Jarðaber

Jarðarber (fragaria vesca) eru af rósaætt eins og hrútaber enda eru blöðin áþekk, a.m.k. fyrir blómgunartíma. Þau finnast villt hér á landi, einkum sunnan- og suðvestanlands. Blóm jarðarberja eru hvít þótt aldinið sé auðvitað rautt eins og alkunna er.
JarðaberJarðarber eru eiginlega ekki ber í grasafræðilegum skilningi heldur verða þau til í sjálfum blómbotninum á þann hátt að hann þrútnar út og verður að gómsætu aldini. (Ágúst H. Bjarnason 1983: 72)
Jarðarber hafa vaxið villt í Evrópu svo lengi sem menn muna en þau eru smá. (Novak 1972: 103) Amerísk villt jarðaber eru einnig smá en aftur á móti mun frjósamari. Kynbætur og ræktun er aldagömul og hófst með fundi Suður amerískrar tegundar sem bar mikilu stærri ber en áður þekktist.
Berin þóttu góð við slæmum maga, matarólist, þvagstemmu, brjóstveiki, liðaverkjum og steinum í nýrum og blöðru. Tennur verða hvítar og fallegar, sé jarðarberjasafi látinn verka á þæri í 5-10 mín. og þær síðan þvegnar úr volgu vatni, sem lítið eitt af matarsóda var bætt í. (Ágúst H. Bjarnason 1983: 72)
Á Reykjanesskaganum má t.d. sjá villt jarðaber í Herdísarvíkurfjalli (Fálkageirsskarði), í Núpshlíðarhorni og undir Háabjalla.

Jarðaber

Jarðaber.

 

 

Óttarsstaðir

Eftirfarandi er hluti örnefnalýsingar Gísla Sigurðssonar um Óttarsstaði í Hraunum, neðan Reykjanesbrautar.
Lýsing Gísla Sigurðssonar var borin undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti og síðan Eydikotsamin upp úr henni ný lýsing, sem hér fer á eftir. Gústaf er fæddur í Reykjavík 1906, en ólst upp í Eyðikotinu í Hraununum og var þar til 1937.
Óttarsstaðir eru í Hraununum svonefndu og tilheyrðu áður Garðahreppi, en land jarðarinnar var lagt undir Hafnarfjörð, þegar álverksmiðjan kom.
„Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á: Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“ „Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið-Krossstapa, frá Mið-Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá Búðarvatnsstæði i Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krýsuvík; í hann er klappað: Ótta., Hvass., Krv.-“
Kerd„Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu , frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.“
Löngum var tvíbýli á Óttarsstöðum. Voru býlin nefnd Efri-Óttarsstaðir eða Vesturbær og Neðri-Óttarsstaðir eða Austurbær. Bæirnir stóðu á Bæjarhól, nokkuð vestarlega í túninu. Vesturbærinn stendur enn þá, en Austurbærinn var rifinn fyrir aldamót. Var þá byggt nýtt hús nokkru austar og neðar í túninu, en gömlu bæjartóftirnar notaðar fyrir fjós og hlöðu. Túnið á Óttarsstöðum var allstórt og var því deilt milli bæjanna í Vesturbæjartún og Austurbæjartún. Kringum öll túnin var hlaðinn tvístæður túngarður, feiknamannvirki.
LitlikofiAustast í túninu á Efri-Óttarsstöðum var túnflöt, sem kölluð var Maríugerði. Rétt austur af húsinu, sem nú er á Neðri-Óttarsstöðum, var Eyðikotið, þurrabúð frá Óttarsstöðum. Það fór í eyði fyrir 30–40 árum, en bærinn stendur enn og er notaður sem sumarbústaður.
Niður við Óttarsstaðavörina var önnur hjáleiga eða þurrabúð, nefnd Kolbeinskot. Kot þetta fór í eyði rétt eftir aldamót. Síðasti ábúandi þar mun hafa heitið Kolbeinn, og mundi gamalt fólk enn eftir honum, þegar Gústaf var að alast upp. Túnið, sem lá áður undir Kolbeinskot, var alltaf nefnt Kotatún, en túnið ofan sjávarbakkans var kallað Bakkatún.
Vestur af Eyðikotinu var djúpt jarðfall, Eyðikotsker eða Kerið. Neðst í því var hlaðinn brunnur, og var vatnið jafnan tekið þar. Alltaf fylltist þetta af snjó á veturna. Hleðslan í brunninum sést enn. Frá Kerinu lá Brunnstígurinn heim til bæjar.
Ottarsstadir eystri-2Eyðikotinu tilheyrði sérstök vör, Eyðikotsvör, og lá svokölluð Sjávargata frá kotinu að henni.
Götuslóði lá af Keflavíkurveginum sunnan við Straumstúnið og út að Eyðikotshliði, þaðan heim túnið heim að bæjunum á Óttarsstöðum. Gatan er nú öll uppgróin.
Skammt frá Eyðikotinu, til hægri handar, þegar vestur var farið, var hóll, sem hét Litlakofahóll. Vestan í honum var kofi, sem kallaður var Litlikofi eða Tótukofi. Þórunn nokkur, systir konunnar á Óttarsstöðum, hafði kindur í þessum kofa.
Tíkarhóll er í túninu rétt vestur af Neðri-Óttarsstöðum. Lítið eitt norðar var svonefndur Strípur, hár og mjór klettur utan í hól.
Rétt norður af Neðri-Óttarsstöðum er lágur rani. Á endanum á honum er smátúnblettur með grjóthleðslu í kring. Er þetta nefnt Rúnugerði, kennt við Guðrúnu, dóttur Friðfinns, sem bjó á Óttarsstöðum skömmu fyrir aldamót.
StripurRétt austur af Rúnugerði er nokkuð stór hóll, sem kallaður var Fiskhóll. Uppi á þeim hól hafa verið breiðir grjótgarðar, sem enn sést vel móta fyrir, og þar hefur verið þurrkaður fiskur í gamla daga.
Alveg sunnan undir húsinu á Neðri-Óttarsstöðum var jarðfall, lítið um sig. Það var alltaf kallað Prettur, en ekki er vitað um orsök nafnsins. Brunnur var í jarðfallinu, og var alltaf nóg vatn í honum, en fylgdi flóði og fjöru.
Lengra vestur í túninu og nær sjónum voru fjárhús. Nefndist það efra Torfhús, en það neðra Langabakkahús. Langabakkahús var rifið, svo að veggir einir stóðu eftir, en þeir fóru alveg í stórflóði, líklega 1957.
Rétt fyrir ofan sjávarkampinn var hlið á vesturtúngarðinum, nefnt Fjárhlið, því að féð rann þar í gegn. Rétt fyrir sunnan hliðið var feiknamikið fjárgerði. Þangað lá götuslóði frá báðum bæjunum.
Nónhæð er sprunginn klapparhóll, nokkuð stór, rétt vestur af fjárgerðinu. Hæðin er nálægt suðvestri frá Óttarsstöðum og hefur því getað verið eyktamark þaðan.
Norðurtún var sameiginlegt nafn á túninu frá húsi niður að sjó.
Smiðjubali var rétt austur af kálgarðinum á Efri-Óttarsstöðum. Þar á að hafa verið smiðja.
pretturBrunnurinn á Efri-Óttarsstöðum var alveg í horninu á kálgarðinum, smáspöl frá bænum. Þangað lá gata, sem kölluð var Brunngata. Í gamla daga var þetta hlaðin steinstétt, en er nú gróin upp.
Hálfvöllur er stór lægð suður af Óttarsstaðahúsinu neðra. Mörkin milli bæjanna liggja eftir honum.
Kattarhryggur var langur bali rétt suðaustur af Vesturbænum. Sunnan við Kattarhrygginn var klettur margsprunginn, er nefndist Stólpi eða Álfakirkja. Bjó jafnan huldufólk í þessum klettum. Mátti því ekki hreyfa þar við strái, ekki vera í leik eða hafa mikinn hávaða.
Í túninu á Neðri-Óttarsstöðum, alveg við mörkin, var kofi, upphaflega smiðja, seinna hesthús. Rétt austur af tóftinni eru þúfur miklar, og töldu menn, að þar væru leiði.
Suður af bænum á Efri-Óttarsstöðum var hæð, sem kölluð var Bali, nú orðin slétt. Suður af honum er kvos, sem kölluð er Kvíadalur. Fráfærum var hætt löngu fyrir minni Gústafs. Fjárhús voru í Kvíadalnum. Þangað lá Fjárhússtígur. Svolítinn spöl austur af Balanum er túnrani. Við endann á þessum rana er svolítil lægð ofan í túnið, nefnd Leynir.
TorfhusVestur af Kvíadal og Balanum eru lægðir. Þar vestan við koma Brekkurnar svonefndu. Þar endar túnið að vestanverðu, og er túngarðurinn þar alveg við. Brekkurnar eru tvær og skarð á milli. Heitir önnur þeirra Þórhildarbrekka. Gamall götuslóði liggur um Brekkurnar vestur með sjónum að Lónakoti.
Norðvestur af Brekkunum er stakur hóll alveg niðri við fjörukamp. Hann heitir Náttmálahóll og var eyktamark frá Óttarsstaðabæjum. Fram af Náttmálahól er mikið sker og hátt, sem nefnist Arnarklettur. Þar fram af er lægra sker, sem kemur aðeins upp um fjöru. Er það nefnt Hrúðurinn. Svo sögðu menn, er þeir voru á leið inn fjörðinn, að gott væri að komast inn undir Hrúðurinn.
HesthusFyrir innan Hrúðurinn var austast Langibakki. Þar var hár kampur, sem nefndist Langabakkagrjót. Innan við það var Langabakkamöl. Sjórinn féll þarna inn á flóði, og var þetta góður baðstaður í hitum. Aðeins austar, rétt við kampinn, var lítil rétt, sem notuð var fyrir sláturfé á haustin. Hún var kölluð Langabakkarétt. Sjórinn tók hana og jafnaði við jörðu í sama flóði og Langabakkahúsið fór af.
Austan við Langabakkarétt eru stórir klapparhólar og sunnan við þá tjörn. Er þetta kallað Vatnsgjá. Þarna var kofi eða byrgi frá Eyðikotinu, og var þar geymdur harðfiskur í gamla daga. Veggirnir standa enn. Austur með kampinum, rétt austur af Vatnsgjánni, var lítið byrgi í klapparhól, kallað Litlabyrgi.
GrafstadurAustur af því, vestan við Eyðikotsvörina, er annað byrgi, sem var kallað Hjallbyrgi. Það var notað frá Eyðikotinu. Á því voru fisktrönur, og var þar hert grásleppa og annar fiskur. Sjórinn hefur gengið mjög á þetta land undanfarin ár. Vestan við Eyðikotsvör er allhár, stakur klettur í fjörunni, nefndur Snoppa.
Vestan við Hjallbyrgið var Gudduvör, aflögð fyrir löngu. Sá aðeins móta fyrir henni neðst um stórstraumsfjöru. Óttarsstaðavör er alveg niður undan verkstæðinu, sem nú er á Óttarsstöðum. Hún er enn alveg eins og hún var.
Ottarsstadir vestri-2Aðeins austur er gömul vör, sem sést aðeins móta fyrir neðst. Líklega hefur Kolbeinn í kotinu orðið að hafa kænuna sína þar.
Fyrir ofan Óttarsstaðavör var hleðsla á tvo vegu, veggur að sunnan og vestan, kölluð Skiparétt. Þar var bátunum hvolft á haustin og þeir látnir standa þar yfir veturinn. Skiparéttin er nú alveg horfin.
Sundið, sem róið var um inn í vörina, var einu nafni kallað Sund, en raunverulega voru sundin tvö, Suðursund og Norðursund. Boði var á milli þeirra, og braut á honum, þegar lágsjávað var.
Austan við Sundið eru tveir hólmar, Ytrihólmi og Innrihólmi. Alltaf sást votta fyrir grasrót efst á Innrihólmanum, og virðist hafa verið gras á honum í eina tíð. Utan við Ytrihólma er sker, sem nefnt er Kirkjusker. Munnmæli eru um, að þar hafi farizt bátur með fólki, sem var að koma frá kirkju í Görðum.
AlfakirkjaÚt af hólmunum er Rifið, en norður af því Hraunið. Þar var góð hrognkelsaveiði. Þá er komið töluvert langt út á fjörð.
Norður af Hrúðrinum var fiskimið, sem var kallað Hrúðurbrún. Þar vestur af er Helluleir.
Fyrir ofan hólmana er sund, sem nefnist Læma. Það þornar alltaf um fjöru. Austan við Læmu er stakur klapparhóll, sem er kallaður Kisuklettur.
Mörg sker eru í fjörunni á þessum slóðum. Utasta skerið, sem er langt úti í fjöru, er kallað Tíkarlónssker. Austan við þetta sker kemur vík, sem ber mikið á um fjöru, kallað Tíkarlón.
Ofan fjörunnar tók við Kotabótarkampur eða Kotabótarmöl. Austan við hana er hæð, sem endar úti í sjó. Þar sem hún kemur í kampinn, er kölluð Kothella. Frá hellunni út að túngarðinum er kölluð Kotabót. Innan við kampinn er Kotabótartjörn, þornar um fjöru.
KviadalurÞá er komið að klettum mörgum í fjörunni, sem einu nafni nefnast Vatnasker. Utast er Vatnaskersklettur, langt úti í sjó, allur sprunginn. Efsti kletturinn er með sléttri klöpp að ofan, kallaður Vatnaskersklöpp. Í hana eru mörkin milli Straums og Óttarsstaða. Áður var gras alveg fram á klöppina, en nú er skerið orðið eins og eyja og djúpt sund á milli þess og lands.
Frá Vatnaskersklöpp liggur landamerkjalínan upp í Markhól, sem er vestan við Jónsbúðartjörn. Þaðan liggur hún í Skiphólsþúfu, sem er grasþúfa á Skiphól, þaðan í Stóra-Nónhól.
Upp af Kotabótinni er Kotamói, kargaþýfður. Rétt við móann liggur gatan frá Óttarsstöðum upp á veg. Skammt suður af Kotamóanum er klöpp. Á henni stóð varða, sem nefnd var Karstensvarða, en hún hefur nú verið rifin.
StekkurVestur með götunni á vinstri hönd er Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili (brann). Rétt þar fyrir norðan var jarðfall slétt í botn og réttarveggir hlaðnir á brúnunum. Rétt þessi var venjulega notuð á haustin, en hún hefur nú verið rifin niður.
Langt suður af þessu er klapparhæð, er nefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla mikil er við skútann og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.
Suðvestur af þessu er mikill klapparrani og hár. Suðaustan í honum er feiknamikið jarðfall. Fyrir endanum á því eru hleðslur miklar, sem nefnast Kúarétt. Þar mun hafa verið nátthagi fyrir kýr.
Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshliði upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklif. Skammt austur af því, á sömu hæðinni, er Eystraklif. Þar lá gatan frá Eyðikotinu upp í hraunið. Önnur gata lá yfir Eystraklifið upp í Nónhóla. Hún lá út af Skógargötunni rétt austan við Hrafnagjá, sem brátt verður nefnd.

Sandatjorn

Sunnan við túnið á Vesturbænum er Hádegishæð, eyktamark. Á henni var Hádegishæðarvarða. Hæðin var mjög sprungin og miklar gjár í henni. Suðaustar svolítið er feiknamikil hæð með sprungu, sem nefnist Hrafnagjá. Í henni var Fiskabyrgið. Þar var geymdur fiskur harður og geymdist vel. Sést fyrir byrginu enn þann dag í dag.
Vestur af Hrafnagjá er Miðmundahæð. Vestast á henni er stór varða, sem heitir Miðmundavarða, en vestan við hæðina er lægð, sem heitir Miðmundaskarð. Stígurinn frá Óttarsstöðum liggur upp úr því. Stóra réttin, sem fyrr var nefnd, var inni í krika vestan undir hæðinni. Þar er skúti stór með miklum hleðslum og þröngum dyrum. Hefur hann sennilega verið notaður sem fjárhús einhvern tíma í gamla daga.
MarkhollVestan við Fjárhliðið er stórgrýtisurð, en þar fyrir ofan er smágraslendi, sem kallast Stekkurinn.
Fram undan Fjárhliði er stakur, hár klettur, sem nefnist Pálsklettur. Ekkert er vitað um Pál þennan. Austur af Pálskletti í fjörunni gengur langur klettur fram í sjó, kallaður Langiklettur. Fram af honum er stakt sker úti í sjó, sem alltaf stendur upp úr, kallað Einbúi. Ekki var hægt að komast þangað nema á bát. Skammt suðaustur af Náttmálahólnum er mosavaxin klapparhella norðan í smáhól, kölluð Moshella. Þar var mið á Rifið, Keilir um Moshellu.
Vestan við Stekkinn koma klettar. Þar upp af er varða á hæð fram undir sjónum, en grasbakki fyrir framan, kölluð Miðaftansvarða. Hún hefur getað verið eyktamark frá Óttarsstöðum. Þar fram undan er klapparklettur sprunginn, kallaður Vondiklettur, því að þar flæddi fé oft. Þar skammt vestur af er töluvert stór grasblettur, sem var kallaður Bletturinn (108). Hann var alltaf grænn.
TungardurinnUppi í hrauninu, dálítið fyrir ofan þetta, er lægð, sem nefnist Leirlág, og kemur þar alltaf vatn upp með flóði.
Vestur af Kotakletti er stakur hóll, kringlóttur og sprunginn, nefndur Sigðarhóll. Skammt vestur af Miðmundaskarði er annar hóll sprunginn, sem nefnist Klofi.
Fyrir framan Blettinn er dálítið stór standklettur. Sjórinn fellur aldrei frá honum að framan. Þegar ylgja var í sjó, gat brimsúlan orðið eins og Geysisgos. Barst þá oft þari upp á Blettinn, og hefur hann gróið mikið upp af því.
Rétt vestan við Blettinn kom laut, og lá gatan í sveig fyrir hana. Nefndist þar Bogafar. Hér í gamla daga, þegar menn gengu milli bæja með olíuluktir, þá henti það í hvert sinn, sem farið var með slíka lukt um Bogafar, að ljósið drapst. Kenndu þar margir um einhverju dularfullu.
StraumsvikAllmiklu vestar liggur mikil klöpp fram í sjóinn, nefnd Björnshella. Fyrir ofan fjörukampinn var uppgróinn sandbakki, sem nefndist Sandar. Þar vestast eru landamerki milli Óttarsstaða og Lónakots. Ofan við Sanda er Sandatjörn, skiptist milli Óttarsstaða og Lónakots. Úr Söndum liggur landamerkjalínan í Markhól, sprunginn klapparhól skammt fyrir ofan kampinn. Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður. Skammt austur af Sjónarhól er stór hæð, sem er kölluð Vatnsstæðishæð. Gústaf hefur ekki séð þar vatnsstæði.
OttarsstadaborgRétt norður af Sjónarhól eru tvær vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð. Ekki er vitað, hvernig á Ingveldarnafninu stendur. Vestur og niður af Ingveldi voru kallaðir Tindhólar. Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.
Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógargötuna, er Kotaklifsvarða. Þaðan liggur Skógargatan suður um hraunið.“
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði (ÖÍ).

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).

Selvogsheiði

Þegar gengið er um Selvogsheiði ofan gömlu Fornugötu má sjá a.m.k. 15 selstöður í 25 seljum. Selstöðurnar eru greinilega mismunandi gamlar. Í þremur seljum eru nokkrar kynslóðir selja, allt frá fyrstu til loka seljabúskaparins í lok 19. aldar. Nokkrar eru óþekktar.
gotusel-21Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir m.a.: „Fyrir ofan þjóðveg: Austur af Strandarhæð, sem er norður af vegamótunum, eru miklar lægðir, sem heita Djúpudalir og tilheyra Útvogi. Þeir eru við mörk Götu og Útvogs.  Austur og upp af þeim eru þrír lágir hólar, sem heita Karlshólar og eru fyrir ofan Fornugötu. Fremsti-Karlshóll er næstur þjóðvegi, þá Mið-Karlshóll og loks Efsti-Karlshóll.
Norður eða norðvestur af klöppinni Fótalaus í Neslandi er Bjarnastaðaból eða -sel. Það er austur af Stebbasteini (sjá Þorkelsgerði). Uppi í heiðinni voru sel eða ból frá flestum bæjum. Mörkin móti Nesi eru alveg við bólið.  Hásteinar eru þrír hraunhólar við þjóðveginn. Fyrir ofan veg er Stóri-Hásteinn, og liggja mörk Ness og Bjarnastaða um hann, alveg vestan við Kárabrekkuhól í Neslandi.“
Hér að framan er ekki getið um litla selstöðu undir Hásteini. Hún gæti hafa verið frá Götu, en í Jarðarbókinni 1703 er þess getið að Gata hafi átt selstöðu í Bjarnastaðamannalandi án skatta og skyldna. Hins vegar liggja mörk götu vestar en Bjarnastaðaland með sameiginleg mörk alla leið í Kálfahvamm í Geitafelli.
gotusel-uppdratturÍ örnefnalýsingu fyrir Götu segir m.a.: „Mörkin milli Útvogs og Götu eru úr Markhól austan Stóraklifs í Þorkelsgerðislandi í miðjan Gjáardal, sem er kringlótt ker ofan við ferðamannaveginn [Fornugötu] út að Vogsósum, austur af Bjargarhelli. Milli Gjáardals og Torfdals er mjótt haft, líklega tíu metrar. Þar er Miðvogsstekkur í Götulandi. Línan liggur úr Gjáardal um þúfu á Götugjá. Götugjá er ein af mörgum gjám, sem eru milli Hnúka og Geitafells. Hún kemur upp aftur niðri í heiði, og er sagt, að hún liggi niður í Götutún. Þaðan er línan í Svarthól, sem er einstakur hóll úti í svonefndum Móa (eða Móum) suðaustur frá Vörðufelli. Mörk Götulands að austan eru 40 faðma fyrir austan Svarthól, en ekkert merki er þar. Í landamerkjaskrá segir, að þau séu í vörðu 40 faðma fyrir austan Svarthól.“
Hér er getið um Svarthól. Þegar FERLIR skoðaði hólinn eftir vísan Kristófers Bjarnasonar heitins, en hann hafði í fyrri ferðum um svæðið bent á þar væru mannvistarleifar, komu í ljós selsminjar; þrjú rými og stekkur, auk vörðu. Tóftirnar eru heillegar, veggir fallnir og grónir. Þó má lesa rýmin; stakt eldhús og sameiginlegur inngangur í baðstofu og búr.

skyrhellir-21

Tóftin er ekki stór, en þó engu minni en nánast helmingur af 310 selstöðum, sem FERLIR hefur skoðað á Reykjanes-skaganum. Líklegt má telja að selstaða þessi hafi verið frá Götu, sennilega á 15. öld. Hugsanlega hefur þá kastast í kekki með Bjarnastaðamönnum og Götufólkinu á einhverju tímaskeiði, líkt og þekkist, og selstaðan þá orðið til.
Í örnefnalýsingu fyrir Þorkelsgerði, sem á land vestan við Götu segir m.a.: „Austan við Strandarhæð eru miklar lægðir, kallaðar Djúpudalir, og tilheyra Útvogi. Norðaustur af þeim er Þorkelsgerðisból eða -sel. Við það er Skyrhóll, hellisskúti, þar sem skyrið átti að hafa verið geymt. Neðar er Þorkelsgerðisvatnsstæði. Vatn er í því lengi vel fram eftir vori. Bólið er inn af því, vestar en Hásteinar, en austur af Vörðufelli.“
skyrhellir-22Skyrhellir er reyndar ekki við selið, en þó ekki langt frá. Hellirinn er í raun skúti, sem hægt er að fara niður í. Á „hellisgólfinu“ eru beinaleifar. Framan við opið á hólnum er stök tóft. Hún gæti þó reynst stærri ef staðurinn yrði rannsakaður betur. Ferhyrnt gróið gerði er einnig í hólnum svo ekki er ólíklegt að þarna hafi fyrrum verið lítil selstaða.
Þá segir ennfremur til nánari upplýsinga í örnefnalýsingu fyrir Þorkelsgerði: „Hrakningshæð er hæðardrag í Vörðufellshrauni í suðaustur frá Vörðufelli. Ef fé hrakti  undan veðrum, hafði það afdrep undir hæðinni. Hæðin er líklega í Eimulandi eða við mörkin. Brekkuhalli er upp undir Hnúkana. Þær brekkur heita Hallandar. Í Eimulandi er Eimuhallandi og þar í Eimuhallandasteinn. Það er töluvert stór steinn, vænt Grettistak. Austan til við hann er Stebbasteinn, ekki stór steinn, stakur. Hann er fyrir ofan Móana. Brekkur eru í hallandanum fyrir neðan. Stebbasteinn dregur nafn af Stefáni í Götu, sem tyllti sér við steininn í smalamennskum og hætti til að sitja of lengi og dragast aftur úr.  Hér er heiðin farin að hækka. Leynir er lægð austan Hellholta og liggur niður með Hallanda, alla leið niður að Eimuhallandasteini. Leynir er gott beitiland, ekki uppblásið. Hann er austan við Eimuból. Fram af Eimuhallandasteini er Leturhóll. Um hann liggur merkjalínan milli gata - markavarðaÞorkelsgerðis og Eimu. Þaðan er bein lína í Kálfahvamm.
Austan við Leyni, vestur og fram (þ.e. suður) af Vesturhnúkum (í Neslandi) eru Hrómundartindar (112), einstakir klettar. Ekki er kunn nein sögn um nafnið. Þar eru góðar brekkur, sem slegnar voru frá bæjum í Útvogi.“
Landamerkjavörður
má sjá víða í Selvogsheiðinni.
Frábært veður.

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Bjarnastaði – ÖÍ.
-Örnefnalýsing fyrir Götu – ÖÍ.
-Örnefnalýsing fyrir Þorkelsgerði – ÖÍ.
-Jarðabókin 1703.
-Kristófer Bjarnason.

Strandarhellir

Í Strandarhelli.

Kistugerði
Þegar komið er að Garði, sem nú heitir Sveitarfélagið Garður, er fyrst komið að Rafnkelsstaðabergi. Bergið er ekki hátt, en af ofviðum þess ber Ellustekkur við sjónarrönd í vestri (sjá aðra FERLIRslýsingu). Áður fyrr var byggðin svo dreifð um allan Garð að hún var hæfileg blanda af þorpi og dreifbýli – og hafði kosti hvors tveggja. Við Rafnkelsstæði er Kistugerði þar sem þjóðsagan segir að fjársjóður Rafnkels hafi verið grafinn. Reyni einhver að grafa hann upp mun þeim hinum sama sýnast bærinn standa í ljósum logum. Sagan er svipuð sögunni um fjársjóðinn í Silfru við Járngerðarstaði í Grindavík.

Útskálakirkja

Útskálakirkja.

Innsti bærinn í Garði er Rafnkelsstaðir, þá koma Meiðastaðir, síðan Kothús niðri við sjóinn og Varir þar skammt fyrir utan. Í landi þessara jarða standa nú íbúðarhús, sem reist hafa verið á seinni árum eftir að fólki fór mikið að fjölga í Garðinum. Í vörunum var mikið útræði, enda lending þar góð um sund sem Varaós var.
Brekka og Skeggjastaðir heita næstu jarðir og Gauksstaðir nær sjónum. Þá er komið að Gerðum, “sem er falleg jörð; þar er útræði mikið og fiskisælt”, segir í sóknarlýsingu. Í Gerðum myndaðist fyrst vísir að þéttbýli Garðsins með tilkomu Milljónafélagsins, sem stofnaði útibú í Gerðum árið 1907. Gekk hús það er félagið reisti lengi undir nafninu Milljón. Félagið rak bæði útgerð og verslun og dró það fólk að plássinu svo að um tíma var Garður fjölmennesta byggð Suðurnesja, enda gengu þaðan allt upp í 70 áraskip til fiskveiða á vertíðum.

Árnarétt

Árnarétt.

Með hnignun félagsins varð afturför í atvinnu Garðbúa og fólki fækkaði og tók ekki að fjölga aftur fyrr en nýir tímar komu með önnur tækifæri í útgerðarmálum. Þá varm sökum hafnleysis í Garðinum, farið að flytja þangað fisk til verkunar, sem skapað hefur mikla atvinnu. Auk þess hafa allmargir byggt sér hús í Garði, en stunda atvinnu annars staðar.

Garður

Gerðaskóli – minnismerki.

Í Gerðahverfinu er skóli Garðbúa. Gerðaskóli er einn elsti skóli landsins, tók til starfa 1872 með 20 börnum. Var hann reistur fyrir frjáls samskot með forgöngu séra Sigurðar Sívertssen á Útskálum og gáfu margir höfðinglega, samt var almenningur tregur til “að sinna þessu nauðsynlega máli, sem barnaskólinn var, og gengu nokkrir hinna efnuðu frá við að styrkja hann”, segir séra Siguður í annál Suðurnesja árið 1972.
Fyrir utan (vestan) Gerðahverfið tekur við Út-Garðurinn. Þar gerðist byggðin strjálli. Þar eru bæirnir Miðhús og Krókur.

Garður

Garður – rúnasteinn á fornmannaleiði.

Neðar eru Síkin milli byggðarinnar og grandans við sjóinn. Krókvöllur og Bræðraborg heita hús nær veginum við vegamótin suður í Sandgerði. Bræðraborg er heiti á fallegum skrúðgarði, sem rækt hefur verið lögð við hin síðari ár. Skammt austar er fornmannaleiði og rúnasteinn.
Á Útskálatorfunni er rúmt um kirkju og prestsetur þar sem þau standa á lágum hól í stóru sléttu túni. Þetta eru gamla og virðulegar byggingar. Kirkjan stendur lægra, innan kirkjugarðs, byggð 1861 og kostaði 1725 ríkisdali. Hún er í góðri hirðu og viðhaldi, enda hefur söfnuður Útskálsóknar alltaf látið sér einkar annt um hana eins og vel kom fram á aldarafmælinu 1961.
Í kirkjugarðinum vekur athygli hvítmálað konulíkneski, sunnan undir kirkjunni. Hún heldur á barni og leiðir annað með sér við hönd. Þetta er Gytta Jakobine Fridrika Lever, sem árið 1832 giftist Thomsen faktor Flensborgarverslunar í Keflavík. Þau eignuðust 3 börn, misstu 2 þeirra nýfædd og sjálf andaðist Gytta “af brjóstveiki og tæringu” haustið 1835 og var jarðsungin að Útskálum 6. nóvember.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Þrem árum síðar fluttist Thosen faktor til Reykjavíkur þar sem þeir feðgar gerðust umsvifamiklir kaupmenn. En sinnar ungu konu minntist hann með því að reisa henni þennan eftirminnilega bautastein.
Árið 1946 fannst sjórekið lík íLambastaðavör. Það var með öllu óþekkjanlegt. Það var jarðsett í Útskálakirkjugarði og á gröfinni reistur fallegur en látlaus minnisvarði um óþekkta sjómanninn. Er þessa jafnan minnst við sjómannadagsguðsþónustur í Útskálakirkju.

Vatnagarður

Garður – Vatnagarður.

Allt um kring eru hinar gömlu hjáleigur, sem eru orðanr sjálfstæðar jarðir fyrir löngu: Vatnagarðar niðri við sjávarkambi (var jafnan tómthús, nú í eyði), Garðhús, Presthús. Móakot, Nýibær, Akurhús I og II, Lónshús á sjávarkambinum utan við Akurhðúsatúnið. Í gamla daga voru Útskálar með öllum sínum fylgijörðum metnir á 41,8 hundruð. Það gaf prestinum talsvert í aðra hönd í eftirgjöldum. Aðalkostur brauðsins var samt útræðið úr tveimur lendingum staðarins (Króksós og Lóninu) því að “í Út-Garðinum er fiskisælt, og ber sjaldan við, að fiskilaust sé, og aldrei til lengdar,” segir Siguður Sívertsen í sóknarlýsingu sinni 1839. Nafn séra Siguðrar minnir á að hann var einn hinn kunnasti í langri röð Útskálapresta, ekki síst fyrir annál sinn og aðra fræðimennsku. Honum eigum við að þakka mikla vitneskju um menn og málefni á Suðurnesjum á fyrri öldum.

Garðskagi

Garðskagaviti.

Í sóknarlýsingu sinni nefnir séra Sigurður eina jörð í Út-Garðinum – Lambastaði. Það höfðu Kirkjubólshverfingar á Miðnesi lendingu þegar þeir stunduðu róðra inn á Garðsjó vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga.
Á Garðskaga nær vitasagan aftur til ársins 1847. Þá segir svo í Suðurnssja annál: “Hlaðin varða á Skaganum til leiðavísis sjófarendum”. Árið 1884 var ljósker sett upp á járnröri sem staðið hefur inni á Skagavörðu. Var því lokið 1. október og skyldi við haldið “með enn frekari umbótum til leiðbeiningar skipum inn í Faxaflóa”.

Garðskagi

Garðskagi – nýi vitinn.

Árið 1897 var gamli vitinn byggður, 12,5 m hár. Hann stendur enn og var gerður að athugunarstöð fyrir fuglaskoðara er annar viti leysti hann af hólmi. Spölkorn ofar stendur nýi vitinn, 27 m hár, reistur 1944. Var hann vígður með guðsþjónustu 10. september 1944. Voru þá vitar landsins orðnir 140 þó aðeins væru liðin 66 ár frá því að fyrsti vitinn var reistur (Reykjanesviti). Í ræðu sem vitamálstjóri, Emil Jónsson, flutti við vígsluna þakkaði hann sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, sem hafði undirbúið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap. “Minnir það mig á”, sagði Emil í ræðu sinni, “að fyrstu sagnir um leiðarljós fyrir sjómenn á Íslandi, eru tenglar við kirkjuna. Mér hefir verið á það bent, að verið hafi hér til forna, um 1200 og jafnvel fyrr ákvæði um að ljós skyldi loka í ákveðnum kirkjum, allar nætur tiltekin tímabil. Þegar þessi ákvæði voru rannsökuð nánar kom í ljós, að flestar þær kirkjur, sem hér var um að ræða, voru nálægt sjó, og á þeim stöðum þar sem ætla má að sjófarendur hafi getað notið þeirra sér til leiðbeiningar”. (Faxi, 7.-8. tbl. 1944, s. 8-9).

Garður

Garður – Heiðarhús.

Úr Garðskagavita er víðsýni mikið inn yfir Garð, suður á Miðnes og til norðurs út yfri Faxaflóa og alla leið vestur á Snæfellsjökul í góðu skyggni. En út frá gamla vitanum teygir sig langur skerjagrandi, sem kemur upp úr sjó um fjöru. Þða er hin hættulega Garðsskagaflös. Aðeins nafnið vekur dapra minning, eins og t.d. um Þormóðsslysið 17. febrúar 1943. Á því skipi var 7 manna áhöfn og 24 farþegar. Af þeim voru 22 frá Bíldudal.
Á Skagagnum er víðlent og gróið valllendi, vel fallið til samkomuhalds og til ýmissa hluta nytsamlegt. Hér héldu Garðmenn þjóðhátíð sína 2. ágúst 1974. Það voru saman komin “allt að þriðja hundrað manna, var þar borðhald, drukknar skálar, einnig sungin ljóðmæli, sem við áttu. Sumir gjörðu áheit á baraskólann, honum til viðhalds og framfara.”.
Rúmum 40 árum síðar, þ.e. í lok fyrra stríðs 1916-1918, var öðruvísu um að litast á Skaganum.

Garður

Garður – Heiðarhús.

Þá var hann orðinn að risastórum kálgarði. Hafði ríkið stofnað til þessarar ræktunar í kartöfluleysi Norðurálfuófriðarins og allir Garðbúar sem vildu fengu vinnu við að tína jarðepli upp úr sendinni moldinni. Þessi ríkisræktun á kartöflum á Garðskaga stóð í þrjú ár. Plægðir voru 4 ferhyrndir reitir, 100 m á kant, þara ekið á flögin úr hrönnum í fjörum Skagans og það látið nægja sem áburður. Útsæði var sent úr Reykjavík og skipað upp í Lambastaðavör. Undirvöxtur varð ekki eins mikill og menn væntu. Var kennt um of einhæfum áburði. Næsta sumar gekk betur og svo annt lét landstjórnin sér um þennan rekstur að hún sendi skrifstofustjórann í fjármálaráðuneytinu suður á Skaga til að líta á garðana. Kom hann þangað 18. ágúst og lét vel yfir. Um haustið var haldin mikil uppskeruhátíð í Gerðum og lengi í minnum höfð. Kartöfluræktunin á Skaganum stóð í 3 ár. Eftir það var Skaginn fljótur að gróa sára sinna og varð aftur hið besta tún og gott beitiland fyrir gripi Útskálaprests.
Um nafnið á þessu byggðalagi Suðurnesja, Garður, var skrifað ýtarlega í Árbók FÍ 1977 af dr. Kristjáni Eldjárn.
Frábært veður. Gangan tók 32 klst og 3 mín.

Heimild m.a.;
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Stóri-Hólmur

Brunnur við Stóra-Hólm.

Litla-Hólmsvör

Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun, flutti eftirfarandi erindi um útræði frá sjávarjörðum á ráðstefnu Samtaka eigenda sjávarjarða árið 2002. Hér er hluti af erindinu:
„Af ákvæðum í rekabálki Jónsbókar, sem sótt eru í Grágás, verður ekki annað ráðið en að eigandi sjávarjarðar eigi  Fjaraskýlausan rétt á öllu sjávargagni fyrir landi sínu innan við netlög. Það er að nútímamáli 115 metra færi út frá stórstraumsfjörumörkum. Að auki á landeigandi rétt á reka, eða eins og í lögunum segir, hann á „allt það er flýtur“ á svo löngu færi að maður sjái úr fjörumáli fisk á borði báts úti fyrir landi. Um fiskveiðirétt utan við netlög er lögbókin skýr: „Allir menn eigu að veiða fyrir utan netlög að ósekju“ (Jónsbók, 196). Þetta merkir að utan tilgreindra takmarka er sjávarfiskur talinn óskipt hlunnindi sem hver megi sækja að frjálsu.
Nú er vitað mál að þegar í upphafi byggðar var landi skipt þannig að einungis lönd ákveðinna jarða lágu að sjó en aðrar ekki. Og það mun ótvírætt að landamerki sjávarjarða voru miðuð við fjörumörk, náðu ekki útí sjó.
Sjávarjarðir, þar sem var náttúruleg lending fyrir hendi og skammt á mið, voru einna hæst metnar að dýrleika að fornu mati á sama hátt og jarðir, sem víðáttumikil afréttarlönd liggja undir, voru hærra metnar en aðrar. Réttur ábúenda sjávarjarða til þess að stunda heimræði er jafn skýlaus og beitarréttur ábúenda heiðajarða og hvorttveggja, heimræði og beit, er talið með hlunnindum jarða.
 FjaraEn spurning er með hverjum hætti nýttu sjávarbændur þau sérstöku hlunnindi jarðarinnar að eiga lendingu í heimalandi og stutt á mið að sækja? Mér vitanlega hefir enginn kafað djúpt í heimildir eða hugskot sitt til þess að kanna sérstaklega þýðingu heimræðis fyrir ábúendur sjávarjarða strandlengis umhverfis landið. Sem þó er undarlegt miðað við hið gríðarlega heimildamagn sem hafa má uppúr Íslenzku fornbréfasafni að ekki sé minnst á Jarðabók Árna og Páls sem enginn hefir notað gagngert í þessu skyni. Og þetta er því undarlegra ef hafðar eru í huga allar þær fullyrðingar sem uppi eru hafðar í ræðu sem riti um það að meginstefna ráðandi manna í landinu allar aldir fram á þá tuttugustu hafi verið að hindra að íslenskur sjávarútvegur fengi að þróast á vísu fiskveiðandi þjóða við Norður Atlantshaf þar sem borgir risu við strendur. Ég held að þeir sem halda því fram að íslenskur sjávarútvegur hafi öldum saman verið eftirbátur landbúnaðar séu á villigötum. Við getum horft til Vestfjarða í þessu tilliti. Það má telja nær fullvíst að vegna takmarkaðs graslendis séu jarðir þar óbyggilegar af landbúskap einum og hefðu aldrei af honum einum getað alið allan þann fjölda fólks sem þar óx upp og æxlaðist um aldir allt vestan af Rauðasandi og norður um Strandir í Hrútafjarðarbotn.
 FjaraÍ annálum fyrri alda er margoft greint frá því að þegar harðæri voru í landi og búfjárfellir í góðsveitum flykktist fólk vestur á firði í von um lífsbjörg. Sterkasti vitnisburður um að árabátaútgerð var lífsmagn vestfirskra byggða er sú staðreynd að þaðan fóru einungis örfáir til Vesturheims þegar þangað voru fólksflutningar miklir úr öllum öðrum héruðum landsins. Vestfirðingar sátu við sinn keip og fiskuðu á heimamiðum jafnt og í útverum uns stórskipaútgerð kom til á Íslandsmiðum og fjöldi bæja lagðist sjálfkrafa í auðn. Trollveiðar skröpuðu burt lífsskilyrði fiska á grunnmiðum þar sem víðast hvar var einungis árabátum lendandi frá náttúrunnar hendi.

Ábúendur á sjávarjörðum voru vitaskuld í mun betri færum að afla fiskjar en þeir sem bjuggu á landi sem ekki náði að sjó. Þótt fiskurinn undan landi væri öllum frjáls að landslögum, var þó ekki sjálfgefið að hægt væri að róa frá sjávarjörð; allt valt á því að lending væri hentug og ekki langræði á fiskimið.
verstöðOg þar sem svo hagaði til sóttust aðrir, sem ekki höfðu land að sjó, eftir aðstöðu til útgerðar: lendingu, skipsuppsátri, búðarstöðu og verkunaraðstöðu á mölum. Allt þetta þurfti nokkurt landrými sem kom niður á lífsrými ábúenda jarðanna þar sem skilyrði voru hentug til útgerðar. Sá sem vildi gera út skip frá annars manns jörð hlaut því að gjalda landsdrottni eða ábúanda sjávarjarðar vertoll eða undirgift fyrir afnot af landi og gilti það jafnt hvort heldur var heimræði frá jörð eða róið úr útverum. Af heimildum er ljóst að þetta gjald var ekki tekið af fiskveiðum heldur landnotum. Vertollur á sér langa sögu aftur í aldir, og er einkum tengdur höfuðbólum á Vestfjörðum. Orðið vertollur var haft um gjaldið á miðöldum jafnt og á síðari öldum, helst var það notað á Snæfellsnesi að hluta og í Dala-, Barðastrandar-, Ísafjarðar-, og Þingeyjarsýslum. Orðið undirgift tíðkaðist hinsvegar víðast hvar um sunnan og suðvestanvert landið og jafnvel fyrir norðan allt frá 16. öld, en það hefir án efa borist hingað með konungsútgerð sem stórjókst á 16. öld.
 SelatangarEn hugum nú ögn að því hverjir áttu helst sjávarjarðir? Hverjir reru? Hverjir fiskuðu? Snemma á öldum helguðu kirkjustofnanir og auðmenn sér með einhverju móti tollfría skipstöðu á jörðum þaðan sem best var að gera út. Hvað varðar veraldlega auðmenn má minnast á Bessastaði þar sem Snorri Sturluson hafði bú á 13. öld og kóngsvaldið danska sat síðar og gerði út báta í svo stórum stíl að Álftanes kallaðist Kóngsnes á seytjándu öld. Guðmundur Arason hinn ríki sem kenndur er við Reykhóla í Reykhólasveit og var uppi á fyrri hluta fimmtándu aldar, auðgaðist með eindæmum, en hlaut óvild venslamanna sinna og sviptur eigum hvarf hann úr landi 1448. Þá voru auðæfi hans uppskrifuð, féllu undir kóng en mágar hans, Björn hinn ríki og Einar Þorleifssynir keyptu. Á mektardögum sínum átti Guðmundur sex höfuðból og lágu lönd nær allra að sjó: Reykjahólar í Reykjahólasveit, Kaldaðarnes í Bjarnarfirði, Núpur í Dýrafirði, Brjámslækur á Barðaströnd, Saurbær á Rauðasandi og Fell í Kollafirði en fjöldi jarða lá undir hvert þetta höfuðból hans (Ísl. fornbréfasafn IV, 683–694). Nær öll höfððból Guðmundar voru 60 hundraða jarðir, góðbýli miðsveitis með skjólgóð og grasloðin lönd fyrir búsmala og af fimm þeirra nýttist allt sjávargagn sem auðið verður, enda voru stórskip í nausti á hverju hans býli.
Eftir máldögum voru kirkjum tryggð réttindi á skipstöðu hvar sem því var við komið. Til að mynda átti kirkjan á Núpi í Dýrafirði samkvæmt Vilkinsmáldaga 1397 skipshöfn á Skaga tolllaust og eiga innstir reit á Melum og skálagjörð á Brekku (Ísl. fornbréfasafn IV, 143). Kirkjan á Mýrum í Dýrafirði átti „skálagjörð á Fjallnes. Hafa skip í fiski hvort heldur sem vill sexært eður áttært og taka sjálfur toll af þeim skipverjum ef aðrir róa á skipi en heimamenn. Eiga skála ystir og reit á möl.“ (s.r.  IV, 144).
Biskupsstóllinn í Skálholti eignaðist með einhverju móti einhvern tíma á fyrri öldum útróðrarjörðina í Þorlákshöfn og fimm jarðir í Grindavík og lét stóllin ganga þaðan hartnær tíu skip úr vörum. Í Jarðabók Árna og Páls frá því laust eftir 1700 er glögg lýsing á því hvernig útgerð var háttað á vegum stólsins í Þorlákshöfn, Þar sem voru fjórar lendingar fyrir landi, tvær merkilega góðar og verstaða merkilega góð.: „Skip gánga hjer: 10 stólsins fimm, einn tólfæríngur, fjórir teinæringar. Það eru kölluð skylduskip, og gánga þau undirgiftalaust, hefur og hvert skip sjerdeilis búð, sem staðurinn viðheldur, en hásetar og formenn kaupa soðning. þar fyrir utan gánga skip staðarins 6 eður færri og í undirgift fyrir þau niðurfellur af leigum og landskuld  … Hjer að auki gánga ítakaskip … frá Hjalla, Arnarbæli, Hrauni og Breiðabólstað og halda skipeigendur þeim búðum við. Að auk alls þessa gánga skip so mörg ábúenda sem þeir fá við komið …“. Undirgift þessara inntöku skipa tekur ábúandi, en þeir sem skipin eiga, leggja við til búðanna; gjaldast þá xxx álnir fyrir sexæring, fyrir áttæring xl álnir, fyrir teinæring lx álnir …. Alt þetta betalast heimabóndanum í landaurum eftir samkomulagi, en sjómenn kaupa soðning og þjónustu ut supra……(Jb ÁMPV, II, 435–436)
Útróðrarmenn biskupsstólsins í Skálholti sem reru frá helstu verstöðvum í Þorlákshöfn og suður með sjó voru ekki á eigin vegum. Fiskurinn sem þeir drógu að landi, þessi guðs gjöf, einskis manns eign að landslögum, fór mikils til uppí landskuldir og leigur fyrir þær jarðir sem róðrarmenn komu frá. þeir voru allflestir lánaðir frá jörðum dómkirkjunnar í Skálholti sem átti á annað hundrað bújarða með hjáleigum á Suðurlandsundirlendinu og fjölda skipa til útróðra, vergögn og skipsuppsátur með allri suðurströndinni. Langflestum jörðum stólsins í Árnessýslu og Rangárvallasýslu fylgdu kvaðir sem skýrt koma fram í lýsingu Jarðabókar Áran Magnússonar og Páls Vídalíns á Skálholtsdómkirkjujörðinni Efstadal í Laugardal. Ábúandi þar varð að gjalda kvaðir sem voru mannslán um vertíð á staðarins skipum í Grindavík, Selvogi, eða Þorlákshöfn, „hvert sem ráðsmaður kallar“, segir bókin. Í annan stað fylgdi jörðinni sú kvöð að gjalda hestlán í Grindavík eða Þorlákshöfn eða Eyrarbakka. Sömu kvaðir giltu á flestum öðrum jörðum Skálholtsdómkirkju á Suðurlandsundirlendinu. Þaðan dreif útróðrarmenn dómkirkjunnar allstaðar að á vertíðum í fiskver við suðurströndina til þess að veiða uppí leigur og landskuldir, sem húsbændur þeirra guldu fyrir reisn dómkirkjunnar í Skálholti í veislukosti, skrúða, kirkjuviði og hreinu siðferði.
Aðrir reru uppí hlut Skálholtsstaðar til þess að sjá staðnum fyrir matarforða en vitnisburðir eru til um, að skólapiltar, sem seinna urðu prestar víðsvegar um þetta stóra Skálholtsbiskupsdæmi, nærðust að miklu leyti á hörðum fiski dregnum úr sjó undan Suðurnesjum. Útróðrarmenn staðarins voru kallaðir staðarpiltar, þeir báru sjálfir minnst úr býtum. Var nokkur furða þótt sumir tækju það ráð að leynast burt úr veri eins og kom fyrir Brand Ingvarsson, óþekktan að öðru leyti en því að hann strauk úr veri á Hvaleyri við Hafnarfjörð mánudaginn fyrir Maríumessu á langaföstu 1660 af skipi stólsins sem þar var gert  út. Brandur skildi eftir 35 fiska færi af staðargögnunum, en tók með sér skinnstakkinn, mötu sína, skæði og sjóvettlinga (Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar, AM 272 fol., nr. 297).
Í beinu framhaldi þessa er kominn tími til þess að spyrja nutu allir jafnt þess að veiða fyrir utan netlög að ósekju? Svarið hlýtur að vera að svo hafi ekki verið. Þeir reru sem höfðu til þess rétt frá því landi sem þeir höfðu ábúð á og þeir sem ekki bjuggu á sjávarjörð keyptu sér réttinn með því að eiga skip og gjalda vertoll og jafnframt var reglan sú að skipseigendur voru jarðeigendur, sumir stórjarðeigendur einsog biskupsstólar og menn af landeigendakyni einsog Guðrún Eggertsdóttir. Slíkir eignamenn höfðu á að skipa fjölda  leiguliða sem með byggingarskilmálum jarða gengust undir þá kvöð að róa á skipum landeigenda uppá skarðan eigin hlut.
Af því sem hér hefir verið sagt ber helst að leggja áherslu á að frá upphafi skiptu kirkjustofnanir og veraldlegir auðmenn með sér bestu sjávarjörðunum og áttu á að skipa fjölda leiguliða á jörðum sínum sem með tímanum voru skyldaðir til þess að róa á skipum þessara aðila og gjalda með þeirri kvöð landskuld og leigur af ábýlisjörðum sínum sem oft lágu langt uppi í landi. Hlunnindi sjávarjarða voru nýtt af landsdrottnum og ábúendum sem réðu yfir skipi og nægilegum mannafla, þ.e.a.s. leiguliðum eða hjáleigubændum, en aðkomumenn á svonefndum inntökuskipum guldu vertolla eða undirgift fyrir aðstöðu til útgerðar á landi og gerðu út skip sín með hásetum úr leiguliðastétt. þurrabúðarfólki leyfðist ekki að róa í eigin nafni. Fiskveiðar utan netlaga, sem eftir lagabókstafnum voru frjálsar öllum mönnum að ósekju, voru í reynd takmarkaðar við valdastofnanir og eignamenn; þeir sem fiskanna öfluðu á öldum áður voru flestir leiðuliðar eða hjáleigubændur fámennrar jarðeigendastéttar.
Að lokum þetta: Í Bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups fyrir og eftir miðja 17. öld er varðveittur fjöldi byggingarbréfa jarða og umboðsbréfa þeim til handa sem höfðu jarðaumboð fyrir biskupinn. Í þeim bréfum er ævinlega sett fram sú skýlausa krafa til ábúenda og jarðaumboðsmanna að þeir láti engin hlunnindi undan jörðinni ganga, að land hvorki skerðist né spillist og ábúandi gangi frá jörðinni, hvort sem fer þaðan lífs eða liðinn, með sömu ummerkjum og hann tók við.
Ég held að ráðlegt væri að athuga byggðasögu Íslands í ljósi hinnar eindregnu viðleitni landsdrottna til þess að viðhalda kostum hverrar jarðar, halda sérhverri í rækt og byggingu og umfram allt sjá til þess að frá engri jörð tapist landgæði utan önnur vinnist í staðinn. Hvort jörð er byggileg veltur  á því að land hennar sé hvergi skert innan landamerkja hvort heldur þau ganga þaðan sem vötnum hallar af heiðum uppi og niður í byggð, ellegar ná af fjallsbrún ofan að hlein.“
Ekki er vitað til þess að ákvæði Jónsbókar hafi verið numin úr gildi.

Heimild:
-Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun – ÚTRÆÐI FRÁ SJÁVARJÖRÐUM – SAGA, HEFÐIR, RÉTTUR – Erindi á ráðstefnu Samtaka eigenda sjávarjarða 22. nóvember 2002.Sjávarbýli

Sjóklæði

„Skinnklæði voru notuð hér á landi allt frá landnámsöld og þá sérstaklega á sjó.
Vanalega var um að ræða stakk og brók auk höfuðfats og vettlinga. Þrjár gerðir voru af stökkum og fólst munurinn sjoklaedieinkum á ermunum. Þeir voru úr sauðskinni, missíðir, og náðu flestir undir mið læri. Ærskinn þótti best í brækur en kálfskinn var oftast laft í bakið og rassinn. Brækurnar voru þrenns konar og var mismunurinn einkum fólginn í gerð fótabúnaðar. Við skálmarnar á einni gerðinni voru áfastir leðurskór en við hinar voru hafðir sérstakir sjóskór. Nauðsynlegt var að binda snæri þétt utan um skinnklæðin, um mitti og klof, til þess að brækurnar fylltust ekki af sjó þegar þannig stóð á. Einnig var bundið ofan við úlnliði. Af sjóvettlingum, sem voru úr ull, þurfti þrjú til sex pör yfir vertíðina. Höfuðfat var fyrrum hetta en hattur í einni tíð. Um 1870 voru sjóhattar mestmegnis innfluttir úr ferniseruðu lérefti og oftast gulir. Notkun skinnklæða var víðast hætt á tímabilinu 1870-1935.
Samkvæmt alþýðutrúnni var sjómaður í skinnklæðum friðhelgur svo að ekki mátti leggja hendur á hann þótt hann hefði unnið óbótaverk.“

„Sjóklæði höfðu allir vermenn, þótt þau væru allmisjöfn að gæðum, og jafnvel lítt held hjá sumum. Öll voru sjóklæði í þann tíma gjörð úr skinni. Sterk sauðskinn voru oftast notuð í hvorttveggja, brók og stakk, nema í setskautann á brókinni var ætíð haft kálfskinn. Skinn þau, sem notuð voru í sjóklæði, voru oftast brákelt, áður þau skyldu sniðin og saumuð. Aðferðin við að brákelta skinn var á þann veg: Stórt hrútshorn var tekið og borað gat á það í báða enda. Síðan var sterkum spotta bundið í hornið, svo að við myndaðist lykkja. Var hornið síðan hengt upp á bæjarþilið, eða einhvern annan hentugan stað. Fyrst voru skinnin sett í dall með vatni í, og bleytt vel og síðan tekin upp úr og slegin með tréspaða. Loks byrjar brákunin. Hvert skinn var tekið og dregið, upp og niður í hrútshornið, þar til það þótti nægilega elt. Hélzt þessi brákunaraðferð á Snæfellsnesi nokkuð fram yfir miðja 19. öld. Líklegt þykir mér, að orðið brákun, sem haft er um verknað þann, er áður er greindur, stafi hér af því, að sumstaðar var sagt jöfnum höndum, að bráka og keipa færi. Skinnið var dregið upp og niður í hrútshorninu, líkt og færið í vaðbeygjunni á borðstokknum. Stakkur niður á mið lafri og brók, gyrt um mitti, með þykkum nautsskinnsskóm, bundnum á rist, utan yfir á fótum, voru öll sjóklæðin. Snæri var dregið í hálsmál stakksins, með tréstubb á hvorum enda, hálsmálið dregið saman og bundið við. Einnig voru snæri aftan á ermum stakksins á hvorum niðurhandlegg, og þeim vafið um hann. Voru bönd þessi nefnd hálsbjargartígull og handtíglar. Vermenn báru nýtt lýsi á sjóklæði sín, þegar þau slitnuðu, svo þau mætti betur verjast leka. Er þess getið, að eigi hafi það aukið á ilmandi þef sjóklæðanna.

Veiðarfærin, sem vermenn notuðu, voru lítiltæk og fábrotin. Enginn vermaður mátti þó koma svo til skips, að hann hefði eigi með sér góðan öngul, línur, ásamt vaðsteini, byrðaról og fiskihníf. Byrðarólin var gjörð úr sterkri línu með tréklossa á öðrum enda, en alllanga nál úr eik eða hvalbeini á hinum.“

Heimild:
-Sjómannablaðið Víkingur, 60. árg. 1998, bls. 46-47.
-Blanda, 6. bindi 1936-1939, 19-20. hefti, bls. 136-137.

Sjóklæði

Sjómenn í vör.

Leiran

Gengið var um Leiruna og Stóra-Hólm.
„Leiran liggur við sjávarsíðuna, miðja vegu milli Keflavíkur og Útskála. Hún var eitthvert það besta fiskiver því þar mátti sækja sjó á báðar hendur, eins og segir í sóknarlýsingu frá árinu 1839. Nú mun hins vegar langt síðan nokkurri fleytu hafi verið róið til fiskjar úr Leirunni, enda hefur hún sannarlega fengið öðru hlutverki að gegna en sjósókn hina síðari áratugi.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Árið 1816 bjuggu 54 menn á 6 heimilum í Leiru, en 39 menn á 3 heimilum í Keflavík. Árið 1880 voru nákvæmlega jafn margir íbúar í Keflavík og Leiru, eða 154. Nú býr engin í Leirunni, en íbúar í Keflavík eru nú nálægt 10.000 (Íbúar í Reykjanesbæ, sem Keflavík er nú hluti af, eru um 11 þúsund talsins en bæjarfélagið er meðal þeirra fimm stærstu á landinu).
Þótt Leiran væri ein minnsta sveit Suðurnesja var þar hæst metna jörðin í Rosmhvalaneshreppi árið 1861.

Það var Stóri-Hólmur með 7 hjáleigum, metin á 51,9 hundruð. Bæði var að jörðin var landmikil, en hitt hafði þó mest að segja, að þar var ein sú besta lending, rudd vör með miklum tilkostnaði og skipaleiðin eða sundið svo gott að sagt var, að þá mundi útsjór ófær ef það tæki af.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur.

Þess vegna var mikil sjósókn úr Leirunni. Og þó enn meiri í Garð- og Leirusjó úr öðrum plássum. T.d. var sagt að eitt sinn í vetrarvertíðinni 1879 hefðu verið talin 400 skip, sem sáust sigla inn fyrir Hólmsberg og inn á Vatnsleysuströnd. En háan skatt varð Leiran að gjalda Ægi og ekki síður en önnur byggðarlög við sjóinn. Í annálum Suðurnesja eru talin 6 skip með 27 mönnum, sem fórust úr Leiru á árunum 1830-1879. Vestan við núverandi (fyrrverandi) íbúðarhús í Hólmi er bátslaga fornmannaleiði og hlaðinn brunnur, auk fleiri minja um fyrrum bústetu á þessu forna höfuðbýli. Slíkum minjum er einnig fyrir að fara á Leiru þótt sumar þeirra hafi nú verið „sléttaðar“ út.

Leiran

Leiran – Gamli barnaskólinn.

En lífið í Leirunni var ekki bara sjósókn og saltfiskur heldur líka fræðsla og félagsmál. Þar var stofnað til barnaskóla fyrir aldamót (1900) og þar starfaði stúka í eigin húsnæði. Golfklúbbur Suðurnesja hefur nú lagt Leiruna undir starfsemi sína, ræktað þar golfvöll og byggt tilheyrandi skála. Sú ræktun hefur gengið fljótar fyrir sig en í gamla daga þegar sjómennirnir báru slorskrínur á öxl sér neðan úr vör til að drýgja áburðinn og fjölga þar með grasstráunum handa skepnunum.
Þótt Leira sé búin að fá annað hlutverk í lífi Suðurnesja en hún áður hafði er enn ástæða fyrir fólk að staldra þar við og skoða sig um niðri við sjóinn í þessari fornu útgerðarstöð, virða fyrir sér Hrúðurinn og Leiruhólmann og virða fyrir sér það sem enn minnir á liðinn tíma. Og þá er ekki heldur úr vegi að leita uppi Sigurðarvörðuna (Prestsvörðuna), sem er fyrir ofan Leiruna.

Litla-Hólmsvör

Litla-Hólmsvör.

Það var laugardaginn 22. janúar 1876 að séra Sigurður Sívertsen á Útskálum var að koma frá barnsskírn í Keflavík. Stórrigning datt á upp úr útsynnings éljagangi og síðan frysti. Sigurður skýrði svo frá: “Varð ég viðskila við samferðarmann minn við Bergsenda, en af því að ég sá ekki lengur til vegar, fór ég áleiðis suður fyrir veginn fyrir ofan Leiru… Var og hesturinn hlaupinn frá mér. Lagðist ég þá niður og ætlaði að láta fyrirberast, en um nóttina var gjörð leit að mér… leið svo hin óttalega nótt, að enginn gat mig hitt, þar til um morguninn, að tveir heimamenn mínir hittu mig, og var ég enn með rænu og nokkru fjöri, en mér leið vel og mér fannst eins og yfir mér hefði verið tjaldað, og vissulega var ég undir hlífðartjaldi með föðurlegri varðveislu. Guði sé lof fyrir þessa lífgjöf. Þetta tilfelli í lífi mínu vil ég ekki gleyma að minnast á og gefa guði dýrðina.”

Í þakklátri minningu um björgun þessa lét séra Sigurður hlaða vörðu á þeim stað sem hann fannst og fella í hana hraunhellu með Biblíuáletrun.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild;
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Keflavík

Keflavík.

Hvaleyrarvatn

Í sumar (2022) standa yfir framkvæmdir í kringum Hvaleyrarvatn. Skv. upplýsingum á skilti, sem sett hefur verið upp á vesturbílastæðinu er ætlunin að betrumbæta bílastæðið og bæði lagfæra og fjölga göngustígum umhverfis vatnið.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar (ÓSÁ).

Við upphaf framkvæmdanna spurðist fulltrúi FERLIRs fyrir um það hjá verktakanum hvort starfsmennirnir væru meðvitaðir um staðsetningu fornminja við vatnið. Hann hafði ekkert heyrt um neina fornminjar á svæðinu og virtist kæra sig kollóttan um hugsanlega tilvist þeirra. Nokkrum dögum síðar var búið að reka niður rauða hæla í tóftir Hvaleyrarsels og Ássels, en öðrum nálægum fornleifum hafði verið sleppt.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Síðar vakti athygli að plastborði hafði verið strengdur umhverfis þrjár tóftir í seljunum tveimur. Þegar FERLIRsfulltrúinn spurðist fyrir um ástæðu þess að ekki væri búið að merkja aðrar nálægar fornleifar, s.s. stekkina neðan við bæði selin var svarið. „Hönnuðurinn virðist ekki hafa haft hugmynd um fornleifar við vatnið. Það kom honum a.m.k. mjög á óvart að spurst hafði verið um þær“.
Hafa ber í huga að upplýsingar um allar fornleifar við og nálægt Hvaleyravatns hafa verið aðgengilegar á vefsíðu FERLIRs í a.m.k. 20 ár. Ef hönnuðurinn kynni að „gúggla“ hefði hann ekki komist hjá því að fá nauðsynlegar upplýsingar um minjar við vatnið.
Nú þegar vitund hefur kviknað hjá a.m.k. einhverjum væri ekki úr vegi og taka upp þráðinn og merkja þær minjar, sem fyrir hendir eru, gangandi og hjólandi til fróðleiks…

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – upplýsingaskilti um framkvæmdirnar.

Reykjanesviti

Gengið var frá vitanum á Vatnsfelli á Reykjanesi, með ströndinni og yfir að Litlavita á Skarfasetri, austar á bjarginu, nokkru austan Valahnúks. Vitinn á Vatnsfelli, sem margir telja að heiti Bæjarfell, var tekinn í notkun árið 1908. Nafnið á fellinu er tilkomið vegna lítilla tjarna norðan við hæðina. Vitavarðahúsið stóð hins vegar upp af Bæjarfelli, utan í Vatnsfellinu, þar sem það stendur enn.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – gata að gamla Reykjanesvita á Valahnúk.

Genginn var gamall flóraður stígur, sem er nokkuð greinilegur og liggur frá Bæjarfelli að Valahnúk. Þessi stígur var notaður af vitaverðinum þegar vitja þurfti gamla vitans. Gamli vitinn á Valahnúk var fyrsti ljósvitinn á Íslandi og reistur árið 1878. Hann var ekki mjög lengi í notkun því árið 1887 urðu miklir jarðskjálftar á þessu svæði og hrundi þá mikið úr fjallinu og óttaðist fólk að vitinn hyrfi í hafið. Því var hætt að nota hann og vitinn á Vatnsfelli byggður.

Uppi á Valahnúk má enn sjá hleðslu úr grunninum af gamla vitanum (undir fjallinu liggja brotin úr gamla vitanum og bíða þess að verða raðað upp á ný). Fara þarf varlega þegar upp er komið, því brúnirnar eru mjög sprungnar og lausar undir fæti. Þaðan er víðsýnt til allra átta.
Í fjarska trjónir Eldey, 77 metra hár þverhníptur klettastapi. Þar er ein stærsta súlubyggð sem þekkist í heiminum (talning 1949) og þar er talið að geirfuglar hafi verpt fyrrum. Eldey var friðlýst árið 1974. Nú er hún sennilega önnur eða þriðja stærsta súlubyggð í heimi.
Karlinn, virðulegur klettadrangur, stendur rétt utan við ströndina, hann er hluti af gömlum gígbarmi, líkt og Eldey, en Kerlingin, sem var þarna skammt vestar, er nú komin undir sjó. Bæði Karlinn og Kerlingin eru leifar gíga úr sitt hvorri Stampagosgígaröðinni, en þær eru fjórar talsins frá mismunandi tímum. Raðirnar eru dæmigerðar fyrir gígaraðirnar á Reykjaneshryggnum (blunda í 1000 ár en eru jafnan virkar í Önnur 300).
Þegar gengið er niður af Valahnúk er gengið með ströndinni til suðurs meðfram Valahnúkamöl sem er mjög sérstakur sjávarkambur með stóru sæbörðu grjóti. Árið 1950 strandaði breska olíuskipið Clam við Reykjanes og rak upp í Valahnúkamöl, þá drukknuðu 27 menn en 23 var bjargað með fluglínu.

Draugshellir

Draugshellir í Valahnúk.

Uppi á austanverðum Valahnúk er Draugsskúti, en tvennar frásagnir eru til af draugagangi þar er menn ætluðu að gista í honum. Kvað svo rammt af draugagangnum að lá við sturlun þeim er hlut áttu að máli. Um þetta eru skráðar sagnir í Rauðskinnu.
Nafnið má ætla að sé dregið af valabjörgum, en það var áður haft um Valahnúka. Valahnúkamöl lokar dalnum að vestan en Valabjargargjá að austan. Stórgrýttur sjávarkamburinn hindrar að úthafsaldan nái inn í dalinn, en sjór egngur þó langt á land eftri sprungum í hraununum. Þar kemur hann inn á jarðhitasvæði og hitnar. Það gerði möguleika laugarinnar, sem síðar verður minnst á, að veruleika.
Frá Valahnúkamöl er gengið með ströndinni til suðurs, á þeirri leið er gaman að virða fyrir sér þær hraunmyndanir sem ber fyrir augu og gera sér í hugarlund hvers konar ógnaröfl hafa verið þar að verki. Gengið er fram hjá fjölbreyttum básum þar sem brimið ólgar og svellur, sérstaklega er það tilkomumikið í þröngum bás, Blásíðubás, rétt áður en komið er að vitanum. Inn í hann eru nokkur dæmi um að sjófarendur hafi ratað lífsróður í sjávarháska.
Stefnan er tekin á litla vitann á Skarfasetri, hann var byggður sem aukaviti árið 1909 og endurgerður árið 1914 og síðast endurgerður árið 1947. Ástæðan fyrir byggingu hans var að nýji vitinn á Bæjarfelli hvarf á bak við Skálafell þegar siglt var frá suðaustri. Hann kom því ekki að notum fyrir skip sem komu að austan. Einnig liggur oft þoka yfir Bæjarfelli þannig að Reykjanesviti sést ekki. Fyrsti vitinn á Skarfasetri gekk fyrir gasi og var einn fyrsti sjálfvirki vitinn við Íslandsstrendur.

ReykjanesvitiUndir berginu skammt austan við vitann er fallegur gatklettur.
Þegar gengið er til baka er gott að ganga upp með Skálafelli og líta ofan í Skálabarnshelli eða bara ganga sömu leið til baka.

Reykjanes

Reykjanes – sundlaug.

Þegar komið er að Valahnúkamöl er gott að taka stefnuna yfir túnið að Bæjarfelli. Á þeirri leið má finna litla tjörn/gjá, sem er að mestu náttúrusmíð, og er örlítið hlýrri en sjórinn. Sést móta fyrir hleðslum bæði við gjána og einnig ofan í henni líkt og hlaðnir hafi verið veggir og tröppur niður í hana. Í þessari tjörn fengu börn úr Grindavík tilsögn í sundi um og eftir 1930. Þaðan er stutt upp á veg og þar með hringnum lokað.
Undir Bæjarfelli eru tóftir útihúsa frá bæ gamla vitavarðarins sem og hlaðinn brunnur, er gerður var á sama tíma og vitinn á Valahnúk 1878. Umhverfis eru hlaðnir garðar frá búskap vitavarða, en vestan við Valahnúk má enn sjá hlaðinn veg upp úr fjörunni, en eftir honum var grjóti í elsta vitann og íbúðarhúsið ekið úr hraunhellunni, sem þar er.
Meira um nágrenni Reykjanesvita HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild m.a.:
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Reykjanes

Reykjanesviti – hliðarstólpar.

 

Eiríksvegur

Í örnefnaskrá og öðrum heimildum úr Vatnsleysustrandarhreppi er Almenningsvegurinn nefndur og er þá átt við þjóðleiðina sem lá úr Vogum (sem og öðrum byggðum sunnar) og inn í Hafnarfjörð. Hér er vegurinn rakinn frá Vogum í Kúagerði, þ.e. þann hluta var nefndur Almenningsvegur eða Menningsvegur, en vegurinn var vestari hluti Alfaraleiðarinnar gömlu millum Innnesja og Útnesja. Alfaraleiðin var sá hluti vegarins jafnan nefndur er lá milli Kúagerðis og Hvaleyrar í Hafnarfirði.
ArnarbælisstekkurVið fylgjum Almenningsveginum eftir endilöngum Vatnsleysustrandarhreppi frá Hæðinni við Voga og eins langt inn úr og hægt er. Ferðin hefst við vegamótin Vogar-Vatnsleysuströnd og  þaðan er stefna götunnar til norðausturs á Presthóla, tvo ílanga hóla sem ber við himin og liggur hún á milli þeirra. Vegna þess hve gatan er óljós að Presthólunum er best að staðsetja hólana frá Hæðinni áður en lagt er upp. Stekkjarholt er rétt neðan Neðra-Presthóls en Brunnastaðalangholt suðaustan við þá.
Vegurinn var í eina tíð vel varðaður og enn má sjá vörðubrot á þessum fyrsta hluta leiðarinnar með tiltölulega stuttu millibili ef vel er að gáð. Fólk ætti að huga að því ef það er óvisst um götuna, en veit nokkurn veginn stefnuna að undantekningalítið má finna hana aftur við hóla þar sem eitthvert graslendi er og á það sama við um flestar gamlar götur sem liggja að hluta um grjótmela og moldarflög.
Á milli Presthólanna er gatan djúp og augljós og skammt austan þeirra sjást hófför í klöppum. Frá hólunum liggur Gamli vegurleiðin svo í stefnu á Arnarbælið sem er að margra mati stærsti og fallegasti hóllinn í heiðinni. Gatan liggur fast við hólinn að ofanverðu og er mjög greinileg þar. Arnarbælið er grasi vaxið og ágætur áningarstaður fyrir göngufólk en vatn er þar ekkert frekar en annars staðar á þessum slóðum. Undir Arnarbæli er „Arnarbælisstekkur“. Frá Arnarbæli til Breiðagerðis er vegurinn mjög óljós og að mestu óvarðaður svo erfitt getur verið að rekja hann síðasta spölinn niður í Breiðagerði.
Ofan Breiðagerðis þar sem Gamlivegur og núverandi Strandarvegur koma saman má sjá vísi að vegagerð fyrri tíma, þ.e. flórlagða götu sem stundum var nefnd Hestaslóðin og gæti verið að sú slóð hafi verið lögð ofan á Almenningsveginn. Gott er að fylgja Hestaslóðinni inn á móts við Kálfatjarnarafleggjarann.
Á köflum allt inn að Prestsvörðu sem stendur rétt ofan og austan afleggjarans er gatan grjótfyllt milli klappa, þ.e. flórlögð svæði sem nú eru mosagróin að mestu.
Austan vörðunnar hækkar landið dálítið og þar heitir Hæðin. Frá götunni á þessum slóðum sjáum við annað veifið í Staðarborgina, stóra  grjóthlaðna fjárborg í StaðarborgKálfartjarnarheiði. Á leiðinni upp hæðina er hætta á að tapa götunni endrum og sinnum enda engar vörður sjáanlegar sem gætu vísað veginn. Neðan við Strandarveginn innst á Hæðinni er Stefánsvarða, falleg og reisuleg, kennd við Stefán Pálsson útgerðarmannn á Stóru-Vatnsleysu (f.1838). Varðan var endurhlaðin árið 1970 af Jóni Helgasyni frá Litlabæ og syni hans Magnúsi. Á stein í vörðunni er klappað nafnið Stefánsvarða. Varðan stendur við gamla götu sem virðist vera frá svipuðum tíma og Almenningsvegurinn og liggur hún neðar og nær bæjum allt frá Vatnsleysu og að Kálfatjörn og hefur  líklega verið meira notuð af heimafólki en hinum almenna vegfarenda. Hólarnir tveir neðan við vörðuna heita Stefánsvörðuhólar, norðan undir nyrðri hólnum er Borgarkotsstekkur.

Almenningsvegur

Almenningsvegur


Þegar komið er upp á Hæðina er auðvelt að rekja sig eftir götunni sem liðast á milli hóla skammt ofan Strandarvegarins. Innri hæðin á þessum slóðum heitir Tvívörðuhæð og gengur Strandarvegurinn í gegn um hana en dálítill slakki skilur á milli hæðanna tveggja.
Haldið er áfram eftir Almenningsveginum og rétt austan Tvívörðuhæðar er Arnarvarða. Varðan sjálf er nú grjóthrúga en hóllinn sker sig nokkuð úr umhverfinu og liggur djúp gatan fast við hann að norðanverðu.  Nær bílveginum er Tvívörðuhóll og lítill stekkur vestan undir honum.

Almenningavegur

Almenningsvegur genginn.

Frá Arnarvörðu er vítt útsýni yfir heiðina og niður til Strandarinnar. Upp undir Reykjanesbraut sjást Hafnhólarnir tveir, Litli- og Stóri-, er sá síðarnefndi í stefnu á Keili séður frá Arnarvörðu. Nær er svo nokkur hæð sem heitir Þorsteinsskáli, er hún í stefnu á Þorbjarnarfell við Grindavík. Suðvestan Þorsteinsskála sést Staðarborgin á sléttlendi. Rétt sunnan við Arnarvörðu er langur klapparhryggur sem heitir Löngubrekkur.
Nú hallar undan fæti og gatan er augljós austur af Arnarvörðu. Á móts við gamla Flekkuvíkurafleggjarann liggur Almenningsvegurinn um 50 m fyrir ofan Strandarveginn, þar er lítið grjótbyrgi sem hlaðið hefur verið við veginn. Á þessum slóðum, rétt ofan hans, er gömul vegagerð sem heitir Eiríksvegur og liggur hann frá Kúagerði og endar í Flekkurvíkurheiðinni. Við breikkun Reykjanesbrautar færðist Strandarvegurinn ofar í heiðina með tilheyrandi hringtorgi að brautinni en þessi lýsing miðar við Strandarveginn eins og hann lá fyrir breytingarnar.
Stuttu innan grjótbyrgisins er farið yfir Hrafnagjá, þrönga misgengissprungu sem gengur niður um tún Stóru VatnsleysustekkurVatnsleysu og í sjó fram. Rétt vestan gjárinnar og neðan Eiríksvegar er komið að Vatnsleysustekk. Á þessum slóðum er erfitt að fylgja götunni og virðist sem Eiríksvegur liggi yfir hana á köflum. Ofan vegar við Stóru Vatnsleysu er túnblettur og ofan hans liggur Eiríksvegur og Almenningsvegurinn hlið við hlið.
Nú hallar aðeins undan fæti og slóðinn nálgast Strandveginn aftur og þar hverfur hann og Eiríksvegur undir afleggjarann að rafstöð fiskeldisstöðvarinnar við Vatnsleysu. Innar, á móts við Steinkeravík (Stekkjarvík), sem er austan stöðvarinnar liggja vegirnir þrír þétt hlið við hlið og er Almenningsvegurinn í miðjunni.
Fagurhóll heitir hóll niður við sjóinn innan víkurinnar og á móts við hann liggja vegirnir tveir undir Strandarveginn, Almenningsvegurinn þó aðeins innar. Áfram er haldið veginn um Akurgerðisbakka en sjórinn hefur sýnt bökkunum töluverðan ágang og næst Afstapahrauninu hverfur hann undir malarkamb en kemur svo aftur í ljós í Kúagerði. Kúagerði var frægur áningarstaður áður, gott vatn í tjörninni og nógir hagar um kring. Þarna liggur Almenningsvegurinn fast við fjörukambinn og myndar nokkuð grasi gróna rönd, kögraða hraungrýti, en þegar komið er að tjörninni hverfur gatan undir umrótið sem varð við byggingu Reykjanesbrautar. Sjá framhaldið HÉR.

Heimild m.a:
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007

Kort

Vegir á Vatnsleysuströnd – G. Ben ’93