Húsatóftir

Golfvellir á Reykjanes- skaganum eru allir byggðir á sögulegum minjasvæðum. Á, og við þá, eru bæði varðveittar minjar og einnig eyddar minjar.
Athyglin beinist að boltanum, en hvað um umhverfið...Líklega eru golfvellirnir þó nú best vernduðu svæðin á Skaganum því víðast hvar virðast þeir hafa notið betri skilnings og beinlínis forgangs þegar kom að varnargarðagerð vegna ágangs sjávar.
Svo virðist sem í upphafi hafi verið farið af stað með vallargerð á hverjum stað með lítilli fyrirhyggju hvað varðar gildi minjanna, en í seinni tíð má sjá hjá hlutaðeigandi vott af áhuga á merkilegheitunum til framtíðar litið. Dæmi þessa er ferð FERLIRsfélaga á Vallagerðisvöllinn við Sandgerði fyrir örfáum árum. Rétt er að geta þess í upphafi að FERLIR hefur haft það fyrir sið í mörg ár að fara eina golfvallaferð á ári. Flestir gætu látið sér detta í hug að um æfingaferðir væri að ræða, en svo er ekki. FERLIR hefur aldrei æft golf, einungis tekið þátt í mótum – einu sinni á ári. Þannig var því háttað á Vallagerðisvellinum umrætt sinn – holukeppni. Áhuginn beindist þó meira á keppnisleiðinni að nálægum sögulegum minjum en nýlega númeruðum holum, sem golfkúlunni var ætlað. Golfvöllurinn er nefnilega í landi Kirkjubóls, þess staðar er kom svo eftirmynnilega við sögu Jóns Gerrekssonar og síðar banamanna Takmarkinu náð - eða hvað...Jóns Arasonar, biskups (1550). Auk tófta bæjarins, grafreita og hins forna Skagagarðs í vallarfætinum var þar margt annað að sjá, s.s. staðar þess heiðna kumls er nú er undir gleri í gólfi Þjóðminjasafnsins. Hvaða heilvita golfari með snefils- menntun gæti mögulega látið eina litla hvíta kúlu villa sér sýn frá slíku minjasvæði þar sem sagan er svo að segja við hvert fótmál?
Til að gera langa sögu stutta breyttu staðarhaldarar stuttu síðar, eftir massíva ábendingu þátttakenda, nafni golfvallarins í Kirkjubólsvöll, enda betur við hæfi –  sögulega séð.
Vegna náinna tengsla golfvallanna við sögulegar minjar og þjóðsagnatengda staði, og eðlilega kröfu um varðveislu þeirra, hefur FERLIR ákveðið að lýsa nokkrum minjastöðum á hverjum stað – bæði til að auka líkur á varðveislu þeirra og jafnframt til að margfalda ánægju golfiðkanda er þeir fara „hringinn“. Hér á eftir verður lýst áhugaverðum stöðum við og á Húsatóftavelli við Grindavík, en þær verða ekki raktar nákvæmlega með hliðsjón af röð brauta – og þó. Hugmyndin er að einhvern tímann vakni áhugi viðkomandi á að setja upp aðgengilegan yfirlitsuppdrátt af svæðinu, líkt og Grindvíkingar hafa þegar byrjað á innanbæjar, svo upplýsa megi áhugasama golfiðkendur á hvað þar er að finna á leið þeirra um völlinn.
Pústi á HúsatóftarvelliByrjað verður á örnefnalýsingur fyrir Húsatóftir (Húsatóttir/- Húsatóptir): „
Upphaflega skráði Ari Gíslason örnefni samkvæmt upplýsingum Guðsteins Einarssonar hreppstjóra, Grindavík, og sóknarlýsingu frá 1840. Seinna bar Kristján Eiríksson lýsinguna undir bræður Guðsteins og samdi drög að endurskoðaðri lýsingu. Auk þess gerði hann skrá yfir spurningar, sem enn var ósvarað. Þessar spurningar voru seinna sendar bræðrunum, og vorið 1980 bárust svör við þeim, undirrituð af Einari Kr., Jóni og Þórhalli Einarssonum. Svörin voru að lokum felld inn í lýsingu Kristjáns.“
Byrjum austast að sunnanverðu: „
Svolítil vík, Vatnslónsvík, er vestan við Vatnslónskletta. Vestan hennar eru Þvottaklappir. Á þeim eru daufar uppsprettur. Þegar búið var að þvo og sjóða þvottinn, var farið með hann niður á klappir þessar og hann skolaður þar. Efst í Þvottaklöppum voru hlóðir, og var ullin soðin yfir þeim og hún síðan skoluð á klöppunum. Fram undan Þvottaklöppum eru klettar, sem fara í kaf á flóðum, og vildi fé flæða á Tóftir Hamraþeim. Voru þeir nefndir Flæðiklettar.“ Þennan stað má finna skammt austan golfvallarins.
Vestur frá Þvottaklöppum er nokkuð stór vík, sem heitir Arfadalsvík. Vestasti hluti hennar, beint niður undan Húsatóftum, milli Þvottaklappa og Garðafjöru, var í daglegu tali nefndur Vik. Upp af Arfadalsvík er Arfadalur, grasspilda. Vestan við Arfadalsvík er skerjatangi fram í sjó. Hann heitir Garðafjara. Norðan í henni er kúpumyndað sker, sem heitir Selsker. Syðst í Garðafjöru er skerjatangi, sem heitir einu nafni Barlestarsker. Þar munu verzlunarskipin fyrrum hafa tekið barlest. Upp af þeim er stór og mikil klöpp, sem heitir Kóngshella. Í einu af Barlestarskerjum var festarbolti gegnt öðrum í Bindiskeri í Vatnstanga í landi Staðar. Keðja mun hafa legið þvert yfir víkina milli festarboltanna og voru verzlunarskipin á dögum kóngsverzlunarinnar svínbundin við keðjuna, þar sem þau lágu á víkinni. (Ath. svínbinda: binda skipin bæði aftan og framan langsum á keðjuna, þannig að hliðin lægi að Tóftir Vindheimahenni.) Boltinn í Barlestarskerjum var stór, fleygmyndaður bolti með auga í efri endanum. Hann var lengi notaður sem hestasteinn á hlaðinu á Húsatóftum, en er nú týndur [en finna má samt jarðlægan í garði í Járngerðarstaða- hverfi, ef vel er að gáð]. Festarboltinn í Bindiskeri er enn á sínum stað.
Í víkinni á milli Garðafjöru og Vatnstanga í landi Staðar var fyrrum aðalverzlunarhöfnin á þessum slóðum. Á einokunartímabilinu kom t. d. öll sigling inn á þessa vík, en mun hafa lagzt endanlega af í tíð Hörmangara. (Ath.: nánar má lesa um þetta í Staðhverfingabók.) Í seinni tíð hafa dekkbátar stundum verið látnir liggja inni á víkinni og hefur lánazt ágætlega. Vík þessi hefur ekki verið nefnd neitt sérstakt i tíð núlifandi manna, en hefur e. t. v. áður verið nefnd Staðarvík, a. m. k. heitir Staðarsund inn á hana. Það er áll á milli Dalboða  að austan og Gerðistanga (í Staðarlandi) að vestan. Vörðunesboði rís upp af grynningunum fram af Vörðunestanga, og er Dalboði rétt utan hans á sama grynningahrygg. Ekki þurfti mikinn Tóftir konungsverslunarinnar fremstsjó til að bryti á boðum þessum, og í stórbrimum brýtur þvert fyrir víkina.
Búðarhella er upp af Kóngshellu og upp af henni Tóftaklöpp. Hún er stærst klappanna. Á henni stóðu fiskhjallar áður fyrr. Vestan hennar er Tóftavör vestast í Garðafjöru. Búðasandur tekur við af henni til vesturs.
Danska verzlunarhúsið stóð á litlum hól u.þ.b. 80 m upp af Tóftavör. Ennþá sést móta fyrir grunni þess.
Utan (vestan) við Búðasand eru Hvirflar, hæðardrag á mörkum Húsatófta og Staðar. Þar er vindasamt og einnig taka Hvirflar af útsýni á milli Húsatófta og Staðar. Á Hvirflum eru tvær vörður, Hvirflavörður. Neðri varðan er ofan við efsta flóðfar, hin um 150 m ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá, en hún er á mörkum milli Húsatófta og Hafna.Nónvarða
Í Hvirflum, austan við Hvirflavörður, var gerð steinbryggja árið 1933. Er hún í landi Húsatófta.
Verður þá aftur lýst austan frá. Skammt fyrir ofan Bjarnagjá er hár hóll eða klettur, sem heitir Hvíldarklettur. Hann er skammt norðvestan við gömlu brautina milli Járngerðarstaða- hverfis og Staðarhverfis. Munu menn hafa lagt byrði sína af sér á klettinn til að hvíla sig.
Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 metrum austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður. Þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi (þ. e. ytra hluta Staðarsunds). Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóftavör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera kominn á Snúning.
Hraunstandurinn, sem áður var nefndur, var alltaf kallaður Sundvarða og hraunið umhverfis hann Sundvörðuhraun.
Í Arfadal, neðan við túnið á Húsatóftum, eru Pípuklettar. Í frosthörkum urðu óvenjulöng grýlukerti niður úr þessum klettum. Neðan þeirra, með sjávargötu frá Húsatóftum, er lítill klettur eða hóll, sem Pústi heitir. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim.
Út undir Hvirflum eru klettar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim eru mörg grjótbyrgi, og var fiskur þurrkaður í þeim, áður en söltun kom til.
Fimm tómthús voru í landi Húsatófta í línu frá Húsatóftum að Hvirflum: Hamrar, Blómsturvellir, Dalbær, Vindheimar og Reynistaður [leiðr. EKE, var “Reynivellir”]. U. þ. b. 1/2 km var á milli allra þessara húsa. Öll þessi tómthús nema Húsatóftir - gamla bæjarstæðiðDalbær voru byggð eftir 1910 og eru nú ásamt heima-jörðinni öll í eyði og nú aðeins rústir einar.
Reynistaður stendur enn (hús með kastalaþaki) og er nú nýttur sem sumarhús. Bærinn var þurrabúðarfjár- festing, byggður af Kristjáni Halldórssyni og Önnu Vilmundardóttur frá Löndum árið 1934. Bygging Reynistaða sýndi ótvírætt, að við þar framkvæmdir í hafnarmálum Staðhverfinga, sem bryggjan á Hvrirflum var, vöknuðu vonir um að í Hverfinu myndi byggðin ekki leggjast af, jafnvel fara vaxandi og haldast í hendur viuð fólksaukninguna í Grindavík í heild. Menn reiknuðu þá ekki með jafn örum vexti, sem hin góða hafnaraðstaða í Hópinu myndi skapa í Járngerðarstaða- hverfi. Við hana stóðst bryggjukrílið á Hvirflunum vitanlega hvorki samanburð né samkeppni. Og því fór sem fór.
Vindheimar voru reistir um 1911 er Árni Jónsson á Húsatóftum seldi Magnúsi syni sínum í hendur þriðjunginn af sínum parti á Tóftum. Síðar, líkt og Templarahúsið í Fiskibyrgi á Byrgishæð ofan HúsatóftaJárngerðarstaða- hverfið, varð Vindheimahúsið miðstöð Staðhverfinga. Að lokinni álfabrennu á þrettándanum og dansi í kringum hana uppi á barðinu austur af Stað, var hlaupið við fót heim að Vindheimum. Ljós voru tendruð, nikkan tekin á hné og danssporin stigin af ungum og öldnum. Á stundum var polkinn eða rællinn svo heillandi á Vindheimaballi, að pörin leiddust ekki til síns heima, fyrr en má var að skinnklæðast, hrinda fram skipinu og róa út á mið í skímu komandi dags. Vindheimar fóru í eyði 1934.
Dalbær var reistur 1906, fyrsta þurrabúðin að Húsatóftum. Elsie og Guðsteinn Einarsson, síðar hreppstjóri eftir föður sinn, bjuggu um tíma í Dalbæ. Bærinn fór í eyði 1946.
Blómsturvellir, þurrabúð, eru fyrst nefndir í manntali 1914, en samnefnt kot hafði áður verið í landi Staðarlandi. Flsut var úr húsinu 1922 og stóð það autt um skeið, en var síðan rifið og efniviður þess fluttur sjóleiðina með timburbát til Keflavíkur. Ekki varð þó úr að húsið yrði endurbyggt þar.
Húsatóftir - nýjasta húsið - nú golfskáliHamrar voru byggðri af Jóni vitaverði Helgasyni á Reykjanesvita. Hann fékk útmælda 900 ferfaðma lóð hjá Einari á Húsatóftum og byggði sér þar lítið, pappaklætt timburhús og kallaði á Hömrum. Það var aðeins 28 ferfaðma að flatarmáli, Fyrsta árið voru þar 11 manns í heimili. En hjartarúmið á Hömrum var nóg, ekki stóð á því. Árið 1930 fékk Jón Stað til ábúðar og fluttist þangað. Eftir hann kom enginn að Hömrum. Nokkrar sagnir eru til um samskipti Hamrabónda og hreppstjórans á Húsatóftum, en sá fyrrnefndi þótti stoltur mjög.
Vestur af Húsatóftum er landið nokkru hærra og heita þar Hæðir suðvestur af bænum. Á þeim eru Nónvörður, eyktamark frá Húsatóftum. Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini. Hefur það orðið að áhrínsorðum, enda Hjálmagjástanda Nónvörður að nokkru enn.
Sanda heitir hóll upp af Garðafjöru. Hann er skammt austan við hólinn, sem danska verzlunarhúsið stóð á. Er búizt var við brimi og flóðhæð, voru vertíðarskipin sett úr naustum upp á Söndu, sem var um 200 m vestur af naustunum og stóð nokkru hærra en þau.
Tóftakrókar eru heiðarland á svæðinu frá Tóftatúni og vestur að apalhrauninu, á breidd um það bil 2 1/2 km. Miðkrókar eru miðsvæðis i þessari heiði. Þar er Miðkrókagjáin, löng og djúp. Margar fleiri gjár eru í Tóftakrókum og liggja allar eins, frá norðaustri til suðvesturs, flestar djúpar og margar með vatn í botni. Um Tóftakróka lá vegurinn í Hafnir fast með Tóftatúni. Vestast í Tóftakrókum er Skothóll í mörkum milli Húsatófta og Staðar, fast upp undir apalhrauninu (Eldborgahrauni). Skothólsgjá liggur eftir endi-löngum hólnum frá norðaustri til suðvesturs. Á Skothól hefur líklega verið legið fyrir tófu. Um 1/2 km norður af Skothól er Grýtugjá. Allmikið graslendi er á þessu svæði. Um 1500 m norður af Grýtugjá er Sauðabæli, hár hóll. Landgott og skjólsælt var í kringum hann og hélt fé sig þar mikið. Gamli Hafnavegurinn úr Staðarhverfi liggur milli Sauðabælis og apalhraunsins.
Vestur af Grýtugjá, upp undir jaðri apalhraunsins, er Hrafnagjá. Hún liggur frá norðaustri til suðvesturs eins og allar gjár á þessu svæði og reyndar allar gjár á Reykjanesi. Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla. Troðningur þessi eða einstigi er fær öllum, þótt slæmur sé. Í Óbrennishólum er töluvert graslendi og lyng og ekki eins hraunbrunnið land og í kring. (Ath.: Ekki hafa Jón og Einar heyrt þá nefnda Óbrynnishóla).
Vörðuð þjóðleið að HúsatóftumMiðkrókakriki teygist langt inn í apalhraunið úr vesturjaðri Tóftakróka. Í norðvestur af honum, úti í apalhrauninu, er dálítið sléttlendi og eru þar nokkur grjótbyrgi, er gefa til kynna, að þar hafi fólk hafzt við, er vildi fara huldu höfði. [Byrgin eru 9 talsins, ýmist einhlaðin eða tvíhlaðin [viðb. EKE]]. Byrgin eru vel falin í apalhrauninu, en frá staðnum ber Sundvörðuna í Gyltustíg í Þorbirni. Getgátur eru um, að þangað hafi menn flúið ¬- annaðhvort undan ræningjum eða drepsóttum eða þá að ófrjálsir menn hafi hafzt þarna við, en engar sagnir eru um mannvist þarna. Sléttar klappir eru þarna og er hraunið hátt umhverfis. Á klöppum þessum, nálægt miðju, eru þrjú byrgi í röð frá austri til vesturs. Auk þess er rúst af kofa norðaustast í þessari hvilft, undir hárri hraunnípu. Þröngum og djúpum hraunkrika vestan við rústina hefur verið lokað með grjótgarði og virðist þar hafa verið fjárrétt.
Vestan við Tóftatúnið eru Byrgjahólar. Eru þar mörg hlaðin byrgi frá þeim tímum, er allur fiskur var hertur. Byrgi þessi vHarðhaus og Dalurinn ofan við Húsatóftiroru yfirleitt kringlótt og hlaðin í topp. Á þeim voru lágar dyr, vafalaust til þess að stórgripir kæmust ekki inn í þau. Þau voru hlaðin úr stórgrýti, og blés vel í gegnum þau. Fiskurinn var hengdur á slár inni í byrgjunum. Aðeins eitt þessara byrgja er nú vel uppistandandi.
Vestast (efst) í túni Húsatófta byrjar gjá, grasi gróin í botninn. Vestri hamraveggurinn rís allmiklu hærra en sá eystri, og reyndar er enginn eystri veggur neðst. Gjá þessi heitir Hjálmagjá. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsta með dýrlegum ljósahjálmum, sem báru mjög af lýsiskollunum í mannheimi.
Framhald Hjálmagjár með túninu heitir Túngjá og síðan heitir hún Tóftagjá og er hún eina 2-3 km á lengd. Norðaustur af Tóftatúni er Baðstofa, mikil gjá, 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar 9 faðmar. Töluverður gróður er á hamrasyllum í gjánni. í Baðstofu var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómópati, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestar hafi fengið að sækja vatn íBrunnur við Húsatóftir Baðstofu gegn því, aö Húsatóftabændur fengju að taka söl í landi Staðar.
Norðan Baðstofu er Baðstofugreni. Norðaustur af Baðstofu er Baðstofuhraun, en norður af því er Bræðrahraun. Það nær niður á milli Sundvörðuhrauns og Blettahrauns, sem er í landi Járngerðar-staða. Norðan við Tóftagjá er hár hóll, Skyggnir. Þar var skipt í leitir, er Tóftakrókar, Baðstofuhraun og Bræðra-hraun og landsvæðið upp af Vörðunesi var smalað.
Vestur af Eldborgahrauni er Sandfellshæð, mikil um sig. Í henni er Sandfellsdalur, gamall eld-gígur, einhver sá mikilvirkasti á Reykjanesi. Í botni hans eru margir stapar og gosop, nú gróin mosa og grasi. Framan við Sandfellshæð eru hólar, sem heita Einiberjahólar. Þeir ná vestur að Haugum við Haugsvörðugjá. Fram af hólunum er Hrossabeinagreni.“
Örnefni í túninu eru eftirfarandi: „Norðaustast í túninu [á Húsatóftum [viðb. EKE]] er lægð, er heitir Dans. Í leysingum á veturna fylltist hún oft af vatni. Þegar frost komu, varð þar ágætt skautasvell. Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika þar listir sínar á skautum í tunglsljósinu. Krían var áleitin...Mun lautin draga nafn sitt af því. Sunnan við Dans er Kvíalág og Fjósaskák sunnan hennar. Næst er Harðhaus. Þar hraktist aldrei hey. Í óþurrkatíð var Harðhaus sleginn til þess að fá þurrk. Þessi örnefni eru öll vestan og norðan gamla bæjarins og ná Fjósaskák og Harðhaus alveg heim að gamla bæ. Suðaustan við bæjarhlaðið eru gamlar veggtóftir, er nefndust Þanggarður (sbr. heygarður). Þar var þurrt þang geymt til vetrarins. Var því hlaðið þar upp og tyrft yfir það eins og hey. Á veturna var það svo notað til eldiviðar. Þangið var skorið í fjörunni, helzt þegar stórstreymt var, og reitt á hestum upp á sjávar-bakkann til verkunar. Þegar sterkur álandsvindur var, þá var þang oft skorið „undir straum“, vafið um það gömlum netariðli og með flóði fleytt í efsta flóðfar og þaðan reitt á hestum upp á þurrkvöll. Þá var breitt úr þanginu eins og heyi til þurrkunar. Nú var nauðsynlegt, að rigndi vel á þangið, svo úr því færi öll selta. Næst var þangið þurrkað vel, bundið í bagga eins og hey og flutt í geymslur til vetrarins. Oftast ...og eggiðvar þurru þanginu hlaðið í bing í eldhúsinu og brennt í hlóðum. Vel þurrt þang logaði vel, með snarki og neistaflugi, en heldur þótti það léttur eldiviður. Kom sér þá vel að hafa „rekaspýtu í augað“.
Litlatún er austasti jaðar Tóftatúns. Vestan þess eru lágir hólar, nefndir Hrygghólar. Munu þeir draga nafn af fiskhryggjum, en sjóslang var borið á þá. Vestan þeirra er slétt flöt, nefnd Veita. Ævafornar hleðslur eru sunnan hennar og norðan. Virðast þær hafa verið ætlaðar til að stöðva vatn á Veitu. Vestan Veitu er Hjálmatún, brekkan upp að Hjálmagjá.
Alllangt suðvestur af Tóftatúni, eins og það er nú, eru rústir gamalla grjótgarða. Munu það vera hin gömlu mörk Tóftatúnsins. Innan garðsins hefur myndazt uppblástur í túninu, sem á áratugum hefur teygt sig æ lengra inn í túnið, bar til uppblásturinn var stöðvaður á árunum kringum 1930 með því að gera sneiðingu í bakkann og græða sárið. Við þennan uppblástur í áratugi eða aldir myndaðist þessi lægð, Skipadalur, í suðvesturhorn Tóftatúns. Munu vertíðarmenn löngum hafa sett skip sín að lokinni vetrarvertíð upp í Skipadalinn.
Leifar seinni tíma saltfisverkunnar á KóngshelluÍ Sögu Grindavíkur (JJÞ-1994) segir m.a. um Húsatóftir: „Húsatóttir var eina lögbýlið í Staðarhverfi, að Stað undansyldum. Húsatóttum lýsir séra Geir Bachmann svo í lýsingu Grindavíkursóknar: „Var jörð þessi fyrrum Viðeyjarklausturs jörð, og höfðu Viðeyingar hér útræði. Jörðin er rúm 33 hndr. að dýrleika og 1836 (1837) seld með fleri kóngsjörðum þetta ár til þáverandi landesta þar, Jóns bónda Sæmundssonar… Svo er háttað á Húsatóttum, sem bærinn og túnið væri á afarbreiðum klettastalli, er það umgyrt að austan og vestanverðu með öflugum grjótgarði, en fær ekki frelsað það fyrir töluverðu sandfoki af allri vestanátt, því milli Staðar og Húsatótta eru graslausar sandflesjur á milli lágra hraunklappa. Mörgum þykir fallget á bæ þessym, því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa; eru þau allvel ræktuð. Héðan er og víðsýnast frá bæjum í sókninni, þó ei sé annað að sjá fyrir utan túnið en sand, sjó og brunnin hraun.“
Vindheimar - dæmigerð þurrabúðHúsatóttir komu að sönnu mikið við sögu Grindavíkur á fyrri öldum, ekki síst vegna þess að þar var aðalaðsetur Grindavíkurverslunar á 17. öld, og allt fram til 1742. Heimildir um Húsatóttir fyrir 1700 eru afar fáskúðugar. Viðeyjarklaustur hafði þar ítök í reka og öðrum fjörugæðum þegar á 13. öld, en að öðru leyti koma Húsatóttir lítt við sögu í skjalfestum heimildum fyrr en kemur fram á 18. öld. Jörðin virðist hafa komist að fullu í eigu Viðeyjarklausturs ekki síðar en á 15. öld, og eftir síðaskiptin sló konungur eign sinni á hana eins og á aðrar eigur íslensku klaustranna. Voru ábúendur á Tóttum því landestar klaustursins frá því á 15. öld og fram að siðaskiptum, en eftir það konungslandsetar allt fram til þess, er jörðin var seld 1837.
En þótt Húsatóttir hafi sannanlega verið í byggð frá því á 12. öld, og sennilega frá landnámsöld, er lítið vitað um ábúendur þar fyrir 1700.“ Krían og hreiðurgerð hennar hafa sett svip sinn á Húsatóftir um aldir – og nytin verið eftir því.
Klettar við Húsatóftatún„Merkilegar fornleifar hafa fundist á Húsatóttum. Það var veturinn 1872, að rústir af mörgum smáum kofum, hlöðnum úr grjóti, fundust af tilvilkun í hraunkvos skammt vestur af Sundvörðunni. Þorvaldur Thoroddsen skoðaði tóttirnar árið 1883 og sumarið 1902 kom Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi til Grindavíkur og skoðaði rústirnar. Hann birti lýsingu á þeim í skýrslu sinni í Árbók Fornleifafélagsins árið 1903 og taldi tóttirnar vera alls sjö, en of litlar til þess að menn gætu hafa dvalið þar nema skamman tíma í einu. Löngu síðar rannsakði Ólafur Brieum rústirnar, og taldi hann alls tíu tóttir. Lýsing Ólafs af tóttunum er ýtarleg, en ekki kemst hann, fremur en Brynjúlfur og Þorvaldur, að ákveðinni niðurstöðu um þaðm til hvers kofarnir hafa verið notaðir. Þar virðast einkum tveir möguleikar koma til greina; að þarna hafi útilegumenn hafst við skamma hríð, eða að byggðamenn hafi útbúið þarna fylgsni, sem flýja mætti í ef ófrið eða ræningja bæri að höndum. Væri því trúlegast að kofarnir hafi verið hlaðnir á 17. öld, eftir Vegur að Vindheimum - minjar konungsverslunarinnar fjærTyrkjaránið [1627].“ Þess má geta að um þessar fornleifar er fjallað annars staðar á vefsíðunni, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að minjarnar hafi verið fiskgeymsluhús, sem virðist jú nærtækasta skýringin m.v. stærð, lögun, staðsetningu og samanburð við önnur sambærileg í nágrenni Grindavíkur. Nákvæmlega eins byrgi, algerlega ósnert, fundust í einni FERLIRsferðinni árið 2006.
Ljóst er að verslunarhöfn var við Húsatóttir þegar árið 1665. Ekki þótti kaupmönnum ráðlegt að endurreisa gömlu verslunarhúsin við Járngerðarsund, sem lögðust af á hafísárinu 1639, en fluttu sig þess í stað vestur í Arfadal í landi Húsatótta. Þar var ráðist í umtalsverðar framkvæmdir. Verslunarhús var reist á staðnum 1731. Leifar alls þessa má enn sjá yst á golfvellinum, rétt ofan við sjávarbakkann. Árið 1745 hættu Hörmangarar skyndilega að sigla á Arfadalsvík, en stefndu skipum sínum þess í stað á Básenda.

Helga Kristinsdóttir

Helga Kristinsdóttir á Húsatóftum.

Einar Jónsson, hreppstjóri, andaðist 1933. Eftir lát hans bjó ekkja hans, Kristín, áfram með börnum sínum að Húsatóttum, en fluttist inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1944.
Þótt hér að framan sé hlaupið yfir langa sögu margra kotbýla og höfuðbóls, er brauðfæddu fjölmargan manninn um aldir, þrátt fyrir allnokkur þrengsli og mikil takmörk, má vel heimfæra víðáttu hins 18 holna leikvallar til afraksturs þess – þ.e. fjölda afkomenda og blómlegra mannlífs – þar sem stundir gefast til leiks og afslöppunar frá striti hversdagsins.
Til að koma fyrir golfvelli á minjasvæðum verður ekki komist hjá því að eyðileggja sumar minjanna. Á Húsatóftum hafa aðallega hinir gömlu hlöðnu veggir farið forgörðum, gamlar götur og stígar, lending og matjurtargarðar. Þá hafa örnefnin verið að hverfa með tíð og tíma.
Húsatóftir og Staður eiga það sammerkt með nútíðinni að breytingar í atvinnuháttum leiða til byggðaröskunnar. Fólki fjölgaði á tímum verslunarinnar og einnig var verulega byggt í hverfinu þegar bjartsýnin á aukinni útgerð var sem mest, en þegar hún varð að engu flutti fólkið sig um set .
Helga Kristinsdóttir ólst upp á Húsatóftum. Hún gekk með FERLIRsfélögum um tóftir gamla bæjarins á Efri-Tóftum og útskýrði aðstæður þar, eins og þær voru þar í hennar tíð.
Fábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór, Saga Grindavíkur 1994.
-Gísli Brynjólfsson, Mannlíf mikilla sæva – Staðhverfingabók 1975.
-Örnefnalýsing fyrir Húsatóftir – Örnefnastofnun Íslands.
-Óli Gam. frá Stað og Barði á Húsatóftum.

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni.

 

Selvogur

Minja- og örnefnaskilti var afhjúpað við Strandarkirkju í blíðskaparveðri í dag að viðstöddum sóknarbörnum og fróðleiksfúsum ferðamönnum.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Um var að ræða skilti þar er gefur að líta bæjarnöfn, örnefni og minjar í Selvogi. Kortið var gert með dyggri aðstoð heimamanna, þeirra Þórðar Sveinssonar, Þórarins Snorrasonar og Kristófers Bjarnasonar heitins og endurspeglar sögu þessa fjölmenna og merka útvegsbændasamfélags í gegnum aldirnar. Öll vinna var endurgjaldslaus, en Sveitarfélagið Ölfus greiddi fyrir prentun uppdráttarins og Biskupsstofa kostaði gerð skiltisins.

Selvogur - skilti-III

Strandarkirkja og skiltið góða – Askur, eins árs, virðist ánægður með árangurinn.

Á myndinni hér á ofan, sem tekin var við vígsluna, má sjá (frá vinstri) Ómar Smára Ármannsson, teiknara og utanumhaldsmann, Ask Emil Jónsson, sérlegan aðstoðarmann, Þórð Sveinsson frá Bjargi í Selvogi, Þórarinn Snorrason bónda á Vogsósum í Selvogi, Jóhann Davíðsson FERLIRsfélaga og sérlegan aðstoðarmann og Jón Ragnarsson, settan prest í Strandarkirkju, fulltrúa sóknarnefndar Selvogs og Biskupsstofu. Á myndina vantar Ólaf Örn Ólafsson, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfuss, sem veitti verkefninu ómetanlegt brautargengi. Þegar myndin var tekin var hann upptekinn í viðræðum við bæjarbúa og aðkomandi gesti.
Skiltastandurinn var hannaður og smíðaður hjá Martak h/f í Grindavík og skiltaplatan prentuð á plasthjúpaða álplötu hjá Stapaprent h/f í Reykjanesbæ. Það var síðan afhjúpað kl. 14:00 á laugardeginum, sem fyrr sagði. Í kjölfarið var boðið upp á leiðsögn um Selvoginn undir handleiðslu Þórarins Snorrasonar og Jóhanns Davíðssonar. Tilgangurinn með gerð uppdráttarins var að festa á blað tilvist og staðsetningar örnefna á þessum merkilega, en gleymda, útvegsbæ á meðan enn voru til menn er mundu hvorutveggja – komandi kynslóðum til ánægju og fróðleiks.
Frábært veður.

Ölfus

Selvogur – Minja- og örnefnaskilti (ÓSÁ).

 

Selvogsleiðin gamla

Eftirfarandi grein um „Selvog og umhverfi“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1938:
Selvogsvegir-551„Í góðviðriskaflanum í sept. 1.1.fór jeg til Selvogs, í erindum fyrir fjelag hjer. í Reykjavík. Jeg fór með bíl, sem leið liggur að Hveragerði í Ölfusi. Þaðan hafði jeg hugsað mjer að flytjast á hinum meðfæddu flutningatækjum. Heiðríkja og blíðskaparveður var þá, og alla dagana er jeg var í ferðinni. Frá Hveragerði fór jeg eftir hinum nýja vegi, sem verið er að leggja út Ölfushrepp, og er hann kominn út á móts við Þóroddsstaði. Þaðan er slarkfær bílvegur út að Hraunum. Þegar þangað kemur beygist vegurinn dálítið til norðurs, út með fjallinu, áleiðis til Selvogsheiðar, og liggur vegurinn þar um helluhraun og aurflög, og er ekki fær bílum í rigningartíð. Tveir bæir eru þar út með fjallinu, og liggja þeir allfjarri hvor öðrum, og er þangað nær tveggja tíma gangur frá næstu bæjum í Ölfusi. Sá þeirra, er liggur næst Selvogsheiði, og er ysti bær í Ölfushrepp, heitir Hlíðarendi, og gisti jeg þar um nóttina. Morguninn eftir, um kl. 9, lagði jeg á Selvogsheiði, áleiðis til Selvogs. Vegurinn liggur fyrst út með alllöngu hamrabelti, og verður hann víða að liggja í gegnum slæm aurflög, eða um helluhraun, eða laust hraungrjót. Heiðin smálækkar nokkuð vestur fyrir miðju, og liggur vegurinn á þeim kafla víða um mýrlendi og móa, og víðast mjög lágt, og er vegurinn ófær bílum á austanverðri heiðinni í rigningartíð, en hinsvegar myndi ekki þurfa að kosta mjög mikið fje að gera þar allgóðan sumarveg fyrir bíla. Þar á austurheiðinni er kjarngott beitiland, enda var þar allmargt sauðfje á víð og dreif.

Nes-551

Þegar komið er um 1/2 vegar innanfrá, eða hæst á heiðina — en hún er hvergi há — sjest Selvogsþorp, og ber þar mest á vitanum og hinni oftnefndu Strandarkirkju.
Leiðin lækkar fljótara og með jafnari halla að vestanverðu og er þar landslag fallegt, víða hallandi vegir, og því að miklu leyti sjálfgerður bílvegur, þar til fer að nálgast þorpið, þá fer að bera allmikið á foksandi og uppblæstri, og hefir foksandurinn gert Selvogsbúum mikið tjón, og sjást sandskaflar þar víða, t. d. er allhár grjótgarður um austanvert túnið í Nesi, og náðu þó sandskaflarnir upp fyrir miðju á honum, en samt sem áður hlífir garðurinn túninu mikið. Jeg kom í Selvog eftir 4 tíma gang yfir heiðina. Jeg var þar öllum ókunnur, og ákvað að finna fyrst vitavörðinn að máli, og bað hann um gistingu meðan jeg dveldi í þorpinu, og var það strax til reiðu.

Strandarkirkja-1928-2

Guðmundur Jónsson vitavörður er vel greindur maður, fróður og athugull um margt í fortíð og nútíð, og dugnaðarmaður í búskap og hvívetna. Þegar jeg hafði lokið erindi mínu, fór jeg að skoða hina nafnkendu Strandarkirkju, sem svo margra hugur virðist hvarfla til í andstreymi lífsins. Kirkjan er utanvert við þorpið, og nálægt sjó. Það er lagleg og vel hirt timburkirkja, og stendur hún, og grafreitur umhverfis, á sandhól. Stormarnir hafa um aldaraðir sorfið úr hólnum, en til þess að stöðva það hefir verið hlaðinn allhár grjótgarður, að miklu leyti umhverfis hólinn, en hann er nú farinn að hrörna, og ætti að sjálfsögðu, að steypa þarna varnargarð um kirkju og grafreit, enda hefir Strandarkirkja ærið fje til að hlúa að sjer og sóknarbörnum sínum, lífs og liðnum.

fornigardur-551

Talsvert hefir verið unnið að því að græða upp land kirkjunnar með góðum árangri. Mjer fanst eins og yfir þessari yfirlætislausu, snotru timburkirkju hvíla þögul, tignarleg ró. Má vera að það hafi verið af því, að jeg vissi, að samstiltur hugur margra Íslendinga hefir oft kvarflað til hennar til áheita í mótblæstri lífsins, og hinar miklu gjafir til hennar sýna, að oft hefir mönnum orðið að ósk sinni í því sambandi. Jeg ætla ekki að fara fleiri orðum um þessa hlið málsins, en ,,ef þjer hafið trúna, megnið þjer fjöllin úr stað að færa“, og „harla margt er á himni og jörð, er heimspekina dreymir ei um“.
Strandarkirkja hvað eiga í sjóði um 150 þús. kr„ er gera verður ráð fyrir að sje í reiðu fje. Þetta er meira fje en kirkjan þarf sjer til viðhalds. Mjer finst, að kirkjan — eða forráðendur hennar, sem hvað vera hlutaðeigandi sóknarnefnd, ríkisstjórn og biskup — ættu að verja nokkru af fje hennar til andlegra og líkamlegra hagsbóta fyrir sóknarbörn kirkjunnar. Jeg vjek dálítið að þessu máli við Guðmund vitavörð. Hann sagði að sú hugsun hefði gert vart við sig þar, að gera Selvog að sjerstöku prestakalli. Kirkjan ætti að nokkru eða öllu leyti að leggja fram fje til þess að jafntímis yrði reist hæfilegt skólahús fyrir barna- og unglingakenslu, og íbúð fyrir prestinn, sem jafnframt væri aðalkennari.

Selvogur-551

Líklegt þykir mjer að Selvogsbúar myndu sjá um, að í þann starfa slysaðist ekki hempukommúnisti, heldur maður, sem hefði áhuga fyrir að þroska ungmenni andlega og líkamlega á þjóðræðisgrundvelli. Margt fleira mætti nefna, er ætti vel við að kirkjan legði fje fyrir sóknarbórusíu, svo sem til bókasafns o. fl.
Húsakynni í Selvogi eru yfirleitt góð, þar eru nokkur mjög snotur íbúðarhús úr timbri og steini. Garðrækt er þar töluverð, enda góð skilyrði fyrir henni. Tún eru furðanlega grasgefin, þrátt fyrir sandfok. Nautgriparækt getur ekki orðið þar mikil, en aftur á móti hafa Selvogsbúar allmargt sauðfjár, enda er þar snjóljett, og kjarngóð beit á heiðunum.

selvogur-552

Guðm. vitavörður í Nesi hefir, að sögn, um 800 sauðfjár, og mun það vera langflest hjá honum, enda er Nes aðaljörðin. Í jarðamatinu frá 1860 er Nes metið 55 hundruð.
Íbúar þorpsins virðast, að framkomu og yfirbragði, ekki standa að baki annara í kauptúnum og kaupstöðum. Menn skiftast, þar sem annarsstaðar, í pólitíska flokka. Þó heyrði jeg þess ekki getið, að einræðis- og kúgunarstefna kommúnista — og hinna dulbúnu fylgjenda þeirra — væri farin að gera vart við sig. Það ber vott um mikið andlegt þroskaleysi hjá þjóðinni, og andvaraleysi með frelsi sitt, ef hún uggir ekki að sjer fyr en hún hefir verið hnept í fjötra ófrelsis og kúgunar, ef til vill undir yfirstjórn erlendrar harðstjórnar. Blóðferill komiminismans — bæði beint og óbeint — er að verða drepsóttum verri í heiminum. 

Selvogsviti - gamli

Nú á þjóðin engan Einar Þveræing, og því síður nokkurn Jón Sigurðsson.
Þjóðin sjer, og horfir með kvíða á hættuna, en hefst ekki að. Sumir af sinnuleysi. Nokkrir trúa, ef til vill, ekki að hætta sje á ferðum. Aðrir ef til vill af því, að þeir vænta sjer hagnaðs af því að  viðhafa „hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu“.
Guðmundur vitavörður álítur, að ekki muni verða ábyggilegur bílvegur suðurleiðina sakir snjóþyngsla er oft komi bæði á svæðinu frá Krýsuvík að Selvogi, og engu síður á austanverðri Selvogsheiði, sem liggur víðast mjög lágt, og virðist mjer það mjög líklegt, en sumarveg fyrir bíla má gera um heiðina, til Selvogs, með fremur litlum kostnaði. Vetrarvegur frá Reykjavík, um Krýsuvíkurheiði og Selvogsheiði, mun ekki reynast ábyggilegri, sjerstaklega í suðvestan snjó komu, en Hellisheiði. Ef Hellisheiðarvegurinn væri endurbættur, þannig, að hækka hann mjög víða upp, og færa hann upp úr lautunum (t.d. skamt frá Kolviðarhóli), er ástæða til að ætla, að hann yrði engu síður ábyggilegur en hinn, en svo miklum mun styttri og því ódýrari til notkunar. En Íslendingar þurfa að muna það, og vera við því búnir, að oft hafa komið þau fannalög, að bílvegir myndu hafa farið í kaf allvíða, og til þess að rökstyðja það, þarf ekki lengra aftur í tímann, en um og eftir síðustu aldamót.
Selvogsgata-551Frá Selvogi ákvað eg að fara skemstu leið til Hafnarfjarðar, og er það rúmir 40 km., og liggur leiðin yfir háa heiði, og mun hún vera um 20 km., og endar að norðanverðu í Grindaskörðum.
Jeg lagði af stað frá Selvogi. Þegar maður er staddur á fjöllum uppi, verður maður best var við alvöru- og tignarsvip náttúrunnar, og þar „þagnar dagur þras og rígur“, og eins og Gestur Pálsson segir: „Rekur sig þar ekki á nein mannaverk“, og jeg vil bæta við: Þar blasa við stórvirki náttúrunnar, er Jónas Hallgrímsson minnist á í hinu lotningarfulla erindi: „Hver vann hjer svo að með orku“.
Vegurinn um heiðina er slæmur, lítið annað en margra alda hestatroðnigar, víða með lausu hraungrjóthröngli, og lítur út fyrir, að þar hafi ekki verið hreinsuð gata á þessari öld, og er vegurinn þó líklega í tölu fjallvega. Um eitt er ferð um þessa heiði varhugaverð að sumarlagi. Það er vatnsleysið. Jeg varð ekki var við nokkurt vatn frá því jeg lagði á heiðina, og þar til jeg kom niður undir Hafnarfjörð, að vatnslæk bæjarins, er kemur undan hrauninu. Jeg bjóst við vatnsleysi á þessari leið, þar sem þetta er alt brunnið land, er gleypir fljótlega alt yfirborðsvatn. Til þess að mig þyrsti síður, borðaði jeg einungis skyr og mjólk áður en jeg lagði á heiðina, og nesti þorði jeg ekki að smakka fyr en við Hafnarfjarðarlækinn, af sömu ástæðu, enda bar þetta hvorttveggja tilætlaðan árangur.
A norðurbrún heiðarinnar eru Grindaskörð. Um för Repps um Grindaskörð 1867 orti Kristján Jónsson skopkvæði, og þar meðal annars þetta: Yfir geigvænleg Grindaskörð geystist fárramur ofurhugi; með galdrakynpri og gneistaflugi dundi á jöklum hríðin hörð. Höfuðskepnurnar hömuðust, hamaðist Repp þó engru miður. Alteins og háreist bæjarbust er bugast ei neina storma viður.
Þegar komið er fram að Grindaskörðum, á norðurbrún heiðarinnar, opnast fljótlega fagurt útsýni. Fyrir neðan heiðina liggur víðáttumikið mosavaxið helluhraun.
Niður við sjóinn sjest Reykjavík, og sýnist hún liggja allnærri, af því að hæð fjallsins dregur eins og að sjer. Víðáttumikið útsýni er yfir Faxaflóann. Í þetta sinn lagði inneftir honum dálitla útrænu. Þá er fjallahálfhringurinn svipmikill, einkum Akrafjall, Hafnarfjall og Esjan, sem framverðir, og Snæfellsfjallgarðurinn með hinn tignarlega útvörð, Snæfellsjökul.

selvogur-554

Þegar komið er niður af heiðinni, liggur vegslóðinn um helluhraun, vaxið grámosa á alllöngu svæði, og er mosalagið víða um 30 sm. á þykt, og var mýkri en nokkur fjaðrasófi að leggjast á. Leiðin frá heiðinni til Hafnarfjarðar mun vera um 20 km., og er um helmingurinn flatneskja, og því mjög villugjarnt í dimmviðri. Vegarslóðinn hefir, fyrir löngu síðan, verið varðaður, en vörðurnar eru að mestu hrundar, og því ekki vegvísir þegar þeirra er þörf. Sumsstaðar sjest fyrir götunni á þann hátt, að laut er troðin í hraunhellurnar eftir hestafætur, og hefir það sína sögu að segja. Þegar komið er niður fyrir Hafnarfjarðargirðingu, liggur vegurinn eftir þröngum skorningum um hraunið, og er mjög vont yfirferðar, gatan mjög víða þakin af hraunmulning, og væri full þörf á, og kostnaðarlítið, að hreinsa götuna, þótt líklega sje þar ekki fjölfarið.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Selvogur og umhverfi hans eftir Ólaf Jóhannsson frá Ólafsey, 23. janúar 1938, bls. 17-19.

Selvogsgata

Selvogsgata – kort ÓSÁ.

Reykjanesskagi

Árni Óla, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði eftirfarandi grein (Rányrkja á Reykjanesskganum) í Lesbók Morgunblaðsins. Hún birtist 15. sept. 1957 eða fyrir u.þ.b. hálfri öld.
Ummerki eldumbrota eru víða á Reykjanesskaga„Gullbringusýsla er einkennilegasta sýsla landsins. Hún nær yfir meginhluta Reykjanesskaga, um 60 km á lengd og 16-33 km á breidd. Þessi miklu skagi er með öllu óbyggilegur nema með ströndum fram. Hann er mestmegnis hraunum þakinn. Á allri strandlengjunni frá Hamarkotslæk í Hafnarfirði vetur um út á Garðskaga, þaðan suður á Reykjanes og þaðan inn að Krýsuvík fellur enginn lækur til sjávar. Vötn eru þó nokkur og tjarnir á skaganum, en hafa ekki afrennsli til sjávar. Alla úrkomu gleypa hraunin og kemur vatnið víða fram í sjávarmáli undan hraunjaðrinum.
Ótal eldsstöðvar, gamlar og nýrri, eru um allan skagann, og frá þeim hafa hraunflóið runnið í allar áttir. Upp úr standa nokkur móbergsfjöll og horfa yfir hinn storknaða brimsjó. Hér eru öræfin rétt við bæjardyr Ummerki eftir umferð í hranunum um aldirhöfuðborgarinnar, hrjóstug, úfin og köld í viðmóti, en með öllum þeim töfrum, sem öræfi búa yfir, sífelldum breytileika í öllum tómleikanum, kynjamyndum og brosandi línum og litum. Í auðninni er líf og fegurð, unaðslegar vinjar í mosaklæddum apalhraunum, fjallaloft og dásamleg útsýn af tindum og fellum.
En skaginn hefir verið gróðursælli áður. Mannshöndin hefir um þúsund ár ruplað og rúið og lagst þar á sveif með skemmdaröflum náttúrunnar.
Vér höfum að vísu engar sögur af því hvernig hér var umhorfs þegar landnámsmenn komu. En ef vér lítum aðeins á eitt landnámið, landnám Herjólfs frænda Ingólfs Arnarssonar, þá skilst oss fljótt, að á þeirri öld hefir verið hér öðru vísu um að litast. Herjólfur nam land á skagahælnum, milli Hafna og Reykjaness. Nú er þetta svo að segja eyðimörk ein. Þó vitum vér að fyrir sunnan Hafnir var kirkjusókn og hét kirkjustaðurinn Kirkjuhöfn.
Nú er þessi byggð komin í sand og um langt skeið voru menn að tína uppblásin mannabein í kirkjugarðinum í Kirkjuhöfn, og flytja þau til kirkju, „Í höfnum er landið alveg gróðurlaust hraun, en hefir líklega verið nokkru betra áður, en það hefir gengið úr sér af sandfoki og lyngrifi, því að bændur í Höfnum láta rífa lyng á marga hesta handa fé sínu og til eldsneytis“, segir Þorvaldur Thoroddsen er hannf ór þar um 1883.
Ýmis örnefni benda til þess að á nesinu hafi verið meiri gróður fyrrum, svo sem Skógfellin tvö á milli Stapa og Svartengis, Fagridalur í Fagradalsfjalli, Einihlíðar í Dyngnahrauni, Skógarhóll í landi Hvassahrauns, Stóriskógarhvammur í Undirhlíðum, Kolhóll norður af Húsfelli.
Hér hefir verið mikil akuryrkja í fornöld og líklega hvergi mLyngeiri á landinu. Það sýnir að jörðin hefir verið frjósöm. Suður frá Vogum á Vatnsleysuströnd heitir enn Sandakravegur, Akurey heitir utan við Reykjavík, Akurgerði heitir í Hafnarfirði og hjá Vatnsleysu var áður jörð, sem hét Akurgerði. En mest hefir akuryrkjan þó verið á Garðskaga. Talið er að Sandgerði hafi upphaflega heitið Sáðgerði, því að þar hafi verið miklir kornakrar. Segir í sóknarlýsingu 1839 að þá megi enn sjá þess vott í Sangerðistúnum, að þar hafi einhvern tíma verið sáðakrar, með reitum eða beðum og djúpum gröfum eða lautum á milli. En innar eru leifar enn stærri akrar. Segir frá því í sömu sóknarlýsingu að fornaldargaður mikill hafi legið þvert yfir skagann frá Flankastöðum inn að Útskálum og enn kallaður Skagagarður. Hefir þetta verið vörslugaðrur fyrir víðlenda akra og megi enn sjá merki garðalaga umhverfis sáðreitina. Þessara akra er getið á 14. öld. Árið 1340 eignaðsit Skálholtskirkja fjórðung frá Útskálum, „og umfram þau akurlönd, er seljandi (Bjarni) keypti til Útskála“.
VíðirÞau ummæli lifa enn, að í fornöld hafi verið svo mikil stör milli Býarskerja og Sandgerðis, að fénaður hafi ei sést er þar var á beit. Hraunasandur (í Grindavík) átti og fyrrum að hafa verið starengi og gerður var varnargaður á Siglubergshálsi gegn ágangi búfjár. Nú er aðeins eyðisandur á þessum stöðum. Varlega skyldi menn þó telja munnmælin röng. Þða er oft meiri sannleikur í fornum munnmælum en menn hyggja.
Á sumum stöðum hafa orðið landspjöll af eldgosum síðan land var byggt. Er talið að bæði Afstapahraun og Kapelluhraun hafi runnið eftir landnámstíð. Árið 1151 geta annálar þess að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum, „húsrið og manndauði“. Þeir geta og um að 1211 hafi eldur komið upp úr sjó fyrir sunnan Reykjanes. „Sörli Kolsson fann Eldeyjar hinar nýju, en hinar horfnar er alla ævi höfðu staðið“. Þá varð jarðsjálfti mikill 7. júli, féllu ús á mörgum bæjum og margir létu lífið. Biskupasögur setja þetta í samband við fráfall Páls biskups og segir þar svo: „En hhé rmá sjá, hversu magur Einirkvíðbjóður hefir farið fyrir fráfalli þess hins dýrlega höfðingja, Páls biskups; jörðin skalf og titraði af ótta, himinn og skýin grétu, svo að mikill hluti spilltist jarðar ávaxtarins, en himintunglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá nálega var komið að hinum efstu lífstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist nálega allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli“.
Gísli biskup Oddsson segir að 1240 hafi verið uppi eldur fyrir Reykjanesi og þá hafi eyðst hálft Reykjanes. Málvenjan mun þá hafa verið sú að kalla ekki Reykjanes annað en hælinn á skaganum, frá Víkum að sunnan að Sandvík fyrir norðan, og er það um hálft landnám Herjólfs, er áður var minnst á. Gísli biskup segir einni að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum fimmtíu árum seinna og að hraun hafi runnið niður í Selvog. Telur Þorvaldur Thoroddsen eigi ólíklegt að þá hafi brunnið gígarnir, sem ná frá Trölladyngju allt suður undir sjó vestan við Núpshlíðarháls, og þá myndast hraunið sem fellur fyrir austan Ísólfsskála. Annars má geta þess að fræðimenn hafa dregið í efa að þessar frásagnir um Trölladyngjugos geti verið réttar, og bera það fyrir að hraun hafi alls ekki getað runnið frá Trölladyngjum niður í Selvog. En mundi hér ekki vera um misskilning á málvenju að ræða, því að á dögum Gísla biskups hafi öll strandlengjan frá Selvogi vestur að Krýsuvík verið kölluð „í Selvogi“. Þetta var upphaflega eitt landnám.
Annað þessara hraunflóða tók af gömlu Krýsuvík. Síðan hefir marg oft verið eldur uppi fyrir Reykjanesi, allt fram á ofanverða 19. öld, en engin hraun runnið á skaganum. Þessar frásagnir nægja þó til að sýna, að eldsumbrot hafa spillt Mosi - hraungambri - var einnig notaður til eldneytismjög landkostum síðan á landnámsöld. En það er þó ekkert á móts við þau spjöll, er mannshöndin hefir unnið þar.
Gömlu hraunin hafa víðast hvar verið gróin, þegar menn settust hér að. Hefir þar verið lyng, víðir, fjalldrapi og birkikjarr, eins og sjá má á örnefnum og enn má sjá í Almenningum milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns. Í máldaga Hvaleyrarkirkju, sem gerður var að undirlagi Steinmóðs Bárðarsonar ábóta í Viðey (1444-1481), segir að Laugarneskirkja eigi lítinn skóg við landsuðri í Hvaleyrarhöfða. Í Vogaholti var forðum mikill skógur og sáust merki hans fram að seinustu aldamótum. Kirkjuland var kallað afréttaland Garðakirkju og fyrir hundrað árum er getið um skóg þar í Víðistaðahlíð, Setbergshlíð, í Helgafelli, sunnan í Ásfjalli og í Undirhlíðum. Í landi Hvassahrauns var skógur og eru enn til nokkrar leifar hans. Um þess skógarleifar segir Árni Helgason í sóknarlýsingu: „Í almæli er að skógum þessum fari aftur, og er það ei kyn, þegar þeir sums staðar Plantaður nútímaskógur - útsýni takmarkaðkulna út, er eytt er árlega, ei aðeins af fólki í þessari sveit, heldur úr næstu sveitum, bæði til kolagerðar, eldsneytis og fóðurs fyrir nautpening. Verst mun sam gera, að hrísið er tekið af þeim, er búa hér í sveit, á vetrardegi til fórðurs, þegar allur neðri partur hríslunnar er í snjó og klaka, og numið af það sem stendur upp úr snjónum, því nútt hrís þykir betra til fóðurs heldur en aðdregið á haustum og svo geymt í buðlungum. Töluverðu hrísi og lyngi er eytt til eldiviðar, sem af fátæklingum sem ekki hafa nenningu til að afla sér eldiviðar á sumrin, er sótt á vetrum þegar þörfin að þrengir. Því fleiri tómthúsmenn að höndlunarstaðnum safnast eða fá bólfestu í þessu aflaplássi, því meir er gengið að skóginum“. Þessi lýsing bregður upp mynd af því hvernig farið hefir um allan skagann.
Sá annmarki á öllum Suðurnesjum frá upphafi, að þar var enginn mór til eldneytis og víðast lítið um rekavið, einkum á norðanverðum skaganum. Þess vegna hafa menn þegar byrjað á því að ganga í kjarrið eftir eldiviði. En þegar það þraut, þá var farið að rífa lyng til eldneytis. Þá hófst uppblástur og ónýttust beitarlönd. Var þá gengið að gróðrinum með meiri harðneskju, því að nú þurfti að rífa hrís og lyng til fórðrunar búpenings að auki. Fer þá svo að landið verður örfoka næst byggðunum. Síðan er sótt lengra og lengra, þangað til svo er komið uppblæstrinum að byggðirnar Grindavík, Hafnir og Rosmhvalanes hafa ekki neitt til eldneytis nema þang og fiskbein. Allur framhluti Skagans er orðinn að eyðimörk og sandstormar leggja margar jarðir í auðn.
Eftir að konungsvaldið sölsaði undir sig jarðeignir Viðeyjarklausturs og sló þar með eign sinni á flestar jarðir á skaganum, versnaði þó ástandi til muna. Þá koma ýmsar Baðsvallasel - hluti fornleifanna eru nú í skóginumkvaðir, meðal annars sú að flytja skógvið (hrís) heim til Bessastaða og Viðeyjar eins og búin þar þurftu til eldiviðar.
Í Jarðabókinni 1703 eru greinilegastar upplýsingar um hvernig farið var með gróðurinn í Gullbringusýslu… Viðey er eitt af þeim gömlu nöfnum, sem benda til þess að skógur hafi verið hér um allt í fornöld…
Fyrstu tilraunir um skógrækt voru gerðar hér 1752. Komu þá hingað danskir menn og settu niður nokkrar víðiplöntur á Bessastöðum. Komu á þær blöð, en þó dóu þær sama sumarið. Nokkrar plöntur af sömu tegund voru settar niður í Reykjavík og Viðey, og einnig yllir, en það dó allt á næsta ári. Grenifræi var þá og sáð í óræktað land hingað og þangað í Viðey, einkum í klettana við sjóinn, kom það upp en allar plönturnar voru dauðar á þriðja ári.“
Í framhaldinu fjallar Árni Óla um vaxtarsprota skógræktar á Reykjanesskaganum og gerir hann sér vonir um að í framtíðinni takist að rækta aftur upp skóga fyrir þá Skógleysið eykur útsýnið - gæta þarf varúðar sem horfið hafa í aldanna rás. „Hér verður þó gert miklu stærra átak er stundir líða. Skógurinn í Heiðmörk færist vestur á bóginn. Setbergshlíð og Vífilsstaðahlíð eru ákjósanlegir staðir til skógræktar. Þær taka við af Heiðmörk og svo kemur Sléttuhlíðin. Einhvern tímann verður eitt samfellt skóglendi alla leið frá Kirkjuhólmatjörnum og Gvendarbrunnum vestur undir Kaldársel. Svo kemur skógur í endilöngum Undirhlíðum og nær svo að segja saman við skóginn í Almenningum. Þá má segja að nokkuð sé bætt fyrir syndir ferðranna“.
Við þetta má bæta, nú hálfri öld síðar, að að fenginni reynslu og ófyrirsjáanleika skógræktarfólks nú á dögum (það sér einungis fornar minjar sem ákjósanleg skjól fyrir plöntur) með takmarkaða heildarsýn er ástæða til að hafa áhyggjur að allri umbótaáráttunni. Að vísu var gróðri markvisst eytt lengi vel af miklu fyrirhyggjuleysi, en ástæðulaust er að halda vitleysunni áfram í hinn endann. Syndaaflausnin felst í skynsamlegri langtímayfirsjón, en hvorki einsjáungslausn né skammtímaofurkappi.

Heimild:
-Morgunblaðið, Árni Óla, Rányrkja á Reykjanesskaganum, 15. sept. 1957.

Grindavík

„Einu sinni bjó tröllskessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll.
Þau áttu son Brimketillsem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd.

Eina nóttina leggur Oddný af stað og yfir þverar Víkur og Bása um Staðarberg og austur á syllu þar yrst á berginu er Ræningjasker heitir, og fann þar hvalkálf rekinn á land, bindur hann í bagga og færist undir fetla og gengur síðan af stað heimleiðis.
Er nú ekki getið ferða hennar fyrr en hún er komin inn eftir Staðarbergi fyrir innan Klaufar. Þar sest hún niður um stund til hvíldar og horfði til hafs. Þar sem enn var nokkur stund af annars kyrrlátri nóttu ákvað hún að baða sig í berglaug einni er þar var undir bergbrúninni; hvíldi sig þar um stund, lét líða úr sér og gleymdi þá bæði tíma og stað. Loks ákvað Oddný að halda ferð sinni áfram, en í sömu mund og hún steig upp fyrir bergbrúnina kom sólin upp við Mönguketil í Staðarhrauni – og varð hún þarna samstundis að steini. Lengi vel var hár bergdrangur á brúninni fyrir ofan laugina, fremst á berginu, en sjórinn hefur nú brotið hann smám saman niður svo varla markar fyrir lengur. Eftir stendur hins vegar enn staðföst laugin, nú nefnd Brimketill.
Nöfn básanna, milli laugarinnar og fyrrum heimilis þeirra í Háleyjabungu, bera arfleifð þeirra vitni; Oddnýjarlaug, Sölvabás og Hróarbás.“

Brimketill

Brimketill / Oddnýjarlaug.

 

Herdísarvíkurbjarg

Eftirfarandi frásögn um sjóróðra frá Herdísarvík birtist í Alþýðublaðinu 1946:
Herdisarvik-503„Vetrarvertíðina 1919 var ég ráðinn til sjóróðra í Herdísarvík. Þar sem ég hafði aldrei farið til sjávar fyrr, beið ég þess með mikilli eftirvæntingu að komast í verið, enda svo litið á almennt, að þá fyrst væri hægt að telja unglingana menn með mönnum, er þeir voru orðnir hlutgengir í skiprúm. Frá sjónarmiði unglingsins var útræði í fyrsta skipti ekki einvörðungu tengt v
ið atvinnuna eða von um tekjur, heldur var hún að vissu leyti svölun á ævintýraþrá og eins konar prófraun.
Í byrjun góu lagði ég af stað í verið. Var ég þá hjá foreldrum mínum í Gljúfurárholti í Ölfusi. Nikulás, sonur Jóns í Vorsabæ í sömu sveit, var ráðinn á sama skip og ég, og urðum við samferða. Við vorum báðir fótgangandi og reiddum færur okkar á sínum hestinum hvor. Það var norðankæla og gott færi.
Okkur sóttist ferðin Herdisarvik-502greiðlega. Við vorum léttir í spori og höfðum röska og trausta hesta undir klyfjunum. Við fórum sem leið liggur út Ölfus og fórum fyxsta daginn út á Hliðarbæi, gistum á Breiðabólsstöðum hjá Ingimundi Ögmundssyni og Sigurlínu systur hans, en þau voru systkini Jóns, föður Nikulásar. Fengum við þar hinar beztu viðtökur. Var svo förinni haldið áfram daginn eftir, sem leið liggur út Selvogsheiði. Var veður hið ákjósanlegasta og hjarn yfir allt. Þegar við vorum staddir utan til á há Selvogsheiði, sáum við tvö seglbúin skip skammt undan landi. Virtust þau mjög tíguleg, og hugðum við þetta skútur vera, en seinna komumst við að raun um, að þetta voru opin áraskip á leið til Herdísarvíkur. Höfðu þau farið leiði frá Eyrarbakka þennan dag.
Við létum nú lítið yfir þessari ágizkun okkar með Hlodunes-205skúturnar, en það vildi ég segja, að tígulegir og fallegir voru teinæringarnir gömlu með fullum seglum (framsegli, aftursegli, safnrokku og klýfir) og alveg ótrúlegt, hversu góðir þeir voru í sjó að leggja, þegar þeim var vel stjórnað.
Að Vogsósum komum við síðla dags og fengum þar fylgd yfir Hlíðarvatn. Það var ísi lagt, en vandratað yfir það. Fylgdi okkur piltur, sonur Vilhjálms bónda á Vogsósum, er Jakob kvaðst heita, rösklegur og myndarlegur piltur. Frá Hlíðarvatni að Herdísarvík er yfir hraun að fara, en í gegnum það er ruddur vegur, sem er góður yfirferðar með baggahesta.
Þegar við komum til Herdísarvíkur, var þar fyrir hópur manna, sem farið hafði heiði um daginn, og voru þeir að koma föggum sínum fyrir og búa um sig. Ég tók að mér að fara með hestana upp í Ölfus aftur.

Herdisarvik-504

Ég var beðinn fyrir nokkra fleiri hesta frá Ölfusingum, er fluttu sig þennan dag. Í  för  með mér slóst maður af Eyrarbakka, sem hjálpað hafði til við flutningana út eftir þá um daginn. Hét hann Guðmundur Steinsson. Ætlaði hann austur að Nesi i Selvogi um kvöldið, til Páls Grímssonar, en hann kvaðst vera háseti hjá Páli, en Páll var þá og hafði verið um langan tíma heppnis- og myndarformaður í Þorlákshöfn.
Er við lögðum af stað úr Herdísarvík, var komið dagsetur, tunglskinslaust, en heiður himinn og stjörnubjart. Ferðin gekk greiðlega, en er við vorum komnir út í Hlíðarvatn, brestur ásinn undan hestunum. Við höfðum farið af réttri leið og lent niður undir Vogsósaós, þar sem ísinn var ótryggur.
Vatnið náði þarna hestunum nærri i kvið og var því að vísu engin hætta á ferðura. En Herdisarvik-505hestunum kom ég ekki áfram, hvernig sem ég reyndi, og varð ég því neyddur til að fara af baki, og varð ég að brjóta ísinn, sem þarna var mjög veikur, og váða á undan hestunum til lands.
Fór ég nú heim að Vogsósum og baðst gistingar, en Vilhjálmur kvaðst því miður ekki geta hýst hestana né gefið þeim hey, þar sem allar skepnur væru i húsi og hey farin að ganga til þurrðar, þar eð veturinn hefði verið mjög harður og gjafasamur. Það varð því úr, að ég héldi áfram upp í Ölfus, eftir að ég hafði þegið góðgerðir á Vogsósum, og fylgdi Vilhjálmur mér langt á leið.
Herdisarvik-506Er mér það mjög í minni, hversu Vilhjálmur var vinsamlegur við mig, barmaði sér sáran yfir því, að hafa ekki getað hýst mig, og gaf mér ýmsar leiðbeiningar varðandi leiðina yfir Selvogsheiði. Er hann kvaddi mig, bað hann vel fyrir mér og lét svo um mælt, að frá sér hefði aldrei farið neinn í meiri tvísýnu, og bað mig mjög eindregið um það, að koma við hjá sér, er ég færi út um daginn eftir. Ég þakkaði svo fylgdina og fórum við sinn í hvora áttina. Mér fannst, satt að segja, engin hætta á ferðum, og mig furðaði á því, hvers vegna Vilhjálmur var svona óttasleginn yfir þessu ferðalagi mínu, en ég fékk á honum mjög góðan þokka vegna þess, hversu annt mér fannst honum vera um mig. En ég leyndi hann því, að ég var rennvotur upp fyrir hné. Svona geta unglingar verið kærulausir. Vilhjálmur hefði verið fljótur að láta mig hafa þurra sokka og föt, ef hann hefði vitað þetta.
Herdisarvik-507Stinningskaldi var á norðan, en ekki mikið frost. Tunglskinslaust, en heiður himinn. Ég rak klárana og lét þá brokka. Ég varð að hlaupa til að geta haldið á mér hita, þvi að mér fannst nöpur kólgan á Selvogsheiði um lágnættið. Ég hafði vindstöðuna fyrir vegvísir og löngu eftir að ég; skildi við Vilhjálm, sá ég að Kvennagönguhóla bar við himin á vinstri hönd, og vissi ég þá, að ég var á réttri leið, en hrautina okkar frá því um daginn fann ég ekki, og hvergi sá á dökkan díl. Ferðin gekk viðstöðu- og tafarlaust, og að Breiðabólsstöðum kom ég um nóttina og fékk þar góðar viðtökur. Hjá þeim systkinunum, Ingimundi og Sigurhnu á Breiðabólsstöðum, hafði ég áður dvalið, og eru þau með merkasta fólki, er ég hef kynnzt, sakir prúðmennsku sinnar og mannkosta. Dagin eftir fór Ingimundur með hestana áleiðis upp Ölfus, en ég sný við til Herdisarvik-508Herdísarvíkur. Ég kom að Vogsósum í úteftirleiðinni, eins og ég hafði lofað Vilhjálmi.
Herdísarvík er vestasti bær í Árnessýslu og er í Selvogshreppi. Frá Herdísarvík að sýslumörkum Árnessýslu og Gullbringusýslu mun vera um hálfs annars tíma lestaferð og út til Krýsuvíkur þriggja tíma ferð. Næsti bær við Herdísarvík að austan er Stakkavík, og mun þangað vera um klukkutíma ferð. Herdísarvík er því mjög afskekkt og stendur fyrir botni samnefndrar víkur. Umhverfið er óblítt en tilkomumikið. Risavaxið fjall skamt frá í norðri, Herdísarvíkurfjall, með svörtum skriðum og háum eggjum.

Herdisarvik-509

Milli fjalls og fjöru úfið hraun, sem runnið hefur fram af fjallinu um skarð, er kallast Mosaskarð. Það hafa verið hrikalegar náttúruhamfarir, er hraun þetta fossaði fram af fjallinu og í sjó fram. Ég hef hvergi séð risavaxnari né tígulegri öldur en brotsjóina á hólminum út af Selvogi, séð úr Herdísarvík. Það má með sanni segja að þar skálmi boðarnir í lest.
Herdísarvík var mjög fiskisæl verstöð og stutt á miðin. Þessa vertíð, 1919, voru fimm skip gerð út frá Herdísarvík. Skipshafnirnar lágu í sjóbúðum, sem voru skammt austur af bænum, og voru 12 og 13 menn á hverju skipi. Í þessari litlu og afskekktu verstöð voru því saman komnir yfir 60 sjómenn úr Árness- og Rángárvallasýslu, Formenn á skipunum voru: Símon Simonarson yngri frá Bjarnastöðum í Ölfusi, Halldór Magnússon frá Klöpp í Selvogi,
Gísli Herdisarvik-509Scheving Gíslason frá Stakkavík, Ívar Geirsson frá Eyrarbakka og Ársæll frá Álfhólum í Landeyjum. Ég réri hjá Símoni, og voru skipverjar þessir, auk formannsins: Guðmundur Jónsson frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, hafði áður verið heppnis formaður í Herdísarvík, Bjarni, sonur hans, Páll og Torfi, bræður, synir Jóns á Ægissíðu í Holtum, Björgvin Magnússon frá Klausturhólum í Grímsnesi, Elías Símonarson frá Núpum í Ölfusi, bróðir formannsins, Ari Þorsteinsson frá Eyvindartungu í Laugardal, Jón Þorsteinsson frá Miðdal í Laugardal, Árni Árnason frá Hjalla i Landmannahreppi, Nikulás Jónsson frá Vorsabæ í Ölfusi og ég, er þéssar linur rita. Sjóbúðin okkar var með beztu verbúðum. Veggirnir hlaðnir úr tilhöggnu grjóti, sem lagt var í sement. Þakið járnvarið og klætt innan á sperrurnar með panel. Þrjú rúmstæði voru meðfram hvorum vegg, og voru tveir menn í hverju rúmi og lágu þeir andfætis. (Í einu rúminu vorum við þrír unglingar, og var það kallað strákarúmið). — Gólfið millirúmanna var um einn og hálfur metri á breidd.

Herdisarvik-510

Var það steypt, en í flestum sjóbúðum þá vou moldargólf, eða réttara sagt sands- og malargólf, og var búðin þrifin með því að moka gólfið. Inn af sjóbúðinni okkar var geymsla, þar sem geymd voru matvæli, fatnaður, skinnklæði og veiðarfæri. Fyrir ofan sig í rúmunum höfðu menn matarskrínur sínar, og snéru menn sér til veggjar og hölluðu sér að skrínunni sinni, er þeir mötuðust. Matarforðinn yfir vertíðina, eða útgerðin, eins og það var kallað, var tveir fjórðungar af smjöri, og var því drepið í annan enda skrínunnar, tveir sauðir, annar í hangikjöti og hinn i kæfu, og var kæfunni repið í hinn enda skrínunnar á haustin um leið og kæfan var soðin. Auk þess lifðu menn á harðfiski og rúgbrauðum.

Herdisarvik-511

Að sjálfsögðu var útgerð manna nokkuð misjöfn, og misjafnt entist mönnum forðinn, en það algenga var, að menn lifðu á þeim fæðutegundum, sem ég nú hef nefnt, þ. e. lifðu á skrínukosti, eins og kallað er, smökkuðu aldrei heitan mat eða neina vökvun aðra en svart kaffi og „munaðaraukinn eini og bezti, ögn af sykri“ í sjóvettlingi, sem venjulegast var geymdur í órónum sjóvettlingum.

Herdisarvik-512

Í sjóbúðinni okkar var hlýtt og notalegt, þótt ekkert væri eldfærið til að hlýja upp með, og útveggir óeinangraðir, enda voru menn engu góðu vanir hvað híbýli snerti og upphitun í húsum þekktist naumast. En ekki er því að leyna, að mataræðið og fatnaðurinn, ullarfötin, hömluðu mjög á móti kuldanum.
Jú, ég man eftir einu eldfæri, sem átti það tíl að vekja menn eldsnemma á morgnana, þegar ræði var, með sínum sterku drunum og hvissi. Það var prímusinn. Það var Páll á Ægissíðu, sem venjulega hitaði morgunkaffið, eftir bendingu frá formanninum, og lét prímusinn gefa til kynna, að nú skyldu menn vakna, rísa upp við dogg að skrínum sínum, taka sér bita eftir því sem lystin leyfði, og fara svo að tígja sig. Formaðurinn tók alltaf fyrstur skinnklæðin. Sótti þau inn í geymslu og gaf með því til kynna, að nú skyldi róið. Hásetarnir fóru að dæmi hans, sóttu hver sín bösl, þegjandi og íbyggnir. Það var oft hráslagalegt að fara í skinnklæðin, og sjóveikir menn fengu velgju, því að af skinnklæðunum lagði venjulega sterkan grútarþef.

Herdisarvik-513

Skinnklæði voru verkuð með því móti, að maka þau í grút eða lýsi. Bar það vott um hirðusemi og snyrtimennskú að hirða skinnklæði sín vel, þurrka þau vel eftir róður, þegar hægt var, og bera á þau lýsi eða fernisolíu. Þegar skinnklæði voru vel hirt; voru þau pottheld og mjúk og ekki stirt að vinna í þeim. Menn skinnklædu sig hljóðlega; það hvíldi: yfir því alvara og lotning. Menn smeygðu fótunum til botns í brókina, löguðu framleistinn, bundu á sig sjóskóna; það var lítt nettur skófatnaður, teigðu brókina upp undir hendur, reirðu hana að sér eftir kúnstarinnar reglum.

Herdisarvik-514

Sumir signdu sig, áður en þeir smeygðu skinnstaknum yfir höfuð sér, vöfðu ermar að úlnlið, drógu saman í hálsmál, bundu um sig mittisbandið, settu á sig sjóhatt og sjóvettlinga. Skinnklæddur maður var karlmannlegur og fyrirferðarmikill. -Skinnklæddur maður var friðhelgur.
Formaður fór fyrir til skips. Hann gengur að afturstafni skipsins, sem snýr að sjó. Hásetarnir raða sér að skipshliðunum, stjórnborðshlið, bakborðshlið, hver áð sínum keip. Skorður eru losaðar, skipsmenn taka ofan, signa sig og gera krossmark fyrir rúmi sínu. Þá er hlunnað og skipið sett fram, numið staðar í flæðarmáli, ef lág var; formaðurinn velur lag og kallar snjallt og ákveðið: „Ýtið.“ Nú þarf allt að gerast i skjótri svipan, ýta á flot, komast upp í skipið, setjast undir árar og taka í og róa sprettróður út fyrir landboðana.
Herdisarvik-515Nú er skipinu snúið, því skutur gengur á undan þegar ýtt er. Hásetar leggjast á árar og fá skrið á skipið. Ef skipi var vel róið, sýndist ein ár á borð, þegar séð var íraman á skipið, þótt fimm eða sex menn reru. Nú sameinast skipverjar allir í hljóðlátri bæn; það er yfirlætislaus en hátíðleg helgiathöfn. Menn lægja róðurinn, taka ofah, drjúpa höfði og lesa sjóferðarbæn og „faðir vor“ og signa sig að bæninni lokinni. Þetta var gert í hverjum róðri, og eins þótt tví- eða þríróið væri! sama daginn. Þessi þagnar- og tilbeiðslustund skipshafnarinnar var þrungin innleik og hátíðablæ og alvöru.
Við róum í hálftíma, klukkutíma. Formaðurinn stýrir. Hann ratar að netatrossunni, því að hann þekkir miðin. Framámennirnir grípa belginn, og stjórafærið er dregið inn.
Það er oft erfitt að Herdisarvik-516toga upp stjóranum. Allir toga í stjórafærið, sem liggur eftir endilöngu skipinu, og formaðurinn er endamaðurinn og tekur af slakann. Netin eru dregin inn, allt á handafli, auðvitað. Tveir draga netin, sinn hvorn tein, steinatein kúlnatein. Aðrir skipverjar bera í, greiða úr, blóðga, greiða netin og leggja þau greið niður í barkann, andæfa. Það var stundum erfitt að vera í andófi; þessi látlausi róður, þar sem menn voru alltaf að snúa hver á annan. Skipinu áttu andófsmenn að halda beint í vindinn og sjá um að hafa beina niðurstöðu á netunum. Þetta var nokkuð vandasamt, ef strekkingur var, og þá var alltaf verið að rexa í andófsmönnunum: „betur á stjórn og báðir áfram“. Þegar búið var að taka trossuna, voru netin róin út, og var skipinu þá róið aftur á.
Herdisarvik-517Oft var vindstaða hagstæð; var þó siglt og var það kærkomið. Þá urðu menn glaðir og gamansamir, sungu eða kváðu: „Sigla á fríðum súðahænig segja lýðir yndi. Blakk að ríða og búa í sæng baugahlínar undir væng.“ eða: „Sigla fleyi og sofa í meyjarfaðmi ítar segja yndi mest og að teygja vakran hest.“
„Í Herdísarvík var landtaka ekki góð. Það varð oftast að seila út á vegna þess, að skipinu var ekki haldandi í vörinni fyrir brimi. Voru seilarólarnar svo bundnar saman og fest í þær færi og þær látnar fljótta að boðabaki, meðan hleypt var að og skipið sett.
Skipin voru venjulega sett aðeins Herdisarvik-519upp fyrir flæðarmál, en í naust, ef talið var að fárviðri væri í aðsigi. Nú voru seilarnar dregnar að landi á færinu, er fest hafði verið í þoer. Þá var fiskurinn þræddur af seilarólinni á birgðarólarnar og borinn á bakinu upp á völl. Er því var lokið, labba menn til búðar. Hafði róðurinn þá staðið yfir frá kl. 6 að morgni til kl. 1—2 eða jafnvel 3—4 að deginum, og höfðu menn á þeim tíma sjaldnast notið nokkurrar hvíldar né smakkað vott eða þurrt. Menn tóku því venjulega hraustlega hraustlega
til matar síns. Gert var að fiskinum á aðgerðarvellinum og vár hann saltaður í bingi. Meðan fiskur var hertur, þótti Herdísarvík góður herzlustaður vegna hraunsins, og sáust greinilega er fiskurinn var hertur á?
Herdisarvik-518Þegar vel fiskaðist var kominn dagur að kvöldi, þegar búið var að gera að; voru menn þá orðnir hvíldarþurfi, og tóku á sig náðir. Er menn höfðu gengið til hvílu, var lesinn húslestur, Passíusálmar eða Péturshugvekjur. Ari Þorsteinsson las lesturinn. Það urðu stundum fáir til að þakka fyrir lesturinn. Svefninn hafði seytt þá.
Landlegur voru nokkuð tíðar. Þegar hafátt var, þá var ekki róandi fyrír brimi, og ekki mátti vera hvasst á norðan svo róandi væri. Menn voru oft á báðum átttum með, hvort róið skyldi, og var það kallað, að standa í vomum.

Herdisarvik-520

Það var formaðurinn, sem gerði það upp við sig, hvort róið skyldi eða ekki og aldrei heyrði ég neinn malda i móinn yfir ákvörðun formanns, né mögla yfir því, sem gera skyldi. — Í landlegum var oft glatt á hjalla í búðinni. Menn spiluðu, flugust á, tefldu, sungu. Ekkert útvarp, ekkert bókasafn, engin blöð, enginn sími, samgöngur mjög litlar eða engar. Menn urðu að búa að sínu. Það voru sagðir brandarar, og mikið hlegið, og svo sungið við raust, margraddað, sópran, prímóbassi, bassi, án hljóðfæris, án sönigstjóra, og aldrei farið út af laginu. Búðarlífið var verulega skemmtilegt, og þar sem ég þekkti til, ríkti syo heilbrigður og drengilegur andi í þessum félagsskap, að til fyrirmyndar er.
Ég man ekki eftir að menn yrðu sumdurorða, eða tækjust á í illu, en þarna sást ekki áfengi, nema á sumardaginn Herdisarvik-521fyrsta, þá urðu allir að finna á sér, þá urðu menn góðglaðir og hlógu að fyndninni hver hjá öðrum, og þeim, sem mjöðurinn sveif mest á.
Þórarinn Árnason, sýslumanns frá Krýsuvík, var ábúandi Herdísarvíkur. Hann átti mjög margt sauðfé. Þórarinn hafði engin afskipti af sjómönnunum eða samskipti. Ég sá hann aldrei nema tilsýndar. Það var eins og hann forðaðist okkur. Konu hans, Ólöfu, sá ég einu sinni. Var hún fríð sýnum og fyrirmannleg.

Herdisarvik-522

Þessa vertíð gerðist ekkert markvert sérstaklega. Veðráttan var mjög köld, fiskirí sæmilegt, þegar gaf, og aflinn í vertíðarlok í góðu meðallagi. Einu sinni urðum við að hleypa austur í Selvog vegna útnyrðings. Landtaka í Selvogi er slæm; þar hef ég orðið hræddastur um líf mitt. Ég held að margur hafi hlotið að biðja vel fyrir sér á sundinu í Selvogi.
Um lokin tvístrast menn og kveðjast með kossi. Menn halda heim til sín með lýsi, matfisk, skreið, sundmaga o. fl. Hluturinn er gerður upp, þegar aflinn hefur verið seldur.
Áraskipin eru horfin af sjónarsviðinu, og þeirra tími kemur aldrei aftur. Róðurinn er ekki lengur hið lífsnauðsynlega starf, heldur er hann nú stundaður sem íþrótt. Hesturinn, sem rogaðist með byrgðar sínar, færur, skreið, lýsiskvartél o. fl. o. fl. um óbyggðir og vegleysur, er nú ekki lengur þarfasti þjónninn. Það hafa orðið framfarir, og framförunum fögnum við; en vissan bjarma leggur frá því sem var. Bráðum þeysum við í bílum austur Herdísarvíkurhraun, og austur Selvogsheiðar.“

Heimild:
Alþýðublaðið 24. des. 1946, bl.s 37-45.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Hellugata

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall á Reykjanesi blasir við vegfarendum sem um Reykjanesbrautina fara ef horft er til suðurs og er þá vestan við Keili að sjá. Ef ekið er til Fagradalsfjalls frá Grindavík er beygt til vinstri af aðalveginum inn í bæinn við vegvísi sem á stendur Krýsuvík. Síðan er beygt aftur til vinstri og ekið eftir Ísólfsskálavegi í átt að Festarfjalli.

Grindavík

Festarfjall.

Vestan við Festarfjall er gaman að staldra við og horfa á fjallið. Festin er ljós berggangur sem liggur upp klettavegginn. Undir fjallinu er falleg fjara og þar hafa verið tekin atriði í kvikmyndum. Héðan ökum við inn fyrir Festarfjall yfir Siglubergsháls. Þegar yfir hann er komið sjáum við tún og haga sem tilheyra bænum Ísólfsskála, þar sem búskapur er nú aflagður, en bærinn notaður sem sumarhús.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall.

Fagradalsfjall að vestanverðu: Inn með hálsinum til vinstri liggur slóð (GPS N63 51 065 W22 19 507) til norðurs, fyrst yfir gróið land og síðan í hrauni (Beinavörðuhraun) að suð-vesturhorni Fagradalsfjalls sem heitir Kast. Í vesturbrún Kastsins fórst bandarísk herflugvél að gerðini B-24D í maí 1943 og með henni fjórtán menn. Þeirra á meðal var Andrews, yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu í síðari heimstyrjöldinni. Einn maður komst af lítt slasaður. Þegar komið er að fjallinu er komið á slóðamótum (GPS N63 52 852 W22 19 434).

Sé ekið til hægri liggur leiðin með fjallinu til suðurs að Selskál. Úr Selskál er ágæt gönguleið í Görn, dal austan við Kastið.
Við ökum til vinstri því við ætlum norður fyrir Fagradalsfjall. Ökum fyrst fyrir háls sem kemur suð-vestur úr fjallinu og svo á milli hrauns og hlíðar með fjallið á hægri hönd og Skógarfellshraunið á þá vinstri. Síðan höfum við Sandhól á vinstri hönd og Stóra Skógarfell sjáum við lengra út í hrauninu. Hér og þar nær hraunið alveg upp að fjallinu en yfirleitt er dálítið vik á milli hrauns og hlíðar. Hér er dálítill gróður, aðallega þó lyng og mosi. Þegar komið er undir norðurenda fjallsins er komið í grösugan slakka og heitir þar Fagridalur. Er líklegt að héðan dragi fjallið nafn sitt.
Fagridalur er slakki milli tveggja hrauna. Skógarfellshraun er að vestanverðu en Þráinsskjaldarhraun (Kálfellsheiði) að norðan og austan. Hefur það hraun næstum kaffært Fagradals-Vatnsfell og Fagradals-Hagafell norðaustan við Fagradalsfjall. Hér eru slóðamót. Annar liggur þvert yfir gróðurlendið með fjallinu, en hinn stefnir niður Fagradal eftir grastorfunni og er þá komið á leirsléttur. Hér er gömul göngu- og reiðleið til Voga og heitir hún

Sandakravegur.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Lengra úti í hrauninu var skotæfingasvæði stórskotaliðs Varnarliðsins. Slóð liggur áleiðis norður eftir Sandakravegi. Ef haldið er áfram slóðina með fjallinu eru slóðamót strax og komið er yfir fyrstu grastorfuna. Í stað þess að aka slóðina áfram yfir mosa og síðan grastorfuna með fjallinu er beygt niður melinn og síðan neðan við hóla (Nauthóla ?) að austurhlíð Fagradals, og síðan upp í átt að skarðinu sem er á milli Fagradalsfjalls og Fagradals-Vatnsfells. Hér er mikið úrrennsli og jarðvegsrof. Þegar slóðin sveigir upp með Nauthólunum að austaverðu sjást ummerki Dalsels á hægri hönd í grastorfunni. Þar rétt fyrir ofan liggja leifar Short-Sunderland flugbáts sem fórst í fjallinu á stríðsárunum. (Í Langhól sem er hæsti tindur Fagradalsfjalls). Einn maður lést í slysinu, tveir á sjúkrahúsi og tíu slösuðust. Leið í Fagradal er um sex kílómetrar.
Fagradalsfjall að austanverðu. Á móts við bæinn á Ísólfsskála er beygt (GPS N63 51 175 W22 18 313) af Ísólfsskálavegi til vinstri, í norður upp með vesturhlíðum fjallsins Slaga. Þegar innfyrir Slaga er komið opnast útsýni til norðurs að fjöllum sem ganga suður úr Fagradalsfjalli, Borgarfjalli og Langahrygg austar. Á milli þeirra er dalur sem heitir Nátthagi, en þar er varla nokkur hagi lengur vegna gróðureyðingar. Nú komum við að slóðamótum. Leiðin til vinstri liggur í Nátthaga eða norður með Borgarfjalli. Sú slóð verður mjög ógreinileg þegar komið er norður fyrir Borgarfjall í Nátthagakrika, og þaðan að slóðinni yfir Beinavörðuhraunið.
Við höldum áfram í austur um Stóra og Litla Leirdal. Vörðubrot eru við veginn því hér er um gamla þjóðleið að ræða, alfaraleið þar til að bílvegurinn var lagður í hraununum. Síðar komum við að Drykkjarsteini sunnan við veginn, sem vestan frá séður er eins og móbergsklöpp. Austanmegin er hann tæp mannhæð, með holum sem í safnast regnvatn.
Síðan er ekið yfir lágan háls og er þá tún framundan í dalverpi. Skála-Mælifell er á hægri hönd en Langihryggur á þá vinstri. Þar fórst bandarískur flugbátur af Marinergerð á stríðsárunum og með honum ellefu menn. Leifar bátsins er þar enn að finna, svo sem hreyfill í gili austan við Langahrygg (var fjarlægður árið 2021).

Méltunnuklif

Méltunnuklif.

Nú liggur vegurinn skáhalt upp klif. Þegar upp er komið opnast útsýni um hraun sem þekur svæðið milli Fagradalsfjalls og Núpshlíðarháls (Vesturháls) í austri. Lág fjöll standa upp úr hrauninu í dalnum milli Fagradalsfjalls og Núpshlíðarháls. Syðst er Höfði en norðar Sandfell og Hraunsels-Vatnsfell. Hér skilja leiðir. Gamli vegurinn stefnir í austur í Méltunnuklif en slóðin sem við fylgjum stefnir meira í norðurátt. Þegar ekinn hefur verið skammur spölur sjáum við hvar ljósleiðaralögn liggur þvert yfir okkar leið og skömmu síðar (GPS N63 51 624 W22 15 453) komum við að ógreinilegri slóð sem liggur upp á fjallið á vinstri hönd.

Fagradalsfjall

Stóri-Hrútur.

Við höldum áfram í norður milli hrauns og hlíðar með Höfða á hægri hönd en Einihlíðar á þá vinstri. Svo sjáum við keilulagað fjall á vinstri hönd og er þar Stóri-Hrútur. Á þá hægri er Sandfell. Stóri-Hrútur sést frá höfuðborgarsvæðinu og ber hann þá við himin austan við Keili. Þegar komið er norður fyrir Stóra-Hrút komum við að slóð á vinstri hönd og liggur hún í Meradali, nokkuð djúpan hringlaga dal með gróðurtorfum og leirsléttum í botni. Nokkru norðar er önnur slóð, sem einnig liggur í sömu átt og nær hann til útsýnisstaðar á brún dalsins. Þaðan sést í norðurátt annað af tveimum Hraunsels-Vatnsfellum (hitt er í hvarfi norðan við það). Vestan við það eru Meradalahlíðar, þar næst Kistufell og loks sjálft Fagradaldalsfjallið og þar ber hæst Langhól sem er toppur fjallsins, 391 metra hár gígur. Í suðurátt er Stóri-Hrútur og í austri Sandfell. Við höldum áfram í norður, förum á milli Hraunsels-Vatnsfells og Sandfells. Við norðurenda Sandfells eru slóðamót (GPS N63 53 386 W22 12 944) á hraunkambi.

Litli-Hrútur

Litli-Hrútur og nágrenni.

Slóðin til hægri liggur yfir hraunið að Núpshlíðarhálsi. Við ökum til vinstri yfir hraun að hlíðum Hraunsels-Vatnsfells, með hlíðum þess og höfum nyrðra Hraunsels -Vatnsfellið á hægri hönd. Vegur verður hér góður um stund þar til við komum innundir Meradalahlíðarnar. Þá er farið upp á háls og eftir honum og hverfur slóðin þá nánast. Næst er farið niður brekku, ofan í dalkvos með vatnsstæði í botni, áfram upp ógreinilega slóð að norðanverðu, með strítulagað fjall á vinstri hönd sem heitir Litli-Hrútur. Slóðin endar austan við Litla-Hrút á kambi milli tveggja jarðfalla. Framundan í hraunbreiðunni sést til Keilis, austan við hann er Driffell og svo Núpshlíðarháls. Hér verðum við að snúa við og aka til baka eftir um 12 kílómetra akstur frá Ísólfskálavegi.

Norður fyrir Fagradalsfjall (aðeins fyrir breytta jeppa).

Fagradalsfjall

Stóri-Hrútur í Fagradalsfjalli.

Fyrir sunnan Litla Hrút er skarð milli hans og Merahlíða. Hægt er að aka upp í skarðið úr dalkvosinni sem áður er getið, en engin slóð er sjáanleg vegna úrrennslis úr Litla-Hrúti. Þegar í skarðið er komið blasir hraunslétta við. Lág brekka er niður úr skarðinu að vestanverðu. Slóð liggur út á sléttuna (hjólför eru í stefnu beint yfir sléttuna en enda fljótt í hrauni) en sveigist svo suður með hlíðunum í átt að Kistufelli (GPS N63 54 958 W22 13 308), ýmist milli hrauns og hlíðar eða í hrauni. Síðan er stefnan tekin í vestur í átt að Langhóli, upp lága öldu og verður slóðin þá mjög ógreinileg. Undir Langhóli verður slóðin greinilegri og er hlíðunum fylgt norður fyrir hann í skarðið milli Fagradalsfjalls og Fagradals-Vatnsfells. Varast skal að fara slóðina í átt að Fagradals-Vatnsfelli því hún endar þar. Mikið úrrennsli er í skarðinu og er mikilvægt að athuga slóðina vel þar sem leiðin liggur niður stutta brekku. Þegar niður hana er komið (GPS N63 55 025 W22 17 129) er ekið á rauðamöl og sandi niður á leirslétturnar í Fagradal og komið þar á slóðina sem liggur vestur og suður með fjallinu. Hringurinn er um 25 kílómetrar.

Fagradals-Vatnsfell

Fagradals-Vatnsfell.

Fagradalsfjall frá Bratthálsi á Langhóli: Ekið er af slóðinni fyrir austan Fagradalsfjall, sem áður er lýst (GPS N63 51 624 W22 15 453). Ekið er upp brekkur um ógreinilegan og grýtta slóð austan Langahryggs og farið milli hans og Stóra-Hrúts. Þrætt er um skorninga og dalskvompur, skemmtilega og fjölbreytta leið. Þegar komið er norður fyrir Stóra-Hrút sést dalur á vinstri hönd sem heitir sá Geldingadalur með stefnu sunnan frá Borgarfjalli og norður í átt að Langhóli. Í botni hans eru gróðurtorfur og leirsléttur. Þegar kemur inn undir Langhól er komið að slóðamótum. Slóð liggur til hægri fram á brúnir Meradala. Slóðin sem við erum á stefnir upp grýtta brekku og er líklega ekki rétt að reyna við þá leið nema á breyttum jeppum. Síðan liggur slóðin vestur fyrir Langhól og endar þar. Þá tekur skamma stund að ganga upp að útsýnisskífunni á toppnum og er vel þess virði að skoða sig um þar . Langhóll er gígur og er grágrýtisþekja fjallsins þaðan komin. Frá Ísólfsskálavegi að Langhóli eru um tíu kílómetrar.

Langhóll – Meradalir.

Langhóll

Á slysstað á Langhól.

Frá Langhóli er ekið til baka sömu leið nema áhugi sé á að fara í Meradali. Þegar komið er að slóðamótunum sem fyrr var getið er ekin slóð fram á brúnirnar og borgar sig að ganga fram á þær og skoða leiðina áður því hún er ógreinileg í brúninni og ekki til fyrirmyndar að búa til margar slóðir. Næst er ekið yfir lítinn stall fram á næstu brún og blasa þá Meradalir við og fjöllin sem að liggja. Niður í dalina er mjög löng og brött brekka. Síðan liggur slóðin þvert yfir dalbotninn á sandi og leirsléttum upp og yfir hálsinn fyrir austan og komum við þá fljótlega á slóð sem liggur austan Fagradalsfjalls. Þaðan er greið leið niður á Ísólfsskálaveg eða að Núpshlíðarhálsi.
Sandfell – Núpshlíðarháls – Reykjanesbraut: (Breyttir bílar) Frá slóðamótum norðan við Sandfell (GPS N63 53 386 W22 12 944) liggur slóð þvert yfir hraunið að Núpshlíðarhálsi (Vesturhálsi) um talsvert seinekinn veg í mosavöxnu hrauni. Því miður hafa ekki allir vegfarendur farið eftir þeirri reglu að aka ekki utan slóðar og eru þarna því víða hjólför utan eiginlegrar slóðar. Þegar komið er austur að Núpshlíðarhálsinum sést að hraunið liggur sums staðar alveg að hálsinum er þar kallað Þrengsli. Slóð liggur með hálsinum, ýmist milli hrauns og hlíðar eða úti í hrauninu, og er hægt að aka í suðurátt með hálsinum (og skoða rústir Hraunsels sem er skammt fyrir sunnar hálsinn), mjög stirðan veg, niður á gamla veginn austan við Méltunnuklif. Þegar þar er komið er hægt að aka hvort heldur sem er í vestur yfir Leggjabrjótshraun að Méltunnuklifi og þaðan niður á Ísólfsskálaveg (GPS N63 51 424 W22 14 840) eða beygja til vinstri og aka eftir gamla veginum yfir suðurenda Núpshlíðarháls og á Djúpavatnsleið, skammt fyrir sunnan Stóra Hamradal (GPS N63 51 581 W22 12 184).

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – þverskorinn gígur ofan Fagradals.

Frá slóðamótum Sandfells – Núpshlíðarháls er einnig hægt að aka stirðan veg, norður um Selsvelli. Selsvellir er líklega stærsta samfellda graslendi Reykjanesskaga. Á hól vestur á völlunum eru töluvert margar rústir selja. Þar norðan við í átt að Oddafelli er Hverinn eini, sem nú er kulnaður. Því miður er hér skemmdur grassvörður eftir bíla sem ekið hefur verið um svæðið í bleytutíð. Þegar komið er norður fyrir Selsvelli er komið að slóðamótum. Til vinstri liggur slóð þvert yfir hraunið að suðurenda Oddafells. Ekið er upp á fellið og eftir því endilöngu. Brekkan sunnan í fellinu er erfið og má lítið útaf bera svo að bílar komist þar upp. Er því betra að aka Oddafellið frá norðri og er þá ekið á fellið af veginum við Höskuldarvelli, þar sem hann beygir þvert yfir vellina. Eknar eru aflíðandi brekkur upp á fellið. Þar er sums staðar ummerki eftir jarðhita. Gaman er að virða Keili fyrir sér vestan við Oddafellið og er stutt að ganga þangað á götu sem sést vel í hrauninu. Oddafell hækkar og rís upp í kamb og liggur slóðin eftir kambinum suður um fellið og er þar ekki mögulegt fyrir bíla að mætast á löngum kafla. Víðsýnt er af Oddafelli þó ekki sé það nema 220 metrar yfir sjávarmáli enda ekki margt sem skyggir á útsýnið.

Spákonuvatn

Spákonuvatn og Keilir.

En snúum aftur að slóðamótunum. Slóðin liggur áfram um litla hálsa undir Grænavatnseggjum. Brátt komum við að slóðamótum þar sem slóð liggur til hægri upp brekkur að Spákonuvatni og Grænavatni. Aka verður þaðan sömu leið til baka.
Við höldum áfram slóðina sem stefnir norður og sjáum þá Sogselsgíginn framundan á hægri hönd. Þar eru ummerki eftir þrjú sel. Í austurátt eru Sogin, einstök fyrir litadýrð sína. Þaðan er skemtileg gönguleið yfir að Djúpavatni. Nú ökum við niður að Höskuldarvöllum og norður með hlíðum Trölladyngju þar til að við komum að vegamótum.

Eldborg

Eldborg undir Dyngju.

Til hægri er vegur að Eldborg. Þar eru miklar efnisnámur og sést þar vel þversnið gígsins. Slóð liggur norður fyrir Eldborg og sést þaðan lágt fell sem heitir Lambafell. Þangað er stutt að ganga. Sé gengið með því er komið að náttúrufyrirbæri sem kallað er Lamafellsklof (Lambafellsgjá) sem er þröng gjá þvert í gegnum fellið.
Aka verður til baka að vegamótunum, síðan þvert yfir Höskuldarvellina að norðurenda Oddafells. Þaðan liggur rudd leið meðfram Sóleyjakrika sem er nyrsti hluti gróðurlendisins. Þaðan er ekið norður Afstapahraunið, í gegnum miklar malarnámur og síðan út á Reykjanesbrautina rétt vestan við Kúagerði (Vegvísir Höskuldarvellir). Raflína liggur þvert á leiðina í námunum og er línuvegur með henni, sem oft er lokað. Vegalengd Sandfell – Reykjanesbraut er 25-26 kílómetrar.

Sprungan í Kleifarvatni.

Hellan

Hellan.

Þegar komið er að Kleifarvatni frá höfuðborgarsvæðinu er ekið af Krýsuvíkurvegi til austurs að norðurenda vatnsins við skilti sem á stendur Kleifarvatn. Ekið er með vatninu eftir eiði milli vatns og Lambhagatjarnar og síðan í fjörunni með hlíðum Lambhaga. Til að komast hjá hliðarhalla meðfram vatninu (GPS N63 56 432 W21 57 500) er ekið yfir nes, sem skagar suður í vatnið og síðan áfram í fjörunni að austanverðu og fram á enda tangans. Þar sést sprunga sem liggur frá vatninu upp á tangann og fossar vatnið ofan í sprunguna (GPS N63 56 237 W21 57 229).
Á leið til baka væri hægt að aka austur fyrir Lambhaga og síðan norðan við Lambhagatjörn, með Vatnshlíðinni út á Krýsuvíkurveg. Eftir að minnka tók í Kleifarvatni varð í fyrsta sinn unnt að aka hringinn í kringum vatnið. Við suðurenda þess hafa tvö hverasvæði komið í ljós. Þessar leiðir eru einungis færar jeppum. JSv.

Krýsuvíkurberg.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Heiðnaberg.

Ekið er af Ísólfsskálavegi rétt vestan við kirkjuna í Krýsuvík við vegvísi sem á stendur Krísuvíkurberg. Ágætur vegur liggur hér niður með Vestari læk, framhjá tóftum af eyðbýlinu Fitjum vestan við Selöldu, og þaðan fram á bergið við Hælisvík. Frá Hælisvík er ekið upp brekku upp á malarkamb sem gengur niður frá Krísuvíkurheiði og fram á bjargbrún. Staður þessi heitir Skriða. Hér í bjarginu er Ræningjastígur, eini staðurinn í bjarginu þaðan sem hægt er að ganga niður í fjöru. Slóðin liggur austur bjargbrúnina framhjá vita og er bjargið hér hæst um 36 metrar. Slóðin versnar eftir því sem austar dregur. Bjargbrúnin er allvel gróin en mikil jarvegseyðing er ofar í Krýsuvíkurheiðinni. Þegar komið er austur í Keflavík er Krýsuvíkurhraun framundan. Hægt er að aka ógreinilegan slóða og torfarinn, upp með hrauninu og í gegnum hlið hjá fjárrétt og þaðan uppá Krýsuvíkurveg neðan við Stóru Eldborg, sem blasir hér við undir fjallinu Geitahlíð.

Slóð austan Eldborgar.

Eldborg

Stóra-Eldborg.

Ekið er frá Krísuvík í austur er farið Stóru Eldborg heitir Geitahlíð. Ekið er fram á brekkubrún á Deildarhálsi. Skammt fyrir ofan veginn, undir hlíðinni, eru dysjar Krýsu og Herdísar og er gulur hæll sem merkir ljósleiðaralögn framhjá Litlu Eldborg á hægri hönd og Stóru Eldborg á þá vinstri. Fjallið fyrir ofan í hlíðinni fyrir ofan dysjarnar (Þjóðsaga segir frá landamerkjadeilu og bardaga þeirra). Ekið er um sex til sjöhundruð metra austur veginn frá brekkubrúninni er komið að slóð sem liggur hjá Bálkahelli. Ekið er af Krýsuvíkurvegi til suðurs (GPS N63 51 327 W21 58 196). Slóðin er ógreinileg og frekar erfið yfirferðar og því varla nema fyrir breytta bíla. Þegar ekinn hefur verið um 1,1 kílómetri (GPS N63 50 919 W21 57 479) er Bálkahellir á hægri hönd. Gengið er að hrauntotu sem teygir sig í suður og er hægt að ganga þvert yfir hraunið um lægð sem í því er og koma þá að efsta opi hellisins (GPS N63 50 841 W21 58 133) um fjögur hundruð metra frá slóðinni. Einnig er hægt að ganga niður fyrir hraunið og koma þar að hellinum. Bálkahellir, sem er falleg hraunrás, fannst fyrir tilviljun í júní 2001.
Annar hellir, Ásgrímshellir er aðeins vestar. Það þarf að hafa mjög góð ljós sé áhugi á að skoða hellinn. Hann skiptist í nokkra hluta. Sums staðar hefur hrunið úr lofti en annars staðar er gengið á nokkuð sléttu gólfi. Hraunstrá hanga úr lofti og er afar mikilvægt að brjóta þau ekki né annað sem í hellinum kann að vera. Það tekur náttúruna óratíma að forma stutt hraunstrá. Slóðin liggur fram að sjó og eru þar fallegar hraunmyndanir. Slóðin endar í GPS N 63 50 350 W21 57 240. Leiðin frá vegi að þeim punkti er um 2,2 kílómetrar.

Suðurstrandarvegur – Herdísarvíkurhraun – Háberg.

Herdísarvíkurbjarg

Herdísarvíkurbjarg.

Ekið er af Suðurstrandarvegi í suður (GPS N63 51 943 W21 52 795) til móts við Lyngskjöld. Fáum metrum austar er vegur í átt að Lyngskyldi. Vegalengd frá Suðurstrandarvegivegi að Háabergi er um það bil tveir kílómetrar.

Suðurstrandarvegur –  Selvogsrétt – Slysavarnarskýli.

Hnúkar

Hnúkar.

Ekið er af Suðurstrandarvegi á Selvogsheiði í norður (GPS N63 52 202 W21 33 874) í átt að Hnjúkum. Þegar komið er að Hjúkunum er sveigt vestur fyrir þá og ekið niður brekkur að norðanverðu og komið að Selvogsrétt (GPS N63 53 021 W21 36 253), sem nú er aflögð. Eldri rétt er í suðvestur uppi á Vörðufelli. Skammt hér vestan við eru nokkuð fjölbreyttar mannvistarleifar, seljarústir, fjárhellar, réttir, kvíar, gerði og vörður sem áttu að villa sjóræningjum sýn. Það átti að líta svo út að her manna væri á Vörðufelli. Frá réttinni liggur slóðin stuttan spöl að girðingu og hliði, sem mikilvægt er að loka á eftir sér.
Önnur slóð liggur í austur með girðingunni að fjárhúsum frá Hlíðarenda. Sé farið um hliðið liggur slóðin að og yfir Strandagjá og síðan að slysavarnarskýli undir Heiðinni Há (GPS N63 53950 W21 36 327). Skammt vestan við skýlið er Kjallarahellir. Fara verður sömu leið til baka. Vegalengd frá vegi að skýli er um 4,5 km.

Ísólfsskáli.

Siglubergsháls

Vegur um Siglubergsháls.

Ef ekið er með túngirðingu í átt til sjávar, austan við Ísólfsskála, er komið að slóð sem ýtt hefur verið í gegnum hraunið í austurátt. Við enda slóðarinnar eru mjög sérkennilegar hraunmyndanir. Hér heitir Veiðibjöllunef. Slóðin er um 1,1 kílómetri að lengd.

Vegur frá Svartsengi að Reykjanesi.
Ekið er um hlað á milli bygginga Hitaveitu Suðurnesja og áfram vestur með hitaveitupípu sem kemur úr vestri. Hlið er á veginum og skilti hjá sem á stendur, Eldvörp 5,5 kílómetrar. Hliðið er stundum lokað en hægt mun vera að fá lykil lánaðan á skrifstofu Hitaveitunnar. Skömmu eftir að ekið er í gegnum hliðið er komið að vegi sem verið er að leggja frá Bláa lóninu vestur fyrir Þorbjarnarfell, og niður á Reykjanesveg við Grindavík (GPS N63 51 034 W22 26 404). Þarf þá ekki að fara um hjá Hitaveitunni frekar en maður vill.
Við ökum nú um Skipastígshraun og komum fljótlega að vörðum sem marka Skipastíg, eina af mörgum fornum leiðum yfir Reykjanesskaga. Nú komum við að þar sem heitavatnspípan þverbeygir í suður að borholu (GPS N63 52 172 W22 28 688). Áfram liggur leiðin um Bræðrahraun þar til komið er að róti í hrauninu þvert á veginn (GPS N63 52 051 W22 29 249), líklega ljósleiðaralögn. Næst komum við að margföldum vegamótum.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Fyrst er gömul slóð þvert yfir veginn (eftir Varnarliðið), sem liggur frá Stapafelli að fjarskiptastöð Varnarliðsins fyrir ofan Grindavík. Þessi slóð liggur samsíða gömlum vörðuðum vegi, Árnastíg, frá Stapafelli suður að veginum sem við erum á, en þar skiljast þeir að. Árnastígur stefnir meira í suður, niður með Sundvörðuhrauni og endar við eyðibýlið að Húsatóftum (Golfvöllur). Nálægt Sundvörðu eru minjar um verustaði manna. Enn ein gatnamót eru hér (GPS N63 51 996 W22 30 804), vegur liggur í suðvestur frá veginum um 1,2 km í Eldvörp þar sem Hitaveitan er búin að bora sína öflugustu holu. Eldvörp er gígaröð, sem stefnir frá Rauðhóli, frá suðvestri í norðaustur.

Sandfellshæð

Sandfellshæð, sandfell, Lágafell og Þórðafell.

Við höldum áfram veginn, förum í gegnum gígaröðina og tökum stefnu á fjall framundan sem heitir Sandfell. Norðan við það er Lágafell og enn norðar Þórðarfell en þar norðvestan við eru Súlur og Stapafell. Þar eru miklar malarnámur.
Þegar gegnum Eldvörpin er komið er sveigt úr vestlægri stefnu í suðvestlæga og ekið niður með hrauninu sem hefur runnið úr Eldvörpum (Eldvarpahraun). Þegar við höfum ekið 2-3 km frá beygjunni höfum við Rauðhól á vinstri hönd og hæð á þá hægri sem heitir Sandfellshæð og er þar mikill gígur sem heitir Sandfellsgígur. Svo þverum við eina af hinum fornu leiðum.

Sýrfell

Sýrfell.

Þessi stígur er úr Junkaragerði og stefnir héðan norður fyrir Rauðhól og þaðan niður að Húsatóftum. Nú erum við farin að sjá stikur, bláar í toppinn en þær marka gönguleið frá Reykjanesi að Þingvallavatni. Næst komum við að þar sem hlið hefur verið sett á veginn (GPS N6350 767 W22 38 303), annað af tveimur í suðurenda vegarins. Alla leiðina hefur vegurinn legið á mosagrónum hraunum, oftast á helluhrauni, en nú hverfur mosinn og við tekur sandur og hraungarðar og erum við nú í Sýrfellshrauni, en sunnar förum við um Stampahraun. Fellið Sýrfell blasir við framundan og við norðurendan þess er hlið. Slóð liggur norður fyrir Sýrfell og suður með því að vestanverðu, en við förum að austanverðu. Komum við þá að dæluskúr og vegamótum (GPS N63 50 200 W22 39 329). Önnur slóðin liggur áfram austan við Rauðhóla inn á veginn til Grindavíkur (GPS N63 49 575 W22 40 431), en hin fer suðurfyrir Sýrfell og niður með Rauðhólum að vestan og endar hún á veginum til Grindavíkur, skammt austan við afleggjarann að Reykjanesvita og Saltverksmiðjunni, sem blasir hér við (GPS N63 49 659 W22 40 487).
Rétt er að ítreka að aka ekki utan slóða og ganga vel um gróður og mannvirki.. Vegalengd: 16-17 km.

Kaldársel – Helgafell – Valahnjúkar – Bláfjallavegur.

Kaldársel

Gengið um Kaldárselssvæðið.

Við kirkjugarðinn í Hafnarfirði er beygt af Reykjanesbraut inn á Kaldárselsveg. Ekið er framhjá húsinu í Kaldárseli í átt að girðingu sem umlykur vatnsból Hafnfirðinga. Við girðinguna er beygt til hægri út á hraunklöpp og ekið yfir Kaldá. Þaðan liggur seinfarinn vegur í hrauni. Farið er um grindarhlið á girðingu (GPS N64 01 257 W 21 52 074) uns komið er að slóð á hægri hönd (GPS N64 01 142 W21 51 691) sem liggur uppá Undirhlíðar.
Undirhlíðar: Slóðin er nokkuð niðurgrafin í brekkunni upp á Undirhlíðarnar og kann að reynast erfið. Betra og skemmtilegra er að koma að eftir línuveginum sem liggur sunnan við Helgafellið (GPS N64 00 240 W21 52 648) og aka þar niður því úsýnið er skemmtilegra þegar ekið er frá suðri til norðurs. En víkjum aftur á slóðina frá Kaldárseli. Þegar ekinn hefur verið skammur spölur er komið að slóð til hægri (GPS N64 01 110 W 21 51 385) sem liggur suður með Helgafelli og í kringum það.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell að handan.

Í kringum Helgafell: Ekin er greiðfær slóð í suður með vesturhlíð Helgafells. Sunnan við Helgafell er komið í hraun og verður leiðin seinfarin um sinn. Síðan liggur slóðin alveg að hlíðinni og verður betri yfirferðar. Komið er að línuvegi (GPS N64 00 231 W 21 51 140) eftir um 2,8 km akstur frá slóðamótum. Með línuveginum til suðurs liggur leið meðal annars vestur á Undirhlíðar (GPS N64 00 240 W21 52 648), en einnig suður á Bláfjallaveg (GPS N63 59 649 W21 53 427). Þangað er um 2,6 km. Sé línuvegurinn á hinn bóginn ekinn til norðurs er komið að keðju (GPS N64 00 812 W21 49 394) sem lokar veginum inn á vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar.
Við ökum ágætan jeppaslóða með fjallinu. Sums staðar þarf að þræða milli stórra steina sem hrunið hafa úr fjallinu. Á móts við skarðið milli Helgafells og Valahnjúka eru slóðamót. Hægt er að loka hringnum í kringum Helgafell með því að fara slóðina upp í skarðið og þaðan vestur á slóðamótin sunnan við fellið. Einnig er hægt að beygja til hægri inn á slóð sem liggur norður fyrir Valahnjúka.

Norður fyrir Valahnjúka.

Valaból

Valaból.

(GPS N64 00 937 W21 50 115). Ekin er slóð til hægri norður fyrir Valahnjúka, þar til komið er að slóðamótum (GPS N64 01 272 W21 49 694). Til hægri liggur leið að grindarhliði (GPS N64 01 351 W21 49 404) á girðingu, sem umlykur höfuðborgarsvæðið, og áfram upp á hæðir í átt að Húsfelli. Komið er að vörðu innundir Húsfelli (GPS N64 01 745 W21 48 391) og er þar staðar numið. Þaðan er ágætt útsýni yfir nánasta umhverfi. Slóð sést liggja norður af hnjúknum að norðrenda Húsfells. Sé hún ekin er fljótlega komið að lyngbrekku. Þar verður slóðin ófær vegna vatnsrofs.
Nú snúum við til baka að slóðamótunum og í leiðinni skoðum við ummerki eftir gömlu þjóðleiðina frá Hafnarfirði í Selvog. Leið þessi var einnig farin í Brennisteinsfjöll, en þangað var sóttur brennisteinn til útflutnings. Fóru þá langar lestir burðarhesta hér um. Frá slóðamótunum höldum við niður með Valahnjúkum uns komið er að afgirtum trjáreit. Valabóli. Í honum er Músahellir. Bandalag íslenskra Farfugla settu á hann hurð og glugga og innréttuðu að einhverju leyti,og notuðu til gistingar. Þeir ræktuðu einnig trjáreitinn Nú er Músahellir því miður í niðurnýðslu. Frá Valabóli er ekið yfir lágan háls vestan í Valahnjúkum og er þá komið á slóð frá Kaldárseli (GPS N64 01 112 2151 360). Vegalengdir eru hér ekki miklar.

Bláfjallavegur – Undirlíðar – Slysadalir – Breiðdalur – Vatnsskarð.

Breiðdalur

Breiðdalur.

Ekið er af Reykjanesbraut við Hafnarfjörð inná Strandgötu og síðan framhjá íþróttamannvirkjunum við Ásvelli og suður Krísuvíkurveg, sem ekinn er þar til komið er að gatnamótum og er þá beygt til vinstri. Á vegvísi stendur Bláfjöll. Ekið er að Undirhlíðum og uppá þær. Hér er mikið malarnám, en utan við það kjarr og jafnvel skógrækt með hlíðunum. Þegar upp er komið liggur slóð af Bláfjallavegi til hægri (suðurs), fyrir ofan Undirhlíðar (GPS N63 59 641 W21 53 434) og liggur hún í Slysadali. Síðan liggur leiðin yfir lágan háls og ofan í Breiðdal sem er svipaður Slysadölum; flatbotna, með grastorfum og leirsléttum og án frárennslis. Ekið er með hlíðum dalanna en ekki á grastorfunum.

Slysadalur

Slysadalur.

Úr Breiðdal er ekið upp hjá Breiðdalshnjúki og er þá komið að slóðamótum og grindarhliði við girðingu höfuðborgarsvæðisins. Leiðin yfir grindarhliðið liggur m.a. í Fagradal, sem skerst inn í Lönguhlíð, sem hér er skammt austan við okkur. Slóð liggur af Fagradalsleiðinni til vinstri norður með girðingunni og síðan með hlíðum Lönguhlíðar. Endar hún á Bláfjallavegi (GPS N63 58 923 W21 50 140). Stuttur spölur er frá girðingarhliðinu að Krísuvíkurvegi innan við Vatnsskarð (GPS N63 57 829 W21 56 425). Vegvísir er á gatnamótunum sem vísar á Breiðdal.
Héðan er hægt að aka hvort sem vill til vinstri til Kleifarvatns eða hægri yfir Vatnsskarð, til baka í átt að Hafnarfirði. Gróðureyðing er hér nokkur, en nú er verið að græða svæðið upp (Gróður í landnámi Ingólfs). Vegalengd frá Bláfjallavegi að Krýsuvíkurvegi er rúmir 4 kílómetrar.

Vesturlandsvegur – Úlfarsfell.

Esja

Esja.

Ef ekið er frá Reykjavík er beygt af Vesturlandsvegi til hægri þegar komið er yfir brúna á Úlfarsá, (Korpu) og ekinn vegur upp hjá Lambhaga (Úlfarfellsvegur). Eftir að ekinn hefur verið dálítill spölur, liggur vegurinn undir raflínu og er þá slóð á vinstri hönd (GPS N64 08201 W21 43 756), sem liggur hjá Leirtjörn og uppundir eggjar Úlfarsfells. Við höldum áfram Úlfarfellsveginn þar til að við höfum trjáreit á hægri hönd, og er þá slóðinn upp á Úlfarsfellið vinstra meginn vegar (GPS N64 08 217 W21 43 299), og stefnir skáhallt frá vegi upp lágan háls. Fljótlega versnar slóðinn, og verður grýttur. Leiðin liggur inn dal og sveigir svo upp brekkur í mörgum sveigum, þar til komið er efst í dalinn.

Úlfarsfell

Úlfarsfell.

Hér eru slóðamót, til vinstri er farið upp nokkuð bratta brekku, fram á vesturbrún fellsins í 291 metra hæð yfir sjávarmáli. Þaðan er mjög skemmtilegt útsýni yfir Reykjavíkursvæðið, og sundin. Hér er varða með vindpoka, og smá grastorfa, sem tyrfð hefur verið. Á grasinu setja flugdrekamenn saman flugdreka sína, og hlaupa síðan fram af fellinu til að svífa niður. Við skulum því ekki aka út á torfuna. Við förum aftur á slóðamótin, og ökum beint áfram upp aflíðandi brekku og komum svo á önnur slóðamót. Til hægri er farið upp á hæsta tind Úlfarfells, 295 metra yfir sjávarmáli Hér uppi er grjótbyrgi síðan hermenn stóðu hér vörð á stríðsárunum (einnig eru slík ummerki í vesturbrún fellsins). Héðan er mikið útsýni og sést héðan betur í austur, og norður, en af vesturbrúninni. Síðan er farið aftur á slóðamótin og nú geta þeir sem eru á breyttum bílum farið slóða austur fyrir hákollinn og niður fellið að austanverðu grýtta og erfiða slóð, sem getur verið blaut neðst, og komið niður hjá Skyggni (Stóra disknum), fjarskiptastöð Símans,og síðan út á Úlfarsfellsveg. Munið að loka hliðum.

Hafravatnsvegur-Hafrahlíð.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.

Ekið er af Hafravatnsvegi við Hafravatn, ómerktan veg skamt austan við Hafravatnsrétt (GPS N64 07 680 W21 38 871). Ekið er upp stutta brekku framhjá sumarbústöðum. Þegar uppá brekkubrúnina er komið er beygt til vinstri inn á slóða sem liggur upp í fellinn (GPS N64 07 692 W21 38 871). Eftir stuttan spöl er komið að slóðamótum (GPS N64 08 028 W21 38 295). Slóðinn sem á vinstri hönd liggur niður í dalkvos, og síða upp brekkur að endurvarpa á brún Hafrahlíðar. Er þar skemmtilegt úsýni. Hinn slóðinn liggur upp að Borgarvatni, sunnan við Reykjaborg. Hjólför liggja útí blauta mýri og hafa hjólin skorið sig niður og myndað ljót sár. Óþarft er að aka þarna, og er stutt að ganga að vatninu. Aka verður sömu leið til baka.

Vesturlandsvegur-Blikdalur.
Slóðar liggja beggja vegna Árskarðsár upp í Blikdal, sem er í vesturenda Esjunnar. Slóðin sunnan ár er þurrari, og er ekið á hann af Vesturlandsvegi af melunum skammt sunnan ár. (GPS N64 15 029 W21 50 045). Fljótlega komum við á slóðamót. Við förum slóðann sem liggur til hægri og komum fljótlega að girðingu, og förum þar í gegnum hlið (GPS N64 16 032 W21 49 776). Við lokum hliðinu á eftir okkur. Slóðinn liggur að hlíðum Esjunnar og sveigist síðan upp brekku og inn yfir Sneiðingakletta og inn á háls, sem gengur norður í dalinn og þar rennur Árskarðsá í gljúfrum og fossum fram úr dalnum. Ekið er inn dalinn eftir grónum skriðum, nálægt árgljúfrunum, og sumstaðar liggur slóðinn nokkuð tæpt fyrir enda gilja sem ganga upp frá gljúfrum Blikdalsár, eins og áin heitir hér inni í dalnum. Svo fer að sjást inn í dalbotninn og er hér líklega besti útsýnisstaðurinn (GPS N64 16 074 W021 48 380).

Blikdalur

Tóft í Blikdal.

Blikdalur er fallegur fjallasalur, hömrum girtur. Að norðanverðu er Lokufjall vestast, með Hestabrekkur niður að á. Svo kemur Selfjall og Leynidalur. Fyrir botni dalsins eru Fossurðir. Þar vestan við að sunnanverðu, eru Skollabrekkur sem eru bakhliðin á Þverfellinu sem við sjáum úr Reykjavík. Síðan er Hrútadalur sem nær upp að Kerhólakambi sem einnig blasir við frá höfuðborgarsvæðinu. Þar vesturaf er fjallið kallað Lág-Esja og lækkar það svo í aflíðandi kambi niður í dalsmynnið. Slóðinn er í grónu landi og er blautur og staksteinóttur. Slóðir geta batnað, ef ferðalangar kasta steinum úr götu sinni, sérstaklega þeim sem geta verið dekkjum og undirvagni bílanna hættulegir. Aka verður sömu leið til baka.

Vesturlandsvegur – Svínaskarð.

Svínaskarð

Svínaskarðsvegur.


Ekið er af vesturlandsvegi (GPS N64 11 690 W21 41 845) af Esjumelum í austur, veg sem liggur hjá skemmum sem meðal annars eru notaðar af Fornbílaklúbbnum, og áfram austur melana, þar til komið er að gatnamótum. Annar vegurinn liggur nánast beint áfram, en hinn beygir til vinstri, og eru vegstikur með honum. Við ökum þann veg framhjá afleggjara að Völlum, og síðan framhjá afleggjara að Norður-Gröf. Næst höfum við veiðihús við Leirvogsá á hægri hönd. Við erum nú í nafnlausum dal á milli Esjunnar og Mosfells og ökum upp með Leirvogsá. að norðanverðu. Svo er ekið yfir Grafará á vaði, og svo liggur leiðinn hjá Þverárkotshálsi. Þegar fyrir hann er komið sést Þverárkot á vinstri hönd.Við ökum þvert yfir eyrar Þverár, yfir hana og komum svo að hliði á girðingu á vinstri hönd. Við förum í gegnum hliðið (GPS N64 12 623 W21 34 819) og ökum slóða sem liggur að nokkrum sumarbústöðum, sem eru dreifðir upp dalinn að austanverðu. Svo komum við að Skarðsá sem kemur úr Svínaskarði, förum yfir hana og framhjá efsta bústaðnum. Versnar nú vegurinn til muna. Leiðin um Svínaskarð var mikið farin áður en bílar komu til sögunar, enda mun styttra að fara Svínaskarð og Reynivallaháls en að fara út fyrir Esju.
Nú á tímum eru það aðallega hestamenn sem fara skarðið á hestum sínum, sér til skemmtunar. Hér er mjög fallegt. Þverárdalurinn hömrum girtur, en austan við hann eru Móskörð, og Móskarðshnjúkar, sem sjást vel frá höfuðborgarsvæðinu, og virðast alltaf vera baðaðir sól. Austan við þá er Svínaskarðið og þar fyrir austan gnæfir Skálafell. Sunnan við það er Stardalshnjúkur. Okkur á hægri hönd eru síðan Haukafjöll. Ekið er yfir nokkur lækjargil, og getur þurft að fara úr bílnum til að laga veg og leggja grjót í verstu skvompurnar.

Svínaskarð

Dys í Svínaskarði.

Þegar upp í skarðið er komið, í 481 metra hæð yfir sjávarmáli, blasir við mikið útsýni til suðurs, og vesturs. Þegar komið er norður á brún skarðsins, sést yfir Svínadalinn, norður um Kjós og Hvalfjörð. Þegar horft er niður í Svínadalinn, sést hvernig slóðinn fer í mörgum hlykkjum niður með giljunum, í snarbratta. Þetta er ekki fýsilegur slóði til að aka bílum eftir, en þó hefur það verið gert, en ekki er mælt með því. Ef menn reyna, og sleppa óskaddaðir niður í Svínadal, er þrautin ekki unnin, því þar taka við mýrar með tilheyrandi bleytum. Betra er að aka sömu leið til baka niður Þverárdal. Hægt er að aka til baka hjá hlaði á Hrafnhólum, yfir brú á Leirvogsá, og síðan hjá Skeggjastöðum í átt að Þingvallavegi. Vegur merktur Tröllafoss liggur til vinstri, og er hægt að aka hann í átt að Tröllafossi og ganga síðan síðasta spölinn að fossinum. Vegalengd um 6 kílómetrar frá hliði og upp í skarð.

Suðurlandsvegur – Selfjall.
Ekið er af Suðurlandsvegi til suðurs við Lækjarbotna við vegvísi sem á stendur Sumarhús (GPS N64 04 847 W21 40 069). Síðan er ekið áfram veginn um Lækjarbotna, þar til komið er að efnisnámum. Þar er beygt til vinstri, og farið á grindahliði í gegnum girðingu (GPS N64 04385 W21 40 771). Síðan er ekið upp með girðingunni að hlíð Selfjalls, og beygt þar til hægri eftir slóða á Selfjall. Þegar upp er komið, taka við dalskvompur með litlum gróðurtorfum og rofabörðum. Slóðir liggja upp á alla toppa fjallsins, og austur í skarð á milli Selfjalls og Sandafells. Úr því skarði má aka eftir línuvegi, til norðurs, á Suðurlandsveg. Ekki er hægt að aka suður á Bláfjallaveg ofan við Undirhlíðar. Er vegurinn lokaður með læstri slá.

Suðurlandsvegur-Bláfjallavegur við Undirhlíðar.

Lækjarbotnar

Vegur ofan Lækjarbotna.

Ekið er af Suðurlandsvegi fyrir ofan Lækjarbotnabrekkuna (Fossvallaklif), afleggjara til suðurs merkur Waldorfskólinn (GPS N64 04 534 W21 38 779) og er þá komið á gamla Suðurlandsveginn. Hann er síðan ekinn í austur Fossvellina, framhjá Fossvallaréttinni, uns komið er að raflínu sem kemur úr norðri og stefnir í skarð á milli Selfjalls og Sandafells. Línuvegur er með raflínunni, og er hann ekinn í suð-vestur í skarðið. Þegar í skarðið er komið, sést slóði sem kemur frá hægri niður brekku í Selfjallinu. Hér er búið að loka línuveginum með slá. Áfram er hægt að ganga línuveginn um hrikalega úfið Hólmshraun. Fjall er á hægri hönd sem heitir Húsfell. Hér hefur veginum verið lokað með slá yfir veginn. Síðan förum við yfir gamla, varðaða leið sem lá úr Hafnarfirði til Selvogs, og er kölluð Selvogsgata. Næst höfum við Valahnjúka á hægri hönd, og síðan Helgafell. Á vinstri hönd eru Strandatorfur og Kaplatóur. Þegar komið er suður fyrir Helgafell, er komið fram á Undirhlíðar. Hér eru slóðamót. Annar slóðinn liggur til suðurs á veg sem liggur af Krísuvíkurvegi til Bláfjalla (GPS N63 59 641 W21 53 434), en hinn slóðinn liggur til norðurs um brúnir Undirhlíða, stirðan veg, og niður að Kaldárseli. Skemmtilegt útsýni er af leiðinni þó ekki liggi hún hátt.

Suðurlandsvegur – Lyklafell – Línuvegur.

Lyklafell

Vegur við Lyklafell.

Ekið er af Suðurlandsvegi til norðurs (GPS N64 04 973 W21 37 785), ómerktan afleggjara austan við Gunnarshólma. Ekið er yfir brú á Hólmsá (Norðurá), framhjá sumarhúsum. Þegar innar dregur versnar vegurinn og verður að jeppaslóða sem leiðir okkur að eyðibýlinu Elliðakoti, sem er hér undir heiðarbrúninni. Áður var þessi bær í alfaraleið, því leiðir lágu hér niður af heiðunum, og sést enn varða á brúninni skammt austan bæjarins. Slóðinn liggur vestur fyrir bæjarrústirnar en sveigist þar upp á heiðarbrúnina. Þegar slóðinn hefur verið ekinn stuttan spöl, komum við að slóðamótum (GPS N64 05 434 W21 37 785). Liggur slóði til vinstri, norður að Selvatni, og á sumarbústaðaveg austan við vatnið. Þessi slóði er erfiður vegna úrrennslis. Við höldum áfram slóðann í austur sem er hér orðin að línuvegi. Slóðinn liggur um gróið land, og er hér blautt í rigningatíð. Síðan hækkar landið og verður slóðinn þá grýttari.

Elliðakot

Elliðakot.

Næst komum við að girðingu og er á henni grindarhlið (GPS N64 05 196 W21 36 380). Hér sjáum við vörður á hinum forna Dyravegi sem lá um Elliðakot til Dyrfjalla, og þaðan í Grafning. Við erum nú líklega á Fossvallaheiði, en Miðdalsheiði er norðan við okkur. Eftir að hafa ekið tæpa fjóra kílómetra frá Suðurlandsveginum, komum við að spennistöð (GPS N64 04 861 W21 34 471), og eru hér þrjár raflínur sem koma úr austri. Ein raflínan sveigir hér í suður,og er góður vegur með henni á Suðurlandsveg (GPS N64 04 241 W21 36 560). Héðan er líka góður línuvegur með raflínunum austur um öxl Lyklafells, og þaðan austur að Húsmúla. Þessi vegur væri fólksbílafær, ef ekki væru árfarvegir Fossvallakvíslar og Lyklafellsár (Engidalsár) á leiðinni. Einnig eru úrrennsli þvert á veginn á nokkrum stöðum. Svo liggur vegurinn inn í hraun, og um það þar til komið er austur undir Húsmúla. Hér er vegur til hægri út á gamla Suðurlandsveginn. (GPS N64 03 777 W21 27 963).

Draugatjörn

Draugatjörn – rétt.

Nokkrir afleggjarar eru af línuveginum á gamla Suðurlandsveginn austar. Svo liggur línuvegurinn framaf hrauninu og erum við þá komin á enda hans (GPS N64 02 957 W21 24 535). Á vinstri hönd er Húsmúlinn, en nær sést tóft sæluhússins sem Húsmúlinn á að draga nafn sitt af. Vestan við tætturnar er Draugatjörn. Grjótgarðar hafa verið hlaðnir í kring um tjörnina, en lítil rétt er í hraunjaðrinum. Þar vestur af eru vörður sem vísa veg um Bolavelli á Dyraveg, og á Mosfellsheiði. Í austur sést Hengillinn ofan við Húsmúlann. Þar austur af er Sleggjubeinsdalur, Skarðsmýrarfjall, og síðan Hellisskarð á milli Skarðsmýrarfjalls og Stóra Reykjafells. Vestanundir Hellisskarði stóð gistihúsið Kolviðarhóll. Gamla þjóðleiðin um Hellisheiði lá um skarðið, og þar upp sjáum við raflínurnar hverfa. Vegalengd um 16 kílómetrar frá Suðurlandsvegi.

Suðurlandsvegur – Jósefsdalur.

Ólafsskarð

Vegur um Ólafsskarð.

Ekið er af Suðurlandsvegi á móti Litlu Kaffistofunni (GPS N64 03 467 W 21 30 882), eftir gamla Suðurlandsveginum þar til komið er að afleggjara til vinstri (GPS N64 03 391 W21 30 886). Leiðin liggur nú í átt að Blákolli og Sauðadalahnjúkum, en sveigir síðan upp í skarð á milli Sauðadalahnjúka og Vífilsfells. Úr skarðin er oft gengið á Vífilsfell. Svo opnast útsýni inn í dalinn og fjöllin sem umliggja hann, Sauðdalahnjúkar til austurs, síðan Ólafsskarðshnjúkar, en Vífilsfell að vestan. Í Jósefsdal er oft mikill snjór að vetrum. Var þar byggður skíðaskáli árið 1936 af skíðadeild Ármanns. Skálinn var svo rifinn upp úr 1970 eftir að Ármenningar færðu sig í Bláfjöllin. Þjóðsaga er um nafn dalsins, og er hún um Jósef sem bjó í dalnum. Bær hans á að hafa sokið í jörð vegna þess hve hann blótaði óskaplega. Aka verður sömu leið til baka.

Suðurlandsvegur – Leiti.
Ekið er eftir Suðurlandsvegi framhjá Litlu Kaffistofunni, áfram upp Draugahlíðabrekkuna (sem er brekkan fyrir ofan Litlu Kaffistofuna), uns komið er á móts við nokkuð háan hnjúk á hægri hönd sem heitir Blákollur.. (GPS N64 02 655 W21 27 874) Ekið er frá þjóðveginum í suður að norðausturhorni Blákolls og austan með hlíðum hans í suður. Í austur sjáum við Lambafellshnjúk og Lambafell. Sunnar og nær í hrauninu er gígur, Nyrðri Eldborg.(GPS N64 01 468 W21 29 825) Þaðan er Kristnitökuhraun talið hafa runnið árið 1000. Það hefur verið tekið efni úr henni og er svöðusár eftir. Slóði liggur héðan að Eldborg (GPS N64 02 020 W21 29 100), en austan við hann er hrauntröð. Við höldum okkur við hlíðina og eftir að Blákoll sleppir, höfum við Sauðadalahnjúka okkur á hægri hönd.

Ólafsskarð

Ólafsskarð.

Þegar þeim sleppir erum við komin að Ólafsskarði, kennt við Ólaf bryta í Skálholti sem sögur eru til um. Hér liggur gömul þjóðleið upp úr Jósefsdal, nefnd Ólafsskarðsvegur og við fylgjum honum nokkurn veginn fyrst um sinn. Hér er skáli (kallaður Skæruliðaskálinn). Áfram höldum við og höfum nú Ólafsskarðshnjúka á hægri hönd. Þegar þeim sleppir, förum við með austurhlíðum Bláfjalla, og komum að þar sem er eins og svolítið horn út frá fjöllunum. Þetta er eldgígur sem heitir Leiti og er Leitahraun þaðan runnið. Það er talið hafa runnið niður í Elliðavog í Reykjavík. Skammt austar í hrauninu er annar gígur, Syðri Eldborg, óspjölluð og fögur. Í suðri er stakt fell nærri Bláfjöllum, sem heitir Fjallið Eina. Svolítið austar er Rauðhóll og þar suðuraf er stórt fjall sem heitir Geitafell en austar er Sandfell út við Þrengslaveg. Hér endar slóðinn og verður að fara sömu leið til baka.

Suðurlandsvegur – Milli Hrauns og Hlíða.

Orrustuhraun

Rétt undir Orrustuhrauni.

Ekið er af Suðurlandsvegi, veg til norðurs skammt fyrir ofan Skíðaskálann í Hveradölum (GPS N64 01 128 W21 22 866). Einnig er hægt að fara inn afleggjaran á Skíðaskálanum í Hveradölum og áfram inná gamla veginn upp með Stóra Reykjafelli í austur að fyrnefndum vegi. Síðan er ekið á gamla Hellisheiðarveginum austur með ás sem gengur austur frá Stóra Reykjafelli. Hér er svokölluð Flengingarbrekka. Þegar komið er austur fyrir ásinn er beygt inn á slóða í norður og farið upp brekkur. Þegar upp er komið er sveigt í vestur inn fyrir gíghóla sem mikið efni hefur verið tekið úr. Síðan er sveigt til norðurs og farið þvert fyrir Hellisskarð að Skarðsmýrarfjalli. Síðan er ekið með hlíðum Skarðsmýrarfjalls í austurátt. Ekið er framhjá nokkrum skíðaskálum. Leið þessi er kölluð vegurinn milli hrauns og hlíða. Brátt er komið að hálsi sem gengur austur úr hlíðinni og skiptast þar leiðir.
Innstidalur: Til vinstri er farið ef fara á í Innstadal. Er þá farið inn með hlíðinni fyrir ofan svokölluð Þrengsli í Miðdal. Tveir skálar eru hér, báðir læstir og í einkaeigu. Jarðhiti er í dalnum og fyrir ofan innri skálann er einn öflugasti gufuhver landsins. Við hann hafa menn baðað sig í volgum læk. Varasamt er að ferðast um hverasvæði þegar snjór er yfir, því hitinn hefur brætt stórar hvelfingar í snjóinn, þó ekki sjáist það á yfirborðinu og skænið ber jafnvel ekki gangandi mann. Dalurinn er alveg afluktur nema þar sem við ókum inn í hann, en þó er annað skarð suðvestur ur honum sem heitir Sleggjubeinsskarð. Hægt er að aka fram í skarðið og er þaðan mikið útsýni á björtum degi. Mjög bratt er niður úr skarðinu og ekki fært nema gangandi manni. Aka verður sömu leið úr dalnum til baka.
Að Hengladalsá: Ef haldið er áfram frá þeim stað sem leiðir skiptust er ekin slóði á milli Hengilsins og Litla Skarðsmýrarfjalls, um Fremstadal að Hengladalsá. Hægt er að fara niður með ánni að slóða sem hefur verið ruddur í gegnum hraun sem Orustuhólshraun nefnist. Áður en komið er að slóðanum í hrauninu er farið undir rafmagnslínu. Þegar út úr hrauninu er komið, er komið að Suðurlandsvegi skammt fyrir ofan Kamba.

Reykjadalur

Reykjadalur – Klambragil.

Að Klömbrugili og Ölkelduhálsi: Ef farið er beint yfir Hengladalsá er ekinn ógreinilegur og grýttur slóði upp nokkkuð bratta en stutta brekku,sem heitir Svínahlíð. Er upp er komið erum við á lágri heiði sem heitir Bitra. Framundan er rafmagnslínan sem áður er getið. Ef farið er beint áfram undir línuna er komið að efstu drögum Reykjadals. Gil gengur þar í norðvesturátt sem heitir Klömbrugil. Greinileg gata er á einstigi niður í gilið. Mikill jarðhiti er í gilinu og Reykjadalnum. Reykjadalsá er hér volg og baðar fólk sig stundum í henni. Skáli er efst í Reykjadal ætlaður göngufólki, og eru hér merktar gönguleiðir um Grafningsfjöll. Ef farið er norður veg með rafmagnslínunni í átt að Ölkelduhálsi er komið að lokunum sem Orkuveita Reykjavíkur hefur sett á veginn sem er með línunni. Mikill jarðhiti er í Ölkelduhálsi, og þar um kring er hættulegt svæði þegar snjór er á jörðu. Til baka er hægt að aka línuveginn og stefna síðan yfir Hengladalsá á móts við slóðann í hrauninu.

Suðurlandsvegur – Grafningsháls.

Grafningsháls

Grafningsháls.

Ekið er af Suðurlandsvegi við bæinn Gljúfurholt í Ölfusi í norður. Þegar komið er innundir fjöllin er Sogn á vinstri hönd, síðan er farið yfir Gljúfurá framhjá bænum Gljúfri. Svo liggur vegurinn uppá mel innundir krikanum við Ingólfsfjall. Hér er beygt til norðurs upp melinn í gegnum hlið á girðingu hjá raflínu sem kemur norðan af Grafningshálsi. Slóðin liggur upp melinn á milli tveggja áa Hvammsá austan við og Æðargil að vestan. Slóðin svegir síðan niður að Æðargilinu og eftir því um Djúpgrafning á Grafningsháls (Einnig er hægt að fara með raflínunni um Kallbak)og erum við þá á vatnaskilum. Síðan liggur leiðin niður að norðan verðu á veg við bæinn Stóra-Háls í Grafningi. Vegalengd 7-8 kílómetrar frá vegi við hliðið og á veg í Grafningi.

Þorlákshöfn – Nes í Selvogi.

Nessel

Nessel.

Ekið er í gegnum þorpið í Þorlákshöfn, eftir aðalgötunni Óseyrarbraut til enda. Síðan beygt til vinstri inn á Egilsbraut og til vinstri eftir Hafnarbergi, framhjá sundlauginni að fiskeldisstöð sem stendur niður við sjóinn. Ekið er þar um hlað inn á slóða sem liggur vestur með ströndinni. (Skammt ofan við fiskeldið er upphleyptur vegur sem ætla mætti að væri upphaf að slóðanum en svo er ekki). Slóðinn verður ógreinilegri eftir því sem vestar er haldið og sumstaðar er rétt að stoppa og skoða framhaldið til að gera ekki marga slóða. Slóðinn liggur mjög nálægt sjónum á nokkuð grónu landi. Örnefni eru nokkur. Keflavík austast, Háaleiti, Viðarhellir við Bjarnarvík, Strákahæðir. Slóðinn verður greinilegri eftir að vestar dregur að Nesvita. Síðan liggur leiðin um land Ness og þaðan upp á Krísuvíkurveg. Veglengd um 20 kílómetrar.

Þrengslavegur – inn með Litla-Meitli að Eldborg.

Eldborg

Eldborg í Þrengslum.

Ekið er af Þrengslavegi í austur við suðurhorn Litla-Meitils (GPS N63 57 721 W21 27 046) í gegn um dálítitlar malarnámur, og síðan milli hrauns og hlíða. Eftir að hafa ekið dálítinn spotta komum við að trjáreit. Hér girti og plantaði Einar Ólafsson sem lengi vann í Rafgeymaþjónustunni Pólum, barrtrjám og Birki. Girðingaefni og plöntur bar hann á sjálfum sér frá þjóðveginum því engan bíl átti hann. Við ökum nú í norð-austur inn með hlíðinni og komum á töluvert víðáttumiklar grassléttur. Síðan liggur slóðinn austur fyrir Litla-Meitil og við blasir Eldborg og ástæða slóðans. Hér eru efnisnámur en langt virðist vera síðan þær voru í notkun. Menn hafa verið að aka á Eldborgina og er slóði þar upp. Æskilegra væri að menn gengju þar upp og virtu fyrir sér útsýnið. Í vestur sést Litli-Meitill þar norðanvið er Stóri-Meitill síðan er Lágskarð. Austan við Lágskarðið er Stóra-Sandfell. Sunnan við það er Sanddalur og Sanddalahlíðar og loks Langahlíð. Forn þjóðleið, Lágskarðsleið, var upp með Lönguhlíð norður um Lágskarð í átt að Kolviðarhól og fer Suðurlandsvegur yfir götuna neðst í Hveradalabrekkunni. Aka verður sömu leið til baka. Vegalengd 3-4 kílómetrar.

Gamli vegurinn yfir Hellisheiði – Núpafjall.

Þrengsli

Í Þrengslum.

Ekið er af veginum yfir Hellisheiði til suðurs skömmu eftir að komið er upp fyrir Hveradalabrekkuna (Skíðaskálabrekkuna) (GPS N64 01 113 W21 21 603) inná gamla veginn yfir Hellsheiði við Smiðjulaut. Síðan er ekið eftir honum rúma 5 kílómetra þar til komið er að vegamótum. Er þá tekinn vegurinn til hægri stuttan spöl. Það er líklega eldri vegur, yfir Hellisheiði sem lá suður fyrir Urðarás (Hurðarás?).Síðan er beygt inn á veg frá stríðsárunum. Sem liggur til hægri upp á lágt fjall sem heitir Núpafjall (GPS N64 00 385 W21 15 150). Núpafjall stendur á hálendisbrúninni fyrir ofan Ölfusið 313 metra yfir sjávarmáli, en rís einungis um 50 metra yfir heiðina og er því mun myndarlegra austan frá séð og mikill útsýnisstaður. Fljótlega er komið að vegamótum. Liggur vegur til hægri en rofnar fljótlega og er þar alveg ófært. Vegur þessi lá vestur af fjallinu, niður í dalkvos. Sjást þar leifar af mörgum byggingum. Þarna var herkampur á stríðsárunum. Hermennirnir höfðu eftirlit með veginum yfir Hellisheiði en á fjallinu voru loftvarnabyssur til að verja flugvöllinn í Kaldaðarnesi. Ef haldið er áfram veginn suður fjallið, endar hann í grösugri kvos sunnan undir því, en hjólför liggja fram á brúnir í grónu hrauni. Aka verður sömu leið til baka af Núpafjalli, en síðan er hægt að aka gamla veginn um Kamba. Ef menn kæra sig ekki um það, er hægt að fara inn á veginn sem liggur um Urðarhálsinn og er þá afleggjari í norður (GPS N64 00 461 W21 15 304) sem endar hann á malbikaða veginum um Hellisheiði (GPS N64 00 774 W21 15 377).

Gamli Þingvallavegurinn á Mosfellsheiði 1890 – 1930.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn.

Ekið er austur Suðurlandsveg frá Reykjavík og beygt til norðurs hjá Geithálsi og sem leið liggur áfram hjá vegvísi Hafravatnsvegar á vinstri hönd og upp brekkur með Krókatjörn á vinstri hönd. Þegar komið er uppá heiðarbrúnina er afleggjari á vinstri hönd og skilti þar sem á stendur Reiðvegur og annað skilti sem sýnir að vegurinn er botnlangi (GPS N64 06 460 W21 37 016). Svo er þó ekki því hér er um gamla Þingvallaveginn að ræða, skemmtilega leið en grýtta og torfarna.
Vegurinn var lagður á árunum 1890 – 1896, í upphafi sem reið- og hestvagnavegur en síðar sem bílvegur, eða allt frá 1913 til 1930. Þá var nýr Þingvallavegur lagður upp úr Mosfellsdal. Þá var hætt að halda gamla veginum við, sem er mikil synd, því þetta er mjög víðsýn og falleg leið. Þessi gamla leið til Þingvalla er greiðfær til að byrja með enda allnokkuð ekinn af sumarbústaðaeigendum og liggja afleggjarar því víða af honum.
Við ökum með brúnum Seljadals og sjáum hinum megin dalsins, þ.e. norðan við hann, fellabálk mikinn sem heitir ýmsum nöfnum Austasti hluti hans og sá hæsti heitir Grímannsfell. Svo komum við að hliði (GPS N64 06 976 W21 34 694) á girðingu. Þetta er girðing í kringum höfuðborgarsvæðið og verður að passa vel að loka því á eftir sér. Nú fer vegurinn að versna, verður grýttur og varla fær nema breyttum jeppum. Fallegar vörður hafa verið hlaðnar með veginum og vatnsræsi hlaðin úr hellugrjóti og þarf að krækja fyrir þau. Steinar með kílómetratölum standa við veginn með fimm kílómetra millibili. Við veginn stóð veitingahús í eina tíð og sæluhús nokkru norðar á heiðinni. Þegar norðar dregur komum við að raflínu. Nú batnar vegurinn á ný enda þjónar hann hér eftir sem línuvegur.

Þingvallavegur

Brú á Gamla Þingvallaveginum.

Svo komum við að árfarvegi og er brú (GPS N64 08 963 W21 34 694) á honum með steinstólpum á öllum hornum. Brúargólfið hefur verið endurnýjað því brúin er hluti línuvegarins.
Þar sem vegurinn liggur hæst um heiðina, um 300 metra hæð yfir sjávarmáli, er Grímannsfell vestan við okkur og Borgarhólar austan vegar og liggur þangað ógreinileg slóð frá veginum. Borgarhólar er leifar gíga, sem Mosfellsheiðin er upprunnin úr og eru þeir hæsti hluti heiðarinnar. Hæst er Borg, 410 metra yfir sjávarmáli. Sjálfsagt er að ganga á Borgarhóla og njóta útsýnisins og er gott að hafa landakort meðferðis. Við snúum til baka út á veginn og erum stödd á Háamel. Nú fer heiðinni að halla norður af og er hér gott úsýni. Athygli vekur hve vegurinn er beinn, varla hlykkur á nema þar sem nauðsyn ber til.

Þingvallavegurinn gamli

Sæluhúsatóft við gamla Þingvallaveginn.

Brunntorfuskjól
Skoðaðar voru tvær varðaðar leiðir um Brunatorfur (Brundtorfur/Brunntorfur), annars vegar frá Þorbjarnarstaðaborginni á suðausturjarðri Háabruna (frá vörðu á háhæðinni austan borgarinnar) og yfir að stórri vörðu við Stórhöfðastíg, og hins vegar frá henni eftir vörðum í gegnum Brunatorfur, að brún Háabruna norðaustan fjárborgarinnar og með henni inn á Stórhöfðastíg. Þarna virðist vera um að ræða varðaðar leiðir í svo til beina stefnu upp á Stórhöfðastíg þar sem hann stefnir að Fjallgjá.

Þorbjarnarstaðaborg

Frá þriðju vörðu ofan við borgina að vestanverðu er vörðuð leið beint upp á Hrauntungustíg við Fornasel. Tvær vörður eru hlið við hlið ofan vörðu á brún Brunatorfanna. Í þeim eru járnstaurar, líklega landamerki Straums og Áss. Nafn torfanna er augljóst. Í þeim eru víða grasbollar í annars grónu hrauninu, rétt sunnan Brunans og austan Háabruna. FERLIR fann fyrir nokkrum árum (fyrir tíma GPS-tækja) hlaðið fjárskjól ofan við Brunatorfur, en það hefur ekki endurfundist þrátt fyrir leit. Hleðslan, sem var fyrir löngum skúta undir klettabrún, var u.þ.b. mannhæðar há, ca. sjö metra breið og sneri mót norðvestri. Að þessu sinni fannst þó gróið aðhald undir klapparhæð með góðum grasgróningum allt í kring.
Þegar gengið var frá þorbjarnarstaðaborginni og yfir hæðina er varða fremst á henni. Fjárborgin var hlaðin af börnunum á Þorbjarnarstöðum um aldamótin 1900. Líklega hefur hún átt að verða topphlaðin, líkt og Djúpudalaborgin í Selvogi, en þaðan var einmitt faðir þeirra ættaður (Þorkell Árnason frá Guðnabæ í Selvogi. Móðirin var Ingveldur Jónsdóttir, Guðmundssonar, hreppstjóra á Setbergi, Jónssonar hins fjárglögga frá Álfstöðum á Skeiðum (Haukadal og Tortu). Bróðir hans bjó á undan þeim á Þorbjarnarstöðum). Lagið á fjárborginni bendir til þess. Sjá má helluhrauka við borgina og miðgarðurinn í henni hefur líkleg átt að vera stuðningur undir mitt þakið. Hætt hefur verið við hleðsluna af einhverjum ástæðum í miðjum klíðum. Hún hefur að öllum líkindum ekki verið notuð fyrir fé því ekki er gróið í kringum hana. Hún gæti hins vegar verið ferða- og leitarmönnum gott skjól og þess vegna hafi leiðin að henni verið vörðuð. Aðgengilegt er að ganga niður og norður með brún Háabruna inn á Hrauntungustíg eða áfram niður Gerðarstíg.

Við þriðju vörðu greinist leiðin, annars vegar til suðvesturs og hins vegar til suðausturs, að lykkju á Stórhöfðastíg um Brunatorfur, sem líst verður á eftir. Þá liggur vörðuð leið þaðan upp í Almenning að Fornaseli þar sem hún sameinast Hrauntungustíg.
Vörðunum á vesturleiðinni (til suðausturs) var fylgt áfram. Hún endaði við stóra vörðu á Stórhöfðastíg. Gengið var m.a. framhjá Brunatorfuhella (Brundtorfuhella/Brunntorfuhella), sem eru fyrrum sauðahellar Hraunamanna. Þeir eru í einu jarðfalli. Í því eru hlaðnir gangar er leiddu féð í tvö skjól. Hellarnir eru vandfundir. Stórhöfðastígurinn hefur valdið mörgum miklum heilabrotum því menn virðast vera tala um fleiri en einn stíg þegar komið er upp fyrir hornið á skógræktargirðingunni. Ólafur Þorvaldsson lýsir þeim hluta svona: „Þegar suður úr brunanum kemur liggur stígurinn upp með suðvesturbrún hans og fylgir maður brunanum þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum sem farið er þá að nálgast. Úr því liggur stígurinn meira til suðurs þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðaveginn, skammt suður af Sandfellsklofa.“

Þá var vörðum fylgt til norðvesturs um Brunatorfur. Sú varaða leið liggur beint niður í Brunatorfur. Á leiðinni voru fyrir tvær vörður, hlið við hlið. Loks var lítil varða á hæð sunnan brúnar Háabruna og önnur inn á brunanum. Háibruni er þakin þykkum mosa (rann 1151) og erfiður yfirferðar. Leiðin beygir hins vegar austur með hraunbrúininni og inn á Stórhöfðastíg. Reyndar er búið að fjarlægja síðasta spölinn með námugreftri. Þarna virðist vera enn einn angi Stórhöfðastígsins, en hann er jafnvel greiðfærari en sá efri.
Þarna virðast vera styttingar, annars vegar niður í Þorbjarnastaðaborg og hins vegar inn á Stórhöfðastíginn. Greina má götur á stöku stað milli varða, en mosinn er víða kominn yfir þær eða búið að planta trjám því svæðið er innan umráða Skógræktar ríkisins. Það er í raun ágætt dæmi hversu varlega þarf að fara þegar trjám er plantað á gömul minjasvæði.
Ásbjörn „garpur“ hefur gert vörðukort af Almenningi. Á því má sjá að hinar gömlu leiðir eru merktar ónákvæmt inn á kort. Ef vörðum er hins vegar fylgt má vel sjá hvernig leiðir hafa legið um Almenning sem og hvernig varðaðir stígar hafa víða legið á milli þeirra.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnarstaðaborg.

Fáni
Gengið var um hinn óaðgengilegustu hluta Krýsuvíkur, skv. fréttalýsingum a.m.k.

Arnarfell

Í Arnarfelli.

Haldið var austur eftir vörslugarðinum við Krýsuvíkurbæina undir Bæjarfelli, framhjá Ræningjahól og tóftum Suðurkots og áleiðis yfir að Arnarfelli.
Fljótlega kom í ljós að starfsmaður Fornleifaverndar ríkisins hafði farið um svæðið og rekið niður áberandi hæla þar sem vænta mátti fornleifa. En alls ekki við þær allar, eins og í ljós kom á göngunni.
Vörslugarðurinn hafði verið markaður sem og hluti af tóftum Arnarfellsbæjarins. Gömlu tóftirnar voru enn óafmarkaðar. Brunnurinn hafði loks fengið náð starfsmannsins og nú loksins komist á blað fornleifaskráningarinnar. Hins vegar voru báðar vörðurnar ómerktar. FERLIR mun á næstunni merkja 9 minjar til viðbótar á svæðinu, sem horft hefur verið framhjá.
Gengið var upp á Arnarfellið að sunnanverðu. Táknrænt mátti þykta að á steini við brún fellsins lá hvítskeljuð hauskúpa kindar. Var eins og hún vildi minna á tilvist sína í þessu táknræna bústetulandslagi langs tíma aftur í aldir. En því miður virðast fáir nútímamenn þess umkomnir að skilja slíkt.

Arnarfell

Búðir kvikmyndafólks við Arnarfell.

Undir fellsbrúninni voru útihúsatóftir merktar, en helliskúti í fornleifaskránni fékk að vera ómerktur. Í honum eru hellaristur, sem skoða þyrfti nánar. Framan við hann eru hleðslur.
Uppi á Arnarfelli var Eiríksvarðan merkt tveimur stikum, en arnarhreiðrið ekki. Önnur stikan var því færð að hreiðrinu forna – svona til að spara sérfræðingum sporin.
Efst á fellinu var staldrað við og horft yfir sviðið. Jarðýta hafði rutt móann næst þjóðveginum. Þar á víst að reisa hljólhýsabúðir fyrir væntanlega útlendinga. Heyrst hafði í samtali að von væri á þremur fullhlöðnum skipum til landsins með hinn ýmsa búnað, s.s. tæki og tól. FERLIR mun fylgjast með upptökunum.

Arnarfell

Arnarfell – tjaldbúðir.

Þá hvíslaði fugl því að einhverjum að nýlega hefðu komið nýmóðins tæki með flugi til landsins er m.a.s. embættismenn töldu sig þurfa að gæta að. Öllu var komið í „örugga“ geymslu á tilteknum stað.
Hvað sem framangreindu líður hafa FERLIRsfélaga einungis áhuga á umhverfinu, minjum og sögu svæðsins. Flaggað var að því tilefni á arnarhreiðrinu á toppi Arnarfells með útsýni yfir Arnarfellsvatnið, er iðaði að fuglalífi þessa kvöldstund. Reyndar eru arnarlauparnir tveir á fellinu.
Haldið var niður Arnarfellið að austanverðu.

Stínuskúti

Stínuskúti.

Þar var kominn kaðall fyrir fótalúna, en vanir gengu niður um „klofið“ og beina leið niður í Stínuskúta. Þar er um að ræða fallegt fjárskjól með útsýni yfir suðausturhluta svæðisns. Því hefur verið haldið fram að engar fornleifar væru á því svæði, en það er rangt. Beint þarna neðan af er t.d. gróið hlaðið skjól undir kletti. Skammt vestar er stekkur. Gömul leið lá með lækjarfarvegi austur yfir heiðina. Yfir hana á að leggja veg.
Skoðað var rask jarðýtunnar við þjóðveginn. Það er orðið allnokkurt, en án efa mun það verða fært í samt lag á ný. Gamla þjóðleiðin liggur fast við mörkin, sem nú er verið að raska. Hún var merkt með steinum, svo fornleifafræðingar gætu komið auga á hana.
Gengið var að kömrum, sem öryggisvörður gætti. Hann virtist vakna við vondan draum þegar FERLIRsfélagar buðu gott kvöld að góðra manna sið. Sagðist hann einungis vera að gæta að jarðvegsdúk, sem þarna væri, en kamranir væru opnir öllum, gangandi sem akandi.

Fáni

Flaggað var við Eiríksvörðu á Arnarfelli á meðan á tökum „Flag of ours Fathers“ stóð.

Frá vörslustaðnum sást til fólks vera á ganga á Arnarfell, Líklegt er að þannig muni það verða á næstunni – hvað sem kvikmyndatökum áhrærir.
Í viðtali við öryggisvörðinn kom í ljós að glussarör í jarðýtunni hafði brostið um morguninn af óskiljanlegum ástæðum. Vildu menn jafnvel rekja það til álagasteins, sem reynt hafði verið að færa úr stað. Hann myndi nú fá að vera í friði. Hvorki virðast menn, skv. þessu, hafa tengt atburðinn grafhelginni í Krýsuvíkurkirkjugarði né Gullskinnu séra Eiríks frá Vogsósum. Líklegt má telja að ýmislegt óvænt, skrýtið og jafnvel óútskýranlegt, muni koma koma upp á á svæðinu á næstu dögum og vikum, en vonandi mun það þó allt ganga óhappalaust fyrir sig.

Arnarfell

FERLIRsfélagar í herbúðunum Eastwoods við Arnarfell.

Öryggisverðinum á 12 tíma vöktum virtist leiðast að þurfa að gæta öryggis jarðvegsdúksins, sem örugglega fáir virðast hafa áhuga á að færa úr stað. Hann virtist hins vegar engan áhuga hafa á ferðum fólks um svæðið, enda óheimilt, skv. fornum, en gildandi, lögum, að meina fólki för um land.
Öryggisvörðurinn hafði á orði að góður peningur hafi fengist fyrir gæsluna. Fyrirtækið geymi sprengiefnið, sem nota á á tilteknum stað, og fengið gæsluna sem ábót. Auðvitað virðist þetta sjálfsögð áhrifavirkun á atvinnumál svæðisins – svona í fljótu bragði. Jafnvel formaður einna ferðamálasamtaka svæðisns varð sleginn blindu þegar einhverjum peningaseðlum var veifað framan í hann á kostnað umhverfisins. Slíkt viðhorf hryggir marga, en eru þó skiljanleg.

Arnarfell

Byssubyrgi í Arnarfelli.

Í göngunni var bæði það auglósa og það nærtækasta skoðað. Auk sögulegra minja, jarðfræðiáhugaverðra fyrirbæra og náttúrueinkenna svæðisins var gefinn gaumur af fugla- og dýralífi þess. Víða mátti, með góðri yfirlegu og tíma, sjá fugla á hreiðrum. T.d. var tekið hús að þúfutillingi þar sem hann hafi verpt, sennilega öðru sinni, fimm eggjum undir þúfu. Lóan lá enn á eggjum sínum, en væntanlega munu ungarnir kúra sig um sinn undir börðum og bökkum, þ.e.a.s. ef jarðýtan sér ekki um að allur lífstilbúningurinn hafi verið tilgangslaus. Blindir menn á náttúruna og umhverfið sjá ekki slíka hluti – því miður.
Jarðýtur fóru síðast um þetta svæði árin 1944, þegar vegurinn var ruddur austur að Herdísarvík, og þegar þjóðminjavörður fyrirskipaði að rústir Krýsuvíkurbæjarins skyldu jafnaðar við jörðu. Fáum hefur orðið jafn mikil eftirsjá eftir litlu. Í rauninni er sorglegt til þess að vita hversu nútímamaðurinn, með ásókn sinni í sýndarveruleikann, er orðinn fjarlægur raunveruleikanum. Ástæða er til að hvetja áhugsamt fólk til að nota tækifærið og ganga á Arnarfell á næstunni, skoða minjarnar og virða fyrir sér umhverfið, sem er óvíða fagurrra hér á landi.
Frá fellinu má vel sjá yfir að Eldey, út með Stóru-Eldborg, upp yfir Vegghamra og Geitahlíð, upp yfir Rauðuskriður og í hinar stórbrotnu hraunár vestan við Geitarhlíð. Auk þess má af Arnarfelli, með lítilli fyrirhöfn, virða fyrir sér nær allt nærumhverfi Krýsuvíkur.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Arnarfell

Arnarfell.

Kistufell

Eftir ferð FERLIRs upp í Brennisteinsfjöll um Fagradal á dögunum kom í ljós að hellarás sú, sem skoðuð var í leiðinni, gæti verið með þeim lengstu á landinu, eða u.þ.b. tveggja til þriggja km löng.
Enn og aftur var haldið eftir gömlu götunni í vestanverðum Fagradal, gengið upp hraunsneiðinginn innst í dalnum og upp á brún hans að vestanverðu. Með í för var Björn Símonarson frá Hellarannsóknarfélaginu, en hann var einmitt með í för hóps er fann og rannsakaði efsta hluta hellakerfis Kistuhraunshellanna árið 2002. Hópurinn skoðaði þá op og rásir næst Kistugígnum, en fylgdi ekki rásinni niður Kistuhraunið, enda ekki hægt að gera allt á einum degi þegar Brennisteinsfjöllin eru annars vegar. Þá bættist við í hópinn Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfiskseturs Íslands og útvörður Grindvíkinga ásamt húsfrú þarna á ystu mörkum bæjarfélagsins. Þarna er vel fylgst með öllu – utan sem innan.
Haldið var eftir götu austur með sunnanverðri brúninni uns komið var inn í slétt ómosavaxið helluhraun. Jón Jónsson, jarðfræðingur nefndi þetta hraun Kistuhraun, en þessi hluti þess hefur einnig verið nefnt Breiðdalshraun því endi þess rann niður að Breiðdal um Fagradal. Líkt og áður var haldið upp eftir sléttu helluhrauninu. Það hefur runnið að Kistufellshrauninu að austanverðu, en vestan þess hefur Eldborgarhraun runnið að því. Undir því er eldra Eldborgarhraun úr hinni eiginlegu ELDBORG Brennisteinsfjallanna. Sú eldborg er skammt norðan þeirrar eldborgar er hæst stendur á hryggnum og sést víðast hvar frá.
Nú sem fyrr var haldið lengra til vesturs að Eldborgarhraunskantinum. Þegar upp á neðstu brún hraunsins var komið, þriðjungi leiðarinnar ófarinnar, birtist skyndilega Brennisteinsfjallsgarðurinn framundan; Vörufell vestast, Eldborgir, Kista og Kisturfells austast. Enn austar mátti sjá Hvirfil, hæstu brún fjallgarðsins. Fögur sjón í stórkostlegu veðri. Frá þessum stað má virða fyrir sér flest þau kennileiti er prýða norðanverð Fjöllin.
Eftir göngu upp slétt helluhraunið kom neðsta opið á rásinni, sem ætla mætti að gæti verið samfelld rás ofan frá vestari gíg Kistu.
Byrjað var þó að kíkja inn í stutta, en heila, rásina skammt ofar. Þar inni í henni var box það sem áður var, í fyrri ferð, barið augum. Í því voru nokkrir númeraðir trékubbar og tveir tússpennar. Bamburstafur lá þar hjá ásamt grænni þríhyrndri veifu. Þrjár þunnar tréfjallir með áletrunum stóðu þar hjá. Svo virtist sem þar hafi þeir, eða þau, er þangað rötuðu, að skrifa númer og nafn sitt til staðfestingar einhverju. Líklega eru þetta leifar af ratleik skáta frá fyrri tíð, sem af einhverri ástæðu hefur dagað þarna uppi. Þessi hluti rásarinnar er heilleg og vel manngang. Utan í veggjum er dropsteinar.
Skammt neðar eru gróin jarðföll í rásinni. Beggja vegna í henni eru hliðarrásir; sú vestari u.þ.b. 10 metra löng og sú eystri u.þ.b. 50 metra löng.
Rásinni var fylgt niður á við til að byrja með. Við neðsta opið er rásin tvískipt, en hún rennur saman í eina um 100 metrum neðar. Í báðum hlutunum eru fallegir dropsteinar og hraunstrá og loftum. Eystri rásin greinist í tvennt. Efri hlutinn er þakinn dropsteinum svo ekki verður komist þar inn fyrir nema eyðileggja hluta þeirra. Neðri hlutinn er einnig þakin dropsteinum, en fara má með gát áfram niður rásina án þess að valda skaða. Þar rennur hún saman við vestari hlutann.
Í vestari rásinni eru einstaklega fallegir dropsteinar, flóknari og litskrúðugri en gengur og kynjamyndarlegri. Við efri enda hans eru nokkrir dropsteinar á stalli – vel við hæfi.
Ekki var að sjá að nokkur hafi komið þangað inn á undan forsporendum dagsins því forfæra þurfti grjóf við opið svo manngengt yrði.
Þegar gengið var upp eftir rásinni virtist hraunið tiltölulega þunnt, en rásinn stækkaði eftir því sem ofar dró. Nokkur op eru á henni neðarlega með grónum jarðföllum á milli.
Ofan við „boxhluta“ rásarinnar eru nokkur op á rásinni, en frá efsta opinu tók við alllöng hraunhella. Þegar farið var inn um eitt opið skammt ofar tók við löng heilleg rás. Ofarlega greindist hún í tvennt; annars vegar áfram upp á við. Þar þrengdist húnverulega svo skríða þyrfti á maganum áfram upp eftir henni. Það var ekki gert að þessu sinni. Hins vegar tók við hliðarrás til vinstri. Áður en að mótunum kom, eftir u.þ.b. 120 metra, sáust merkilegar „dellulengjur“ á gólfinu. Slíkt hefur ekki sést í hellum hérlendis áður. Um var að ræða „festislega“ röð af bólum af ætt dropsteina. Slík fyrirbæri voru víðar í rásinni. Í hliðarrásinni voru strýtulaga hraukar, einnig af ætt dropsteina. Þessar strýtur voru mjög svipaðar þeim er áður hafa fundist í innri hluta Bjargarhellis á Strandarhæð.
Einstaklega fallegar hraunmyndanir. Rásin beygði 90°, en eftir að hafa fylgt henni u.þ.b. 120 metra til hliðar og austan við fyrri rásina var ákveðið að bíða með frekari undirheimakannanir á þeirri leið.
Gengið var eftir yfirborðinu og reynt að fylgja rásinni áleiðis upp að Kistu. Neðan hennar eru nokkur op og rásin bæði stór og stutt milli jarðfalla. Hún liðast síðan upp með hlíðinni, upp á stall með nokkrum opum þar sem fyrir eru fallegir ráshlutar, jafnvel tvískiptir.
Efsta opið var einungis nokkra tugi metra frá vestari gíg Kistu. Svo virðist sem skoðað hafi verið heilstætt hellakerfi er ákvarðast af tiltekinni hraunrás úr Kistu, tveggja til þriggja km langt. Kerfið hefur ekki verið skoðað að fullu. Það verkefni bíður því annars leiðangurs.
Þegar neðri hluti rásarinnar var borinn saman við efri hlutann má með nokkrum sanni segja að þarna sé um einu og sömu hraunrásina að ræða. Ef satt er gæti þarna verið um eina lengstu slíka að ræða hér á landi.
Þá var stefnan tekin á hraunrásir austan við meginhrauntröð Kistufellshraunsrásarinnar – hinnar miklu. Austari hluti meginrásarinnar er gróin, en vestari hlutinn er hrikalegur, bæði djúpur og breiður. Við skoðun á hraunsvæðinu norðaustan hennar komu í ljós þrjú hellakerfi með mörgum opum og stuttum samfelldum rásum millum. Tvær syðri rásirnar hafa verið skoðaðar áður svo athyglinni var beint að nyrstu rásinni. Í henni, líkt og í hinum, komu í ljós stuttir ráshlutar með gróningum á millum. Allar virðast þessar rásir stefna í átt að meginhrauntröðinni miklu – nema sú nyrsta. Hún virtist hafa leikið sér að framhjáhaldinu.
Snyrtilegt op fannst á henni norðan vesturendar hrauntraðarinnar. Rásin virðist heilleg til austurs, en hrun hindrar umferð um hana til vesturs. Austurhlutinn, sem er vel manngengur, er enn ókannaður svo þar er og verður um að ræða enn eitt verkefnið fyrir FERLIR. Tröðinni var fylgt til vesturs og síðan til norðurs. Nokkur op eru á henni, en rásir stuttar.
Gengið var niður slétt austanvert helluhraun Kistu og kíkt í nokkra möguleika. Þeir reyndust takmarkaðir. Hins vegar var yfirborð hraunsins því áhugaverðara því einstakar hraunreipamyndanir leyndust þar á nokkrum stöðum. Sjámátti m.a. „kaðalmynstur“, „myndlistarmynstur“, „hringamynstur“, „litamynstur“ þar sem hús- og fuglaglæða léku sér að sjáaldrinu. Auk þess brá þar fyrir annað það kynjamynstur, sem augað gat greint í kvöldhúminu.
Kisturhraun-58(Árinu síðar var haldið upp Vatnshlíðina ofan Kleifarvatns og opnaður nyrsti hluti rásarinnar. Þar, líkt og fyrrum, blöstu við dropsteinar og falleg hraunstrá. Augljóslega mátti þó sjá að rásin langa var þarna að „syngja sitt síðasta“.)
Þegar komið var niður að brún Fagradals var stefnan tekin niður austlæga hlíðina og gengin sneiðingur niður mosabrúnina uns komið var niður á gömlu götuna, sem fyrrum var uppgengin. Útsýnið var bæði einstakt og litskúðugt.
Ljóst er að Brennisteinsfjallasvæðið býður upp á óendanlega möguleika til landkkönnunar – nú rúmlega 1100 árum eftir að fyrsti norræni landnámsmaðurinn, að talið er, settist að á svæðinu.
Til upplýsinga skal þess getið að um framangreint svæði er ætlunin, skv. áætlunum Hitaveitu Suðurnesja, að leggja veg til tilraunaborana í Brennisteinsfjöllum. Því mun fylgja ýmis konar rask á svæðinu öllu og umhverfi – sem og áður órannsökuðum náttúruminjum. Ef einhvern tímann hefur verið þörf fyrir umhverfisverndarsinna sem og meðvitund valdhafa um verðmæti náttúruverðmæta þá er það hér og nú. 

Kistuhraunshellir

„Almættið“ forði alvaldinu slíkt rask á annar ómetanlegum jarð- og náttúruverðmætum landsins.
Sérhver ferð sem farin hefur verið upp í Brennisteinsfjöll að undanförnu, án þátttöku launaðra opinberra starfsmanna, hefur falið í sér opinberun áður ómetviðra verðmætra. Engra þeirra er þó sérstaklega getið í lærðum skýrslum „sérfræðinga“ um svæðið.
Annars er fróðlegt að skoða aðgengi að svæðinu m.t.t. fótgangandi, sem í dag virðist mjög takmörkunum háð, en ætti í raun að vera þveröfugt…
Frábært veður – Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Kistuhraunsrásin

Kistuhraunsrásin.