Reykjanesskagi

Árni Óla, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði eftirfarandi grein (Rányrkja á Reykjanesskganum) í Lesbók Morgunblaðsins. Hún birtist 15. sept. 1957 eða fyrir u.þ.b. hálfri öld.
Ummerki eldumbrota eru víða á Reykjanesskaga“Gullbringusýsla er einkennilegasta sýsla landsins. Hún nær yfir meginhluta Reykjanesskaga, um 60 km á lengd og 16-33 km á breidd. Þessi miklu skagi er með öllu óbyggilegur nema með ströndum fram. Hann er mestmegnis hraunum þakinn. Á allri strandlengjunni frá Hamarkotslæk í Hafnarfirði vetur um út á Garðskaga, þaðan suður á Reykjanes og þaðan inn að Krýsuvík fellur enginn lækur til sjávar. Vötn eru þó nokkur og tjarnir á skaganum, en hafa ekki afrennsli til sjávar. Alla úrkomu gleypa hraunin og kemur vatnið víða fram í sjávarmáli undan hraunjaðrinum.
Ótal eldsstöðvar, gamlar og nýrri, eru um allan skagann, og frá þeim hafa hraunflóið runnið í allar áttir. Upp úr standa nokkur móbergsfjöll og horfa yfir hinn storknaða brimsjó. Hér eru öræfin rétt við bæjardyr Ummerki eftir umferð í hranunum um aldirhöfuðborgarinnar, hrjóstug, úfin og köld í viðmóti, en með öllum þeim töfrum, sem öræfi búa yfir, sífelldum breytileika í öllum tómleikanum, kynjamyndum og brosandi línum og litum. Í auðninni er líf og fegurð, unaðslegar vinjar í mosaklæddum apalhraunum, fjallaloft og dásamleg útsýn af tindum og fellum.
En skaginn hefir verið gróðursælli áður. Mannshöndin hefir um þúsund ár ruplað og rúið og lagst þar á sveif með skemmdaröflum náttúrunnar.
Vér höfum að vísu engar sögur af því hvernig hér var umhorfs þegar landnámsmenn komu. En ef vér lítum aðeins á eitt landnámið, landnám Herjólfs frænda Ingólfs Arnarssonar, þá skilst oss fljótt, að á þeirri öld hefir verið hér öðru vísu um að litast. Herjólfur nam land á skagahælnum, milli Hafna og Reykjaness. Nú er þetta svo að segja eyðimörk ein. Þó vitum vér að fyrir sunnan Hafnir var kirkjusókn og hét kirkjustaðurinn Kirkjuhöfn.
Nú er þessi byggð komin í sand og um langt skeið voru menn að tína uppblásin mannabein í kirkjugarðinum í Kirkjuhöfn, og flytja þau til kirkju, “Í höfnum er landið alveg gróðurlaust hraun, en hefir líklega verið nokkru betra áður, en það hefir gengið úr sér af sandfoki og lyngrifi, því að bændur í Höfnum láta rífa lyng á marga hesta handa fé sínu og til eldsneytis”, segir Þorvaldur Thoroddsen er hannf ór þar um 1883.
Ýmis örnefni benda til þess að á nesinu hafi verið meiri gróður fyrrum, svo sem Skógfellin tvö á milli Stapa og Svartengis, Fagridalur í Fagradalsfjalli, Einihlíðar í Dyngnahrauni, Skógarhóll í landi Hvassahrauns, Stóriskógarhvammur í Undirhlíðum, Kolhóll norður af Húsfelli.
Hér hefir verið mikil akuryrkja í fornöld og líklega hvergi mLyngeiri á landinu. Það sýnir að jörðin hefir verið frjósöm. Suður frá Vogum á Vatnsleysuströnd heitir enn Sandakravegur, Akurey heitir utan við Reykjavík, Akurgerði heitir í Hafnarfirði og hjá Vatnsleysu var áður jörð, sem hét Akurgerði. En mest hefir akuryrkjan þó verið á Garðskaga. Talið er að Sandgerði hafi upphaflega heitið Sáðgerði, því að þar hafi verið miklir kornakrar. Segir í sóknarlýsingu 1839 að þá megi enn sjá þess vott í Sangerðistúnum, að þar hafi einhvern tíma verið sáðakrar, með reitum eða beðum og djúpum gröfum eða lautum á milli. En innar eru leifar enn stærri akrar. Segir frá því í sömu sóknarlýsingu að fornaldargaður mikill hafi legið þvert yfir skagann frá Flankastöðum inn að Útskálum og enn kallaður Skagagarður. Hefir þetta verið vörslugaðrur fyrir víðlenda akra og megi enn sjá merki garðalaga umhverfis sáðreitina. Þessara akra er getið á 14. öld. Árið 1340 eignaðsit Skálholtskirkja fjórðung frá Útskálum, “og umfram þau akurlönd, er seljandi (Bjarni) keypti til Útskála”.
VíðirÞau ummæli lifa enn, að í fornöld hafi verið svo mikil stör milli Býarskerja og Sandgerðis, að fénaður hafi ei sést er þar var á beit. Hraunasandur (í Grindavík) átti og fyrrum að hafa verið starengi og gerður var varnargaður á Siglubergshálsi gegn ágangi búfjár. Nú er aðeins eyðisandur á þessum stöðum. Varlega skyldi menn þó telja munnmælin röng. Þða er oft meiri sannleikur í fornum munnmælum en menn hyggja.
Á sumum stöðum hafa orðið landspjöll af eldgosum síðan land var byggt. Er talið að bæði Afstapahraun og Kapelluhraun hafi runnið eftir landnámstíð. Árið 1151 geta annálar þess að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum, “húsrið og manndauði”. Þeir geta og um að 1211 hafi eldur komið upp úr sjó fyrir sunnan Reykjanes. “Sörli Kolsson fann Eldeyjar hinar nýju, en hinar horfnar er alla ævi höfðu staðið”. Þá varð jarðsjálfti mikill 7. júli, féllu ús á mörgum bæjum og margir létu lífið. Biskupasögur setja þetta í samband við fráfall Páls biskups og segir þar svo: “En hhé rmá sjá, hversu magur Einirkvíðbjóður hefir farið fyrir fráfalli þess hins dýrlega höfðingja, Páls biskups; jörðin skalf og titraði af ótta, himinn og skýin grétu, svo að mikill hluti spilltist jarðar ávaxtarins, en himintunglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá nálega var komið að hinum efstu lífstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist nálega allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli”.
Gísli biskup Oddsson segir að 1240 hafi verið uppi eldur fyrir Reykjanesi og þá hafi eyðst hálft Reykjanes. Málvenjan mun þá hafa verið sú að kalla ekki Reykjanes annað en hælinn á skaganum, frá Víkum að sunnan að Sandvík fyrir norðan, og er það um hálft landnám Herjólfs, er áður var minnst á. Gísli biskup segir einni að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum fimmtíu árum seinna og að hraun hafi runnið niður í Selvog. Telur Þorvaldur Thoroddsen eigi ólíklegt að þá hafi brunnið gígarnir, sem ná frá Trölladyngju allt suður undir sjó vestan við Núpshlíðarháls, og þá myndast hraunið sem fellur fyrir austan Ísólfsskála. Annars má geta þess að fræðimenn hafa dregið í efa að þessar frásagnir um Trölladyngjugos geti verið réttar, og bera það fyrir að hraun hafi alls ekki getað runnið frá Trölladyngjum niður í Selvog. En mundi hér ekki vera um misskilning á málvenju að ræða, því að á dögum Gísla biskups hafi öll strandlengjan frá Selvogi vestur að Krýsuvík verið kölluð “í Selvogi”. Þetta var upphaflega eitt landnám.
Annað þessara hraunflóða tók af gömlu Krýsuvík. Síðan hefir marg oft verið eldur uppi fyrir Reykjanesi, allt fram á ofanverða 19. öld, en engin hraun runnið á skaganum. Þessar frásagnir nægja þó til að sýna, að eldsumbrot hafa spillt Mosi - hraungambri - var einnig notaður til eldneytismjög landkostum síðan á landnámsöld. En það er þó ekkert á móts við þau spjöll, er mannshöndin hefir unnið þar.
Gömlu hraunin hafa víðast hvar verið gróin, þegar menn settust hér að. Hefir þar verið lyng, víðir, fjalldrapi og birkikjarr, eins og sjá má á örnefnum og enn má sjá í Almenningum milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns. Í máldaga Hvaleyrarkirkju, sem gerður var að undirlagi Steinmóðs Bárðarsonar ábóta í Viðey (1444-1481), segir að Laugarneskirkja eigi lítinn skóg við landsuðri í Hvaleyrarhöfða. Í Vogaholti var forðum mikill skógur og sáust merki hans fram að seinustu aldamótum. Kirkjuland var kallað afréttaland Garðakirkju og fyrir hundrað árum er getið um skóg þar í Víðistaðahlíð, Setbergshlíð, í Helgafelli, sunnan í Ásfjalli og í Undirhlíðum. Í landi Hvassahrauns var skógur og eru enn til nokkrar leifar hans. Um þess skógarleifar segir Árni Helgason í sóknarlýsingu: “Í almæli er að skógum þessum fari aftur, og er það ei kyn, þegar þeir sums staðar Plantaður nútímaskógur - útsýni takmarkaðkulna út, er eytt er árlega, ei aðeins af fólki í þessari sveit, heldur úr næstu sveitum, bæði til kolagerðar, eldsneytis og fóðurs fyrir nautpening. Verst mun sam gera, að hrísið er tekið af þeim, er búa hér í sveit, á vetrardegi til fórðurs, þegar allur neðri partur hríslunnar er í snjó og klaka, og numið af það sem stendur upp úr snjónum, því nútt hrís þykir betra til fóðurs heldur en aðdregið á haustum og svo geymt í buðlungum. Töluverðu hrísi og lyngi er eytt til eldiviðar, sem af fátæklingum sem ekki hafa nenningu til að afla sér eldiviðar á sumrin, er sótt á vetrum þegar þörfin að þrengir. Því fleiri tómthúsmenn að höndlunarstaðnum safnast eða fá bólfestu í þessu aflaplássi, því meir er gengið að skóginum”. Þessi lýsing bregður upp mynd af því hvernig farið hefir um allan skagann.
Sá annmarki á öllum Suðurnesjum frá upphafi, að þar var enginn mór til eldneytis og víðast lítið um rekavið, einkum á norðanverðum skaganum. Þess vegna hafa menn þegar byrjað á því að ganga í kjarrið eftir eldiviði. En þegar það þraut, þá var farið að rífa lyng til eldneytis. Þá hófst uppblástur og ónýttust beitarlönd. Var þá gengið að gróðrinum með meiri harðneskju, því að nú þurfti að rífa hrís og lyng til fórðrunar búpenings að auki. Fer þá svo að landið verður örfoka næst byggðunum. Síðan er sótt lengra og lengra, þangað til svo er komið uppblæstrinum að byggðirnar Grindavík, Hafnir og Rosmhvalanes hafa ekki neitt til eldneytis nema þang og fiskbein. Allur framhluti Skagans er orðinn að eyðimörk og sandstormar leggja margar jarðir í auðn.
Eftir að konungsvaldið sölsaði undir sig jarðeignir Viðeyjarklausturs og sló þar með eign sinni á flestar jarðir á skaganum, versnaði þó ástandi til muna. Þá koma ýmsar Baðsvallasel - hluti fornleifanna eru nú í skóginumkvaðir, meðal annars sú að flytja skógvið (hrís) heim til Bessastaða og Viðeyjar eins og búin þar þurftu til eldiviðar.
Í Jarðabókinni 1703 eru greinilegastar upplýsingar um hvernig farið var með gróðurinn í Gullbringusýslu… Viðey er eitt af þeim gömlu nöfnum, sem benda til þess að skógur hafi verið hér um allt í fornöld…
Fyrstu tilraunir um skógrækt voru gerðar hér 1752. Komu þá hingað danskir menn og settu niður nokkrar víðiplöntur á Bessastöðum. Komu á þær blöð, en þó dóu þær sama sumarið. Nokkrar plöntur af sömu tegund voru settar niður í Reykjavík og Viðey, og einnig yllir, en það dó allt á næsta ári. Grenifræi var þá og sáð í óræktað land hingað og þangað í Viðey, einkum í klettana við sjóinn, kom það upp en allar plönturnar voru dauðar á þriðja ári.”
Í framhaldinu fjallar Árni Óla um vaxtarsprota skógræktar á Reykjanesskaganum og gerir hann sér vonir um að í framtíðinni takist að rækta aftur upp skóga fyrir þá Skógleysið eykur útsýnið - gæta þarf varúðar sem horfið hafa í aldanna rás. “Hér verður þó gert miklu stærra átak er stundir líða. Skógurinn í Heiðmörk færist vestur á bóginn. Setbergshlíð og Vífilsstaðahlíð eru ákjósanlegir staðir til skógræktar. Þær taka við af Heiðmörk og svo kemur Sléttuhlíðin. Einhvern tímann verður eitt samfellt skóglendi alla leið frá Kirkjuhólmatjörnum og Gvendarbrunnum vestur undir Kaldársel. Svo kemur skógur í endilöngum Undirhlíðum og nær svo að segja saman við skóginn í Almenningum. Þá má segja að nokkuð sé bætt fyrir syndir ferðranna”.
Við þetta má bæta, nú hálfri öld síðar, að að fenginni reynslu og ófyrirsjáanleika skógræktarfólks nú á dögum (það sér einungis fornar minjar sem ákjósanleg skjól fyrir plöntur) með takmarkaða heildarsýn er ástæða til að hafa áhyggjur að allri umbótaáráttunni. Að vísu var gróðri markvisst eytt lengi vel af miklu fyrirhyggjuleysi, en ástæðulaust er að halda vitleysunni áfram í hinn endann. Syndaaflausnin felst í skynsamlegri langtímayfirsjón, en hvorki einsjáungslausn né skammtímaofurkappi.

Heimild:
-Morgunblaðið, Árni Óla, Rányrkja á Reykjanesskaganum, 15. sept. 1957.

Grindavík