Gullbringuhellir

Gengið var upp með Gullbringu yfir að Hvannahrauni og spölkorn norður eftir gömlu þjóðleiðinni að Vatnshlíð. U.þ.b. í miðju hrauninu var haldið til austurs upp hraunið og komið staðnæmst við op á löngum helli, sem þar er. Í honum er m.a. halið bæli er bendir til þess að hann hafi verið notaður sem athvarf, t.s. fólks sem átti leið um þessa gömlu þjóðleið.

Gullbringuhellir

Bæli í Gullbringuhelli.

Hellirinn var ekki skoðaður að þessu sinni heldur haldið á hlíðina, austur með norðanverðu Vörðufelli og áfram upp að Eldborg. Staldrað var við á hrikalegri gígbrúninni með útsýni um svo til allt vestanvert Reykjanesið. Sást vel yfir að Hvirfli, Grindarskarðshnjúkum og Syðstubollum í norðri, Æsubúðum í suðri og yfir Sveifluhálsinn, Núpshlíðarhálsinn, Keilir, Fagradalsfjall, Þórðafell og Súlur í vestri. Haldið var niður með Eldborginni og í Brennisteinsfjöll austan við Kistufell. Á leiðinni blasti hinn formfagri Kistudalur við á vinstri hönd. Þegar komið var niður í hlíðina suðaustan undir Kistufelli sást flugvélabrak dreift um urðina, stór hreyfill, vænghluti og skrokkhluti skammt frá. Í hraunrás sáust skrúfublöðin í mosanum. Sagt er frá flugslysi þessu í Flugsögu Íslands.

Brennisteinsfjöll

Kistufellsgígur.

Skýjabakki stefndi inn yfir landið úr austri. Ákveðið var að halda suður með Brennisteinsfjöllum – með hlíðina á hægri hönd og hrikalegt hraunið á vinstri hönd. Morgunsólin varpaði þarna sérstakri birtu á umhverfið svo það var í rauninu engu líkt. Í einu orði sagt var frábært að standa þarna við þessar aðstæður. Áður en komið var á móts við Vörðufellið var haldið þaðan til vesturs og komið niður að Gullbringu í þá mund er regnið byrjaði að láta vita af sér.
Gangan tók rúmlega 4 klst. Frábært veður.

Gullbringuhellir

Í Gullbringuhelli.

Sauðabrekkuskjól

Helstu leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur voru Stórhöfðastígur, Undirhlíðavegur, Dalaleið, Straumsselstígur og Rauðamelsstígur. Flestar leiðirnar lágu saman við Ketilinn þar sem Ketilsstígur tekur við.
HrauntungustígurÆtlunin var að fylgja enn einni leiðinni af Ketilsstíg/Rauðamelsstíg frá Hrúthólma að Hrauntungum. Þessi kafli leiðarinnar hefur einnig verið nefndur Hrúthólmastígur.
Götur og stígar, sem legið hafa saman, hafa gengið undir fleiru en einu nafni. Þannig var stígurinn er lá upp frá Óttarsstöðum, yfir Alfaraleið og um Óttarsstaðasel ýmist nefndur Óttarstaðaselsstígur, Skógargata, Raftastígur eða Rauðamelsstígur. Ein leiðin lá áfram upp úr selinu inn í Hrúthólma og önnur um Skógarnefið. Þar greindist hún í tvennt og hét hin anginn Mosastígur er lá upp að Dyngjum þar sem Hálsagötur taka við ýmist með eða yfir hálsinn eftir því hvert leiðin lá þaðan.
Lagt var af stað frá Katlinum með Hrútafelli í Hrúthólma, niður með Mávahlíðahnúk að Sauðabrekkugjá, framhjá Fjallsgreni, um Almenning, niður í og inn í Hrauntungur og að Krýsuvíkurvegi. Áætlaður göngutíma var 5 klst og 5 mín. Í leiðinni var tilgangurinn m.a. að rekja og staðsetja stíginn í hraununum ofan og neðan við Almenning, en þar greinist hann í nokkrar leiðir og er hvað ógreinilegastur í mosa, lyngi og kjarri. Hefur sérhver valið sér hentuga leið, allt eftir tilgangi og tilefni ferðar hverju sinni. Gatan er greinileg í sléttu hellihrauninu, en ógreinlegri þar sem hraunið verður fjölgrónara og óreglulegra. Með lagni er þó hægt að rekja nokkra anga hennar áleiðis niður í Hrauntungur, þar sem þær sameinast ofan þeirra.
Leiðin frá Katlinum liggur um veg undir vestanverðum Sveifluhálsi, að Djúpavatnsvegi. Við gatnamótin er hlið á beitarhólfsgirðingu. Í dag má þar sjá stikur Undirhlíðavegar sem liggur undir hlíðunum að Kaldárseli og Ketilsstígs er liggur áfram niður hraunið til norðurs. Í Hrúthólma liggja saman Rauðamelsstígur og Hrauntungustígur, sem fyrr segir.
sveppurKetilsstígurinn hefur, sem fyrr segir, verið stikaður spölkorn til norðurs, eða að mótum Reykjavegar (stika 58). Reykjavegur er nútímagöngustígur, 114 km langur, er stikaður var af stórhug milli Nesjavalla og Reykjanestáar. Færa þarf þær stikur ca. 30 m til austurs svo einungis ein leið verði stikuð þessa leið á þessu svæði. Gatan þar er greinileg þar sem hún liggur um slétt helluhraunið.
Þarna, austan Hrútafells, er gott útsýni til Fíflavallafjalls og gíganna norðvestan Hrútafells. Teljast verður til tíðinda að svona mikilfenglegir, mosavaxnir, hraungígar skuli vera nafnlausir. Norðar, undir Fíflavallafjalli, eru Stórusteinabrekkur.
Norðaustan Hrútafells eru gatnamót „Ketilsstígs“ og Reykjavegar. Þar eru um nýlega tilbúna götu að ræða þar sem Reykjavegur liggur að norðurhlíðum Hrútafells. Skammt norðar (GPS: 6356145-2203351) eru gömul gatnamót „Ketilsstígs“ og götu er liggur að Lækjarvöllum norðan Hrútafells. Eðlilegra hefði verið að láta Reykjaveginn liggja eftir þeiri götu, sem vel er mörkuð í landslagið.
Auðvelt er að rekja stíginn (sem enn er óstikaður) að Hrúthólma. Hann er í rauninni óbrennishólmi (hæð) umlukinn hrauni frá nútíma (sennilega 1151). Norðvestar eru Mávahlíðar, ílangar og tignarlegar. Norðar er Mávahlíðahnúkur. Á leiðinni er fallegur, stór, rauðleitur gjallgígur, enn einn slíkur frá nútíma – nafnlaus. Segja má með sanni að svona stór gjallgígur verði að hafa nefnu. Það myndi auka gildi hans til mikilla muna – og jafnframt varðveislugildi til lengri framtíðar (aldrei að vita hvað stórhuga athafnamenn með mikilvirk véltæki dettur í hug á skömmum tíma þegar efni eru annars vegar). Seinni tíma ferðalangar hafa reyndar gefið gíg þessum nafn: „Norðan götunnar er fallegur eldgígur (Drekagígur – sagt er að drekinn hafi rutt úr sér hrauni á daginn, en flogið um og spúið eldi á nóttunni)“. Sagan er vel við hæfi því þarna eru nokkur hraunskil er orðið hafa til á tiltölulega skömmu tímabili (á jarðsögulegum tímakvarða).
Hrauntungustígur Hrúthólmi er vel grasi gróinn í hlíðum, en ber á „skalla“ vegna gróðureyðingar seinni tíma. Af honum er gott útsýni til allra átta. Má af honum kenna fjallahringinn. Leiðin um stíg niður að Búðarvatnsstæði og áfram niður í Óttarsstaðarsel liggur norðvestur af honum, en gatan um Hrauntungustíg liggur til norðurs. Leiðin liggur með austanverðum hólmanum. Þaðan er auðvelt að glöggva sig á framhaldinu.
Í Hrúthólma er sérstakur sveppur á haustin (hér nefndur Hrúthólmasveppur). Hann er gulari, minni og fagurleitari en aðrir sveppir á og við leiðina sem og víðasthvar á þessu svæði.
Mávahlíðar eru norðvestan við Mávahlíðar og Mávahlíðahnúkur norðar. Ágætt útsýni er þarna yfir að Trölladyngju, Grænudyngju og Fíflvallafjalli. Ofar er Hrútargjárdyngja. Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móhálsdal. Dyngjan er kennd við gjána við vesturjarðar hennar. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur.
Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 5000 árum.
Á leiðinni er þarflegt vatnsstæði. Það er hægra megin götunnar, í skjóli við skeifulaga hraunhóla. Við þá eru gatnamót götu er liggur í gegnum úfið hraunið frá Hrútargjárdyngjubrúninni.
Skammt norðan við Hrúthólma er bæði sérkennilegt og stórbrotið jarðfræðifyrirbæri, ekki ólíkt brotahring. Hér mætti kalla fyrirbærið „brotaberg“. Það er austan götunnar. Um er að ræða afmarkað hraunssvæði. Hraunhellan, um 30-40 cm þykk, þá nýstorknuð, hefur brotnað upp vegna mikils undirliggjandi þrýstings glóandi hraunkviku er ekki hefur fundið sér auðveldari áframhaldandi leið undan hallanum. Glóandi kvikan hefur síðan náð að bræða grannbergið og þrýstingurinn minnkað. Í látunum, sem væntanlega hefur tekið mjög skamman tíma á jarðsöglegan mælikvarða, reis brotna hraunhellan upp í einingar og má berja þær augum á þessu tilkomumikla svæði.
Gatan er slétt og stefnir á Sauðabrekkur, sem sjást vel framundan. Varða á hraunbrún á hægri hönd. Við hana liggur gata upp með fyrrnefndri brotahraunraönd, að vesturbrún Hrútargjárdyngju (Reykjaveginum).
Sauðabrekkuskjól Að þessu sinni var ekki leitað að fyrri uppgötvun FERLIRs. Þá fundust í nálægri hraunæð gömul bein, m.a. stuttur, en mjög sver, leggur og stórt mjaðaspjald. Þá eru þarna rifbein og fleiri bein. Leggurinn var á sínum tíma tekinn til handargangs til að reyna að greina af hvers konar „dýri“ beinin gætu hafa verið. Að mati Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum, virðist vera um bóglegg af hrossi (hryssu) að ræða. Annað hvort hefur hún orðið til þarna eða refaveiðimenn borið út hræ og þetta verið leifarnar af því.
Hrauntungustígurinn liggur að og vestan við Sauðabrekkuskjólin. Syðsta skjólið er stærst og tilkomumest. Stundum haf skjólin verið nefnd Sauðabrekkuhellar. Smalar Hraunamanna nýttu þessi skjól fyrir sauði sína og nærsveitunga þegar veður voru válynd og ekki hundi út sigandi. Þá er og ekki ólíklegt að ferðalangar um Hrauntungustíg hafi haft þar athvarf um stund þegar veður voru hundum óhagstæð.
Í nyrsta skjólinu má sjá leifar beina af hrossi. Ekki er ólíklegt að þarna geti verið um hluta af fyrrnefna hrossinu að ræða. Beinin eru mosavaxin, en vel greinileg.
Frá Sauðabrekkukjólunum er gatan ógreinileg. Með lagni má þó rekja hana áleiðis að Sauðabrekkugjárgígunum, norðvestan gjárinnar. Gjáin sjálf er fallegt og tilkomumikið misgengi (N og S). Þegar sólin skín er veggurinn, sem snýr mót austri, ljós yfirlitum, en í regni verður hann svarleitur. Um svo til miðja gígaröðina liggur Hrauntungustígur þvert á gjána á greiðfærasta stað. Varða vísar leiðina.
Áður en komið er að gjánni, þ.e. austan við hana, liggur gata áfram til norðurs. Hægt er að velja hana ef halda á niður að Fornaseli. Þetta er beinasta leiðin þangað, en býsna óljós á köflum.

Ofan við Sauðabrekkugjár er gígaröð. Í syðri röðinni er bæli í einum gígnum. Gólfið hefur verið sléttar, hellur lagðar innst í fletið og steinhella felld fyrir glugga. Þegar hún er fjarlægð birtir verulega í skjólinu. Ekki er auðvelt að finna opið. Norðvestan við gígaröðina er nokkuð slétt helluhraun. Í því er varða. Skammt norðan og vestan við hana eru tvö hlaðin byrgi fyrir refaskyttu. Byrgi þessi eru greinilega mjög gömul. Stórholtsgrenin eru nokkru norðar, vestur undir Hafurbjarnarholti, en Gamlaþúfa er þar skammt vestar.
Þarna er Hrauntungustígurinn vel greinilegur, uns komið er að lágri hraunbrún. Með lagni, og réttum birtuskilyrðum, má sjá stíginn í gegnum mosahraunið, stundum grannan og stundum breiðan. Þá virðist hann hverfa, en Fjallsgrensvarðan framundan segir til um leiðina. Við hana greinist gatan í tvennt; annars vegar til hægri og hins vegar til vinstri. Hægri leiðin liggur beinna við Hrauntungunum, en hún er ógreinilegri. Vinstri leiðin, sem hér var valin, er greiðfærari og liggur með holtum og hæðum, áleiðis að Straumsselsstíg og Straumsseli. Vörður vísa leiðina (stundum reyndar litlar á löggiltan vörðumælikvarða alfaraleiðanna). Sú leið er rakin var greinir götuna á köflum þar sem hún kemur upp úr gróningunum og myndar áför á hraunhryggjum. Hún hlykkjast áleiðis að og austru fyrir Hafurbjarnaholt. Það mun vera kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum. Ekki má tengja þá frásögn Hafurbjarnastöðum innan við Sandgerði þar sem beinin fundust fyrrum og sjá má nú undir glergólfi Þjóðminjasafnsins.
Héðan verður að nota öll þau skilningavit, sem Guð gaf, ef rata á rétta leið. Með mikilli gaumgæfni, hiki, efassemdum og niðurstöðum er hægt að rekja sig eftir landslaginu, áleiðis niður að Brunntorfum. Gatan er hlykkjótt, en jafnan farið um lænur og gróninga. Jarðhallinn er bæði eðlilegur og sanngjarn; hvorki yfir sprungur að fara né brúnir.
Þegar komið var að brúnum Brunntorfanna var hægt að velja a.m.k. þrjár leiðir; um vestanvert Fornasel, leið um hraunlægð vestan hennar eða leið millum Fornasels og Gjásels. Þar eru gatnamót leiðar milli seljanna, vel greinileg og vörðuð. Valin var leiðin „á millum“. Þá var komið að skógarbrún Skógræktar ríkisins.
Hrauntungustígur Með góðu móti var hægt að rekja sig niður gróna hraunhlíðina og gegnum skóginn. Ljóst er að þar þarf að ráðast í léttvægt skógarhögg á einstaka stað til að greiða fyrir einni rein Hrauntungustígsins eins og hann var fyrrum. Það ætti bæði að þykja eðlilegt og sjálfsagt því skógræktarfólk hefur fyrr á áratugum farið allfrjálslega með staðsetningu sína á nýgræðlingum. Víða hefur verið plantað í gamlar götur og jafnvel fornminjar. En vitund og vitneskja hinna sömu hefur vonandi breyst með betri upplýsingu í seinni tíð.
Þegar komið var norður fyrir skógræktarlundinn lá gatan augljós framundan – í gegnum Hrauntungur. Á landakortum eru Hrauntungur rangt staðsettar (en það er nú önnur saga, eða sögur, því mörg eru rangnefnin á þeim greyjunum). Við götuna er Hrauntunguhellrar, fyrirhleðsla um skúta er birkihrísla hefur nú hlulið. Varða er ofan við. Sagt er að í Hrauntungum sé óhreint, þ.e. fólk hefur á ferðum sínum bæði séð og skynjað ýmislegt er „óhreint“ getur talist. Frásagnir um slíkt hleypti þátttakendu kappi í kinn, enda ekki vanþörf á eftir langa göngu.
Við enda Hrauntungustígsins, áður en hann fór upp á Brunabrúnina, situr nú settlegur hraunkarl er fylgist bæði vel með öllu er gerist og ekki gerist.
Í dag kemur Hrauntungustígurinn upp í nútímagryfjur Skógræktar ríksisins í Brunanum (Nýjabruna/Háabruna). Þær eru sem minnisvarði, eða a.m.k. áþreifanlegur vitundarvottur um það er þröngsýn hagsmunaöfl selja ómetanleg framtíðarverðmæti sýnum eigin metnaði til framdráttar. Ólafur Þorvaldsson segir í grein sinni um „Fornar leiðir…“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48, að í gegnum Brunann hafi verið „rudd allgreiðfær gata, sennilega gerð á svipuðm tíma og Stórhöfðastígur, en hver það hefur látið gera veit víst enginn, en mjög gamlar eru þessr vegabætur og eru þær sennilega fyrstu vegabætur sem gerðar hafa verið til Krýsuvíkur“.
Vörðu hefur verið þyrmt á hraunhól í gryfjunum. Líklega hefur sú varða verið við stíginn í gegnum fyrrum hraunið. Önnur varða er norðvestanvert við gryfjurnar. Þar liggur Hrauntungustígurinn niður á slétt hellurhraun Hellnahrauns og áleiðis að skarðinu á Ásfjallsöxinni. Tilkomumikill hraunkarl er á hægri hönd við götuna.
Hrauntungustígur Í þessari ferð endaði gangan við sunnanverðan Krýsuvíkurveginn. Þar er slétt helluhraun á kafla milli úfins aplahrauns Nýjahrauns (Kapelluhrauns). Gatan lá áfram til norðurs norðan vegarins, en nú er búið að gera veg ofan í hann að fiskhjöllum. Frá þeim lá leiðin um Dalinn norðan Grísaness og um fyrrnefnt skarð (Hádegisskarð) á Ásfjallsöxlinni – að Ási og áfram niður til Hafnarfjarðar.
Áður fyrr lá leiðin millum staða, sem ferðalangar eða „þurfalingar“ þurftu að fara af ýmsum ástæðum. Þá var hún langt torfæri. Í dag er leiðin kærkomið tækifæri til að sjá og skynja, bæði fyrrum sögu og ekki síður stórbrotið útsýni og jarðsögu svæðisins. Það að ganga þessa leið, sem og aðrar, kostar í rauninni einungis þægilegt strit og eðlilegt skóslit, en ávinningurinn er slíkur að enginn, sem á annað borð er sæmilega göngufær og getur slitið sig frá sjónvarpsglápi eða öðrum ávana, ætti að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara.
Ekki er raunhæft að nefna Hrauntungustíg svo nema frá Hrúthólma. Þar koma saman Rauðamelsstígur, sem fyrr segir, og er liggur síðan áfram að Ketilsstíg. Hvort og hvaða götur megi telja svonefnda “heilsársstíga” er erfitt um að segja. Að öllum líkindum voru þeir allir, meira og minna eða misjafnlega, eftir aðstæðum, farnir allt árið. Ljóst er að Hrauntungustígurinn er einungis ein leiðin af nokkrum á þessu svæði. Auk þess ber að hafa í huga að Hrauntungustígurinn norðanverður var ekki „einn“ heldur og nokkrar leiðir milli sömu endamarka.
Hrauntungustígur„Gangandi menn fóru oft um tvo stíga, Stórhöfðastíg og nokkru vestar Hrauntungustíg, milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur, svo og ef farið var með fáa hesta að vetrarlagi.
Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum, umhlaðið í Ási, og oft gist þar ef menn komu t.d frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls og suður yfir Selhraun að Stórhöfða og þaðan áfram að Fjallinu eina og komið inn á Undirhliðaveg við Norðlingaháls. Ef menn völdu Hrauntungustíg var farið frá Ási um Skarð vestan Ásfjallsaxlar yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness og stefnan tekin á Hrútafell, en skammt þar sunnan við er komið inn á Ketilstíg“ (Ólafur Þorvaldsson 1949).
Það áttu samt ekki allir hesta, samanber gamla konan sem hafði flutt til Hafnarfjarðar og fann að dauðinn nálgaðist. Hún tók sig til einn morguninn að vorlagi og hélt sína leið (þá stystu) um Hrauntungustíg til Krýsuvíkur, sótti sér vígða mold úr skjóðu og bar á baki sér heim í Hafnarfjörð. Hún vildi hafa sína mold úr Krýsuvík þegar rekunum var kastað.
Ólafur Þorvaldsson greindi m.a. frá því að: “Ef snjó setti niður af austri eða norðaustri, t.d. meðan menn höfðu viðdvöl í kaupstaðnum, var venjulega snjóléttara á þessum leiðum (Hrauntungustíg og Stórhöfastíg) en með Undirhlíðum og Hálsum.” Þar af leiðandi voru þessar leiðir farnar á hestum og gangandi á þeirri tíð þegar hestaferðir voru eingöngu tíðkaðar enda vagninn eða bíllinn ekki kominn til sögunnar. Og ekki var ósjaldan farið með hesta milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar á vetrum (JG).
Gengnir voru 18 km, þ.e. milli Ketilsins í vestanverðum Sveifluhálsi að Krýsuvíkurvegi.
Frábært veður – sól og blíða. Gengið var í 4 klst og 40 mín. Alls tók ferðin, með leitum og áningum, 6 klst og 30 mín.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Þorvaldsson 1949. Fornar slóðir milli Krísuvíkur og Hafnarfjarðar. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48. Bls. 81-95.
-Jónatan Garðason

Kvöldútsýni úr Hrauntungunum

Kvöldsýn í Hraunum.

 

Járngerðarstaðir

Á og við Járngerðarstaðatorfuna má finna ótal örnefni, sem ýmist tengjast atburðum er eiga að hafa átt sér þar stað fyrrum, ábúendum, átrúnaði eða öðru. Hér á eftir eru taldin upp nokkur örnefni. Þau hafa verið færð skilmerkilega inn örnefnauppdrátturá drög af uppdrætti af svæðinu, öðru áhugasömu fólki til glöggvunar. Nú hafa einnig verið gerðir slíkir uppdrættir af vestasta hluta Járngerðarstaðahverfis, þ.e. svæðinu ofan við Stórubót og Gerðavöllum að Stekkhól, mörkum Húsatópta, Hópssvæðinu, Þórkötlustaðanesi og Stað. Framundan er að gera uppdrátt af Þórkötlustaðahverfinu og Hrauni.
Járngerðarstaðahverfi er næst utan við Hóp. Upplýsingar um eftirfarandi örnefni eru frá Þorsteini Bjarnasyni frá Háholti, Ingibjörgu Jónsdóttur kennara, systur hans, Sæmundi Tómassyni frá Járngerðarstöðum, Spítalastíg 3 í Reykjavík, Guðsteini Einarssyni hreppstjóra í Grindavík o.fl. Það var Ari Gíslason sem skráði. Farið var með Guðjóni Þorlákssyni í Vík um svæðið með það fyrir augum að skoða þegar skráð örnefni og til að benda á önnur, óskráð.
TóftFyrst er það ströndin og fjaran að vestan til austurs. „Næst austan við Stórubót eru klettar sem ganga fram í sjó og heita Vestri-Hestaklettur og Eystri-Hestaklettur. Örnefni þau sem hér hafa verið talin eru öll í fjörunni en upp frá því er landið bakkar og sléttarhraunklappir. Ofan við Eystri-Hestaklett er svonefnd Engelskalág sem er nú að fyllast upp. Þar var eitt sinn barist við Englendinga. Austur af Eystri klettinum er Hvítisandur og þar næst austur er Stakibakki sem nær fram í kambinn. Hér er kamburinn að vinna á en bakkinn að minnka af sjávargangi. Fram af þessu plássi eru svonefndar Flúðir milli Eystri-Hestakletts og Stakabakka.
Næst við Stakabakka er vik sem heitir Litlabót og nær hún að Lönguklettum. Út úr Litlubót er rás sem heitir Litlubótarrás og liggur í Önnulón í sjó. Austan við rásina er Litlubótarpyttur. Við hann er Pyttsker. Vestarlega í Lönguklettum er Fúlalón. Framar í fjörunni er Sölvalón. (S.T. þekkir ekki Ormalón sem sagt er í Garðhúsafjöru.) Næst Lönguklettum heita Vestri-Þanghóll og Eystri-Þanghóll. Í stórstraumsflóðum fellur að þeim en þeir fara ekki í kaf.
Fram af Þanghólum og milli þeirra eru berar klappir er heita Sjálfkvíar eða Sjálfkvíarklöpp og Sjálfkvíarlón er þar fram af. Milli Sjálfkvíarklappar og Litlubótarrásar er Rafnshúsafjara. Þar höfðu Rafnshús leyfi til að skera þang. Áfram austur eftir er malarkampur. Austan við Eystri-Þanghól er Fornavör.
Draugalón er í kvos milli Eystri-Þanghóls og Í JárngerðarstaðahverfiSjálfkvíarklappar. Það er fúll pyttur, 3-4 metrar á dýpt sem þang safnaðist í og fúlnaði. Langitangi er austan við Fornuvör niðri í fjöru og kemur ekki upp nema í stórfjöru. Þar var farið í beitifjöru í gamla daga. Upp af Langatanga er Garðhúsafjara en austan við hann er Helgubás. Sumir nefna Langatanga Kvíhúsatanga. (S.T. hefur ekki heyrt um Akurhúsavör.)
Upp af Fornuvör eru leifar eftir Kvíhús niðri á sjávarbakkanum og þar eru Gömlu-Rafnshús um 150 m austar. Akurhús sópaðist af grunni í sjávarflóði 1925 en þá urðu nokkrir bæir að hólma. Kamburinn framan við Kvíhús og Akurhús er kenndur við bæina, Kvíhúsakambur og Akurhúsakambur. Tangi gengur þarna fram sem heitir Akurhúsanef. Vestan við nefið eru fjörurnar nefndar Vallarhúsafjara og Akurhúsafjara. Austan við Akurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var kallaður Gamlisjór. Næst nefinu var Stokkavör, þá Suðurvör og síðan Norðurvör sem hét öðru nafni Skökk. Næst austur Járngerðarstaðiraf er Staðarvör. Þar var uppsátur Skálholtsskipa og síðar útgerðin. Þegar S.T. fékk lóð þarna og gróf niður í kálgarði sínum voru þar fyrir vaðsteinar og brýniskubbar o.fl. í axlardýpt.“ Kálgarðurinn var við Varir, sem er gegnt Flaggstangarhúsinu.
Þá er komið inn (austur) fyrir hina nýju varnargarða. Þar hefur orðið talsvert rask síðan bryggjan í Járngerðarstaðahverfi var byggð og grafið var inn í Hópið, auk varnargarðanna.
„Næstur er Svartiklettur austan við Staðarvör, upp úr sjó í fjörunni. Þar upp af heitir Svíri, klettahryggur sem aðskilur Hópið frá sjónum. Út af honum kemur vestri garður hafnarinnar. Vegur liggur eftir Svíra fram á bryggjurnar sem eru innan á hafnargarðinum. Á Svíra var hlaðin varða, Svíravarða, en áður bar Svartiklettur þetta nafn. Fram af Svíra gengur Vestri-Rifshaus að mynninu á Hópinu. Hópsós er aðalósinn á Hópinu, líka nefndur Ystiós en einnig voru þar smáósar, Miðós og Barnaós vestastur. Miðós var dýpkaður og gerð innsigling eftir honum inn í Hópið en hinir eru horfnir við uppfyllingu. Þegar ekki var lendandi í vörunum áður fyrr var farið inn í Hóp og lent í Kvíaviki en það hefur nú verið fyllt upp og byggðir tankar á því.

Í Járngerðarstaðahverfi

Kvíavikið var suðvestan við Álfsfit, innan við Svíra. Úr vikinu til vest-suðvesturs vottaði fyrir troðningum um síðustu aldamót sem kallaðir voru Eyrargata. Sagnir voru um að það væri kirkjugata frá Þorkötlustöðum að Stað en þá átti Hóp að hafa verið grasi gróið valllendi. Sagnir voru einnig um að Staður hafi verið í miðri sókn áður fyrr.“ Samnefnd gata lá einnig milli Hrauns og Þórkötlustaða, yfir Slokahraun og með (þá) sendinni ströndinni yfir Þórkötlustaðanesið.
Og þá er horfið aftur að upphafsstað og nú farið ofan strandar. „Nú er að bregða sér aftur á þurrt og koma að Markhól sem fyrr var getið. Fyrir ofan og austan hann er Stórhóll, sem áður er getið. Þar austur með er Hrafnagjá upp af Sandvikinu, en hún liggur til austurs. Stekkjarhólar eru rétt niður við kampinn.
Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana en þeir reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum) eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli og hét þar Skipsstígur. Hellurnar eru kallaðar upp af Engelskulág.  Grasslakki er milli kambsins og Hella. Hellur eru ávalar og lágar hraunhellur og var þar þurrkað þang á haustin. Upp af Hellum fjær sjó eru Hraunsstekkjarbrunnar sem eru tjarnir. Ganti er klettarani með grasi utan við túnhliðið og Traðirnar voru þar frá bæ vestur úr. Grasbrekka eða bolli er í Ganta sem er hraunhóll sléttur að ofan og er af honum mikið útsýni.“ Suðvestan í Ganta er tóftarbrot, sennilega hlaðið gerði í tengslum við Hraunsstekkinn og Hraunsstekkjarbrunna. Við þá er stekkurinn og sést hann enn.
„Hliðið á túngirðingunni að vestan hét Tíðahlið en þá var grjóGömul gatatgarður kringum túnið allt. Um hliðið var farið þegar farið var til tíða að Stað. Aðeins utan við túngirðinguna sunnar er Píkuskarðsklettur. Á móti honum innan túngirðingar er Sölvhóll (S.T. þekkir ekki nafnið Sölvaklett.) Hólsbyrgi er grösug hæð utan túns. Þar var hádegi frá Járngerðarstöðum. Það er austan við Litlubót.“ Hólsgarður er heillegur austan í Sölvhól.
„Norður af bæ á Járngerðarstöðum er Vatnsstæði. Suður af bænum er Dalur. Í honum er tjörn sem gætir flóðs og fjöru í. Sunnan við Salinn er Sölvhóllinn. Hann mátti ekki slá því þá sólbrann hann. Upp af Vatnsstæðinu er Einisdalur. Þar vestan við túnið er Einisdalshraun en suður af því eru Hraunsstekkirnir. Niður af Vatnsstæðinu, vestan við gamla heimabæinn, er Bóndastekkatún. Austan við Járngerðarstaði var kot sem hét Langi eins og áður er getið. Túnið milli Járngerðarstaða og Garðhúsa var Langatún. Fyrir framan Garðhús hét Helgavöllur. Næsta spilda niður að dalnum og Vallarhúsum heitir Helmingavöllur. Vestan við Járngerðarstaði, sjávarmegin við Traðir, er Halavöllur. Norðan við Traðirnar meðfram garðinum var Skjölduskák en fjær var Fjósaskák. Drumbar voru norðar að Garðhúsatúni, norðan við Fjósaskák.
Þá skulum við aftur koma að Hópinu þar sem frá var horfið við Svíra. Áfram austur með því er Álfsfit og Krosshúsvikradalur næst bryggjunum. Þá er Rafnshúsafit austan við Krosshúsvikradal og Eystri-Vikradalur er þar fyrir austan. RafnshúsEr þá komið á merki móti Hópi.
Verður nú tekið það sem eftir var af landi jarðarinnar og haldið til heiðarinnar. Skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra. Er sagt að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum. Gjá þessi er upp af Vatnsstæðinu.“ Ofan (norðvestan) við Silfru er Nautatún. „Fast við það [Vatnsstæðið] er varða við veginn til Keflavíkur og heitir hún Títublaðavarða. Fleiri gjár eru og hér. Stamphólsgjá er ofan við byggð í Járngerðarstaðahverfi. Hún er einnig í Hópslandi að hluta. Svo er Gjáhúsagjá í túninu. Upp af Silfru voru Eldvörpin en þau eru nú horfin því herinn sléttaði þau út. Vestur af þeim er Eldborg. Þar upp af er graslendi sem nefnt er Lágafellsheiði. Um hana lá vegurinn til Keflavíkur.“
Kjöthóll sést vel við Dalinn sunnan Járngerðarstaðatorfunnar. Þá sést og vel móta fyrir hinum gamla túngarði Járngerðarstaða er náði frá Nautagjá um Drumba og Langatún yfir að hæð þeirri er Krosshús og fleiri standa á nú. Þar beygði garðurinn til suðausturs og sést móta fyrir honum þar. Gömul gata lá sunnan við Sæból og sést enn í túninu.
„Gæðingadys“ er myndarlegur hóll í Garðhúsatúni, norðan Garðhúsa. Þar dysjaði Einar Jónsson í Garðhúsum gæðinga sína með fullum reiðtygjum „með höfðinglegum hætti“.
Og ekki má gleyma dys Járngerðar, sem mun vera undir Verbrautinni gegnt Gömlu-Vík. Sjá má í eitt hornið hennar, skv. upplýsingum Tómasar Þorvaldssonar frá Járngerðarstöðum.

Heimildir:
-Örnefnaskrá fyrir Járngerðarstaði – Örnefnastofnun Íslands.

Í Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi.

Garðastekkur

Skilti hefur verið afhjúpað sunnan Garðastekks utan Garðahrauns (Gálgahrauns) með gagnlegum upplýsingum um sögu og minjar svæðisins.
Gardahraun-1Það voru Hraunavinir í samvinnu við umhverfisnefnd Garðabæjar sem unnu og settu skiltið upp. Á því má m.a. lesa eftirfarandi:

Gálgahraun

Gardahraun-2

Gálgahraun tilheyrir víðáttumiklu hrauni sem rann frá Búrfellsgíg fyrir um 8.000 árum. Búrfellshraun ber nokkur mismunandi nöfn og heita nyrstu hlutarnir Flatahraun, Klettar og Gálgahraun en sameiginlegt nafn þeirra er Garðahraun. Gálgahraun var friðað ásamt fjörum og grunnsævi Skerjafjarðar 6. október 2009. Friðunin spannar 1;0815 km2 svæði sem samsvarar 108 hekturum.

Fógetagata (Álftanesgata)
Gardahraun-3Gatan var alfaraleið Álftnesinga áður en vagnfær vegur var lagður snemma á 20. öld. Þeir sem áttu erindi til Bessastaða kölluðu leiðina Fógetagötu á meðan fulltrúar konungs sátu staðinn. Leiðin var greiðfær í björtu en gat verið þungfarin í dimmviðri og hríðarbil. gatan sést greinilega þar sem hún hefur grópast ofan í hraunhelluna í aldanna rás. Að austan liggur hún um grunnt skarð við Hraunvík og kvíslast í Nyrðri Fógetagötu og Syðri Fógetagötu við Litla Skyggni. Hún sameinast á smákafla nærri Stóra Skyggni áður en hún skiptist aftur í Garðastíg (Garðagötu) sem tengist kirkjustaðnum Görðum og Álftanesgötu sem liggur út á Álftanesið.

Móslóði

Móslóði

Móslóði.

Á meðan mór var notaður til að viðhalda glóðinni í eldstæðum þeirra sem bjuggu í kotunum í Álptaneshreppi hionum forna var hann tekinn í Hraunsholtsmýri, Lágumýri og Arnarnesmýri. Leiguliðar Garðakirkju sem bjuggu í Hafnarfirði og Garðahverfi fóru ófáar ferðir um Móslóða til að sækja mó í mýrarnar. Ennþá er hægt að sjá hvar vegslóðinn lá milli mýranna og Vegamóta við Álftanesveg. Þar komu leiðirnar frá Garðahverfi, Hafnarfirði og Álftanesi saman.

Gálgaklettaleið
Gardahraun-4Gálgaklettaleið sveigir út af Fógetagötu í miðju Gálgahrauni skammt frá Stóra Skyggni. Auðvelt er að rata með því að taka stefnuna til norðurs og miða við Bessastaði. Nokkrar djúpar gjótur eru sunnan Gálgakletta og hægt að fara austan eða vestan þeirra áður en komið er að Gálgaflöt.

Sakamannastígur
Sakamannastígur er í hraunjarðrinum sunnan Lambhústjarnar. Leiðin var einnig nefnd Gálgastígur eða Aftökustígur og gefa nöfnin til kynna hvað þarna fór fram. Stígurinn virðist hafa verið fjölfarin en hann liggur framhjá Litla Gálga áður en komið er að Gálgaklettum. Þokkaleg lending er við Gálgaflöt, líklega voru sakamenn stundum ferjaðir yfir Lambhústjörn frá Bessastöðum. Þeir sem hefja göngu við Hraunvík geta nálgast Gálgakletta með því að fylgja strandlengjunni. Leiðin liggur framhjá Eskinesi og smátjörnum Vatnagarða áður en komið er að Gálgaklettum.

Gálgaklettar

Gardahraun-5

Gálgaklettar sem heita allt eins Gálgar eru þrír talsins: Vestur Gálgi, Mið Gálgi og Austur Gálgi. Þeir virðast vera dekkri yfirlitum en klettarnir umhverfis þá og nafnið hefur nægt til að skjóta fólki skelk í bringu í aldanna rás. Staðkunnugir kölluðu klettana einu nafni Gálgaklofning þar sem þetta var upphaflega einn klettur sem klofnaði í þrjá hluta. Samkvæmt munnmælum voru sakamenn hengdir í Gálgaklettum, en ekki eru til ritaðar heimildir sem staðfesta þetta. Samt sem áður hafa mannabein fundist nærri Gálgaklettum. Þau styðja þessar sagnir.

Eskines

Gardahraun-6

Eskines er sá hluti Búrfellshrauns sem lengst nær frá eldstöðinni Búrfelli. Ysti hluti Eskiness er í 12 km fjarlægð frá miðhluta Búrfellsgígs. Nærri hraunjaðrinum er kofarúst frá seinni hluta 19. aldar þegar Þórarinn Böðvarsson prestur frá Görðum ætlaði að koma þar upp æðarvarpi. Hann lét byggja kofann og fékk vinnuhjú til að búa þar með hænsni yfir sumartímann, en æðarvarpið misheppnaðist. Eskines er nánast flæðisker sem hefur sigið í aldanna rás og drukknuðu þar 40-50 kindur í eina tíð. Huga þarf að sjávarföllum ef farið er út á nesið, einkum á stórstraumi. Ofan Eskineseyra eru Eskinesklettar.

Garðastekkur
Gardahraun-7Garðar var einn ríkasti kirkjustaður landsins um aldir og umhverfis prestsetrið var fjöldi hjáleiga sem nefndust einu nafni Garðahverfi. Garðakirkja átti miklar lendur. Á veturna var búsmalanum haldið til beitar í Garðahrauni og Garðastekkur gegndi mikilvægu hlutverki. Vestur af honum eru húsatóftir og á hraunrana er hrunin fjárborg. Þessar minjar vitna um horfna búskaparhætti.

Kjarvalsklettar

Garðahraun

Garðahraun – Kjarvalsklettar.

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var heillaður af hraunlandslagi og fór á sömu staðina á mismunandi árstímum til að mála. Ákveðnir drangar í Klettahrauni urðu honum hugleiknir en hann málaði einnig aðra kletta sem finna má í grenndinni. Kjarvalsklettar í Garðahrauni koma fyrir í nokkrum tugum málverka meistarans. Kjarval nefndi þessi málverk ýmist Hraun, Úr Gálgahrauni, Úr Bessastaðahrauni eða frá Álftanesi.

Galgahraun-kort

Auk þess má bæta við að fjölmargt annað áhugavert má berja augum í nágrenninu. Má þar t.d. nefna Garðagötuna fyrrnefndu. Hún sést enn mjög vel ofan núverandi Álftanesvegar þar sem hún liðast upp norðanvert Garðaholt. Við götuna er Mægðnadys, hlaðið hringlaga leiði, og skotgrafir frá stríðsárunum hafa verið grafnar þvert á götuna efst á holtinu auk tveggja skotbyrgja. Sambærilegar skotgrafir má sjá nánast við hvern klapparhól á Garðaholti. Austar liggur Kirkjustígurinn frá Hraunsholti að Görðum. Við hann er Völvuleiðið, hringlaga hlaðin dys. Á milli þessara tveggja dysja má auk þess sjá enn eina hringlaga hlaðna dys í holtinu.
Hafa ber í huga að kortið á skiltinu lýsir fyrst og fremst áhugaverðum gönguleiðum um svæðið, en ekki fornum þjóðleiðum. Þá myndi það líta öðruvísi út sbr. meðfylgjandi loftmynd.

Garðahraun

Í Garðahrauni.

Bollar

Gengið var um Bollana í Grindarskörðum. Útsýnið var stórbrotið.
Bollar-22Þegar Grindarskörðin eru skoðuð virðist a.m.k. tvennt augljóst; annars vegar eru þekkt örnefni ekki rétt staðsett og hins vegar eru þau ekki öll skráð. Þrátt fyrir mikla umferð um Skörðin fyrrum virðast örnefnin sum hver ekki hafa varðveist á bókfell. Ástæðan gæti annað hvort hafa verið sú að örnefnins hafi einfaldlega gleymst eftir að alfaraleiðin um Selvogsgötu (Suðurfararveg) lagðist af eða að ekki hafi náðst að skrá þau á bókfell áður en kunnugir hurfu á vit frumefnanna.
Augljóst má telja að Stóri-Bolli er gígur norðan í ónefndum hnúk mun eldri. En gígurinn sá, u.þ.b. 30 m djúpur, hverfur inn í hnúkinn þegar horft er í áttina að honum mót suðri. Um gíginn hafa fáir þurft að fara forðum – og jafnvel enn þann dag í dag.
Þrátt fyrir það er hann einn hinn tilkomumesti á meðal gígbræðra hans á Íslandinu öllu. Hnúkurinn ofan Stórabolla gæti þess vega Kerlingarhnukur-201heitið Stórabollahnúkur (eða Kóngsfell eins og skráð hefur verið) og hnúkurinn við Miðbolla gæti heitið Miðbolla- eða Tvíbollahnúkur. Syðstubollar ofan Kerlingarhnúks hafa af sumum verið nefndir Þríbollar, en ef betur er að gáð eru bollarnir 6 að tölu og því hlýtur að vera um rangnefni að ræða.
Þegar horft er til Bollanna er Stórubollahnúkur þeirra tilkomumestur. Hnúkurinn gæti því hafa verið nefndur Kóngsfell fyrrum. Efst á honum er varða, en engin slík er á hinum hnúkunum.
Vestan við Tvíbolla er röð lítilla gjallgíga er nær að Syðstubollum. Svo virðist sem um gos á sprungurein hafi verið að ræða og þá gosið á sama tíma.
Eftirfarandi umfjöllun um þá og nálæg hraun birtust í Náttúrufræðingnum 1977, 1983 og 1997. Höfundar eru Jón Jónsson, Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson. Um úrdrætti er hér að ræða:

Sydstubollar

„Við Grindarskörð er röð af hnúkum, sem bera við himin norðan frá séð og flestir munu nefna Bolla, Stóra-Bolla, Mið-Bolla eða Tví-Bolla og loks Þrí-Bolla [Syðstu-Bolla]. Að minnsta kosti tvö þessara nafna eru notuð um móbergshnúka, sem harla litla bollalögun hafa, og er raunar með ólíkindum að nöfn þessi hafi þeim nokkru sinni verið gefin eða ætluð. Gildir þetta um Stóra-Bolla og Þrí-bolla en öðru máli gegnir um Mið-Bolla eða Tví-Bolla, sem hér verða nú gerðir að umtalsefni. Ekki dettur mér [J.J.] í hug að efast um að Bolla-nöfnin eigi við gígi þá og gígskálar, sem þarna eru, en í einhverju undarlegu hugsunarleysi hafa þau verið færð yfir á þann hluta landslagsins, sem er mest áberandi, séð úr byggð.
Stóri-Bolli er einna besta dæmið um þetta. Hann er geysistór gígskál norðan í móbergshnúk, sem vel mætti heita Bollatindur en engan veginn Bolli. Raunar er svo Tví-bollar-201að sjá sem allmikill nafnaruglingur hafi hér átt sér stað. Í dagbók Guðmundar G. Bárðarsonar stendur eftirfarandi ritað 18. ágúst 1931: „Bolli mikill er framan í Kongsfelli og hefur frá honum fallið mikið hraun, sem hefur myndað ávala bungu neðan við gíginn ð Kongsfell er úr móbergi.“ Af þessum ummælum Guðmundar sýnist mér fullljóst að hnúkurinn, sem Stóri-Bolli er norðan í, sé hið raunverulega (litla) Kóngsfell en ekki sá lítt áberandi gígur við Stórkonugjá og Selvogsgötu, sem nú er látinn bera það nafn. Stóri-Bolli hefur hellt úr sér miklu hrauni, sem nær allt norður að Undirhlíðum en látið sér nægja að spýta hraungusum upp á móbergshnúkinn sem stolið hefur nafni hans.

Tví-Bollar
Í stað Mið-Bolla nota ég nafnið Tví-Bollar, því bæði er að það er til (Sigurðsson, 1976), og svo er Tvibollar-2það í fyllsta máta réttnefni. Gígirnir eru nefnilega tveir saman og mætti sannarlega kalla þá Litla og Stóra, því litli gígurinn nær hinum varla í „mitti“ og er honum á hægri hlið sé horft í norður. Báðir eru gígirnir brattir, hlaðnir úr gjalli og gjallkleprum og mjög unglegir. Stærri gígurinn er um 35—40 m hár yfir umhverfið og í um 480 m hæð yfir sjó. Hann er opinn móti norðvestri og þá leið hefur hraunið runnið, fyrst í bröttum fossi en síðan að mestu í neðanjarðarrásum og hellum, sem hafa kvíslast á ýmsa vegu þegar neðar dró. Hinir svo nefndu Dauðadalahellar, sem margir kannast við, eru í þessu hrauni. Það hefur runnið yfir hraunið úr Stóra-Bolla. Mjó kvísl hefur runnið meðfram Lönguhlíð og kvíslast þar á ýmsa vegu en meginhraunið hefur fallið í breiðum fossi allt norður að Helgafelli. Loks hefur það sent mjóan straum vestur með Helgafelli að suðvestan.

Tvibollar

Má þar víða sjá að það hefur fallið ofan í sprungur í eldra hrauni, því sem Gullkistugjá er í og ég tel að komið sé úr Stóra-Bolla. Það hefur þar, niðri á sléttlendinu, belgst upp í háar bungur og ávala garða. Út frá þeim hafa svo hér og þar komið undanhlaup, sem eru svo þunn að talsverða aðgæslu þarf til að fylgja brúnum hraunsins.

Tvíbollahraun
Tvibollar-3Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins og hef ég áður fjallað um þá (Jón Jónsson 1977a). Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 40-60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígarnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn göng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu.
Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið Storibolli-201niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C14 ár, (Jón Jónsson 1977a) en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.

Aldur hraunsins
StoribolliNokkur ár eru nú liðin frá því að ég fyrst frétti um að jarðvegslag væri sýnilegt undir hrauni við Helgafell. Gísli Sigurðsson varðstjóri í Hafnarfirði, sem er mikill náttúruskoðari og náttúruunnandi, hafði fundið þennan stað. Hann bauð mér fylgd sína þangað og fórum við upp að Helgafelli og fundum staðinn. Hraun hefur þarna runnið yfir gróið land, en síðar hefur leysingavatn skorið sér farveg meðfram hraunröndinni og grafið sig inn undir hana og má þar sjá þverskurð af jarðvegslaginu undir hrauninu. Athyglisvert er að ljóst öskulag er í sniðinu nær miðju en svart öskulag nokkru ofar og annað svart öskulag neðar.
Storibolli-2

Hraunið er þarna aðeins 0,5—0,75 m þykkt. Í jarðvegstorfu ofan á hrauninu er eitt svart öskulag allþykkt. Ekki var mér ljóst fyrr en alllöngu síðar að þarna var um tvö hraun að ræða og það var undir yngra hrauninu, sem jarðvegslagið var. Við nákvæma athugun kemur í ljós að örþunn hraunlæna úr Tvíbollahrauni hefur runnið upp að Helgafelli, vestur með því að sunnan og beygt norður á við við norðvesturhorn fellsins þar sem áðurnefndur farvegur hefur grafist inn undir hraunið. Örlitlu norðar hefur það mætt Gvendarselshrauni, sem komið er upp austan í Gvendarselshæð og fyllir svæðið milli hennar og Helgafells. Mót þessara tveggja hrauna eru afar ógreinileg en líklegt að Tvíbollahraun sé yngra.

Storibolli-3

Skal nú vikið að jarðvegssniðinu og því, sem það hefur að segja. Ekki er mér kunnugt um nema 2 ljós öskulög á þessu svæði og hefur Einar Gunnlaugsson (1973) fundið þau á nokkrum stöðum, m. a. við Vatnsskarð og Djúpavatn. Eldra lagið er frá Heklu, H3 , og samkvæmt niðurstöðum Sigurðar Þórarinssonar (1971) er það um 2900 ára gamalt. Hitt lagið er hið svokallaða landnámslag og talið vera frá því um 900 (Þórarinsson, 1968). Það er ljóst að neðan en dökkt að ofan og því auðþekkt þar sem það ekki er mjög þunnt. Ljósa lagið í áðurnefndu sniði nær miðju er 2—3 cm þykkt og mjög fínkornótt. Tók ég þarna sýni árið 1973 og sendi til Uppsala í Svíþjóð þar sem Ingrid U. Olsson núverandi prófessor annaðist aldursákvörðun á þeim. 

Tvibollar-4

Niðurstöður voru á þessa leið: (U 2524) Helmingunartími 5570 ár, aldur 1075 + 60 Ci* ár. Helmingunartími 5730 ár, aldur 1105 + 60 C^ ár. Séu þessar tölur teknar eins og þær koma fyrir og helmingunartíminn 5570 notaður kemur í Ijós að hraunið hafi runnið árið 875 eða árið eftir að Ingólfur Arnarson nam hér land.
Einhverjum kann að finnast nóg um þessa tilgátu, en hún hefur nú hlotið nánari staðfestingu. Nýlega héldum við Sigmundur Einarsson til nánari rannsókna á Tvíbollahrauni. Sunnan undir Helgafelli nokkru austan við áðurnefndan stað er jarðvegstorfa lítil við hraunkantinn og Tvibollar-5þar er hraunið svo þunnt að auðvelt er að brjóta það upp með handverkfærum.
Þarna tókum við gryfju og er ekki að orðlengja það að þarna fundum við landnámslagið með sínum þekktu einkennum og var auðvelt að rekja það inn undir hraunið þar sem efri hluti þess hverfur í kolaða lagið næst hrauninu. Smásjárathuganir á öskunni sýna að ljósbrot glersins og plagioklassins passa vel við það, sem Jens Tómasson (1967) gefur upp, og er því ekki ástæða til að efast um að þarna sé landnámslagið komið. Af ofangreindum staðreyndum má því ráða, að hvað sem nákvæmni C14 aldursákvarðananna viðvíkur þá hefur þetta gos orðið á þeim tíma þegar landnám norrænna manna á Íslandi var að hefjast eða nýhafið. Því kann að vera að gosið í Tví-Bollum við Grindarskörð hafi verið fyrstu eldsumbrot, sem forfeður vorir litu augum hér á landi. Af þessum niðurstöðum leiðir ennfremur að fleiri hafa eldgos orðið á Reykjanesskaga á sögulegum tíma heldur en fram til þessa hefur verið vitað.

Nálæg hraun
Storibolli-4„Þegar fjallað er um hraunstrauma þá sem á síðustu árþúsundum hafa runnið í átt til sjávar í Straumsvík og næsta nágrenni er óhjákvæmilegt að sú umfjöllun teygi sig til upptakanna, eldgíganna sjálfra. Af þeim sökum nær umfjöllunin yfir um 200 ferkílómetra svæði, þ.e. ströndina frá Hvaleyrarholti til vesturs að Vatnsleysuvik (Kúagerði) og frá ströndinni suður í Reykjanesfjallgarð milli Grindarskarða og Trölladyngju. Á þessu svæði er fjöldi hrauna og sum sjást ekki á yfirborði, því yngri hraun þekja þau alveg. Þeirra verður aftur á móti vart í borholum, m.a. á athafnasvæði álversins í Straumsvík. 

Litla-kongsfell

Leitast er við að draga upp einfalda mynd af því hvaða leið hraunin hafa runnið og hvernig þau hafa, eitt af öðru, lagt sitt af mörkum til að færa ströndina til núverandi horfs. Örnefni á þessu svæði eru fjölmörg og þau eru ekki bundin við einstaka hraunstrauma heldur ákveðin svæði. Þannig getur sama hraunið heitið mörgum nöfnum og nöfn geta einnig náð yfir hluta úr mörgum hraunum. Þau nöfn sem hér eru notuð á einstökum hraunum ber ekki að taka sem örnefni heldur sem sérheiti á jarðmyndunum.

Jóns þáttur
KongsfellÁrið 1978 lauk Jón Jónsson jarðfræðingur við heildarkortlagningu hrauna á Reykjanesskaga. Á korti Jóns (1978) eru sýnd einstök hraun eða goseiningar ásamt afstöðu hraunanna. Með útgáfu kortsins hafði Jón rutt brautina fyrir nákvæmari ákvörðun á aldri einstakra hrauna, en til viðbótar við innbyrðis afstöðu þeirra er unnt að aldursgreina þau með tvennum hætti. Annars vegar má finna aldurinn með könnun öskulaga í jarðvegi undir og ofan á einstökum hraunum og hins vegar með geislakolsgreiningu jurtaleifa sem kolast hafa undir viðkomandi hrauni er það rann yfir gróðurlendi. Á síðustu árum hefur þekking á sögu nútímahrauna á Reykjanesskaga aukist verulega og í ljós hefur komið að þar hefur gosið mun oftar eftir að land byggðist en áður var talið (Helgi Torfason o.fl. 1993).

Hraun á fyrri hluta Nútíma
Storibolli-5Það tímaskeið jarðsögunnar sem tók við er ísöld lauk, fyrir 10.000 árum, nefnist nútími og varir hann enn. Á þeim tíma runnu hraunstraumar þeir sem almennt kallast hraun í dag. Elst þeirra hrauna sem sjást á yfirborði á þessu svæði er Búrfellshraun en það rann fyrir um 7.300 árum (Guðmundur Kjartansson 1973). Hraunið rann frá stórum gíg ofan við Hafnarfjörð sem Búrfell heitir og er hann nyrsti gígurinn í Krýsuvíkurrein. Frá Búrfelli rann hraunið til norðvesturs í tveimur meginkvíslum og fór önnur niður í Hafnarfjörð (Hafnarfjarðarhraun) en hin í Arnarnesvog (Gálgahraun). Að líkindum hefur á sama tíma runnið hraun til norðurs frá öðrum gíg, Hraunhól, sem er skammt norðan við Vatnsskarð. Hraunhóll er nú rústir einar eftir efnisnám. Hraunið frá honum kemur fram í Selhrauni, um einn og hálfan kílómetra suður af Straumsvík, og hefur sannanlega runnið þar í sjó fram.
Burfell-25Neðst í Almenningum og Selhrauni koma fram þrjú hraun sem eru yngri en Búrfellshraun. Upptök þeirra eru ekki þekkt og hafa gígarnir líklega horfið undir yngri hraun. Eitt þessara hrauna er sýnu mest og hefur það runnið fram í a.m.k. fjögurra kílómetra breiðri tungu og fært þáverandi strönd allnokkuð út.
Skáhallt norðaustur yfir Almenninga neðarlega hefur runnið þunnt hraun sem hverfur inn undir Kapelluhraun skammt suður af Straumsvík. Upptök þessa hrauns eru líklega norðan við Grænudyngju. Aldur hraunsins er óþekktur nema af afstöðunni til annarra hrauna, og er það yngra en Hrútagjárdyngja og eldra en Kapelluhraun.

Hrútagjárdyngja
Hrutagja-24Langmesta hraunið á þessum slóðum er Hrútagjárdyngja. Upptök þess eru nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem Hrútagjá heitir og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og myndar það ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Stærsti hluti hraunsins gengur í daglegu tali undir nafninu Almenningar. Að vestan hefur hraunið runnið upp að eða út á hraundyngju frá ísaldarlokum, Þráinsskjaldarhraun. Þegar Hrútagjárdyngja rann var sjávarstaða nokkru lægri en nú er og hefur hraunið fært ströndina mikið fram. Bungulögun Hrútagjárdyngju og Þráinsskjaldar veldur því að slakki er á milli dyngnanna og eins er slakki austan Hrútagjárdyngju, milli hennar og Undirhlíða. Yngri hraun hafa haft tilhneigingu til að renna í átt til sjávar eftir þessum slökkum. Ekki hefur enn tekist að aldurssetja Hrútagjárdyngju, en öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5.000 árum.

Skúlatúnshraun – Hellnahraunið eldra
Helgafell-21Fyrir um 2.000 árum varð mikil goshrina á Reykjanesskaga og gaus þá m.a. í Brennisteins-fjallareininni. Frá einum gígnum, Stórabolla í Grindarskörðum, rann mikið hraun niður í átt að Straumsvík. Það breiddist út yfir stórt svæði ofan við Helgafell og Húsfell. Ein kvísl hraunsins rann sunnan og vestan við Helgafell og þaðan niður á milli Helgafells og Gvendarselshæðar og síðan vestur fyrir Stórhöfða, allt tíl sjávar og myndaði núverandi strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Þetta hraun stíflaði uppi Hvaleyrarvatn. Suður af Helgafelli heitir hraunið Skúlatúnshraun en við Hvaleyrarholt myndar það meginhluta Hellnahrauns.

Óbrinnishólabruni
HellnahraunFyrir um 1800 árum varð gos í Krýsuvíkurrein og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum við Bláfjallaveg (Jón Jónsson 1974). Hraunið frá þeim, sem að hluta heitir Óbrinnishólabruni, rann í mjóum taumi langleiðina niður undir Straumsvík. Gígarnir í Óbrinnishólum eru nú aðeins svipur hjá sjón því þeir hafa verið grafnir út.

Hellnahraunið yngra
obrinnisholarFyrir um eitt þúsund árum hófst goshrina á Reykjanesskaga (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991). Hrinan hófst með gosum í Brennisteinsfjallarein á tíundu öld. Þá runnu m.a. Svínahraunsbruni frá Eldborgum við Lambafell (Kristnitökuhraun), stórir hraunflákar í Húsfellsbruna komu frá Kóngsfellsgígum og Eldborg í Bláfjöllum og mikil hraun runnu frá gígaröðum í Brennisteinsfjöllum; runnu þau m.a til sjávar í Herdísarvík. Þá gaus í Tvíbollum í Grindarskörðum og rann einn hrauntaumurinn nánast sömu leið og Skúlatúnshraun í átt til Straumsvíkur. Hrauntaumurinn endaði skammt frá Sædýrasafninu sáluga og átti þá ófarna um 300 m til sjávar.

Kapelluhraun
KapellaYngsta hraunið á svæðinu er oftast nefnt einu nafni Kapelluhraun, þó svo að það heiti eigi í raun aðeins við nyrsta hluta þess. Syðri hluti hraunsins hefur gengið undir heitinu Nýibruni. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu í Krýsuvíkurrein árið 1151 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1989). Þá opnaðist gossprunga sem er alls um 25 km löng en þó slitin í miðjunni. Sunnan á skaganum rann Ögmundarhraun í sjó fram og tók það af gamla Krísuvíkurbæinn. Norðan á skaganum rann Kapelluhraun, aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Hraunið rann til sjávar í Straumsvík. Í sama gosi rann hraun frá röð minni gíga sem liggur meðfram Undirhlíðum og norður um Gvendarselshæð. Rann það m.a. niður í Kaldárbotna.
Kapelluhraun er úfið apalhraun og hefur verið hinn versti farartálmi nýrunnið. Því hafa menn tekið það ráð að ryðja braut í gegnum það. Brautin hefur nú verið eyðilögð með öllu, að undanskildum um tuttugu metra kafla við svonefnda Kapellu sem er lítil rúst í hrauninu. Kristján Eldjárn rannsakaði kapellu þessa 1950 (Kristján Eldjárn 1956) og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Heilög Barbara var góð til áheita gegn eldsgangi hvers konar. Hún var einnig verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðsmannna og námumanna og raunar einnig verkfræðinga og jarðfræðinga. Kapellutóftin er á fornminjaskrá.
Kapelluhraunið var ákaflega fallegt, úfið og mosagróið, en nú hefur karganum verið flett af yfirborði þess á stórum svæðum svo hörmung er á að líta. Álverið í Straumsvík stendur á hrauninu.

Gervigígar
Storibolli-6Á svæðinu eru nokkrir gervigígar sem stinga kollinum upp úr yngri hraunum. Gervigígarnir hafa myndast við það að hraun runnu í sjó og sýna þeir því legu strandarinnar á myndunartímanum. Gervigígunum í nágrenni Straumsvíkur má skipta í þrjá hópa eftir útbreiðslu.
Austast var Rauðhóll við Hvaleyrarholt, sem stóð upp úr Hellnahrauninu eldra, en langt er síðan hóllinn hvarf vegna efnisnáms og þar er nú geil í hraunið. Nokkru sunnar og vestar standa tveir gervigíar upp úr sama hrauni.
Í Selhrauni, skammt suður af kvartmílubrautinni, hefur verið numið töluvert magn af gjalli úr gervigígum sem standa þar upp úr einu af elstu hraununum á svæðinu (Selhraun 4, Helgi Torfason o.fl. 1993).
kapelluhraunSkammt suður og vestur af Straumsvík er mikil rauðamalargryfja í Hrútagjárdyngju. Þar var upphaflega rauðamalarbunga upp úr hrauninu, Rauðimelur sem svo 
var nefndur. Nokkru vestar má sjá í kollinn á allmiklum gjallhól og enn  vestar hefur hinn þriðji verið numinn brott.
Í flestum þessara gervigíga hafa fundist skeljar sem þeyst hafa upp úr þeim er hraun rann út yfir setlög við þáverandi strönd. Ekkert er vitað um aldur gíganna annað en að þeir eru örugglega myndaðir eftir ísöld og eru eldri en hraunin sem upp að þeim hafa runnið.

Niðurlag
GvendarselshaedNúverandi strönd við Straumsvík er mynduð af þremur hraunum. Elst og vestast eru hraun Hrútagjárdyngju, sem runnu frá stórum dyngjugíg nyrst í Móhálsadal fyrir um 5.000 árum. Vestast er Hellnahraunið eldra, sem er langt að komið, upprunnið í Grindarskörðum í Brennisteinsfjallareininni fyrir um 2.000 árum. Bæði þessi hraun eru helluhraun og fremur auðveld yfirferðar. Yngsta hraunið er Kapelluhraun, úfið apalhraun, sem rann árið 1151 frá gígum suður undir Vatnsskarði. Það rann til sjávar um lægð sem myndast hafði á mótum Hrútagjárdyngju og Hellnahraunsins eldra. Á síðustu 10.000 árum hafa hraunstraumar smám saman fært ströndina fram sem nemur allt að 2 km.
Eldgos á Reykjanesskaganum virðast koma í hrinum og á milli er minni virkni. Hrinurnar verða á um þúsund ára fresti og hver hrina stendur yfir í nokkur hundruð ár. Síðasta hrinan hófst upp úr miðri tíundu öld og endaði um 1240. Í hverri hrinu verða umbrot í öllum eldstöðvareinunum á skaganum og í síðustu hrinu færðist virknin frá austri til vesturs.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Náttúrfræðingurinn 47. árg. 1977-1978, bls. 103-109.
-Náttúrfræðingurinn 52. árg. 1983, bls. 131-132.
-Náttúrfræðingurinn 67. árg. 1997-1998, bls 171-177.

Grindaskord

 

Lyklafell

„Skammt fyrir ofan Lækjarbotna eru Fóelluvötn og Sandskeið.
Eru þar á aðra hönd hálsar og hraun, en til norðausturs er að sjá flatt land og er þar aðeins eitt einstakt og lágt fell, sem kallast Lyklafell. Lyklafell-222Ber talsvert á því, vegna þess hve flatlent er umhverfis það. Þetta fell er merkilegt, því að það er hornmark á landamerkjum þriggja sýslna, Gullbringusýslu, Árnessýslu og Kjósarsýslu. Á þessum slóðum liggja saman Mosfellsheiði og Hellisheiði. Ekki er mér kunnugt um, að nein sérstök mörk séu á milli þeirra, en eðlilegt sýnist að Engidalsá, sem kemur ofan úr Hengli, aðskilji þær.
Hjá Fóelluvötnum og upp undir Lyklafell var um aldaraðir áningarstaður þeirra, sem fóru milli Innnesja og Suðurlandsundirlendis og ferðuðust annaðhvort fótgangandi eða á hestum. Og þaðan lágu þá fjórar leiðir „austur yfir Fjall“. Syðst var Ólafsskarðsleið, sem byrjaði í skarði milli Sauðadalshnúks vestri og Ólafsskarðshnúka, skammt fyrir ofan Vífilfell. Þegar sú leið var farin Lyklafell-223austur, var komið niður að Litlalandi eða Hlíðarenda í Ölfusi. Næst var svo Þrengslaleið og þar er nú kominn akvegur. Þriðja leiðin var um Lágaskarð úr Hveradolum og farið fyrir austan Stóra Meitil og var þá komið niður að Hjalla eða Hrauni í Ölfusi. Fjórða leiðin var svo um Hellisskarð hjá Kolviðarhóli og var þá komið niður að Reykjum í Ölfusi. En skammt fyrir norðan Lyklafell lá svo alfaraleið um Dyraveg og það var komið niður hjá Nesjavöllum í Grafningi. Suð leið taldist vera yfir Mosfellsheiði. Var þarna aðalvegur þeirra, sem bjuggu í uppsveitum Árnessýslu er þeir ferðuðust til byggðanna við Faxaflóa.
Þótt Lyklafell sé ekki hátt í loftinu, aðeins um 280 metra yfir sjó, hefur það eignazt sina þjóðsögu, og er hún á þessa leið:
Lyklafell-224— Maður er nefndur Ólafur og var bryti í Skálholti einhvern tíma á frægðarárum þess. Í Skálholti var þá ráðskona, sem var svarkur mikill og fjölkunnug. Einu sinni reiddist hún við Ólaf bryta og stefndi honum þá burt frá staðnum með fjölkynngi sinni. Varð Ólafur þá sem frávita, rauk af stað og hljóp eins og fætur toguðu suður um heiði og nam ekki staðar fyrr en í felli einu litlu. Þar kastaði hann niður öllum lyklum staðarins í Skálholti, og af því hefir fellið dregið nafn og verið kallað Lyklafell. Nú þóttist Ólafur góður, er hann var laus við lyklana. Sneri hann þá aftur og hljóp sem fætur toguðu, en tók aðra stefnu og fór um skarð það, er síðan hefir verið við hann kennt og kallað Ólafsskarð.
Hélt hann sprettinum austur yfir heiði og áfram eins og horfið, þar til hann var kominn Lyklafell-226austur í Skaftafellssýslu. Fannst hann seinna dauður hjá lækjum nokkrum, sem síðan eru við hann kenndir og kallaðir Brytalækir. Renna þeir í Hólmsá, sem fellur vestanvert við Skaftártungur og út í Kúðafljót. —
Þannig er sagan af ferðalagi Ólafs og ber hún það með sér, að hún er ósvikin þjóðsaga. En hún er þó einkennileg að því leyti, að hún dregur saman tilefni nokkurra örnefna, sem eru sitt á hverjum stað og óralangt á milli. Að vísu er ekki langt á milli Lyklaf ells og Ólafsskarðs, en Brytalækir eru á Fjallabaksvegi austan Mælifellssands, austur undir Hólmsá. Þess má enn geta, að Ólafshaus heitir rani austur úr Mýrdalsjökli, hér um bil í hásuður frá Brytalækjum.
En hamingjan má vita hvort það örnefni er einnig kennt við Ólaf bryta. Þetta er engin Lyklafell-227smávegis vegarlengd, sem Ólafur hefir hlaupið og ætti hann að vera mesti þolhlaupari Íslands fyrr og síðar. Ekki er þess getið á hvaða tíma árs þetta hefir verið, en sennilega hafa menn hugsað sér að það hafi verið að vetrarlagi og allar ár á ísi, því að öðrum kosti er hætt við að hin mörgu stórvötn, sem leið hans lá yfir, hefðu tafið ónotalega fyrir honum. Um fyrsta áfangann, á leiðinni frá Skálholti að Lyklafelli, er nokkurn veginn ljóst, að honum er ætlað að hlaupa frá Skálholti vestur yfir Brúará og síðan þvert yfir Grímsnes og Álftavatn og þaðan upp á Dyraveg. Kom hann þá rakleitt niður að Lyklafelli. Um hitt verður ekkert sagt hvaða leið honum hefir verið ætlað að fara frá Lyklafelli og allt austur í Skaftártungur. Er þýðingarlaust að brjóta heilann um það, enda skiptir það í rauninni engu máli fyrir söguna, því að henni er aðeins ætlað að skýra uppruna nokkurra örnefna. Og hún mun sögð í gamni og ekki ætlazt til þess að nokkur maður tryði henni. En hvað er þá um örnefnin? Ólafsskarð og Brytalækir eru enn á sínum stað. Um Lyklafell er allt vafasamara. Björn bóndi Bjarnarson í Grafarholti ritaði einu sinni um þetta nafn og taldi það hiklaust afbakað. Hann hélt því fram, að fellið mundi upphaflega hafa heitið Litlafell, en breytzt vegna framburðar í Lyklafell.“ 

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 14. október 1972, bls. 10 og 14.

Lyklafell

Lyklafell.

Gvendarbrunnur

Í örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði er getið um þrjá hella eða skúta á tiltölulega afmörkuðu svæði í Óttarsstaðalandi. Fyrst segir frá Sjónarhólshelli sunnan undir Sjónarhól þeim er áheldur Sjónarhólsvörðu; „fjárhellir í stórum krika. Hann hefur verið yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður“. Rétt norður af hólnum eru tvær vörður; Ingveldarvörður. Ekki er vitað hvernig stendur á nafngiftinni. Jakobsvarða er austar, á Jakobshæð. Norðan undir hæðinni er ævargamall stekkur eða rétt. Enn mótar vel fyrir hleðslunum.

Sjónarhólsskúti

Sjónarhólshellir.

Vestan við Rauðamel, sem nú er horfinn, en í staðinn komin djúp malargryfja, er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi eða leifar eftir smalahús. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, „hellir, sem fé lá í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnanum“: Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla; Borgin, fráþví fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.
Skógargata (seljagata Óttarsstaða) lá suður yfir Rauðamel litla og austan við Rauðamel stóra (gryfjan), en Suðurnesjavegurinn liggur á milli Rauðamelanna. Austan við Rauðamel stóra er Gvendarbrunnshæð og þar liggur landamerkjalínan í Gvendarbrunn, sem er stór hola í klöpp við elsta veginn (Alfaraleiðina) milli Innnesja og Útnesja. „Í Gvendarbrunnshæð vestanverðri er fjárhellir, kallaður Gvendarbrunnshellir“.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnsskjól.

Í annarri örnefnalýsingu segir að Smalaskálahellir sé ofan við Jakobsvörðu, „upp undir vegi, neðan Smalaskála. Þar austar, rétt neðan vegar, er Nónhólakerið, sem er skammt frá Rauðamel“. Í þessari lýsingu er hvorki minnst á Sjónarhólshelli né Gvendarbrunnshelli, en getið bæði um Sjónahól og Sjónarhólshæðir „upp af Vatnagörðum“, sem eru á vesturmörkum Óttarsstaða að Lónakotsmörkum. Við þau, Óttarsstaðamegin er Vatnagarðahellir (Vatnagarðafjárskjól/-skúti). Hellisins er getið bæði í lýsingum fyrir Óttarsstaði og Lónakot. Lónakotsfólkið mun þó hafa nýtt hann fyrir fé og stundum jafnvel til annars. Í örnefnalýsingu fyrir Straum er bæði getið um Gvendarbrunnshæð og Gvendarbrunn, en ekki um Gvendarbrunnshelli. Hann er rétt utan við austurmörk Straums, en mörkin liggja bæði um hæðina og brunninn.

Smalaskálaskjól

Smalaskálaskjól.

Gengið var fyrst frá Reykjanesbraut niður að Sjónarhólshelli. Hann er reyndar suðaustan við Sjónarhól, a.m.k. miðað við nútímaáttir. Hlaðið er fyrir skúta sunnan í stóru ílöngu jarðfalli. Um er að ræða mikla hleðslu. Skútinn hefur verið allgott skjól og rúmar fjölda fjár.
Þá var gengið til suðausturs, áleiðis að Smalaskála. Ofan við Reykjanesbrautina, samhliða henni, liggja bæði gamli Keflavíkurvegurinn sem og gamli Suðurnesjavegurinn. Keflavíkurvegurinn hefur að vísu verið lagður ofan í Suðurnesjaveginn, en sumsstaðar má sjá þann síðarnefnda hlyggjast út undan þeim fyrrnefnda.

Gvendarbrunnshellir

Gvendarbrunnshellir.

Upp undir Suðurnesjaveginum eru hleðslur fyrir skúta í grónu jarðfalli. Varða er skammt frá því. Gróið er fyrir opið og birkihríslur loka honum að hluta. Skúti þessi er norðvestan við Smalaskála, „upp undir (gamla) vegi“. Hér gæti verið um svonefndan Smalaskálaskúta að ræða.
Þá var haldið áfram til suðausturs vestan Rauðamels, í áttina að Gvendarbrunnshæð. Gengið var yfir á Alfaraleiðina og henni síðan fylgt til vesturs uns komið var að Gvendarbrunni. Austar eru Draugadalir og vestar eru Löngubrekkur. Brunnurinn er, eins og fyrr var lýst, „stór hola í klöpp“. Umhverfis holuna er gróið gras og einhver tíma hefur verið þar varða, sem nú er fallin. Hleðsla undir girðinguna á mörkum Óttarsstaða og Straums liggur þarna upp hraunið. Norðvestan við brunninn, undir hæðinni, er vel gróið. Þar er Gvendarbrunnshellir. Nokkrar hleðslur eru fyrir skúta og þar hefur verið þokkalegt fjárskjól þótt það hafi verið mót suðri.
Hraunið þarna er stórbrotið, en tiltölulega auðvelt yfirverðar. Ekki er ólíklegt að á svæðinu kunni að leynast ýmislegt forvitnilegt. T.d. var gengið fram á rýmilegan skúta í hrauninu skammt norðvestan Smalaskála (Smalaskálahæðar). Hann er niðri í litlu jarðfalli. Í því vex myndarleg birkihrísla. Þegar farið var niður í jarðfallið og undir hrísluna kom opið í ljós. Fyrir innan er hið ágætasta skjól.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Vatnagarðahellir

Vatnagarðahellir.

Þórkötlustaðir

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi m.a. um skálatóft við Austurbæinn á Þórkötlustöðum í Grindavík.
Thorkotlustadir-220„Á Þorkötlustöðum í Grindavík var í vor (1902) bygð heyhlaða í bæjarhúsaröðinni, og grafið fyrir henni nál. 3 al. djúpt í jörð. Þar komu menn niður á merkilegar byggingarleifar. Kom fram grjótveggur langsetis eftir gröfinni, þeim megin sem inn vissi í húsagarðinn. Neðst stóð framundan þeim vegg svo sem ‘/2 al. breitt þrep, tæplega hnéhátt, alveg slétt ofan, og svo vandað og óhaggað, að byggingarmenn létu það standa og höfðu það fyrir undirstöðu undir bakvegg hlöðunnar. Ofan á þessu þrepi var stæðilegur grjótveggur, rúml. 1 al. á hæð, eða að þrepinu meðtöldu um 2 al. á hæð. Langs með þessu þrepi, svo sem 2 al. frá því, lá grjótbálkur eftir endilöngu, viðlíka hár og þrepið, eða vart það. Hann var nál. 2 al. breiður og allur lagður flötum hraunhellum ofan. Á þeim öllum var eldslitur.

Thorkotlustadir-221

Var mér sýnt brot úr einni þeirra og var eldsliturinn auðsær. Hinumegin bálksins, viðlíka langt frá honum, sáust leifar af framvegg. En auðséð var, að hann hafði einhverntíma áður verið rifinn og mest alt grjótið úr honum tekið burtu. Báðum megin við bálkinn var gólfskán, um 2. þml. á þykt. En ofan á henni var þykt lag af svörtum sandi, sem líktist eldfjallaösku. Tveir byrkidrumbar láu í tóftinni, annar var brunninn utan, en ófúinn innan, nál. 6 þml. í þvermál; hinn viðlíka digur, óbrunninn og með berki, en fúinn. Eigi var grafið fyrir enda þrepsins eða bálksins; var gröfin þó vel 12 al. löng. Tóku bæjarhúsin við að norðanverðu. En í suðurenda grafarinnar tók við fjósflór; og var að sjá, sem fjósið hefði verið framhald sömu byggingarinnar. Þetta virðast hafa verið leifar af fornum eldaskála. Þrepið ætlað til að sitja á, en bálkurinn arinn, til að kinda langeld á, og er merkilegt, að hann var upphleyptur.

Thorkotlustadir-222

Eldfjallaaskan ofan á gólfskáninni bendir til þess, að bærinn hafi lagzt í eyði um hríð og tóftirnar staðið opnar fyrir öskufalli. Má og vera, að hraunið, sem myndar Þorkötlustaðanes og runnið hefir á báða vegu við túnið, sé yngra en bygging landsins, og verður þetta þá auðskilið.“
Hið síðastnefnda getur reyndar ekki staðist því hraunin, sem nú mynda Þórkötlustaðanes að vestan og Slokahraun að austan er um 2400 ára og eru hlutar Sundhnúkahrauns.
Hlaðan fyrrnefnda var vestan Austurbæjar. Austan hans var hins vegar Miðbær og Austari Austurbær, auk eldiviðarskúrs. Sjávargangstígur lá niður að vörinni milli húsanna og sést hann enn. Mótar og enn fyrir undirstöðum þessara húsa. Milli núverandi Austurbæjar og Vesturbæjar má sjá hluta skálatóftarinnar, auk sjávargötunnar vagnfæru er lá niður að vörinni fyrrnefndu.
Þegar skálasvæðið var skoðað mátti augsýnilega greina hlaðinn langvegg utan hlöðunnar, sem rifin var á fimmta áratug síðustu aldar.

Heimild
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903, Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, bls. 47.Thorkotlustadir-223

Hraun

Eftirfarandi „Aldarminning“ um Hafliði Magnússon bónda á Hrauni í Grindavík birtist í Þjóðviljanum 14. ágúst 1947. Greinin er eftir Elías Guðmundsson.
Haflidi Magnusson„Þegar við sem runnið höfum langleið æviskeiðsins og komnir erum á efri ár, stöldrum við á hinum ýmsu sjónarhólum og lítum um öxl, þá mun það oftast vera atvikaspursmál eða tilviljun hvar auga hugans nemur staðar. Það er sagt og mun rétt vera að þangað leitar augað sem eitthvað er að sjá, eitthvað sem ber af því hversdagslega eða gnæfir yfir það algenga.
Af sjónarhólnum mínum í dag er það hið gamla og mörgum kæra höfuðból Hraun í Grindavík í Gullbringusýslu sem augað staðnæmist á. En orsök þess er sú að þennan mánaðardag fyrir eitthundrað árum er hann fæddur maðurinn sem lengst dvaldi þar þeirra karlmanna sem ég hef þekkt.
Hraun er merkilegur staður, stórbýli á sinnar sýslu mælikvarða, dálítið afskekkt, sést naumast frá öðrum bæjum þó skammt sé á milli, stendur lágt, aðeins fá fet yfir sjávarmál, þar er gróðursnautt land þegar útfyrir túnið kemur eins og víðast á Suðurnesjum. Þó er þetta fegursti staður Gullbringusýslu, en sú fegurð liggur fyrst og fremst í þeirri stórfenglegu umgerð sem náttúran hefur lagt svo rausnarlega til efnið í og smíðað svo dásamlega úr gömlu goshrauni, himingnæfandi háfjöllum og dimmbláu hafi, oftast skreyttu hvítfölduðum holskeflum sem aldrei þreytast í áflogunum við nesin og tangana.

75 ára gamalt ástarævintýri
Það segir sig sjálft að staður sem Hraun í Grindavík á mikla sögu, sögu sem fyllt gæti margar bækur ef hún væri skráð, þó ekki væri á langdregnu skáldamáli. Á stað eins og Hrauni, þar sem dvöldu 30—sigridur jonsdottir40 manns að minnsta kosti á vetrarvertíðum, fólk á öllum aldri, karlar og konur, gerizt vitanlega mikill fjöldi ævintýra sem vert væri að bjarga frá gleymsku. En ég hugsa nú ekki hærra en það að minnast í fáum orðum og mjög lauslega á eitt ástarævintýri sem gerðist á Hrauni fyrir nálægt 75 árum.
Þá býr þar gamall búhöldur og bændahöfðingi, Jón Jónsson hreppstjóri og dannebrogsmaður, sem þar hafði þá búið um langan aldur við hina mestu rausn og talinn maður ríkur. Jóni er þannig lýst að nokkuð væri hann einrænn í háttum, kallaður sérvitur, en að ýmsu leyti afburða gáfum gæddur og svo fundvís á föngin í skauti Ægis að um hann mynduðust hinar furðulegustu kynjasögur. En hvað sem sannleiksgildi þeirra sagna líður, þær verða ekki raktar hér, þá er svo mikið víst að Jón á Hrauni bar af samtímamönnum sínum í Grindavík um sjósókn og aflasæld. Jón var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni átti hann engin börn, en með þeirri síðari, Guðbjörgu Gísladóttur ættaðri undan Eyjafjöllum, sem hann sextugur giftist þrítugri. Átti hann 2 dætur er til fullorðinsára komust, Sigríði og Guðbjörgu, en aðeins önnur þeirra, Sigríður kemur hér við sögu.
Um þær mundir er Jón dannebrogsmaður á Hrauni kvæntist síðari konu sinni Guðbjörgu, fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík piltur er hlaut nafnið Hafliði, foreldrar hans vóru hjónin Margrét og Magnús er þá bjuggu þar. Hafliði ólst upp hjá foreldrum sínum á Járngerðarstöðum. Strax í bernsku hneigðist hugur Kafiiða að sjónum, og þótti hann þegar á ungum aldri liðtækur háseti í erfiðu skiprúmi.
Kristin haflidadottirRúmlega tvítugur að aldri réðist Hafliði vinnumaður til Jóns bónda á Hrauni, en þá er heima sætan Sigríður gjafvaxta og tvímælalaust einn álitlegasti kvenkostur á Suðurnesjum: Hugir þeirra Sigríðar og Hafliða hneigðust brátt saman, en það fannst vandamönnum dannebrogsmanns-dótturinnar allmikil fjarstæða að hún færi að eiga blásnauðan vinnupiltinn og lögðu ýmsar hindranir á leið þeirra. En Sigríður var á allt annarri skoðun, hún þverbraut allar hefðbundnar erfðavenjur í þessum efnum og gekk í hjónaband með Hafliða sínum hvað sem hver sagði. Þegar athugað er hve lítill var réttur og takmarkað frelsi kvenna hér á landi fyrir þremur aldarfjórðungum, verður það ljóst að þetta átak Sigríðar var meira en venjuleg kona var fær um að gera.
Blóðnætur eru hverjum bráðastar, var eitt sinn mælt og svo reyndist hér um tengdafólk Hafliða. Furðulega fljótt náði hann fullum sáttum við það allt og vann fyllsta traust þess, og reyndist dugnaður hans og manndómur með mörgum ágætum hæfileikum þar áhrifaríkt læknislyf.
Þegar hér er komið sögu var Jón bóndi svo ellimóður orðinn að hinn ungi tengdasonur varð að taka við bústjórn og formennsku og þótti það í mikið ráðizt af svo ungum manni að setjast í sæti slíks mikilmennis sem Jón var, en aldrei hefi ég heyrt annars getið en að Hafliði hafi skipað þennan sess með sóma og er það full sönnun þess að hann var enginn miðlungsmaður.
Hafliði á Hrauni, eins og hann var venjulega nefndur, var í meðallagi að vexti, fríður sínum, ennið hátt, kinnarnar rjóðar, augun dökkblágrá, vel sett, lýstu góðlátlegu glaðlyndi og spilandi fjöri, enda var honum svo létt um allar hreyfingar að lengst ævinnar færði hann sig naumast úr einum stað í annan öðruvísi en hlaupandi. Þrátt fyrir glaðlyndið og léttleikann var hann þó þéttur fyrir og hélt hlut sínum er hann átti áleitni éða andstöðu að mæta.
Þá skemmtun eina veitti Hafliði sér, aðra en lestur bóka og blaða að hann greip stundum í spil með piltum sínum á vetrum í landlegum og var þá sem ávalt hrókur alls fagnaðar, en ástríða varð honum spilamennskan eins og dæmi voru til um sómamenn. Tóbaks neytti Hafliði ekki, en vín mun hann aðeins hafa bragðað í hópi beztu vina en aldrei svo mikið að á honum sæi.

Fast þeir sóttu sjóinn
Það hef ég engan heyrt efast um að Hafliði á Hrauni hafi borið manna hæst merki aflamanna og sægarpa í Grindavík á síðari tugum síðustu aldar og það allt fram yfir síðustu aldamót. Hafði Hraun i grindavikGrindavík þó mannvali góðu á að skipa á þeim árum til sjósóknar og hefur það eflaust ennþá, mér er það ekki eins kunnugt í seinni tíð. I þeim sannmælum góðskáldsins um Suðurnesjamenn: „fast þeir sóttu sjóinn“ hafa Grindvikingar ávalt átt sinn ríflega bróður part. Það eitt heyrði ég fundið að formennsku Hafliða á Hrauni að sumum hásetum fannst hann stundum um of þaulsætinn á sjónum, en trausts og virðingar naut hann alla sína löngu formennskuævi og aldrei skjátlaðist honum stjórnin þó fast væri sótt og öldur Grindavíkur oft háreistar.
Full 45 ár var Hafliði formaður á Hrauni en á miðri fertugustu og sjöttu vetrarvertíðinni kenndi hann nokkurrar vanheilsu, lét hann þá af formennsku en við henni tók Gísli sonur hans.
Óþarft er að taka það fram að skólamenntunar naut Hafliði vitanlega ekki, fremur en almennt gerðist á þessum árum, en hann var fús á að afla sér fróðleiks, bókhneigður, las mikið og naut þess vel því hann var gæddur óvenjulega traustu minni.
Í minningum mínum um það fólk er ég hef kynnzt verða þau Hraunshjón, Sigríður og Hafliði ávalt meðal hinna merkustu manna, en samlíf þeirra hjóna verður þó ávalt skemmtilegasti og fegursti þátturinn úr þeirra löngu og gæfuríku ævi.
Sigríður réri með bónda sínum
hraunhafAldrei munu konur hafa stundið sjóróðra í Grindavík svo teljandi sé nema Sigríður á Hrauni, sem reri með manni sínum á sumrin nokkuð fram eftir ævnni, en sjóinn sótti Hafliði hvern dag árið um kring þegar veður leyfði. Fiskiróðrar Sigríðar var mér sagt að hefðu endað á þann hátt að einn dag er verið var á sjónum með handfæri, þá kom stór hvalur upp á yfirborð sjávarins rétt við síðu bátsins, en þá var þannig ástatt um Sigríði að hún var komin langt á leið meðgöngutíma eins barns síns. Þetta varð hennar síðasti róður. Ekki mun Sigríður hafa verið margorð um þennan atburð, hún var ekki æðrugjörn.
Ungur að árum naut ég þeirrar ánægju að hafa náin kynni af þessum ágætu hjónum, Sigríði og Hafliða. Sá kærleikur, virðing og traust er þau báru hvort til annars, öll sín mörgu sambúðarár og sem aldrei féll á nokkur skuggi, eru eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar sem ég hef kynnzt hjá hjónum.
Aldrei gerði Sigríður á Hrauni eldhúsverkin að aðalstarfi sínu. Ekki var hún heldur mjög fast bundin við umönnun barna sinna á meðan þau voru ung, um þau annaðist að miklu leyti Guðbjörg móðir hennar ásamt annarri góðri konu, Halldóru að nafni, er eins og fleiri vinnuhjú dvaldi lengi á Hrauni og lézt þar í elli. En synd væri að segja það að verkaskiptingin á Hraunsheimilinu væri á þennan veg af því að Sigríði hafi skort ástúð eða umhyggju börnum sínum til handa.
Sigríður var kona í stærra lagði á líkamsvöxt, þrekmikil, góðl. og staðfesta voru hennar sterkustu einkenni. Svo virðist sem henni léti betur útivinna en innisetur, og af því að hún var mikill dýravinur leiddi það eins og af sjálfu sér að skepnuhirðing varð hennar aðalstarf megin hluta ársins. Enda hefur það lengi verið venja á Suðurlandi, að þar sem bæði var sóttur sjór og stundaður landbúnaður þá önnuðust konur fénaðarhirðingu á meðan karlar unnu sjávarverk in. En segin saga var það að þegar Hafliði hafi lokið sjávarverkum, og þegar landlegur voru, gekk hann að hirðingaverkunum með Sigríði, en að þeim loknumog þegar í bæinn var komið, tók Sigríður rokkinn sinn eða prjóna eða aðra handa vinnu, en Hafliði bókina og las upphátt fyrir bæði og aðra þá er vildu hlýða. Af framansögðu er það ljóst að þegar Hafliði var ekki á sjónum voru þess varla dæmi að þau hjónin sæust öðruvísi en bæði á einum og sama staðnum.

Aldrei bjuggu þau Sigríður og Hafliði nema á hálfu Hraun; „Þar var alltaf tvíbýli frá því ég man fyrst eftir og er það ennþá. Lengst af var heimili þeirra stórt, um og yfir 20 manns að minnstakosti á vetrarvertíðum: Það var skemmtilegt heim að sækja Hrauns-hjónin og eiga samræður með þeim; konan var eigi síður en bóndinn góðum vitsmunum gædd, minnug og fróð. Í þeim efnum sem öðrum studdu þau hvort annað, enda áttu þau ávalt gnægðir umræðuefna, skemmtunar, fróðleiks og uppbyggingar.
Elias gudmundssonBezta lýsingu og sannasta mynd af Hafliða finnst mér vera að finna í tveimur formannavísum sem ortar voru um hann skömmu fyrir síðustu aldamót af hagyrðing einum er í Grindavík dvaldi á þeim árum. Að vísu orti sá maður um alla þáverandi formenn Grindavíkur, en vísurnar um Hafliða eru þessar: „Sínum knör af kappsemi, korða börinn heppnasti Hrauns úr vör hann Hafliði halda gjörir með liði. Aflamaður mesti þar, menntir hraður ástundar.
Innist glaður alstaðar að sér laðar þjóðirnar.“ Sigríður og Hafliði eignuðust 7 börn sem náðu fullorðinsaldri; 3 syni og fjórar dætur, eitt barn misstu þau ungt. Börnin sem upp komust voru þessi, talin eftir aldursröð ofan frá, synirnir sér og svo dæturnar. Synir: Jón, Gísli og Magnús. Dætur; Þóra, Engilbert, Margrét og Kristín. Af þessum 7 systkinum eru nú aðeins 4 á lífi: Gísli og Magnús, bændur á ættaróðali sínu, Hrauni. Margrét húsfreyja á Stærribæ, Grímsnesi Árness. og Kristín, gift kona, býr á Barónsstíg 24 í Reykjavík.
Það má með sanni segja um Sigríði og Hafliða að þau höfðu barnalán í bezta lagi. Ráðvandara sómafólki hef ég ekki kynnzt.
Nú þegar við minnumst aldarafmælis Hafliða á Hrauri, veit ég að við öll sem höfðum kynni af honum í lifanda lífi sendum honum og Sigríði hugheilar þakklætiskveðjur í gegnum tjaldið ógagnsæja og hlökkum til samfundanna við þau í ókunna landinu. Mætti landi voru auðnast að fóstra mörg hjón þeim lík.“

Heimild:
-Þjóðviljinn 14. ágúst 1947, bls. 3.

Hraun

Signingasteinn (skírnarsteinn) við Hraun.

Gráhnúkaskjól

Norðvestan undir Gráhnúkum, nokkru sunnan hraunmóta Hellisheiðahrauns og Brunans, verður fyrir mikið bjarg, sem hrapað hefur niður úr einum Gráhnúknum og hallast þar upp að.

Gráhnúkaskjól

Gráhnúkasjól.

Litlir skútar eru beggja vegna bjargsins, milli hnúks og bjargs. Hér lagðist til hvílu aðfaranótt 20. desember 1921 Guðbjartur Gestsson frá Hamri á Múlanesi, en hann hafði verið við skipasmíði á Eyrarbakka um haustið. Guðbjartur ætlaði að ná skipi vestur í breiðafjarðarbyggðir fyrir jól og fór því fótgangandi suður. Hann var einn á ferð yfir Hellisheiði í harðnandi frosti og byl og bar smíðatól sín. Lausafé talsvert hafði hann á sér. Úr Neðri-Hveradalabrekku hrekst hann hingað undan veðri í stað þess að stefna norður til Kolviðarhóls.
Guðbjarts var oft leitað þegar um veturinn og einnig sumarið eftir. Þótti með ólíkindum að hann skyldi ekki finnast. Komst jafnvel sá kvittur á kreik að honum hefði verið ráðinn bani til að komast yfir fjármunina og líkið síðan falið. Margir töldu sig verða vara við Guðbjart á Hellisheiði í illviðrum.

Gráhnúkaskjól

Í Gráhnúkaskjóli.

Valdimar Jóhannsson, síðar bókaútgefandi, dvaldist í orlofi sínu á Kolviðarhóli í júlí 1937. Verður honum gengið suður á Þrengslaleið og stansar við bjargið undir Gráhnúk. Af rælni tekur hann að róta í mosa í skútanum og finnur sög og fleiri tól og loks mannsbein. Fór hreppstjóri til og staðfestist að hér voru líkamsleifar Guðbjarts, svo og allt það sem hann hafði haft með sér, peningaseðlarnir að vísu illa farnir eftir 16 ár. Var Guðbjartur jarðsettur að Skálmarnesmúla 14. ágúst þá um sumarið.
Skútinn er undir svonefndum Stakahnúk, spölkorn ofan við Þrengslaveg. Enn má sjá bein við skútann. Gegnt honum mót vestri er Lambhóll.
Mál þetta var umtalað í sveitum Ölfus fyrir u.þ.b. 85 árum síðan. T.d. var talið að Guðbjarti hafi verið fyrirkomið vegna fjármuna, sem hann hafði meðferðis. Þá var vinnuveitandi hans sakaður um hlutdeild í hvarfi hans vegna þess að hann átti að hafa svikið hann um laun. Fleira mætti nefna, en þessi frásögn er ágætt dæmi um sögusagnir er komast á kreik er óráðið er um afdrif fólks. En svona er nú mannanna hugaleikfimi – og hefur lítið breyst í aldanna rás.

Heimild m.a.:
-Árbók FÍ 2003.

Gráhnúkaskjól

Gráhnúkaskjól.