Dyljáarsel

Kjósin er á bak við Esjuna, en hvað vita þeir svo meira um þessa sveit, svona rétt við bæjarvegginn.
Kjos-22Jú, margir vita að heldur leiðinlegur kafli af Vesturlandsvegi, sunnan Hvalfjarðar, liggur um Kjósina, að þar fellur falleg, hvítfyssandi á til sjávar og heitir Laxá, að innan við hana stendur óvenju mynd arlegt býli, í brekku undir brattri hlíð og gengur almennt undir nafninu Háls (að réttu Neðri-Háls). Veiðimenn vita að Laxá ber nafn með rentu og að í sveitinni er einnig Bugða og Meðalfellsvatn. Hestamenm eiga margar uppáhalds reiðgötur í þessari sveit og göngumenn vita þar um fagrar leiðir til allra átta.
Líklegastur er þó sá hópurinn fjölmennastur, sem veit ekkert meira um Kjósina en það, sem sést út um bilrúðurnar af þjóðveginum.
Við höfum ekki áttað okkur fyllilega á því ennþá, hve sá hópur er orðinn stór, sem horfir á landið út um Kjos-23rúðurnar á sínum eigin bíl, lætur hestafjöldann oft og einatt tæla sig langt yfir skammt og missir þannig af margri nærliggjandi matarholu. Fram að þessu hefur kunnugleiki minn af Kjósinni verið heldur takmarkaður og mér var farið að leiðast það. Því var það að ég fór í ökuferð um hana nú um daginn, með sæmilega kunnugum manni og nú ætla ég að reyna að segja frá því, sem fyrir augun bar, í stórum dráttum. Áttatákn hefi ég reynt að hafa í sem mestu samræmi við áttavitann en tel líklegt að heimamenn hafi ýmislegt við þær að athuga því að þeirra áttir (sama í hvaða sveit það er), vilja stundum stangast á við hann.
Norðan við Kiðafellsá tekur Kjósin við af Kjalarnesi en brúin á þeirri á er heldur viðsjálverður forngripur. Rétt neðan við hana beygir áin norður um fallega gróið dalverpi og er brattur sandhryggur sjávarmeginn (Ósmelur).

Kjos-24

Bærinn Kiðafell (landnámsjörð Svartkeis hins Katneska, sem síðar fluttist að Eyri), stendur á hjalla undir Eyrarfjalli (Kiðafelli), sem er klofið frá Esjunni af sveigmynduðum dal, eða skarði, er nefnist Miðdalur (Mýdalur eldra). Rétt norðan við brúna liggur hliðarvegur til hægri, inn þennan dal og hann ókum við. Dalsmynnið er raunar aðeins þröngt skarð en svo breikkar dalurinn töluvert og er fallega gróinn á kafla. Þar er bærinn Morastaðir til vinstri en Tindstaðir handan árinnar, undir Esjunni. Það eru fyrst og fremst norðurhlíðar Esjunnar, sem setja svip á þennan dal, brattar og víða hömrum girtar með hjarnfannir í brúnum. Hér urðu tölu verð landspjöll af völdum skriðu falls fyrir 2—3 árum. Rétt innan við Tindstaði er fjallshlíðin klofin af hrika gljúfri, sem á kortinu ber nafnið Kerlingargil. Fyrir innan þessa tröllageil er Tindstaðahnúkur og inn af honum mikilúðleg hamraskál, er nefnist Hrútadalur. Bærinn Miðdalur er næst á vinstri hönd, innaf honum verður dalurinn hrjóstugri og þrengist, unz hann mætir Eilífsdal. Þar, á dala mótunum, er töluvert undirlendi og bærinn Eilífsdalur. Þar eru tveir strýtumyndaðir ruðningshólar og nefnist sá vestari Orrustuhóll. Þar segir Kjalnesinga saga að kappinn Búi Andríðsson, sá er Esja fóstraði, hafi átt í mannskæðum bardaga við ofurefli liðs, en fór þó með sigur af hólmi. Hann fór svo til Noregs, hvar hann fékk mun hlýlegri móttökur hjá heimasæt unni í Dofrafjöllum.

Kjos-26

Eilífsdalur gengur suður í Esjuna og er mjög tilkomumikill, girtur snarbröttum hamrahlíðum á þrjá vegu, sem gnæfa 5—600 m. yfir dalbotninn. Vestan dalsins er Þórnýjartindur, austan hans Skálatindur en Eilífstindur fyrir botni. Þar segir sagan að sé legstaður Eilífs, þess er gaf dalnum nafn. Frá Eilífsdal sveigir vegurinn norður sveitina, með bæina Bæ og Þúfu á vinstri hönd en Litlabæ og Blönduholt til vinstri, unz við komum á Vesturlandsveg hjá bænum Felli. Hann ókum við stuttan spöl til austurs að Kjósarskarðsvegi og hann til suðurs. Bráðlega varð áin Bugða á leið okkar og svo komum við að Meðalfellsvatni. Þar stendur bærinn Meðalfell við vatnið, sunnan undir vesturenda fellsins.
Þetta er landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar og oft höfðingjasetur. Hún mun nú Medalfell-21hafa verið í ábúð sömu ættar hátt á aðra öld. Vegurinn liggur í brekkurótum austur með vatninu og er umhverfið vinalegt, enda eru þar margir sumarbústaðir (sumir til lítillar prýði, eins og víðar). Sunnan við vatnið eru 2 bæir, Efri-Flekkudalur og Grjóteyri, og þar liggur Flekkudalur til suðurs, frekar grunnur en með hamraþil fyrir botni.
Bærinn Eyjar er við Austurenda vatnsins og enn einn dalur til suðurs. Heitir hann Eyjadalur og er bærinn Sandur í mynni hans. Austan við þann dal er Möðruvallaháls og þar liggur vegurinn austur um breitt skarð, milli norðurenda hans og austurenda Meðalfells, en Sandfell er framundan, nakið og strýtumyndað. Svo sveigir vegurinn suður með Möðruvallahálsi og nokkuð sunnan við bæinn Möðruvelli opnast Svínadalur til suðurs en suður úr botni hans er Svínaskarð til Þverárdals.

Irafell-21

Vestan við skarðið lýsir á Móaskarðshnúka en austan þess er Skálafell, þar sem fjarskiptamöstur Landssímans báru við himin. Hér sveigir vegurinn austur yfir Svínadalsá (Möðruvallarétt til vinstri) og mætir austurálmu Kjósarvegs rétt sunnan við syðri brúna á Laxá. Áin fellur þarna í snotru gljúfri, (þar er Pokafoss) og norðan hennar er all víðlent skógakjarr í brekkunum suður af Sandfelli. Þar uppi í hlíðinni er Vindáshlíð, sumarbúððir KFUK. Hér fannst okkur álitlegur áningastaður, fundum fallega laut í kjarrinu neðan við veginn og herjuðum á nestið. Hér um lá hin forna þjóðleið frá Reykjavík til Hvalfjarðar. Hún lá inn Mosfellsdal og yfir lægðina innan við Mosfell. Svo inn Þverárdal, yfir Svínaskarð og norður Svínadal. Héðan lá hún svo upp brekkurnar austan við Sandfell, norður yfir hálsinn og niður Seljadal og Fossárdal til Hvalfjarðar.

Kjos-27

Mér telst til að þessi leið muni vera um 15 km. styttri en núverandi þjóðvegur, aftur á móti eru á henni tveir fjallvegir og annar nokkuð hár (Svínaskarð)! Þó hefi ég það fyrir satt að eitt sinn hafi verið uppi ráðagerðir hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli um að tengja hann við Hvalfjörð með hraðbraut og fara með hana þessa leið.
Eftir hvíldina ákváðum við að kanna dalinn til suðurs. Varð þá fyrst fyrir okkur bærinn Hækingsdalur í fallegu grónu dalverpi á vinstri hönd en til hægri bærinn írafell, sem stendur allhátt norðan undir samnefndu felli. Við þann bæ er kenndur einn magnaðasti draugur í þjóðsögum okkar, Írafells-Móri.
Þetta var uppvakningur, sem átti að fylgja sömu ættinni í 9 liði og Kjos-28svo magnaður fyrst í stað að það varð að skammta honum mat og jafnvel rúm til að sofa í. Margar furðulegar sögur eru til um klæki hans og skráveifur en líklegast er hann farinn að letjast nú orðið, enda búinn að vera á róli frá því um aldamótin 1800. Inn af þessum bæjum þrengja fjöll in að á báðar hendur og svo endar vegurinn rétt norðan við innsta bæinn, Fremri-Háls. Ógreiðfær jeppavegur mun liggja þaðan áfram suður að bænum Fellsenda og þaðan svo akfært á Þingvallaveg á Mosfellsheiði. Þessa leið létum við eiga sig en fórum til baka að Laxárbrú og svo áfram norður. Kjósin er á þessu svæði óneitanlega heldur hrjóstrug og þröngt milli fjalla norður að bænum Vindási. En þar opnast fallegur, sveigmyndaður dalur, sem Reynivallaháls skýlir fyrir norðanáttinni. Dalbotninn er samfellt fróðurlendi, þar sem Laxá liðast fram í ótal bugðum.
Kjos-30Austan undir Miðfelli (máske ætti ég að segja norðan) eru bæirnir Þorláksstaðir og Hurðarbak en kirkjustaðurinn Reynivellir fyrsti bær undir hálsinum. Þar hafa setið margir merkir kennimenn, t.d. á þessari öld séra Halldór Jónsson, sem þjónaði þar í háltfa öld og var landskunnur á sinni tíð fyrir rit störf og tónsmíðar. Nokkru utar eru bæirnir Sogn og Valdastaðir, undir hálsinum, en Káranesbæir niðri á sléttlendinu, handan við ána. Dalbotninn er um 30 m. yfir sjó, marflatur og heldur blautlendur því að framan við hann er lágur klapparás. Þar hefur Laxá sorfið sér farveg og steypist svo í fossaföllum niður hjallann, út í Laxárvog. Myndarlegur heimavistar skóli stendur þarna í hjallanum við ána.

Kjos-31

Við komum á þjóðveginn rétt norðan við brúna á Laxá og tókum stefnuna til Reykjavikur. Í dálitlum hvammi ofan vegar er félagsheimilið Félagsgarður en bærinn Laxanes niður við sjóinn. Nú höfðum við fyrir augum okkar þann hluta Kjósarinnar sem flestum er kunnur en vissum einnig af eigin raun hversu ófullkomna mynd hann gefur af sveitinni í heild. Norðan undir Eyrarfjalli eru bæirnir Eyri og Eyrarkot, sitt hvoru megin vegar og þar niður undan skagar Hvaleyri út í fjörðinn, marflöt og gróðurlítil. Mikið hefur verið rætt um bílferju þar yfir fjörðinn en litla trú hefi ég á því fyrirtæki. Það væri nær að fullgera veginn kring um fjörðinn, taka af honum beygjur og brekkur og stytta hann um leið með uppfyllingum þvert yfir grynningarnar við vogabotnana (Laxárvog, Brynjudalsvog, Botnsvog). Bærinn Útskálahamar stendur undir Eyrarf jalli nokkru utan og svo kom Kiðafell. Þar lauk ferð okkar um Kjósina, sem hafði staðið í 3 stundir og verið í senn ánægjuleg og fróðleg.
Á heimleiðinni datt okkur í hug að athuga veginn inn með Esjunni að sunnan. Hjá verzluninni Esju á Álfsnesmelum tókum við vegarslóð til vinstri austur melana og komum bráðlega að Leirvogsá, þar sem hún rennur í mjög sérkennilegu gljúfri. Vegurinn var torfærulaus inn að Grafará en þar beið okkar meiriháttar þröskuldur. Í miklum vatnavöxtum hefur áin grafið utan úr vesturbakkanum og þar endaði vegurinn í þverhnýptum, mannhæðarháum stalli. Við vorum á tveggja drifa bil og gátum því krækt fyrir þetta og slarkað austur yfir ána en ég tel útilokað að nokkur fólksbíll komist óskemmdur yfir þá vegleysu. Ef mikið er í ánni yrði það einnig ófært jeppum. Frá Grafará var mjög stirður vegur inn að Hrafnhólum en þaðan greiðfært austur yfir hálsinn á Þingvallaveg hjá Seljabrekku. Þeir, sem ætla inn að Tröllafossi verða því að aka þá leið.“

Heimild:
-Morgunblaðið, Gils Guðmundsson, Ferðaspjall, 2. ágúst 1967, bls. 15.

Kjos-21

Húsatóttir

FERLIR fann fyrir allnokkru hlaðna refagildru ofan við Húsatóptir við Grindavík. Þegar svæðið var skoðað betur fyrir skemmstu komu í ljós tvær aðrar til viðbótar og líklegt má telja að þar kunni að leynast fleiri slíkar.
Auk refagildranna ofan við Húsatóptir eru fleiri hlaðnar refagildrur við Grindavík, s.s. í Básum ofan við Staðarberg, í Sundvörðuhrauni skammt ofan Húsatófta og við Sandleyni ofan við Hraun.

Húsatóftir

Refagildra við Húsatóftir.

Hinar hlöðnu refagildrur eru leifar gamalla veiðiaðferða, áður en skotvopnið, eitrið og dýrabogar komu til sögunnar – sumir telja hugmyndina hafa komið hingað með landnámsmönnum því slíkar gildrur tíðkuðust þá t.a.m. í Noregi. Skrifaðar heimildir eru um þær frá árunum 1781-1798.
Refagildra er sjaldan getið í örnefnaskrám. Þó má sjá þess merki, s.s. í örnefalýsingu fyrir Tannastaði: „Stekkjarhóll er til landnorðurs frá bænum. Á honum eru tvær fuglaþúfur og var þar áður refagildra undir nyrðri þúfunni. Sunnan undir þúfunni var stekkjað um 1840 og eru glöggar tóftir síðan. En litlu norðar eru mjög gamlar tóftir eða vottur þeirra, sem vel gætu verið frá fornöld.“

Húsatóttir

Refagildra við Húsatóttir.

Í fornleifafræðiorðasafni Fornleifafræðistofnunar Íslands segir um gildrur þessar: tófugildra – Gildra til að veiða í refi. [skýr.] Refagildrur eru nokkuð misjafnar að gerð en oftast grjóthlaðnir stokkar eða kassar sem hellur hafa verið lagðar yfir og grjóti jafnvel hlaðið þar ofan á. Agn var látið inn í gildruna og tófan þannig tæld inn en þá lokaðist stokkurinn með þar til gerðum lokubúnaði. Áður en eitur, dýrabogar og byssur urðu algeng fyrirbæri hafa refagildrur líklega verið eina vopn manna gegn tófunni. [enska] fox trap
Fyrir nokkrum áratugum þótti það í frásögu færandi, og jafnvel einstakt, að til væri hlaðin refagildra er líklegt þótti að gæti verið með sama lagi og slíkar gildrur voru gerðar í Noregi og síðan hér á landi að þeirra fyrirmynd. Var einkum vitnað til slíkra fornminja er til væru á Norðausturlandi, einkum Merrakkasléttu.

Húsatóptir

Refagildra ofan Húsatópta.

Ef Reykjanesið – hið jafnumkunnugulega og ómerkilega til langs tíma – er skoðað gaumgæflega má þar finna ótal slíkar hlaðnar refagildrur, mjög merkilegar. A.m.k. 60 slíkar hafa opinberast ásjónum leitenda s.l. misseri – þær síðustu hér tilgreindar ofan Húsatófta.
Í örnefnalýsingum fyrir Húsatóptir er engin lýsing á refagildrum. Sennilega hafa þær þótt svo sjálfsagðar sem raun ber vitni. Í einni lýsingu er þó talað um Baðstofugreni norðan Baðstofu, auk annarra grenja fjær bænum, s.s. við Sandfell og Rauðhól.
Hinar hlöðnu refagildrur, sem skoðaðar hafa verið, voru jafnan þannig; hlaðið var “grunnlag”; annað hvort í lægð (“láfótan lægðirnar smjó”), á barmi gjár, við bakka eða á annarri líklegri leið rebba (sem jafnan er stundvís sem klukkan). Gildran sjálf var þannig; hlaðinn gangur (ca. 1 m langur, 10 cm breiður og 20 cm hár). Þá var reft yfir með steinum eða hellum svo rebbi gæti ekki lyft af sér okinu þegar á reyndi. Oft var vel hlaðið ofan á og til hliða, enda af nógu grjóti af að taka.

Húsatóftir

Húsatóftir – refagildra.

Virkni: Þegar gangur og yfirhleðsla höfðu verið fullkomnuð var tekin fram “fallhellan” ógurlega (ekki ómerkilegri en nafna hennar í frönsku fallöxinni. Tveimur öflugum steinum var komið fyrir sitt hvoru megin framan við opið. Fallhellan var “krossbundin” og þráður lagður í “hæl” innan í gildrunni. Hnútnum var haganlega fyrir komið. Í hinn endann var hnýtt hluti rjúpu eða af örðu agni. Þegar refurinn greip agnið og togaði í það hljóp lykkjan af hælnum. Við það féll fallhellan niður og refurinn var innikróaður. Hann reyndi að fra til baka,e n fallhellan hindraði hann í því. Þá reyndi hann að lyfta okinu af sér, en þunginn kom í veg fyrir að það tækis. Smám saman þvarr rebba kraftur og hann lagðist niður, beið og dó síðan – smám saman – úr hungri. Þá var hann sóttur í gildruna, skottið sniðið af og hræinu hent. Að vísu var skinninu haldið til haga um skeið (dæmi eru um að því sem og skottinu hafi verið jafnað við vermæti “skagfirsks gæðings” fyrrum), en það breyttist smám saman uns lítið varð að öngvu – nema áhuganum.

Húsatóftir

Húsatóftir – refagildra.

„Víða um landið eru örnefni, sem hafa að fyrra lið orðið gildra. Þannig eru fjölmörg Gildruholt, Gildruklettar og Gildrumelar og getur sumsstaðar að líta á þessum stöðum steinhrúgur, sem líkjast stundum föllnum vörðum, en sums staðar sést á þeim nokkur lögun. Þetta eru refagildrurnar, sem tíðast hafa verið hlaðnar á klöpp eða þar sem jarðvegur var svo þéttur, að refirnir gátu ekki grafið sig út úr þeim.
Sennilegt er, að grjótgildrur þessar hafi verið algengasta veiðitækið á refi hérlendis áður en byssur urðu algengar. Dýrabogar hafa þó þekkst lengi, enda er minnst á boga í kvæðinu um Hrafnahrekkinn og notaði veiðimaðurinn hann samhliða gildrunni, en trúlega hafa þeir fyrst orðið algengir á síðustu öld. Erlendis voru stærri veiðidýr, svo sem hreindýr, úlfar og birnir veidd í fallgryfjur, en eiginlegar fallgryfjur eru vart þekktar hérlendis.

Húsatóftir

Húsatóftir – refagildra.

Thedór Gunnlaugsson lýsir þó í bók sinni, „Á refaslóðum“, fallgryfjum sem gerðar hafi verið í snjó fyrrum, en ekki getur hann þess, hve veiðnar þær hafi verið, enda hefur hann aðeins heyrt um þessa veiðiaðferð. Heimild er þó um, að í Hornafirði hafi gryfjur verið hlaðnar úr grjóti með lóðréttum veggjum eða jafnvel svolítið inn yfir sig. Dýpt þeirra var nokkur, eða svo mikil að öruggt væri að dýrin gætu ekki stokkið eða klifrað upp úr gryfjunum. Á gryfjubotninum var agninu dreift.
Til eru lýsingar af grjótgildrum þar sem hvatt er til að bændur útbúi þær til refaveiða. Elsta og jafnframt gleggsta lýsing þeirra er í Atla, riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, fyrst pr. Í Hrappsey 1780. Þar segir, að dýrabogar leggist nú mjög af, en bóndi veitir Atla þarna nákvæma fyrirsögn um, hversu hann skuli útbúa gildrur sínar. Er lýsingin í rauninni nákvæmlega hin sama og hér mun brátt skýrt frá, en gert er ráð fyrir að hellan, sem lokar munnanum, sé krossbundin eða með gati, til að hún hlaupi niður í réttri andrá.
Í Lærdómslistafélagsritunum, XII b. 1792, er grein um refaveiðar eftir Þórð Þorkelsson. Hann nefnir grjótgildrurnar en lýsir þeim ekki, þar sem þeim sé lýst í Atla og efast hann jafnvel um gagnsemi þeirra. Víða í 19. aldar ritum eru greinar og leiðbeiningar um refaveiðar og má t.d. nefna grein í Reykjavíkurpóstinum 1848 þar sem segir, að slíkar grjótgildrur hafi verið víða tíðkaðar fyrrum en nær enginn beri nú við að nota þær. Þar segir einni, að dýrabogar séu nú orðnir sjaldséðir, og hafi hina gömlu veiðiaðferðir vafalaust þokað fyrir skotveiðinni á þessum tíma.

Húsatóptir

Húsatóptir – refagildra.

Theodór Gunnlaugsson, hin þekkta refaskytta, segist í fyrrnefndri bók sinni stundum hafa hlaðið grjótgildrur við greni til að veiða yrðlinga í eftir að fullorðnu dýrin höfðu verið unnin og mun hann sennilegast vera síðastur manna til að nota þær hérlendis.
Vafalaust hafa ýmsir orðið til að taka upp notkun grjótgildra eftir hvatningu Björn Halldórssonar í Atla. Atli var prentaður þrívegis og fyrstu prentuninni að minnsta kosti dreift ókeypis og hafa því margir kynnst því riti á 18. og 19. öld. En það lætur að líkum að veiðiaðferðin hefur verið seinleg og gildrurnar ekki alltaf fengsælar og hefur t.d. skotveiði úr skothúsum verið margfalt stórvirkari, enda mjög tíðkuð á síðustu öld að minnsta kosti.
Grjótgildrur eru þekktar á Grænlandi og hefur svo verið talið, að þær væri frá tímum Grænlendinga hinna fornu, en þær hafa einnig verið notaðar þar í seinni tíð af bændum landsins. Er mér næst að ætla, að Grænlendingar hafi lært notkun þeirra af norrænum mönnum ámiðöldum, en dæmi eru um, að þeir hafi tekið upp áhöld og vinnuaðferðir norrænna manna. Sá ég líka gildru á Grænlandi 1977 í grennd við forna rúst í Qordlortoq-dal, og virtist hún helst vera frá byggð norrænna manna, en einnig voru ar í notkun nýjar refagildrur af nokkuð annarri gerð.
Refagildra við HúsatóftirSigurður Breiðfjörð lýsir grænlenskum gildrum í bók sinni frá Grænlandi, sem kom út 1836, en einkennilegt er, að hann virðist ekki þekkja notkun slíkra gildra á Íslandi og hvetur bændur hér til að setja slíkar skollagildrur, eins og hann nefnir þær, í landareignum sínum.
Ég hef ekki gert gangskör að því að kanna útbreiðslu þessara gildra, en viðbúið er að langflestra þeirra sé getið í örnefnaskrám einstakra jarða, sem vaðveittar eru í Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins. Árið 1964 var send út spurningaskrá frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins þar sem spurt var aukalega um slíkar refagildrur og hvað menn kynnu að segja um notkun þeirra. Bárust svör allvíða að af landinu og reydust 20 heimildarmenn þekkja gildrur eða leifar þeirra eða þá örnefni, sem ótvírætt benda til að gildrur hafi verið á þaim stöðum, þótt þeirra sæjust stundum engar leifar nú. Eru þessir staðir dreifðir um allt land að kalla má, sumir úti við sjó en aðrir inn til landsins, venjulegast í grennd við bæi eða beitarhús, þar sem menn fóru of um á vetrum…
Á hraungarði vestan við Selatanga eru nokkrar hlaðnar refagildrur og hjá Grindavík er rúst af gildru.
VarðaGreinilegt er af lýsingum þeirra, sem upplýsingar hafa gefið um gildrur þessar, að þær eru flestar af sömu gerð, úr allstóru grjóti, aflangar og munninn látinn snúa undan veðurátt.
Einn heimildarmaður greinir frá slíkri gildru úr tré, aflöngum tréstokki um 3 álnir á lengd og voru lok við báða enda og rann annað fyrir er refurinn var kominn inn í stokkinn, en grjóti var hlaðið umhverfis stokkinn svo að minna bæri á honum utan frá séð.
Gildra á Húsafelli sýnir vel hversu grjótgildrur voru gerðar í meginatriðum. Gildran er hlaðin efst á klettakambi og lítur út til að sjá eins og grjóthrúga. Hefur hún áreiðanlega alla tíð verið mjög áberandi og er svo um aðrar þær gildrur,s em ég hefi séð og hefur greinilega ekki verið reynt að fela þær eða hylja þær jarðvegi. Hefur verið leitast við að hafa gildrurnar þar sem hátt bar svo að þær færu ekki á kaf í snjó og mestu máli skipti, að þær væru þar sem refir fóru um í ætisleit á vetrum, en gildruveiðar munu einkum hafa verið stundaðar að vetrarlagi.

 

Gildran á Húsafelli er þannig gerð, að á klappirnar hefur verið hlaðið stórum steinum, sem sumir eru vel meðalmannstak. Eru þrír steinar í röð hvorum megin og milli þeirra um 30 cm bil, en fyrir enda tveir steinar. Þannig myndast eins konar gangur, um 150 cm langur, sem er opinn í þann enda sem í norður snýr, og þar er munninn, sem lágfótu hefur verið ætlað að fara inn um. Ofan á grjótganginum eru síðan aðrir stórir steinar, sem mynda þak. Síðan hafa allar glufur og op verið þéttuð með minni steinum oggengið svo frá, að sem minnst op væru á gildrunni nema munninn.

Refgildra

Refagildra – ÓSÁ.

Milli tveggja fremstu steinanna í þakinu er nokkur glufa. Þar hefur verið skorðað allvænlegt hellublað, sem enn lá hjá gildrunni, um 20 cm breitt neðst og um 30 cm hátt, og gegnum það er klappað smágat ofarlega. Í gatinu hefur verið trétittur, sem legið hefur milli þaksteinanna og hellan þanngi hangið uppi. Í tittinn var síðan bunið snæri, sem lá ofan á gildrunni og niður í hana aftast, hinn endinn bundinn í agnið, sem væntanlega heftr tíðast verið kjötbiti. Lá agnið innst í gildrunni og var nú útbúnaðurinn þannig, að þegar tófan skreið inn í gildruna og glefsaði í agnið og dró það til sín, kipptist titturinn úr gatinu og hellan rann niður. Rýmið í sjálfri gildrunni hefur verið við það miðað, að tófan kæmist mútulega fyrir en gæti ekki snúið sér við. Þannig átti hún erfitt með hreyfingar og gat með engu móti komist út aftur, enda var hún nú auðunnin í gildrunni, t.d. með broddstaf, sem lagt var inn á milli steinanna.
Gildra af þessari gerð er í raun einföld, en talsverða nákvæmni hefur þurft til að stilla helluna svo vel af, að hún rynni auðveldlega niður og skroðaðist og lokaði refinn inni. Er líklegt, að gildrur þessar hafi verið misvel veiðnar, enda er lágfóta kæn og kvekkist auðveldlega og er vör um sig, ekki síst ef hún finnur mannaþef af agninu. En í hörðum árum, þegar sultur svarf að, hefur svengdin orðið tortryggninni yfirsterkari.
Þessi gildra er hin eina, þar sem ég veit til að hellan hafi verið með gati fyrir trétitt. Annars hefur hellan yfirleitt verið krossbundin og lykkju á hinum enda bandins bundið um afsleppan trétitt eða hvalbeinshæl innst í gildrunni þar sem agninu var komið fyrir, líklegast oftast smeygt bak við bandið. Þegar glefsað var í agnið kipptist bandið fram af tittinum og hellan féll niður.“

Heimildir:
-Síðari hlutinn eru af skrifum Þórs Magnússonar, Hrafnahrekkurinn – sitt af hverju um refagildrur – úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1980.
-Fornleifafræðistofnun Íslands – Fornleifafræðiorðasafn.

Húsatóttir

Refagildra við Húsatóttir.

Silungapollur

Í Skýrslu nefndar um „Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972, og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973„, þann 31. ágúst 2010 má lesa eftirfarandi:

Gunnar Thoroddsen

Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri 1949.

„Hinn 1. júlí 1950 hóf Reykjavíkurbær starfsemi vistheimilis á Silungapolli sem staðsett var skammt frá Suðurlandsvegi í nágrenni Reykjavíkur. Þar átti Barnasumardvalarfélag Oddfellow húsnæði sem það hafði reist árið 1930 og þar sem það starfrækti sumardvalarheimili fyrir börn. Á hverju sumri dvöldu á vegum Oddfellow 40-60 börn á Silungapolli í 8-10 vikur en árið 1943 fékk Rauði kross Íslands afnot af húsnæðinu og rak þar sumardvalarheimili fram til ársins 1949. Borgarstjóri ritaði bréf til Barnasumardvalarfélags Oddfellow í september 1949 og spurðist fyrir hvort hægt væri að fá húsnæði þeirra að Silungapolli til afnota og þá með hvaða skilmálum enda hefði Reykjavíkurbær „sífellt aukna þörf fyrir húsnæði handa börnum sem ráðstafa [þyrfti] af hálfu hins opinbera.“ Stjórn félagsins tók vel þeirri málaleitan og bauðst til að semja um afnot hússins fyrir vistheimili fyrir börn en félagið áskildi sér rétt til að „geta haft allt að 60 veikluð börn í sumardvöl að barnaheimilinu, hvort sem sú starfsemi [yrði] rekin á vegum Barnasumardvalarfélags Oddfellowa eða á vegum R.K.Í. [Rauða kross Íslands].“ Þegar í kjölfarið ritaði borgarstjóri barnaverndarnefnd Reykjavíkur og óskaði eftir áliti nefndarinnar á málinu. Á fundi hennar hinn 5. október 1949 var bréf borgarstjóra Reykjavíkur lagt fram og af því tilefni gerði nefndin hlé á fundi sínum og fór og skoðaði húsakynni og aðra aðstöðu á Silungapolli. Að því loknu var fundi framhaldið og eftirfarandi samþykkt gerð: „Nefndin mælir eindregið með því, að húsið verði tekið á leigu með það fyrir augum, að þar verði rekin ársstarfsemi fyrir 25-30 börn, einnig telur nefndin mögulegt, að þar sé rekin sumardvalarstarfsemi fyrir allt að 60 börn.“

Silungapollur

Silungapollur.

Samningur milli Reykjavíkurbæjar og Oddfellow var undirritaður hinn 24. mars 1950 og var hann til 15 ára. Reykjavíkurbæ var látin í té afnot af húseign félagsins við Silungapoll í þeim tilgangi að bærinn ræki þar vistheimili allt árið um kring fyrir börn til allt að sjö ára aldurs. Félagið gat krafist þess að bærinn tæki til sumardvalar allt að 60 börn til viðbótar, þriggja til sjö ára gömul, eftir ákvörðun félagsins eða annarra aðila í umboði þess. Afnot fasteignanna voru veitt án endurgjalds en á hinn bóginn skyldi bæjarsjóður láta gera allar þær breytingar og endurbætur er nauðsyn krefði vegna heimilishaldsins á sinn kostnað, m.a. að tengja fasteignirnar við rafveitukerfi bæjarins, leggja fullnægjandi hitunarkerfi og endurbæta vatns- og skolpleiðslur. Allar endurbætur, viðbætur og breytingar á eignum og innanstokksmunum voru kvaðalaus eign Barnasumardvalarfélags Oddfellow að samningstíma loknum. Þá var bæjarsjóði skylt að kosta allt nauðsynlegt viðhald eignanna, greiða af þeim öll opinber gjöld og vátryggja hús og innanstokksmuni gegn eldsvoða.

Silungapollur

Silungapollur.

Silungapollur var þriðja vistheimilið sem Reykjavíkurbær stofnsetti á skömmum tíma. Árið 1945 hófst starfsemi á Kumbaravogi við Stokkseyri sem var vistheimili fyrir munaðarlaus börn og börn sem bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður. Heimilið var ætlað 20 börnum af báðum kynjum á aldrinum 7-14 ára. Starfsemin á Kumbaravogi fluttist að Reykjahlíð í Mosfellsdal árið 1956 eins og nánar er rakið í kafla 1 í VI. hluta skýrslunnar. Í október 1949 tók vöggustofan að Hlíðarenda til starfa. Þar var rúm fyrir 22 börn á aldrinum 0-18 mánaða og Silungapollur var ætlaður fyrir allt að 30 börn á aldrinum 3-7 ára. Um þessi tímamót segir í ársskýrslu barnaverndarnefndar Reykjavíkur fyrir árið 1950: „Hefur því nefndin getað fullnægt að mestu þörfum þeirra, sem erfitt hafa átt, ef um góð börn hefur verið að ræða, en afbrotabörnin hafa mátt eiga sig og sýkja út frá sér, en samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna, ber ríkissjóði skylda til að láta reisa hæli fyrir slík börn, þegar fé er veitt til þess í fjárlögum, en það hefur ekki verið gert enn“.

Silungapollur

Silungapollur.

Eins og kveðið var á um í samningi Reykjavíkurbæjar og Barnasumardvalarfélags Oddfellow komu börn til sumardvalar á Silungapoll hvert ár. Sumardvölin var á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og að jafnaði komu um 60 börn til tveggja mánaðadvalar. Fyrir á Silungapolli voru börn sem barnaverndarnefnd Reykjavíkur ráðstafaði á heimilið og yfir hásumarið var heildarfjöldi barna því oft um 90-100 börn. Til að mæta þessu var starfsmönnum fjölgað tímabundið og voru 10-12 starfsstúlkur ráðnar yfir sumarið til viðbótar við þær sem fyrir voru en fastir starfsmenn voru að jafnaði 13 talsins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafði á sínum tíma lýst sig samþykka þessu skipulagi en á fundi nefndarinnar hinn 4. maí 1960 var á hinn bóginn eftirfarandi bókað: „Af gefnu tilefni vill barnaverndarnefnd Reykjavíkur lýsa því yfir að hún telur mjög óheppilegt að á Silungapolli séu samtímis sumardvalarbörn og börn þau er þar dvelja yfir árið.“ Skömmu síðar ritaði Þorkell Kristjánsson fulltrúi nefndarinnar svohljóðandi minnisblað: „Á Silungapolli dvelja 30 börn allt árið á vegum Reykjavíkurbæjar. Þar eru aðeins vistuð börn, sem brýna þörf hafa fyrir vist og vegna þess að heimilin geta ekki látið börnunum í té næga aðhlynningu einhverra hluta vegna.
Helstu ástæður fyrir ráðstöfun barna á barnaheimilið eru: Vanhirða, heilsuspillandi húsnæði, fátækt, veikindi, drykkjuskapur, hrottaskapur, munaðarleysi og önnur óholl uppeldisskilyrði. Barnaverndarnefnd hefur mestu ráðið um val barna á heimilið“.

Silungapollur

Silungapollur.

Mánuðina júlí og ágúst hefur Reykjavíkurdeild R.K.Í. 60 börn á Silungapolli. Ráðstöfun þessa tel ég mjög óheppilega, naumast mannlega gagnvart umkomulausum börnum og mun ég hér á eftir gera grein fyrir þessari skoðun minni.
1. Leik og föndurpláss langdvalarbarna er tekið fyrir svefnstofur handa sumardvalarbörnum.
2. Útiskáli, sem annars er ætlaður fyrir leiki barna í slæmum veðrum, er notaður til að geyma í 60 rúmstæði, dýnur og annað, er þarf til afnota fyrir sumardvalarbörnin. Skáli þessi er því notaður til geymslu 10 mánuði ársins.
3. Sumarbörnin eru þess valdandi, að ekki er hægt að sýna ársbörnunum eins góða umhyggju þessa tvo mánuði sem aðra og er það allmikið áfall fyrir börn, sem ekki eiga kost á því, að njóta móðurhlýju svo mánuðum eða árum skiptir.
4. Heimsóknir falla niður meðan sumardvalir standa, en heimsóknir umhyggjusamra skyldmenna er þeim andleg nauðsyn.
5. Venjulega er óyndi í sumardvalarbörnum fyrstu kvöldin eftir að þau koma, en þau lagast fljótt vegna þess að þau vita, að aðeins er um stuttan dvalartíma að ræða. Þetta er ekki langdvalarbörnunum sársaukalaust, þegar nýkomnu börnin eru að æpa á mömmu og pabba, sem hin eiga annaðhvort ekki til eða eru dæmd til að vera fjarvistum við. Þegar fer að líða á dvalartíma sumarbarna fara þau að tala um, að nú séu þau að fara heim til mömmu og pabba. Hvernig er þá líðan þeirra barna, sem eftir verða þarna, sem engar mæður eiga, eða veikar mæður og verða að dvelja á barnaheimilinu ófyrirsjáanlegan tíma? Margt fleira mætti telja, sem mælir á móti því að reka á Silungapolli árs- og sumarheimili og hæpið er að slíkt geti staðist ef hugsað er um velferð barnanna.

Silungapollur

Silungapollur.

Í febrúar 1961 afhenti Þorkell Kristjánsson borgarstjóra afrit af ofangreindu minnisblaði og lýsti borgarstjóri sig „mjög sammála þeim umræðum, sem þar [komu] fram […]“. Í kjölfarið fól hann Guðmundi Vigni Jósefssyni formanni barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Jónasi B. Jónssyni fræðslustjóra að athuga hvort hægt væri að koma sumardvalarbörnum fyrir á öðrum stað. Leiddi þetta til þess að vistheimilamál borgarinnar voru tekin til endurskoðunar en um vorið 1961 fékk Jónas B. Jónsson þá Símon Jóh. Ágústsson prófessor og Jónas Pálsson forstöðumann Sálfræðideildar skóla til að taka til nýrrar athugunar tillögu barnaheimilanefndar frá árinu 1957 og hélt Jónas nokkra fundi með þeim ásamt formanni barnaverndarnefndar Reykjavíkur um málið á meðan álitsgerðin var í vinnslu.

Silungapollur

Silungapollur.

Álitsgerð Símonar Jóh. Ágústssonar og Jónasar Pálssonar um vistheimili og barnaverndarmál í Reykjavík var fullgerð í júní 1961. Um Silungapoll segir í álitsgerðinni: „Forstöðukona Silungapolls og barnaverndarnefnd Reykjavíkur eru sammála um, að ekki sé fært að reka barnaheimilið þar áfram öllu lengur með sama fyrirkomulagi og verið hefur undanfarin ár, þ.e. að hælið sé jafnframt rekið sem sumardvalarheimili á sumrin. Kemur þá tvennt til greina: a) að leggja niður sumardvalarstarfsemina og ársheimilið verði rekið áfram með sama sniði og áður, eða b) að ársstarfseminni verði fengið annað húsnæði. Allir virðast vera sammála um, að húsið á Silungapolli sé af ýmsum ástæðum (eldhætta, kuldi, herbergjaskipun) óhentugt til ársstarfsemi og ekki til frambúðar“.

Silungapollur

Silungapollur 1934.

Ennfremur bentu þeir á að ef leggja ætti niður starfsemina á Silungapolli þá þyrftu tvö vistheimili sem þeir höfðu gert tillögur um að vera til staðar, þ.e. annars vegar nýbygging á lóð vöggustofunnar á Hlíðarenda fyrir börn á aldrinum 1½-3 ára og hins vegar upptökuheimili fyrir 20-30 börn á aldrinum 3-7 ára. Lögðu þeir því til að framkvæmdir við þessi heimili skyldu hafa forgang og þeim yrði lokið innan tveggja ára. Á grundvelli álitsgerðarinnar gerði Jónas B. Jónsson tillögur að byggingu barnaheimila í Reykjavík næstu árin og sendi borgarstjóra. Lagði Jónas til að á árinu 1962 yrði veitt 2 milljónum króna til byggingar uppeldisheimilis fyrir 30-40 börn á aldrinum 3-7 ára. Bygging skyldi hafin árið 1962 og henni lokið vorið 1963 og vistheimilið að Silungapolli þá lagt niður og „aðeins höfð þar sumardvalarstarfsemi á vegum R.K.Í. eða annarra aðila.“ Sumarið 1963 kom enn fram á fundi barnaverndarnefndar Reykjavíkur andstaða við sumardvalir barna á Silungapolli. Þá lét Gyða Sigvaldadóttir, fyrrverandi forstöðukona á Silungapolli og þáverandi nefndarmaður í barnaverndarnefnd Reykjavíkur, færa til bókar að hún áteldi að börn væru enn látin á Silungapoll til sumardvalar „þrátt fyrir að dvöl þeirra þar verði að teljast á allan hátt neikvæð fyrir þau börn, sem þar eru að alast upp.“

Jónas B. Jónsson

Jónas B. Jónsson.

Í nóvember 1962 voru að nýju settar fram tillögur um vistheimilamál í Reykjavík, að þessu sinni af þeim Jónasi B. Jónssyni og Jónasi Pálssyni. Þeir settu m.a. fram tillögur um að byggt yrði upptöku- og vistheimili fyrir 30 börn á aldrinum 3-16 ára, vistheimili fyrir 12-16 börn á aldrinum 2-7 ára og að keypt yrði íbúð fyrir fjölskylduheimili fyrir fimm börn, fjögurra ára og eldri. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur tók tillögurnar til umræðu á fundum nefndarinnar í febrúar 1963 og sendi borgarstjóra álitsgerð í mars 1963. Taldi barnaverndarnefnd að brýnust væri þörfin fyrir upptöku- og vistheimili fyrir börn á aldrinum 3-16 ára og jafnframt að gerð yrði tilraun með að starfrækja fjölskylduheimili. Í næsta áfanga taldi nefndin að nauðsyn væri á að reisa heimili fyrir 2-7 ára börn í stað þess sem þá var rekið að Silungapolli „við lélegan og óhagstæðan húsakost.“ Til nánari skýringar við ályktun nefndarinnar sagði: „Í þriðja lið ályktunarinnar er talið, að brýnust þörf sé fyrir vistheimili eða upptökuheimili. Er þá gert ráð fyrir að þetta heimili verði fyrst um sinn rekið jöfnum höndum sem vistheimili og upptökuheimili. Er slíkt heimili nú mjög aðkallandi, þar sem þau heimili, sem nú eru rekin, eru oftast yfir setin, en jafnvel á einni viku getur þurft að ráðstafa mörgum börnum, sem í rauninni er ekkert pláss fyrir. Rétt þykir að taka fram, að ekki er talið, að þetta heimili geti leyst af hólmi barnaheimilið að Silungapolli, sem þó er mikil þörf á að byggja upp. Er ekki talið fært að leggja það heimili niður, nema annað heimili komi í staðinn, fyrir þau börn, sem þar dvelja, og er lagt til, að það verði reist í næsta áfanga“.
Samkvæmt áætlun um byggingu vistheimila árin 1963-1968 sem fylgdi tillögunum og umsögn barnaverndarnefndar Reykjavíkur var gert ráð fyrir að byrjað yrði á upptökuheimili við Dalbraut árið 1963 og því lokið árið 1964, því næst að fjölskylduheimili yrði byggt eða keypt árið 1965 og að árið 1966 hæfist bygging vistheimilis fyrir 12-16 börn á aldrinum 2-7 ára. Því ætti að vera lokið árið 1967 og kæmi þá í staðinn fyrir Silungapoll.

Silungapollur

Á Silungapolli.

Í samningi Reykjavíkurborgar og Barnasumardvalarfélags Oddfellow um afnot borgarinnar af Silungapolli var tiltekið að hann rynni út 1. nóvember 1964. Í nóvember 1962 ritaði stjórn félagsins bréf til fræðslustjóra Reykjavíkur og bauð eignina til kaups.
Fræðslustjóri mælti með því við borgarstjóra að eignin yrði keypt en lagði einnig áherslu á að húsnæðið væri óhentugt sem is og því væri réttast að flytja starfsemi vistheimilisins annað en nota Silungapoll áfram sem sumardvalarheimili á vegum borgarinnar. Á fundi barnaverndarnefndar Reykjavíkur hinn 8. apríl 1965 var eftirfarandi tillaga Gyðu Sigvaldadóttur samþykkt: „Þar sem Reykjavíkurborg hefur keypt barnaheimilið Silungapoll og þar með létt af þeirri kvöð, að taka til sumardvalar börn á vegum R.K.Í., vill barnaverndarnefnd fara þess á leit við hlutaðeigandi aðila, að hún fái til ráðstöfunar öll þau pláss, sem þar er um að ræða enda ber til þess brýna þörf.“ Nokkuð dró úr fjölda sumardvalarbarna á Silungapolli á fyrri hluta sjöunda áratugarins, t.d. voru sumardvalarbörn á vegum Rauða krossins 35 árið 1962 og 20 árið 1964. Frá og með sumrinu 1965 lögðust sumardvalir á vegum félagsins á Silungapolli af. Eftir það ráðstafaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur alfarið börnum á Silungapoll.

Silungapollur

Á Silungapolli.

Ekkert varð af því að hafist yrði handa við framkvæmdir við vistheimili sem leysa myndi Silungapoll af hólmi, líkt og gert hafði verið ráð fyrir í áætlun um byggingu vistheimila árið 1963. Á hinn bóginn tók til starfa árið 1965 á vegum borgarinnar fjölskylduheimili að Skála við Kaplaskjólsveg sem ætlað var fyrir allt að átta börn sem ráðstafa þyrfti til lengri tíma. Þá hófust framkvæmdir við upptökuheimili Reykjavíkurborgar við Dalbraut árið 1963 og snemma árs 1966 tók það að nokkru til starfa í þeim hluta byggingarinnar sem þá var tilbúinn. Fullbúið skyldi heimilið á Dalbraut rúma 45 börn og átti þar að vera athugunarstöð fyrir börn og unglinga, áður en þeim var ráðstafað annað auk þess sem þar skyldu vistuð börn sem koma þyrfti fyrir um stundarsakir. Árið 1967 hófst undirbúningur að byggingu nýrrar álmu við Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins.

Silungapollur

Silungapollur.

Viðbótarálman átti að rúma 14 börn og var einkum ætluð þeim börnum sem orðin voru of gömul til að dveljast á þeim hluta Vöggustofunnar sem þá var í rekstri. Þá var einu fóstrunarheimili komið á fót árið 1967 og var það hið fyrsta sinnar tegundar. Í ársskýrslu barnaverndarnefndar Reykjavíkur fyrir árið 1967 var fyrirkomulagi fóstrunarheimila lýst nánar og í framhaldinu hver stefnan væri í vistheimilamálum: „Samið er við einkaaðila, venjuleg hjón, að þau, gegn ákveðinni þóknun, taki að sér fáein börn í einu til skemmri dvalar. Kostir fóstrunarheimila eru einkum þeir, að vegna smæðar þeirra er hægt að búa börnum persónulegra og heimilislegra umhverfi en á stærri barnaheimilum. Þá er og dvalarkostnaður venjulega nokkru minni. Fyrirhugað er að koma upp fleiri fóstrunarheimilum á næsta ári“.

Silungapollur

Silungapollur.

Með stækkun upptökuheimilisins við Dalbraut, vöggustofunnar á Hlíðarenda og með fleiri fóstrunarheimilum ætti, í fyrirsjáanlegri framtíð, að vera unnt að fullnægja þörf vegna barna, sem vista þarf vegna tímabundinna heimilisástæðna.
Vistunarúrræði barnaverndarnefndar Reykjavíkur urðu fleiri og fjölbreyttari við þessar breytingar. Árið 1969 var ákveðið að leggja starfsemi Silungapolls af í þeirri mynd sem verið hafði. Fram kom í máli Sveins Ragnarssonar þáverandi félagsmálastjóra Reykjavíkur við skýrslutöku hjá vistheimilanefnd að það hefði verið meðal fyrstu verka Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, sem tók til starfa í ársbyrjun 1968 og hafði m.a. alla umsjón með rekstri vistheimila borgarinnar, að taka ákvörðun um að loka skyldi Silungapolli. Í árslok 1969 var rekstri Silungapolls hætt þar sem húsakynni voru ekki lengur talin til þess fallin að halda uppi rekstri þar allt árið. Í tilefni af því gerði barnaverndarnefnd Reykjavíkur félagsmálaráði kunnugt að hún teldi „brýna nauðsyn [vera] á að reka áfram sumardvalarheimili að Silungapolli, nema því aðeins að samskonar aðstaða fyrir sumardvöl barna [yrði] tryggð með öðrum hætti.“ Félagsmálaráð Reykjavíkur ákvað að reka í tilraunaskyni sumardvalarheimili á vegum borgarinnar fyrir 30 börn sumarið 1970. Þrátt fyrir góða reynslu af heimilinu þótti ekki rétt, með tilliti til mikils rekstrarkostnaðar, að halda uppi rekstri sumardvalarheimilis að Silungapolli sumarið 1971.

Silungapollur

Silungapollur.

Við gildistöku laga um vernd barna og ungmenna nr. 29/1947 var í fyrsta skipti með beinum hætti kveðið á um skyldu ríkisvaldsins að setja á stofn og reka vist- eða meðferðarheimili fyrir börn sem ratað höfðu á siðferðilega glapstigu eða framið höfðu lögbrot. Á hinn bóginn voru lög nr. 29/1947 fáorð um skyldu ríkisins, sveitarfélaga eða annarra varðandi stofnun og rekstur vistheimila fyrir börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður. Þrátt fyrir að lög nr. 29/1947 hafi ekki með beinum hætti kveðið á um skyldu tiltekins aðila til að setja á stofn og reka vistheimili fyrir börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður hefur vistheimilanefnd áður lagt til grundvallar að ráða megi af ákvæðum laganna að gert hafi verið ráð fyrir tilvist slíkra stofnana. Mælt var fyrir um skyldu sveitarfélaga til að hafa tiltæk úrræði fyrir þau börn og ungmenni sem vista varð utan heimilis ef orsakir voru annars eðlis en lögbrot eða ungmenni væru á siðferðilegum glapstigum, svo vísað sé til hugtakanotkunar laga nr. 29/1947.

Silungapollur

Á Silungapolli.

Með lögum um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966 var í fyrsta skipti beinlínis kveðið á um verkaskiptingu ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar varðandi skyldur þeirra til að setja á stofn og reka vistheimili eða stofnanir fyrir börn. Ríkisvaldinu var samkvæmt 1. mgr. 39. gr. skylt að setja á stofn og reka vist- eða meðferðarheimili fyrir börn sem ratað höfðu á siðferðilega glapstigu eða framið höfðu lögbrot. Í 3. mgr. 39. gr. var kveðið á um skyldu sveitarfélaga til að setja á stofn og starfrækja stofnanir fyrir börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður. Þá var sérstaklega mælt fyrir um í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 29/1947 og 1. mgr. 37. gr. laga nr. 53/1966 um heimild menntamálaráðherra til að veita leyfi til reksturs vistheimilis eða annarrar slíkrar uppeldisstofnunar að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Hér að framan er rakinn aðdragandi að stofnun vistheimilisins Silungapolls og þær forsendur sem lágu til grundvallar starfseminni, en ljóst er að um var að ræða stofnun sem starfrækt var af Reykjavíkurborg, en ekki af ríkinu. Þá var stofnunin á tímabilinu 1950-1965 samhliða rekin sem sumardvalarheimili fyrir börn en eins og rakið er í kafla 1 hafði Rauði kross Íslands afnot af heimilinu á sumrin og vistaði að jafnaði um 60 börn hvert sumar á fyrrgreindu tímabili. Það er því afstaða vistheimilanefndar með vísan til fyrirliggjandi frumgagna að telja verði að vistheimilið Silungapollur hafi í merkingu laga nr. 29/1947 og laga nr. 53/1966 haft það hlutverk að vera stofnun þar sem vistuð skyldu börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður, einkum vegna háttsemi, veikinda og vanrækslu foreldra. Á heimilið átti því ekki að vista börn vegna atvika er vörðuðu háttsemi þeirra sjálfra. Þá hafi heimilið einnig verið starfrækt sem sumardvalarheimili. Þær efnisreglur sem fram komu í reglum nr. 31/1963 um sumardvalarheimili hafi því gilt um starfsemi heimilisins frá árinu 1963 er reglur um starfsemi sumardvalarheimila voru fyrst settar hér á landi, þ.m.t. reglur um aðbúnað, fjölda barna, heilbrigðiseftirlit.

Silungapollur

Silungapollur.

Samkvæmt 1. gr. fyrrgreindra reglna um sumardvalarheimili nr. 31/1963 taldist hvert það heimili sumardvalarheimili sem tæki fimm börn eða fleiri til sumardvaldar.
Menntamálaráðherra veitti heimild til stofnunar eða reksturs slíks heimilis að fengnum meðmælum hlutaðeigandi barnaverndarnefndar og héraðslæknis og með samþykki Barnaverndarráðs Íslands. Umsóknum um heimild til að reka sumardvalarheimili skyldu fylgja nánar tiltekin gögn, þ.m.t. umsögn barnaverndarnefndar, heilbrigðisvottorð heimilisfólks, umsögn héraðslæknis um húsakynni, brunahættu o.fl. Samkvæmt því sem að framan er rakið telur vistheimilanefnd að atvik að baki stofnun Silungapolls og starfsemi stofnunarinnar leiði í fyrsta lagi til þeirrar ályktunar að heimilið hafi haft það hlutverk að vera úrræði fyrir barnaverndarnefndir þar sem vistuð skyldu börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður, einkum vegna háttsemi, veikinda og vanrækslu foreldra. Á heimilinu átti því ekki að vista börn vegna atvika sem vörðuðu hátterni þeirra sjálfra, s.s. vegna lögbrota. Vistun slíkra barna var á hendi ríkisins og var gert ráð fyrir því að sérstakar stofnanir hefðu það hlutverk.

Silungapollur

Silungapollur – loftmynd 1957.

Samkvæmt 3. gr. reglna nr. 31/1963 voru gerðar lágmarkskröfur um húsakynni sumardvalarheimila, þar sem m.a. var kveðið á um að drengir og stúlkur skyldu vera í sérherbergi, hvert barn skyldi sofa í sér rúmi, o.fl. Áður en starfræksla heimilisins hæfist skyldi fara fram læknisskoðun á heimilisfólki og starfsfólki og fylgja skyldi heilbrigðisvottorð hverju barni sem tekið yrði til sumardvalar. Ef slíkt vottorð fylgdi ekki bar forstöðumanni umsvifalaust að fá héraðslækni til að kanna heilbrigði þess. Þá var í 5. gr. sérstaklega kveðið á um eftirlitshlutverk barnaverndarnefnda. Bar þeim að fylgjast rækilega með rekstri barnaheimila í umdæmi sínu og heimsækja þau minnst tvisvar á sumri og oftar, ef þörf væri á, til þess að kynna sér sem best aðbúð og líðan barnanna og beita sér fyrir því að bætt yrði þegar úr ágöllum, ef í ljós kynnu að koma. Þá bar viðkomandi barnaverndarnefnd að tilkynna Barnaverndarráði ef hún yrði vör við alvarlegar misfellur í starfi barnaheimilis. Þá var í 7. gr. sérstaklega kveðið á um eftirlitsskyldu Barnaverndarráðs. Skyldi fulltrúi ráðsins a.m.k. einu sinni á sumri koma á sumardvalarheimili sem löggilt hefðu verið, til leiðbeiningar og eftirlits. Skyldi hann kynna sér allan aðbúnað barna á heimilum og gæta þess að fylgt væri í öllu lögum og reglum um barnaheimili.“

Með framangreindum þrætum var starfseminni á Jaðri sjálfhætt.

Heimild:
-Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007, Áfangaskýrsla nr. 2 – Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972, og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973, Reykjavík, 31. ágúst 2010.

Silungapollur

Silungapollur 2020 – loftmynd.

Austurengjar

Á undanförnum árum hefur verið nokkur umræða um háhitasvæði landsins og athygli manna beinst að möguleikum á frekari nýtingu þeirra, einkum til orkuframleiðslu (Iðnaðarráðuneytið 1994, Morgunblaðið 6. febrúar 2005).
Austruengjar-892Hins vegar hefur minna borið á umræðu um sérkenni og verndargildi þeirra. Á háhitasvæðum landsins nær jarðhiti víða til stórra samfelldra svæða ef miðað er við hita djúpt í jörðu en ummerki jarðhitans á yfirborði er yfirleitt að finna á tiltölulega litlum og afmörkuðum svæðum. Vegna hitans skapast sérstakar aðstæður á yfirborði og einkennist jarðvegur og vatn yfirleitt af lágu sýrustigi auk þess sem styrkur ýmissa efna er ólíkur því sem finnst í öðrum vistkerfum (Stefán Arnórsson o.fl. 1980, Burns 1997). Hár hiti og efnafræðilegar aðstæður skapa því mjög óvenjuleg lífsskilyrði á þessum svæðum. Háhitasvæði eru ekki algeng fyrirbæri á jörðinni og því er mikilvægt að sérstaða og einkenni þeirra séu vel þekkt og að tekið sé ríkt tillit til náttúruverndarsjónarmiða þegar kemur að nýtingu þeirra. Einkenni háhitasvæða eru sérstök, t.d. hverir, jarðhitamyndanir og vistkerfi. Mörg þeirra hafa hátt útivistar– og fræðslugildi og eru þýðingarmikil í vísindalegu tilliti og hafa því vafalaust hátt náttúruverndargildi. Á Nýja-Sjálandi hefur verið gerð umfangsmikil
úttekt á náttúrufari, rasknæmi og verndargildi jarðhitasvæða (Ronald F. Keam o.fl. 2005). Þar hefur verið mótuð aðferðafræði sem taka mætti mið af hér á landi. Háhitasvæðið á Reykjanesi er eitt af minnstu háhitasvæðum landsins (2 km2) og er í um 20 m hæð yfir sjó.

austurengjar-894

Svæðið er á suðvesturhorni Reykjanesskaga og er basalthraun ríkjandi á svæðinu en upp úr því standa móbergs– og bólstrabergshryggir (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Reykjanesið í heild sinni er á náttúruminjaskrá m.a. vegna hverasvæðis og stórbrotinnar jarðfræði (Náttúruverndarráð 1996).
Krýsuvíkursvæðið er á vestanverðum Reykjanesskaga og nær það yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell. Svæðið er um 65 km2 að flatarmáli og liggur í 120–410 m h.y.s. Móbergshryggir einkenna svæðið (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Krýsuvík er hluti af Reykjanesfólkvangi (Náttúruverndarráð 1996).
Hengilsvæðið er suðvestur af Þingvallavatni og er eitt af stærstu háhitasvæðum landsins eða um 100 km2 að stærð og liggur í 30–800 m h.y.s. Svæðið einkennist af móbergshryggjum en einnig koma fyrir grágrýti og hraun runnin á nútíma, vestast á Hengilssvæðinu finnst súrt gosberg (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Hengill og næsta nágrenni er á náttúruminjaskrá, einkum vegna stórbrotins landslags, fjölbreyttrar jarðfræði og jarðhita (Náttúruverndarráð 1996).

Heimild:
-Þrjú háhitasvæði á Suðvesturlandi Undirbúningur að mati á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða – Ásrún Elmarsdóttir, Borgþór Magnússon, Lovísa Ásbjörnsdóttir og Sigurður H. Magnússon. Unnið fyrir Orkustofnun, Reykjavík, mars 2005.

Seltún

Seltún.

Sólsetur

Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug).
Sólarlag eða sólsetur telst þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring.

Sólarupprás

Sólarupprás við Hvaleyrarvatn.

Sólargangur á við hreyfingu sólar á himninum. Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug) á uppleið, en sólarlag eða sólsetur þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring. Lengd sólargangs er tíminn frá sólarupprás til sólseturs. Í almanaki telst dögun þegar sólmiðjan er 18° undir sjónbaug og á uppleið, og svo birting þegar hún er 6° undir sjónbaug. Samsvarandi telst myrkur þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug og á niðurleið, og svo dagsetur þegar hún er 18° undir sjónbaug. Hádegi er þegar sólmiðjan er í hásuðri, en miðnætti hálfum sólarhring síðar.
Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?

Sólarupprás

Sólarupprás við Hvaleyrarvatn.

Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands er að finna fróðlega töflu um sólarhæð og sólarátt (stefnu til sólar) í Reykjavík á tíu daga fresti yfir árið. Taflan sýnir umsvifalaust á hvaða klukkutíma sólin kemur upp en til að fá meiri nákvæmni þarf að beita svokallaðri brúun (interpolation). Í töflunni kemur glöggt fram að tímasetning sólaruppkomu breytist mikið yfir árið hér á norðurslóð, en einn spyrjandinn spyr meðal annars um það.
Í hinni prentuðu útgáfu Almanaksins eru sýnd birting, sólris, hádegi, sólarlag og myrkur í Reykjavík fyrir hvern dag ársins. Þar sést að sól kemur upp kl. 3:22 og sest kl. 23:31 þann 1. júní í ár sem einn af spyrjendum ber fyrir brjósti. Báðar þessar tímasetningar færast um um það bil 2-3 mínútur á dag á þessum árstíma.

Sólsetur

Sólsetur við Hafnarfjörð.

Sérstakar töflur í Almanakinu sýna einnig dögun, birtingu, sólris, hádegi, sólarlag, myrkur og dagsetur á sjö daga fresti fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Norðfjörð og Vestmannaeyjar. Þar kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags í Reykjavík er 21 klst. og 11 mínútur á sumarsólstöðum (21. júní) og 4 klst. og 8 mínútur á vetrarsólhvörfum (21. desember). Samsvarandi tölur fyrir Ísafjörð eru 24 klst. annars vegar og hins vegar 2 klst. og 45 mínútur.

Sólsetur

Sólsetur við Snæfellsjökul.

Samkvæmt töflum Almanaksins voru vorjafndægur í ár þann 20. mars kl. 13:31. Það merkir að þá var sólin í vorpunkti á festingunni. Þessi tímasetning færist fram á við um tæpar 6 klukkustundir árið 2002 og aftur árið 2003 og fellur því þá á 21. mars. Árið 2004 er hins vegar hlaupár og þá færist tímasetningin tæpan sólarhring aftur á bak. Þetta endurtekur sig síðan á fjögurra ára fresti. Haustjafndægur, sumarsólstöður og vetrarsólstöður færast til á sama hátt milli ára. Haustjafndægur eru í ár 22. september kl. 23:04 og falla því á 23. september næstu tvö ár, 2002 og 2003, en verða aftur 22. september árin 2004 og 2005, og síðan áfram á víxl.
Gerpir er sem kunnugt er austasti tangi landsins og þar kemur sólin fyrst upp. Vestlæg lengd hans er 13°29,6′ en Reykjavík er á 21°55,8′. Þarna munar 8°26,2′ en hver gráða samsvarar 4 mínútna mun á sólartíma. Tímamunurinn er því 33 mínútur. Sólin kom upp á vorjafndægrum í Reykjavík í ár klukkan 7:28 en á Gerpi klukkan 6:55. Vestasti tangi landsins, Bjargtangar, er hins vegar 2°36,3′ vestar en Reykjavík og sólin kom því upp þar 10 mínútum seinna en í Reykjavík eða klukkan 7:38. Heildarmunurinn á sólristímanum yfir landið er því 43 mínútur og sami munur á við um tímasetningu sólseturs á jafndægrum. Munur á tímasetningu hádegis er einnig sama tala og það á við allt árið.

Sólsetur

Sólsetur við Hafnir.

Athugið að munurinn á landfræðilegri lengd segir að vísu alltaf til um muninn á sólartíma á þennan einfalda hátt en það á ekki almennt við um muninn á tímasetningum sólaruppkomu eða sólarlags. Til þess að hann sé í beinu hlutfalli við lengdarmuninn þurfa staðirnir annaðhvort að hafa sömu breidd eða við þurfum að vera á jafndægrum eins og hér á undan.
Í Almanakinu kemur einnig fram hvenær tungl kemur upp og sest og hvenær það er í suðri, og sömuleiðis hvenær er flóð og fjara; allt fyrir hvern dag ársins.
Margvíslegar aðrar upplýsingar af þessu tagi er að finna í Almanakinu og eru lesendur eindregið hvattir til að kynna sér þær.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B3largangur
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1625

Bessastaðanes

Lambhúsatjörn – kvöld.

Blikdalur

Hof og Esjuberg eru landnámsbýli á Kjalarnesi. Örlygur Hrappsson byggði síðarnefnda bæinn og bræðrungur hans, Helgi bjóla Ketilsson, þann fyrrnefnda.
Bæjarnafnið bendir til þess að þar Hof-21hafi áhersla verið lögð á átrúnað, enda gefa örnefni í nágrenninu vísbendingu um að svo hafi verið á Kjalarnesi í árdaga búsetu manna hér á Reykjanes-skaganum. Eftir því sem ráða má af Flóamannasögu, hefir Ingólfur [Arnarsson] verið nokkuð innan við þrítugt, er hann reisti bú í Reykjavík; kona hans hét Hallveig Fróðadóttir; sonur þeirra var Þorsteinn, er höfðingi varð eftir föður sinn. önnur börn Ingólfs eru eigi nefnd, því það sem segir í Kjalnesingasögu, að Helgi bjóla hafi átt Þórnýju dóttur Ingólfs…
Í 11. kafla Landnámu (Sturlubók) segir: „Og er það spurði Haraldur konungur, sendi hann vestur Ketil flatnef, son Bjarnar bunu, að vinna aftur eyjarnar. Ketill átti Yngvildi, dóttur Ketils veðurs hersis af Hringaríki; þeirra synir voru þeir Björn hinn austræni og Helgi bjóla. Auður hin djúpauðga og Þórunn hyrna voru dætur þeirra….
Blikdalur-223Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam með hans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.“
Í lokakafla Landnámabókar er og vikið sérstaklega að kristnum landnámsmönnum og greint frá því hve langæ kristnin varð. Þar segir; „Svo segja vitrir menn, að nokkrir landnámsmenn hafi skírðir
verið, þeir er byggt hafa Ísland, flestir þeir, er komu vestan um haf. Er til þess nefndur Helgi magri og Örlygur enn gamli. Helgi bjóla, Jörundur kristni, Auður djúpauðga, Ketill enn fíflski og enn fleiri menn, er komu vestan um haf, og héldu þeir sumir vel kristni til dauðadags. En það gekk óvíða í ættir, því að synir þeirra sumra reistu hof og blótuðu, en land var alheiðið nær hundraði vetra.“
Rétt er að huga að innbyrðis tengslum þeirra einstaklinga sem hér hafa verið nefndir. Auður djúpúðga og Helgi bjóla voru börn Ketils flatnefs, en Helgi magri mágur þeirra, kvæntur Þórunni hyrnu Ketilsdóttur. Um er að ræða mikil ættartengsl, þótt það skipti ekki meginmáli hér því ætlunin með þessum texta og myndum er einungis að tengja framangreint bæjarstæði (nafnið) Hofs við Hofselin fornu, er getið er um í Blikdal.
Hofsselin fornu-1Hofs er getið í Jarðabókinni 1703, en ekki er minnst á selstöðu. Það bendir til þess að hún hafi þá þegar fyrir löngu verið aflögð. 
Nes og Hof tilheyrðu þá Brautarholti, en Hof var jafnan sjálfstæð jörð. „Hofselin fornu“ höfðu þá verið nefnd til sögunnar.
í Sögu Kjalarnessprófastsdæmis segir: „Hof var landnámsjörð Helga bjólu Ketilssonar, en hann var bróðir Auðar djúpúðgu og bræðrungur Örlygs Hrappssonar á Esjubergi. Helgi kom hingað úr
Suðureyjum hafði tekið skírn eins og flest systkin hans. Heimildir greina ekki frá því, hvort hann reisti kirkju á landnámsjörð sinni, en ekki er það útilokað.“

Blikdalsselin - uppdrattur

Blikdalsselin – uppdráttur ÓSÁ.

Enn segir í Sögu Kjalarnessprófastsdæmis: „Í Brautarholti var fyrsti bóndinn írskur maður, Andríður að nafni. Hermir Kjalnesingasaga að Helgi bjóla hafi fengið honum bústað þar. Andríður var kristinn, en engar heimildir eru um kirkju í Brautarholti fyrir 1200 …“
„H
öfuðhof hefir verið á Hofi á Kjalarnesi. Segir í Landnb., að Helgi bjóla hafi búið þar; þó segir, að hann hafi verið skírður,“ er hann kom út hingað af Suðureyjum; óvíst nema Hofsnafnið á bænum sé yngra. — Kjalnesingasaga segir, að Helgi hafi verið »blótmaðr lítill«, og að sonur hans, er hún kallar Þorgrím, hafi bygt hofið, sem virðist hafa staðið fram á miðja 13. öld.“
Sel Brautarholtsbæjanna voru (og eru) í sunnanverðum Blikdal.  Eitt þeirra, það næstefsta, ber með sér öll merki kúasels (þ.e.) elstu typulogiu selja, allt frá landnámsöld. Í selstöðunni, sem er alveg niður við Blikdalsána, eru m.a. leifar fjóss, og skála. Telja verður líklegt, þangað til frekari rannsóknir hafa farið fram á öllum átta selstöðunum í Blikdal, að þarna hafi einmitt fyrrum verið selstaða frá Hofi, bæ Helga bjólu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 29. árg. 1914, bls. 5.
-Morgunblaðið 7. maí 2000, bls. 50.
-Saga, 24. árg. 1986, 1. tbl. bls. 210.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 31. árg. 1916, bls. 22.
-Landnáma (sturlubók ), 11. kafli.

Blikdalur

Í Blikdal (Bleikdal).

Kvíguvogasel

Kvíguvogar eru sagðir heita eftir sækúm er þar gengu á land og náðist ein þeirra í fjós á bænum. Segir sagan að af henni sé komið eitt besta kúakyn á landinu, allar úlfgráar að lit.
Kviguvogasel-22Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er getið um landnám í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Eyvindur hét maður, frændi Steinunnar og fóstri; honum gaf hún land milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. Hans son var Egill, faðir Þórarins, föður Sigmundar, föður Þórörnu, móður Þorbjarnar í Krýsuvík.“
Byggð hefur hafist í Vatnsleysustrandarhreppi strax við landnám. Í Landnámu segir frá Steinunni hinni gömlu er var frændkona Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Hún var hinn fyrsta vetur með Ingólfi. Ingólfur ,,bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta” (ermalaus kápa með hettu) ,,og vildi kaup kalla”. Menn ætla að Steinunn gamla hafi reist bæ sinn á Stóra-Hólmi í Leiru (líklega fyrsta verstöð á Suðurnesjum). Steinunn gaf frænda sínum og fóstra, Eyvindi af landi sínu ,,milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns” og telst því sérstakt landnám.
Kviguvogasel-23Land þetta hefur trúlega náð frá fjöru til fjalls, til móts við landnám Molda-Gnúps í Grindavík og Þóris haustmyrkurs í Krýsuvík. Land Eyvindar var því Vatnsleysustrandarhreppur eins og hann er í dag. Ekki hélst Eyvindi lengi á landinu því það ásældist Hrolleifur Einarsson sem bjó á Heiðarbæ í Þingvallasveit, hann skoraði á Eyvind að selja sér landið, en ganga á hólm við sig ella. Bauð þá Eyvindur jarðaskipti og varð það úr. Eyvindur fluttist að Heiðarbæ við Þingvallavatn (Ölfusvatn), en baðst síðar ásjár Steinunnar, frænku sinnar, sem bauð honum búsetu að Býjarskerjum (Bæjarskeri).
Hrolleifur bjó áfram í Kvíguvogum og er þar heygður. Kvíguvogar kallast nú einungis Vogar og Kvíguvogabjörg Vogastapi eða oft aðeins Stapi.
Kviguvogasel - uppdratturÍ Jarðabókinni 1703 er ekki getið um Kvíguvoga, einungis Stóru-Voga og Minni-Voga. Eiga þeir bæir þá selstöður í svonefndu Vogaholti. Leiða má að því líkur að Kvíguvogabærinn hafi þá fyrir löngu verið „kominn langt á haf út“, þ.e. sjórinn hafi brotið undir sig nánast allt það land það er bærinn hafði staðið á.
Stundum hefur verið haft eftir fólki að Kvíguvogar hafi verið þar sem nú eru leifar Stóru-Voga, en það verður að teljast mjög ólíklegt. Þótt Kvíguvogastað sé hvergi að finna nú má ætla af heimildum að hann hafi verið til og af því má ætla að bærinn sá hefði haft í seli eins og nánast öll höfuðból þess tíma. Ljóst er að fyrstu selstöðurnar, frá landnámsbæjunum, voru kúasel. Þær voru ekki langt frá bæjunum, en notaðar nánast allt sumarið (en þá voru árstíðirnar einungis tvær; sumar og vetur). Skilyrði þau er selstaðan þurfti að uppfylla var: 1. vatn (ár, lækur eða tjörn), 2. gott beitiland og 3. gott skjól. Í hverri selstöðu var: a) skáli, b) fjós og c) vinnsluhús.
Þegar FERLIR var á ferð um Vogasvæðið nýlega voru augun rekin í leifar selstöðu er passaði við framangreind skilyrði sem og lýsingu á slíkum stöðum. Minjarnar eru nánast jarðlægar, en þó má enn greina húsaskipan selstöðunnar. Og þrátt fyrir að minjarnar hafi hvorki verið skráðar, né af þeim vitað, er ekki þar með sagt að þær hafi aldrei verið til – eins og dæmið sannar.

Heimild:
-Landnáma (Sturlubók), 101. kafli.

Urriðakot

Skal hér fjallað um tvö skemmtileg örnefni í landi Garðabæjar, annars vegar hina meintu dys (landamerki) Guðnýjarstapa og hins vegar álfhólinn ofan við Dýjakróka við Urriðakot.
DyjakrokshollÍ örnefnaskrá SP fyrir Urriðakot má lesa eftirfarandi um álfhólinn: „Heimildarmaður er móðir hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir sama stað. Hún er fædd í Urriðakoti 1906 og átti þar heima til 1939. Örnefnin nam hún af föður sínum, Guðmundi Jónssyni bónda í Urriðakoti, en á uppvaxtarárum sínum vann hún mikið með honum við útistörf. Guðmundur var fæddur í Urriðakoti 1866 og átti þar heima til 1941, en foreldrar hans bjuggu þar á undan honum og mun faðir hans hafa flust þangað 1846, en móðir hans nokkru síðar.
„Mýrin sunnan við túnið heitir Dýjamýri. Ofan við veginn rétt fyrir sunnan túnið er Grjótréttin, rústir gamallar réttar, sem móðir mín veit ekki, hvenær hætt var að nota. Í austurhorni Dýjamýrar eru uppsprettur undan holtinu, og kallast það svæði Dýjakrókar.
Ofan við Dýjakróka er lítill hóll, Dýjakrókahóll. Í hólnum var talið búa Dyjakrokarhuldufólk og sá afi minn, Guðmundur Jónsson bóndi í Urriðakoti, konu, sem hann þekkti ekki sækja vatn í fötum í Dýjakróka snemma á þessari öld. Milli Grjótréttar og Dýjakrókahóls eru grasgeirar, er nefndust Dýjakrókaflöt. Úr uppsprettunum í Dýjakrókum rennur Dýjakrókalækur vestur Dýjamýri í Þurrumýrarlæk, en Þurrumýrarlækur rennur í vatnið. Þurrumýrarlækur dregur nafn af Þurrumýri, sem er suðvestan Dýjamýrar og er í Setbergslandi. Í Dýjamýri rétt neðan við Dýjakróka, en norðvestan við Dýjakrókalæk, er stórt dý ófært mönnum og skepnum. Það nefnist Svaðadý. Frá því rennur Svaðadýsrás í Dýjakrókalæk. Þar sem Þurrumýrarlækur rennur í Urriðakotsvatn, er tangi út í vatnið Urriðakotsmegin, er nefnist Álftatangi. Hann er á mörkum Urriðakots og Setbergs. Skammt norðaustan við hann gengur annar tangi út í vatnið, Skothústangi. Í Skothústanga eru gamlar rústir af byrgi, er nefnast Skothús. Hér fram undan í vatninu eru kaldavermsl.“
GudnyjarstapiUm hitt örnefnið, Guðnýjarstapa, má lesa eftirfarandi í bókinni  „Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar“: Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hofstaði segir m.a. um Guðnýjarstapa: „Guðnýjarstapi er klapparhóll með grasþúfu nyrst á Hofstaðaholti, landamerki milli Vífilsstaða og Hofstaða. Merkin lágu um Guðnýjarstapa frá Markavörðu að norðan og síðan um þúfu, Sérstökuþúfu (syðriþúfu) sunnan í Hofstaðaholti og í Miðaftanshól fram frá hrauninu (GS). Í lýsingu Hagakots sem GS hefur eftir Sigurlaugu Jakobsdóttur í Hraunsholti og Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Urriðakoti liggur línan úr Sérstökuþúfu (Syðriþúfu) í Vífilsstaðalæk.
Samkvæmt lýsingu systranna Sigríðar og Halldóru Gísladætra frá Hofstöðum voru síðustu mörk Hofstaðajarðar úr Stórakróki á Arnarneslæk í vörðuna í Dýjakróki og þaðan í Guðnýjarstapa við núverandi Holtsbíð 91. Enn sést þar rúst sem gæti verið hluti Guðnýjarstapa.“
Tilgáta er um að Guðnýjarstapi geti verið forn dys.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Urrðakot, Svanur Pálsson.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar, 2001.

Garðabær

Guðnýjarstapi.

Melasel

Af Jarðabókinni 1703 að dæma er ekki að sjá að Melar á Kjalarnesi eigi neina selstöðu.
En hins vegar virðist „þriðja afbýli af sömu jörðu, kallað Melakot“, eiga selstöðu þar sem heitir Mela SMelaseljadalur-21eljadalur, „og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum“. Á næsta bæ, Tindstöðum, er skv. Jarðabókinni, „selstaða í heimalandi“. Ætlunin var að ganga í Mela-Seljadal og kanna hvort enn megi sjá leifar af selstöðuni frá Melakoti sem og að huga að slíkri selstöðu í heimalandi Tindsstaða. En áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu frá árinu 1966 og frásögn í sama blaði 1968.
Í
Morgunblaðiðinu í júlí 1966 má lesa eftirfarandi frétt um mikil skriðuhlaup í Melaseljadal: „Það var eins og skotið væri úr byssu, þegar skriðuhlaupið geystist fram úr Þverárgljúfri. Við héldum að það væri komið þrumuveður.
Tignarlegt var að sjá allan þennan móbrúna vatnsflaum geysast þarna fram, sjálfsagt 15 metra háan og fyllti í allt gljúfrið, sem vafalaust er 50 metra breitt þarna. Og auðvitað vissum við, að svona skriðuhlaup myndi valda miklu tjóni, sem og líka raunin varð.“
Melaseljadalur-351Gunnar bóndi Einarsson á Morastöðum í Kjós mælti þannig við blaðamann Mbl. í gær, þegar við spurðum hann um hamfarirnar, sem áttu sér stað norðan í Esju síðastliðinn fimmtudag, þegar hið mikla úrfelli varð hér sunnanlands, og olli miklum vegarskemmdum víða, og skriðuhlaupum sumsstaðar, en þó víst hvergi meiri og stórhættulegri en einmitt þarna.
Morastaðir standa Kjósarmegin við Kiðafellsá, en beint á móti standa bæirnir Ytri- og Innri Tindastaðir, en þeir voru í mestri hættu í skriðuhlaupi þessu.
Blaðamaður Mbl. gekk um svæði þetta á sunnudaginn og var þar ófagurt um að litast. Skriðuhlaupin, sem mest bar á byrjuðu í Dýjadalshnjúki, en hann gnæfir yfir dalnum og er 720 metrar yfir sjávarmál að hæð.
Rétt nærri uppMelaseljadalur-1966-1 undir brún, byrjuðu skriðuhlaupin, og lausleg ágizkun er, að þarna hafi losnað jarðvegur í þeim tveim, sem byrjuðu vestanmegin í Tindadal, sem svarar 4—5 hekturum lands. Skriðurnar hafa runnið niður að daldragi Þverár, og skollið þar á af miklu afli, sveigt til vesturs með ánni, steypst niður Þverárfoss efri, svo að hann er nú óþekkjanlegur, niður gljúfrin framhjá Melaseljadal, og þar í norður í átt að Kiðafellsá, en í hana fellur Þverá, fyllt gljúfrin, sem þarna eru um 50 metra breið, og bullað fram yfir klettaása við hlið þeirra, þegar þau gátu ekki lengur tekið við rennslinu, en síðan breytt lir sér fyrir neðan á mela og gras þar til þau náðu aðalánni, runnu þar auðvitað með Þveránni, en að auki hafa þau nokkru innan með Kiðafellsá grafið sér ný gljúfur 5—6 metra há og 3 metra breið alveg niður á berg — og alla leið til sjávar eftir Kiðafellsá.

Melaseljadalur-1966-2

Síðan berst flaumurinn með Kiðafallsá, breiðir úr sér yfir litla dalkvos, Kvíahvamm, sem margir vegfarendur kannast við, rutt burtu öllum steinum, sem fyrir voru, en flutt til nýja, og runnið síðan undir brúna á Kiðafellsá, niður fossana, og síðan allar götur eftir áreyrunum til sjávar, og valdið þar margvíslegu tjóni. Mun öll þessi langa leið vera um 10 km, og gizkar Gunnar á Morastöðum á, að hraði hlaupsins, þegar það steyptist fram úr Þverárgljúfri, hafi í það minnsta verið 10—12 km á klst.
Ófögur sjón blasti við Þegar við gengum upp með Þveránni og hinu nýja gljúfri þar austan við, blasti við okkur hryggileg sjón. Fundum við þar fljótlega á litlum bletti 6 kindur, sumar limlestar, allar dauðar og hálfgrafnar í hlaupinu.
Síðar Melaseljadalur-1966-3fundust svo tvær enn ofar en við fórum, og enn seinna ein niður á áreyrunum, svo að alls hafa 9 kindur fundizt dauðar, en auðvitað geta margar leynzt enn í Esjunni, og svo er líklegt, að eitthvað hafi kunnað að berast alveg til sjávar. Einnig má telja liklegt, að allar eða flestar hafi verið þarna með lömbum.
Ekki er nokkur vafi á, að kindurnar hafa leitað skjóls í gljúfrinu, enda skýli þar og grösugt, en þennan dag var mikið úrfelli og rok. Í samtali okkar við Gunnar á Morastöðum kom fram, að rétt um 4 leytið á fimmtudaginn féllu tvær skriður úr áreyrfjallinu fyrir ofan Ytri-Tindastaði, sitthvorum megin við bæinn, og rétt á eftir heyrðu þau skruðninginn í þeim stærri upp undir tindi, og skömmu síðar sáu þau aur- og vatnsflóðið, sem áður um getur geysast fram úr Þverárgljúfrum.

Melaseljadalur-352

Við náðum tal af Gunnari Leó, bónda og málarameistara á Ytri-Tindastöðum í gær. Hann sagði okkur, að enginn hefði verið heima um það leyti, sem skriðurnar féllu að bænum, en þær væru ekki lengra i burtu beggja vegna hans en 20—30 metra. Hafi sú vestari tekið af veginn heim að bænum á löngum kafla, tekið af rétt og nýlegt gerði og girðingu, sem hann hefði notað til að reka inn í réttina. Hann hefði ekki enn fengið veginn lagaðan, en byggist við að vegagerðin myndi hjálpa til þess, og eins þyrfti hann að reyna að ýta þeirri skriðunni, sem gekk yfir nokkuð af túni hans, á burt.
Varðandi kindurnar, sem fundust í skriðunni, kvaðst hann búast við að eiga þær flestar, þvi að þetta væri ein mitt á þeim stað, sem fé hans gengi. Nokkru innar í dalnum er bærinn Miðdalur. Síðar hafði skriðan úr eystri tindinum valdið nokkrum spjöllum.
Melaseljadalur-23Davíð bóndi þar Guðmundsson, sagði, að tvær skriður hefðu skemmt fyrir sér tún. Myndi önnur, sú stærri, hafa runnið fram úr Kerlingagili, en það er gríðarstórt og hrika legt gil, sem skerst þarna inn í Esjuna norðanverða. Sjálfsagt hefur gilið bjargað því, að skriðan var ekki stærri, þegar niður kom.
Slík stórfelld skriðuhlaup munu ekki hafa átt sér stað þarna síðan 1880, en þá hljóp skriða úr Eyrarfjalli, sem er norðan dalsins, frá bænum Morastöðum og þvert yfir dalinn að Tindastöðum. Nú var hins vegar miklu minni úrkoma í Eyrarfjalli en í Esjunni. Augljóst er, að mikið tjón hefur þarna orðið, bæði á landi og búsmala, og sjálfsagt tekur það tugi ára, að græða upp land það, sem þessi miklu skriðuhlaup hafa lagzt undir aur og grjót, og víst er, að þeir sem land þetta þekkja náið, munu telja, að það hafi illilega skipt um fallegan svip til hins verri og ljótari.“ — Fr. S.
Melaseljadalur-24Í Morgunblaðinu í nóvember 1968 má lesa eftirfarandi um Melaseljadal og nágrenni: „Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt á enda, þar til Melasel jadal er náð, en hann öðlaðist frægð sína skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó“ eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatns ána tæru Kiðafellsá uppá Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenzkur sveitabær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún. Og hún kenndi okkur kvæðið eftir Guðmund skólaskáld um Kirkjuhvol, og þá varð sýnin hennar um Áflaborgina miklu meiri sannleikur, en í kvæðinu var þetta:

Melaseljadalur-25

„Hún amma mín það sagði mér um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar.
Þeir eiga kirkju í hvolnum og barn er ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.“
En áfram höldum við upp Kleyfarnar, yfir flóa og fífusund og einkennilega lagaða hóla sem við fyrstu sýn gætu virzt vera einskonar smágígir, gervigígir, en eru vafalaust myndaðir af skriðjökli, sem einhverntíma í fyrndinni hefur skriðið niður dalinn og snúið eilítið upp á sig í dalsmynninu, eins og víða sést um landið.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð. Enga finnum við samt tinnuna, en liins vegar er hér mikið um jaspís og kvartzmola, sem liggja hér á melnum, út um allt. Ekki er til önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, — þeir gátu skorið með honum gler — og kallað skarðið eftir því.

 

Melaseljadalur-26

Og nú sjáum við ofan í þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við aðalklettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið út til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið.
Grasivaxnar brekkur eru á allar hinar hliðarnar, og þar eru einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en rómversku hringleikahúsi. Colosse um er að vísu gert af steini og vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það var engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóð inu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannfundi. Minnir allmikið á gíginn hjá Hólahólum á Snæfellsnesi.
Melaseljadalur-27Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjaðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Enginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagili. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Melaseljadalur-28Þetta var á tímum þeim, eins og áður segir, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skrapp í fjallgöngu á Dýjadalshnjúk í Esju. Á niðurleið gekk hann þvert yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar.
Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af fram leiðslunni.
Melaseljadalur-29Ekki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverknað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð, og eru þarna núna rústir einar.“
Þegar FERLIR skoðaði Melaseljadalinn, sem er bæði lítill og rýr, var m.a. gengið fram á kindabein, hauskúpu, hrygg o.fl., líklega leifar frá skriðuföllunum árið 1966. Engar tóftir var að sjá í dalnum.
Hins vegar fundust seljaleifar neðan undir Stekkjargili; þrjú rými og stekkur. Erfitt var að segja til um aldur minjanna, en þær gætu verið frá því á 17. öld. Líklega er þarna komið framangreint Melasel (Melakotssel). Harla ólíklegt er að selstaða hafi verið uppi í Mela-Seljadal, bæði vegna rýrlegra landkosta og brattleika. Hafi hún einhvern tímann verið þar þá er hún löngu eydd af skriðum, því víða þar uppi má sjá merki um bæði eldri og yngri skriður. Selstaðan þarna, undir Stekkjargili, og svo til alveg við Melaánna, verður að teljast miklu mun líklegri og vænlegri, a.m.k. í seinni tíð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Morgunblaðið, stórfelld skriðuhlaup valda tjórni á Kjalarnesi og í Kjós, skriðuhlaup úr Dýjadalstindi falla úr 700 m hæð til sjávar, 10 km leið, 26. júlí 1966, bls. 5.
-Morgunblaðið, Hún amma mín það sagði mér, 24. nóvember 1968, bls. 7.
-Jarðabókin 1703.
Melaseljadalur

 

Handrit

Fjörbaugsgarður“ fólst í því að misindismönnum var útskúfað úr samfélaginu og gert að ferðast til útlanda og dvelja utan í a.m.k. þrjú ár til að hugsa ráð sitt.
„Eitt sérkennilegasta ákvæði íslenskra laga er án ef ákvæði Grágásar um fjörbaugsgarð. Handrit-332Fjörbaugsgarður er í sem stystu máli tímabundin útilokun frá samfélaginu, útilokun sem þó gerir ráð fyrir að brotamaðurinn geti aftur komist inn í mannlegt samfélag. Ekki er vitað um sambærileg ákvæði í lögum frá Skandinavíu og það sama er reyndar upp á teningnum hvað keltnesk lög varðar enda er þar ekki að finna aðrar refsingar fyrir afbrot en fébætur. Þó tíðkuðust meðal Íra siðir sem líktust að sumu leyti fjörbaugsgarði.
Eins og fram hefur komið var ættin grunneining írsks samfélags, ættin í heild var bótaskyld ef einhver ættingi braut af sér. Ættin varð því að eiga í bakhöndinni ráð til að losna við vandræðamenn sem ekki fylgdu settum reglum og ollu ættingjum sínum fjárútlátum. Slíka menn var hægt að afsegja úr ættinni og greiða konunginum og kirkjunni ákveðna upphæð til að tryggja sig fyrir frekari misgjörðum óhappamannsins. Ef þeir bættu ráð sitt var hægt að taka aftur við þeim með því að gefa þeim hnefafylli af korni, hníf eða leyfa þeim að spretta af hesti á jörð ættarinnar.
Handrit-333Þar sem uppbygging keltnesku kirkjunnar var í samræmi við ættasamfélagið giltu innan hennar svipaðar reglur og í samfélaginu. Ein af þeim refsingum sem heilagur Columbanus setti munkum sínum var 10 ára útlegð úr klaustrinu en sú refsing var einungis notuð ef
munkur framdi morð. Fleiri heimildir eru til um að kirkjunnar menn hafi verið sendir í útlegð í lengri eða skemmri tíma.
Til eru heimildir frá eldri tímum um svipaðar refsingar. Júlíus Caesar segir frá því í Gallastríðunum að þeir sem ekki fóru eftir reglum ættarinnar hafi átt á hættu að vera útilokaðir frá trúarathöfnum. Þetta þótti þung refsing því þeir sem ekki fengu að taka þátt í trúarathöfnum voru taldir óhreinir og enginn vildi umgangast þá. Þeir gátu því ekki haft samskipti við annað fólk. Einnig gátu menn misst réttindi án þess að skyldum væri létt af þeim.
Allt er þetta sprottið af svipuðum meiði og fjörbaugsgarðurinn og markmiðið það sama, að losa samfélagið og ættina við þá einstaklinga sem voru til vandræða en þó þannig að þeir hefðu tækifæri til að bæta ráð sitt og komast aftur inn í mannlegt samfélag.“

Heimild:
-Saga, Guðmundur J. Guðmundsson, 31. árg. 1993, 1. tbl., bls. 115-116.

Engidalur

Tóft útilegumanna í Engidal.