólmanum mátti bæði lesa skrifstafi og ártöl á klöppunum, en auk þess, þegar vel var leitað, mátti sjá slíkar áletranir á lausum steinum, sem virtust hafa verið á hólmanum áður fyrr, er hann var landfastur og væntanlega gróinn vel, en skolast til þegar sjórinn náði að aðskilja hann fastalandinu og leika frjálslegar um hólmann.
Í ljós kom að á einum lausa steininum stóð nafnið „BERTELANDERS“ og ártalið 1700. Á öðrum lausum steini var m.a. áletrað MVL og XX þar sem ör lá upp frá ártalinu 1590. Á klöppum mátti bæði lesa bókstafi er virtust vera upphafsstafir manna og ártöl, s.s. 1640, 1650, 1651 og 1694. Þessar áletranir á þessum stað benda til þess að þarna hafi verið athafnasvæði verslunar danskra kaupmanna, en þeir höfðu höfnina eftir 1602 út af fyrir sig. Þjóðverjar og Englendingar kepptust um hana fram yfir 1532 (Grindarvíkurstríðið) svo áletrunin Bertelanders gæti verið eftir einhvern kaupmanninn á Endunum eða hugsanlega nafn á skipi hans. Fróðlegt væri fyrir sagnfræðinga að reyna að grafa eitthvað upp um þetta.

Líklegt má telja að fleiri áletranir og ártöl kunni að leynast við Básenda er kunna að varpa ljósi á veru framangreindra á staðnum í gegnum aldirnar.
Básendar Samkvæmt gömlum uppdrætti af Básendahöfninni voru kaupskipin svínbundin (þríbundin) bæði á innri höfninni í Brennitorfuvík og á ytri höfninni. Samkvæmt teikningunni eiga að vera a.m.k. sex festahringir í klöppunum við Básenda.
Jón Ben Guðjónsson, eldri bróðirinn Stafnesbænda, sagðist hafa séð a.m.k. sjö festarkengi í og við höfnina. Sá sjöundi væri í skeri norðan við Básendatangann.
Við skoðun á vettvangi kom eftirfarandi í ljós: Þrír kengir eru í austanverðum Arnbjargarhólma. Sá syðsti er dýpstur. Í honum er hringur. Sá í miðið stendur hærra, á klöpp undir steini. Í honum er hringur. Nyrsti kengurinn er yst á skerinu. Í hann vantar hringinn.
Básendamegin, vestan við tóftirnar af verslunarstaðnum, eru tveir kengir. Annar, sá syðri er beint fyrir vestan þar sam kaupmannshúsið stóð. Sjá má grunn þess og stéttina framan við útidyrnar. Næsti grunnur er sunnar og austar. Á honum mótar einnig fyrir lítilli stétt þar sem dyrnar voru. Þriðja húsið var enn sunnar og austar. Að því liggur flóraður stígur upp frá flóruðu athafnasvæði ofan við höfnina. Hinn kengurinn er skammt norðar og mun neðar. Hann sést einungis á stórstraumsfjöru og þá helst um það leyti er flæðir frá. Í honum er hringur.
Þá er hringur úti í skeri, vestast í því, beint norður af víkinni. Í honum er hringur.
Á fyrrnefndum uppdrætti af höfninni sést vel innsiglingarleiðin; beint til suðurs vestan Básenda með stefnu á Gálga. Þegar komið var upp undir land var stefnan tekin til austurs innan skerja á Stóra Básendahól. Þá var komið inn á ytri höfnina. Beint á móti innri höfninni í Brennitorfuvíkinni er Brennitorfan. Á henni eru hleðslur þar sem sagnir kveða á um brennur þegar skyggja tók. Segja má að á hólnum hafi verið með fyrstu vitum hér á landi.

Básendar Í viðræðum við Leif Ölver Guðjónsson, yngri bóndabróðurinn á Stafnesi, kom fram að dýpið innan skerjanna er um 20-30 metrar, þó grynnst næst skerjunum. Einhverju sinni hafi verið kafað í víkinni og þá komið í ljós flök af tveimur verslunarskipum frá þeim tíma er Þjóðverjar og Englendingar nýttu höfnina. Á að hafa komið til átaka millum þeirra með þeim afleiðingum að skipum var sökkt. Liggja þau þarna á hafsbotni og mátti greina a.m.k. nokkrar fallbyssu á botninum. Sjór væri hins vegar ókyrr á þessum slóðum og umtalsverðir straumar. Þó bæri við stilltari sjór og þá væri lag að skoða þetta nánar, ef vilji væri fyrir hendi. Eitt slíkt fallstykki hefði skolað á land nokkru utar fyrir nokkrum árum og væri það nú við bæinn Nýlendu III utan við Stafnes. Tækifærið var notað í bakaleiðinni og fallstykkið skoðað. Lítið fer fyrir því þar sem það stendur við bæinn með skotstefnu til vesturs. Þarna er um greinilega fallbyssu af skipi að ræða. Á Nýlendu býr Arnbjörn Eiríksson. Hann sagði fallstykkið vera úr Jamestown, sem strandaði utan við Þórshöfn. Gripurinn hafi verið þarna heima við svo lengi sem hann myndi eftir sér, eða í 50 ár a.m.k.

Trébátsflak er ofan við Arnbjargarhólma. Að sögn Ölvers er það af bátnum Vörður ÞH er strandaði í Stóru Sandvík um 1960. Bátinn rak út þar sem hann klofnaði í tvennt. Rak annan helminginn þarna upp og sá sjórinn til þess að hann yrði þar fólki til sýnis um ókomin ár.

Básendar Ofan við Stafnes vakti athygli FERLIRsfélaga fjöldi grjóbyrgja, flest fallin. Jón Ben sagði það gömul fiskbyrgi. Þau væru sennilega þarna samtals á milli 30 og 40 talsins. Þarna hafi verið verkaður og þurrkaður fiskur Stafnesbænda um aldir. Svæðið er tiltölulega afmarkað og ætti að hafa varðveislugildi sem slíkt. Um aldamótin 1900 voru u.þ.b. 30 bæir á Stafnesi.
Aðspurður um Hallgrímshelluna svonefndu, sem FERLIRsfélagar hafa leitað að og m.a. notið ábendinga Guðmundar frá Bala á Stafnesi (sjá aðra FERLIRslýsingu), sagði Jón Ben eftirfarandi:
„Ég man vel eftir þessari hellu. Hún var í vörðu á Prestsklöpp þar sem prestar, og þar á meðal sr. Hallgrímur Pétursson, var sagður hafa beðið sjófars yfir Ósana til að geta þjónusta Hafnafólkið. Prestsklöpp var einnig nefnd Hallgrímshella. Hella þessi var þríhyrningslöguð, ekki stærri en svo að hægt var að taka hana í fangið. Áletrunin HPS var í hellunni og ógreinilegt ártal; 163?. Tilgreindur lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli mun hafa bent einhverjum á helluna á sínum tíma. Síðan eru liðin a.m.k. 30 ár. Mig grunar að hellan hafi komist inn í geymslur Þjóðminjasafnsins og „gleymst“ þar.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Letursteinn

Hallgrímshella

Í ferð FERLIRs um Básenda nýlega kom fram í viðræðum við Jón Ben Guðjónsson, bónda á Stafnesi, að hann myndi vel eftir Hallgrímshellunni svonefndu, sem var fyrrum á eða við svonefnda Prestsklöpp norðan við Þórshöfn.

Presthóll

Presthóll – loftmynd.

„Ég man vel eftir þessari hellu. Hún var við vörðu á Prestsklöppinni þar sem prestar, og þar á meðal sr. Hallgrímur Pétursson, var sagður hafa beðið sjófars yfir Ósana til að geta þjónustað Hafnafólkið. Hella þessi var þríhyrningslöguð, ekki stærri en svo að hægt var að taka hana í fangið. Áletrunin HPS var í hellunni og ógreinilegt ártal; 163?. Tilgreindur lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli gæti vitað eitthvað hvað varð um helluna, en hann var kunnugur á þessum slóðum. Það eru liðin a.m.k. 30 ár síðan ég sá helluna síðast. Mig grunar að hellan hafi komist inn í geymslur Þjóðminjasafnsins og „týnst“ þar.“

Hallgrímshella

Hallgrímshellan á vettvangi 1964.

Það kom fram hjá Jóni Ben að sennilega ætti Jón Ásmundsson í Sandgerði gamla ljósmynd af Hallgrímshellu, sem hann mun hafa tekið fyrir ca. 40 árum.
Eftirfarandi erindi var sent til Sigurbjörns Hallssonar, lögreglumanns á Keflavíkurflugvelli:
„Við félagarnir höfum um nokkurt skeið leitað svonefndrar „Hallgrímshellu“, sem var á Prestsklöpp milli Þórshafnar og Básenda. Hellan, sem var þríhyrningslaga og ekki stærri en svo að hægt var að taka hana í fangið, var með áletruninni HPS (Hallgrímur Pétursson). Steinn þessi var lengi í vörðu á klöppinni. Hún sást síðast fyrir u.þ.b. 15 árum. Ljósmynd er til af hellunni, auk þess sem Stafnesbændur vissu af henni þarna. Getur verið að þú vitir eitthvað hvað varð um nefnda hellu?“

Kaupstaðagata

Kaupsstaðagatan norðan Ósa.

Sigurbjörn hafði þegar samband og sagðist vel muna eftir þessari hellu. Hún hefði verið stutt frá gömlu hestagötunni, legið þar. Á helluna hafi verið áletrað HPS og óljóst ártal frá 17. öld. Sjálfur hefði hann ekki séð helluna í fjölda ára, en hefði heyrt að einhver hefði tekið hana til handargagns. Sigurbjörn benti á að hugsanlega gæti Arnbjörn Eiríksson á Nýlendu III við Stafnes vitað hver það hefði verið.
Arnbjörn sagðist aðspurður vel muna eftir Hallgrímshellunni. Hana hefði hann hins vegar ekki séð í ein 20 ár. Hann hefði heyrt að einhver hefði tekið hana og komið henni fyrir á einhverju safni. Hver það var vissi hann ekki og ekki heldur á hvaða safn henni hefði verið fyrir komið. Að hans mati hefði hellan átt að vera þarna áfram, eða þá í Hvalsneskirkju því það hafi verið trú manna að áletrunin tengdist sr. Hallgrími Péturssyni og ferðum hans milli Hvalsness, Hafna og Njarðvíkur.
Þjóðminjasafni Íslands var sent samhljóða fyrirspurn og Sigurbirni með viðbótinni: „Getur verið að hún hafi ratað inn í geymslur Þjóðminjasafnsins?“

Hallgrímshella

Stafnbúar og Berent 1964 við Ósa.

Í framhaldi af fyrirspurninni var hringt í forstöðumann „gripadeildar“ þess, Lilju Árnadóttur, en að sögn veit hún manna best hvort og hvar hver gripur er í geymslunum. Lilja brást vel við. Hún sagðist reyndar hvorki hafa séð né heyrt af hellunni, en myndi leita og spyrjast fyrir um hana. Síðan myndi hún hafa samband.
Í millitíðinni var haft samband við Reyni Sveinsson í Sandgerði. Hann kannaðist við Hallgrímshelluna, en ekki hvar hún gæti verið niður kominn. Hann gat þó vísað á Jón Ásmundsson, múrararameistara í Sandgerði. Jón Borgarsson í Höfnum gæti hugsanlega vitað eitthvað um helluna því hann hefði m.a. unnið þarna um tíma. Jón var staddur út í Luxemborg. Hann sagðist hafa unnið þarna um tíma, en aldrei séð þessa hellu. Hins vegar hefði hann séð báða festarkengina við Þórshöfn – þar sitt hvoru megin. Þá þyrfti að skoða nánar. Auk þess væri nokkurt brak úr Jamestown þar nálægt.

Berent Sveinbjörnsson

Berent Sveinbjörnsson.

Aðspurður sagðist Jón ekki hafa tekið nefnda ljósmynd, en hann hefði verið með félaga sínum, Berent Sveinbjörnssyni, við Stafnes árið 1963 eða ’64 og þá hefði Berent tekið mynd af hellunni.
Berent, sem er búsettur í Hafnarfirði, sagðist eiga myndina og hefði reyndar verið að skoða hana og sýna kunningja sínum fyrir nokkrum dögum. Hann skyldi góðfúslega lána hana í þágu leitarinnar að endurheimtingu hellunnar. Berent sagðist muna vel eftir hellunni. Á henni hafi verið áletrun sem fyrr hefur verið lýst. kömmu síðar kom Berent færandi hendi, með myndina ásamt mynd af skátaflokknum Stafnbúum, sem var á leið þar umrætt sinn, en þá var myndin tekin, í ágústmánuði 1964. Berent kvaðst muna að hellan hafi legið uppi á á öðrum steinum svo til beint fyrir neðan stóru skermana utan við Stafnes (sem nú er búið að rífa).
Lilja hjá Þjóðminjasafninu hafði samband og viti menn – og konur; hellan er í vörslu safnsins. Lilja kvað „umrædda hellu vera í safninu. Var bara spurning um að setjast niður í ró og fletta í Sarpi. Hún hefur númer 1974 -120.

Hallgrímshellan

„Hallgrímshellan“ í geymslum Þjóðminjasafnsins.

„Þungur steinn aflangur sem í er klappað stöfunum HPS og beint þar fyrir aftan er klappað ártalið 1628. Steinn þessi var rétt vestan við Þórshöfn norðan Ósabotna, fast við gamla veginn. Menn hafa viljað halda, að Hallgrímur Pétursson hafi klappað þarna fangamark sitt, en hann kom ekki að Hvalsnesi fyrr en 1644 og er aðeins 14 ára árið 1628.““

Lilja kvaðst myndi staðsetja steininn í safninu og hafa síðan samband. Á ljósmyndinni virðist vera skrifað ártalið 163? svo gaumgæfa þarf þetta nánar, gæti verið 1638, en þá var Hallgrímur 24 ára.

Hallgrímshella

Hallgrímshellan skoðuð í geymslu Þjóðminjasafnsins.

Fornagata
Minjagildi fornleifa hefur jafnan flækst fyrir fólki, ekki einungis nútímafólki heldur og flestum forfeðrum og -mæðrum þess. Svo mun og líklega verða um ókomna framtíð.
SandakravegurSegja má að gildið hafi jafnan ákvarðast af viðhorfi, mati og skoðun viðkomandi hverju sinni. Þannig voru t.a.m. samtímabúskaparhættir fyrrum ekki metnir til jafns við „fornar búskaparaðferðir“ þótt í rauninni hafi verið lítill munur þar á – allt fram undir lok 19. aldar eða jafnvel byrjun þeirrar 20. Hið forna var einkum tengt við „áþreifanleg orð“ fornsagnanna, s.s. Íslendingabókar og Landnámu sem og afsprengi þeirra. Gamlar götur þóttu t.d. ekki í frásögu færandi – enda þá í hinni sömu „eðlilegu“ notkun og ávallt fyrrum. Það var ekki fyrr en samgöngur breyttust allverulega með tilkomu sjálfrennireiðarinnar og allrar þeirra nauðsynlegu úrbóta á samgönguleiðum er hún krafðist, að fyrrum gengnar götur urðu „fornleifar“ án sérstaks skilnings fólks. Skipti þá engu hvort þær voru farnar -um sumur eða að vetrarlagi. Gott dæmi um slíka götu á Reykjanesskaganum er Hvalsnesleiðin/Melabergsgatan milli Hvalsness og Keflavíkur. Hina[r] fornu fyrrum götu[r] má enn sjá liðast hlykkjótta[ar] um móa Miðnesheiðarinnar. Vetrarleiðin, sem var notuð síðar og þá væntanlegan um tiltölulega skamman tíma, er vandlega vörðuð með vel varðveittum vörðum. Utan beggja leiðanna liggja úrbætur til handa hestvagninum og síðar sjálfrennireiðinni, fyrst mjór og grófur kanthlaðinn malarvegur um holt og hæðir annars vegar og síðar malbikaður, rennisléttur og tvíbreiður, hins vegar. Framtíðin mun eflaust og án nokkurs vafa bæta enn við þá samgönguþróun. Þess vegna skipta gömlu göturnar svo miklu máli – til framtíðarinnar litið.

Kaupstaðavegur

Í riti fornleifafræðinganna Orra Vésteinssonar og Guðmundar Ólafssonar; „Fornleifaskráning – skilgreining, leiðbeiningar og skráningaraðferðir. Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands 1997“, kemur m.a. eftirfarandi fram um minjagildi:
„Minjar eru ólíkar bæði að eðli, útliti og ástandi og minjagildi þeirra er afar mismunandi. Skrásetjari getur á vettvangi lagt huglægt mat á minjagildi fornleifa út frá fjórum mismunandi forsendum, þ.e. menningarsögulegu-, vísindalegu-, fræðslu- og skoðunargildi.
Menningarsögulegt gildi hafa staðir eða fornleifar sem tengjast nerkum atburðum í sögu þjóðarinnar, t.d. hafsögu eða verslunarsögu. Það geta t.d. verið einstakar búskaparminjar, sögulegir merkisstaðir svo sem hof, verslunarstaðir, þingstaðir o.s.frv.
Vísindalegt gildi hafa staðir sem ætla má að geti gefið mikilsverðar fornfræðilegar upplýsingar við rannsókn án tillits til Varðayfirborðsútlits. T.d. einstakar minjar, minjasvæði, svo sem bæjarstæði, verslunar- og þingstaðir, greftrunarstaðir, o.s.frv.
Fræðslugildi hafa minjar sem varpað geta ljósi á ákveðna þætti menningarsögu þjóðarrinnar, eða eru t.d. dæmigerðir fyrir ákveðna tegund minja, á þess að þær séu einstakar í sinni röð. Þvert á móti gætu þær t.d. verið af algengustu gerð beitarhúsa á viðkomandi svæði.
Skoðunargildi hafa minjar, sem eru svo vel varðveittar, að þær hafa almennt sjónrænt gildi fyrir þá sem skoða þær, og þannig t.d. aukið skilning manna á búskaparháttum, landnotkun eða samfélagsgerð.
Minjagildið fer eftir því hve mörg ofangreind skilyrði minjarnar uppfylla. Þær geta flokkast í fjóra flokka:
A) Bestu dæmi um einstakar tegundir minja og minjasvæða. Minjar sem hafa mikið menningarsögulegt gildi, mikið vísida- og fræðslugildi og jafnframt mikið skoðunargildi.
VarðaB) Minjar sem eru góð dæmi um einstakar minjar og minjasvæði sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt gildi og fræðslu- eða skoðunargildi.
C) Minjar eða svæði sem geta haft menningarsögulegt og vísindalegt gildi og hugsanlegt fræðslu- eða skoðunargildi. T.d. skaddaðar minjar og svæði, eða minjar sem erfitt er að skilgreina fullkomlega samkvæmt öðrum flokkum.
D) Minjar sem hafa lítið sem ekkert minjagildi.“
Gamlar götur hafa minjagildi, hvort sem um er að ræða, menningarsögulegt, vísindalegt, fræðslulegt eða skoðunarlegt. Skiptir þá einu hvort þær hafi verið alfaraleiðir eða fáfarnar leiðir, jafnvel árstíðabundnar. Við þetta mætti bæta „notkunargildi“ eða hagnýtt gildi, þ.e. þær eru enn nothæfar sem slíkar (fara t.d. fótgangandi milli staða eins og fyrrum).
Forn gata Nokkrar gamlar þjóðleiðir á Reykjanesskaganum þykja merkilegar fyrir það eitt að vera „ásjálegar“, þ.e. þær eru svo áberandi markaðar í slétta hraunhelluna eftir hófa, klaufir og fætur um aldir, að jafnvel blindir gætu fylgt þeim frá upphafi til enda. Aðrar götur hafa þó verið fetaðar jafn lengi, en vegna undirlagsins hafa þær ekki náð að „markaðssetja“ sig með jafn áberandi hætti. Þær hafa því orðið „úrleiðis“, en verða þó óneitanlega að teljast jafn merkilegar og „systur“ þeirra.
Hafa ber í huga að „gata“ og „leið“ þurfa ekki alltaf að vera það sama – þótt hvorutveggja geti í rauninni verið óaðskilið. Gata hefur jafnan verið túlkuð sem sýnilegt „einstigi“, jafnvel varðað eða auðkennt með öðrum hætti – oft á milli mikilvægra þéttbýliskjarna, s.s. Útnesja og Innnesja. Leið hefur á sama hátt verið skilgreind sem gata milli áfangastaða, án greinilegra auðkenna. Fólk, sem oft hefur þekkt vel til staðhátta, hefur farið þá leið sem því hentaði hverju sinni, allt eftir því hvaðan það kom eða hvert það var að fara. Þar eru göturnar fleiri og jafnvel ógreinilegri – en götur samt.

Vörðubrot

Þá eru nokkur dæmi um götukafla þar sem fleiri en ein gata eða/og leið komu saman og eru verksummerkin þar oft greinilegri en annars staðar. Má í því sambandi nefna Skógfellastíg og Sandakraveg (Sandhalaveg).
Framangreint er ekki síst sett fram til að minna á gildi hinna gömlu gatna og leiða. Gæta þarf þess t.d. vel við framkvæmdir að þeim verði ekki spillt að óþörfu – eins og því miður allt of mörg dæmi eru um. Og ekki má gleyma að vörðurnar við hinar gömlu leiðir eru einnig, margar hverjar, fornleifar.
Þegar fornleifar eru skráðar á Reykjanesskaganum vilja framangreindar fornleifar fara fyrir lítið. Vanskráningin getur valdið því að fornminjar fari forgörðum.

Leið

Hvalsnesvegur.

Heimild:
-Orri Vésteinsson og Guðmundur Ólafsson. Fornleifaskráning – skilgreining, leiðbeiningar og skráningaraðferðir. Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands 1997.

Gata

Varða við Hvalsnesveg.

Brunnur

Forn garður í Selvogi, rúmlega 7 km langur, er jafnan nefndur Fornigarður. Hann hefur hins vegar ekki alltaf verið forn. Áður var hann nefndur Strandargarður eða Langigarður.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Þórarinn Snorrason á Vogsósum leiddi FERLIRsfólk að enda Fornagarðs (Strandargarðs) Hlíðarvatnsmegin, en þaðan liggur hann yfir að Nesi í Selvogi, 7 km. leið. Um var að ræða vörslugarð er umlukti Selvogsbæina, en hann hefur líklega verið hlaðinn um árið 1000, en heimildir eru um garðinn allt frá árinu 1275. Garðurinn liggur frá Hlíðarvatni að Impuhól og þaðan að Gíslhól. Við hólinn var gömul rétt, sem fyrir löngu hefur verið aflögð. Frá Gíslhól og upp fyrir fjárhúsin á Vogsósum, þar sem gamla Vogsósaborgin stóð til 1954, hefur garðurinn verið sléttaður út. Hægt er að fylgja honum suðaustur túnið austan fjárhúsanna og þegar túninu sleppir sést hann greinilega alveg austur fyrir Strandarkirkju. Skammt ofan við Vogsósatúnið má sjá ummerki eftir fjárborg og hús. Hefur hvorutveggja verið utan garðs, en umleikis þau hefur verið hlaðinn ferkantaður garður. Ekki er vitað til þess að þessar fornminjar hafi verið skráðar.

Vogsósaborgir

Vogsósaborgir – Borgirnar þrjár.

Var gengið sem leið lá með garðinum framhjá Stórhól og að kirkjunni. Á leiðinni má sjá aðra gamla þvergarða og garða, sem liggja yfir og í sveig á Fornagarð. Vestan garðsins liggur Kirkjugatan á milli Strandar og Vogsósa, vel vörðuð. Þegar skammt er til Strandar sést móta fyrir hleðslum Sveinagerðis, velli þar sem Erlendur lögmaður lét sveina sína æfa listir sínar.
Austan Strandarkirkju rakst hópurinn á sérstæðan gataðan hestastein, auk þess leitað var að gamla skósteininum við kirkjuna. Hann á að vera skammt norðan við hæð norðan kirkjunnar. Sjá má gömlu þjóðleiðina yfir Vogsósa liggja frá kirkjunni áleiðis að þeim, vel varðaða.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Frá kirkjunni var gengið eftir garðinum á ská yfir veginn og áfram að gömlu Þorkelsgerðisréttinni (Út-Vogsrétt). Frá henni hefur elsti hluti garðsins varðveist mjög vel, allt að Þorkelsgerðishliði. Var garðinum fylgt suðaustur með tröðunum og síðan þvert til austurs að Bjarnastaðahliði og síðan áfram norðan við Nes og að vitanum austan þess. Þar má sjá garðinn koma niður að sjó sunnan við vitann. Skoðað var gamla vitastæðið úti á glöppunum. Fjaran vestan Nesvita er auðgengileg og þar getur verið margt að sjá fyrir þá sem ganga með opin augun. Bæði er lífríki fjörunnar fjölbreytilegt sem og steinategundir í og ofan við fjörukambinn.

Nes

Nes í Selvogi – sjóbúð.

Frá Nesvita var gengið að Nesi og m.a. skoðað gamla brunnhúsið, fjárborgirnar tvær og sjóbúðin vestan þess. Borgirnar eru sagðar hafa horfið í flóðinu 1925, en þær eru nú þarna samt sem áður, að vísu hálfhrundar sjávarmegin.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg.

Skoðaður var gamli brunnurinn á Bjarnastöðum og einnig Guðnabæjarbrunnurinn áður en haldið var í Djúpudali þar sem skoðuð var fallega topphlaðna Djúpudalaborgin. Gerð var og leit að gömlu borginni við dalina, sem spurnir höfðu borist af frá eldri Hafnarbúa, sem kvaðst hafa séð hana fyrir allmörgum árum síðan. Vísaði hann FERLIR á svæði þar sem hana væri líklegast að finna, en þrátt fyrir leit fannst hún ekki að þessu sinni. Talsvert sandfok hefur verið þarna á síðari árum, auk þess sem gróðurlínan hefur færst talsvert ofar en áður var. Gerð verður ítrekuð leit að borginni síðar.
Í bakaleiðinni var komið við í Borgunum þremur austan Hlíðarvatns og þær skoðaðar í sólbirtunni.
Frábært veður.

Djúpudal

Djúpudalaborg.

 

 

Þórkötlustaðahverfi

Jörðin Þórkötlustaðir er kjarninn í austasta hverfi Grindavíkur. Hin tvö eru Járngerðarstaðahverfi og Staðarhverfi vestast.
ÞórkötlustaðahverfiðJörð þessi er eins og aðrar jarðir Grindavíkinga við sjó. Mikið af landi hennar er eldbrunnið, einkum óskipta landið ofan gróninga. Bæirnir standa austast og syðst í landareigninni við sjóinn. Þótt byggð hafi verið að mestu óslitin á svæðinu frá því á 13. öld hefur mikið breyst, bæði í sinni íbúanna og ekki síst afkomenda þeirra. Sumir töldu þá fyrrnefndu einkennilega í hugsun, en þeir höfðu þá ekki kynnst hinum síðarnefndu.
Fyrir utan Þórkötlustaðanesið, sem er að hálfu í Þórkötlustaðalandi, eru fjölmargar minjar á svæðinu er minna á fyrrum búsetu og búskaparhætti íbúanna um aldir. Á einum stað var t.a.m. komið niður á fornaldarskála er grafið var fyrir hlöðu um aldamótin 1900.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Fyrst skal huga að örnefnunum. Samkv. örnefnaskrá er „austast á merkjum móti Hrauni, niður við sjóinn, bás inn í klettana, og heitir hann Markabás. Utar er tangi fram í sjóinn, sem heitir Slok, og upp af honum er hraunspildan nefnd Slokahraun. Upp af Markabás er hóll milli bæjanna, Markhóll. Er hann upphlaðinn þar á hryggnum, sem nefndur er Leiti. Vestur frá Markabás eru smáhvilftir og kvosir með sjó, sem heita einu nafni Básar. Ná þeir vestur að svonefndri Stóruklöpp. Ofar eru tóftir bæjarins Klappar. Vestan hennar er aðallendingin, sem nefnd er Buðlungavör. Fram undan vörinni eru tveir boðar, sem heita Fjósi og sá ytri Lambhúsi. Sunnan þessara boða og víkin öll er nefnd Þorkötlustaðabót [Loftur Jónsson segir Þórkötlustaðabótina vera fjöruborðið en ekki sjóinn eða víkin], en Þorkötlustaðasund er sunnan boðanna.
Tóftir KlapparTúnið á Buðlunga liggur að vörinni og sundvarðan var þar neðst í túni. Þá er Svalbarði, sem er þar á túni. Vestar er það, sem kallað er Vötnin, en þar kemur ósalt vatn undan sjávarkambinum um fjöru hjá Þorkötlustöðum.

Hér vestur af gengur allmikið nes suður í sjó. Nes þetta heitir Þorkötlustaðanes. Mikill hluti af nesinu er í Þorkötlustaðalandi, en nokkuð í Hópslandi. Merkin eru um 60 metrum vestan við vitann, sem nú stendur. Þar var klöpp með áletrun, en hefur skolast undir brimgrjótið. Nes þetta er allt hrauni þakið. Sumt bendir á, að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornl.fél. 1903, 47).

Hópsnesviti

Hópsnesviti (Þórkötlustaðanesviti).

Í nesinu er vitinn, sem nefndur er Þorkötlustaðaviti. Austur af vitanum er hóll, sem heitir Leiftrunarhóll. Vestur af honum og austur af vitanum eru tveir hólar, sem heita Strýthólar. Milli þeirra og vitans er Tófuflatarhóll. Alllangt norður af vitanum er hár hraunhóll, sem heitir Gjáhóll. Suðaustur af vitanum er Stóra-Látraflöt, en Litla-Látraflöt er austar og liggur að Strýthólum. Þar austar er Leiftrunarhóllinn, og fram af honum er Stekkjarfjara. Við Leiftrunarhól er tangi, sem heitir Nestá. Upp af Stekkjarfjörunni er grasblettur nefndur Stekkjartún. Þá er komið að vík, sem heitir Drift, aðrir segja Dríli. Inn frá henni heita Þorkötlustaðavarir. Sunnan við varirnar upp frá víkinni eru Drílaklettar, háir klettar norður af Nestá, er verða sem sker um flóð.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

Vestan við Drift er bryggja, og þar suðvestur af, beint upp af kampinum, er Flæðitjörn. Fyrir norðan varirnar er vík, sem heitir Herdísarvík, og upp af henni við sjó eru klettar, sem heita Kóngar. Þetta eru klettahólar, sem eru austur af Gjáhól, sem fyrr getur. Upp frá hólum þessum heitir hraunspildan Kóngahraun. Rétt norðan Kónga er flöt í hrauninu sem heitir Miðmundaflöt. Austur frá henni er Syðribót og Heimribót. Upp af þeim eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Þá eru Miðmundaklettar, og milli þeirra og túns er Sandfjara. Niður af Brunnflötum var vatnsstæði, sem notað var til að vatna í skepnum.“
Hlaðinn garður í ÞórkötlustaðahverfiÞá hefur fjaran verið gengin. Ofar er óskipt land sex lögbýla, annars vegar Þórkötlustaðabæjanna þriggja og hins vegar Klappar, Buðlunga og Einlands. Sumir segja jarðarpartana hafa verið fjóra, en byggja þar einungis á þeirra hagstæðustu munnmælum. Í raun liggja ekki fyrir skriflegar og staðfestar upplýsingar um hlutdeild einstakra jarða og verður því að leggja þær að jöfnu uns annað kemur í ljós. „Land jarðarinnar er frekar mjótt, en nokkuð langt. Nær það til fjalls. Það svæði, sem næst tekur við fyrir ofan túnin er nefnt Hópsheiði, jafnt sá hluti þess, sem tilheyrir Þorkötlustöðum og Hópi. Þetta er hraunfláki allstór, sem nær upp á móts við Húsafjall. En í vesturenda hans eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af. En aftur á móti er niðri í nesinu, á merkjum móti Hópi, svonefnt Markalón.

Vatnsheiði

Vatnsheiði.

Rétt vestur af Húsfjalli er smáhraunhóll, sem heitir Grenhóll. Þegar kemur upp fyrir Húsfjall, hækkar landið nokkuð og hraunið [mjókkar mikið], og nú tekur við landssvæði, sem heitir Vatnsheiði. [Harunið tengist síðan Beinvörðuhrauni og Skógfellshrauni og síðan Dalahrauni enn norðar (LJ)]. Dregur hún nafn af vatni, sem var þar vestur undir Sundhnúk [á hátoppi Innstuhæðar og eru þar landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða (LJ], og þornar oft. Þar er lágur rimi, Lyngrimi, sem er vestan undir Vatnsheiði innst. Norður af Vatnsheiði er kallað Sprengisandur. Um hann lá gamli vegurinn, einnig um Lyngrima. Þá tekur við sama hraunið og nefnt var hjá Hrauni, og heitir það Dalahraun. Það hraun er frekar mishæðalítið, nema þar rís norðar allhátt fell, sem heitir Stóra-Skógfell. Austan þess er gamall vegur, nefndur Skógfellsvegur. Norðan þess er línan um Skógfellshraun, norður í Litla-Skógfell, sem er mikið lægra en hitt. Þá er komið þar á merki. Þar austar er svo annað lágt fell á merkjum, Kálffell. Þá segjum við, að lokið sé örnefnum í Þorkötlustaðahverfi. Þó er einhvers staðar til um meira land, sem ef til vill kemur síðar í leitirnar.“

Byrgi í StrýthólahrauniLoftur Jónsson gerði athugasemdir við framangreinda lýsingu. Hann taldi örnefnið Svalbarði „ekki rétt“. Þetta örnefni er einnig að finna hjá honum og á þá við hringmyndaða klöpp með lóni í miðju. Einnig kemur fram hjá Lofti að klofi út í Svalbarða skipti reka milli Buðlungu og Þórkötlustaða. Ofan við nöfnin Drift og Dríli sem eru tvö nöfn á vík hefur Loftur einnig ritað „ekki rétt“. Þessi nöfn er ekki að finna hjá Lofti en hann hefur nafnið Driti um klett í fjöruborðinu.
Loftur telur Sandfjöru ekki vera til sem nafn í landi Þórkötlustaða.
Í setningunni: „Það svæði sem næst tekur við fyrir ofan túnin er nefnt Hópsheiði, jafnt sá hluti þess, sem tilheyrir Þorkötlustöðum og Hópi“ hefur Loftur ritað fyrir ofan orðið Þorkötlustöðum „ekki rétt“. Hann segir að allt það sem kallað er Hópsheiði sé í landi Hóps. Líklega er það ekki rétt að sá hluti Hópsheiðar sem er í Þórkötlustaðalandi heiti svo þar. Í sömu málsgrein, næstu setningu, stendur: „Þetta er hraunfláki allstór, sem nær upp á móts við Húsafjall. En í vesturenda hans eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af.“ Að sögn Lofts var Melhóll gamall eldgígur í hrauninu austan við Þorbjörn og núverandi Grindarvíkurveg. Þarna hefur hlaðist upp strýra úr hraungjalli en er nú alveg horfin. Hraungjallið var notað í Grindavíkurveginn og vegi og götur í Grindavík og víðar. Örnefnið Melhól er því ekki að finna í örnefnalýsingu Lofts. Þá segir hann að hann telji að Melhóll hafi verið landmark á milli Hóps og Járngerðarstaða.

Sundhnúkur

Sundhnúkur.

Að lokum skrifar Loftur að ekki hafi verið til vatn þar sem segir að það hafi verið vestur undir Sundhnúk og að Vatnsheiði dragi nafn sitt af því. Það er hins vegar rétt hjá Lofti því gott vatnsstæði er í Vatnsheiðnni austur undir Sundhnúk, en vestan Fiskidalsfjalls.
Á miða sem fylgir örnefnaskránni og spurt er um réttan rithátt nokkurra örnefna hefur Loftur strikað undir Buðlunga, Markhól og Miðmundakletta og strikað yfir hina valkostina sem eru Buðlungi, Markahóll og Miðmundaklettur.
Í annarri örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaðaland segir: „Suður úr Reykjanesskaganum gengur allmikið nes. Að vestanverðu við nes þetta er Járngerðarstaðavík en að austan er Hraunsvík. Nes þetta er allt þakið hrauni og sumt bendir til að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornlfél. 1903, 47). Að austanverðu heitir nesið Þórkötlustaðanes og er það í landi Þórkötlustaða en að vestan heitir það Hópsnes og er sá hluti í landi Hóps. Í daglegu tali er það eingöngu nefnt Nesið.
Vatnsstæðið á VatnsheiðiÁframhald af landi Þórkötlustaða nær inn á Reykjanesskagann og er fremur mjótt en langt. Mest allt landið er þakið hrauni. Bæirnir standa austast í landareigninni innan við nesið og niður við sjóinn.
Örnefni og kennileiti í landi Þórkötlustaða eru sem hér segir: Vestan við vita sem er í nesinu og heitir Hópsviti er vatnsgjá niður við sjávarkampinn. Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki. Suðaustur af vitanum er grasflöt niður við kampinn; Stóra-Látraflöt, að mestu komin undir kamp. Austur af vitanum er grasi vaxinn hóll, nokkuð stór með grasflöt norður af; Tófuflatarhóll. Þar var tófugreni fyrr á tímum. Niður undan honum austan til var Litla-Látraflöt. Hún er nú komin undir grjót úr kampinum. Austan við Tófuflatarhól eru Strýthólar. Vestri-Strýthóll með tveimur þúfum en Eystri-Strýthóll niður við kampinn. Útfiri er töluvert og heitir fjaran Látur. Selalátur var þar áður fyrr. Hóll var fram undan Tófuflatarhól; Þanghóll, en hann er nú kominn undir kampinn. Hann skipti reka. Fyrir vestan eru Kotalátur. Þar eiga Einland, Buðlunga og Klöpp reka [hér er kveðið á um jafnan hlut jarðanna]. Austan Þanghóls eru Austurbæjarlátur. Austast í Nesinu að framanverðu er smátangi sem heitir Nestá. Norður af Nestá er stór hóll á kampinum; Leiftrunarhóll. Norður af honum er Stekkatún sem nær að Flæðitjörn. Hún er ofan við sjávarkampinn. Niður undan og norðan Leiftrunarhóls er Stekkjarfjara. Látragötur eru slóðar úr vesturenda Stekkatúns fram í Látur. Við enda Stekkjarfjöru er klettur í fjöruborðinu og er sem sker um flóð. Hann heitir Driti.

SkógfellavegurSíðan tekur við Vörin stundum kölluð Nesvör til aðgreiningar frá Buðlunguvör. Vararsker er sunnan við vörina, það fer í kaf á flóði. Tveir boðar eru framundan Vararskeri á Þórkötlustaðasundi; Fjósi á bakborða og utar er Lambhúsi á stjórnborða. Sundvarða við Buðlungu átti að bera í fjós og lambhús á túninu hjá Einlandi og þaðan eru nöfnin dregin.
Upp af Vörinni og norðan við Flæðitjörn er Sundvörðuhóll, þar stendur sundvarða. Vestan Flæðitjarnar eru hlaðnir grjótgarðar; Hraunsgarðar. Hraunsmenn þurrkuðu þar skreið þegar þeir lentu í Nesvör. Skotti er nokkuð stór pollur ofan kampsins, norðan Vararinnar og þar norður af er hóll, flatur að ofan með hlöðnum grjótgörðum, kallaður Krabbagerði. Fram undan Krabbagerði í flæðarmálinu og við syðri enda Herdísarvíkur eru háar klappir nefndar Draugur. Þar norður af er vík; Herdísarvík. Upp af henni við norðurenda eru klettahólar sem heita Kóngar. Upp af Kóngum tekur við Kóngahraun, sandorpið hraun, og inn undir miðju Nesi í norðvestur frá Kóngahrauni er hár hóll með grasþúfu í toppinn sem heitir Gjáhóll. Hjá Gjáhól er löng lægð en mjó frá norðri til suðsuðvesturs sem heitir Gjáhólsgjá. Rétt norðan við Kónga er grasflöt fram við kampinn; Miðmundaflöt og þar framan við eru Miðmundaklettar.
Gígur á SundhnúkaröðinniSíðan tekur Þórkötlustaðabót við og skiptist hún í tvo hluta. Fyrst Syðribót og síðan Heimribót. Norðaustan við klapparana sem skiptir bótunum eru klappir í flæðarmálinu; Hundaklettar. Upp af Heimribót eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Neðst á Brunnflötum við kampinn var grafinn brunnur þar sem skepnum var vatnað áður en brunnur var grafinn hjá Þórkötlustöðum. Eftir Brunnflötum lá gata og sunnan við sandorpnar hæðir vestur af Brunnflötum, við norðurenda Gjáhólsgjáar, í átt að Rifinu (Eyri). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er norðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi. Norður frá Heimribót er fremsti og vestasti hluti túnsins kallaður Sigla og þar í er Siglulaut.
Austur af Heimribót taka við Vötnin. Þar rennur fram ósalt vatn um fjöru og var þar þveginn og skolaður þvottur áður fyrr. Austur af Vötnunum, á klöppunum, er Stóralón og suður af því Kollóttasker. Upp af Stóralóni er Bakkinn; hár grasivaxinn bakki. Nokkuð austan Stóralóns er Buðlunguvör. [Að sögn Árna Guðmundssonar í Teigi (f:1891) var Buðlunguvör notuð á sumrin fram til 1929. Við hana má sjá för eftir kili bátanna.] Vestan hennar er hringmynduð klöpp með lóni í miðju. Hún heitir Svalbarði. Klofi út í Svalbarða skiptir reka og þangfjöru á milli Buðlungu og Þórkötlustaða. Fyrir ofan Buðlunguvör er slétt klöpp kölluð Skiptivöllur. Þaravaxin klöpp vestan og utan við vörina er kölluð Þangklöpp. Austan við vörina er Stóraklöpp og þar fram af er Vararsker. Það kemur upp á stórstreymisfjöru. Norðaustan við vörina er túnið í Buðlungu og kallað Buðlungudalur. Í suðvesturhorni þess er sundvarða og átti hún að bera í þríhyrnu á svonefndri Brunnskák þegar róið var inn sundið.

Dalssel í FagradalAustur af Stóruklöpp eru básar; Vestastibás, Þvottabás, Miðbás og Malarbás. Síðan taka við Slok og er austast Slokatá. Slokin draga nafn af áberandi soghljóði, sérstaklega undir austanátt. Vestan Slokatáarinnar er Lágafjara og síðan Vestrimölin og þar ofan kampsins er Klapparmói. Eystrimöl er neðan við kampinn að austan, ofan við Slokatá. Upp af Slokatánni ofan kampsins eru Hrossbeinalágar, nú komnar að mestu undir kampinn. Austan á Slokunum er bás sem heitir Markabás. Hann skiptir löndum og reka á milli Hrauns og Þórkötlustaða. Upp af honum ofan kamps er hraunhóll með grasþúfu í toppinn. Hann heitir Markhóll.
Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna.
Eystraleiti (í daglegu tali nefnt Leiti) er smábunga á milli bæjanna. Vestraleiti er aftur önnur bunga í vestur þar sem skiptast lönd Þórkötlustaða og Hóps. Vestan undir há-Leiti er Kúakrókur, nú tún.

Skógfellavegur

Vegur af Skógfellavegia að Þórkötlustöðum.

Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Efst í Leyninum og austan við götuna er grasivaxinn hóll með hraunklöppum umhverfis og heitir hann Grenhóll. Norð-norðvestan við Grenhól við götuna er skjólsamt fyrir sauðfé og heitir þar Skítastaður.
Vatnsheiði eru þrjár gróðurlitlar, samvaxnar hæðir norður af Húsafelli og nær sú fremsta vestur fyrir og fram fyrir það. Þær heita Fremstahæð, Miðhæð og Innstahæð. Nafnið er dregið af vatnskötlum í Innstuhæð og þornar þar ekki nema í mestu þurrkum. Þar eru landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða.
Í norðvestur frá Innstuhæðinni, í Vatnsheiði, er hæð eða smáhnúkur; Sundhnúkur og er hann á landamerkjum milli Þórkötlustaða og Járngerðarstaða. Þaðan í norður eru hraunhólar úr brunnu hraungjalli. Heita þeir Lyngrimi. Austan Svartsengis eru sléttar klappir með melum og vikri á milli og heitir þar Sprengisandur og lá gamli Vogavegurinn þar um. Skógfellshraun tekur við þar fyrir norðan og er það all úfið í hraunbrúninni að sunnan.
Siguður Gíslason hjá ÞórkötlustaðadysUpp úr Skógfellshrauni rís allhátt fell sem heitir Stóra-Skógfell. Litla-Skógfell er þar nokkru norðar en er allmikið lægra og skiptir það löndum á milli Voga og Járngerðarstaða. Stóra-Skógfell skiptir löndum á milli Járngerðarstaða og Þórkötlustaða og eru merkin í næsta hnúk. Vogavegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi. Mitt á milli Skógfella er svonefndur Hálfnunarhóll (í Járngerðarstaðalandi) og er þar talið hálfnað til Voga frá Þórkötlustöðum. Hraunið á milli Skógfella og Fagradalsfjalls heitir Dalahraun og nær það fram á móts við Kast. Það er lágt og víða sléttar klappir og mosaþembur.

Skógfell

Stóra-Skógfell – Sandhóll nær.

Úr Stóra-Skógfelli liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði. Frá Kálffelli liggja landamerkin í vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði eins og áður segir. Samkv. þessu er Sandhóll sem er vestur af Kasti og Fagridalur sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða. Aurar heita melar innan við og austan Dalahraun og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum. [Hér gleymist að Þórkötlustaðir (sumir segja Járngerðarstaðir) höfðu selstöðu í Dalseli í Fagradal, norðan Nauthólaflata]. Vesturhluti Beinavörðuhrauns nær vestur í land Þórkötlustaða. Slokahraun er á milli túnanna á Hrauni og Þórkötlustöðum.“

Fagridalur

Nauthólar Í Fagridal.

Aðrar heimildir kveða á um að Járngerðarstaðamenn hafi haft selstöðu í Fagradal. Bæði þeir og Hraunsmenn hafa viljað eigna sér svæðið milli Vatnskatla, Kálffells og Litla-Skógfells. Það hafa einnig Vogamenn viljað gera.

Tóftir Dalsels í Fagradal voru skoðaðar árið 2003. Þær eru á sunnanverðum uppþornuðum lækjarbakka norðan við Nauthóla og Nautaflatir. Sjá má móta fyrir húsum og stekk eða kví ofar. Veggir sjást grónir, en ekki er að sjá hleðslur í þeim. Erfitt er að greina nákvæma rýmisskipan.
Óskipt land Þórkötlustaðabúa er allt að því um 300 hektarar skv. framangreindu.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing – Loftur Jónsson, Grindavík 22. nóv. 1976.
-Guðmundur Benediktsson.
-Sigurður Gíslason.
-Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.
-Árni Guðmundsson.
-Guðmundur Jónsson.
-Áslaug Theodórsdóttir.
-Kristborg Þórsdóttir.
-Guðbjörg Eyjólfsdóttir.
-Jón Eyjólfsson.
-Jón Daníelsson.

Við Þórkötlustaðarétt

Við Þórkötlustaðarétt.

Sveifluháls

 Móbergshryggur myndast í sprungugosi undir jökli eða í sjó. Einstakt afbrigði slíkrar myndunar er móbergskeila, s.s. Keilir. Í rauninni ætti því fjallið að heita Keila – og það er alls ekki of seint að breyta því. Líklega yrði það til að vekja meiri athygli á jafnréttisbaráttunni en nokkuð annað, sem gert hefur verið hingað til.
KeilaMóbergsmyndunin varð liður í bergmyndun landsins frá því fyrir 700 þúsund árum til loka ísaldar. Á því tímabili urðu flestir móbergshryggir landsins til. Þeir eru svo til allir á flekaskilum Evrópu og Ameríku, enda eitt afkvæma gosvirkninnar á sprungureinum. Börn hennar voru dyngjurnar og barnabörnin hraungosin. Hér verður einungis fjallað um forsöguna; „afan og ömmuna“.
Ásarnir, Geitahlíð, Sveifluháls, Núpshlíðarháls og Fagradalsfjall eru dæmi um móbergshryggi, sem myndast hafa við gos undir íshellu á kuldaskeiði. Þeir eru ágæt dæmi um gos undir jökli. Í Æsubúðum á Geitahlíð má sjá ummerki þess að gosið hafi náð upp úr jökulhettunni og myndað móbergsstapa úr bólstrabergi. Víðast hvar annars staðar hefur jökullinn reynt að kæfa gjósku- og klepramyndunina jafnóðum, en henni hefur samt sem áður tekist að bræða ísinn og forma setlaga hryggi úr móbergi í bland við bólstrabergsbrotsmyndun. Sumstaðar birtist það nú sem brotaberg eða sambland af hvorutveggja. Drumbur í Sveifluhálsi er ágætt dæmi um brotabergsmyndunina. Miðdegishnúkur á sama hálsi er hins vegar ágætt dæmi um blandmyndun á gosreininni. Litlu hefur munað að hún hafi náð að sigra jökulinn, en hæðin á yfirborði jökulsins hefur þá verið í u.þ.b. 370 metra hæð (Miðdegishnúkur er u.þ.b. 350 m.y.s., en Æsubúður eru 386 m.y.s). Til samanburðar má geta þess að Keilir (Keila) er nú um 379 m.y.s. svo kollurinn á honum hefur rétt náð að bræða af sér eða kíkja upp úr íshellunni áður en gosið hætti.

Sveifluháls

Landslag á tertíer var frábrugðið því landslagi sem gefur landinu hvað sterkastan svip nú. Hvergi hafa verið jökulsorfnir firðir né tignarlegir stapar eða móbergshryggir. Landið hefur víðast hvar verið fremur slétt og tilbreytingarlítið með einstaka misgengisstöllum, gjám og gíghólaröðum. Hér og þar hafa láreistar dyngjur og allháar eldkeilur [Snæfellsjökull] borið við himin úti við sjóndeildarhringinn. Víða hafa lindir sprottið fram við hraunjaðra og lygnar lindár liðast um grunna dali. Í sigdölum og víðar þar sem grunnvatnsstaða var há voru mýradrög og flóar með smátjörnum. Laufblöð sem fuku út á tjarnir sukku til botns og grófust í leirinn á botninum en annars staðar náðu þykk mólög að myndast í mýrum. Seinna runnu svo hraunlög yfir tjarnirnar og mýrarnar. Laufblöðin steingerðust en mórinn varð að surtarbrandslögum sem óvíða eru þó þykkri en 0,5 – 1 m.
SlagaÞetta voru afleiðinga hlýskeiðsins millum síðustu ísalda. Á því árþúsundatímabili urðu einnig miklar jarðmyndanir og breytingar þeim samfara. Reyndar eru ummerkin þess lítt áberandi á Reykjanesskaganum, en þó má sjá dæmi rofmyndunarinnar á Rosmhvalanesi, Stapanum og í Slögu.
Þegar skriðjökull síðasta jökulskeiðs rann fram reif hann með sér urð úr undirlaginu. Undir jöklinum kallast þessi urð botnurð en jaðarurð þar sem jökullinn rennur fram með fjallshlíðum. Víða klofna jökulstraumar á fjallstoppum sem standa upp úr jökulstraumnum en sameinast svo að nýju neðan þeirra. Slík fjöll, umkringd jökli, kallast jökulsker. Þar sem svo jökulstraumar renna saman neðan jökulskerja sameinast jaðarurðir þeirra og mynda slóð urðar í og á jöklinum sem kallast urðarrendur. Víða má sjá slíkar myndanir, en fæstir setja það í það samhengi að áður hafi þykk íshella þakið annars gróðurvæn svæði. Helstu ummerki eftir jökulinn eru rákir á kaldbökum, sléttum grágrýtisklöppum. Botnurðin, sem jökullinn dregur með sér og ávallt er undir honum, er bæði gróf og fínkorna. Stærstu steinarnir skera djúpar rispur niður í klappirnar en sandur og möl slípar þær og gefur þeim fínlega áferð.
Rispurnar Miðdegishnúkur á Sveifluhálsinefnast jökulrákir (jökulrispur) og eru ávallt samsíða skriðstefnu jökulsins. Jökulrispaðar klappir kallast hvalbök, sem fyrr sagði. Hvalbökin eru aflíðandi og vel slípuð á þeirri hliðinni sem vissi í jökulstrauminn en á hinni hliðinni, sem vissi undan straumnum, er brotsár þar sem ísinn kroppaði úr berginu um leið og hann rann fram af klöppinni. Ávallt eru hnullungarnir, sem drógust eftir klöppinni, núnir og oft einnig jökulrispaðir. Önnur roföfl; vatn, vindur og frostverkun hjálpuðust að. Smám saman, í gegnum árhundruðin, tókst þeim að móta landið – og eru enn að.
Mörg þau gil og skorningar í móbergshryggjunum, sem og margir þeir dalir og firðir sem þykja tilkomumestir í landslaginu eru grafnir af ísaldarjöklunum. Þar sem jöklar gengu fram V-laga dali vatnsfalla víkkuðu þeir þá út og gerðu dalina U-laga. Skriðjöklar sem runnu úr þverdölum voru yfirleitt mun rýrari en jökullinn í aðaldalnum og rofmáttur þeirra því minni. Jökulsorfnir þverdalir eru því oft grunnir miðað við aðaldalinn og kallaðir hengidalir. Víða náðu hvilftarjöklar aðskildra dala að grafa skörð er þeir náðu saman. Varð úr þessu fjölbreytilegt landslag dala, afdala, hvilfta, skarða og horna. Rofmyndunin er einstaklega augljós á Reykjanesskaganum.
Á SveifluhálsiÓlíkt flestum öðrum löndum, sem lágu undir jökli á jökulskeiðum ísaldar, er mikil eldvirkni hér á landi. Jökull, sem liggur yfir eldstöð, hefur afdrifarík áhrif á gosið og veldur því að kvika, sem á þurru landi hefði myndað víðáttumikil hraun, hrúgast upp undir ísnum og vatninu sem bólstraberg eða bólstrabrotaberg í hryggjum og stöpum. Hryggirnir urðu til þar sem gosið náði ekki upp úr jöklinum og náðu því ekki að mynda hraun við þau skilyrði. Hraunin, sem við þekkjum komu síðar; að tilstuðlan dyngnanna og síðar sprungureinagosanna, sem lýst er annars staðar á vefsíðunni í umfjöllun um einstakar ferði um einstök svæði.
Í miðju hinna fimm eldstöðvakerfa Reykjanesskagans eru móbergsmyndanir, 1,0–1,5 km á þykkt, meðan utan þeirra virðast hraun sem runnið hafa á yfirborði mynda stóran hluta staflans. Í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla t.a.m. eru móbergsmyndanir þykkastar undir sunnanverðum Bláfjöllum en þar eru misgengi ekki áberandi á yfirborði. Í Brennisteinsfjöllum og norðan þeirra er sigdalur og mikið af misgengjum en þykkt móbergsmyndana tiltölulega lítil. Mögulegt er að í Bláfjöllum hafi verið sigdalur svipaður þeim sem nú er í Hengli, en að gliðnun í kerfinu hafi flust til vesturs í Brennisteinsfjöll á þarsíðasta jökulskeiði. Víða koma fram grafnir móbergshryggir sem ekki sjást á yfirborði.
Þá er m.a. að finna í Á Sveifluhálsihraununum ofan Heiðmerkur þar sem hryggur virðist liggja austan Helgafells (Markraki) og ná norðaustur í Selfjall. Annar hryggur nær 4-5 km til norðnorðausturs frá norðurenda Bláfjalla, alfarið grafinn í grágrýti. Þessi hryggur kann að veita grunnvatni aðhald og eiga þátt í að austan hans er grunnvatnsborð nokkurn veginn flatt á stóru svæði. Þessi lægð kann að skýra með gröfnum móbergsstapa, svipuðum Lönguhlíð eða Sandfelli. Þykkir staflar hrauna eru milli Bláfjalla og móbergshryggsins sem teygir sig norðaustur frá Brennisteinsfjöllum. Mikill stafli er einnig undir Svínahrauni og norður um Mosfellsheiði. Kringum Geitafell gætu hraun sem að því liggja verið allt að 100-200 m þykk. Meirihluti þessara hraunamyndanna hafa orðið til fyrir síðasta jökulskeið. Hraun runnin á nútíma í Brennisteinsfjallakerfi eru talin er 15±6 km3 og rúmmál móbergsmyndana í kerfinu frá síðasta jökulskeiði er talið af stærðargráðunni 30 km3. Þetta bendir til kvikuframleiðslu upp á 1,5 km3/1000 ár á nútíma en 0,3 km3/1000 ár á síðasta jökulskeiði.J

Á Sveifluhálsi

ón Jónsson (1978) kortlagði mikinn hluta þessa svæðis og Kristján Sæmundsson (1995) vann ítarlegt jarðfræðikort í mælikvarða 1:50.000 af Hengilssvæðinu og nær það kort suður undir Geitafell. Auk Brennisteinsfjalla sjálfra, tekur Brennisteinsfjallakerfið yfir Bláfjöll og Heiðina há en sprungurein þess nær til sjávar austan Krýsuvíkur. Norðan Bláfjalla ná sprungur og misgengi langt inn á Mosfellsheiði. Meðal myndana frá jökulskeiðum eru Langahlíðin sem er að stofni til gríðarstór stapamyndun. Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Bláfjöllin sjálf eru að verulegu leiti úr bólstrabergi og breksíu en víða með grágrýtishettu (Jón Jónsson, 1978). Hvalhnúkur, Austurásar og Vesturásar ná 7-8 km til suðausturs út frá Bláfjöllum og virðast vera framhald gosmyndunar undir jökli.
Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og Leitin tilheyra Brennisteinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til. Mikil misgengi eru norðan Brennisteinsfjalla en mun minna ber á þeim í Bláfjöllum.
Á SveifluhálsiHengilsskerfið er það eina í vestara gosbeltinu sunnan Þingvallavatns sem myndað hefur megineldstöð. Í Hengli er að finna mikinn jarðhita og súrt berg. Hengilskerfið teygir sig norður fyrir Þingvallavatn og rennur þar saman við Þingvallasigdældina. Eldvirkni á nútíma sunnan Þingvallavatns hefur ekki verið eins stór í sniðum og í Brennisteinsfjallakerfinu en goseiningar eru þó allnokkrar, t.d. Hellisheiðarhraunin og dyngjur eins og Selvogsheiði.
Brotahreyfingar hafa verið mjög miklar í Hengilskerfinu. Talið er að kerfið hafi verið virkt í a.m.k. 200.000-300.000 ár (Knútur Árnason o.fl., 1987). Nokkurra kílómetra breiður sigdalur liggur í gegnum Hengilssvæðið. Eru sigstallarnir mjög áberandi í Stóra-Reykjafelli, Skarðsmýrarfjalli, Henglinum og norður um Nesjavelli. Sunnan Hveradala verða siggengi minna áberandi en sprungur eru algengar suður fyrir Selvogsheiði. Meitlar, Lambafell og Geitafell eru stapar og misgreinilegar stapamyndanir eru algengar í fjalllendi Hengilsins.
Dyngja kennd við Trölladal (Árni Hjartarson, 1999 notar nafnið Skálafellsdyngja) og Bitra norðan til á Hellisheiði eru taldar frá lokum síðasta jökulskeiðs. Nyrsti hluti mælisvæðisins nær yfir Mosfellsheiði sunnanverða að Borgarhólum. Borgarhólar eru dyngja, talin mynduð á Eem hlýskeiðinu fyrir rúmlega 100 þúsund árum (Jón Jónsson, 1978; Kristján Sæmundsson, 1995). Að Lyklafelli frátöldu rísa engin móbergsfjöll upp úr hraununum á þessu svæði.
Heimild m.a.:
-http://www.mr.is/~gk/jfr/ordskyr/index.html
-http://www.raunvis.hi.is/~mtg/pdf/RH-2004-12_Blafjoll.pdf

Móbergshryggmyndanir á sunnanverðum Reykjaanesskaga

Eyktir

Sólarhringnum er skipt í fjóra hluta:
•morgun

•dag
•aftann
•nótt

Eyktir-231Samkvæmt fornri reglu var hverjum hluta síðan skipt í tvær eyktir. Í einum sólarhring eru þess vegna átta eyktir, hver um sig þrjár klukkustundir á lengd.
 
Rót orðsins hefur sennilega merkt ‘dráttardýr’ og upphafleg merking orðsins var ‘tíminn sem dráttardýr er spennt fyrir plóg, vagn’.
 
Eyktirnar eru þessar:
•ótta kl. 3

•miður morgunn, rismál kl. 6
•dagmál kl. 9
•miðdegi, hádegi kl. 12
•nón kl. 15
•miður aftann, miðaftann kl. 18
•náttmál kl. 21
•miðnætti, lágnætti kl. 24

Talið er að orðið morgunn sé skylt sögn úr litháísku sem þýðir að ‘depla augum’ og rússneska orðinu mórok sem merkir ‘myrkur, þoka’. Ásgeir Blöndal Magnússon segir í Íslenskri orðsifjabók að orðstofninn hafi í öndverðu verið hafður ‘um mismunandi birtu, blik eða skímu.’
 
Orðið dagur er talið vera skylt orðum sem merkja ‘hiti, eldur, brenna’. Aftann er líklega skylt ‘af’ og ‘aftur’ en einnig getur verið að það sé samsett úr orðum sem merkja ‘eftir’ og ‘dagsverk’ og merki því ‘tímann að loknu dagsverki’. Um ættartengsl orðsins nótt segir Ásgeir Blöndal að lítið sé vitað.

Heimildir:
-Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
-Almanaksskýringar Þorsteins Sæmundssonar.

Heimild:
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4343

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Miðdegisvarðan; Hádegisvarðan frá Straumi.