Saltfiskur

“Mjög var því nú haldið að landsmönnum, að þeir stunduðu kappsamlega sjóinn. Árið 1760 kvartar rentukammerið yfir því, að skýrslur vanti frá sýslumönnum um sjósókn, og árið eftir biðr það amtmann Magnús Gíslason að hafa góðar gætr á því, hvernig sjór sé sóttr, og jafnframt hvetja menn til iðni og atorku í þessu efni.

arabatur-223

Segir það, að mjög sé kvartað yfir tómlæti manna, einkum um vertíð. Þannig hafi það verið sagt, að mjög fáir hafi farið til sjávar í Húnavatnssýslu árinu áðr, og megi slíkt eigi eiga sér stað. Um þessar mundir var sá maðr forstjóri fyrir konungsverzlun hér á landi, er Ryberg hét. Hann stakk upp á því, að setja umsjónarmenn yfir fiskiveiðarnar, og nefndi til þess Hákon kaupmann á Búðum. Átti hann að hafa 300 rd. að launum — enn það eru meir enn 4000 kr. eftir því er peningar gilda nú — og ferðakostnað að auki, er hann væri á eftirlitsferðum sínum. Ryberg stakk enn fremr upp á því, að” sveitamönnum væri bannað að kaupa fisk og lýsi af sjávarmönnum, enn skipað að róa sjálfum til að afla þessa. Að sýslumönnum og hreppstjórum væri boðið að kynna sér á vorin 1 vertíðar lok, hvernig fiskazt hefði, og færa aflaupphæðina hjá hverjum og við um langan tíma alt þangað til 1792. Hann gaf þá skýrslu (2. apríl 1763), að á landinu væri 48918 manns; af þeim væri 14308 karlmenn 15—55 ára að aldri, sem gæti stundað sjó, enn aðeins 5861 maðr fáist þó við sjóróðra.
Arabatur-233Allar þessar ráðstafanir, sem áðr hafa verið taldar, urðu að svo litlum notum, að jafnvel stjórnin sjálf sá ekki annað fært enn að selja útveg þann, er konungr átti í Gullbringusýslu (1769), og hafði þá um nokkur undanfarin ár orðið svo mikill skaði á honum, að meiru nam enn því, er skip, sjóbúðir og veiðarfæri seldust. Vóru þá mannslán í Gullbringusýslu og Mosfellssveit 107 að tölu, og fengu landsetarnir eftir það að borga þau með ákveðnu verði. Þess var eigi að vænta, að fiskiveiðar landsins tæki framförum meðan verzlunin var í því ástandi, er hún þá var í. Bæði var það, að alt var flutt í minsta lagi, er nauðsynjavara hét, og á sumar hafnir komu eigi skip svo árum skifti, svo sem í Strandasýslu 1764 og nokkur ár þar á undan; urðu menn þá að hella niðr lýsinu, enn hafa hrosshár í færi og trénegla skipin, því að bæði vantaði hamp og járn, og mun líkt hafa komið fyrir víðar, þó þess sé ekki sérstaklega getið.
Árið 1770 vóru þrír menn sendir hingað, til að ransaka hag landsins og leggja ráð á, hvernig hann yrði bættr.
Einn af mönnum saltfiskur-231þessum var Íslendingrinn Þorkell Fjeldsted. Eitt af erindum þeim er stjórnin fékk þeim að framkvæma, var að kynna sér fiskiveiðar Íslendinga, og einkum leggja ráð á, hvernig bætt yrði úr þeirri óreglu, sem sagt var að tíðkaðist, að fleiri menn reri á skipi hverju enn nauðsyn bæri til; hvernig mönnum yrði komið til að hafa jafnan nóga báta og skip um vertíð. Hvar gerlegt væri að verka saltfisk, og ef sjómenn vantaði, hvernig hægast væri að fá þá úr sveitinni. Vóru þá fyrst talin skip og bátar á landinu með vissu og vóru þau 1771 að tölu. Nefndarmenn kváðu tilhæfulaust, að það tíðkaðist, að fleiri væri hásetar, enn þörf gerðist. Þeir réðu og til að mönnum væri í sjálfsvald sett, hvert eða hvar þeir vildu róa, enn engan skyldi til þess neyða, að” allir skipsáróðrar væri afnumdir, og að” hver mætti eiga skip, sem vildi og gæti, enn þó eigi minna enn fjögra manna far; allr fiskr væri saltaðr enn eigi hertr, og skyldi því verzlunarfélagið láta kenna saltfisksverkun á hinum helztu fiskihöfnum. Þeir kváðu og nauðsynlegt, að 2 til 4 efnilegir drengir væri látnir sigla til Noregs úr hverri sýslu, til að læra á Sunnmæri sjómensku og netabrúkun. Töldu þeir þorskanetin góð og nauðsynleg veiðarfæri, sem óskandi væri að yrði almenn. Tillögur þessar vóru margar hyggilegar og landsmönnum að flestu hagfeldar, enda tók stjórnin sumar af þeim til greina.”

Heimild:
-Um fiskiveiðar Íslendinga og útlendinga við Ísland að fornu og nýju, eftir séra Þorkel Bjarnason – Tímarit Hins íslenska bókenntafélags, 4. árg. 1883, bls. 196-197.

Saltfiskur

Frá Saltfiskssetrinu.