Gerðavellir

Gengið var um Litlubót vestan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík og litið yfir Fornuvör. Skoðaðir voru Gerðavellir, gengið umhverfis Gerðavallabrunna og síðan haldið yfir að Stórubót. Norðvestan hennar er Junkaragerði það er getið er í þjóðsögunni um Junkara.
Sagan segir að Grindvíkingar, Hafnabúar og Vogamenn hJunkaragerðiafi eldað grátt silfur við Junkara, sem höfðu búðir sínar ofan við Stórubót. Einnig er getið um samnefnt býli í Höfnum. Heimamenn fóru að næturlagi og boruðu göt á skip Junkara, söguðu sundur árar og reyndu þannig að gera þeim sem mestan miska til að losna við þá af svæðinu. Um tíma snérist andstaða heimamanna þó aðallega um Englendinga. Tókst heimamönnum með dyggri aðstoð Þjóðverja frá Básendum og Hafnarfirði, auk Hafnfirðinga og Njarðvíkinga, árið 1532 að drepa á annan tug Engendinga er höfðu hafst við í Virkinu þarna skammt austar með ströndinni, við svonefnda Ensgelsku lág ofan við Stróu-Bót. Þannig áttu þessir aðila sameiginlegan óvin um tíma er enduðu með því að hirðstjórinn lét dæma upp skip Englendinga og eignir til handa kónginum, en lét mannfólkið liggja óbætta hjá garði. Englendingarnir eru sagðir hafa verið dysjaðir utan í virkishólnum (sjá umfjöllun um Grindavíkustríðiðið undir Fróðleikur). Þar með lauk “ensku öldinni” hér á landi.

Gerðavellir

Gengið um Gerðavelli – söguslóðir Grindavíkurstríðsins 1532.

Um búðir Junkara var garður, sem enn sést vel og voru búðir þeirra innan hans og framar. Enn sést móta vel fyrir görðunum og einnig fyrir búðunum innan hans. Eftir að Brunnarnir voru stíflaðir hækkaði í þeim og nær vatnið nú svo til alveg að Junkaragerðinu. Sunnan gerðisins er Hásteinsréttin, há og tignarleg á sjávarbakkanum. Á milli Junkaragerðis og Virkisins liggur Hrafnagjá, full af tæru neysluvatni, sem var meginástæða, auk lendingarinnar, fyrir veru kaupmanna þarna. Norðaustan við Brunnana eru tóftir frá því að Járngerðarstaðafólkið sat þar yfir ánum.
Sumir telja að á Gerðavöllum kunni að leynast minjar allt frá landnámsöld – ef vel væri að gáð.

Gerðavellir

Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.