Ægir Sigurðsson

Í Faxa árið 2006 er grein undir fyrirsögninni „Er eitthvað að sjá á Reykjanesskaganum„. Þar segir í innngangi: „Mikill fjöldi fróðlegra erinda hefur verið flutt á fundum Lionsklúbbsins í Keflavík í gegnum tíðina. Meðal þeirra merkari er eftirfarandi erindi um jarðfræði Reykjanesskagans sem Ægir Sigurðsson, kennari í Keflavík, flutti á 49. starfsári klúbbsins.

Faxi

Faxi – forsíða 2006.

„Hér rísa vissulega ekki há fjöll þverbrött úr Ægisfaðmi, hér finnast ekki djúpir dalir og ekki liðast hér ár, bakkafullar af laxfiski, um grænar grundir. En skaginn okkar býr yfir öðrum töfrum sem allt of margir hafa látið fram hjá sér fara en eru þó að verða fleirum og fleirum ljósari.
Í þessum greinarstúfi ætla ég að benda á örfáar perlur sem hægt er að nálgast án mikillar fyrirhafnar í þeirri von að einhverjir Suðurnesjamenn geri sér grein fyrir að innan seilingar eigi þeir náttúru sem er einstök í sinni röð. Um seinni línuna í tilvitnuninni ræði ég ekki að sinni.
En hvað er það sem gerir Reykjanesið svona sérstætt? Hví hafa jafnt erlendir sem innlendir náttúrufræðingar skrifað aragrúa lærðra greina um náttúru þessa útskaga? Jú, hér hagar svo til að rannsaka má úthafshrygg á þurru landi sem óneitanlega er miklu þægilegra en á nokkur hundruð eöa þúsund faðma dýpi.

Flekakenningin

Flekaskil

Flekaskil jarðar.

Til að skýra þetta nánar skulum við aðeins líta á flekakenninguna sem er undirstaða nútíma jarðfræði. Kenningin gerir ráð fyrir að yfirborð jarðar skiptist upp í 7-8 stóra fleka og mun fleiri smærri. Flekarnir eru úr svonefndu berghveli eða stinnhvolfi sem gert er úr úthafs- eða meginlandsskorpu svo og efsta hluta möttulsins. Meginlandsskorpan er allt að 70 km þykk og aðallega gerð úr súrum bergtegundum en úthafsplatan er basísk og ekki nema 5-10 km að þykkt. Stóru flekamireru úrbáðum skorpugerðunum nema Kyrrahafsflekinn sem eingöngu er úr úthafsskorpu. Berghvelið sem er um 20 km þykkt undir úthöfunum og frá 100-150 km þykkt undir meginlöndunum, eftir hæð landsins, hvílir á deighvelinu sem nær niður á um 350 km dýpi. Eins og nafn hvelsins ber með sér er efni þess seigfljótandi enda nálægt bræðslumarki sínu.

Flekamót

Flekamót.

Neðan við deighvelið tekur við stinnara efni miðmöttulsins. Talið er að mikil varmamyndun vegna klofnunar geislavirkra efna í möttlinum komi á stað uppstreymi efnis eða svo nefndum möttulstrókum. Strókarnir koma af stað láréttri efnisfærslu út eftir deighvelinu og berghvelið berst rneð líkt og ísjakar á straumvatni. Smátt og smátt kólnar efnið aftur, sekkur og myndar þannig hringrás eða iðustraum. Yfir möttulstróknum kemur fram hryggur og út frá honum færast flekarnir til beggja handa á svonefndum flekaskilum. Flekarnir mætast þar sem efnið sígur aftur niður í möttulinn og nefnist það flekamót. Á mótum og skilum fleka á nær öll jarðvirkni sér stað. Á plötumótum eru átökin miklu meiri en á plötuskilum. Þar hlaðast upp há fjöll svo sem Himalajafjöllin, þar verða jarðskjálftar mun harðari og mannskæðari og gos eldfjallanna ofsafengnari.

Flekaskil

Flekaskil á Íslandi.

En þar sem við erum á plötuskilum læt ég þetta duga um mótin. Eftir úthöfunum endilöngum liggja 2000-4000 m háir fjallgarðar sem alls eru um 70.000 km að lengd. Víða hafa hryggirnir hliðrast þvert á lengdarás sinn um tugi eða hundruð kílómetra um svo nefnd brotabelti.
Tvenn brotabelti eru á eða við landið. Annað tengir saman gosbeltin á Reykjanesi og á Suðurlandi og þar eiga m.a. hinir illræmdu Suðurlandsskjálftar upptök sín. Hitt er fyrir Norðurlandi og tengir saman eystra gosbeltið í Axarfirði og Kolbeinseyjarhrygginn. A því urðu fyrir skömmu allsnarpar hræringar.
Hryggirnir, svo og hafsbotninn eru úr eðlissþyngri efnum en meginlöndin og standa því lægra en þau og eru því undir sjó. Undir hryggjunum kemur heitt möttulefnið upp og þeir standa því mun hærra en botninn umhverfis sem er úr kaldara efni. Ytir möttulstrókunum miðjum þar sem landris er mest bæði vegna hitaáhrifanna svo og mikillar efnisframleiðslu getur hafsbotninn risið úr sæ. Ísland er dæmi um slíkt.

Beykjaneshryggur

Flekaskil

Flekaskilin um Ísland.

Reykjaneshryggur er hluti af Atlantshafshryggnum sem liðast eftir hafinu endilöngu og skilur m.a. að Norður Ameríku og Evrasíuflekana. Reykjanesskaginn tekur síðan við af hryggjunum og markar þannig upphaf gosbeltisins sem nær þvert yfir landið. Reykjanesskaginn er því að klofna. Vestari hluti hans færist til norðvesturs að meðaltali um 1 cm/ári en eystri hluti hans til suðausturs með sama hraða. Jarðeldurinn fylltr síðan jafnóðum í rifuna á milli. Þessar hreyfingar verða í rykkjum og fylgja þeim eldgos líkt og í Kröflueldum þar sem land gliðnaði um 78 m á nokkrum árum.
Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki samfelld heldur raða eldvörpin sér á afmörkuð svæði, gosreinar. Í miðju hverrar reinar er eldvirknin mest og þar myndast megineldstöðvar sem oft rísa nokkur hundruð metra yfir umhverfi sitt. Þar er að finna mun meiri breytileika í bergtegundum og gosmyndunum en utan þeirra og háhitasvæði tengist þeim flestum. Á Reykjanesskaganum hafa megineldstöðvar ekki náð að myndast enn nema í Hengilsreininni sem er elst. Reinarnar eru mismunandi að lengd, 20-50 km, og breiddin frá 5 og upp í 7 km og stefna þær NA SV.
Misgengin í hverri rein mynda grunna sigdali og gígarnir fylgja flestir miðju hverrar reinar. Einstaka hrauntaumar hafa þó runnið langt út fyrir sína heima rein.

Dyngja

Dyngjugos.

Fjölbreytileiki eldstöðva er mikill og á fáum stöðum er hægt að skoða allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva á jafn litlu og aðgengilegu svæði. Dyngjur, litlar sem stórar, gígaraðir, stuttar og langar úr kleprum og gjalli í ýmsum hlutföllum, gígahópar (svæðisgos), stampar og eldborgir, sprengigígar og jafnvel myndanir sem líkjast sigkötlum. Í útjaðri svæðisins eru megineldstöðvar órofnar eins og Hengilssvæðið eða rofnar til róta líkt og Reykjavíkur, Kjalarnes og Stardalsstöðvarnar. Á utanverðum skaganum er aðeins að finna basalt en þar eru þó allar þrjár megin gerðirnar. Fjölbreytileiki hraunanna og hraunmyndanna er óþrjótandi. Hraunhólar með djúpum sprungum sem veita ýmsurn jurtum skjól svo sem blágresi og stóraburkna, hraunbólur, óbrinnishóla inn í miðju hraunhafinu, hrauntraðir með ýmsum myndunum, kargahraun þakið þykkri mosakápu, niðurföll, rásir, skúta og hella af mismunandi lengd og gerð.

Hellar

Raufarhólshellir

Í Raufarhólshelli.

Fjölmargir hellar eru á skaganum og aðeins hluti þeirra fundinn svo að fyrir þá sem vilja skríða um móður jörð og skoða innviði hennar er þetta kjörsvæði. Hellaauðug hraun eru oft aðeins steinsnar frá þjóðleiðum t.d. í Arnaseturshrauni við Grindavíkurveg og hinir rómuðu Bláfjallahellar í Strompahrauni þar sem þúsundir manna fara um á góðviðrisdögum. Konunginn sjálfan, hinn 1360 m langa Raufarhólshelli í Leitahrauni þekkja víst flestir. Ekki eru allir hellamir svo til láréttir heldur er einnig þó nokkuð um lóðrétta hella sem fiestir eru afgösunar pípur og þá oft tengdir gígunum. Dýpstur er hellirinn í Þríhnjúkum en þar þarf að síga um 110 m beint niður áður en fætur kenna gólfs og eftir það má enn fara neðar. Fer þá eflaust að styttast til þess höfðingja sem hinir ófrómu munu gista að lokinni jarðvistinni. Um þær myndanir sem hellarnir búa yfir, mætti hafa mörg orð, en þeirra á aðeins að njóta á staðnum, í því sérkennilega andrúmslofti sem þar ríkir og í hinni dularfullu birtu ljóskeranna. Sjálft hraunið og myndanir þess og litbrigði eru svo heimur út af fyrir sig.

Baðstofa

Baðstofa við Húsatóftir.

Djúpar gjár stundum með köldu tæru vatni og misgengisstallar af mismunandi stærðum og gerðum eru einnig skoðunarverðir staðir. Móbergið sem er mun linara en basaltið er tilvalið efni fyrir vatn og vind til að skera út ýmsar kynjamyndir. Og ekki má láta hjá líða að minnast á háhitasvæðin með öllum þeim furðum sem þar er að sjá og heyra að ógleymdri þeirri ilman sem fylgi skoðandanum langt út fyrir svæðið.

Grágrýti

Ef við lítum aðeins á jarðlagagerðina má skipta henni eftir myndunartíma í þrjá aðal flokka. Grágrýtishraunin frá síðustu hlýskeiðum, móbergs og bólstraberg frá síðustu jökulskeiðum og hraun runnin eftir ísöld.
Grágrýtishraunin runnu á hlýskeiðum ísaldar og jöklarnir hreinsuðu og skófu síðan allt gjall, hraunreipi og aðrar yfirborðsmyndanir af.

Grágrýti

Grágrýti.

Ysti hluti skagans, Rosmhvalanes, sem er SV við miðju landrekssprungunnar, er hulið grágrýti og samkvæmt flekakenningunni ætti grágrýti af svipuðum aldri að finnast SA við hana. Það er t.d. að finna í Krýsuvík.
Við skulum líta aðeins nánar á grágrýtið á “Rostunganesinu” en á því eru helstu stórborgir Suðurnesja. Hraunin bera þess greinileg merki að þau eru runnin frá dyngjum. Þar sem sjór og/eða jöklar hafa rofið stalla í það má sjá að þau eru belgótt og smá eða grófkristölluð. Ef rýnt er í bergið má kenna að ljósu kornin í því eru plagíóklas (feldspat) og á einstaka stað má í ljósum og gropnum blettum sjá dökka, nokkuð stóra, ágít kristalla. Þar sem bergið er mishart, veðrast við vissar aðstæður mjög sérkennilegt „bollamunstur“ í það og prýða slíkir steinar margan verðlaunagarðinn í Keflavík. Skipta má grágrýtinu upp í þrjár syrpur: Háaleitis, Njarðvíkur og Vogastapagrágrýtið.

Vogastapagrágrýtið

Vogastapi

Vogastapi.

Talið er að Háleitis og Vogastapagrágrýtið hafi myndast á næst síðasta hlýskeiði fyrir um 200.000 árum en Njarðvíkurgrágrýtið á síðasta hlýskeiði og er þá um 100.000 ára. Talið er næsta víst að Háaleitið sé dyngjuhvirfill samnefnds hrauns en óvíst er um uppkomustað hinna og gætu þeir jafnvel verið horfnir í sæ. Þykkt hraunanna er allt að 90m. Vogagrágrýti hefur snarast til SA, inn að virka svæðinu, og má merkja það á misgengjum svo sem í Háabjalla og stöllunum sitt hvoru megin Seltjarnar.

Móbergs- og bólstramyndanir

Sveifluháls

Sveifluháls – móbergsmyndanir.

Móbergs- og bólstramyndanir eru flestar frá síðasta jökulskeiði sem hófst fyrir 70.000 árum. Dæmi er um myndanir frá eldri jökulskeiðum. Reynt verður að skýra lauslega frá því hvað á sér stað þegar jarðeldur kemur upp undir jökli eða vatni. Flestir hafa séð hvernig hraun renna frá eldvörpum t.d. Heklu og Kröflugosum. Ef bergkvika kemur upp undir jökli bræðir hún geil í jökulinn sem hálffyllist af vatni sem snöggkælir hana svo hún nær ekki að kristallast en splundrast í smá gleragnirsem nefnist aska. Margir hafa orðið fyrir því að snöggkæla heita glerhluti og þekkja þetta því af eigin skinni. Ef vatnsþrýstingurinn er nægur nær efnið ekki að splundrast en vegna mikillar kælingar myndar það hnykla eða kodda sem oft eru innan við metri á hvern kant. Nefnist bergið þá bólstraberg.

Fjallið eina

Fjallið eina – stapi í kollinn.

Ef gos stendur það lengi að bólstrabergið og gosaskan ná að hlaða upp gíg sem vatn kemst ekki í rennur hraun sem myndar hettu ofan á eldvarpinu. Nefnist það þá stapi.
Með tíð og tíma ummyndast og harðnar hin dökka aska og verður að brúnu mógleri sem límist saman og myndar móbergið. Vikur, gjall og hraunmolar smáir og stórir sem blandast öskunni gefur svo móberginu mismunandi ásýnd.

Þegar jökullinn hvarf af landinu stóðu eftir hlíðarbrött fjöll, mismunandi að hæð og gerð. Útlit og gerð þeirra fer eftir því hvenær gosinu lauk og hvort gosið hefur aðallega á einum stað eða á gossprungu.

Sveifluháls

Sveifluháls – móbergsfjallgarður.

Sem dæmi um móbergshryggi má nefna Sveiflu- og Núpshlíðarhálsa svo og fellin frá Valahnúk að Sýrfelli. Vegna athafna manna er unnt að skoða bólstrabergið í Stapafelli í mjög laglegu sniði, meira að segja, án þess að þurfa að yfirgefa hægindi mótorfáksins. í Súlunum, sem samfastar eru Stapafelli, má einnig greina gangana sem á sínum tíma veittu eldleðjunni upp í gíginn. Keili rer dæmi um stakstætt móbergsfjall og Fagradalsfjall er myndarlegasti stapinn á utanverðum skaganum.

Hraun

Helluhraun

Helluhraun.

Nútímahraun nefnast þau hraun sem upp hafa komið eftir að jökla leysti hér á skaganum líklega fyrir 12-13 þúsund árum. Venja er að skipta hraununum í tvo fiokka eftir uppruna og útliti: Dyngjuhraun sem eru dæmigerð helluhraun, úr þunnum hraunlögum, slétt, reipótt og með ávölum hraunhólum sem oft eru með alldjúpum sprungum í kollinum. Bergið er gráleitt og með brúnleita veðrunarkápu, oft grófkornótt og áberandi ólivín og/eða plagíóklas dílar eru algengir. Bergtegundin nefnist ólivínþóleiít og er einkennisberg hafsbotnsins. Hraunin dreifast gjarnan yfir stór svæði því kvikan er heit og þunnfljótandi þegar hún kemur upp.

Sandfellshæð

Sandfellshæð.

Á skaganum utanverðum eru þrjár stórar dyngjur. Sú ysta nefnist Sandfellshæð og þrátt fyrir að hraun hennar þeki uppundir 150 km2 og eru tæpir 6 km3 er gígur hennar aðeins 90 metrar yfir sjávarmáli. Þráinsskjöldur byggir síðan upp Vogaheiðina og er gígur hans rétt austan við Fagradalsfjall/Vatnsfell. Að stærð og aldri eru þessar dyngjur álíka og virðast hafa verið virkar við lægri sjávarstöðu líklega skömmu eftir að ísa leysti afsvæðinu. Ef þið hafið ekki tekið eftir þessu mikla eldfjalli, Þráinsskyldi, rennið þá augunum, frá Ströndinni og upp í vikið á milli Keilis og Vatnsfells næst þegar þið eigið leið um Stapann í átt til höfuðstaðarins. Þá blasir við eldstöð þar sem upp kom um 20 sinnum meira efni en í Heimaeyjargosinu. Þriðju dyngjuna er að finna uppundir Sveifluhálsi og er hún kennd við Hrútagjá en hraun hennar runnu til sjávar á milli Afstapahrauns og Straums. Dyngja þessi er mun minni en hinar tvær og einnig snöggtum yngri.

eiðin há

Efst í Heiðinni há.

Austar á skaganum eru fleiri dyngjur svo sem Selvogsheiði, Heiðin há og Leitin, en hraunin frá þeim runnu til sjávar bæði í Reykjavík og Þorlákshöfn.
Nokkrar minni dyngjur úr svo nefndu pikríti, er einnig að finna á Reykjanesi og má þar til nefna Háleyjarbungu út á Reykjanestá en hana prýðir formfagur gígketill. Pikrítið er bergtegund sem er talin vera komin svo til beint frá möttli. Það er grófkornótt og allt löðrandi í ólivíndílum sem stundum eru svolítið brúnleitir vegna ummyndunar í stað þess að vera ólivíngrænir. Pikrít hraunin eru talin vera elstu nútímahraunin á skaganum og hafa því runnið strax eftir ísaldarlok.

Sprungur

Hraunsprunga.

Sprunguhraun sem runnið hafa frá gossprungum og gígaröðum eru úr mun seigari kviku en dyngjuhraunin og mynda því þykk hraun með mikinn gjallkarga. Þau eru því úfin og ill yfirferðar og hraunjaðar þeirra hár og brattur. Nefnast slík hraun apalhraun. Frá einstaka eldvarpi geta þó báðar hraungerðirnar runnið í einu og sama gosinu. Apalhraunin renna gjarnan frá gosrásinni eftirhraunám sem nefnast hrauntraðir að gosi loknu en helluhraunin eftir rásum undir storknuðu yfirborðinu. Þau síðarnefndu eru því mun auðugri af hellum. Sprunguhraunin eru flest yngri en dyngjuhraunin og nokkur þeirra hafa runnið eftir að land var numið. Bergtegundin er þóleiít, algengasta bergtegund landsins, nema hér á nesinu þar sem um 18 % af yfirborðsberginu telst til þess en 78 % er ólivínþóleiít og 4% pikrít. Þóleiítið er mun dekkra en dyngjubasaltið og dul- eða fínkornótt og mun minna af dílum er í því en hinum tveim. Eldvörpin eru mjög fjölbreytt að gerð og lögun, en mun meira af lausum gosefnum koma upp í þeim en dyngjunum og heildar magn gosefna einstakra gosa er oftast langt innan við 1 km.

Jón Jónsson

Jón Jónsson; jarðfræðikort – Rjúpnadyngjuhraun og nágrenni.

Erfitt er að gera sér grein fyrir fjölda þeirra eldvarpa sem gosið hafa á nútíma en Jón Jónsson jarðfræðingur hefur kortlagt hraun frá meira en 150 uppkomustöðum en þeir hljóta að vera fleiri því einhverjir hafa lent undir yngri hraunum. Gosin verða í hrinum innan hverrar gosreinar. Glöggt dæmi um það er gos sem hófst út á Reykjanestá, líklega 1226, sem síðan breiddist norðaustur eftir skaganum allt til Arnarseturs sem er rétt austan Grindavíkurvegar.
Sömu sögu má segja þegar Ögmundarhraun rann líklega 1151. Á kortinu má einnig sjá þau 14 hraun sem upp hafa komið á sögulegum tíma. Athygli skal vakin á austasta hrauninu númer 14, en það telur Jón Jónsson vera Kristintökuhraun sem rann þegar við kristni var tekið af lýð árið 999.

Hvenær gýs næst?
Þó langt sé liðið, á tímakvarða manna, síðan síðast gaus á Reykjanesskaganum er hann langt frá því að vera dauður úr öllum eldæðum. Mun skemmra er síðan stór gos hafa orðið út á Reykjaneshrygg.

Stampahraunið

Stampahraunið – myndun Nýeyjar.

Árið 1783 hlóðst þar upp eyja sem fékk það frumlega nafn Nýey en hafið vann fljótt og vel á henni. Líkur hafa verið að því leiddar að gosið hafi út á hryggnum á síðustu öld og það oftar en einu sinni.
Þó eldgos séu mikil sjónarspil og valdi ekki alltaf miklu tjóni og geti jafnvel verið til bóta fyrir svæðið sem þau koma upp á t.d. með því að leggja til byggingarefni, veita skjól eða draga til sín ferðamenn æskir þeirra enginn.
Mannskepnan er ósköp smá og lítils megnug þegar eldgyðjan blæs í glæðursínar en eitt er víst að jarðeldur á eftir að koma upp hér á skaganum. Eina óvissan er hvar og hvenær.“ – Ægir Sigurðsson

Heimild:
-Faxi, 2. tbl. 01.04.2006, Er eitthvað að sjá á Reykjanesskaganum, Ægir Sigurðsson, bls. 44-47.

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaga 2023.

Jón Árnason

Húsið að Laufásvegi 5 í Reykjavík reisti Jón Árnason þjóðsagnasafnari á lóð úr landi Stöðlakots. Húsið er úr höggnu grágrýti sem sett er saman með kalki sem fannst í Esjunni hjá Mógilsá. Kalkið var unnið í brennsluofni sem reistur var við Kalkofnsveg, sem dregur nafn sitt af ofni þessum. Húsið hefur verið kallað Jónshús og á sú nafngift líklega rætur sínar að rekja til fyrsta eiganda þess.

Laufásvegur

Laufásvegur 5.

Jón átti húsið ekki lengi, því árið 1888 var Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur orðinn eigandi hússins. Húsið var keypt fyrir heimanmund Þóru Pétursdóttur eiginkonu hans, sem var dóttir Péturs Péturssonar biskups, en þau höfðu gift sig árið áður. Jón Árnason var fósturfaðir Þorvaldar og hann flutti í kjallarann ásamt konu sinni þegar nýgiftu hjónin fluttu í húsið. Þau hófust handa við breytingar og endurbætur á húsinu, sem höfðu mikil óþægindi og sóðaskap í för með sér. Um tíma var engin leið inn í húsið nema í gegnum eldhúsið og þótti það sérstaklega bagalegt þegar erlenda gesti bar að garði. En þeim fannst umstangið þess virði og voru ánægð að loknum framkvæmdum.

Laufásvegur 5

Laufásvegur 5

Álmtréð undir gafli hússins gróðursettu þau hjón um það leyti sem þau fluttu í húsið og er tréð því meðal elstu trjáa í Reykjavík. Þau settu einnig niður blóm og ræktuðu matjurtir og höfðu bæði kýr og hænsi og hvíldi búsreksturinn mest á Þóru því Þorvaldur var mikið fjarverandi á sumrin. Þegar þau hjón fluttu til Kaupmannahafnar eftir átta ára búsetu í húsinu tók Jón Þorkelsson rektor það á leigu, en árið 1902 seldu þau húsið.

Laufásvegur 5

Laufásvegur 5, bakhlið.

Á fyrsta áratug 20. aldar keypti Borgþór Jósefsson húsið. Hann var bæjargjaldkeri Reykjavíkur og fyrstu árin sem hann bjó í húsinu var skrifstofa hans í húsinu. Borgþór stækkaði húsið, byggði við það sólstofu og ræktaði garð. Kona hans var Stefanía Guðmundsdóttir, eins fremsta leikkona Íslendinga í þá daga og saman voru þau miklir frumkvöðlar á sviði leiklistar á Íslandi. Fjölskyldan bjó í húsinu um áratuga skeið. Um 1985 var húsinu skipt upp í fjórar íbúðir sem eru í eigu fjögurra aðila í dag.

Brúðargjöf Þóru biskups og Þorvaldar

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921).

Árið 1887 fengu Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) og kona hans Þóra Pétursdóttir (1848-1917) húsið í brúðkaupsgjöf frá foreldrum Þóru, Pétri Péturssyni (1808-1891) biskupi og konu hans Sigríði Bogadóttur (1818-1893), dóttur Boga Benediktssonar sýslumanns á Staðarfelli í Dölum. Þorvaldur var sonur Jóns Thoroddsen (1819-1868) skálds og sýslumanns og bróðir Skúla Thoroddsen (1859-1916) ritstjóra og alþingismanns en Skúli hitti einmitt verðandi eiginkonu sína, Theódóru Guðmundsdóttur, í húsinu. Þorvaldur var fóstursonur Jóns og konu hans Katrínar Þorvaldsdóttur Sívertsen úr Hrappsey en Katrín var systir Kristínar konu Jóns Thoroddsen. Jón Árnason og Katrín fluttu í kjallara hússins eftir að Þorvaldur og Þóra eignuðust það. Um Þóru skrifaði Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur bókina Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar sem út kom árið 2010.

Listrænir íbúar

Jón Ólafsson

Jón Ólafsson (1850–1916).

Margir þekktir einstaklingar hafa átt eða búið um lengri eða skemmri tíma í húsinu að Laufsásvegi 5. Um tíma átti Jón Ólafsson (1850-1916), ritstjóri og höfundur ljóðsins „Máninn hátt á himni skín“ húsið. Þá bjuggu Stefanía Guðmundsdóttir leikkona, eiginmaður hennar Borgþór Jósefsson og dætur þeirra Anna Borg, Þóra Borg og Emelía Borg einnig í húsinu.

Merkur garður
Árið 1888 gróðusettu Þorvaldur og Þóra hlyn (Garðahlyn) við suðurgafl hússins sem enn stendur. Er tréð því eitt af elstu gróðursettu trjánum í Reykjavík. Síðar gróðursetti Stefanía Guðmundsdóttir fyrstu útirósirnar í Reykjavík í garðinum á bak við húsið að sögn dóttur hennar Önnu Borg.

Friðun
Friðaður af mennta- og menningarmálaráðherra 31. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis steinhlaðna framhússins sem byggt var árið 1880.

Húsbyggandinn

Jón Árnason

Jón Árnason 1861 (1819-1888).

Jón Árnason fæddist 17. ágúst 1819 á Hofi á Skagaströnd. Hann var sonur séra Árna Illugasonar, sem var prestur þar frá 1796 til 1825, og þriðju konu hans, Steinunnar Ólafsdóttur. Árni lést þegar Jón var á sjöunda ári og Steinunn var eftir það lengi ráðskona á Syðri-Ey og Auðkúlu í Austur-Húnavatnssýslu. Jón var fyrst með móður sinni og hún kenndi honum að lesa en síðan var hann settur til mennta og lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla í maí 1843. Hann varð síðan heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni, síðar rektor skólans, á Eyvindarstöðum á Álftanesi og kenndi sonum hans undir skóla. Jón flutti með fjölskyldunni til Reykjavíkur og hélt áfram heimakennslunni og aðstoð við Sveinbjörn í ritstörfum hans, jafnframt því að sinna stundakennslu og bókavörslu og raunar ýmsum öðrum störfum. Jón kvæntist Katrínu Þorvaldsdóttur Sívertsen (1829–1895) úr Hrappsey 25. ágúst 1866. Þau áttu einn son, Þorvald, sem dó ungur. Jón lést 4. september 1888.

Jón Árnason er eflaust þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í söfnun þjóðsagna á 19. öld, en hann gegndi ýmsum öðrum hlutverkum:

Landsbókavörður

Dómkirkjan

Dómkirkjan – aðsetur Stiftsbókasafnisins.

Jón var ráðinn bókavörður Stiftsbókasafnsins árið 1848 en þá var það til húsa á Dómkirkjuloftinu. Þegar safnið flutti síðan í hið nýreista Alþingishús árið 1881 fékk það titilinn Landsbókasafn Íslands og Jón varð fyrsti Landsbókavörður Íslands. Hann gegndi því starfi til ársins 1887. Fyrstu árin áttu laun hans að vera greiðsla frá lánþegum safnsins en þar sem fæstir þeirra borguðu varð kaupið aldrei hátt. Jón lét sér þó annt um safnið enda hafði hann bæði mætur á bókum og var glöggur á þær. Á starfstíma hans stækkaði safnið verulega en mest var það vegna bóka- og handritagjafa. Á bréfaskiptum Jóns og vina hans út um allt land sést að hann var óþreytandi við að biðja um bækur handa safninu.

Þjóðminjavörður

Hegningarhúsið

Þjóðminjasafnið var stofnað með stofnun Forngripasafnsins árið 1863 en þá var stiftsyfirvöldum í umboði íslensku þjóðarinnar fært nokkurt safn forngripa að gjöf með því skilyrði að stofnað yrði íslenskt forngripasafn.Margir fornmunir höfðu þá verið fluttir frá Íslandi og voru í erlendum söfnum eða í eigu einstaklinga. Sigurður Guðmundsson málari var einn aðalhvatamaður að stofnun safnsins. Þjóðminjavörður er Harpa Þórsdóttir, fornleifafræðingur.
Fyrstu árin var Forngripasafnið á lofti Dómkirkjunnar, síðan var það í tukthúsinu við Skólavörðustíg, svo í Landsbankahúsinu við Austurstræti og síðan í Alþingishúsinu. Árið 1908 var safnið flutt í sérbyggt safnahús á efstu hæð Safnahússins við Hverfisgötu og var þar til 1950 en þá var Þjóðminjasafnið opnað í eigin húsakynnum við Suðurgötu.

Jón bað fólk einnig að senda forngripi til forngripasafnsins en hann átti nokkurn þátt í því að Forngripasafn Íslands var stofnað árið 1863. Þann 24. febrúar það ár færði Jón Árnason stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja“ en íslenskir forngripir höfðu áður mikið verið fluttir úr landi. Gjöfin var þegin og Jóni Árnasyni falin umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson málara sem annan umsjónarmann. Sigurður hafði fyrstur sett fram hugmynd um stofnun forngripasafns og saman veittu þeir safninu forstöðu þar til Sigurður lést 1874. Jón gegndi starfi forstöðumanns til ársins 1881 en það var ekki fyrr en 1911 sem nafni safnsins var breytt í Þjóðminjasafn Íslands.

Biskupsritari
Það var árið 1856 sem Jón gerðist skrifari biskups. Í því starfi gekkst hann fyrir því að biskup sendi öllum prestum og próföstum landsins bréf þar sem farið var fram á að þeir létu gera skrá yfir allar bækur eldri en frá 1781 sem til væru í sóknum þeirra. Þessar skrár eru nú varðveittar í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns en þær hafa vafalaust gefið Jóni góða yfirsýn yfir fágætar bækur og hjálpað honum við bókaöflun bæði fyrir safnið og sjálfan sig. Starfi biskupsskrifara gegndi Jón til ársins 1867 er hann gerðist umsjónarmaður við latínuskólann.

Umsjónarmaður

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík, skammstafað MR, er framhaldsskóli í miðbæ Reykjavíkur. Hann var áður kallaður Lærði skólinn, Reykjavíkurskóli, Latínuskólinn, eða upp á latínu Schola Reykjavicensis eða Schola Reykjavicana.

Í starfi umsjónarmanns Lærða skólans í Reykjavík fólst bæði bókavarsla og umsjón með nemendum sem bjuggu í skólanum auk þess sem nú myndi vera kölluð fjármálastjórn. Þessu starfi gegndi Jón til ársins 1879, er það var lagt niður, en þá sendu íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn honum fallegt ávarp sem sýndi virðingu þeirra og þakklæti. Margir skólapiltar urðu hjálparmenn Jóns við þjóðsagnasöfnun hans, bæði á meðan þeir stunduðu nám og eftir að þeir voru orðnir embættismenn (oftast prestar) víða um landið.

Framangreind samantekt er fengin af ýmsum áður skráðum og óskráðum heimildum um sama efni.
Jón Árnason

Sýslusteinn

Í Morgunblaðinu árið 1965 er dálkur með fyrirsögninni „Þekkirðu landið þitt„. Þar segir:

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.

„Hvítskeggshvammur er í Geitahlíð milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur. Þar eru sýslumjörkin við svonefndan Sýslustein og norður þar, beint á Vífilfell og Lyklafell og síðan í krákustígum þaðan á Botnssúlur. Þaðan liggja þau svo um Kvígindisfell.
Landnám Ingólfs Arnarsonar var vel afmarkað. Það var Reykjanesskaginn og takmarkaðist að norðan af Brynjudalsá og Öxará. En að austan takmarkaðist það af Þingvallavatni, Soginu og Ölfusá til sjávar. Á þessum skaga urðu síðar tvær sýslur, Gullbringusýsla og Kjósarsýsla.

Hveradalir

Hveradalir – hús Höyers. Hér sést stallurinn í hlíðinni þar sem minnismerkin voru síðar reist.

En af einhverjum undarlegum ástæðum seildist Árnessýsla til landa vestan Ölfusár og Sogs, lagði undir sig Grafning, Ölfus og Selvog allt til Hrúðurkarla og Norður í Þórisjökul. Á seinni árum hefir Reykjavík verið að ná undir sig meira og meira landi og hefir eignast spildu allt suður í Bláfjöll að landamerkjum Árnessýslu, og lengra kemst hún ekki. Og vegna þess hvernig sýslumörkum er hagað, verða Reykvíkingar að leita austur í Árnessýslu til þess að geta stundað skíðaíþrótt. Þar eru nú flestir skíðaskálarnir og þar er Skíðaskálinn i Hveradölum, sem mörgum Reykvíkingum finnst þó sem sé hluti af borginni. Þangað sækja þeir sér til hressingar og upplyftingar bæði sumar og vetur.

Hvaradalir

Hveradalir – minnismerkin eru í brekkunni ofan og hægra mgin við skíðaskálann.

— Þessi mynd er af Skíðaskálanum í Hveradölum og er tekin á þeim árstíma, er ekki var hægt að stunda skíðaíþróttina. Samt sem áður virðist þar allmargt gesta, ef dæma má eftir bílunum sem þar eru. Og þetta eru allt bílar Reykvíkinga.
— Ef menn taka vel eftir myndinni munu þeir sjá líkt og klöpp ganga ganga fram úr hæðinni að baki skálans, og á henni líkt og tvær vörður. En þetta eru ekki vörður, heldur minnismerki, sem skíðamenn reistu, reistu þeim Kristjáni Ó. Skagfjörð og L. H. Müller, tveimur forvígismönnum skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Þessi tvö minnismerki gera staðinn óneitanlega nátengdari Reykjavík.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 45. tbl. 23.02.1965, Þekkirðu landið þitt, bls. 5.

Landnám Ingólfs

Landnám Ingólfs.

Eldborg

Tómas Tómasson skrifaði um „Eldsumbrot á Reykjanesi“ (þar sem hann hefur væntanlega átt við Reykjanesskaga) í Faxa árið 1948:
„Löngu áður en Ísland byggðist og saga þess hefst hafa afar mikil eldsumbrot orðið á Reykjanesskaganum, og má svo heita að allur vestur hluti hans sé hraunstorkið flatlendi, sem er þó svo gamalt að ógjörlegt er að segja, hvenær það hafi brunnið eða hvaðan það hafi runnið. Upp úr hraunbreiðu þessari standa þó einstakir móbergshnúkar og eldvörp, sem allt eru gamlar eldstöðvar en þó mjög misgamlar.

Vordufellsborgi-221

Vörðufellsborgir.

Út úr miðhálendinu íslenzka gengur svo langur fjallarani í suðvestur og út á Reykjanes. Þessi samfellda fjallatunga nær allt vestur á miðjan skagann eða vestur á móts við Grindavík og er mjög eldbrunnin, enda er þar hinn mesti urmull af eldgígum og öðrum gosstöðvum.
Þó að langmestur hluti hinna víðáttu miklu hrauna á Reykjanesskaganum hafi runnið áður en sögur hefjast, og engar sagnir séu til af þeim náttúruhamförum, sem myndað hafa undirstöðu skagans, þá er málum þó ekki svo farið, að engin gos hafi orðið eða engin hraun runnið svo að sögur fari af.

Herbert

Á ofanverðum áttunda tug tólftu aldar dvaldist í hinu fræga cisterciensaklaustri í Clairvaux (Clara vallis) í Frakklandi kapellán,
sem Herbert hét eða Herbertus. Herbert þessi hafði áður verið ábóti í Mores í héraðinu Longres og varð síðar erkibiskup í Torres á Sardíníu.
Á meðan Herbert dvaldist í Clairvaux-klaustri, samdi hann rit mikið, sem heitir Liber miraculorum eða Bók undranna. Þetta ritverk hefur varðveitzt í þremur handritum, en þó ekki í heild nema í einu þeirra, sem er pergament-handrit frá klaustrinu Aldersbech í Passau og varðveitt í ríkisbókhlöðunni í Munchen (Cod. lat. Monac. 2607 4to). Þetta handrit er frá því snemma á 13. öld.
Í ritinu Chronicon Clarevallense, frá þriðja tug 13. aldar, er sagt, að Herbert hafi ritað bók sína árið 1178. En í ritgerð, sem birtist í sænska tímaritinu Scandia 1931, hefur prófessor Lauritz Weibull í Lundi sýnt fram á, að bókin hafi ekki verið rituð öll á því ári, heldur á árunum 1178—1180.
Meðfylgjandi myndir eru smækkaðar myndir af textasíðunum 107v og 108r í Múnchen-handritinu.

Í íslenzkum annálum og öðrum fornum heimildum er all oft getið elda, er uppi hafa verið á Reykjanesi og hrauna er runnið hafa, en þó má gera ráð fyrir því að ekki sé allra slíkra viðburða getið í þeim heimildum, er nú eru til, því að ekkert af þeim er ritað á Suðurnesjum eða í grend við þau, heldur á fjarlægari stöðum, og má geta nærri, að heimildaritararnir hafi ekki haft mjög nákvæmar fréttir af því, sem gerðist á Reykjanesi suður, enda var skaginn þá mjög afskektur og illur yfirferðar og talinn hinn mesti útkjálki, þó að hann liggi nú í þjóðbraut. Heimildirnar eru með öðrum orðum mjög svo ónákvæmar, og algengt er, að þeim beri ekki saman í frásögnum af eldsumbrotunum og gætir oft mjög miklu bæði um ártöl og annað, t. d. hafa margir annálarithöfundar ruglað saman Trölladyngjum hér syðra við samnefnd fjöll á Austurlandi.
Bæði Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson, sem ferðuðust mikið um landið mestallt og ritað hafa stórmerkar og yfirgripsmiklar lýsingar á landi og þjóð, minnast á það, hversu heimildirnar um gos og hraunrennsli á Reykjanesi séu rýrar að vöxtum og ónákvæmar, og Sveinn kennir því um að íbúar skagans hafi verið of menntunar litlir og lítt gefnir fyrir bókleg fræði og ritstörf, til þess að sjónarvottar að þeim umbrotum, sem orðið hafa, hafi fært nákvæmar frásagnir af þeim í letur.

Draugahlidargigur-221

Draugahlíðagígur (Bláfeldur).

Margra ára nábýli við danska valdsmanninn á Bessastöðum og hörð lífskjör við óblíðar höfuðskepnur hafi þjakað svo íbúa skagans, og fengið, þeim annað að hugsa um en að færa í letur lýsingar á atburðum, sem gerðust samtíma þeim.
Mig langar nú til þess að tína saman þau helztu af þeim lauslegu frásagnar brotum, sem til eru af eldgosum á Reykjanesi og á hafsbotni fyrir utan skagann, og mun ég telja þau upp í réttri tímaröð, eftir því sem unnt er.

Þurárhraun

Þurárhraun.

Árið 1000 er fyrst getið um eldgos á Íslandi, sem hægt er að árfæra með fullri vissu, og er þess getið í Kristnisögu. Þetta skeður sama árið og kristni er lögleidd hér á landi og voru menn einmitt á þingi, er fréttin barst til eyrna þeirra um, að hraunflóð streymdi niður í Ölfus og stefndi á bæ Þórodds goða. Heiðnir menn þóttust strax sjá, að hér væri um hefnd reiðra guða að ræða, og kváðu það eigi undur, þó að goðin reiddust slíkum tölum sem um trúskiptin voru við höfð.

Eldborg-221

Eldborg ofan Svínahrauns.

Þá var það, að Snorri goði sagði hin frægu og rökvísu orð: „Um hvat reiddust guðin þá, er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á“, en það hraun brann löngu áður en nokkur maður steig fæti sínum á íslenzka grund, svo að enginn hefur þá getað orðið til þess að móðga goðin.
Það var áður fyrr almennt ætlun manna að þetta hraun, sem hér getur hafi verið Þurrárhraun, sem runnið hefur úr mikilli gígaröð á há Hellisheiði við svokallað Hellisskarð. Hitt er þó miklu líklegra, að hér sé um annað hraun að ræða, er Eldborgarhraun heitir og runnið hefur úr nokkrum eldgígum austan við Meitla (Stóra og Litla Meitil) og einu nafni heita Eldborg. Þetta hraun er mjög lítið gróið og fellur niður í Ölfus miklu nær Hjalla heldur en Þurrárhraun. Meitlar eru nokkru austar en Bláfjöll.

Trolladyngja-221

Trölladyngja.

Árið 1151 er eldur uppi í Trölladyngju. Samfara gosi þessu urðu miklir jarðskjálftar á Reykjanesi og varð af þeim nokkurt tjón bæði á mönnum og húsum. Trölladyngja er í norður endanum á allmiklum fjallarana, sem Vesturháls heitir eða Núphlíðarháls (hálsinn endar að sunnan í fjalli þvi, er Núphlíð heitir og er oft nefndur eftir því). Háls þessi liggur frá norðaustri til suðvesturs og er 13—14 km. langur. Hann liggur samhliða en nokkru (ca. 4 km.) vestar en Austurháls eða öðru nafni Sveifluháls. Kleifarvatn liggur svo alveg austan undir þeim hálsi.

Mávahlíðar

Mávahlíðar.

Norðaustur af Trölladyngju eru Mávahlíðar, þar eru margir sundurtættir smá gígir, og hafa þaðan runnið hraunkvíslir saman við Afstapahraun, en það hefur átt aðalupptök sín í Trölladyngju og þeim fjölda gíga, sem eru umhverfis hana í fjallarananum. Afstapahraun hefur runnið allt til sjávar á milli Vatnsleysu og Hraunbæja og fyrir vestan svokallaða Almenninga eða vestast í þeim. En Almenningar eru einu nafni nefnd ákaflega víðlend hraunbreyða og gömul, sem nær allt frá Hvaleyri suður á Vatnsleysuströnd. Austur hluti þessarar hraunbreiðu hefur runnið úr mörgum gígaröðum í svonefndum Undirhlíðum, sem liggja norðaustur frá Mávahlíðum en í áframhaldi af Sveifluhálsi.

Afstapahraun-221

Afstapahraun.

Frá gígum við Helgafell og miðgígunum við Undirhlíðar hefur Kapelluhraun runnið ofan á gömlu hraununum og til sjávar rétt austan við Straum. Hraunið hefur sennilega runnið á Söguöldinni og er í annálum alltaf kallað „nýja hraun“. Það ber nafn af því, hversu úfið það er.

Árið 1188 er enn eldur uppí í Trölladyngju.
Árið 1211 (aðrir segja 1210) urðu mikil eldsumbrot í sjó fyrir Reykjanesi. Þá risu Eldeyjar hinar nýju úr hafi, en hinar hurfu, er alla ævi höfðu staðið (ísl. annálar). Miklir landskjálftar fylgdu og margt manna lét lífið, 18 manns að sögn Guðmundarsögu.
Árið 1219 er enn eldur fyrir Reykjanesi og jarðskjálftar miklir.
Árin 1223—1227 voru alltaf öðru hvoru umbrot fyrir Reykjanesi og jarðskjálftar.
Samfara þeim var og mikil óáran árin 1226 og 1227, myrkt var um miðjan dag svo sem nótt væri af sandfoki og ösku.

Arnarseturshraun-221

Arnarsetushrauns.

Sumarið 1226 var t. d. kallað rotsumar hið mikla og veturinn, sem var fellivetur mikill, sandvetur.
Árið 1231 er ennþá eldur uppi fyrir utan Reykjanes og var mikill grasbrestur um sumarið, sem kallað var sandsumar.
Árið 1238 er enn gos fyrir Reykjanesi, án þess þó að frekari sagni r séu til um það.
Árið 1240 er enn eldgos fyrir Reykjanesi og er þess getið, að sól hafi orðið rauð. Landskjálftar urðu og svo miklir á Suðurnesjum, að sex bæir hrundu þar til grunna. Ekki er þó getið um, að manntjón hafi orðið.
Árið 1285 er getið um, að land hafi fundizt vestur af Íslandi, og Skálholtsannáll segir, að þá hafi Duneyjar fundizt. Hins vegar er landfundur þessi ekki settur í samband við eldgos eða eldsumbrot svo að getið sé.
Eldsumbrota á 13. öldinni og um aldamótin 1300 á hafsbotni fyrir utan Reykjanes er oft getið erlendis, og það eru talin stór undur, að sjórinn skuli brenna.
Árið 1340. Gísli biskup Oddsson segir í annálum sinum frá eldgosi í Trölladyngju þetta ár og segir, að hraun hafi runnið í sjó fram í Selvogi. Þetta mun þó næsta ómögulegi, vegna þess að þar á milli eru tveir fjallgarðar, svo að hraun hefur ekki getað runnið frá Trölladyngju og niður í Selvog. Hins vegar má geta þess, að mjög nýleg hraun hafa runnið úr Brennisteinsfjöllum, Kistufelli og nálægum eldgígum og einmitt niður í Selvog. Svo að líklega hefur eldurinn verið uppi einhverstaðar á þeim eystri slóðum, en það ruglazt til hjá Gísla, enda er þessa goss í Trölladyngju hvergi getið annars staðar.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – yfirlit.

Þetta sama ár halda menn og, að Ögmundarhraun hafi runnið [rann reyndar 1151], en það kom úr þrem gígaröðum við suðaustur hornið á Núphlíðarhálsi og rann niður í sunnanverða dældina, sem er á milli Austur- og Vestur-hálsanna (Núphlíðar- og Sveifluhálsa) og rann svo allt til sjávar austan frá Krýsuvíkurbjargi og vestur að Ísólfsskála. Hraunflóð þetta hefur vafalaust farið að nokkru yfir byggð, og sér enn allmikilla bæjarrústar austast í hrauninu í svokölluðum Húshólma, og segir Eggert Ólafsson, að þar hafi verið kirkjustaður, er Hólmsstaður hafi heitið og sjái ennþá minjar kirkjugarðsins. Hraunið er ákaflega úfið og ógreitt yfirferðar, og sagt er, að nafn þess sé þannig til komið, að maður að nafni Ögmundur hafi verið fenginn til þess að ryðja slóð yfir hraunið og skyldi hann svo taka vegatoll af hverjum vegfarenda, sem um hraunið færi.

Ögmundastígur

Dys Ögmundar við Ögmundarstíg í Ögmundarhrauni.

Til tollgæslunnar reisti hann sér svo hreysi við austur enda ruðningsins. En ferðamenn hafa ekki kunnað þessari kvöð, ef þeir þurftu að leggja leið sína um hraunið, því svo mikið er víst, að eitt sinn, þegar að er komið finnst Ögmundur myrtur við kofa sinn. Hann var svo dysjaður í hraunbrúninni eystri og sér þar enn dysina. En nafn vegagerðarmannsins hélzt svo við hraunið.
Vestan hraunsins og norðan rís Núpahlíð upp í þverhnýptu hamrabelti. Jarðsig hefur eflaust orðið, þegar hraunið rann, og jörðin klofnað um eldsprunguna, því að uppi á hamrabeltisbrúninni sér hálfa eldgígana. Í annáli Gísla biskups segir enn sama ár: „Einnig Reykjaneshöfði eyddist í eldi meira en að hálfu, sjást merki hans ennþá í rúmsjó, gnæfandi drangar, sem af þessu nefnast Eldeyjar, — eða Driftarsteinn, eins og eldri menn vilja kalla þá.
Sömuleiðis Geirfuglasker, þar sem allt til þessa sjást fjölmargir brunnir steinar“.

Geirfuglasker

Geirfuglasker.

Slíka voða viðburði segja aðrir orðið hafa árin 1389—1390 og eru frá þeim tíma uppi munnmæli um, að Reykjanes hafi eyðst að hálfu. Slíkar sagnir, frá hvoru árinu sem er, munu þó ekki á rökum reistar, af því að í Fornskjalasami Íslands er gamalt skjal frá 1270, sem sýnir, að þá hafi landslag á nestánni verið það sama sem í dag og sömu örnefni.
Árið 1360. Eldsuppkoma enn í Trölladyngju, og Flateyjarannáll getur þess, að margir bæir hafi eyðst austur í Mýrdal vegna öskufalls, vikurinn hafi borizt upp á Mýrar og eldana séð af Snæfellsnesi. Sennilega hafa þó verið eldar uppi samtímis í Austurjöklunum, af því að ólíklegt er, að vikurfall úr Trölladyngju hafi eytt bæi í Mýrdal, sérstaklega sem þess er ekki getið frá nærsveitunum, að gosið hafi verið sérlega stórfenglegt.

Nupshlidarhals-221

Núpshlíðarháls (Sogin).

Árið 1389—90 er enn greint frá eldgosi í Trölladyngju og í frásögn af því gætir sömu firrunnar nú hjá Jóni Espólín, þar sem hann segir frá því, að hraun hafi runnið þaðan suður í sjó og austur í Selvog. Líklegra er að þau hraun, sem hann getur um, að runnið hafi suður til hafs, hafi komið úr gígaröðum syðst á Núphlíðarhálsi og fyrir vestan hálsinn, og séu nýjustu hraunin, sem runnið hafa í grennd við Ísólfsskála.
Árið 1422 er eldur uppi útsuður frá Reykjanesi. Lögmannsannáll segir frá því gosi þannig: „ … kom upp eldur í hafi í útsuður undan Reykjanesi, skaut þar landi upp, sem sjá má síðan, þeir er þar fara nærri síðan“.
Árið 1510. Gos í Trölladyngju, ekki er frekar skýrt frá gosi þessu.
Árið 1583 var eldur uppi fyrir Reykjanesi, og Gísli biskup Oddsson getur þess, að kaupmenn frá Bremen hafi séð eldana brenna í hafdjúpinu og þótt stór undur.

Eldey

Eldey.

Árið 1783. Snemma í maí mánuði þetta ár sjá sæfarendur reykjarmökk mikinn stíga upp úr hafinu um 7 mílur út af Reykjanestá, og ösku og vikurfallið var svo mikið, að skip á þeim slóðum, á um það bil 20—30 mílna svæði, áttu illt með, að komast í gegn um vikurhrannirnar. Hafði myndast þarna allhá klettaeyja og sögðu sumir, að hún hefði verið full míla að ummáli, en aðrir voru ekki eins stórtækir og töldu ummál hennar einungis verið hafa þriðjungur úr mílu. Sjávardýpi umhverfis eyna hafði og breytzt all-verulega, og boði, sem braut mjög á, hafði myndazt l1/3 mílu í norðaustur frá eyjunni.

Stampahraun-221

Stampahraun.

Með konungsúrskurði frá 26. júní s. á. sló Danakonungur og stjórn eign sinni á þessa nýju eyju, sem var nefnd Konungsey. En þetta nýja land eða eyja virðist ekki hafa kunnað hinni konunglegu náð og virðing sem skyldi og hvarf aftur í djúpin blá til uppruna síns. En það er ætlun manna, að Eldeyjarboði svonefndur sé leifar þessarar horfnu eyju, eða, að hann hafi að minnsta kosti orðið til við eldsumbrotin þetta ár.
Þetta sama ár, en litlu síðar eða 8. júní, hefjast hinir ægilegu Skaftáreldar, sem stóðu svo nær til áramóta. Móðuharðindin, einhver þau ægilegustu harðindi og vesöld, sem yfir landið hafa gengið, fylgdu svo í kjölfar þessara elda.
Árið 1830 er enn eldur fyrir Reykjanesi með all-miklu vikurgosi. Það var hinn 6. eða 7. mars (aðrir segja 13. mars), að eldsins varð fyrst vart skammt fyrir sunnan og vestan Eldeyjarboða, og stóð fram í maímánuð.
Árið 1879 er gos fyrir Reykjanesi. Dagana 30. og 31. maí sáu menn frá Kirkjuvogi í Höfnum eldsuppkomu nálægt Geirfuglaskerjum hér um bil 8 mílur undan landi eða á mjög svipuðum slóðum og eldsins varð vart árið 1830. 

geirfugl-221

Geirfugl.

Næsta hálfan mánuð, eða fram um miðjan júní, var svo kolsvört þokubræla yfir hafinu, vestur af Reykjanesi, en þokulaust allsstaðar fyrir innan. Rétt áður en þokunni létti varð svo allmikið öskufall á landi og sá þess vel merki á grasi, en eldsins urðu menn ekki varir nema áður nefnda tvo daga; vikur sást heldur enginn og engir jarðskjálftar fundust svo að getið sá, svo að vart hefur gos þetta verið mjög mikið, og þess er aðeins getið ýtarlegar en annarra gosa, þó að meiri munu hafa verið, vegna þess hversu skammt er síðan það var.
Árið 1884 í júlí mánuði þóttust ýmsir hafa orðið varir við eldgos úti fyrir Reykjanesi, en engar nákvæmar né áreiðanlegar fréttir urðu af því og er mjög vafasamt hvort rétt sé hermt. Sumir þóttust jafnvel hafa séð nýja eyju rísa úr djúpinu þann 26. júlí fyrir norðvestan Eldey í um það bil þriggja mílna fjarlægð.
Ég hefi nú drepið lauslega á eldsumbrot þau, er sögur og annálar greina frá að verið hafi á Reykjanesskaganum og fyrir vestan hann á hafsbotni, og talið þau upp í réttri tímaröð.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort; nútímahraun.

Það er hins vegar víst, að mörg hraun á Reykjanesskaganum hafa brunnið síðan á landnámstíð, þó að gosanna sé hvergi getið og menn viti því ekki með neinni vissu hvaðan þau hafa runnið, enda mergð gíganna svo gífurleg, að eðlilegt er, að annálahöfundar og aðrir heimildarritarar hafi ruglað þeim saman, er þeir gátu um gos og hraunrennsli í sambandi við þau. En alla leið suður og vestur endilangan skagann má segja, að sé samfelld röð eldgíga stórra og smárra, og það er ekki laust við, að ennþá sé hiti í sumum þeirra, t. d. sumum upp af Grindavík.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – sveimar.

Allar eldstöðvarnar á skaganum liggja í nokkurn veginn beinni línu frá norðaustri til suðvesturs, og sömu stefnu hefur eldstöðvahryggurinn, sem liggur neðan sjávar frá ystu nöf skagans. Þetta er og sama megin eldstöðva línan, sem liggur um þvert landið, og eyjan Jan Mayen, sem er eldbrunnin, liggur á mjög svipaðri línu, langt norður í hafi. Þá er skaginn einnig mjög sundur skorinn af gjám og sprungum sem hafa flestar sömu stefnu og gígaraðirnar og eru á svipuðum slóðum. Það er alls ekki óhugsandi, að einhver hinna mörgu gíga á Reykjanesi taki upp á þeim ósköpum að fara að gjósa, áður en langt um líður.

Kaldarsel-221

Kaldárselshraun.

Ég vil í þessu sambandi minnast nokkrum orðum á jarðskjálfta, sem hafa gengið yfir Reykjanesskagann og hafa haft sögulegar afleiðingar i för með sér; sumra hefi ég þegar getið, eða þeirra, sem hafa staðið í sambandi við eldgos á þessum slóðum. Ég minnist á jarðskjálftana hér í þessu sambandi, vegna þess að þeir standa einmitt svo oft í nánum tengslum við eldgos, enda þótt slíkt sé ekki endilega nauðsynlegt; og jarðskjálftar þurfa engan veginn að orsakast af eldgosum beinlínis. Verstu og hættulegustu landskjálftarnir hafa venjulega komið sem þjófur á nóttu og ekki sýnilegt, að þeir hafi staðið í neinu sambandi við eldgos. Hins vegar fylgist að, að eldgosasvæði eru einnig mjög oft meiri landskjálftasvæði en önnur.

Jarðskjálftar

Jarðskjálftar á Reykjanesi í júlí 2004.

Jarðfræðirannsóknir hafa sýnt, að jarðskjálftakippir eru nátengdir brestum og sprungum í jarðskorpunni, en á eldgosasvæði eru einmitt miklu meir af sprungum og gjám en annars staðar, en eins og áður getur þá er Reykjanesskaginn ákaflega sprunginn og sundur skorinn; jarðskjálftar eru líka mjög tíðir á skaganum einkum sunnan til á honum, sér í lagi eru smákippir tíðir.
Á fyrri öldum hafa menn mjög fáar frásagnir af jarðskjálftum á skaganum, líklega vegna þess hveru linir og meinlausir þeir hafa oftast verið, og mönnum ekki þótt í frásögur færandi nema þeir yrðu mönnum eða skepnum að bana, leggðu bæi í rústir eða röskuðu til jörðinni.

Herdisarvik 1900-221

Herdísarvík 1900.

Árið 1663 er eiginlega fyrst getið jarðskjálfta á Reykjanesi svo að nokkru nemi. Að sögn séra Þorkels Arngrímssonar Vídalín í Görðum eyddi þá marga bæi um skagann allan. Kleifarvatn minnkaði stórlega; vatnið sogaðist svo í gjár neðanjarðar, að nú varð fær vegur fram með því undir klettunum, en áður hafði vatnið náð 300 fet upp í hamarinn. Þá er þess getið í riti nokkru, sem gefið var út í Frankfurt 1715, að jarðskjálfti hafi orðið á Íslandi 1653, og sagt, að borgin „Keplavvick“ hafi þá beðið mikið tjón. Ef nokkur fótur er fyrir þessu, gæti hér verið um sama jarðskjálftann að ræða, en ártalið skolast til.
Árið 1724 ganga enn landskjálftar yfir Reykjanesskagann aðallega að sunnan og austan. Bærinn í Herdísarvík hrundi, og ráðsmaður Skálholtsstóls, Arngrímur Bjarnason að nafni, dó undir Krýsuvíkurbjargi við sölvatekju af grjótflugi úr bjarginu.

Badstofa-221

Baðstofa í Krýsuvík.

Árið 1754 er enn getið landskjálfta, og í Krýsuvík kom upp nýr hver 6 faðma víður og 3 faðma djúpur.
Árið 1879 urðu allharðir landskjálftakippir á Reykjanesskaga um lok maímánaðar. Harðastir voru þeir um hverasvæðið við Krýsuvík; bær féll á Vigdísarvöllum og fólk flúði úr bæjum í Nýjabæ við Krýsuvík.
Árið 1887, morguninn hinn 28. október urðu allmiklir jarðskjálftar víða um Suðurland, en voru lang harðastir utarlega á Reykjanesskaga, og í Höfnum fundust um daginn 40 kippir og voru sumir mjög harðir. Valahnúkur, sem Reykjanesvitinn stóð þá á, klofanaði og mynduðust þar þrjár eða fleiri sprungur allmiklar, og var ein þeirra aðeins um 3 álnir frá sjálfum vitanum; síðar þetta ár (í desember) féll 7 faðma langt og 3 faðma breitt stykki framan úr hnúknum. Á ljósabúnaði vitant urðu allmikil spjöll og vitavörður varð að slökkva öll ljós í honum. Upp úr þessu var vitinn svo fluttur af hnúknum vegna þess að menn voru alls ekki lengur óhultir með hann á þeim stað. Þá sprungu og veggir í steinolíuhúsi vitans og bær vitavarðarins skekktist einnig og skemmdist. Leirhverinn Gunna, sem er skammt austan við bæinn á Reykjanesi á svo kölluðum Hvervöllum, breyttist einnig talsvert.

reykjanesviti 1884

Reykjanesviti 1884.

Árið 1889, um haustið, 13. október, urðu harðar jarðskjálftahreyfingar víða kringum Faxaflóa. Skip í hafi fyrir Reykjanesi urðu greinilega vör þessara jarðhræringa. Mestir urðu jarðskjálftar þessir á Krýsuvíkursvæðinu, en minni þegar lengra kom fram á skagann og enginn spjöll urðu á vitanum né umhverfis hann. Hús hrundi á Hvassahrauni og steinhús á Sjónarhól klofnaði og ýms smávægilegri spjöll urðu á húsum á Vatnsleysu-ströndinni. Á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík hrundu allmörg peningshús algjörlega.
Árið 1896, hið ægilega jarðskjálftaár, þegar allt Suðurlandsundirlendið lék á reiðiskjálfi síðari hluta sumars, urðu menn á Reykjanesskaganum aðeins lítillega varir við jarðskjálfta.
Árið 1899 urðu enn jarðhræringar við Faxaflóa sunnanverðan og lang harðastir suður með sjó á Reykjanesskaganum. Aðfaranótt 27. febrúar fundust t. d. 12 kippir, sumir mjög harðir, í Keflavík milli kl. 1 og 2,15. Í Höfnum hrundi kotbær einn, Magnúsarbær í Kirkjuvogi, til grunna, en hann var heldur lélega byggður. Jarðskjálftar þessir urðu þó lang mestir úti á Reykjanestánni sjálfri í grend við vitann, og ekki varð kveikt á honum á meðan jarðskjálftinn stóð yfir. Þá þorði fólkið ekki að hafast við í bænum um nóttina, vegna þess að grjótflug var nokkturt úr fellinu, sem bærinn stendur undir. Hús höfðu og skekkst og sprungið, og tröppurnar við vitadyrnar höfðu sprungið frá, ljóskeilan oltið á hliðina og glasið brotið.

Reykjanes

Reykjanes – misgengi.

Þá hafði 200 faðma löng sprunga komið í jörðina við Gunnuhver og stefndi hún frá landnorðri til útsuðurs, eða eins og allar aðrar eldsprungur á Reykjanesskaganum.
Ég hefi nú drepið mjög lauslega á helztu eldsumbrotin og jarðskjálftana, sem orðið hafa á Reykjanesskaganum frá því að land okkar byggðist fyrir um það bil tíu og hálfri öld síðan og sem getið er í fornum heimildum bæði annálum og sögum. Ég hefi tínt þessi brot saman úr ýmsum áttum, en hefi þó aðallega stuðst við hin gagnmerku rit Þorvaldar Thoroddsen: Lýsing Íslands, Jarðskjálftar á Suðurlandi og Landskjálftar á Íslandi auk Íslenzkra Annála.

Husholmi-grafreitur

Húshólmi.

Einnig hefi ég haft hliðsjón af og tekið atburði eftir þeim ritum, sem nú skulu talin: Íslenzk Annálabrot og Undur Íslands eftir Gísla Oddsson biskup í Skálholti; Ferðabók þeirra félaganna Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar ritaða af þeim fyrrnefnda; Ferðabók Sveins Pálssonar og Rit um jarðelda á Íslandi, sem Markús Loftsson, bóndi á Hjörleifshöfða, hefur safnað til og ritað.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – gígur 2022.

Ég vil taka það fram, að ég hefi einungið tekið þessi brot saman og látið frá mér fara með það fyrir augum, að það gæti orðið til þess, að þeir, sem á Reykjanesskaganum búa og greinarkorn þetta lesa, myndu ef til vill frekar minnast og halda til haga sögnum, sem þeir hafa heyrt frá atburðum þeim, sem hér greinir frá, eða öðrum, sem eru þess verðir, að sagnir og lýsingar af þeim séu geymdar en ekki gleymdar og sem myndu verða kærkomnar upplýsingar og heimildir fyrir þann eða þá, sem síðar eiga eftir að fást við að rita tilkomna lýsingu þessa eldbrunna skaga og sögu þeirra manna, sem hann hafa byggt, allt frá því að Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaðurinn, sló eign sinni á hann gjörvallan og til vorra tíma.“

Heimild:
-Faxi, 8. árg. 1948, 3. tbl., bls. 10.
-Faxi, 8. árg. 1948, 4. tbl., bls. 6-7.
-Faxi, 8. árg. 1948, 5. tbl., bls. 3-4.

Eldgos

Eldgos í Geldingadölum 2021. – Árni Sæberg.

Strandarkirkja

Í Nýja dagblaðinu árið 1936 er grein eftir J.J. undir fyrirsögninni „Eitt af kraftaverkum Strandarkirkju„:

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

„Allir Íslendingar kannast við Strandakirkju og á hverju ári senda hundruð manna bænir sínar til hennar, bænir um hjálp í margháttuðum erfiðleikum. Að þessu leyti stendur Strandakirkjujörðin falin í kraftaverkatrú fyrri alda og samtíðarinnar. En Strandakirkja er líka nútíma stofnun, sem metur „staðgreiðslu“ og full skil mikils í öllum viðskiptum. Þess vegna láta þeir sem leita hjálpar hennar, nokkra upphæð í reiðufé fylgja áheitum sínum. Stundum til kirkjunnar sjálfrar, stundum til hinna meira og minna syndugu blaða í höfuðstaðnum.
Ég hefi alveg nýlega heimsótt Strandakirkju og við þá kynningu sannfærzt um mátt hennar og veldi. Þess vegan ætla ég að segja í stuttu máli söguna um eitt af „kraftaverkum“ hennar, eins og sjá má af þeim vegsummerkjum í nálægð kirkjunnar.

Selvogur

Selvogur – loftmynd 2024.

Menn segja að upphaf Strandakirkju sé það, að langt aftur í miðöldum hafi skip verið í sjávarháska á hafinu út af Selvognum. Þá hafi skipshöfnin í neyð sinni fest það heit, að hún skyldi gefa fé til að reisa kirkju, þar sem komið yrði að landi, ef skipverjum yrði bjargar auðið. Og á einhvern undursamlegan hátt bjargaðist skipshöfnin gegnum brim og boða upp að Strönd í Selvogi. Önnur kirkja mun þá hafa verið þar í vognum, á stærstu jörðinni í hverfinu. Eftir að Strandakirkja var byggð fyrir gjafafé hinna sjóhröktu manna, voru því tvær kirkjur í Selvogi og tæplega hálfrar stundar gangur milli þeirra. Þannig liðu aldir.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – loftmynd 2024.

En þegar að því kom, að önnur kirkjan varð að víkja, þá sigraði Strandakirkja sökum hins dularfulla eðlis og uppruna. Þjóðtrúin geymdi minninguna um hin fyrstu tildrög að kirkju á Strönd í Selvogi. Þar hafði orðið kraftaverk, sem bjargaði lífi heillar skipshafnar. Strandakirkja var grundvölluð á kraftaverki og það, sem meira var, þjóðinni virtist að hún héldi áfram að gera kraftaverk. Í mörg hundruð ár hefir þjóðtrúin haldið vörð um helgi þessarar kirkju. Og sá vörður hefir verið svo sterkur og máttugur, að hrós Strandakirkju hefir farið vaxandi, eftir því sem tímar liðu. Áhrif Strandakirkju hafa aldrei verið meiri en nú. Hún er eina kirkjan á landinu, sem er auðug að fé. Hún á gilda sjóði og fögur lönd, og til hennar streyma árlega gjafir svo að skiftir mörgum þúsundum króna.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – loftmynd 2024.

Þjóðin virðist hafa fengið örugga reynslu fyrir því í margar aldir, að það sé heppilegt að leita skjóls og griða undir verndarvæng þeirrar kirkju, sem hinir hraustu sjómenn reistu fyrir mörgum öldum til minningar um undursamlega frelsun úr heljargreipum. Þannig er vald og máttur Strandakirkju.

Reykjanesskaginn er allur brunninn og fullur af gömlum eldborgum. Úr sumum þessum gígum hefir runnið geysimikið hraun, er myndar mikla sléttu frá ósum Ölfusár og vestur að Selvogi og Herdísarvík. Allt þetta land hefir verið skógi vaxið og grasi gróið til forna. En á miðöldunum og síðan hefir það blásið upp og til skamms tíma var allt þetta mikla landflæmi algerð eyðimörk. Sá gróður, sem eftir lifði, var í stöðugri hættu af búpeningi bændanna í Selvogi og Ölfusi.

Strandarkikrja

Strandarkirkja og nágrenni.

En höfuðóvinur byggðarinnar, sandurinn, skoraði sjálfa Strandakirkju á hólm og skeytti ekki um helgi hennar. Sandurinn umlukti bygðina alla sem lá að kirkjunni, Selvogshverfið, í faðmi sínum. Og að síðustu einangraði hann kirkjuna sjálfa. Sandfokið lagði í eyði prestssetrið Strönd, rétt hjá kirkjunni, með mörgum hjáleigum, og myndaði síðan breitt sandbelti frá sjónum og upp til heiða, milli Selvogsbyggðar og Strandakirkju. Að lokum var svo komið, fyrir fáum árum, að oft var illfært í Strandakirkju, eða úr kirkju, heim í Selvog, fyrir sandbyl.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Strandakirkja virtist vera að bíða ósigur. Prestsetur hennar og næstu jarðir voru komnar í eyði. Sjálf stóð hún ein út við hafið, umlukt sandhólum. Byggð hennar var öll í hættu af sandi og virtist geta farið í eyði hvenær sem vera skyldi.

En Strandakirkja var ekki vön að bíða ósigur. Og árið 1928 kom henni óvænt hjálp. Sýslumaður Árnesinga, Magnús Torfason, flutti á Alþingi frumvarp um nokkra réttarlega sérstöðu fyrir Strandakirkju. — Yfirstjórn hennar skyldi heimilt að verja af auði kirkjunnar nokkurri upphæð til að græða sandinn í Strandalandi. Það voru tæpir 400 ha., nálega samfelld eyðimörk.
Málið mætti andstöðu í þinginu frá levitunum og hinum skriftlærðu. Biskup landsins var því andvígur og eins guðfræðikennarinn, sem átti setu á Alþingi. Auk þess margir af hinum fastlaunuðu þjónum.“ – J.J.

Heimild:
-Nýja dagblaðið, 188. tbl. 19.08.1936, Eitt af kraftaverkum Strandarkirkju, J.J. bls. 2.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Vatnsnesviti

Við Vatnsnesvita í Keflavík er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Slysavarnir við Íslandsstrendur

Vatnsnesviti

Vatnsnesviti.

Til forna höfðu menn margvísleg ráð til að rata á úthafinu en oft reyndist hættulegasti kaflinn vera sá sem næstur var landi, þá skipti miklu að vera staðkunnugur. Þegar siglingar milli landa urðu tíðari fóru menn að skoða leiðir til að leiðbeina sæfarendum t.d. með sjómerkjum.

Fyrsti ljósvitinn sem reistur var á Íslandi var reykjanesviti árið 1878. Í kjölfarið komu svo aðrir vitar einn af öðrum eftir strandlengjunni. Vatnsnesvitinn var reistur árið 1920 til að leiðbeina sæfarendum sem sigldu hér inn til hafnar.

Sjóslys voru alla tíð algeng við Íslands strendur. Á tíomabilinu 1881 til 1930 drukknuðu til dæmis 3442 sem er að meðaltali 70 manns á ári. Það var mikil blóðtaka fyrir fámenna og fátæka þjóð. Þessi kafli í sögu Íslands er átakanlegur og harmur þeirra sem misstu ástvini sína mikill. Sjóslysið varð oft upphafið af enn meiri harmi þegar heimili voru leyst upp og fjölskyldur sundruðust.

Árið 1928 var Slysavarnarfélag Íslands stofnað, sem síðar varð Landsbjörg. Þessar fjöldahreyfingar hafa lyft grettistaki í björgunarmálum þjóðarinnar.“

Vatnsnesviti

Vatnsnesviti – skilti.

Hrauntún

Á vefsíðu Þjóðgarðsins á Þingvöllum er fróðleg grein Gunnars Grímssonar, landvarðar á Þingvöllum, um Hrauntún:

Hrauntún

Hrauntún – nú eyðibýli.

„Hrauntún er eyðibýli í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það er staðsett í miðri sigdældinni í norðanverðu Þingvallahrauni milli Sleðaásgjár og Hlíðargjár og tæpum tveimur kílómetrum sunnan Ármannsfells.

Við skrif Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1711 var Hrauntún aðeins örnefni í skóginum. Þar var að sögn búið til forna en bærinn lagðist samkvæmt munnmælum í eyði í plágunni miklu og þar hafi síðar verið selstaða frá Þingvallabæ. Annað Hrauntún – síðar nefnt Litla-Hrauntún – hafi þá og verið nokkuð norðaustar og „skammt eitt þar í frá“; var það einnig talið aflagt í plágunni.

Hrauntún

Hrauntún 1929 – Jóhannes Kjarval.

Nýbýli var stofnað í Hrauntúni 1830 sem hjáleiga Þingvallabæjar. Það hélst í byggð í rúm 100 ár en var aflagt 1935 í kjölfar þjóðgarðsmyndunar. Þar bjuggu þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu sem ræktuðu sæmilegt býli úr nánast engu, hlóðu mikla grjótgarða og varðveittu um leið stóran hluta þekktra örnefna í og við þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Hrauntúnsbærinn
Sigurveig Guðmundsdóttir, sem dvaldi ásamt móður sinni í Hrauntúni sumarið 1919, lýsir húsakynnum Hrauntúnsbænda í grein sinni Sumar í Hrauntúni sem kom út í Lesbók Morgunblaðsins 26. desember 1984:

Hrauntún

Hrauntúnsbærinn. Uppdráttur eftir mynni Sigurveigar; teiknaður af Gísla Sigurðssyni, ritstjóra Lesbókarinnar.

„Mitt í þessu fagra ilmandi grængresi reis bærinn Hrauntún, hlýr og vinalegur eins og torfbæir einir gátu orðið. Tvær burstir sneru til suðurs fram á hlaðið og bæjargöngin á milli. Baðstofan var með einum sexrúðu glugga á stafni og tveggja-rúðu glugga til vesturs. Stofan var með þrísettum glugga og klædd bárujárni. Baðstofan með eldhúsið og fjósið afturaf var allt klætt torfi. Vandlega hlaðin stétt úr hraunhellum var fyrir framan bæinn. Hlaða, fjárhús og skemma með þvottahjalli lágu við heimtraðirnar sem lágu í norður í átt að Ármannsfelli.

Hrauntún

Hrauntún 2004.

Þrennir fjárhúskofar voru dreifðir um túnið. Austur af túninu var afgirt gerði sem notast var við sem kúahaga. Brunnhola var vestan undir baðstofuveggnum.“

Um stofuna í bænum ritar Sigurveig: „Virðulegasti staður Hrauntúnsbæjar var stofan. Hún var svo virðuleg að fyrstu dagana þorði ég ekki að líta þar inn. Við veggi hinnar blámáluðu stofu stóðu bókaskápar frá gólfi til lofts, bækur á borði, bækur á kistum, allt fullt af bókum, margar í skínandi nýju skinnbandi, gamlar bækur, sögubækur, fræðibækur, tímarit, guðsorð, nýtt og gamalt.“

Staðhættir og örnefni í túni

Hrauntún

Hrauntún – örnefni.

Rústir Hrauntúnsbæjarins standa í miðju túninu. Inngangur er á suðurhliðinni, við stóran matjurtagarð sem er áfastur húsgrunninum að framan. Brunnur er hjá vesturhliðinni; þar er enn hægt að nálgast regnvatn á vorin. Skammt vestan við brunninn eru óljósar mannvirkjaleifar á lágum grasbölum.

Heimreiðin liggur að norðausturhorni bæjarins og eru grjóthlaðnar traðir meðfram henni. Þær eru nú nokkuð kjarrgrónar. Flóruð stétt er við traðarendana við bæinn og þar glittir í húsgrunna ýmissa skúra. Sunnan við stéttina eru stórar mannvirkjaleifar með niðurgröfnum kjallara og suðaustan þeirra er útihús.

Hrauntún

Hrauntún – grjótgarður.

Hrauntún er umgirt tilkomumiklum, ferhyrndum grjótgarði, ríflega 200 x 200 m á stærð, víða mannhæðarháum en sums staðar hefur hann látið undan trjágróðri. Garðurinn hefur að líkindum verið hlaðinn og færður út í mörgum áföngum og má glöggt greina legu eldri garðbúta í túninu, sérstaklega að norðan- og sunnanverðu. Nokkrar grjóthrúgur eru í túninu og eru þær líklegast þar vegna túnræktar.

Innan þessa grjótgarðs er þvergarður sem aðskilur eystri þriðjunginn frá túninu. Þar var hagi fyrir kýr. Norðaustast í honum er grjóthlaðin rétt og mannvirkjabrot. Þar sunnan við eru forvitnilegar þústir og er ekki óhugsandi að þar leynist forn mannvirki, þótt ekkert verði fullyrt um það að sinni.

Hrauntún

Frá Hrauntúni.

Suðaustan í túninu er hóll sem kallast Birgishóll og sunnan hans, upp við túngarðinn, stendur lítið útihús með hlöðu. Vestan túngarðsins er smáhóll og á honum er Litlavarða, um 120 cm há. Suðvestan af henni er Hellishóll og í honum er jarðfall og afar grunnur skúti, tveggja til þriggja metra djúpur. Þar við eru aðrar tvær vörður.

Ítök og nytjar

Hrauntún var hjáleiga í landi Þingvalla og deildi því óskiptum landgæðum milli Þingvallabæjar og annarra hjáleigna hans. Skógarnytjum milli Hrauntúnsbænda og Skógarkotsbænda var þó skipt við Markavörðu, hér um bil mitt á milli bæjanna. Hrauntún átti ekki veiðirétt í Þingvallavatni.

Hrauntún

Frá Hrauntúni.

Hrauntúnsbændur söfnuðu mestmegnis kalviði úr skóginum til eldsneytis en skammt austan Hrauntúns er örnefnið Kolgerðir. Þar hefur eflaust verið gert til kola áður fyrr. Norðaustan Kolgerða eru sjónarhólar frá bænum sem nefnast Skyggnirar og Háskyggnirahólar.

Slægjur áttu Hrauntúnsbændur á Hofmannaflöt við Ármannsfell. Einnig hafa bændurnir slegið Sláttubrekku í Ármannsfelli og Biskupsflöt inn við Mjóafell, auk fjölda annarra grasbletta í skóginum. Stundum var farið lengst inn í Sæluhúsaflóa og Brunna til slægna.

Þingvellir

Þingvellir – Gaphæðaskjól.

Tveir stekkir voru notaðir frá Hrauntúni. Annar þeirra hét Gamli-Stekkur, 900 metrum austan bæjarins. Hinn hét Nýi-Stekkur, neðan við Stóragil í Ármannsfelli í tveggja kílómetra fjarlægð. Fjárgeymslu átti Hrauntún í Lambagjá, rétt norðan bæjarins. Það er þó ekki gjá heldur aflöng, sprungin hraunklöpp með grjóthleðslum fyrir báða enda.

Fjárhellir bæjarins var við Gapahæðir suðaustan Hrauntúns. Engar selstöður eru kenndar við Hrauntún en sunnan Gapahæða eru tveir hólar sem kallast Selhólar.

Samgöngur til og frá Hrauntúni

Hrauntún

Nýja-Hrauntúnsgatan.

Hrauntún var úr alfaraleið fram til 1910, þegar Nýja-Hrauntúnsgata var rudd fyrir vagna og bifreiðar. Gata þessi liggur frá Skógarkoti og norður til Hrauntúns, sveigist þar meðfram norðvestanverðum túngarðinum og að bæjartröðunum. Áður fyrr var farið til Skógarkots um Hrauntúnsgötu; hún liggur ögn austar í landinu og hefst við suðausturhorn túngarðsins í Hrauntúni. Þar við er einnig upphaf Gaphæðaslóða sem liggja í suðaustur að fjárhelli bæjarins við Gapahæðir.

Hrauntún

Hrauntún – Stekkjargatan.

Stekkjargata bæjarins – sem ber ekkert nafn – liggur beint austur frá Hrauntúni að Gamla-Stekk undir Stórhólum. Gatan er vörðuð að hluta til og heita tvær þeirra næst bænum Skyggnisvarða og Hálfavarða. Frá Gamla-Stekk virðast einhverjir slóðar liggja áleiðis að Prestastíg.

Heybandsvegur Hrauntúnsbænda heitir Víðivallagata og liggur norðaustur af bænum um Víðivelli inn að Hofmannaflöt, þar sem heyjað var. Gatan er nú gróin og illgreinanleg á köflum en hefur verið endurheimt inn að Brúnavörðu.

Norður af bænum liggur malarslóði og kallast Réttargata. Liggur hún að gömlu skilaréttinni við Sleðaás en nyrðri hluti hennar er ekki malarboinn. Leiðir tvístrast miðja vegu milli Hrauntúns og Ármannsfell og liggur eystri gatan, sem er malarborin, til norðausturs að Sandskeiðum.

Hrauntún

Hrauntún – Þrívörður.

Vestur af Hrauntúni, norðan Þrívarðna, liggur ógreinileg leið í gegnum Þrívarðnaskóg og niður bergrima á Sleðaásgjá sem nefnist Jónsstígur. Leiðin er almennt kennd við stíginn og liggur áleiðis að Leynistíg á Almannagjá. Norðan leiðarinnar má sjá móta fyrir öðrum götuslóðum sem virðast stefna í átt að Sleðaási og Ármannsfelli um Löngulág. Hér gæti forn alfaraleið hafa legið niður til Þingvalla. Á þessum slóðum er Stóravarða og skammt austar, nálægt Réttargötu, er Gráavarða.

Að lokum liggur Leiragata frá Hrauntúni í suðvestur og fer um Leirastíg á Leiragjá. Hana fóru Hrauntúnsbændur er þeir þvoðu þvott og ull við Leiralæk, þá er hann rann óbeislaður um Leirar. Leiragata sameinast Nýju-Hrauntúnsgötu skammt vestan Hrauntúns.

Hraunbúarnir í HrauntúniHalldór Jónsson

Hrauntún

Hrauntún 2004.

Hrauntún var byggt að nýju 1830 af Halldóri Jónssyni (1796–1872) frá Eyrarsveit á Snæfellsnesi, vinnumanni séra Björns Pálssonar Þingvallaprests sem hafði þá nýtekið við prestkallinu. Halldór er sagður hafa reist býlið ofan á gömlu seltóftum Þingvallabænda en gamla bæjarstæðið – Gamla-Hrauntún – hafi verið skammt norðaustar. Engin frekari vitneskja hefur varðveist um þær mannvirkjarústir. Halldór var kvæntur Maríu Jónsdóttur (fædd um 1782, dáin milli 1845–1850) og síðar Guðrúnu Gísladóttur (1816–1867).

Hrauntún

Hrauntún – túngarður.

Búskapurinn á Hrauntúni einkenndist af miklum harðindum fyrstu áratugina. Bústofninn hafi í fyrstu talið þrjár ær og túnbletturinn gaf aðeins fimm hestburði af töðu. Halldór ræktaði landið síðan af kostgæfni næstu 40 árin og lagði grunninn að sæmilegu meðalbýli, með háum grjótgörðum og túnbletti sem var ræktaður úr nánast engu. Halldór var sæmdur heiðurspeningi („Ærulaun iðni og hygginda“) af Danakonungi árið 1868 fyrir dugnað og hagsýni í búskap og sinnti Halldór hreppstjórastörfum fyrir Kristján Magnússon í Skógarkoti seinustu æviárin.

Jónas Halldórsson

Hrauntún

Hrauntún – túngarður.

Við andlát Halldórs Jónssonar 1872 var Hrauntún gert að tvíbýli. Tók sonur Halldórs, Jónas Halldórsson (1853–1922), við öðrum helmingnum aðeins 18 ára að aldri. Hinn helmingurinn fór alls til fjögurra annarra bænda. Enginn þeirra dvaldist þar langdvölum. Einn af þeim hét Tómas Jónsson, áður bóndi á Kárastöðum til áratuga. Hann varð úti í kafaldsbyl í janúar 1883. Eftir það hefur Jónas Halldórsson séð alfarið um búskapinn í Hrauntúni og var þar bóndi næstu 50 árin. Hann var kvæntur Hólmfríði Jónsdóttur (f. 1845).

Jónas var rammur að afli og atorkusamur. Hreppstjóri Þingvallasveitar varð hann 25 ára gamall og sinnti því nær alla sína tíð. Fyrir þrítugt vann hann að meiri háttar vegbótum á Kjalvegi og hlóð veginn upp Sandkluftir. Einnig vann hann þreytulaust að grjótgarðinum mikla í Hrauntúni. Jónas var þekktur fyrir sérlyndi og var svo mikill bókasafnari að gestir áttu ekki orð er þeir komu í stofu bæjarins.

Halldór Jónasson

Hrauntún

Hrauntún – Hrauntúnsrétt.

Halldór Jónasson (1878–1969) tók við Hrauntúni að föður sínum látnum 1922 og hélt þar búskap fram til 1935, þegar byggð lagðist af í Þingvallahrauni í kjölfar þjóðgarðsmyndunar. Húsakynnin voru rifin þremur árum síðar. Halldór rak síðar fornbókaverslunina Bókaskemmuna í Reykjavík; hann lést 1969 og er grafinn í Þingvallakirkjugarði.

Halldór vann um 20 ára skeið að vegabótum á hálendinu og var um það rætt (sbr. Árbók Ferðafélags Íslands 1930, bls. 65), að enginn hafi dvalið lengur í óbyggðum – 500 nætur – en Halldór, að Fjalla-Eyvindi undanskildum. Halldór varðaði Kjalveg, ruddi Kaldadal, Uxahryggi og Leggjabrjót sem og Arnarvatnsheiði og Grímstunguheiði.

Ásgeir Jónasson

Hrauntún

Hrauntún – hellulagða stéttin framan við bæinn.

Vert er að minnast á bróður Halldórs, Ásgeir Jónasson skipstjóra, í þessari umfjöllun. Ásgeir var þaulkunnugur sínum heimahögum og ritaði tvær greinar í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags á 4. áratug 20. aldar. Sú fyrri, Örnefni í Miðfellshrauni og á Miðfellsfjalli í Þingvallasveit, kom út 1932 og hin, Örnefni í Þingvallahrauni, árið 1939. Örnefnaskrár þessar – og sérstaklega hin síðarnefnda – eru einstaklega áreiðanlegar og geta lesendur hæglega notað þær sem leiðarvísa á göngu sinni í hrauninu. Með skrifum þessum tryggði Ásgeir Jónasson áframhaldandi varðveislu örnefna í og við þjóðgarðinn á Þingvöllum.“

Heimild:
-https://www.thingvellir.is/fraedsla/oernefni/h/hrauntun/

Hrauntún

Hrauntún – uppdráttur Gunnars Grímssonar.

Ferlir

Á wikipedia má m.a. lesa eftirfarandi um „miltisbrand“ á Íslandi:

Miltisbrandur

Fjöldi staða og bæja þar sem veikin hefur fundist eða má ætla að hún hafi fundist eru tilgreindir hér að ofan eftir landsvæðum og einnig hvernig merkingum hefur verið háttað á hverju svæði. Fjölda staða og bæja þarf að taka með fyrirvara.

„Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum frá Afríku. Miltisbrandur hefur á íslensku einnig verið nefndur miltisbruni, miltisdrep, miltisbráðadauði og skinnapest. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til. Miltisbrandur kom upp í Ölfusi 1965. Í desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd.

Miltisbrands virðist fyrst hafa orðið vart árið 1865 á Skarði á Skarðströnd en þá drápust á annað hundrað fjár vegna sjúkdómsins. Árið eftir kom upp miltisbrandur í Miðdal í Mosfellsveit og þar drápust 20 stórgripir (hross og nautgripir) en einnig lömb og hundar. Ári seinna kom aftur upp miltisbrandur á sama bæ.

Miltisbrandur

Nautgripur frá Afríku.

Upp úr 1870 fór meira á bera á veikinni, einkum í Reykjavík og nærsveitum en það er talið tengjast því að um þetta leyti hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum sem komu um Kaupmannahöfn en voru frá Zansibar í Afríku. Þessar aðfluttu húðir voru allt að helmingi ódýrari en innlendar húðir en einnig var skortur á húðum vegna útflutnings á hrossum og sauðfé. Árið 1890 er talið að fluttar hafi verið til landsins um 4000 stórgripahúðir. Erlendu húðirnar þurfti að leggja í bleyti áður en hægt var að vinna úr þeim og ef húðirnar voru mengaðar miltisbrandsbakteríum smituðust dýr sem komust í það vatn. Árið 1891 var flutt frumvarp á Alþingi til að sporna við hættu af innfluttum hertum húðum og skinnum en ekki var lagt bann við innflutningi. Árið 1902 er samþykkt lög þar sem Alþingi er heimilt að banna innflutning á ósútuðum húðum. Seinna voru einnig sett lög sem banna innflutning á kjöt- og beinmjöli og íblöndun þess í kjarnfóður.

Háteigur

Loftmynd af Reykjavík 1946. Hér má sjá býlin Háteig, Sunnuhvol, Klambra, Reykjahlíð og Eskihlíð. Stýrimannaskólinn á
Rauðarárholti er til vinstri og Norðurmýri til hægri. Neðst til hægri er herskálahverfið Camp Vulcan og til vinstri er Camp
Sheerwood við Háteigsveg.
Miltisbrandasýking kom m.a. upp á bænum Klömbrun þar sem núr er Klambratún.

Árið 1901 lést maður í Reykjavík eftir að hafa neytt kjöts af kú með miltisbrand. Árið 1901 kom upp miltisbrandur á bæ og drap mestalla nautgripi á bænum. Bóndinn hafði keypt útlenta herta húð og lagt hana í breyti í bæjarlæknum og síðan dregið hana inn í heyhlöðu þar sem hey handa nautgripum var tekið.
Árið 1901 greindi héraðslæknir á Eyrarbakka frá að bóndi í Selvogi hafi fengið drepbólu á enni eftir að hafa gert til sjálfdauðan hest. Háls og höfuð bóndans bólgnaði og hann lést. Einnig drapst annar hestur á bænum. Kona bóndans þvoði koddaver hans eftir að hann var látinn úr leysingavatni í dæld á túninu við bæinn. Um sama leyti var þar sótt vatn handa kú á öðrum bæ og snöggdrapst sú kú. Konan fékk drepbólu á eyra en læknaðist, maður á bænum fékk bólu á vör og dó.
Árið 1897 veiktist maður á Fáskrúðsfirði af miltisbruna en hann hafði fengið drepbólu á handlegg eftir að hafa gert til hest sem lést af miltisbruna. Maðurinn komst til heilsu eftir tvo mánuði. Nokkur dýr drápust á bænum en miltisbruna hafði orðið vart á sama stað 23 árum áður og er talið að orsökina megi rekja til lélegs vatnsbóls.

Reykjavík

Nes á Seltjarnarnesi. Þar kom upp miltisbrandssýking árið 1870.

Sumarið 1871 drapst hross snögglega á Grímstunguheiði, háin var hirt og flutt að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal en veturinn eftir drápust tvær kýr og fimm hross sem gengið höfðu í landi Guðrúnarstaða. Bóndinn á Marðarnúpi var fenginn til að reyna að lækna eitt hross en blóð úr hrossinu slettist á hann og fékk hann við það smit og dó eftir fáa daga.
Á Seltjarnarnesi veiktust 15 hross af miltisbruna árið 1870 en hluti þeirra lifði.

Ás

Ás – Skógrætarstöð Skuldar ofan Hafnarfjarðar. Þar kom upp miltisbrandssýking 1871.

Árið 1871 drápust þrjár kýr á Ási við Hafnarfjörð og einn hestur á Ófriðarstöðum.
Árið 1874 drápust fimm stórgripir að Hjálmsstöðum í Laugardal.
Árið 1873 drápust sjö stórgripir í Hagavík í Grafningi.
Árið 1873 dráust fimm stórgripir á Háafelli í Miðdölum. Það er getið um miltisbruna að Bæ í Miðdölum og Ólafsdal í Dalasýslu árið 1893 og 1894 og einnig sama ár á bæ í Steingrímsfirði í Strandasýslu. Í Ölfusi er getið um miltisbruna í Arnarbæli 1890 en þá drápust tíu stórgripir og einnig er getið um miltisbruna í Ölfusi árið 1897. Árið 1899 drápust sex hross úr miltisbruna.

Hraunsholt

Hraunsholt í Garðabæ – loftmynd 1958. Þar kom upp miltisbrandssýking árið 1942.

Árið 1899 drápust nokkur hross úr miltisbruna á Völlum, Suður-Múlasýslu.
Árið 1942 drapst kýr að Hraunsholti við Hafnarfjörð og voru miltisbrunasýklar greindir úr bólgnum hálseitlum. Önnur kýr sem var hafði verið á svipuðum slóðum drapst einnig. Talið er að í haga þar sem þessar kýr gengu hafi verið jarðrask og komið upp stórgripabein dýra sem drepist hafi úr miltisbruna og verið dysjuð þar.
Á bænum Skáney (og Skáneyjarkoti) í Reykholtsdal varð miltisbruna vart hvað eftir annað í eina öld. Fyrst varð veikinnar vart í ágúst 1873 en þá drápust fimm gripir með stuttu millibili.
MiltisbrandurDýralæknir kom á staðinn, greindi miltisbruna og lét flytja eftirlifandi gripi annað og þvo upp úr karbólsýruvatni (1 lóð karbólsýra í tvo potta af vatni), sótthreinsa og flytja fjós og grafa kjöt og húðir. Árið 1877 drápust fleiri naugripir úr miltisbruna í Skáney og árið 1886 veiktist naut þar og drapst. Allt fram yfir aldamótin voru hross að drepast í Skáney og voru eitt sinn fimm hross lögð saman í dys. Mörgum áratugum seinna eða árið 1935 fannst ein kýr dauð á bás sínum í fjósinu á Skáney og þar sem heimilisfólk datt ekki strax miltisbruni í hug var kýrin gerð til á hlaðinu fyrir framan fjósdyrnar. Grunur vaknaði svo um miltisbruna og var gripið til sótthreinsunar og kýrin urðuð. Fleiri dýr drápust þar úr miltisbruna og einn maður veiktist en lifði. Árið 1952 veiktist kýr í Skáney og dó eftir tvo daga og ræktuðust miltisbrandsbakteríur úr sýni og var þá gripið til sótthreinsunar.
MiltisbrandurÁrið 1965 veiktist kýr á Þórustöðum í Ölfusi og stuttu síðar drápust fleiri kýr. Allir gripir voru settir á penicillinmeðferð og gripið til bólusetninga. Þrír menn á bænum sem höfðu sinnt um sjúka gripi fengu drepbólur á handleggi og hendur en náðu sér að fullu eftir sýklalyfjameðferð. Tilgáta er um að smitið á Þórustöðum hafi komist í kýrnar þannig að um þetta leyti var þeim beitt á fóðurkál sem ræktað var í gömlu mógrafarstykki og fundust beinaleifar víða á þeirri spildu og gæti þar hafa verið urðuð dýr sem drápust úr miltisbruna og hafi beinaleifar komist upp á yfirborðið við jarðrask við ræktunina.
SjónarhóllÍ desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd. Þrjú þeirra létust úr sjúkdómnum og því fjórða var lógað og voru hræin brennd til varnar frekara smiti. Ekki fannst smit í fleiri dýrum. Talið er að sjúkdómurinn hafi komið upp við landbrot í landi Sjónarhóls.“

Á Vísindavef HÍ er fjallað um sjúkdóminn miltisbrand:
„Miltisbrandur er sjúkdómur sem sýkill að nafni Bacillus anthracis veldur. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sjúkdómar sem finnast í dýrum en geta jafnframt lagst á menn eru nefndir súnur (zoonosis).

Miltisbrandur

Sjónarhóll á vatnsleysuströnd. Dýrin, sem aflífa þurfti, voru brennd á staðnum.

Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarnir geta lifað áratugum saman í jarðvegi, einkum rökum og súrum. Af þessum ástæðum getur miltisbrandur verið alvarlegt vandamál í búfjárrækt. Stærð sporanna, sem eru 2-6 míkron (míkrómetrar, milljónustu partar úr metra) í þvermáli, gerir þá kjörna til að setjast á slímhúð í öndunarvegum manna og dýra.

Sporarnir loða hins vegar við jarðveginn en það dregur úr líkum á því að menn smitist með beinum hætti frá jarðvegi. Þegar sporar komast í hýsil þar sem skilyrði eru hagstæð breytast þeir í það form sem sýkillinn hefur þegar hann er að vaxa. Sýkillinn ber með sér eiturefni eða toxín sem er afar skaðlegt og veldur drepi.

Miltisbrandur

Tvær tölvugerðar myndir frá Shutterstock sem sýna A: dæmigert sár af völdum miltisbrands og B: byggingu bakteríunnar sem getur geymst von úr viti.

Einkenni miltisbrands ráðast að nokkru af því hvernig dýr og menn smitast. Þegar sýkilsins er neytt með mengaðri fæðu kemst hann í blóðrásina og sogæðakerfið um meltingarveginn. Milti dýra bólgnar upp og skemmist af völdum dreps. Af þessu er nafnið miltisbrandur dregið. Þá getur sýkillinn komist gegnum húð sem er rofin. Þetta er algengasta smitleið til manna. Þeir sem meðhöndla sýkt dýr eða afurðir dýra sem hafa drepist af völdum sjúkdómsins, svo sem húðkeipi, ull eða kjöt, eru í mestri hættu. Veldur sýkillinn þá kýli sem rofnar síðar og er þá með svörtum sárbotni vegna dreps (af því er væntanlega nafnið anthrax dregið en það merkir kol). Að lokum geta sporar sýkilsins borist í öndunarveg og þaðan í eitilvef og valdið þar sýkingu, drepi og blóðsýkingu.

Miltisbrandur

Ólöf Erla Halldórsdóttir og Sigurður Sigurðarson við merkingar á miltisbrandsstöðum.

Miltisbrandur er þekktur sjúkdómur um heim allan frá fornu fari. Páll A. Pálsson hefur fjallað um miltisbrand á Íslandi í Bók Davíðs Dvíðssonar, Háskólaútgáfan, 1996, bls. 545-558. Páll kallar sjúkdóminn miltisbruna og bendir á að hann hafi gengið undir ýmsum nöfnum hér á landi svo sem miltisdrep, miltisbráðadauði og skinnapest.“

Í Bændablaðinu 2019 segir: „Merkingu á 162 miltisbrandsstöðum lokið“. Þar er vitnað í Sigurð Sigurðarson, dýralækni.
„Sumarið 2017 og einnig 2018 fóru Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Selfossi, og Ólöf Erla Halldórsdóttir, kona hans, um landið og merktu miltis­brunagrafir, en þær eru um allt land. Reynslan hefur sýnt hvað mikilvægt er að þekkja og merkja grafirnar.

Miltisbrandur

Miltisbrandur – merking Sigurðar og Ólafar á miltisbrandsgröf.

Sýkillinn sem veldur miltisbrandi myndar dvalargró og lifir nær endalaust niðri í jörðinni en virðist verða hættulítill í yfirborðinu í grennd við grafirnar eftir fáar vikur væntanlega fyrir áhrif sólarljóss og veðrunar. Ef jörð er raskað t.d. við skurðgröft, ræktun, vegalagningar, byggingar og flagmyndun sem verður við nauðbeit hrossa svo að hræ dýranna eða hlutar þeirra kunna að koma upp á yfirborðið er hætta á ferðum. Ef jörðin er látin óhreyfð, þar sem miltisbrunagrafirnar eru er engin smithætta.
Smithætta er fyrir flestar dýrategundir með heitu blóði og fyrir fólk. Að minnsta kosti 10 manns hafa látist af þeim sökum hér á landi og margir tugir manna hafa veikst, sem tekist hefur að lækna. Áður en menn þekktu veikina og ráð gegn henni, dóu þúsundir manna erlendis úr miltisbrandi. Skepnur sem drápust úr miltisbrandi voru grafnar djúpt og girt í kringum grafirnar.“

Þekktar eru um 160 grafir á um 130 stöðum. Merkingarnar eru nú varanlegri en áður þ.e. stálplata með ágröfnu númeri, sem gæti enst í 100 ár og endurskinslímborði, sem gæti enst í 20 ár. Síðasta merkið rákum við Ólöf í jörð í haga Neslands á Seltjarnarnesi í október 2018. Þar veiktust 15 hross haustið 1870 og 10 þeirra dóu úr miltisbrandi. Merkin eru hvítur sívalur stólpi, 50 cm hár og 7 cm í þvermál á jarðföstum teini (kambstál).

Sigurður Sigurðarson

Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. við merkingar á vettvangi.

„Ég fór að undirbúa merkingar á gröfunum árið 2004. Þá hafði ég verið á ráðstefnu í Svíþjóð, þar sem fjallað var um miltisbrand í villtum dýrum. Þar hitti ég menn frá Suður-Afríku, sem sögðu mér að þeir þekktu dæmi þess að miltisbrunasýking hefði lifað í 200 ár. Mér varð þá ljóst að hér á landi væri miltisbrunasýking frá skepnum, sem grafnar hefðu verið í jörðu um allt land, eins og tifandi tímasprengjur,“ segir Sigurður Sigurðarson.
„Eftir að ég hætti störfum hjá yfirdýralækni um 2006 hefur þetta starf þ.e.; öflun upplýsinga, staðsetning, merking og skráning að mestu verið sjálfboðavinna mín, en kostnaður sem undirritaður hefur greitt úr eigin vasa vegna þessa verks er kominn í 950.000. Í þeirri upphæð eru engin vinnulaun, enda hafði ég ætlað mér að láta eftirlaunin mín duga til þess.

Miltisbrandur

Austurbæjarapótek á gatnamótum Rauðárstígs og Háteigsvegar.
Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. „Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf,“ sagði Sigurður. „Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum.“

Ég geri mér ljóst, að ég mun ekki geta tekið þetta verkefni með mér yfir í aðra heima. Aðrir verða að taka við ábyrgðinni. Ég hef nú rætt við Matvælastofnun. Hún tekur því vel að taka við starfi mínu og eftirliti og gera tillögur um reglugerð, sem tryggi öryggi merkinganna og endurnýjun merkja, sem kunna að falla út af eða týnast, en sem betur fer virðist merkingarlag okkar traust og endingargott.
Hrossum verður þó að halda frá slíkum merkjum. Slíkt eftirlit og ábyrgð verður í fyrstu lotu að falla á ábúendur og eigendur jarða, þar sem grafirnar eru og hætta fyrir umhverfið. Því miður hafa ekki allir þessir aðilar áttað sig á nauðsyn þess og sum merki hafa týnst eða verið troðin í svað af hrossum,“ segir Sigurður.

Helstu þekktu miltisbrandsstaðirnir á Reykjanesskaganum eru taldir vera eftirfarandi:
-Árnessýsla (vestan Ölfusár): Hagavík, Þórustaðir (3st), Stóri-Háls, Gljúfurárholt, Hvammur, Arnarbæli, Þorkelsgerði.
-Gullbringusýsla: Suðurkot, Sjónarhóll, Ás, Jófríðarstaðir, Urriðakot (2st), Hraunsholt (2st),
-Reykjavík og Kjós: Reykjavík (*?staðir), Breiðholt, Sunnuhvoll, Klambrar, *Hlemmur, Miðdalur (2st), Hraðastaðir, Sólvellir.

Í Læknabaðinu 2003 er m.a.a fjallað um sjúdóminn: „Hnitmiðaða sjúkrasögu má finna í bókinni Hjúkrun sjúkra frá 1923 eftir Steingrím Matthíasson, héraðslækni á Akureyri: Karl skar kú sína, sem drepist hafði úr miltisbrandi. Læknir bannaði honum að hirða kjötið. Hann óhlýðnaðist, sauð sér til matar, sýktist og dó.
Sagt er að bólga og drep komi fram í milti dýranna og af því er fyrri orðhlutinn vafalítið dreginn. Síðari hlutinn, brandur, merkir samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu: 1 eldur, logi 2 (logandi) skíði, eldiviður 3 skáld 4 svæðið framan við hlóðir 5 sverð, sverðsblað. Líklegt má telja að hálfbrunninn og kolsvartur lurkur geti gefið hina sjónrænu ímynd drepsins.

Miltisbrandur

Miltisbrandssýking.

Í Morgunblaðið 2004 er sagt frá því er miltisbrandur „Varð skepnum og mönnum að bana„:
„Í grein eftir Pál Agnar Pálsson, fyrrum yfirdýralækni, í ritinu Bók Davíðs (1996) til heiðurs Davíð Davíðssyni prófessor, sem jafnframt er talin ein besta yfirlitsgreinin um miltisbruna á Íslandi, er getið um nokkur tilvik miltisbrands sem upp hafa komið á Íslandi bæði í dýrum og mönnum.
Fram kemur að flestum heimildum beri saman um að miltisbruna hafi fyrst orðið vart á Íslandi 1865 að Skarði á Skarðsströnd, þar sem á annað hundrað fjár drapst af völdum sjúkdómsins. Upp úr 1870 fór að bera meira á veikinni, einkum í Reykjavík og nærsveitum, síðar varð hennar vart hingað og þangað um landið fram yfir aldamót en þá fór að draga úr tilfellum.

Miltisbrandur

Miltisbrandssýking.

Í grein Páls Agnars segir að ári áður en varð vart við miltisbrand hafi verið farið að flytja inn til landsins ósútaðar, hertar húðir, sem sumar voru mengaðar af miltisbrandssýklum. Fram kemur að yfirleitt hafi lítið verið hirt um að auðkenna staði, þar sem skepnur haldnar miltisbruna hafi verið dysjaðar eða auðkennin horfið í áranna rás og staðirnir fallið í gleymsku smátt og smátt. Mjög erfitt sé því að átta sig á hvar hætta getur leynst ef gera þarf jarðrask á landi gamalla miltisbrunajarða í dag.
Í grein Páls Agnars eru rakin nokkur dæmi af mönnum sem sýktust af miltisbrandi. Í skýrslum um heilsufar og heilbrigðismál á Íslandi frá 1901 segir að maður í Reykjavík hafi misst kú úr miltisbrandi en hann ekki trúað því, litist vel á kjötið og sýnt það bæði landlækni og héraðslækni, sem hvorugur vildi leyfa að það yrði nýtt til manneldis. Þrátt fyrir það át eigandinn ásamt öðrum manni bita af kjötinu. Eftir tvo daga dó eigandinn, var krufinn og reyndist hafa miltisbrand. Hinn maðurinn lifði.

Miltisbrandur

Við framkvæmdir á byggingarsvæði í Garðabæ, fimmtudaginn 1. nóvember 2007, kom grafa niður á hræ af kú. Verktakar brugðust rétt við, mokuðu yfir hræið og höfðu samband við heilbrigðisfulltrúa og héraðsdýralækni. Ákveðið var að láta fjarlægja hræið með þeim varúðarráðstöfunum sem við eiga þegar um miltisbrandssmitað hræ er að ræða. Þetta var gert vegna þess að vitað er að á þessum slóðum var grafið hræ af kú sem smituð var af miltisbrandi árið 1941. Gró miltisbrandsbakteríunnar geta lifað mjög lengi í jarðvegi. Héraðsdýralæknir óskaði eftir aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, lögreglu og verktaka við að fjarlægja hræið og koma því á öruggan hátt til förgunar. Öll tæki sem komið höfðu í snertingu við hræið voru sótthreinsuð og gengið var frá svæðinu á þann hátt að engri hættu stafi af því.

Um 1930 töldu dýralæknar að miltisbruni væri horfinn að kalla og hefur hans síðan aðeins orðið vart á þremur stöðum, sem vitað er um og þar sem sýktar skepnur höfðu áður verið grafnar í jörðu.“

Telja má víst að „miltisbrandsgrafirnar“ 260, sem sagðar eru að hafa verið skráðar hér á landi, séu í raun miklu mun fleiri en áður hefur verið talið. Líklegt má telja að hinir ýmsu „álagblettir“, sem ætlaðir voru til að fæla fólk frá frekari nálgun eða athöfnum við grafirnar, enda vitað mál að gröfunum var með tímanum gefin slík heiti með það að markmiði að minnka líkur á slysum. Sumar grafirnar hafa m.a. síðar verið eignaðar meintum fornmönnum og álfa- og huldufólksbyggðum eða jafnvel ranglega verið tileinkaðar þekktum mannvistarleifum eða þjóðsagnakenndum stöðum sem hafa tapast í tímans rás en fólkinu hafði þótt vænt um, svona til að leggja áherslu á friðhelgi þeirra og draga þar með úr líkum á röskun. Þannig runnu saman smám saman og brengluðst sagnir og staðreyndir í hugum þeirra er á eftir komu. Eldra fólkið þekkti vel afleiðingarnar miltisbrandsins ef út af var brugðið og óttaðist þær, bæði fyrir það sjálft og afkomendur þess.. Dæmin tala jú sínu máli.

Þrátt fyrir allt framangreint hafa þessir fyrrnefndu staðir sjaldnast verið fornleifaskráðir með hliðsjón af slíkum möguleikum, allra síst á Reykjanesskaganum…

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Miltisbrandur
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=958
-Bændablaðið 2. jan. 2019, Merkingu á 152 miltisbrandsstöðum lokið – Sigurður Sigurðarson, bls.
-https://www.laeknabladid.is/media/skjol/2003-4/2003-04-u12.pdf
-https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/gomul-miltisbrandsgrof-i-garabae
-https://www.visir.is/g/2020109858d/miltisbrandur-undir-hlemmi
-Morgunblaðið, 337. tbl. 10.12.2004, Varð skepnum og mönnum að bana, bls. 10.
-Morgunblaðið, 337. tbl. 10.12.1004, Yfir 60 þekktar miltisbrandsgrafir á Íslandi, bls. 10.

Miltisbrandur

Miltisbrandur – orsokavaldurinn ógurlegi!?

Krýsuvík

Í Morgunblaðið 1987 skrifaði Jóhann Guðjónsson undir yfirskriftinni „Hvað verður um Krýsuvík„:

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

„Umræða um landeyðingu og landgræðslu hefur verið þó nokkur í sumar og eru menn yfirleitt sammála að ástandið sé víða slæmt í þeim málum og þörf sé aðgerða. Framkvæmdaaðilar eru í flestum tiifellum ríki eða sveitarfélög og nú ríður á að þau undirbúi verkefni næsta sumars tímanlega.
Á árinu 1936 tók ríkið eignarnámi jarðimar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ sem voru eign Einars Benediktssonar skálds. Var það gert vegna óska Hafnarfjarðarbæjar sem taldi sig vanta land til virkjunar hita, landbúnaðar, gróðurstöðva, ræktunar og útivistar.
Fjórum árum síðar var lögunum breytt og verður þá Hafnarfjarðarbær eigandi að Kleifarvatni og landinu þar suður af allt fram á Krýsuvíkurbjarg. Annað land jarðanna féll undir ríkissjóð vegna beitarákvæða. Ekki ætla ég hér að blanda mér í deilur um eignarhald landsins heldur halda mig við það svæði sem til Hafnarfjarðar telst og hvernig bæjarfélagið hefur ávaxtað þessa eign sína.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Nú er landi bæjarins skipt milli tveggja áhugamannafélaga um húsdýraeldi. Annars vegar er það hestamannafélagið Sörli, sem hefur á leigu land sunnan Kleifarvatns, en hins vegar hefur Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar á leigu landið frá gamla Krýsuvíkurbænum og suður á Krýsuvíkurbjarg. Landið sem þessi tvö félög skipta þannig á milli sín er frjósamasta og besta búfjárræktarsvæðið. Þar skiptast á þurrir móar, votlendi auk ræktaðra, framræstra túna. Leigan sem þessi félög greiða er eingöngu að girða löndin og sjá um viðhald girðinganna, svo ekki er hægt að segja að um okurleigu sé að ræða. Samt sem áður hefur orðið misbrestur á því að félögin haldi þessi leigugjöld, sérstaklega hefur hestamannafélagið staðið sig illa, svo nú er land þeirra opið sauðfé frá afréttarlöndunum í kring.

Ef litið er á sögu Krýsuvíkur kemur margt þar fram um gróðurfar sem vekur furðu okkar í dag. Þar kemur fram að skógur var í Krýsuvík fyrir ekki meir en 150 árum. Þar sést nú ekki ein einasta hrísla.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Beitarland var þar einnig mjög gott. Það sést m.a. á réttarrústum vestan Krýsuvíkurbæjarins. Rústirnar eru þarna á melhól og ekki stingandi strá í kring. [Sem er reyndar ekki rétt.] Hverjir byggja fjárréttir á gróðurlausum jökulurðum? Einnig er til örnefnið Trygghólamýri, þar er nú engin mýri því allur jarðvegur og þar með jarðvatnið er horfið út í veður og vind.
Samkvæmt sögunni var Krýsuvík talin með betri búfjárjörðum á Íslandi, en nú er svo komið að landið þar er allt í tötrum, rofabörð og blásnir melar.

Á árinu 1986 gerði gróðunýtingardeild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins ástandskönnun á landi Krýsuvíkur. Ástandskönnunin „leiddi í ljós mjög rýmandi gróðurfar graslendis og lyngheiðar sem leggja til 88% af nýtanlegum fóðureiningum“.

Krýsuvík

Útlit Krýsurvíkurkirkja árið 1810 fyrir endurbyggingu árið 1857.

„Ástand nýgræðu er einnig mjög slæmt“ segir í sömu skýrslu. Þetta þurfti svo sem ekki að koma á óvart. Hestamenn fengu beitarhólfið sitt stækkað 1982 vegna svipaðrar niðurstöðu sömu rannsóknarstofnunar á landi þeirra þá.
Nú er bara stærra land rótnagað af hestum en þá var. Í framhaldi af þessum niðurstöðum ástandskönnunarinnar benti
gróðurverndarnefnd Hafnarfjarðar í vor á þá staðreynd að eitthvað yrði að gera í málinu strax í sumar. Bæjarráð Hafnarfjarðar óskaði eftir tillögum frá nefndinni og samþykkti hún samhljóða þann 19. september síðastliðinn eftirfarandi tillögur:

Krýsuvík

Krýsuvík – hestar á beit.

1. „Hestamannafélaginu Sörla verði sagt upp leigu á landi sínu undi reins og Hafnarfjarðarbær taki að sér landgræðslu á því svæði strax næsta sumar.“ Það er spurning hvort ekki ætti að lögsækja félagið fyrir illa meðferð á landinu og svik á samningum um girðingar og sáningu. Þetta land er alls ekki nauðsynlegt fyrir hestamenn. Þeir geta leigt jörð annað hvort á Suðurlandi eða upp í Borgarfirði og flutt hesta sína þangað til sumarbeitar.
2. „Á næstu fimm árum verði sauðfjárbeit hætt á landi fjáreigendafélagsins.“ Hér er ef til vill of vægt staðið að málum því landið hefur verið beitt langt um getu. Ekki virðast fjáreigendur hafa miklar áhyggjur af ástandinu því þann 24. október voru enn um 150 kindur taldar í Krýsuvík mánuði eftir að smalað var. Greinilegt er að bændurnir geyma þar fé sitt miklu lengur en eðlilegt getur talist um afréttarland.

Krýsuvík

Krýsuvík – fé Grindavíkurbænda á beit.

Nú er liðið á annan mánuð án þess að bæjarstjóm hafi afgreitt málið, en eðlilegt hlýtur að teljast að þessu máli sé flýtt meðal annars vegna sauðfjárslátrunar. Fjáreigendur í Hafnarfirði teljast til svokallaðra „hobbý“ bænda þ.e. hafa ekki sauðfjárrækt sem aðalatvinnu og því engan fullvirðisrétt.
Nú nýverið hefur verið sett reglugerð um stjórn sauðfjárframleiðslu en þar er þeim, sem engan eða óverulegan fullvirðisrétt hafa, greitt að fullu fyrir allt sitt sauðfé gegn því að þeir hætti framleiðslunni. Þetta er boð sem fjáreigendur í Hafnarfírði geta nýtt sér og verða að gera ef bæjastjóm samþykkir að draga úr beit í Krýsuvík.

Krýsuvík

Fé Grindvíkinga. Samsett mynd frá Krýsuvík.

Hafnfirðingar hafa ekki annað beitarland fyrir sauðfé. Reykjanesskagi og reyndar allt landnám Ingólfs er ofbeitt og að blása upp og þörf er á að afréttirnar verði friðaðar fyrir beit næstu áratugi. Þess vegna er nauðsynlegt að bæjarstjórn afgreiði þetta mál sem fyrst svo ekki verði eitt árið enn látið vaða á súðum í Krýsuvík.“ – Höfundur er formaður gróðurverndarnefndar Hafnarfjarðarbæjar

Heimild:
-Morgunblaðið, 250. tbl. 04.11.1987, Hvað verður um Krýsuvík, Jóhann Guðjónsson, bls. 23.

Krýsuvík

Krýsuvík – Baðstofa framundan.

Reykjanesskagi

Í Morgunblaðinu 1985 vitnar Guðmundur A. Finnbogason í grein Björns Stefánssonar í sama blaði skömmu áður undir yfirskriftinni „Reykjanes – hvað?„. Í tilvitnun Guðmundar til Velvakanda, sem ber fyrirsögnina „Reykjanes – Reykjanesskagi“ vill hann undirstrika mikilvægi þess að umfjöllun um Reykjanes sé ekki sú sama og væri hún um Reykjanesskagann:.

„Velvakandi góður.

Guðmundur A. Finnbogason

Guðmundur Alfreð Finnbogason (1912-1987).

Í Morgunblaðinu, föstudaginn 31. maí sl., er á blaðsíðu 15 dálítil grein eftir Björn Stefánsson skrifstofumann í Keflavík, heitir sú grein „Reykjanes — hvað?“. Þar segir Björn réttilega frá þeirri afbökun sem orðin er í fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi á fornu heiti Reykjanesskagans, sem ber nafn sitt af litlu nesi er skerst út úr skaganum lengst suð-vestur og heitir Reykjanes frá fornu fari og á sitt sér heiti án þess að önnur byggðarlög á Reykjanesskaganum væru nefnd því nafni. Þau eru á Reykjanesskaganum en ekki á sjálfu Reykjanesinu er skaginn ber nafn af. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að í mörgum fjölmiðlum hafa allir Suðurnesjamenn er búa á skaganum verið nefndir Reyknesingar og það hefi ég heyrt vel fullorðinn þingmann kjördæmisins kalla þá, eins hefi ég heyrt þul í útvarpinu segja að engir bátar á Reykjanesi væru á sjó í dag vegna veðurs. Ég hefi aldrei heyrt talað um bátaútgerð frá Reykjanesi. Þegar þingmenn tala um Reyknesinga á sínu pólitíska máli er þá engu að síður átt við þá er innar eru en Reykjanesskaginn nær, og það alla leið upp í Hvalfjarðarbotn.

Reykjanesbraut

Ekið um Suðurnesjaveg í byrjun bílaaldar.

Svipað hefur gerst með veginn er liggur frá Hafnarfirði suður með sjó til Suðurnesja, hann er í fjölmiðlunum að missa sitt forna nafn Suðurnesjavegur og er nú oftast kallaður Keflavíkurvegur þó svo að hann sé vegur til allra byggðarlaganna á Suðurnesjum eins nú sem áður, og á því með réttu að hafa sitt forna heiti hvernig sem nútíma byggðaþróun er eða verður þar sem Suðurnesjavegurinn liggur nærri.
Ég vil þessu næst láta kvæðið Reykjanes fylgja þessum línum. Kvæðið er ort af Grími Thomsen Þorgrímssyni skrifstofustjóra og skáldi á Bessastöðum. Hann var þar fæddur 15. mars 1820, dó 27. nóvember 1896. Grímur skáld hefir án efa miðað kvæði sitt við hið rétta Reykjanes en ekki Reykjanesskagann í heild.

Hvers í djúpum bullar brunni
beljar sjór í hranna flesi
sjóða jafnvel svalar unnir
suður undan Reykjanesi
skelf eru kröppu Skinnaköstin
skeflir móti vindi röstin.

Undir bruna áin rennur
útí mar hjá Valahnjúki
undir hrönnum eldur brennur
ekki er kyn þótt drjúpum rjúki
hafs í ólgu og hvera eimi
hvirflast bólgið öfugstreymi.

Óþreytandi elds er kraftur
ár og sið í djúpi starfar
stingur sér og upp þar aftur
eyjar koma líkt og skarfar
á skerin geta fuglar farið
fyrr en kannski nokkurn varir.“

Sjá einnig „Reykjanes – hvað?

Heimild:
-Morgunblaðið, 169. tbl. 31.07.1985, Reykjanes – Reykjanesskagi, Guðmundur A. Finnbogason, bls. 50.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.