Jórukleif

Við sjóinn neðan við Bæjarsker við Sandgerði er klettarhöfði. Nefnist hann Kirkjuklettur. Höfðinn er gróinn í kollinn, en sjórin hefur smám saman verið að fletta ofan af honum. Undir má sjá móta fyrir hleðslum. Skammt ofan við höfðann eru allheilar leifar hlaðinna sjóbúða. ástæðan fyrir staðsetningunni er sú að vestan við Kirkjuklett var gamla Bæjarskersvörin, sbr. lýsingu Magnúsar Þórarinssonar:
Sjohus„Þá byrjar Bæjarskersfjara: á henni eru: Kirkjuklettur, þar er talið að bænhúsið hafi staðið, fremur lágur, grasi vaxinn kletthöfði, laus neðan við túnið og norðan við vörina. Þar út af er Guðnasteinn, sem er sker skammt frá landi, sunnan við leiðina; gengur brotið af honum alla leið upp á Helluna. Stóra Gvendarsker er spöl frá landi, norðan við leiðina, en norður af því og aðeins grynnra er litla Gvendarsker. Tvö smásker eru sitt hvoru megin við vararmynnið, þau heita Vararsker. Norður af Kirkjukletti er Fiskaklettur, einstakur á sandinum. Svo eru Landskerin (þau heita svo) þar norðar og utar, en utan við Landskerin er Selningasker. Norðvestur af Selningaskeri er stóri Svartiklettur, og Svartaklettshaus þar út af.
SandgerdiN
orður af Svartakletti er skerjaklasi, sem heitir einu nafni Sveinstangar, þeir eru sunnan og innan við Músasund. Svo er litli Svartiklettur landmegin við Sveinstangaskerin. Enn er ótalin Stóra-Jórukleif upp af litla Svartakletti, hún er föst við land. Sunnan við Músasund er grynnsli, sem brýtur á í brimi; heitir það Golmagi. Kringlóttasker er í suðurmynni Músasunds og næstum lokar sundinu. Stóra-Búðarsker er í miðju Músasundi nyrzt. Það er lítið ummáls, en hátt nokkuð og hnöttótt að lögum.“

Heimild:
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960, bls. 123-128.

Bæjarsker

Bæjarsker 1910.

Þingvellir

Almannagjá er líklega upprunalegt nafn. Framhald hennar er gjárnar Stekkjargjá, Snókagjá og Hvannagjá, sem teygir sig inn að Ármannsfelli. Samtals eru þessar gjár um 8 km langar. Suður undir Hakinu eru Hestagjá, Lambagjá og Hrútagjá, sem bera allar samnefnið Almannagjá. Enn austar er Háagjá og Flosagjá.

Thingvellir-gjar

Við austurjaðar sigdældarinnar eru Hrafnagjá, Guldruholtsgjá og Heiðargjá, Brennugjá er austan valla meðfram veginum og opnast að Öxará, þar sem vegurinn stendur á uppfyllingu í henni. Sagt er að níu menn hafi verið brenndir í gjármynninu á 17. öld. Flosagjá (Nikulásargjá, Peningagjá) er sunnan Spangarinnar. Kattargjá klofnar út úr Skötutjörn, sem er framhald Flosagjár. Kolsgjá er norðaustan Flosagjár.
Leiragjá er framhald Háugjár, austan Tæpastígs og Leirna. Sleðaásgjá er framhald Leirugjár inni undir Bolaklifi sunnan Sleðaáss. Vallargjá er framhald Flosagjár frá Spangarsporði norður vellina.
Framhald Nikulásargjár (Flosagjár) til vesturs um tún Þingvallabæjarins eru Seigla, Túngjá og Fjósagjá. Silfra, sem er aðeins austar, er horfið undir vatn. Þaðan kemur oftast meira vatn úr uppsprettunum en frá Öxará. Skötugjá er framhald Flosagjár í Þingvallatúni.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Bergþórsvarða

Þegar FERLIR barst eftirfarandi ábending var talin ástæða til að skoða hana nánar, þ.e. örnefnin Gálgaklettar. Við þá leit álpaðist hlutaðeigandi leitandi inn á Flekkuvígurstíginn svonefnda, öðru nafni Refshalastíg skv. örnefnaskrám, stíg sem ekki átti að vera lengur til skv. nýjustu heimildum.
Gálgaklettur nyrðriÁbendingin var svona: „Reynir heiti ég og er mikill aðdáandi Reykjanessins. Les ég síðuna nokkrum sinnum í viku og hef reglulega gaman að. Ég sá að það var færsla um Stóru-Vatnsleysu og nágrenni um örnefni og ýmsu því tengdu. Þess vegna ákvað ég nú í gamni mínu að senda þér lítið örnefnakort sem ég vann í skólanum og fékk hjálp hjá bóndanum á Stóru-Vatnsleysu. Er þetta unnið eftir örnefnalýsingum en ekki skal ég ábyrgjast hvort þetta er hárrétt unnið. Mig langaði bara til að sýna þér þetta ef þú hefðir áhuga á þessu.“ Meðfylgjandi var loftmynd með örnefnum fyrir Minni-Vatnsleysu (og reyndar líka Stóru-Vatnsleysu). Á því voru örnefnin Gálgaklettur-syðri og Gálgaklettur nyrðri staðsett. Í örnefnalýsingu fyrir Vatnsleysu segir um þetta: „Rétt utan túngarðs Minni-Vatnsleysu eru klettar tveir, sem kallast Gálgaklettar. Þó eru þeir nefndir til frekari glöggvunar Gálgaklettur nyrðri og Gálgaklettur syðri. Klettar þessir standa í fjörubakkanum, og er þröngt vik á milli þeirra.“
Gálgaklettur-syðriNyrðri kletturinn er svo til beint niður af suðurtúngarði Minni-Vatnsleysu og sá syðri skammt sunnar. Þegar staðurinn var skoðaður kom í ljós að vik er neðan Gálgakletts-nyrði, en engu slíku er fyrir að fara við þann syðri. Hins vegar eru aðstæður á báðum stöðunum mjög svipaðar; sléttir klapparstandar, svipaðir að stærð, alveg niður við strandbrúnina, nú grónir. Hafa ber í huga að gjarnan er tekið miða af klofnum háum klettum þegar getið er um Gálga eða Gálgakletta, en slík örnefni eru fleiri en 100 talsins hér á landi. Ekki eru heimildir um að aftökur hafi farið fram á þeim öllum, en ef taka ætti þau öll alvarlega mætti ætla að fleir hafi verið hengdir hér á landi en skráðar heimildir eru til um. Einhverjir hafa þá verið hengdir án dóms og laga. Hafa ber og í huga að henging var einungis ein tegund aftöku og nutu aðallega þjófar þeirrar náðar. Og þeir voru ekki svo margir er örnefnastaðirnir gefa tilefni til. Og til eru jafnvel nokkrir slíkir í hverri sveit. Öðrum sakamönnum voru ýmist drekkt, þeir brenndir eða hálshöggnir. Sýslumenn framfylgdu dauðarefsingum í fyrstu (og þá um skamman tíma), en síðar fóru þær flestar fram á Alþingi (alls 15 manns).

Flekkuvíkurstígur

Þessi örnefni gefa þó tilefni til svolítillar íhugunar – og jafnvel endurskoðunar á tilefni örnefnisins. Gjarnan fylgir eftirfarandi skýring á örnefninu: „Sú saga er um Gálgakletta, að þar hafi fyrr á öldum verið hengdir sakamenn„. Eflaust hefur yfirvaldið sumstaðar nýtt sér náttúrulegar aðstæður til framkvæmdarinnar, s.s. í Gálgaklettum í Gálgahrauni gegnt Bessastöðum. Þar eru til heimildir um að menn hafi verið hengdir. En hvers vegna ætti að hengja fólk í klettaskoru neðan við Vatnsleysu. Þótt fólk hafi verið lágvaxnara fyrrum má samt ætla að viðkomandi hafi getað tyllt niður tá eftir fallið og staðið af sér henginguna. Til langs tíma gæti viðkomandi þó hafa kafnað til ólífis líkt og þeir sem brenndir voru á báli. Nýtínt prekið, allt að 25 hestburðir sem þurfti í einn bálkost, brann ekki svo augljóslega og má því ætla að sakamaðurinn hafi látist úr reykeitrun löngu áður en eldurinn náði skrokknum.
FlekkuvígurstígurinnAftur að Gálgaklettum. Sléttir klapparstandarnir gefa tilefni til að ætla, ef einhverjir hafa verið hengdir þar, að þar hafi verið reistir gálgar og þá líklega úr rekaviði. Stallarnir eru kjörnir til slíks og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá mynd að áhorfendur hafi staðið ofar í brekkunni og þannig haft góða yfirsýn um svæðið neðanvert. Líkunum gæti síðan hafa verið kastað fyrir klettana og sjórinn séð um að skola þeim út í stað þess að dysja þá í einhverri klettaskorunni, sem engum er reyndar fyrir að fara á svæðinu. Ekki hefur þurft mikinn efnivið í sæmilegan gálga. Stallarnir hafa ekki verið skoðaðir m.t.t. þess hvort þar kunni að leynast göt fyrir kaga. Hafa ber þó fyrirvara á öllu þessu að ekki eru heimildir um sýslumannssetur á Vatnsleysu, einungis kirkjustað fram á 18. öld. Það eitt gæti þó gefið tilefni til að ætla a.m.k. einhver tengsl milli örnefnisins og staðarins.
Eftir að hafa skoðað strandsvæðið umhverfis Gálgakletta var ráfað til suðvesturs, áleiðis upp á Almenningsveg. Þá – og allt í einu, birtist áberandi gömul gata vestan túngarða Vatnsleysu. Götunni var fylgt til norðvesturs, áleiðis niður að Flekkuvík. Hún liðaðist um neðanverða Flekkuvíkurheiði áleiðis að bæjarstæðunum við ströndina. Í götuna virtist enginn hafa stigið fæti um langa tíð. Kastað hafði verið upp úr götunni á köflum, hún lagfærð og greinilega hafði verið borið í hana, en jarðvegurinn fokið burt. Þegar götunni var fylgt til baka lá ljóst fyrir að hún myndi annað hvort sameinast Almenninsveginum eða þvera hann ofan við Stóru-Vatnsleysu. Gatan lá áleiðis að vesturtúngarði Stóru-Vatnsleysu, en beygði síðan svo til austurs, beint að svonefndri Bergþórsvörðu í heiðinni. Skammt þar frá var gróin tóft á fallegum stað er lætur lítið yfir sér. Bergþórsvarðan er skammt ofan við túnblett suðvestan bæjarins. Hún er að nokkru leyti hrunin. Varðan hefur einnig verið nefnd Svartavarða. Sumir hafa talið að varðan hefi verið innsiglingarvarða fremur en mið. Líklegri skýring er þó sú skv. framangreindu að þarna hafi verið viðsnúningur því Almenningsvegurinn greinist þarna, annars vegar beygir hann í 90° hjá vörðunni með stefnu á steinbrú yfir Hrafnagjá, og hins vegar beygir hann til suðvesturs áleiðis að gatnamótum Vatnsleysu og Strandarvegar. Þar heldur fyrrnefndi vegurinn áfram uns hann beygir aftur um 90° við gatnamót Almenningsvegar og Flekkuvígurstígs (Refshalastígs). Við vörðuna er einnig Eiríksvegur. 

Tóft við Flekkuvíkurstíg

Vegurinn er nefndur eftir verkstjóranum sem hét Eiríkur Ásmundsson (1840-1893) frá Grjóta í Reykjavík en Eiríkur þessi stjórnaði m.a. fyrsta akvegargerð um Kamba.
Ef skoðaðar eru örnefnalýsingar fyrir Flekkuvík segir m.a.: „Skammt utan gamla traðarhliðsins er grunnt vatnsstæði, kallað Vatnshellur, vatnsból ofan í klappir.  Þar til vesturs, um 200 m frá túngarði, eru þrír strýtuhólar, kallaðir Kirkjuhólar.  Þeir eru í stefnu rétt vestan við opna tröðina. Það var trú fólks, að í Kirkjuhólum væri álfabyggð og þar var betra að fara með gát.” Þá segir: Refshalastígur: “Frá býlinu [Refshala] lá í suður Refshalastígur á Flekkuvíkurstíg en hann lá suður í Heiðina og tengdist þar Almenningsgötum.” Hér er Almenningsvegurinn nefndur „Almenningsgötur“.
Í Fornleifaskrá fyrir Vatnsleysuströnd segir m.a.: „Flekkuvíkurselsstígur – heimild um leið 64°40.130-22°14.049: “Flekkuvíkurselsstígur lá úr Traðarhliði og upp Heiðarlandið, sem var óskipt milli Bæjanna.” segir í Eiríksvegurörnefnaskrá.
Ekki er til nánari lýsing á legu stígsins en vísast hefur hann legið um/við Flekkuvíkurheiði og svo áleiðis í átt að Flekkuvíkurseli. Líklegt er að stígurinn hafi þá legið við Reykjanesbraut í námunda við Stóra-Hrafnshól. Ekki sést neinn fornlegur slóði í námunda við Reykjanesbrautina á þessum stað
.“ Hér er verið að rugla saman Flekkuvíkurselstígnum annars vegar og Flekkuvíkurstígnum hins vegar. Hinn fyrrnefndi er þarna skammt vestar og má vel sjá hann í lágheiðinni ef vel er að gáð. Eftir að hafa fylgt Almenningsveginum frá Kúagerði upp Flekkuvíkurheiði má segja að hver sá einn verði ekki ósnortinn.
Almenningsgöturnar tvær er greinast við Bergþórsvörðu eru annars vegar gata, sem löguð hefur verið sem hestvagnavegur (vestari leiðin) og hins vegar gata, sem liggur upp heiðina framhjá Arnarvörðu.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Flekkuvík og Vatnsleysu.

Hestar

Stefánsvarða

Þegar vegfarendur aka um Vatnsleysustrandarveg eða ganga um Almenningsveginn, hina fornu þjóðleið um Ströndina, er Stefánsvarðan eitt helsta kennileitið á leiðinni. Varðan er óvenjuheilleg og stendur skammt neðan þjóðvegarins á hæstu hæðinni norðan Kálfatjarnar, eða öllu heldur austan Litlabæjar.
StefánsvarðaVarðan er nánar tiltekið á há Hæðinni norðan Vatnsleysustrandarvegar. Almenningsvegurinn lá um Hæðina skammt sunnan við vörðuna og má enn sjá móta fyrir honum á köflum.
Varða þessi er kennd við Stefán Pálsson útgerðarmann á Stóru-Vatnsleysu. Stefán Pálsson fæddist í Hvassahrauni 5. febrúar 1838. Hann giftist 24. nóvember 1865 Guðrúnu Gísladóttur, þá 40 ára ekkju. Þau bjuggu á Minni-Vatnsleysu og síðan, að því er virðist, á Stóru-Vatnsleysu. Vegagerðarmenn er unnu við gerð þjóðvegarins ofan Strandarbæjanna í byrjun 20. aldar rifu vörðuna eins og svo margar aðrar á þessum slóðum og notuðu grjótið sem kanthleðslur í nýja veginn. Eftir að hæðin hafði verið vörðulaus í u.þ.b. hálfa öld tóku þeir Jón Helgason og Magnús sonur hans sig til árið 1970 og endurhlóðu vörðuna. Í stein í vörðunni mót austri er klappað nafnið Stefánsvarða. Magnús var um skeið minjavörður í Byggðasafni Hafnarfjarðar og skrifaði margar fróðleikslýsingar um mannlífið þar fyrrum, s.s. „Byggð í byrjun aldar.“ Til fróðleiks má geta þess að Magnús sótti áður steininn í vörðuna heim að gamla bænum á Minni-Vatnsleysu og markaði sjálfur áletrunina í hann til minningar um nefndan Stefán.
Tveir hólar eru neðan við vörðuna; Stefánshólar. Norðan undir þeim nyrðri er Borgarkotsstekkur.
Keilir er einkennisfjall Reykjanesskagans og frægt mið af sjó. Eftirfarandi vísa um Keili er eftir fyrrnefndan Jón Helgason frá Litlabæ í Vatnsleysu-
strandarhreppi.

Keilir fríður kennast skal,
Knappt þó skríði runnur,
fagran prýðir fjallasal
Fyrr og síðar kunnur.

Þekkti ég siðinn þann af sjón
Þekktan liði drengja
Keilir við um flyðrufrón
Fiskimiðin tengja.

Sæfarendur reyna rétt
Rata’ að lending heilir;
Til að benda’ takmark sett
Tryggur stendur Keilir.

Letursteinninn í Stefánsvörðu

Brunntorfur

Lárus Kristmundsson á Brunnastöðum hafði upplýst að hann hefði eitt sinn gengið fram á fallegt fjárskjól ofan skógræktargirðingarinnar vestan Krýsuvíkurvegar, sunnan við Brundtorfur (Brunatorfur/Brunntorfur). Framan við það væri krosshleðsla.

Brunntorfur

Brundtorfufjárskjól.

Þann 8. apríl 2004 var gengið upp fyrir girðinguna og litið yfir hraunið. Það virtist óvinnandi vegur að finna þarna nokkurn skapaðan hlut – hraunhólar, hæðir, lægðir og runnagróður um allt. Ef leita ætti svæðið allt væri það ca. viku vinna fyrir tvo menn. En um leið og húfan var sett upp tók derið 45 gráðu kipp réttsælis og stefni í vestur. Höfuðið var rétt af í húfunni og derið síðan elt inn í hraunið. Og viti menn (og að sjálfsögðu konur). Framundan, á tiltölulega sléttu mosahrauni, birtist lítið jarðfall. Ofan í því voru hlaðnir gangar í Y frekar en í X, sbr. meðfylgjandi mynd. Þeir skiptust niður í sitthvort hellisopið. Fyrir innan voru rúmgóðir fjárhellar. Hleðslur voru inni í þeim nyrðri.
Skammt sunnan við hellana liggur Stórhöfðastígur upp hraunið. Hann er varðaður frá Krýsuvíkurveginum áleiðis upp að Fjallinu eina. Þarna umhverfis eru fallegir grónir hraunbollar. Varða er á hraunhól skammt norðvestar. Hún er greinilega vegvísir að hellunum. Allnokkru norðvestar er Þorbjarnarstaðafjárborgin. Hellarnir Brundtorfuhellireru í landi Straums svo þarna gætu hafa verið sauðahellar Þorbjarnarstaðafólksins í tengslum við borgina. Greinilegt er að ekkert hefur verið gengið um svæðið og hleðslurnar hafa alveg fengið að vera í friði, enda erfitt að koma auga á þær.
Skv. örnefnaskrá Þorbjarnastaða mun skúti þessi vera fjárskjól, nefnt Brundtorfuhellir í Brundtorfuskjóli.
Þann 
15. nóvember 2007 var enn og aftur lagt af stað frá Krýsuvíkurvegi móts við Bláfjallavegsafleggjara í leit að Brundtorfuhelli og Brundtorfuskjóli líkt og getið hafði verið um í örnefnaskrá fyrir Þorbjarnarstaði. FERLIR skoðaði skjólið fyrst fyrir u.þ.b. 20 árum og síðan hellinn fyrir 7 árum og aftur þann 8. apríl 2004, líkt og að framan greinir. Hlaðin er gata að hellisopinu (-opunum), en hún greinist síðan til sitt hvorrar handar, að sitt hvoru opinu.
Nú var ætlunin, enn og aftur, að leita að skjólinu, skoða og taka hnit á það. Einnig á að reyna að finna aftur Brundtorfuskjólið, mikla hleðslu fyrir slútandi skúta, ekki ólíkt Brenniseli.
Leitin að Brundtorfuhelli tók 11 mínútur. Tíminn var því notaður til að leita að Brundtorfuskjólinu, en erfiðið bar ekki árangur að þessu sinni. Það gekk þó betur næsta sinnið (sjá einnig Þorbjarnarstaðaborg (Fjárborgin).
Í Brunntorfum eru a.m.k. fjögur fjárskjól.
Frábært veður.

Brunntorfur

Fjárskjólið í Brunntorfum.

 

Óttarsstaðir

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Óttarsstaði segir m.a. um svæðið umleikis Óttarsstaðafjárborgin (Kristrúnarborg): „Vestur af Löngubrekkuhæðum er gömul fjárborg glögg, sem heitir Borg, og þar vestar og niður að vegi er hóll, Sauðaskjól. Nú er á honum hár rafmagnsstaur.
Ottarsstadir-531Norðvestur frá Sauðaskjóli eru Högnabrekkur í Lónakotslandi.
Ofan við Borgina eru svonefndir Litluskútar, og þar ofar liggur þar þvert yfir svonefndur Breiðiás, hraunbreiða, sér hæð, er með keri ofan í. Vestur af Litluskútum er í Lónakotslandi Skjöldubali. Upp af Löngubrekkum, í norðaustur af Breiðás, er Litliás rétt ofan við gamla veginn. Þar austur af honum heita Brenniselshæðir, og austan við Löngubrekkur er svo Gvendarbrunnshæð í Straumi.
Austur af Lónakotsseli eru tveir klettar, nefndir Valklettar, og þar austur af er sérkennilegur hóll með helli undir, sem heitir Steinkirkja.“
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði segir um sama svæði: „Frá Gvendarbrunni liggur gamla hestaslóðin (fyrsti Keflavíkurvegurinn) vestur framan við Gvendarbrunnshæð og áfram suður með Löngubrekkum. Vegurinn er nú uppgróinn fyrir löngu, en þó sést víða móta fyrir honum. Víða voru hlaðnar vörður á klapparhólum með veginum, og standa sumar þeirra enn.
Ottarsstadir-532Þar suður og upp af er stakur klapparhóll, klofinn, kallaður Steinkirkja. Norðan í henni er upphlaðinn fjárskúti. Suðvestur af Steinkirkju eru hólar, sem Valklettar heita. Vestur og niður af þeim er hæð, sem nefnist Breiðás.
Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.
Skammt suður frá fjárbyrginu eru Litluskútar og þar austur af slétt hæð, sem nefnist Litliás.“
Einungis Ari minnist á svonefnt „Sauðaskjól“ og tilgreinir staðsetninguna. Að vísu er staurinn stóri horfinn, en enn má sjá umbrot eftir hann á „hólnum“. En þar sem leiða mátti líkur að því að hóll hefði aldrei fengið slíkt örnefni var umhverfið gaumgæft. Kom þá í ljós nefnt sauðaskjól. Um hefur verið að ræða allgott skjól í stóru grónu jarðsigi með fyrirhleðslum.

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði, Ari Gíslason.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði, Gísli Sigurðsson.

Óttarsstaðaborgin

Óttarsstaðaborgin.

Kolhólasel

Ákveðið var að reyna að rekja stíg, sem fannst nýlega þegar farið var í Kolhólassel undir Kolhólum.

Kolhólastígur

Kolhólastígur.

Stígur lá til norðurs úr selinu og niður Efri-Heiði í Vatnsleysuheiði. Nú átti að kanna hversu langt upp fyrir selið hægt væri að rekja stíginn og einnig hversu nálægt Vatnsleysu hann lægi. Heyrst hafði af svonefnum Höskuldarvallastíg er liggja átti upp heiðina og upp á Höskuldarvelli. Þegar Þórður Jónason, bóndi á Stóru-Vatnsleysu, hugðist leggja veg upp á Höskuldarvelli hafði hann augastað á hinni gömlu leið, um Efri-Heiði ofan Grindavíkurgjár og áfram yfir Kolhólagjár. Hann ákvað hins vegar (1953-’54) að leggja veginn um Afstapahraun frá Kúagerði. Hann hóf ræktun á Höskuldarvöllum með stórt kúabú í huga, en entist ekki aldur til þess að ljúka þeim áformum.
Reynt var að finna norðurenda stígsins norðan Reykjanesbrautar. Byrjað var að því að skoða tvær heillegar vörður og hálfri betur, en sennilega eru það markavörður við Flekkuvíkurland. Skammt austar er gróinn hóll. Á honum er fallin varða, sennilega sundvarða. Hana ber í aðra, stóra, á hól sunnan við Reykjanesbraut. Skammt austan við hana er lítil varða á hól, vestan hóls með hlöðnu byrgi refaskyttu.
Ákveðið var að byrja við uppþornuð vatnsstæði ofan við Brennhóla. Syðst í þeim eru Djúpidalur, áberandi gróin skeifulaga hvylft. Þar ofar eru vatnsstæðin. Ofan við þau er stígurinn áberandi í móanum. Honum var fylgt áleiðis upp í Kolhólaselið. Litlar vörður eru við stíginn, sumar fallnar. Vörðurnar, mannanna verk, benda til þess að stígurinn hafi haft ákveðinn tilgang.

Kolhólasel

Kolhólasel.

Stígurinn lá um brú á Kolhólagjám og upp í selið. Þar hélt hann spölkorn áfram vestan við það, beygði til vesturs og sameinaðist öðrum stíg þar skammt ofan við gjárnar. Líklega liggur hann áfram til vesturs og sameinast Þórustaðastíg, sem liggur þarna skammt vestar, áleiðis upp að Kolhól. Á honum er varða. Í honum miðjum er djúp skál. Talið er að í henni hafi verið unnin kol fyrrum.
Gengið var til norðurs frá Kolhólagjám og niður að Grindavíkurgjá. Við austurenda hennar er varða. Haldið var inn á selsstí
ginn og honum fylgt niður að fyrrnefndum vatnsstæðum ofan við Djúpadal. Þar fannst stígurinn á ný þar sem hann liggur austan við vatnsstæðin og liðast niður með austanverðum Brennhólum. Tvær litlar vörður er á hólunum, líkt og annars staðar við stíginn. Þær eru allar austan við hann.

Norðan við Brennhóla hverfur stígurinn, nema á u.þ.b. 20 m kafla vestan þeirra. Hann kemur síðan aftur í ljós við

Kolhólasel

Kolhólasel – stekkur.

vörðu á hól skammt norðar. Þar er hann áberandi niður móann. Vörðubrot er við hann á lágum klapparhól. Stígurinn endar loks skammt ofan við hin nýju undirgöng á Reykjanesbraut vestan Kúagerðis. Þar var rekinn niður tréhæll – stígnum til staðfestingar. Eflaust hefur ekki einn einasti, er skráði fornleifar við hina nýju Reykjanesbraut, látið sér detta í huga að þarna kynni að vera forn selstígur áður en vegurinn var lagður. Hins vegar gæti sá, sem er sæmilega vel að sér í umhverfi og sögu Reykjanesskagans, vitað að stígar hljóta að hafa legið að þeim u.þ.b. 250 selstöðum, sem enn má sjá leifar af á skaganum.
Nefndur selsstígur liggur vel við landinu. Þótt eftir sé að rekja hann að Vatnsleysu norðan Reykjanesbrautar er ljóst að hann hefur legið eðlilegustu leið með grónum hraunkantinum frá heimabæjunum og síðan tekið hentuga stefnu upp heiðina. Líklegt má telja að þar nyrst við hraunkantinn, skammt vestan Kúagerðis, séu gatnamót Kolhólastígs og Rauðhólastígs, en Rauðhólasel var einnig frá Vatnsleysu, ofar og austar en Kolhólasel. Líklegt má telja að hið síðarnefnda sé mun eldra og að bæði tilvist þess sem og stígurinn hafi fyrir löngu tapast úr munnmælum.

Kolhólasel

Í Kolhólaseli.

Fróðlegt væri að gefa sér tíma og skoða hinar fornu leiðir í heiðinni, bæði austan og vestan Þórustaðastígs. Norðvestan við Keili mótar t.d. vel fyrir mikið farinni götu, sennilega svonefndri leið um Brúnir. Norðaustan við stíginn mótar og fyrir götum, sem fróðlegt væri að reyna að skilgreina. Sennilega verður þó seint hægt að fá fram nöfn þeirra með óyggandi hætti.

Til fróðleiks væri gaman að velta fyrir sér hversu selstígurinn hafi verið langur á Reykjanesskaganum hér áður fyrr, líkt og vangaveltur fornleifafræðinga um lengd stekksstígsins (stekksgötunnar) almennt hefur verið hér á landi. Í stuttu máli er niðurstaðan þessi: Á Reykjanesskaganum (landnámi Ingólfs) eru þekktar 252 selstöður. Selsstígar þeirra eru mislangir. Meðaltal selstígsins hefur þó að jafnaði verið um 6 km langur.

Sogaselsgígur

Sogaselsgígur.

Yfirleitt voru u.þ.b. 1-2 klst gangur frá bæ að seli á Reykjanesskaganum. Það eru 4-8 km. Lengra var frá bæjum í Grindavík eftir að selsstaðan færðist frá Baðsvöllum inn á Selsvelli. Hraunsselið, sem síðast lagðist af á landssvæðinu (1914), er í rauninni dæmigert fyrir fyrrnefnan selsstíg. Syttra var þó í sum önnur sel, t.d. í Stakkavíkursel og Hlíðarsel. Krýsuvíkurbæirnir áttu mislangt í sel, allt frá Selöldu í suðri til Sogasels í norðri. Síðastnefnda selstaðan féll síðar til Kálfatjarnar í skiptum fyrir hlunnindi.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel.

Sel og selstöður hafa verið vanmetin í sögu Reykjanesskagans. Ástæðan er fyrst og fremst sú að lítið sem ekkert hefur verið skrifað um þann þátt búskaparsögunnar. Skýringin á því er að ekki var talin ástæða til að skrifa um það sem sjálfsagt þótti. Seljabúskapurinn var stundaður hér á landi fram undir aldamótin 1900. Prestar, annálahöfundar eða ferðamenn töldu ekki ástæðu til að minnast á hvað fólk borðaði, hverju það klæddist eða hvert lífsviðurværi þess væri. Þess vegna er lítið sem ekkert til um fyrrnefnt sem og það sem skiptir afkomendurnar hvað mestu máli – hið daglega líf og sjálfsagða strit forfeðranna.
Þegar selstígarnir af Ströndinni og frá Grindavík eru skoðaðir er ljóst að lengri leiðirnar tóku gjarnan mið af áberandi kennileitum, s.s. hæðum og fjöllum. Þannig er t.d. Keilir augljóst göngumið, líkt og Trölladyngja og Selsvallafjall ofan við Sogin.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir – 1995.

Kolhólaselsstígur

Kolhólastígur.

Keilir

Gengið var um svæðið umleikis Höskuldarvelli.
Trolladyngja-32Í bók Árna Óla , „Strönd og Vogar – úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarssonar“, er m.a. fjallað um eldfjöll og örnefni á Reykjanesskaga.
„Vatnsleysuströndin hefur ekki af mörgum fjöllum að státa, en þau eru þeim mun merkilegri. Þar er Keilir og þar er Vesturháls eða Trölladyngjur, einhverjar merkustu eldstöðvar hér á landi. Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur, sem manna mest hefur rannsakað Reykjanesskaga, taldi að hann mundi vera yngsti skagi á Íslandi og skapaður af eldgosum. Hann telur skagann því mjög girnilegan til fróðleiks fyrir eldfjallafræðinga. Hér sé svo að segja allar gerðir eldfjalla, gíga og yngri eldmyndana, sem finnist á Íslandi. Móbergsfjöllin hafi jafnvel myndazt við eldgos. Og Þorvaldur Thoroddsen sagði um eldgígana hjá vestanverðum Núpshlíðarhálsi, að þær gosstöðvar væri mjög merkilegar, því að þær sýni augljóslega hvernig eldgos verða, og hvergi sjáist neitt þessu líkt á Íslandi, og þótt víðar væri leitað.

Nupshlidarhals-41

Tveir brattir og langir hálsar liggja samhliða um miðjan Reykjanesskaga, og eru einu nafnir nefndir Móhálsar. En til aðgreiningar voru þeir kallaðir Austurháls og Vesturháls. Nú er Austurhálsinn alltaf kallaður Sveifluháls, og sunnan að honum er Kleifarvatn og Krýsuvík. Vesturhálsinn er eins og ey í ólgandi hraunhafi, en hefir það til síns ágætis, að hann er grösugur og víða eru þar tjarnir og lækir, en slíkt er mjög fátítt á Reykjanesskaga. Hann mun upprunalega hafa verið kallaður einu nafni Trölladyngjur, en nú heitir hann ýmsum nöfnum. Nyrzt á honum eru tvö mikil fjöll, Trölladyngja (375 m) og Grænadyngja (393 m). Trölladyngja er hvass tindur og blasir við í suðri frá Reykjavík. Í kyrru veðri má þar oft sjá reyki mikla, enda er þar mikill jarðhiti, hverir margir og gufur upp úr hrauninu.

Selsvellir-91

Grænadyngja er aftur á móti kollótt og auðvelt að ganga á hana. Þaðan er mjög vítt útsýni. Sér vestur á Eldey og austur til Kálfstinda, en Reykjanesskaginn blasir allur við og má glögglega greina upptök hinna ýmsu hraunelfa og hvernig þær hafa ruðzt hver ofan á aðra. Fyrir sunnan Dyngjurnar er skarð í hálsinn og heitir Sog, og er þar 400-500 feta djúpt gil. Þar fyrir sunnan hækkar svo hálsinn aftur og kallast þar Grænavatnseggjar, hvass fjallshryggur. Þar fyrir sunnan heitir svo Selsvallafjall og Núpshlíðarháls og nær hann vestur í Ögmundarhraun.
Flest hraunin á Reykjanesskaga hafa runnið fyrir landnámstíð. Þó geta annálar þess nokkrum sinnum, að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum, svo sem 1151, 1188, 1340, 1360, 1389-90 og 1510.
Selsvellir-92Um gosið 1340 segir Gísli biskup Oddsson, að þá „spjó Trölladyngja úr sér allt til hafs við sjávarsveit þá, er kölluð er Selvogur”. Margir hafa dregið í efa, að þetta geti verið rétt, því að hraun úr Trölladyngju hafi ekki getað runnið niður í Selvog, þar sem há fjöll sé á milli. Þessir menn hafa rígbundið sig við örnefnin Trölladyngju og Selvog, eins og þau eru nú notuð, en gá ekki að því, að þau voru yfirgripsmeiri forðum.
Þá var allur Vesturháls nefndur Trölladyngja, en „í Selvogi” mun hafa verið kölluð ströndin þaðan og vestur að Selatöngum. Þetta var upphaflega eitt landnám. Þórir haustmyrkur nam þetta svæði allt, setti Hegg son sinn niður í Vogi (sem nú kallast Selvogur), en bjó sjálfur í Krýsuvík. Bær hans mun hafa staðið þar sem nú heitir Húshólmi niðri undir Hælsvík.

Greanadyngja-21

Þennan bæ tók Ögmundarhraun af þegar það rann fram, og í óbrennishólmanum Húshólma má enn sjá veggi og bæjarrústir koma fram undan hrauninu. Er það full sönnun þess, að hraunið hafi runnið eftir landnámstíð og tekið þarna af bæ, sem oft er nefndur „gamla Krýsuvík”. Í hólmanum er á einum stað nefndur Kirkjuflötur og bendir til þess að þarna hafi verið kirkja. Þar er og glöggur garður um 900 fet á lengd. Eftir þetta hraunflóð halda menn að bærinn hafi verið fluttur upp til fjallanna, þar sem hann stóð síðan og kallaðist Krýsuvík.
Ögmundarhraun er komið úr nær 100 eldgígum hjá suðurendanum á Núpshlíðarhálsi. Bæði Jónas Hallgrímsson og Þorvaldur Thoroddsen hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hraun þetta hafi runnið 1340. Er því hér um að ræða sama hraunið sem Gísli biskup Oddsson segir að „runnið hafi til hafs við sjávarsveit þá, er kallast Selvogur”. Verður þá allt auðskilið. Selvogsnafnið hefir náð yfir alla ströndina í landnámi Þóris haustmyrkurs.

Nupshlidarhals-93

Margir staðir hér á landi eru kenndir við tröll, og svo var einnig í Noregi. Má því vera að sum nöfnin hafi landnámsmenn flutt með sér hingað. Um uppruna nafnsins Trölladyngja vita menn ekkert, má vera að mönum hafi þótt „dyngjan” svo ferleg, að hún hæfði tröllum einum. Vera má og, að menn, sem aldrei höfðu séð eldgos fyrr en þeir komu hingað, hafi haldið að á eldstöðvunum byggi einhverjar vættir og fest trú á hin reykspúandi fjöll.
Landnáma getur þess um Hafurbjörn Molda-Gnúpsson (þeir námu Grindavík), að hann dreymdi að bergbúi kæmi að honum og byði að gera félag við hann, og þá Björn það. Bergbúar geta verið með ýmsum hætti. Sumir bergbúar voru landvættir. Það er dálítið einkennilegt, að Landnáma getur hvergi landvætta nema á Reykjanesskaga, og segir: „Það sá ófresk kona, að landvættir fylgdu Hafurbirni þá er hann fór til þings, en Þorsteini og Þórði bræðrum hans til veiða og fiski.” Því má vera, að Hafurbjörn hafi talið, að bergbúi sá, er hann gerði félag við, hafi verið landvættur og átt heima í Trölladyngju.
Trolladyngja-21Snorri Sturluson segir frá því í Heimskringlu, að Haraldur Gormsson Danakonungur þóttist þurfa að hefna sín á Íslendingum vegna þess að þeir höfðu orkt um hann níðvísu á nef hvert. Sendi kóngur til Íslands fjölkunnugan mann í hvalslíki til njósna. En hann komst hvergi á land fyrir landvættum. Þegar hann ætlaði seinast að ganga á land á Víkarsskeiði, þá „kom í mót honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum”. Þetta voru landvættir. Bergbúinn mikli, sem fyrir þeim var, skyldi þó aldrei vera sá, sem Trölladyngja er við kennd, Hafurbjörn bónda dreymdi, og nú er í skjaldarmerki Íslands?
Vatnsleysubændur hafa nýlega gert akfæran veg að Trölladyngju og er hann um 10 km. Er þá fyrst komið á Höskuldarvelli, en það er einhver stærsti óbrennishólminn á Reykjanesskaga. Er þar vítt graslendi, sem nær frá Trölladyngju langt út í Afstapahraun, eða er þó öllu heldur tunga milli þess og Dyngjuhrauns.“
Lambafell-41Keilir er áberandi kennileiti á Reykjanesskaganum ofan Vatnsleysustrandar. Í nálægð hans eru fleiri fjöll, gígar, lækir, hverir, hraun, vötn og víðáttumiklir vellir. Þar má líka sjá fornminjar eins og seljarústir og gamlar götur sem sumar hverjar eru vel markaðar af hestum og mönnum. Vegurinn af Reykjanesbraut um Afstapahraun upp á Höskuldarvelli er ca. 9 km. Hraunið þekur um 22 ferkm. Áhöld hafa verið um aldur þess, en líklega er það svolítið eldra en Ögmundarhraun (1151). Norðaustan Rauðhóla (þess stærsta) er gömul selstaða frá Vatnsleysu. Aðeins ofan við Rauðhóla er svo Snókafell á vinstri hönd.
Þegar upp úr hrauninu kemur blasir sem Keilir (378 m) við sem og Trölladyngjan (375 m) á hina. Grænadyngja (402 m) stendur að baki systur sinni. Í hlíðunum beggja vegna Trölladyngju eru ótal gígar sem sent hafa hraunstrauma langt niður um heiðina.

Lamb-23

Á milli liggja svo hinir víðáttumiklu Höskuldarvellir sem Sogalækur rennur um allt yfir í Sóleyjakrika sem teygir sig norður í átt að Snókafelli. Vestan við vellina liggur Oddafell sem er langur og mjór melhryggur. Dyngjurnar tvær eru í Núphlíðarhálsi (Vesturhálsi) sem er um 13 km langur og liggur samsíða Sveifluhálsi (Austurhálsi) að vestanverðu. Á milli þessara móbergshálsa er svo Móhálsadalur með Djúpavatni, Krókamýri og Vigdísarvelli.
Höskuldarvallastígur (7-800 m) liggur frá Oddafellinu yfir Afstapahraun áleiðis að Keili. Uppgangan á fjallið er augljós og greið hér að austanverðu en þegar nálgast tindinn er klungur á smákafla. Af tindi Keilis er ágætt útsýni yfir um Reykjanesskagann. Suður af sést til sjávar utan við Ögmundarhraun en nær liggja Selsvellir. Mest áberandi fjöll í klasanum vestur af Núphlíðarhálsi eru Stóri-Hrútur, Kistufell og Fagradalsfjall. Dyngjan Þráinskjöldur sem fyrir 10.000 árum spjó hrauninu sem Voga- og Vatnsleysu-strandarbyggð liggur í vestri.

Lamb-24

Frá Keilisrótum liggur Þórustaðastígur fram hjá Melhóli og í átt að Driffelli. Stígurinn liggur frá byggð á Vatnsleysuströnd og allt að Vigdísarvöllum og var töluvert notaður fram eftir nýliðinni öld. Stór, fallegur, gígur við norðurenda Selsvalla heitir Moshóll (nýlegt örnefni) og talið er að gosið úr honum sé það síðasta í hrinunni sem myndaði Afstapahraunið. Selsvallaselin nýrri leiggja suðvestan í Völlunum, fast við hraunkantinn og þar virðast hafa verið a.m.k. þrjá kofaþyrpingar og tvær nokkuð stórar kvíar nálægt þeim. Í bréfi frá séra Geir Bachmann Staðarpresti til biskups árið 1844 kemur fram að sumarið áður hafi sjö búendur úr Grindavíkurhreppi í seli á völlunum og að þar hafi þá verið um 500 fjár og 30 nautgripir. Út frá selstæðinu liggur selstígurinn til Grindavíkur í átt að Hraunsels-Vatnsfelli. Eldri þyrping seltófta eru austan til á Völlunum. Norðan Selsvalla er Hverinn eini. Hann var sá stærsti á Reykjanesskaga um aldamótin 1900 og þegar Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um svæðið árið 1888 sagði hann hveraskálina um 14 fet í þvermál, “ …sjóðandi leirhver. Í góðu veðri sést gufustrókurinn úr þessum hver langt í burtu, t. d. glögglega úr Reykjavík.“ Sogaselin kúra í Sogaselsgíg handan við Sogalækinn. Gígurinn er girtur skeifulaga hamrabelti og myndar því gott aðhald fyrir skepnur. Í Sogaseli höfðu bændur í Kálfatjarnarhverfi á Vatnsleysuströnd selstöðu. Utan við gígin eru einnig tóftir, líklega leifar af selstöðu frá Krýsuvík.

Hverinn eini - 41

Uppi í Sogunum  er mikil litadýrð; jarðhiti og leirmyndanir. Á milli Dyngna er Söðull, sem er lágur háls sem þverar skarðið milli fjallanna. Þegar upp úr Sogum er komið eru grasi grónar brekkur beggja vegna og hæg gata allt niður á hraunið norðvestan Dyngjuhálsins. Handan við Dyngjurnar stendur svo Eldborg (eldra örnefni er Ketill), fyrrum falleg en nú í rúst eftir margra ára efnistöku. Fyrir spjöllin var gígurinn um 20 m hár og gígskálin djúp og nokkuð gróin. Jón Jónsson jarðfræðingur segir í einni ritsmíð sinni: ‚‚Gosið í Eldborg er án efa með þeim síðustu á þessu svæði og sennilega það síðasta. Það er yngra en Afstapahraun.“ Afstapahraunið er frá sögulegum tíma eins og nefnt var hér á undan. Töluverður jarðhiti er í og við Eldborgina og heitir hitasvæðið rétt suðvestur af henni Jónsbrennur. [Líklega nær nafnið yfir afmarkaða gígaþyrpingu vestan í Dyngjurana.]

Sog-59

Um Eldborgarhraunið liggur slóð austur með gígnum og norður að Vestra-Lambafelli sem umlukið er hraunum úr borginni. Við norðurenda þess liggja göng beint inn í fjallið. Þetta er hin misgengið Lambafellsgjá. Gjáinn er manngeng. Bólstrabergsveggir á báðar hendur eru 20-25 m háir. Gjáin gengur inn í mitt fellið og er mjög þröng neðst eða 1-3 m á breidd en víkkar þegar ofar dregur. Lengd sprungunnar er um 150 m og fyrstu metrana göngum við á jafnsléttu en svo tekur við grjót- og moldarskriða (stundum snjóskafl). Við hinn endann er komið upp á fellið með útsýni að Eldborginni, Trölladyngju og Keili.
Hoskuldarv-25

Norður af liggja Einihlíðarnar og rétt vestan þeirra Mosastígur sem lá um Mosana og síðan niður að Hraunabæjum sunnan Hafnarfjarðar. Stígurinn var einn angi „gatnakerfis“ um hálsana sem nefnt var Hálsagötur fyrrum en um þær fór fólk úr aðligggjandi byggðum svo sem Krýsuvík, Vigdísarvöllum, Selatöngum (ver), Grindavík, Suðurnesjum, Vatnsleysuströnd, Hraunum og Hafnarfirði. Til austurs sjáum við svo Mávahlíðar, gamla gígaröð, en til vesturs liggur úfið Eldborgarhraunið allt að Snókafelli. Endur fyrir löngu hefði mátt sjá hreindýrahjarðir á þessum slóðum því á seinni hluta 18. aldar var rúmlega 20 hreindýrum sleppt lausum á Reykjanesfjallgarð og eftir miðja 19. öldina hafa þau líklega skipt hundruðum og dreifðust um hálsana hér og allt austur í Ölfus. Vesturslóðir þeirra voru við og ofan Keilis og á árunum milli 1860 og 70 sáust á þessu svæði um 35 dýr. Um aldamótin 1900 voru öll hreindýrin hér suðvestanlands útdauð og þá líklega vegna ofveiði.
Í bakaleiðinni var gengið að Eldborginni og framhjá Jónsbrennum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Árni Óla, „STRÖND OG VOGAR – ÚR SÖGU EINNAR SVEITAR Í LANDNÁMI INGÓLFS ARNARSONAR” – Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út árið 1961.
-Fréttaveitan, 164. Tölublað – 9. ágúst 2001 – 8. árgangur.
-Laugardaginn 11. ágúst, 2001 – Menningarblað/Lesbók.

Hoskuldarv-26

Krýsuvík

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 10. des. 1949 er m.a. fjallað um fyrirhugaða mjólkurframleiðslu í Krýsuvík sem og byggingu fjóssins norðan Grænavatns:

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

„Ráðgert er að stofna til búreksturs til mjólkurframleiðslu í Krýsuvík með ca. 100 mjólkandi kúm, til að byrja með. Síðar verði kúnum fjölgað fljótlega upp í 300, og meira síðar. Með 300 kúm í Krýsuvík, og þeirri mjólkurframleiðslu, sem nú er í bænum og næsta nágrenni hans má gera ráð fyrir að hægt verið að fullnægja mjólkurþörf bæjarins fyrst um sinn. Væri með því stigið mikið heillaspor fyrir bæjarbúa, að geta ávallt fengið nýja mjólk og góða, í stað þeirra, sem nú er flutt hingað um langan veg og vægast sagt er misjöfn að gæðum.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Framkvæmdir þessar hófust árið 1946. Jarðræktarframkvæmdir hafa verið fólgnar í skurðgrefti til að þurrka landið. Land hefir einnig verið brotið til ræktunar svo tugum hektara skiptir. Tveir votheysturnar byggðir. Fjós er í byggingu og sömuleiðis íbúðarhús fyrir bústjóra. Keyptar hafa verið vélar til jarðrækar, flutninga o.fl. Það sem vantar fyrst og fremst er íbúðarhús fyrir starfsfólk, að fullgera fjós og bústjórahús og kaupa gripi.
Bústjórinn var ráðinn fyrir þrem árum, Jens Hólmgeirsson, og hefir hann undirbúið framkvæmdir og stjórnað þeim. Er ekki vafi á að þegar búið tekur til starfa verður það í fremstu röð hvað fyrirkomulag og tækni snertir.

Krýsuvík

Krýsuvík 1962- fjósið (HH).

Kostnaður við framkvæmdir allar snertandi kúabúið, mun nú vera orðinn um 1 millj. kr., ræktunarkostnaður, byggingakostnaður og vélakaup, en þar af hafa vélar verið keyptar fyrir um 300 þús. kr. Bæjarútgerðin hefir greitt allan þenna kostnað.”
Eins og kunnugt er varð aldrei af búrekstrinum í Krýsuvík. Bæði var það vegna þess að andstæð stjórnmálaöfl voru á móti honum og auk þess voru sett lög er skilyrti gerilseyðingu mjólkur til handa tilteknum leyfishöfum. Þar með varð framtíð kúabúsins í Krýsuvík dæmt til að mistakast. Fjósið hefur verið notað undir fé, svín og sem leiksvæði Vinnuskólabarnanna í Krýsuvík á sjöunda áratug 20. aldar.
Fallin fjósbyggingin og súrheysturnarnir standa nú eftir sem minnismerki um háleita drauma og stjórnmálaleg umskipti.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar 10. des. 1949.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Básendar

„Sjávarflóð hafa oft valdið stórtjóni og ekki síst á síðustu árum. Flóðbylgja skall Asíu olli mjög miklu manntjóni en flóðbylgjurnar haustið 2005 fyrst og fremst eignatjóni. Jarðskjálfti olli fyrrnefndu flóðbylgjunni (slíkar flóðbylgjur nefnast Basendar-323tsunami á japönsku og alþjóðamáli) en fellibyljir flóðunum við Karíbahaf. Tilfæra mætti miklu fleiri dæmi um tjón af völdum sjávarflóða og hafa Íslendingar hlotið sinn skerf af slíku, ekki síst sjófarendur. Elsta íslenska dæmið um að Ægir hafi reynt á þolrif þeirra mun að finna í Grænlendinga sögu. Þar segir frá 25 skipum mönnuðum mönnum sem hugðu á landnám á Grænlandi. Þau lentu í mjög miklum hrakningum. Suðureyskur maður var á einu skipanna og orti svonefnda Hafgerðingadrápu við þetta tækifæri. Þar er þetta stef:
Mínar biðk munka reyni
meinalausan farar beina,
heiðis haldi hárrar foldar
hallar dróttinn yfir mér stalli.
Tveir náttúrufræðingar á 19. öld, Japhetus Steenstrup og Jónas skáld Hallgrímsson, töldu jarðskjálfta orsök hafróts þessa og hefði orðið hafgerðingar þá væntanlega svipaða merkingu og japanska orðið tsunami. Ekki gátu þessir náttúrufræðingar fært veigamikil rök að þessu áliti og er enn með öllu óvíst hvaða náttúruhamfarir voru þarna á ferðinni.1 Ekki er ætlunin að fjalla hér um hafgerðingar þessar eða önnur sjávarflóð við Ísland að undanskildu því flóði sem nafnkunnast hefur orðið, Básendaflóðinu aðfaranótt hins 9. janúar 1799.
Basendar-324Fyrst verður staðurinn kynntur og íbúar hans þessa örlaganótt. Eftirfarandi lýsing á Básendum er birt í Suðurnesjaannál sr. Sigurðar B. Sivertsens: Básendar eru sunnarlega á vestanverðu Miðnesi, Rosmhvalanesi, og sunnan við alla byggðina þar. Þeir eru í Stafneslandi, og 8-10 mín. gangspölur milli. Fjörur og sandauðn er umhverfis Básenda, með litlum grasflesjum, frá síðustu öld, að austan- og norðanverðu. Þær eru þó aftur að brotna, eða blása og gróa á víxl, allt heim að túni á Stafnesi. En sjór mylur framan af. Frá Básendum skagar nesið nokkuð lengra til suðuráttar, með boðum miklum, skerjum og lónum. Þá er Kirkjuvogshverfið (Hafnahr.) í suðaustur, en vogur milli, og gengur langt inn í landið til norðausturs …

Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt, svo sem bás austur og inn í landið. Skipaleiðin inn á leguna var nokkuð löng, milli skerja, og í líkri stefnu. Á fyrri öldum hefur vafalaust verið graslendi á báðar hliðar, og fyrir botni lónsins. Höfnin hefur þá verið á básenda.2
Lýsingin getur um höfn að Básendum enda var þar verslunarstaður að minnsta kosti frá 1484 til 1800. Undir lok 18. aldar var Hinrik Hansen, tengdasonur Íslands, kaupmaður á Básendum. Hann bjó á Básendum enda hafði verslunin þar verið opin allan ársins hring í nærfellt fjóra áratugi þegar hér var komið sögu.
Basendar-325Kaupmaður bjó í sérstöku húsi ásamt eiginkonu sinni Sigríði Sigurðardóttur frá Götuhúsum í Reykjavík, fjórum börnum þeirra hjóna, Símoni, Jóhanni Friðriki, Pétri og Maríu Lisbet, og vinnikonu. María var yngst barnanna. Synirnir urðu síðar mikilsmetnir borgarar í Reykjavíkurkaupstað og einnig Hans Símon, eldri bróðir þeirra, sem virðist hafa búið erlendis þennan vetur. Þrjú önnur vinnuhjú og einn niðursetningur voru á Básendum þennan vetur og á vegum kaupmanns. Þau áttu heima í kotbæ skammt frá kaupmannshúsinu.3 Eftir þessa lýsingu skal athyglinni beint að atburðunum aðfaranótt hins 9. janúar 1799, Básendaflóðinu.

Hinrik Hansen kaupmaður sendi Sigurði Péturssyni, sýslumanni og skáldi, lýsingu á atburðum þessarar nætur og er lýsingin dagsett hinn 16. mars 1799. Skjal þetta er varðveitt. Það er á dönsku. Vigfús Guðmundsson gaf það út nokkuð stytt í Blöndu og á íslensku. Þar er þýðanda ekki getið og hefur Vigfús því væntanlega sjálfur fært lýsinguna úr dönsku dragtinni og í íslenzku flíkurnar . Rétt þykir að birta lýsinguna hér í heild þó að löng sé enda gefur hún mjög góða mynd af atburðunum á Básendum þessa nótt:

Lotningarfull frásaga – (Ærbödig Pro Memoria)
Basendar-326Vegna ástæðnanna verð eg að bera fram fyrir héraðsdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa árs á verzlunarstaðnum Básendum, er eg hafði náðarsamlega í hendur fengið. Út af því er eg nú fjárþrota með óþroskuð börn og óþægilegan aðbúnað. Til að gera héraðsdómaranum þetta skiljanlegt, tek eg mér leyfi til að segja söguna sanna, eins og hún gerðist. Sést þá hversu ofurefli sævarins,  hefur eyðilagt verzlunarstaðinn og margskonar fjármuni mína, og í hvílíkum dauðans vandræðum eg var staddur, með mínum nánustu, meðan allt var að eyðileggjast. Þessi hörmulega saga er þá svona: Eptir að við öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auki fóru að heyrast skellir, hver aptir annan, eins og veggbrjótur væri að vinnu á hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór eg á fætur, til þess að líta eptir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg upp húsdyrum eldhúsmeginn, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við óttuðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris; svo vissum við líka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndis úrræði, því þá hefðum við öll farizt.
Basendar-327Þarna stóðum við nú langan tíma á loptinu í sífelldum dauðans ótta, að veður og sjór mundi þá og þegar mola húsið niður að grundvelli. Ofviðrishrinurnar og brimið lamdi sífellt á húsinu, svo það var nú farið að brotna, mótstöðuafl þess rýrnaði og sjórinn streymdi út og inn.

Hér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst við ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loptinu. Braut eg því gluggann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Eg vóð með yngsta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, fjármunum og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalið þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu. Við urðum því að flýja þaðan aptur, og til hlöðunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en í staðinn var þar kominn hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn.
Basendar-328Þarna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaði fram og aptur, eins og blaðsnepill.
Til þess enn að reyna að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagða kaupstaðinn, leiddumst öll saman og héldum áleiðis til bygða. Vóðum svo og skriðum í rokinu, unz við eptir miklar þrautir náðum að næstu hjáleigu, er nefnist Lodda (Loðvíksstofa), rétt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur-sem vorum nærri örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki-með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. Í baðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur og aðbúnað í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema 3 stafgólf ( Fag = 2 álnir) á lengd, 31/ 2 alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp í mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekki lengur níðast á gestrisni hans. Til þess líka að rýmkva um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, og bjuggum um okkur í baðstofunni íslenzku, sem þar var. Síðan höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá eru húsin mín öll á verzlunarstaðnum sama sem hrunin að grundvelli, og bærinn, sem þar var, líka.
Fólkið úr honum bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því Basendar-329þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu. Eptir að hvíld og næði færðist yfir hagi mína hefi eg varið tímanum til þess að setja stoðir undir það, sem uppi hangir af húsaskrokkum verzlunarstaðarins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið mitt úr rústum þessa ömurlega staðar, svo og að safna saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaðar). Við allt þetta árangurslitla strit, dag og nótt, er eg og konan orðin svo lasburða, að eg treysti mér tæplega að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið verður því árangursminna, þar ekki þarf hér eptir að vonast eptir fólki til útróðra á þessum stað.

Að lokum vil eg láta það álit mitt í ljósi, að landskjálfti hafi hér verið í verki með veðri og sjó. Benda til þess ýmsar vörutegundir, sem eg hefi fundið lítið skemmdar undir grundvelli (ned i Grunden). Þvílíkt gat varla orðið án mikils hristings og sérstaklegrar aukahreyfingar jarðvegsins.
Þar eg er skuldunautur hátignarinnar, er átti veð og íhlutunarrétt í húsum á verzlunarstaðnum Básendum, verð eg að biðja yður, hr. sýslumaður, að koma hér við tækifæri og framkvæma löglega skoðun á rústunum og fjártjóninu.
Stafnesi 16. marz 1799.
H. Hansen.

Lodda-221Konan sem fórst í flóðinu hét Rannveig Þorgeirsdóttir, 79 ára niðursetningur sem hafði lengi verið rúmföst.4 Frásögn kaupmanns sýnir að veður hafi rokið upp um kl. 2 eftir miðnætti og gekk veðrið af suðri til vesturs . Nokkru síðar, óvíst hve löngu, opnaði kaupmaður dyr eldhúsmegin og flæddi sjór þá inn í húsið. Nánar verður vikið að þessu atriði síðar í greininni.
Sýslumaður lét gera úttekt á tjóninu og er virðingagerðin dagsett 9. maí 1799. Þar eru hús ýmist sögð vera gjörónýt eða stórskemmd. Auk þessa voru sex bátar sem kaupmaður átti og hafði gert út til fiskveiða gjörónýtir, af sumum þeirra var kjölurinn einn eftir. Úttektin segir eftirfarandi um flóðhæð og landbrot af völdum flóðsins: Hversu mjög sjórinn gekk á land og hve hátt risu flóðöldur má ráða af því, að sjórinn komst 164 faðma upp fyrir verslunarstaðinn (274 metra ef miðað er við þriggja álna faðm), og rekadrumbur hefur skolazt upp á þakið á einu verzlunarhúsanna, og liggur þar enn, 4 álnum ofar grundvelli. Verzlunarstaðurinn sýnist alveg óbyggjandi til frambúðar, því grundvöllurinn virðist vera 1-2 álnum lægri en áður.5
Þess skal getið áður en lengra er haldið að Básendakaupstaður var ekki endurreistur og lögðu stjórnvöld þó allhart að Hansen kaupmanni að byggja þar upp á nýjan leik.
Einhver verslun var þó á Básendum árið Basendar-3301799. Hansen fluttist til Keflavíkur. Hann skuldaði konungi yfir 2.000 ríkisdali og sótti um að fá skuldina gefna eftir. Konungur féllst á að gefa hálfa skuldina eftir og að veita eins árs gjaldfrest á hinum helmingnum ef kaupmaður byggði aftur upp á Básendum. Síðar var fallið frá því skilyrði. Hansen kaupmaður andaðist árið 1802 og kom í hlut sona hans að greiða eftirstöðvar skuldarinnar.6

Tjón varð mun víðar en á Básendum aðfararnótt hins 9. janúar 1799. Jón Espólín segir pakkhús hafa eyðilagst á Eyrarbakka og þar dreifði sjórinn viðum og varningi um Breiðumýri ofan verslunarstaðarins. Einnig velti sjórinn um öllum stakkstæðum á Eyrarbakka, gróf grundvöll undan flestum húsum þar, spillti vörum og braut malarkambinn. Hús brotnuðu og hey og búpening tók út, 63 hross, 58 kindur og 9 kýr. Alls olli flóðið tjóni á 52 býlum í hinum forna Stokkseyrarhreppi og þar brotnuðu 27 bátar.
Tuttugu og níu menn urðu að flýja heimili sín. Tjón varð einnig í Þorlákshöfn og Selvogi. Í Grindavík spillti flóðið 5 hjáleigum, þar brotnuðu 6 skip og 8 að auki Basendar-331skemmdust og 100 fjár fór í sjóinn. Fiskigarðar og túngarðar á Nesjum sópuðust heim á tún og þar brotnuðu 8 bátar, tveir bátar eyðilögðust í Höfnum, tveir í Njarðvík og fjórir í Útskálasókn. Sjór gekk á land á Vatnsleysuströnd og braut tíu báta. Flóðið spillti mörgum jörðum á Seltjarnarnesi og eyðilagði þar yfir 20 báta. Þrjátíu og sex bátar skemmdust eða eyðilögðust í Borgarfjarðarsýslu og sextán að auki í Mýrasýslu. Verbúðir eyðilögðust við Álftanes og í Hítárnesi. Í Staðarsveit gekk sjór 300-1.500 föðmum lengra á land en venja var í stórstreymi, þar eyðilögðust hús og 50 fjár flæddi. Fjórtán kirkjujarðir Staðarstaðar spilltust. Búðakaupstað tók af að mestu, þar brotnaði eitt hús alveg, gat kom á annað og sjórinn gróf undan hinu þriðja. Sextán bátar brotnuðu í Staðarsveit, en tíu að auki höfðu brotnað fyrr um veturinn í Neshreppi.

Flutningaskip Hans Hjaltalíns, kaupmanns á Búðum og Stapa, slitnaði upp og brotnaði undir Sölvahamri, verslunarhús Stafnes-321brotnaði í Ólafsvík. Tveir bátar eyðilögðust á Hellissandi og fimm að auki á Skógarströnd. Þar brotnuðu þrír bæir. Hús fuku í Dalasýslu. Þar braut sjórinn land og tók hjalla og fiskmeti. Átján bátar brotnuðu í óveðrinu í Dalasýslu svo að vitað var. Tekið er fram að veðurofsinn hafi verið minni á Vestfjörðum og um Norðurland. Hvalsneskirkja og Neskirkja við Seltjörn fuku og kirkjurnar í Kirkjuvogi og á Kálfatjörn skemmdust. Jón Espólín hefur eftirfarandi um tjón af völdum veðursins í grennd við Reykjavík eftir Geir biskupi Vídalín: að 5 álnum hefði sjór gengit hærra, þverhnýptu máli, en í ödrum stórstraumsflódum; braut sjórinn þvert yfir um nesit fyrir innan Lambastadi, svo at hvorki var fært hestum né mönnum; lét biskup mæla þar, ok voru 3 hundrud fadma tírædir; spilltust til ónýtingar á nesinu 18 skip eda meira, med þeim sem í Videy ok í Engey voru; kot braut á Kjalarnesi ok nokkra báta, ok vedr spillti vídar húsum. Tók af Breid á Skipaskaga med húsum ok túnum, en sjórinn brauzt inn undir pallskörina, fékk bóndinn brotid gat á badstofu-þekjuna, ok komit þar út mönnum, en vard at brjóta sik inn í adra búd, til at koma þeim af sundi, týndist margt þat er hann átti, en honum bættist þat aptr af örleik manna.7
Heimildir geta ekki um spjöll í Reykjavík af völdum flóðsins enda hefur hafnarsvæðið gamla verið í nokkru vari.“

Heimild:
-Lýður Björnsson.

1. Ísl. fornr. IV., bls. 245, meginmál og fyrsta neðanmálsgrein.
2. Suðurnesjaannáll er prentaður í Rauðskinnu hinni nýrri sr. Jóns Thorarinsens og hefur hann lagt sitt af mörkum til lýsingarinnar. Höfundurinn, sr. Sigurður B. Sivertsen, var prestur í Útskálasókn 1837-1886 og sr. Jón ólst upp í Höfnum. Báðir hafa því væntanlega þekkt Básenda mjög vel.
3. Vigfús Guðmundsson: Básendar við Faxaflóa, Blanda III., bls. 50-52, 57, önnur neðanmálsgrein. Sigurður Pétursson er bæði titlaður héraðsdómari og sýslumaður í skjalinu. Hið rétta er að hann var sýslumaður í Kjósarsýslu og héraðsdómari í Gullbringusýslu, sem var eina sýsla landsins sem naut umsýslunar slíks embættismanns.
Skiptingin átti rætur að rekja til konungsbréfs frá 1781 og ágreinings Skúla landfógeta Magnússonar og Guðmundar Runólfssonar lögsagnara um starfsvið. Landfógeti hafði með höndum fjármál og löggæslu í Gullbringusýslu. Sjá Kaupstaður í hálfa öld, bls. 117.
4. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 54-58 og neðanmálsgrein á bls. 58. Vigfús segir
Rannveigu vera Þorgilsdóttur en sr. Jón Thorarinsen, útgefandi Suðurnesjaannáls, sem tekur frásögn Vigfúsar upp í annálinn, hefur breytt föðurnafni hennar á tveimur stöðum.
Er þar væntanlega um leiðréttingu að ræða, sjá Rauðskinnu hina nýrri III., bls. 43 nm., neðanmálsgreinar 2-3.
5. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 58-61.
6. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 64-68.
7. Jón Espólín: Íslands Árbækur í sögu formi, XI. deild, bls. 96-97.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.