Reykjanesviti

„Vorið 1878 var byrjað á byggingu vita á Reykjanesi. Stóð fyrir smíði hans danskur verkfræðingur, Rothe að nafni. Sá viti var byggður yzt á Reykjanestá, en íbúðarhús vitavarðar stóð í kvosinni undir Bæjarfellinu, sem nýi vitinn var síðar reistur á, var langur spölur frá vitavarðarhúsinu að gamla vitanum.
Reykjanesviti 1962Þótti það karlmennskuverk að gæta vitans. Þessi viti, sem myndin sýnir, var byggður 30 árum síðar en gamli vitinn, en þá var undirstaða hans, kletturinn, orðin svo ótrygg og sprungin frá aðalberginu, að ekki þótti fært að láta svo búið standa. Aukaviti var einnig reistur á Skarfasetri, slóðum gamla vitans, þar eð Skálafell skyggir á aðalvitann á mjóu belti á siglingaleið skipa, er að austan koma. — Fyrsti vitavörður var Arnbjörn Olafsson, síðar kaupmaður í Keflavík. Flutti hann að Reykjanesi ásamt systur sinni Sesselju Ólafsdóttur, 1878, er byrjað var á vitabyggingunni. Hann fékk veitingu fyrir vitavarðarstarfinu 1. desember 1879 og hélt þeim starfa til 1884. Kona hans var Þórunn Bjarnadóttir, systir séra Þorkels á Reynivöllum.
Reykjanesviti-9212. Jón Gunnlaugsson, skipasmiður, var vitavörður 1884 til dánardægurs, 23. okt. 1902. Ekkja hans Sigurveig Jóhannsdóttir, fluttist til Reykjavíkur 1903.
3. Þórður Þórðarson 1902 til 1903.
4. Jón Helgason, áður vitavörður á Garðskaga, 1903 til 1915, síðar bóndi á stað í Grindavík. Kona hans Agnes Gamalíelsdóttir.
5. Vigfús Sigurðsson (Grænlandsfari í leiðangri dr. Wegeners), 1915 til 1925. Kona hans Guðbjörg Árnadóttir.
6. Ólafur Pétur Sveinsson 1925 til 1930.
7. Jón Ágúst Guðmundsson 1930 til dánardægurs, 11. ág. 1938.
Reykjanesviti-9078. Kristín Guðmundsdóttir, ekkja Jóns Ágústs, 1938 til 1943.
9. Einir Jónsson, sonur Jóns Agústs og frú Kristínar, 1943 til 1947. Hafði hann gegnt vitavarðarstarfi frá andláti föðurins, en á ábyrgð móður sinnar til 1943.
10. Sigurjón Ólafsson 1947 og síðan.
Að sjálfsögðu höfðu allir vitaverðirnir vinnumenn, sem voru þeirra önnur hönd við vitavarðarstarfið. Hér er ekki rúm til að gera vitavörðunum og fjölskyldum þeirra verðug skil, en hetjudug þurfti til að búa á Reykjanesi, víðs fjarri mannabyggð, þegar enginn vegarspotti lá yfir auðnina þangað né sími. M. V. J.“

Heimild:
-Faxi, 22. árg., 1962, 4. tbl., bls. 49.

Reykjanes

Reykjanes.

Selatangar

Farið var að Ísólfsskála og Selatöngum í fylgd Jóns Valgeirs Guðmundssonar, syni Guðmundssonar Hannessonar frá Vigdísarvöllum. Lýsing á hluta ferðarinnar fer hér á eftir.
GarðarHaldið var eftir Ísólfsskálavegi frá Hrauni. Jón benti m.a. á hvilft í vestanverðum Siglubergshálsi þar sem hann kemur í Fiskidalsfjall og nefndi hana Lyngbrekku. Hann benti og á gamla veginn, sem lagður var frá Hraunssandi, upp hálsinn og áfram áleiðis yfir að Skála. Hann sést vel ofanvert í hálsinum og áfram á milli og yfir Móklettana. Þar liggur vegurinn inn með hlíðinni uns hann liggur áleiðis norður fyrir Slögu austan við Litlaháls.
Jón sagðist muna vel eftir LM-merkinu í austanverðum Móklettum. Það var skoðað og benti Jón á merkið (ártal). Landamerkin að vestanverðu liggja úr Festisnýpu, í merkið á Móklettum og yfir í Rauðamelshól uppi á sunnanverðu Borgarfelli.
Ekið er yfir Litlaháls og þá er Lyngfjall á hægri hönd, síðan Festisfjall sunnan við það. Áður en haldið var að Ísólfsskála var farið inn í Drykkjarsteinsdal að Drykkjarsteini. Á leiðinni var farið framhjá grettistaki miklu suðvestan í Slögu, er Jón sagði heita Hattur. Jón sagði Símon Dalaskáld hafa ort fallegt kvæði um steininn, en hann er sunnan við þjóðleiðina austur að Mjöltunnuklifi og til Krýsuvíkur. Jón sagðist nú einn vera eftirlifandi þeirra, sem lögðu veginn árið 1933. Þeir hefðu þá verið fimm saman, en vegurinn hafi verið gerður að beiðni Hlínar í Krýsuvík og á hennar kostnað. Þeir hafi haft einn hest, Nasa, og einn vagn við vegagerðina.

Verkhús

Vegagerðin hafi verið tiltölulega auðveld að Méltunnuklífi, en þá hafi þeir þurft að ryðja sér braut í gegnum Leggjabrjótshraun, yfir Núpshlíðina og áfram yfir hraunið að Latfjalli. Þá hafi Ögmundarhraunið tekið við og liggur gamli vegurinn skammt norðan núverandi vegar. Við austurenda hans er komið inn á leið þá er Ögmundur lagði forðum. Gengið var að dysinni, teknir punktar og hún skoðuð. Þá var gengið spölkorn eftir gömlu leið Ögmundar. Enn sést vel móta fyrir henni í hrauninu.
Komið var að Ísólfsskála. Vestan við Huldukonustein er Bjallinn. Undir honum, þar sem hann er sléttastur og gamalt garðlag liggur að honum, voru Skálaréttir. Í þeim voru dilkar og almenningur. Þangað komu Grindvíkingar í réttir. Eftir að Borgarhraunsréttir voru hlaðnar lögðust þær af.
Á Ísólfsskála benti Jón á Gvendarvör, sem er innan í fallegu lóni utan við Nótarhól austan við túnin á Skála. Á hólnum og við hann eru mikil fiskibyrgi og þurrkgarðar frá þeim tíma er fiskur var verkaður og þurrkaður á staðnum. Jón sagði að fiskurinn hafi verið flattur eins og saltfiskur nú, hann síðan lagður inn í byrgin og þess gætt að roðið lægi saman. Þannig hafi fiskurinn verið um veturinn. Um vorið hafi hann verið tekinn og lagður á garðana uns honum var pakkað og skúturnar komu erlendis frá og sóttu hann. Þær hafi verið á legu utan við víkina, stundum margar saman. Utan við Nótarhól er Gvendarvör, eins og fyrr sagði og heitir ysta mark lónis Gvendarsker. Frá því myndast alnbogi til lands með því austanverðu og sker að vestanverðu.

Á Selatöngum

Lending var í Börubót, sem verið hafði beint neðan við bæinn. Bærinn sjálfur var þar sem nú er bílastæði vestan við græna sumarbústaðinn vestast á túninu, undir Bjallanum. Enn sést móta svolítið fyrir hleðslum hússins að hluta. Austan við veginn að bústaðnum eru einnig hleðslur gripahúsanna, en göng voru yfir í þau úr bænum. Sjóbúðin var framan og vestan við bæinn, fast við veginn að bústaðnum. Hleðslurnar sjást þar að hluta. Beint þar fyrir neðan sjóbúðina er hlið. Sjávarmegin við það, þar sem nú er sjávarkampurinn, var hlaðinn brunnur bæjarins. Kampurinn hefur gengið mikið upp síðan því tún var niður að honum allt að móts við Lambastapann, sem er austasti klettur Festisfjalls, Skálamegin. Ofan hans er Hjálmarsbjalli, nefndur eftir bróður Guðmundar. Hann ruddi svæðið ofan við bjallann, hlóð veggi og gerði þar túnblett. Norðan við húsið er stakur steinn er nefnist Huldukonusteinn. Segir sagan að huldukona hafi eitt sinn birst heimasætunni er var að leik við steininn og beðið hana um að lána sér dúkku, sem hún hafði. Heimasætian lánaði huldukonunni dúkkuna, en svo óheppilega vildi til að hún missti hana svo hún brotnaði. Varð af grátur og gnýstan tanna, en huldukonan hvarf inn í steininn.

Sjóbúð

Haldið var að “nýja” Skálahúsinu, sem byggt var 1931. Austan þess er stór steinn. Hann féll úr Bjallanum er faðir Jóns var níu vetra og lenti á höfði hans. Hlaut hann langt og mikið sá þvert yfir höfuðið svo leðrið hékk la. Varð að sækja lækni til Keflavíkur til að vinna saumaskapinn. Suðaustan við húsið, þar sem nú er grunnur, stóð Bergsstaðahúsið. Það var síðar flutt út í Þórkötlustaðahverfi og loks út í Járngerðastaðahverfi, a.m.k. hluti þess. Guðbergur Bergsson hefur búið þar. Í stefnu austur frá húsinu, ríst klettaborg úti í hrauninu. Hún nefnist Kista. Fjárbólið var uppi í klettunum norðan við bæinn. Jón sagðist muna eftir því, t.d. árið 1928, að mikið af skútum hafi verið við veiðar utan við ströndina. Hafi hann t.a.m. talið þar um 300 slíkar einn daginn. Þær voru franskar, færeyskar, danskar og hollenskar. Séð frá húsinu, í átt að Nótahól, er lágur grashóll og utan í honum hleðslur. Hann nefnist Hestagerði. Rangagerði er djúp skora utar með ströndinni og skerst hún allangt inn í bergið. Þangað komst t.d. sjómaður eitt sinn á bát sínum í vonskuverði og bjargaðist. Rangagerði varð áður fyrr austurmörk Ísólfsskála, eða eftir að bóndinn gaf Kálfatjörn rekann frá gerðinu að Dágon á Selatöngum sem sálargreiða. Í staðinn eftirlét Kálfatjörn Ísólfsskála grásleppuveiði utan við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Bárður, bóndi á Skála, keypti hann til baka árið 1916 svo nú eru austurmörkin aftur í Dágon.
Þegar haldið var áfram austur Ísólfsskálaveg lýsti Jón Hrafnsskriðu undir Slögu, Stórusteinum, Lágaskarði o.fl. stöðum. Vörður tvær á hægri hönd heita Bergsvarða (nær veginum) og Bárðarvarða. Bergur, faðir Guðbergs, hlóð þá veglegri er hann sat yfir fénu þarna og vildi hafa eitthvað um að sýsla. Gil eitt á vinstri hönd er merkilegt fyrir það að í því eru drykkjarskál. Þar settist vatnið og gat fé gengið að því vísu.
Fyrsta hornið við veginn á vinstri hönd heitir Fyrsta brekka í Méltunnuklifi. Síðan tekur við Önnur brekka í Méltunnuklifi. Þangað voru kýrnar frá Skála venjulega reknar til beitar. Loks er Méltunnuklifið. Þá hafi vegurinn um klifið bæði verið mjór og svo þröngur að erfitt gat verið að kmast með hesta þar um. Gamla þjóðleiðin, sem fyrr var líst, kemur ofan af klifinu skammt norðar. Þar heitir Innsta brekka í Méltunnuklifi. Grasi gróið dalverpi er þar austanvið. Farið er í gegnu gjallgíga. þeir heita Moshólar.
Jón Guðmundsson Áður en haldið var að Selatöngum var farin gamla leiðin í gegnum Ögmundarhraun, þá er Jón og félagar ruddu á sínum tíma. Jón lýsti leiðinni og vinnunni. Verst gekk að komast í gegnum hraunhaftið skömmu áður en komið er austur fyrir hraunið. Þar er komið inn á Ögmundarleiðina og er dysin þar skammt frá. Enn má vel sjá móta fyrir hleðslum í dysinni.
Á leiðinni niður að Selatöngum lýsti Jón Eystri lestarleiðinni frá Krýsuvík, Rekagötunni eða Vestari lestarleiðinni, um Katlahraun út að Ísólfsskála. Eystri leiðin liggur með hraunkantinum, sem er handan hraunssléttunar austan vegarins. Jón sagði að þeir hefðu verið svo til allt haustið að reiða reka heim frá Selatöngum. Tanga Móri hefði stundum gert vart við sig, en vitað var að hann hafi verið vesalingur, sem orðið hafði úti þarna við tangana. Fræg er sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda.
Gengið var að refagildrunum vestan við Selatanga. Faðir Jóns hlóð þær á sínum tíma. Jón sagði hann hafa verið meira gefinn fyrir veiðar en búskap. Gildrunar hafði hann ekki séð í u.þ.b. hálfa öld. Gengið var eftir Vestari lestargötunni í gegnum Katlahraun og að Smíðahelli. Á leiðinni benti Jón á skarð suðvestan í Katlinum, en af því var áður tekið mið í Geitahlíðarenda – fiskimið. Jón sagði vermenn á Selatöngum stundum hafa stolist í Smíðahelli í landlegum, tekið með sér rekavið, og dundað við að smíða úr þeim ausur, spæni, tögl o.fl. Þetta hefðu þeir ekki mátt, en í hellinum gátu þeir dulist án þess að nokkur yrði þeirra var.
Jón GuðmundssonÞar sem setið var utan við hellinn í kvöldsólinni benti Jón á Langahrygg í norðri. Hann sagðist hafa verið þarna niður á Töngunum haustið 1940 er hann og bróðir hans hefðu orðið var við hvítann flekk utan í hryggnum. Þeir hafi haldið heim, en síðan farið upp á hrygginn. Þegar þangað kom hafi þeir sé líkamsparta dreifa um hlíðina og brak úr flugvél upp og niður um hana alla. Þeir hafi gengið niður til Grindavíkur til að láta vita. Þaðan hafi verið haft samband við herinn, því þarna var um ameríska flugvél að ræða með marga háttsetta innanborð. Haldið var á hrygginn í bryndreka, en það hafi verið í fyrsta og síðasta skiptið sem hann hafi ferðast með slíku farartæki.
Litið var á fjárhellinn norðan Katlahrauns. Jón sagði hann hafa verið hlaðinn um 1870 af föður hans, sem þá hafi búið á Vigdísarvöllum, vegna þess að féð hafi leitað niður í sunnanverðar Núpshlíðar og alveg niður í fjöru á Selatöngum. Eftir að faðir hans flutti að Skála komu þangað íslensk kona og fylgd hennar var Þjóðverji. Þetta var á stríðsárunum. Þau hafi beðið um húsaskjól. Guðmundur hafði slíkt ekki á lausu, en vísaði þeim á fjárskjólið. Þar dvaldi parið um tíma eð þangað til þau voru sótt þangað af Bretum.
Jón vísaði á Nótahellir vestast á Seltöngum. Þar sagði hann bændur hafa lagt nótina yfir vík, sem þar er, til að veiða selinn, sem hafi verið fjölmennur á og utan við Tangana í þá daga. Hellirinn sést vel á lágfjöru, en erfitt er að komast að honum í annan tíma. Fé leitaði stundum inn í hellinn og flæddi þá stundum inni. Þess vegna var reynt að gera gerði utan við hornið landmegin, en það fór veg allrar veraldar.
Þá var gengið um Selatangasvæðið sjálft. Það skal tekið fram að eftir gönguna sáu þátttakendur svæðið í allt öðru ljósi Sjóbúðen áður. Þarna er svo margt og merkilegt að finna að erfitt er að lýsa því stuttum texta. Þess vegna var ákveðið að nota ferðina og gera uppdrátt af svo til öllum mannvirkjum á Seltaöngum, nefna þá og staðsetja svona nokkurn veginn. Vestan við sjálfa Selatangana eru brunnurinn, þar sem vatn aldrei þraut. Ofan hans eru Brunntjarnirnar. Jón sagði að hann og bróðir hans hefðu fyllt svo til alveg upp í brunninn eftir að dauð rolla fannst ofan í honum. Hann hafi áður verið meira en mannhæða djúpur.
Vestast á Selatöngum, austur undir kletti, er hlaðið hesthúsið. Á austurveggnum eru garðarnir. Sunnan hesthússins eru búðir þær, sem síðast var hafst við í. Innst, nyrst, er eldhúsið. Sjá má ennþá hlóðarsteinana í suðausturhorni þess. Framan við eldhúsið eru tveir bálkar, svefnhús. Austan við þá er hús, sem var hluti búðanna. Í þeim var hafst við allt til ársins 1880, en þá gerði faðir hans út bát frá Selatöngum Báturinn var jafnan í Tangasundinu, sem er neðan við vestasta fiskibyrgið á hól sunnan búðanna.

Tangarnir

Að því er gengið frá búðunum um hlaðið hlið. Byrgið stendur svo til heilt. Göt eru á báðum göflum. Jón sagði þau hafa verið lyklinn að önduninni. Fiskinum hafi verið staflað líkt og á Nótarhól og þess gætt að kjötið snertist ekki. Þannig hafi hann verið um veturinn. Um vorið hafi fiskurinn verið tekinn og borinn út, þurrkaður og ýmist fluttur út í skútur eða heim. Fiskibyrgin standa sum svo til heil, bæði með húslagi og ein hringlaga. Verbúðirnar eru við fyrstu sín illa sjáanlegar, en þegar betur er að gáð, sjást þær vel. Austustu búðirnar er vestan við Selalónið, en austan þess er klettaveggur. Hann heitir Vestari Látur. Austari Látur eru þar skammt austar.
Rétt sést móta fyrir austustu búðunum, sunnan við austasta þurrkbyrgið, sem stendur þar nokkuð heillegt. Búðirnar eru vestan við hlaðinn stíg er liggur frá fiskbyrginu niður að ströndinni. Ofan byrgisins er Smiðjan í klettasprungu. Austan þess er hlaðið hringlaga fallegt fiskibyrgi.
Dágon er nær horfinn. Hann sést þó í fjöruborðinu sem lítill klettur, suðaustan við vestasta fiskibyrgið. Vestan hans er hærri klettur og annar stór uppi á bakkanum á milli þeirra og byrgisins. Á tiltölulega sléttum grágrýtisklöppunum neðan við Dágon er klappað LM, en þar voru austurmörk Ísólfsskála og Krýsuvík tók við. Áletrunin sést einungis á lágfjöru. Jón sagðist hafa ætlað að skýra fyrsta bátinn sinn Dágon, en þegar hann frétti að nafnið þýddi “djöfull” á dönsku, hafi hann hætt við það.
Neðan við það fiskibyrgi, sem er heillegast miðsvæðis, er Skiptivöllurinn, bergrani út í sjó. Þar voru áður sléttar klappir og voru þær notaðar sem skiptivöllur líkt og vellirnir við Stokkasundið í Selvogi.
Þegar gengið er til vesturs á Töngunum má t.d. sjá þurrkgarða, fiskbyrgi fremst, verbúð austan undir kletti (þeirri er lýst var áður), hesthúsið norðar, fiskibyrgi, fjögur kringlótt fiskibyrgi, íveruhús, fullt að sandi, skiptivöllinn, hús, hringlaga fiskibyrgi, fiskibyrgi, tvö sandfyllt hús, tvo hringlaga byrgi, Smiðjuna, fiskibyrgi, hús, eldhús, bálka og loks fiskibyrgi. Utar er Selalón, eins og áður sagði. (Sjá meira í bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga. Í honum er m.a. fyrrnefndur uppdráttur af Töngunum).
Veður var í einu orði sagt frábært – logn, sól og hiti.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Selvogsgata

Ætlunin var að huga að svonefndum Draugsskúta í Litla-Kóngsfelli. Þar á maður að hafa orðið úti á leið sinni um Selvogsgötu fyrr á öldum. Draugurinn er sagður enn á reiki við hellinn. Tekist hafði að finna haldgóða lýsingu á staðsetningu skútans. En eins og gerist á langri göngu þá bar ýmislegt óvænt fyrir augu.

Grindarskörð

Grindarskörð.

Ákveðið var að fylgja Selvogsgötunni frá Bláfjallavegi áleiðis upp að gatnamótunum þar sem gatan greinist annars vegar upp í Kerlingarskarð og hins vegar upp í Grindarskörð. Áður hafði tekist að rekja götuna um norðanverð skörðin nokkru norðar, frá gatnamótum ofan við Helluna og áfram upp hlíðina norðan Stórabolla, en nú var ætlunin að fylgja gömlu korti er sýnir Grindarskarðleið upp hlíðina milli Stórabolla og Miðbolla, frá gatnamótum nokkru ofar.
Gatan er óskýr í fyrstu, enda mosinn vaxinn yfir hana að hluta. Hún hefur ekki verið farin um langa tíð. Þó er auðvelt að rekja hana að hlíðinni. Þar fylgir hún rótum hennar með greinilegum hætti áleiðis upp að Miðbolla – kjörin hestagata. Nokkrar götur liggja að henni út frá mosabreiðunni. Þá liggur ofan við megingötuna og kemur í Grindarskörðin skammt norðar. Með henni er aflíðanin þegar komið er úr skarðinu minni en þeirri, sem hér er fylgt. Fallegt vatnsstæði er í gróinni kvos á miðri leið. Þegar komið er upp undir Miðbolla liggur gatan í hlykkjum upp hlíðina þar sem hún er bröttust. Hún er þó þægileg uppgöngu alla leiðina og mun greiðfærari og styttri en um Kerlingarskarð.

Selvogsgata

Selvogsgatan áleiðis að Grindarskörðum.

Þegar upp er komið liggur gatan suður fyrir Miðbolla og sameinast Hlíðarvegi við vatnsstæði norðaustan við Draugahlíðar. Kortið sýnir ekki Hlíðarveginn, en það sýnir Selvogsgötuna liggja frá vatnsstæðunum áleiðis yfir að Litla-Kóngsfelli. Reyndar liggur önnur gata til suðurs frá vatnsstæðunum, en hún sameinast Selvogsgötunni við fellið. Á báðum gatnamótunum eru tvær vörður. Fallega hlaðin brú er af Hlíðarveginum yfir að vatnsstæðunum.

Á leiðinni voru gígar Bollanna gaumgæfðir. Gígar sem sjá má á Reykjanesi eru dyngjur eins og t.d. Þráinsskjöldur á Strandarheiði, klepra- og/eða gjallgígar eins og við Búrfell við Hafnarfjörð, gjóskugígar eins og Eldvörpin yst á Reykjanesinu og sprengigígar eins og Grænavatn við Krýsuvík. Svo var að sjá sem gígar Bollanna hafi verið úr blönduðum gosum. Þeir bæði klepra- og gjallgígar, sem hafa opnast í eina áttina og hraunið flætt út. Það er að hluta apalhraun, en einnig helluhraun.

Brennisteinsfjöll

Miðbolli (t.h.) og Kóngsfell.

Megingígur Miðbolla er gjóskugígur, þ.e. eldborg, þar sem meginhraunstarumurinn hefur runnið úr gígnum neðanjarðar, undir storkinni hraunhellunni, og niður Lönguhlíðar. Sjá má stór jarðföll á nokkrum stöðum í hlíðinni, sem fallið hafa niður í meginrásir. Gígur norðan í Miðbolla er blandaður gígur, sem og gígur vestan í Stórabolla.

Selvogsgata

Selvogsgata ofan Grindarskarða.

Þegar gengið er upp á Miðbolla sést vel hversu stórbrotið listaverk hann er. Hann er einstaklega vel formaður og sérstakt er að hafa slíka gíga svo að segja við hendina því flestir nærtækari hafa þegar farið undir vegi að meira eða minna leyti.
Sunnan við Miðbolla er Kóngsfellið. Það er klepra og gjallgígur, opinn til austurs og vesturs. Norðan í honum er lítill gjóskugígur. Sjá má að röð lítilla gíga ligga suðvestur úr Miðbolla. Ljóst er að þar hefur gosið á sprungurein og það efst og norðan í Lönguhlíðunum. Gígar ofan viðKerlingarskarð eru hluti af þessari gígaröð og líklega er stóri fallegi Draugahlíðagígurinn það einnig. Bláfjallareinarnar gusu á tímabilinu 950 til 1000 og mun þetta vera hluti af þeim. Víða sunnan og austan við hlíðarnar má sjá litlar gígaraðir, sem gosið hafa litlum gosum og sennilega ekki verið virkar nema stuttan tíma, jafnvel nokkra daga.

Litla-Kóngsfell

Selvogsgata og Litla-Kóngsfell framundan.

Megin sprungureinabeltin, sem gosið hafa á sögulegum tíma á Skaganum, eru a.m.k. þrjú; Bláfjallareinin (950-1000), Krýsuvíkureinin (1150-1188) og Reykjanesreinin (1210-1240).

Selvogsgötunni var fylgt yfir að Litla-Kóngsfelli. Þar fannst Draugsskúti skammt frá götunni þar sem syðri gígur fellsins opnast til vesturs. Hrauntröð liggur frá honum og er skútinn í jaðri traðarinnar. Hann er fremur lítill. Segja má að hann sé fremur skjól fyrir suðaustanáttinni en rýmilegur skúti.
Til baka var haldið yfir á Hlíðarveg og áleiðis niður Kerlingarskarð. Drykkjarsteinarnir efst í skarðinu voru skoðaðir og síðan gengið sem leið lá að upphafsstað.
Veður var hreint sagt frábært – sól og lyngna. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Sjá MYNDIR.

Efst í Kerlingarskarði

Efst í Kerlingarskarði.

 

Magnúsardys

Áður hefur verið gerð leit að örnefninu „Magnúsardys“ í Lónakotslandi. Leitað hafði m.a. verið undir Hádegishæð, sem er eyktarmark frá Lónakoti, en miðað við lýsinguna virtist það svæði lítt sannfærandi.
KlettaborgÍ tilefni þess má vel koma fram að þótt hér hafi verið leitað að einstöku örnefni í heilum örnefnalýsingum getur slíkt orðið jafn tímasamt og ef leitað er eftir fleirum á stærri svæðum.
FERLIR ræddi við kunnuga á svæðinu áður en haldið var enn einu sinni á vettvang í Hraununum. Kom þeim saman um að Magnúsardys ætti að vera neðan við Hádegishæðina. Á hæðinni væri varða og ætti nefndur Magnús að hafa verið dysjaður í klapparsprungu, sem þar er. Ekki voru þeir fáanlegir til að vísa á staðinn. Að að sumra sögn átti Magnús að hafa verið sakamaður af Innnesjum, sem ferja átti að Bessastöðum. Á leiðinni átti hann að hafa sloppið frá gæslumönnum sínum ofan við Lónakot, en þeir náð honum, drepið og dysjað í hraunsprungu, sem þar var.
LónakotOg þá var að kanna örnefnalýsingar. Gísli Sigurðsson segir eftirfarandi um Magnúsardys í sinni ítarlegu lýsingu um Lónakot: „Í hrauninu niður frá Hádegishæð var sprungin klöpp, nefndist Magnúsardys. Maður að nafni Magnús varð þarna úti og var urðaður í sprungunni. Suður og upp frá Magnúsardys var Hraunsnesþúfa og Hausthellir, fjárskjól gott.“
Hér er maðurinn nafngreindur og Hádegishæð nefnd til sögunnar, sem og sprungin klöpp. Reyndar er hraunið allt klappasprungið, líka undir Hádegishæð. Á henni er varða, eyktarmark frá Lónakoti, sem undir það síðasta var tvíbýli þótt það komi ekki fram í lýsingunni. Síðari hluti lýsingarinnar verður að teljast „út og suður“ því Hraunsnesþúfa er nálægt vesturmörkum Lónakots, allfjarri (ofan við Hraunsnes á mörkum Hvassahrauns) og Hausthellir er í Hraunsnesinu, hvorutveggja í vestur frá Hádegishæð. Það var því úr vöndu að ráða.
LandamerkiÁður hafði verið reynt að staðsetja dysina og Hausthelli m.v. framangreinda lýsingu.
Ekki var um annað að ræða en að fá einhvern enn staðkunnugri á svæðinu til að álykta um staðháttu og líklega staðsetningu. Haft var samband við Leif Sörensen og varð hann gófúslega við beiðni FERLIRs um samfylgd um svæðið. Svo vel vildi til að þann daginn í maí skall á 19°C hiti með tilheyrandi blíðviðri. Róleg síðdegisgangan um Lónakot varpaði því ljósi á fjölmargt í örnefnalýsingunum, sem ekki verður rakið hér því markmiðið var jú að staðsetja Magnúsardys umfram annað. Hitt geymist því þangað til síðar.

Vatnagarðafjárskjól

Eftir að Hádegishæðin og nágrenni hennar neðanvert hafði verið gengið fram og til baka virtist staðsetningin á Magnúsardys lítt trúverðug.
Gengið var inn á Vesturtún (Seltún) Lónakots. Líklega hefur Seltúnsnafnið komið af því að fráfærur Lónakots voru um tíma við Réttarkletta, vestarlega í landareigninni.
Gengið var um Norðurtúnið ofan við Vörina (austast á því eru tóftir útihúsa) og yfir á Austurtúnið. Þar er tóft af hrútakofa. Sunnar eru Vökhóll og Sönghóll. Á þeim eru Vökhólsþúfa og Sönghólsþúfa.
Stefnan var hins vegar tekin að klapparhól á neðanverðum mörkum Lónakots og Óttarsstaða því skv. stuttri örnefnalýsiningu Ara Gíslasonar segir eftirfarandi um Magnúsardys: „Þar heita við sjóinn Vatnagarðar, og upp af þeim, á merkjum, er hóll, sem heitir Sjónarhóll. Niður og vestur af honum er dys í gjá. Dys þetta heitir Magnúsardys.“
KvosAð sögn Leifs eru Vatnagarðar austan og ofan við Lónakotslónin. Í stórstreymi fyllast garðarnir af vatni, sem líkt og annars staðar í Hraununum er ferskt yfirborðsvatn, en salt undir. Sagði hann það vera í fersku minni þegar Hraunamenn komu á aðra bæi og þar fengu kaffi að þeim fannst kaffið bragðvont. Í það vantaði saltbragðið.
Á  leiðinni má víða sjá jarðföll þar sem hlaðið hafði verið niður í svo fé gæti sjálfala komist upp ef svo illa færi. Bein í þeim gáfu til kynna hvernig til tókst.
Ofan við Vatnagarða er myndarlegt fjárskjól í stóru jarðfalli; Vatnagarðafjárskjól eða Vatnagarðahellir. Um Vatnagarðsfjárhellir segir Gísli Sigurðsson: „Lónakotsvatnagarðar, hólmarnir og lónin suðsuðaustur frá Lónakoti, voru einnig nefndir Vatnagarðar eingöngu, Lónin; Lónakotslón, Hólmarnir, Lónakotshólmar, og syðst í Vatnagörðunum er Vatnagarðahellir eða Vatnagarðafjárskjól, sem eiginlega liggur í landi Óttarsstaða, og nokkrar tjarnanna.“
SjónarhóllHér rataðist Gísla á réttan stað því fjárskjólið er augljóst þarna austan landamarkanna.
Áberandi kennileiti frá Vatnagarðafjárskjóli í suðaustri eru tvær háar vörður. Um þær segir Ari Gíslason í örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Tvær ævafornar vörður eru neðan Sjónarhóls. Þær Varðaheita Ingveldar, og neðan þeirra eru hraunhólar, sem heita Tindhólar. Þeir eru ofan við Vatnagarðana, sem fyrr voru nefndir. Neðan þeirra er lægð með vatni í, sem heitir Leirlág.“
Leirlág er augljós. En stefnan hafði verið tekin á Sjónarhól. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar af Óttarsstöðum um Sjónarhól segir: „Rétt norður af Sjónarhól eru tvær vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð. Ekki er vitað, hvernig á Ingveldarnafninu stendur. Vestur og niður af Ingveldi voru kallaðir Tindhólar.“
Örnefnalýsingarnar eru skráðar á sjöunda áratugi 20. aldar. Hafa ber í huga að á Þorbjarnarstöðum í Hraunum bjuggu um tíma um aldarmótin 1900, tvær Ingveldar; annars vegar Ingveldur Jónsdóttir, Guðmundssonar, hreppstjóra á Setbergi, og nafna hennar Þorkelsdóttir, Árnasonar frá Guðnabæ í Selvogi. Þær mæðgur, eða dugmiklir synir og bræður, gætu auðveldlega hafa hlaðið vörður þessar á hæðinni, enda bæði forfeður og afkomendur þeirra beggja þekkt fyrir hleðsluverk, sbr. Þorbjarnarfjárborgina á Brunanum (sjá meira HÉR). Vörðurnar vísa augljóslega á nálæg greni. Þriðja varðan, sem nefna mætti Grenvörðu, er skammt suðaustar og með sama hleðslulagi. Þar er líka greni. Auk þeirra er sambærileg varða við greni allnokkru norðvestar í hrauninu, suðvestan við Lónakot.
IngveldarNú var komið upp að nefndum Sjónarhól, háum klapparhól í hraunfletinu. Frá honum mátti auðveldlega sjá upp að Lónkotsseli og í Krossstapana er tilgreindir eru í landamerkjalínum. Neðan og vestan hólsins er varða við klapparsprungu. Þegar horft var yfir hraunlendið virtist augljóst að þarna gæti Magnúsardys verið. Við skoðun á vettvangi var að sjá mikið af smágrýti í sprungunni – og gróið yfir að hluta. Varðan virtist allgömul og ekki hafa verið hlaðin af engu tilefni. Telja mætti því líklegt að þarna sé tilnefnt örnefni (Magnúsardys), eða hvað?
SjónarhóllÍ örnefnalýsingunni segir um Sjónarhól: „Þaðan [frá Markhól] liggur landamerkjalínan milli, eða um, austustu lónanna og hólmanna, upp þaðan hraunið í Sjónarhól, sem er stór, sprunginn hraunhóll, sem víða sést að, bæði neðan frá sjó, vestan úr hrauni og austan og sunnan langt að.  Landamerkjalínan lá um Sjónarhólsvörðu, sem er efst á Sjónarhólshæð, og þaðan áfram suður og yfir Högnabrekkur. Þar kom Lónakotsvegurinn á suðurveginn. En Lónakotsselsstígurinn lá áfram suður á alfaraleiðina, gömlu hestaslóðina á Suðurnes.“
Framangeind lýsing skiptir nefnilega meginmáli þegar staðsetja átti Magnúsardys. Þegar staðið er á Lónakotsvegi og horft til austurs (m.v. lýsinguna) má vel sjá Sjónarhólshæðina, aflanga frá norðri til suðurs. Suðurendi hennar leggur nú rétt norðan við núverandi Reykjanesbrautar, en Högnabrekkur ofan hennar. Á landakortum hefur nyrsti hluti hæðarinnar jafnan veriði nefndur „Sjónarhóll“. Þar er gróið vörðubrot, Sjónarhólsvarða. Girðing á mörkum Lónakots og Óttarsstaða liggur um norðurenda hæðarinnar og síðan áfram til suðurs vestan hennar. Þessi hluti hæðarinnar sést vel neðan frá Lónakotsbænum og af sjó. Aftur á móti þegar staðið er á Sjónahólshæð og horft er til upplandsins, að Lónakotsseli, stendur önnur gróin varða hærra, þ.e. syðst á hæðinni. Hún er sérstaklega áberandi þegar komið er ofan frá, eftir selsstígnum eða gengið eftir alfaraleiðinni. Þaðan er líka ágætt útsýni heim að Lónkotsbænum.
MagnúsardysEf tekið er mið að því að síðastnefna varðan væri Sjónarhólsvarðan og horft til þess að Magnúsardys ætti að vera neðan og vestan við hana er þar stakur klofinn hóll, kjörinn gálgi sbr. söguna hér á eftir. Suður undir og fast við hann er gróin gjóta. Efst á hólnum er hlaðin skófvaxin varða. Þegar komið var á vettvang fór hundur, sem var með í för, hiklaust niður í gjótuna, krafsaði í svörðin og lagðist síðan þar hinn rólegasti. Varla væri hægt að finna betri stað til að husla dauðan mann eftir það sem á undan var gengið.

MagnúsardysÞegar FERLIR var að undirbúa þessa ferð um Lónakot var m.a. rætt við gamlan fjárbónda á svæðinu. Hann sagðist hafa heyrt eldri menn tala um sakamannadys á þessu svæði. Sagan hefði verið þessi: “ Fyrr á öldum, ekki er vitað nákvæmlega hvenær, átti að flytja mann, Magnús að nafni, sem sakaður var um að hafa stolið snærispotta á Vatnsleysuströnd, til Bessastaða. Fangarar höfðu reitt hann á taglhnýttum hesti í lest um gömlu götuna millum Nesja. Þegar undir hæð (Taglhæð) eina var komið hefði fanginn fallið af baki. Hann hefði þá náð að smeygja af sér höftunum og hlaupa hraðfóta niður hraunið, áleiðis að Lónakoti. Fylgdarmenn veittu manninum eftirför á hestum.
SjónarhóllÞrátt fyrir hraðfygli Magnúsar hefði verið um ójafnan leik að ræða. Hann hefgur náð að fela sig í klapparspurngu neðan og vestan við Sjónarhól, en eftirfylgdarmennirnir, spennuhlaðnir, móðir og másandi, náðu honum þar. Við eftirförina hafði þeim hlaupið svo mjög kapp í kinn svo þeir ákváðu að ljúka verkinu á staðnum; þar og þá, án dóms og frekari laga, þ.e. hengt hann við kjöraðstæður. Líkið hefðu þeir síðan urðað í klapparsprungu á vettvangi.
Að sögn hefur vitneskjan jafnan verið um staðinn því einn afkomenda Magnúsar hefði hlaðið litla vörðu ofan við dysið, eins og það hefur gjarnan verið nefnt.
Þegar vettvangurinn var skoðaður komu í ljós nokkur lítil en djúp jarðföll. Í sum þeirra hafði verið hlaðið svo fé, sem leitaði niður í þau, kæmist upp aftur. Í öðrum var grjót. Líklegt má telja að dysið sé eða hafi verið í einu jarðfallanna. Hafi einhver Magnús fallið niður í þau, líkt og fram kemur í lýsingu Gísla, t.d. á snjó að vetrarlagi, er ólíklegt að hann hafi komist upp aftur af sjálfsdáðum.
Sjá meira um Lónakot HÉR.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar AG og GS um Lónakot og Óttarsstaði.
-Leifur Sörensen, fæddur og uppaldinn á Óttarsstöðum vestri.
-NN.

Lónakot

Einbúi

Stefnan var tekin á Einbúa, gróið sker lausfrjálst frá landi við norðanverða Ósa. Um 5-7 metra sjávarbreiða, Prestsmið, skilur þarna á millum mögulegrar þurrfótagöngu. Skerið greinist í tvennt með rennu. Að norðanverðu heitir það Einbúi, en Vörðuhólmi að sunnanverðu. Talið var líklegt að þar væru einhverjar mannvistaleifar að finna, einkum að sunnanverðu.
ÓsarHestaklettur er vestan við skerið, en á því staðnæmdist timburflutningaskipið Jamestown 1881. Suðvestar er Runkhólmi. Ætlunin var láta fleytast með flatbytnu frá landu yfir í skerið. Byrjað var að fjara út af flóði um þetta leyti.
Norðan og landmegin við Einbúa er Torfan; allvel gróin. Vestan hennar er Hvalvík.
Í greininni Örnefni með ströndinni frá Básendum … í Faxa ´84 segir sr. Jón Th. m.a.: ‘’Einbúi er einskonar löng eyja frá norðri til suðurs og umflotin sjó, en á fjörum má víða vaða yfir rásina, sem umlykur hann, en strax með aðfalli er það ekki hægt.
Einbúi í ÓsumSyðri endinn heitir Vörðuhólmi … skammt frá er Runkhólmi, svo þrengslin verða mikil með útfallinu í þessum þrönga ósi, og beljandinn ofsalegur, en stórsteinar, strýtumyndaðir, hér og þar í botninum, svo að þetta er stórhættulegur staður fyrir báta.’’ Leó M. Jónsson í Höfnum segir svo frá Jamestown: „Á morgni sunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður. Í Suðurnesjaannál Sigurðar ívertsen2 er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
Skömmu eftir að ég flutti í Hafnir um áramótin 1978/79 heyrði ég talað um strandTorkennilegt hernaðartól í Einbúa þessa stórskips og varð forvitinn um frekari vitneskju, fór m.a. að reyna að kynna mér hvað væri til af heimildum um strand Jamestown. Í annálum er þessa strands getið . Í jólablaði tímaritsins Faxa3 frá árinu 1967 er merkilegt viðtal við Friðrik Gunnlaugsson (þá 95 ára) þar sem hann segir ítarlega frá björgun farmsins úr Jamestown. Ennfremur er að finna frásögn Ólafs Ketilssonar, fyrrum hreppstjóra Hafnahrepps, af þessu strandi í bókinni Sunnlenskir sagnaþættir5 (sem Gunnar S. Þorleifsson safnaði) en þar segir Ólafur frá strandinu, björgun farms og afdrifum skipsins. Hins vegar fann ég ekkert um skipið sjálft, sögu þess né áhafnarinnar.
Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,, Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Varðan í VörðuhólmaMálmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“ Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður ,,klinker“ sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.“
Áður fyrr var Einbúi landfastur, en langt er síðan sú tenging rofnaði. Landið hefur sigið verulega á umliðnum öldum. T.d má í sjá hlaðna garða undir sjávarmáli út frá hinum forna bæ Vogum (Kirkjuvogi), en Ósinn mun einmitt hafa verið nefndur eftir bænum. Meginállinn milli lands og skers er um 40 m breiður og mjög straumharður þá og þegar vantaði tvo tíma í stórstraumsfjöru.
Báturinn var blásinn upp og sjósettur. Tryggara þótti að hafa línu festa við bátinn þegar róið var yfir – sem kom sér mjög vel því stuttu síðar flutu árarnar í burtu og stefnu beint út á Letursteinn í vörðunniAtlandshafið. Það gerði svo sem ekkert til því ill mögulegt var að róa í straumnum og áður búið að gera óspart grín að þessum „teskeiðum“. Kapteinninn var einn í bátnum í fyrstu ferð til að koma línunni yfir og sást til hans bograndi í bátnum og rífa upp þara meðan hann rak með eyjunni uns hann  loks náði festu er hélt. Var þá björninn unninn og byrjað að ferja fólkið yfir og þóttust sumir bara nokkuð góðir að hafa sloppið lifandi úr þessum straumi.
Nú var tekið til við að kanna hina óbyggðu eyju. Hún greinist í tvennt, sem fyrr segir, með rennu. Gengið var fram á hernaðartól og í Vörðuhólma voru mannvistarleifar, varða með letursteini; LM – landamerki Stafnes og Hafna að sögn Jóns Borgarssonar. Vegna þessa landamerkja fékk Jón Borgarson gjafabréf fyrir einu akkerinu úr Jamestown á sínum tíma. Annað akkeri liggur á sjávarbotni skammt frá Hestasteini og hefur verið vaxandi áhugi á að ná því upp. Margir eigendur eru tilkallaðir, s.s. Sandgerðisbær, en vænlegast væri að staðsetja það á klöpp ofan strandarinnar gegnt þar sem skipið tók niðri – til minningar um atburðinn.
Sem sagt; heilmikið ævintýri en minna um minjar. Þó fannst Ferjað yfir í Einbúaein tóft ca. 3 x 1,5 m innanmál, norðvestan í Vörðuhólmanum (63°56,707-22°41,181) og ofan á  vörðunni, sem fyrr segir, syðst í hólmanum (63°56,662 -22°41,081) er letursteinninn með áletruninni „LM“.  Hjá tóftinni eru 2 lágir sandhólar svipaðir að stærð og tóftin sjálf, – þar undir gæti eitthvað leynst. Með góðum vilja má líka sjá garða, en erfitt var að fullyrða nokkuð um það.
Ekki fannst tangur né tetur af silfrinu úr Jamestown og mun það því liggja eitthvað lengur á hafsbotni vel falið í þaranum. Einn veglegur, ryðgaður gamall nagli fannst þó inni á milli fjörugrjótsins. Líkum var leitt að því að hann hefði verið úr Jamestown. Vor var í lofti og mikið um fugla og víða mátti ganga fram á hreiður, bæði svartsbaks- og gæsahreiður.
Frábært veður. Gangan tók 3 tíma og 33 mínútur.

Einbúi

Tóft í Einbúa.

Hrísbrú

Undanfarin ár hefur farið fram fornleifauppgröftur á Hrísbrú undir Mosfelli í Mosfellsdal (landnámi Ingólfs). Rannsóknin hefur m.a. verið styrkt af tímabundnum „Kristnitökusjóði“. Sjóðurinn hefur gefið fornleifafræðingum hér á landi örskots tækifæri til að „öskubuskast“, þ.e. dafna um stund upp úr undirmálsmennskunni.

Kýrgil

Kýrgil – neðsti hluti.

Ef ætlun hinna (greindu) stjórnmálamanna hefði verið að nota sjóðinn til að byggja upp öfluga fræðigrein er væri í stakk búin til að takast á við og ljósumumvarpa hið óþekkta í stað þess að leita staðfestingar á því sem þegar hafði verið skráð á skinn væri staða hennar í dag allt önnur en var fyrir aðeins nokkrum árum.
Fjármagn má nota til ýmissa nota. Því er hægt að sóa, nýta án meðvitaðrar arðsemi, eða fá þá til baka, bæði með vöxtum og verðtryggingu. Með því að fjárfesta meðvitað og markvisst í „íslenskri“ fornleifafræði má auðveldlega uppskera dýrmætar upplýsingar er varpað gætu ljósi á annars óskýrða fortíð þjóðarinnar (og það í eiginlegri merkingu). Framtíðin byggist jú á fortíðinni – uppruna, reynslu og þekkingu. Það er því ekki verra fyrir fámenna þjóð að þekkja grundvöll sinn þegar takast þarf á við stór og mikilvæg verkefni framtíðarinnar. Þá verður og heldur aldrei horft framhjá þeirri staðreynd að menningararfurinn er og verður sá hornsteinn sem samfélagið byggir tilvist sína á hverju sinni. Grundvöllur Alþingis Íslendinga (hátindar mikilfengleikans) byggir t.a.m. á þeirri hugmyndafræði.

Tjaldanes

Tjaldanes – dys Egils Skallagrímssonar.

Þegar kristni var leidd í lög „undan feldi“ á Íslandi um árið 1000 e. Kr., bjó Grímur á Mosfelli. Um það vitnar Egilssaga. Nú væri hægt að skrifa lærða grein um tilurð og meðferð handritsins, en að því slepptu var nefndur Grímur í framhaldi af því skírður til þeirrar trúar og kirkja byggð á jörðinni. Fólk sagði að Þórdís, kona hans, hefði þá flutt bein Egils Skallagrímssonar úr dys hans í Tjaldarnesi í kirkjuna þegar hún var byggð að Hrísbrú. Ef einhverjar spurningar vakna hér um hver þessi Egill hafi verið verður sá hinn sami bara að lesa Egilssögu.
Skriða hljóp á kirkjuna, segir sagan, og ný var byggð að Mosfelli. Bein Egils voru þá tekin úr gröfinni undir kirkjugólfinu og þau flutt í utanverðan kirkjugarðinn. Sagt var að beinin og gröfin í gömlu kirkjunni hafi verið stærri en að meðaltali þótti. Taldi eldra fólk almennt að þar hefðu verið um bein Egils Skallagrímssonar að ræða. Sögunni fylgja þau munnmæli að maður sá er flutti beinin á milli kirkjunnar gömlu og grafreitsins hafi viljað merkja hvort þar gætu verið um leifar Egils að ræða. Hafi hann barið duglega í hauskúpuna en hún vart látið á sjá. Hafi það verið til staðfestingar á sannleiksgildinu. Hafa ber í huga að munnmæli mann fram af manni hafa oftar en ekki leidd til árangurs – þegar betur hefur verið að gáð.

Árið 2001 gaf fornleifarannsókn á Hrísbrú til kynna ýmislegan árangur. Hann staðfesti m.a staðsetningu kirkju á staðnum sem og kirkjugarð líkt og Egilssaga greinir frá. Kirkjubyggingin hefur verið gerð úr torfi og grjóti. Landnámsöskulagið staðfestir og tímatalið. Telja má nokkuð öruggt að hún sé frá þeim tíma er sagan greinir frá. Egill mun hafa látist háaldraður á ofanverðri 10. öld.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur á Kirkjuhól.

Í fréttum Mbl. 2004 er grein frá því að þúsund ára gömul kirkja hafi verið grafin upp í Mosfellsdal. „Í gær varið unnið að því að grafa upp beinagrind sem legið hefur í moldinni í um þúsund ár. Kirkja sem getið er um í Egilssögu hefur verið grafin upp að bænum Hrísbrú í Mosfellsdal. Kirkjan var byggð um árið 1000, strax eftir að Íslendingar tóku kristni, með merkilegum byggingarstíl og þykir einstaklega vel varðveitt. Þar hafa einnig fundist um 20 beinagrindur.
Magnús Guðmundsson sagnfræðingur segir að talið sé að þarna sé komin kirkja sem Grímur Svertingsson byggði í kringum árið 1000 þegar kristni var tekin upp á Íslandi. Kirkjan sé ein af 6-7 kirkjum sem byggðar voru á Íslandi strax við kristnitökuna. Hún hafi verið sóknarkirkja, aðallega fyrir Mosfellsdalinn og norðanvert Kjalarnes.
Kirkjan er um fjórir metrar að lengd og þrír metrar að breidd. Dagfinn Skre, prófessor í fornleifafræði við Óslóarháskóla, segir að uppgröfturinn að Hrísbrú gefi nýjar pplýsingar um kirkjubyggingar á Norðurlöndum frá þessum tíma. Ellefu kirkjur frá sama tíma hafi verið grafnar upp í Noregi, en engin þeirra sé byggð með sömu aðferð og kirkjan að Hrísbrú.

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur.

„Margar mismunandi byggingaraðferðir voru notaðar. Í fyrsta lagi eru tréstöplar í hornunum, sem voru grafnir niður og báru uppi þakið. Síðan er biti eftir endilöngu gólfinu, með rauf sem veggþiljur voru settar í. Svona gólfbiti með þiljum hefur aldrei áður fundist í norrænum kirkjum. Það er áhugavert og mikilvægt,“ segir Skre. Steinhleðsla er innan við tréþiljurnar, sem hefur borið uppi bekk meðfram veggnum fyrir kirkjugesti. Skre segir að kórinn hafi verið skör hærra en steingólf kirkjunnar og gólf hans hafi líklega verið klætt viði. Að utan var kirkjan klædd torfi.
„Það er merkilegt að sjá hvernig þiljur voru settar í grunntré. Þetta er mjög sjaldgæft,“ segir Jesse Byock. Viðarbitarnir eru enn heilir og segir Byock að nú verði þeir þurrkaðir. Viðurinn hafi varðveist jafn vel og raun ber vitni þar sem súrefni hafi ekki komist að honum. Inntur eftir því hvort unir hafi fundist inni í kirkjunni segir Byock að lítið sé um það, en smábitar úr kopar og járni hafi þó komið í ljós.
Uppgröfturinn að Hrísnesi mun síðan halda áfram, en undir kirkjunni virðast vera leifar af landnámsbæ. Byock segir að útlit sé fyrir að eldur hafi komist í kirkjuna, viðurinn sé sums staðar
sviðinn, en engar heimildir séu þó til um bruna þar.
Krabbamein og berklar þjökuðu fólkið Þá hafa um 20 beinagrindur fundist til hliðar við kirkjuna. Sumar þeirra eru mjög vel varðveittar en aðrar ekki. „Fólk var ekki við góða heilsu á þessum tíma,“ segir Byock og bætir við að fólkið hafi náð 40-45 ára aldri og verið hrjáð af ýmsum kvillum.
„Þetta fólk bjó við erfiðar aðstæður, var greinilega vannært og sumir mjög smávaxnir. Það kemur heim og saman við hluta af heimildum sem við höfum um Ísland á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og hvernig lífið var hér,“ segir Magnús. Hann segir að beinagrindurnar séu af smávaxnara fólki en þær beinagrindur sem grafnar hafa verið upp á Íslandi frá svipuðum tíma. Augljóst sé að sumir hafi lifað mikinn skort.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Hann segir að ein beinagrindin sé af karlmanni á þrítugsaldri sem hafi greinlega látist úr krabbameini í heila. „Þeir hafa fundið meinvörp í höfuðkúpunni sem benda til þess að hann hefur dáið kvalarfullum og óþægilegum dauðdaga. Þeir eru með fleiri heimildir, telja sig jafnvel hafa fundið vísbendingar um berkla, þetta er í kringum árið 1000, og gæti bent til þess að þetta væru fyrstu vísbendingar um berkla hér á landi,“ segir Magnús. Hann segir að Egill Skallagrímsson, sem dvaldi í Mosfellsdalnum síðustu æviár sín, hafi t.d. verið með höfuðriðu, orðinn fótkaldur og getulaus og lifað frekar slæmu lífi.
„Þó hafði hann það að mörgu leyti ágætt í horninu hérna hjá Þórdísi bróðurdóttur sinni og Grími Svertingssyni. Þau bjuggu hérna, það er talið að Egill hafi búið hérna á Mosfelli frá 974-990, um það leyti deyr hann og hann er grafinn hérna niðri í Tjaldanesi [sunnan við Hrísbrú]. Þórdís tók upp beinin og færði til kirkju sem Grímur þessi Svertingsson lét reisa hér á Mosfelli árið 1000, þegar Egilssaga segir að hann hafi tekið kristni,“ segir Magnús. Hann segir að sumir telji að býlið að Hrísbrú hafi áður heitið Mosfell, en einhverjar nafnatilfærslur hafi átt sér þarna stað.

Hrísbrú

Hrísbrú.

Samkvæmt Egilssögu var kirkjan lögð niður í kringum árið 1150 og gæti það einnig vel verið raunin varðandi kirkjuna að Hrísbrú að sögn Byock.
Egla greinir frá því að bein Egils hafi þá verið tekin upp og færð að Mosfelli, en það var skylda samkvæmt kristnirétti Grágásar að færa grafir og kirkjugarða sömuleiðis ef kirkjur voru fluttar til. Magnús segir ómögulegt að segja til um hvort bein Egils séu meðal þeirra beina sem fundist hafa í uppgreftrinum. „Það vitum við ekki. Þeir hafa að vísu fundið einhver stór og mikil bein sem voru í kassa alveg við hliðina á kirkjunni, en það verður víst seint sem við getum útkljáð það. Öll erum við jú komin af Agli og vitum ekki hvort við getum útvegað þeim einhver lífssýni og séð hvort hann sé eitthvað skyldur okkur þessi maður. Egla reyndar segir að bein Egils hafi endað í utanverðum kirkjugarði að Mosfelli,“ segir Magnús.

Ekkert bólar á silfri Egils. „Nei ekki enn þá,“ segir Byock hlæjandi, þegar hann er inntur eftir því hvort ekkert hafi fundist af silfrinu hans Egils og bætir við að það sé lítil von til þess. Magnús segir að þó silfrið hafi ekki beint komist í leitinar telji margir Mosfellingar að heita vatnið sem hafi fundist í dalnum sé í raun silfur Egils. „Í það minnsta hafi þetta heita vatn verið gulls ígildi og sjálfsagt meira virði en einn lítill silfursjóður ættaður af Englandi,“ segir Magnús.
Skre telur fulla ástæðu til að endurreisa kirkjuna að Hrísbrú og gera fólki þannig kleift að bregða sér þannig aftur í aldir. „Þetta er eitt af fáum tilfellum þar sem við höfum mikið af upplýsingum um hvers konar bygging þetta var og hvernig hún var byggð þannig að það er vel hægt að gera góða eftirlíkingu,“ segir hann og bætir við að hann vonist eftir því að yfirvöld muni hrinda slíkri
endurbyggingu í framkvæmd. Slíkt segir hann að yrði gott framlag til lífsins í Mosfellsdal við upphaf Íslandsbyggðar.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Í Mosfellspóstinum frá þessum tíma segir frá því að „Stór gröf hefur fundist í kirkjustæðinu við Hrísbrú í Mosfellsdal en gröfin var undir gólfi kórsins í kirkjunni og í henni hafa fundist leifar af timbri. Jesse Byock, sem stýrir uppgreftrinum við Hrísbrú, segir ljóst að timburleifarnar séu úr líkkistu en miðað við stærð grafsögu. Í öðru lagi benda allar lýsingar Egilssögu til þess að Egill hafi verið mun hærri en flestir samtímamenn sínir og er hann meðal annars sagður „vel í vexti og hverjum manni hærri“. Jesse er þó ekki tilbúinn að fullyrða að þarna hafi Egill legið og bendir á að ekki sé hægt að segja að allt sem standi í Egilssögu sé rétt.
Við athugun kom í ljós að líkkistan hafi verið meira en tveggja metra löng. Ýmislegt bendir til þess að þetta hafi verið gröf Egils Skallagrímssonar, þó að vitaskuld sé ekki hægt að fullyrða það. Fyrir það fyrsta er talið að gröfin sé frá því í kringum árið 1000 og ef rétt reynist fer sú tímasetning ágætlega saman við frásögn Egils en uppgröftur á svæðinu hefur staðið yfir undanfarin ár og hafa fundist um 20 beinagrindur á svæðinu, þar á meðal stór og mikil bein sem gætu verið bein Egils, þótt það sé ekki víst. Þess má þó geta að í Eglu er sagt frá því að undir altarisstaðnum í kirkjunni hafi fundist mannabein, sem „voru miklu meiri en annarra manna bein“ og segir sagan að menn hafi þóst vita að þar væru bein Egils.
Byock segir að að öðru leyti gangi rannsóknir og uppgröftur vel og í sumar hafi strúktúr og er hugsanlegt að um gröf Egils Skallagrímssonar sé að ræða. Gröfin var undir gólfi kórsins í kirkjunni og í henni hafa fundist leifar af timbri.

HrísbrúJesse segir ljóst að timburleifarnar séu úr líkkistu sem þar hafi legið og miðað við stærð grafarinnar sé líkkistan sú stærsta sem fundist hafi á svæðinu. Ýmislegt bendir til þess að þetta hafi verið gröf Egils, þó að vitaskuld sé ekki hægt að fullyrða það. Fyrir það fyrsta er talið að gröfin sé frá því í kringum árið 1000 og ef rétt reynist fer sú tímasetning ágætlega saman við frásögn Egilssögu. Þar er talað um að Egill hafi verið færður úr haugi við Tjaldanes og að kirkjunni, sem var að öllum líkindum byggð skömmu eftir að Íslendingar tóku kristni. Í öðru lagi benda allar lýsingar Egilssögu til þess að Egill hafi verið mun hærri en flestir samtímamenn sínir og er hann meðal annars sagður „vel í vexti og hverjum manni hærri“. Miðað við stærð grafarinnar er talið að líkkistan hafi verið meira en tveggja metra löng.

Byock er þó ekki tilbúinn að fullyrða að þarna hafi Egill legið. „Maður getur aldrei sagt,“ segir hann og bendir á að ekki sé hægt að segja að allt sem stendur í Egilssögu sé rétt. Þegar grafarstæðið fannst kom í ljós að grafin hafði verið hola í moldina sem lá yfir gröfinni. Byock segist ekki vita af hverju holan hafi verið grafin en líklegt sé að einhver hafi viljað komast að líkkistunni. Holan var hins vegar það lítil að ekki hefði verið hægt að ná kistunni upp um hana.

Í Egilssögu er sagt frá því að Egill Skallagrímsson hafi eytt síðustu æviárum sínum í Mosfellsdal en talið er að hann hafi látist um árið 990. Hann var fyrst um sinn heygður í Tjaldanesi en Þórdís, bróðurdóttir hans, lét síðar flytja hann að kirkjunni í Mosfelli, sem Grímur Svertingsson, maður hennar, lét reisa. Engin bein fundust í grafarstæðinu, sem fannst fyrir helgi. Þá hafi verið unnið að því að grafa upp veggstæði sem fannst norðanmegin við kirkjuna. Hugmyndir eru uppi um að gera líkan að kirkjunni í fullri stærð og segir Byock að arkitektar og fleiri muni koma að þeirri vinnu. „Það er samt bara hugmynd,“ segir hann.
Þegar Byock er síðan að lokum spurður þeirrar spurningar sem Íslendingar allir vilja vita svarið við, nefnilega hvar silfur Egils sé niðurkomið, svarar hann hlæjandi: „Ég er með það í vasanum!“ Hann viðurkennir þó fljótt að silfrið sé enn ófundið og að sennilega sé lítil von til að það finnist.

Staðarnafna úr dalnum er víða getið í heimildum frá landnámsöld og í Íslendingasögunum, m.a. í Eglu, Gunnlaugssögu og Hallfreðarsögu vandræðaskálds. Að sögn Mosfellsbæjar er það nær einsdæmi í norrænum fræðum að dæmi úr Íslendingasögunum séu jafn vel staðfestanleg með fornleifaminjum og komið hefur í ljós við uppgröftinn í Mosfellsdal. Við uppgröft stafkirkju að Hrísbrú hafi til að mynda verið sannreyndar upplýsingar sem koma fram í 89. kafla Egilssögu þar sem sagt er frá kirkjunni að Hrísbrú og örlögum hennar.

Ein athyglisverðasta niðurstaða um frumbyggjana í Dalnum er hve gömul bein hafa fundist í fornum kirkjugarði við Hrísbrú. Kolefnisgreining (C-14) bendir til þess að þar séu grafnir einstaklingar sem fæddir eru einhvern tíma um eða eftir aldamótin 900. Örlög þessa einstaklinga hafa einnig verið söguleg, því bein þeirra bera ummerki bardaga og þar er líklega komin fyrsta áþreifanlega vísbending hérlendis um einstakling sem hogginn hefur verið í herðar niður.
Fornleifaverkefnið Mosfell, er alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem nýtir sér verkfæri fræðigreina eins og sagnfræði, fornleifafræði, mannfræði, norrænufræða og umhverfisvísinda til að skapa heildstæða mynd af aðlögun landnámsmanna að náttúru og umhverfisbreytingum. Rannsóknin beinist að Mosfellsdalnum sem vistkerfi allt frá tímum víkinga. Mosfellsbær hefur styrkt verkefnið samkvæmt samningi til 3ja ára og er eitt ár eftir af þeim samningi.

Innansveitarkronika Halldórs Kiljan fjallar um kirkjuna á Mosfelli eins og fyrr greinir. Um það urðu mikil átök á sínum tíma, hvort rífa skyldi kirkjuna eða ekki og byggja aðra á Lágafelli. Mosfellskirkja var rifin. Inn í sagnfræðilegan stíl fyrri hluta bókarinnar kemur þessi skemmtilega frásögn af því, þegar Ólafur bóndi Magnússon á Hrísbrú kemur að Mosfelli og stendur á hlaðinu með orf sitt reitt um öxl og veit ljásoddurinn beint upp … Nokkru utar á hlaðinu og nær sáluhliði stendur Bogi sonur hans sem gerst hafði skjaldsveinn föður síns í þessari för og hafði hrífu í hendi.“ Þeir eru að mótmæla sameiningu kirkna og niðurrifi Mosfellskirkju:
„Ég er búinn að fara til klénsmiðs, mælti þá Ólafur á Hrísbrú, en þessir ræflar eru svo úrættaðir að þeir kunna ekki leingur að smíða sverð.
Og hverjir ætla sosum að fara að berjast með sverðum núna Ólafur minn, spyr séra Jóhann.
Ólafur svarar: Til er ég og til er Bogi.
Ja það er nú það Ólafur minn, segir séra Jóhann. Mér dettur í hug hvort ég ætti ekki að vekja hana Gunnu þó í fyrra lagi sé og biðja hana að snerpa á könnunni.
Þá segir Ólafur: Heldur þú og þið anskotar að Egill Skallagrímsson frændi minn hafi farið að drekka kaffi þegar hann var í vígahug?
Því er nú ver og miður að ég á ekki öl einsog Egill var vanur að drekka, segir séra Jóhann. En gott kaffi er gott ef það er gott.“
Halldór Laxness sagði mér að séra Jóhann hefði skírt sig, þegar hann var prestur í Reykjavík. „Hann var síðasti prestur á Mosfelli áður en kirkjan var rifin. Yfirvöld létu rífa kirkjuna samkvæmt lögum um sameiningu kirkna frá 1882; þau lög voru reist á konungskipun frá 1774. Það tók því meira en hundrað ár að fá þessu boði framfylgt; guð tók stinnt í á móti í Mosfellssveit. Séra Jóhann þjónaði aldrei Lágafellskirkju, en fluttist til Reykjavíkur og varð dómkirkjuprestur og gekk í svörtum frakka og gallossíum og var með stórt nef. Hann hafði dimman og hlýjan málróm og talaði ósjálfrátt í einföldum spakmælum. Það var hann sem sagði meðal annars þessi minnisverðu orð: Góð blöð eru góð ef þau eru góð. Svona spakmæli eru þægileg og meiða engan,“ segir skáldið.
Í sögunni segir, að séra Jóhann hafi látið aftur annað augað fyrir guðssástar sakir, þegar hann gaukaði klukkunni að Ólafi á Hrísbrú, eftir að kirkjan hafði verið rifin.
„Ég hef heyrt, að kannski hafi það ekki verið að séra Jóhanni forspurðum sem klukkan hvarf,“ segir Halldór Laxness og bætir við að – „þeir höfðu gott álit á honum hér í sveitinni, enda var það líkt honum að gefa klukkuna höfuðóvininum til að dangla í, þegar honum leiddist.“ Skáldið bætir því við, að séra Jóhann hafi verið honum mjög hugleikinn.  Mér þótti feikna gaman að sjá hann á götu í Reykjavík og heyra hann skiptast á orðum við fólk. Hann kemur fyrir í Heimsljósi sem fangelsispresturinn og einnig kemur hann mikið við sögu í Brekkukotsannál. Hann er mjög ólíkur séra Jóni Prímusi, svo ég gat ekki komið honum að í Kristnihaldinu.“
Ólafur á Hrísbrú og Bjartur í Sumarhúsum eru ólíkar manngerðir, þó það sé nokkur svipur með þeim sem bændum. Viss skyldleiki er með svona bændakalla-harðhausum, eins og skáldið komst að orði. „En Bjartur er útpenslaðri en Ólafur, þ.e.a.s. meira málaður út í hörgul. Ólafur á Hrísbrú er bara teiknaður með fáum strikum; ekki útfyllt mynd; ekki rakin slóð hans frá æsku eins og Bjarts. Bjartur var fullur af rímum og skáldskap og hafði marga góða kosti umfram Ólaf. Þegar deilurnar stóðu sem hæst, lét Ólafur mikið að sér kveða hér í sveitinni og vildi fara í stríð út af kirkjunni. Þá sagði hann: Til er ég og til er Bogi.“ Þetta er nú orðtak hér í Mosfellssveit, jafnvel stundum notað hér í húsinu. Þessi orð mætti festa upp yfir dyrum Mosfellskirkju. Mosdælir hafa séð, að þau voru fyndin. Bogi, sonur Ólafs, var manna ólíklegastur til hermennsku þeirra manna sem Mosdælir þekktu.“
Í Innansveitarkroniku segir skáldið á einum stað um Íslendinga: „Því hefur verið haldið fram að Íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um tittlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls… þó er enn ein röksemd sem Íslendíngar eru fúsir að hlíta, þegar alt um þrýtur, en það er fyndni; má vera aulafyndni. Við hlægilega lygisögu mýkist þjóðfélagið og fer að ljóma upp; jarðvegur sálarinnar verður jákvæður.“ Í samtalinu bætir skáldið við: „Þessi íslenzka fyndni er mjög sérkennileg og lætur stundum átök milli manna linast.“

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Allt er þetta aðdragandi sjálfrar sögunnar um Mosfellskirkju. Síðari hlutinn fjallar um það, hvernig munaðarlaus drengur, Stefán Þorláksson úr Reykjavík, sonur Ösku-Láka sem kallaður var, lenti í Mosfellsdal og leiddi af því að kirkja var endurreist á Mosfelli í okkar tíð. Þó vissi enginn til þess „að Stefán Þorláksson hefði nokkru sinni farið með gott orð í lifanda lífi; prestur nokkur hefur sagt við undirritaðan, að Stefán þessi muni hafa verið álíka trúlaus og Konstantín mikli, sem þó sannanlega bjargaði kristindóminum. Að minsta kosti mundi enn sem komið er teljast ofílagt að reikna hann með trúarhetjum í Mosfellssveit. Samt varð hann styrkari stoð sönnum kristindómi í sveit þessari, mælt í krónum og aurum, en flestir helgir menn vorir urðu hvort heldur með þöglum bænahöldum eða háværum sálmasaung eða laungum prédikunum.“ Hann var kallaður Stefi og muna hann enn margir. Einkunnarorð hans í sögunni eru: kaupa, kaupa sama hvað kostar – en að sögn skáldsins eru þessi orð upphaflega komin frá Oddi í Glæsi. „En ég hef krítað þau hjá Stefa af skáldsöguteknískum ástæðum.“

Innansveitarkronika er helgisaga eða jarteinabók að því leyti sem jarteinir eru þau undur sem guð notar til að sanna almætti sitt undir votta í einhverju sérstöku máli á einhverjum tilteknum stað. Ólíklegasta fólkið verður verkfæri til að sanna almætti guðs; Stefán, fátækur drengur með nafnmiðann sinn saumaðan inn í úlpuna sína; Guðrún Jónsdóttir, kölluð Gunna stóra, ösku- og mógrafakerling; og Ólafur á Hrísbrú, þessi rustakarl sem var sannanlega enginn dýrlingur. „Ekkert af þessu fólki virðist hafa haft nokkra trúarlega glætu. Það bara sannaði almætti guðs í Mosfellssveit.“

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur – skáli.

Kaflinn um Stefa, þegar hann kemur fyrst lítill drengur að Hrísbrú, er skáldskapur sem festist í minni. Orðaskipti hans og Ólafs bónda, sem annars ekki vék hlýlega að gestum, óttaleysi drengsins við raunveruleikann, stórfljót og fjallgarða, en barnslegur ótti hans við ímyndanir sínar svo sem ræningja og hrynjandi fjöll, allt verður þetta ógleymanlegt. Hann vildi gera ál að hákarli með því að ala hann nógu vel á hornsílum, sem sagt; vildi einlægt gera mikið úr litlu. Mosfellskirkja hin nýja fæddist af framsýni í fébrögðum Stefáns Þorlákssonar. Klukkan í hana er komin þangað aftur fyrir tilstuðlan Ólafs bónda á Hrísbrú og kaleikurinn úr rusli eftir gamla konu sem dó á hreppnum á níræðisaldri 1936. „Einginn hafði vitað til að þetta munaðarlausa gamalmenni geymdi dýrgripa frammí dauðann; þaðanafsíður hvernig þessi kaleikur var kominn í hennar vörslur.“
Hver var þessi kona?
Hún hét Guðrún Jónsdóttir eins og í sögunni og „var í raun og veru kapítalisti, því hún var aldrei vistráðin en talin lausakona“. Í samtali okkar segir skáldið ennfremur: „Það er rétt, Guðrún Jónsdóttir var kapítalisti. Hún var ekki verkamaður. Hún lifði til að skemmta sér; hún tók ekki kaup; skemmtun hennar var að taka upp mó: hún var frjáls. Þessi kona veitti öðrum mönnum af auðlegð sinni ævilangt. Þegar hún var orðin gömul og farlama fór hún auðvitað á hreppinn.“ Skáldið heldur nafni hennar í sögunni eins og nafni á öðrum persónum, sem koma við kroniku Mosfellssveitar – en auðvitað með þeim fyrirvara sem stendur aftan á titilsíðu: Skírskotanir til nafngreindra manna rita skjala staða tíma og atburða þjóna ekki sagnfræðilegu hlutverki í texta þessum.“ Halldór Laxness segir í samtalinu: „Krakki hér í sveitinni, hlustaði ég eftir öllu sem sagt var, og ég á mér ótæmandi endurminningasjóð um fólk sem ég samneytti á bernskuárum mínum. Það var ólíkt fólki sem ég kynntist síðar. Ég kom hingað á fjórða ári úr Reykjavík og þetta fólk var minn félagsskapur, þangað til ég fór að vera á vetrum í Reykjavík 12 ára við ýmiss konar nám. Guðrún Jónsdóttir var oft hjá okkur í Laxnesi, stundum misserum saman. Ég man enn eftir ýmsum orðatiltækjum hennar, og kem þeim að í sögunni. Hún sagði til að mynda þetta: Ég kann bezt við mig í einhverju benvítis síli.“ Ég hef spurt orðabókamenn og þeir kannast ekki við þetta orðatiltæki. Það hefur ekki komizt á prent, svo ég viti, og ég hef engan heyrt nota það annan. En mér dettur ekki í hug að Guðrún Jónsdóttir hafi fundið það upp. Ég held að síli sé draslvinna eða vinnubjástur.“

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur (Jesse Byock).

Guðrún Jónsdóttir kom til Þórðar Jónssonar og Kristínar Vigfúsdóttur að Æsustöðum 1926 og hafði þá verið í Laxnesi. Hún átti kindur og hryssu, þegar hún var í fyrra skipti á Æsustöðum. Hún heyjaði þá Gunnubarð, sem svo var kallað, en nú er innan túns. Hún sló sjálf og batt. Hún hafði sérstakt skap og gott að vera í návist hennar. Hún var fædd í Hamrahlíð 26. desember 1854 og lézt á Æsustöðum 24. marz 1936. Hún var greftruð á Mosfelli. Hamrahlíð er ekki lengur í byggð, en er nú undir Blikastöðum. Andlit Guðrúnar og höfuðlag allt var af mynd að dæma stórskorið eins og landið.
Í upphafi ellefta kapítula sögunnar segir svo: „29unda júní sama vor og Mosfellskirkja var rifin mátti lesa eftirfarandi grein undir fyrirsögninni „Saga af dýru brauði“ í vikublaðinu Öldinni, og má gánga þar að henni ef einhver nennir að fara á bókasöfn og lesa gamlar blaðagreinar.“ Saga þessi fjallar um villu Gunnu stóru á Mosfellsheiði, þegar hún vitjaði pottbrauðs. Ungur piltur úr sveitinni tekur hana tali og spyr um villuna, rétt eins og blaðamaður eigi samtal við sérkennilega konu – en þó verðum við að hafa á þann fyrirvara, að hvorki frásögnin í Öldinni né lýsing Gunnu stóru í samtalinu eiga rætur í raunveruleikanum, og ekki heldur samtalið sjálft. Villur Guðrúnar í Innansveitarkroniku eru uppspuni. En svipaða sögu heyrði skáldið sunnan af Suðurnesjum. Þar var stúlka að villast hátt upp í viku í hrauninu á Reykjanesskaga. Hún hafði verið að vitja pottbrauðs í hveraholu. Gunnar Eyjólfsson leikari sagði skáldinu þessa sögu. Stúlkan sem villtist var að hann minnir amma leikarans eða ömmusystir. Þetta dæmi sýnir vel að skáld leita víða fanga. „Flest verður fróðum að kvæði,“ segir máltækið. Allt verður að söguefni, þótt ekki sé það sagnfræði í venjulegum skilningi.
„Ég var að hlusta á útvarpið um daginn,“ segir skáldið. Þar kom fram maður, sem spurður var frétta úr byggðarlagi sínu. Hann byrjaði frásögnina svona: „Vorið hefur verið gott fyrir sauðfé.“ Þessi maður kom mér í gott skap.“

Hrísbrú

Hrísbrú – kirkjan; fornleifauppgröftur.

Í Innansveitarkroniku miðast allt líf og öll tilvera við sauðfé. Þegar feðgarnir á Hrísbrú taka menn tali á hlaðinu og spyrja frétta, beinist talið alltaf að sauðfé, „því alt líf í landinu var einsog þann dag í dag miðað við sauðfé. Til dæmis þegar talað var um veður þá var það eitt sjónarmið ráðandi hversu það mætti henta sauðfé. Gott veður var það veður sem var gott fyrir sauðfé. Gott ár var það þegar óx gras handa sauðfé. Fallegt landslag á Íslandi þykir þar sem góð er beit handa sauðfé. Afkoma og sjónarmið manna í lífinu voru ákvörðuð af þessari skepnu. Hrísbrúíngar höfðu fréttir af sauðfé hvaðanæva af landinu og sögðu sögur af afkomu sauðfjár í Mosfellssveit. Þeir mundu nákvæmlega hvernig viðrað hafði fyrir sauðfé ár framaf ári þrjátíu ár aftur í tímann. Þessir menn fóru aldrei í utanyfir sig, en ullartreyur þeirra og peysur héldu vatni og vindi einsog reifið á íslenskri sauðkind.“

„Nú er sveitasagnfræðin komin í blöðin,“ segir Halldór Laxness enn í samtali okkar. „Bændur romsa upp einhverjum lifandi feiknum um harðærið í sveitunum með tilheyrandi útmálun á því hvernig veðrið var í fyrra og hitteðfyrra. Þetta eru oft einu greinarnar sem ég les í blöðunum. Steini á Valdastöðum var eftirlætisblaðamaður minn. Ég las einlægt fréttirnar hans í Morgunblaðinu tvisvar, stundum í þriðja sinn upphátt fyrir heimilisfólkið. Þrátt fyrir mörg mótdræg tíðindi í sveitum var hann eini fréttaritarinn í blöðunum sem sló ævinlega huggunarríka nótu. Þegar hann var búinn að lýsa þessum feiknarlegum óþurrkum sem gengið höfðu allt sumarið bætti hann alltaf við að það væri von manna að nú færi að breytast til batnaðar upp úr höfuðdeginum.“

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Fornleifarannsóknir í Mosfellsdal fylla upp í sjúkrasögu landsins. Rannsóknir á beinum sýna bæði krabbamein og berkla. Við bæinn Hrísbrústóð stafkirkja til forna og við hlið hennar heiðið brunakuml. Við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal fer fram mikill fornleifauppgröftur, en þar hafa fundist mannvistarleifar allt frá upphafi byggðar hér. Vísbendingar í Egilssögu urðu til þess að Jesse Byock, fornleifafræðingur og norrænufræðingur við Kaliforníuháskóla, fann þar eina af elstu kirkjum landsins, frá þjóðveldisöld. „Hérna var höfðingjasetur og kirkjan hefur sjálfsagt verið mikilfengleg, en hóllinn sem hún stóð á hefur lækkað mikið frá því á söguöld,“ segir hann.
Rétt við stafkirkjustæðið forna er smáhæð þar sem er að finna eina brunakumlið sem fundist hefur hér á landi. Þannig eru vísbendingar um byggð bæði í heiðni og kristni þarna á sama stað og jafnvel talið að nálægð greftrunarstaðanna gæti bent til að heiðni og kristni hafi þarna verið stunduð samhliða um einhvern tíma. Jesse Byock segir að ekki hafi áður fundist kirkja þar sem viðurinn hefur verið í jafngóðu ástandi og í stafkirkjunni við Hrísbrú.

Mosfell

Mosfellskirkja 1883.

„Kirkjan var yfirgefin og skilin eftir og hægt að sjá hvernig viðarhlutar hennar eru á sínum stað,“ segir hann og telur einna merkast að sjá svokallað grunntré kirkjunnar. Hann segir fundinn kenna okkur mikið um hvernig kirkjubyggingum var háttað fyrr á öldum, en byggingarlagið er í stíl við fornar stafkirkjur sem fundist hafa í Noregi.
Jesse segir sérstakt við þennan fornleifauppgröft hversu afmarkað tímabil sé verið að fást við. „Kirkjan var byggð og svo yfirgefin, en látin standa þegar sú nýja var tekin í notkun, þannig að tímabilið markast af 150 til 200 árum, frá upphafi tíundu aldar fram á elleftu öld.“ Hann segir tímamælingar á staðnum standast við rannsóknir á öskulögum sem sýni að kirkjan var byggð eftir árið 926.
Rannsóknir á beinum sem grafin hafa verið upp við kirkjustæðið hafa leitt í ljós sjúkdóma á borð við krabbamein og berkla.

„Hér fáum við miklar og góðar upplýsingar sem fylla í sjúkdómasögu þjóðarinnar,“ segir Jesse, en þarna kunna að vera fyrstu dæmin um berkla hér á landi. Hann segir rannsóknir á beinunum jafnframt leiða í ljós margvíslegar upplýsingar um mataræði og lifnaðarhætti fólks. Aðspurður taldi Jesse ekki miklar líkur á að meðal beinagrindanna sem grafnar hafa verið upp við Hrísbrú væru bein Egils Skallagrímssonar, en bein hans er sögð hafa verið grafin upp og flutt annað.
Björn Þráinn Þórðarson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar, segir að bæjarfélagið hafi mikinn áhuga á að nýta sér þessar merku fornminjar sem fundist hafa þarna í Mosfellsdal
með einhverjum hætti. Nefnir hann möguleika á að stofna fræðasetur þar sem fólki gæfist kostur á að kynna sér minjarnar og sögu landsins. Hann segir þessar hugmyndir tengjast áætlunum um menningarhús til minningar um Halldór Laxness. Björn telur stofnun minjaseturs mögulega í kringum fornleifauppgröft í Mosfellsdal, forn skipalægi í Leiruvogi og minningarsetur um ritun, ritstörf og menningu í dalnum allt frá tímum Egils Skallagrímssonar til daga nóbelsskáldsins frá Laxnesi.

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur.

Guðmundur Magnússon lýsti sjónarmiðum sínum um fornleifarannsóknirnar á Hrísbrú. „Ekki er víst að allir taki undir með fornleifafræðingunum sem grafið hafa upp leifar þúsund ára gamallar kirkju í Mosfellsdal og halda því fram að hún sé „einstaklega vel varðveitt“. Sannleikurinn er sá að það þarf bæði ímyndunarafl og þekkingu á fornri byggingararfleifð, sem ekki öllum er gefin, til að sjá fyrir sér kirkju þar sem nú er grjót og fátæklegar timburleifar. Það hjálpar þó að greinilega má sjá útlínur kirkjunnar í grunninum og þannig átta sig á flatarmáli hennar. Stoðholur veita ennfremur vísbendingar um byggingartækni.
En við Íslendingar erum líklega orðnir nægjusamir þegar fornleifafræði á í hlut. Við vitum að varðveisluskilyrði minja eru ekki góð hér á landi vegna veðurfars og jarðvegs. Við erum fyrir löngu hættir að bíða eftir því að upp úr jörðinni komi gersemar sem við getum flaggað í viðhafnarskápum í Þjóðminjasafninu. Líklega er hið eina sem þjóðin biður um og vonast eftir – þótt ekki fari það alltaf hátt eða sé opinberlega viðurkennt – að í moldinni sem fornleifafræðingarnir róta í með teskeiðum sínum leynist nýjar sannanir fyrir því að kappar og kvenskörungar fornbókmenntanna hafi verið af holdi og blóði; verið raunverulegar persónur. Óhætt er að segja að fæstir fornleifafræðingar hafi nú orðið sterka trú á víðtækri leiðsögn fornritanna við rannsóknir á leifum frá fyrri öldum. Aftur á móti eru þeir nógu þjóðhollir – eða bara skynsamir – til að nefna persónur fornsagnanna til sögu þegar þeir rekja rannsóknir sínar fyrir almenningi og fjölmiðlum. Þannig hafa skáldið Egill Skallagrímsson og Grímur Svertingsson komist í sviðsljósið nú þegar fundist hafa leifar kirkju frá frumkristni við merkilegar rannsóknir að Hrísbrú í Mosfellsdal. Þeir kappar eru ekki nefndir til sögu vegna þess að eitthvað nýtt sé um þá að segja á grundvelli fornleifanna heldur er hér á ferðinni meinlaus og oft bráðskemmtileg undirgrein almannatengsla, iðju sem margir þekkja frá stjórnmálaflokkum og stórfyrirtækjum.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Fyrir fræðimenn eru upplýsingar um byggingarform fornra mannvirkja, sjúkdóma, mataræði og hæð fólks, sem bein hafa fundist af, eða vísbendingar um lifnaðarhætti sem lesnar verða úr jarðvegi og dýraleifum, nægileg réttlæting og hvati rannsókna. Þeim verður iðulega heitt í hamsi og komast í uppnám út af leifum og gripum sem almenningur getur ekki lesið glóru í eða tengt frásögnum á fornum bókum. Fræðimönnum finnast nafnlausar minjar ekkert síður merkilegar en hinar sem hefðin og þjóðtrúin setur nafnspjöld á. Þetta gap á milli fræðimanna og almennings er eðlilegt og óhjákvæmilegt og þekkist í einni eða annarri mynd í öllum vísindum. Fornleifafræðingar, sem unnið hafa við rannsóknir á Íslandi, eiga hrós skilið fyrir að hafa mörgum öðrum fræðimönnum okkar fremur lagt sig í framkróka um að miðla rannsóknum sínum, hugmyndum og kenningum til almennings. Það hafa þeir einkum gert á vettvangi fornleifauppgrafta með leiðsögn, fyrirlestrum og upplýsingaskiltum. Þeir hafa líka notað netið til að koma efni til almennings svo að til fyrirmyndar er.
Við Íslendingar getum verið harla glaðir þótt okkur takist ekki nema að litlu leyti að tengja fornleifar og fornbókmenntir okkar. Við þurfum í rauninni hvorki að leita né finna hetjur og kappa sagnanna í moldinni og getum einbeitt okkur að hversdagslegri minjum sem ekki eru síður mikilvægar til skilnings á sögu genginna kynslóða. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt gaman væri að finna höfuðkúpu Egils Skallagrímssonar í kirkjugarðinum að Mosfelli eða Hrísbrú eru margfalt meiri verðmæti falin í „Höfuðlausn“ hans í Egils sögu. Við þurfum ekki að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið.“

Samkvæmt Egilssögu ætlaði öldungurinn sagnaþulni að dreifa silfursjóð sínum (sem hann mun hafa fengið að launum frá Aðalsteini konungi fyrir yrkingar sínar) yfir þingheim á Alþingi að Þingvöllum sumarið 990, en ákvað þess í stað, eftir fortölur, að fela hann nálægt Mosfelli. „Egill tók sótt eftir um haustið, þá er hann leiddi til bana“.

Heimild m.a.:
-http://66.249.93.104/search?-http://66.249.93.104/search?
-www.gljufrasteinn.is/
-Mbl. 5. apríl 2004.
-Árni Helgason – Mbl.
-Mosfellingur.
-Egilssaga – höfundur ókunnur.

Mosfell

Mosfellskirkja.

Segja má að Reykjanesskaginn endurspegli önnur náttúru- og minjasvæði landsins. Líkt og þéttbýlisíbúarnir á höfðuborgarsvæðinu fara langar leiðir til að skoða sögulega staði og furðusmíð jarðmyndunarinnar, áhrif rofafla og litaafbrigði væri ekki óraunhæft að ætla að aðrir íbúar landsins kæmu á Skagann til að skoða stórkostleika hans.

Húshólmi er dæmi um einstakan sögulegan minjastaðEn svo er ekki. Í huga landsbyggðabúans hefur höfðuborgarsvæðið neikvæða ímynd og þar með svæðið í heild. Og vegna þess að allt of margur höfuðborgaríbúinn vill heldur leita langt fyrir skammt verður nýting hinna nærtæku verðmæta minni en ætla mætti.
Mikilvægt er að ferðamálastjórnvöld hugi alvarlega að markvissri stefnugerð í nýtingu einstakra svæða landsins sem og þess sem heildar, þ.e. geri heilstæða tímasetta áætlun sem felur í sér a) greiðara aðgengi, b) takmarkanir, c) merkingar, d) uppbyggingu, e) varðveislu, f) endurgerð og g) gjaldtöku.

Stekkjarkot

FERLIRsfélagar í heimsókn í Stekkjarkoti.

 

 

Keldnasel
Í Jarðabókinni 1703 er Keldur sagðar hafa selstöðu við Sólheimatjarnir. Sólheimatjörn, sem nú heitir svo, er ofan við Geitháls. Af umhverfinu að dæma er ekki ólíklegt að tjarnirnar hafi stundum verið fleiri en ein, einkum eftir miklar rigningar eða snjóalög.
TóftJarðabókin segir jafnframt frá því að Gufunes, kirkjustaður (annexia með Mosfelli), „item [sé] kirkjunni eignuð mánaðarbeit fyrir kvikfjenað allan heimabóndans, þar sem heita Sólheimatjarnir og nú er kallað Keldnasel, fyrir þá orsök að bóndinn á Gufunesi skal hafa fyrir mörgum árum ljeð ábúandanum á Keldum þetta ítak til selstöðu“. Annars hefur „selstaða [frá Gufunesi] til forna verið brúkuð í Stardal, þar sem nú stendur býli það, er Stardalur kallast, eftir sögu þeirra manna, er að undirrjettingu foreldra sinna vita til yfir hundrað ár:“
Í fornleifaskráningu Fornleifastofnunar Íslands árið 2003 um þetta svæði vegna virkjunar á Hellisheiði (línulagningar) segir m.a. um hugsanlegar minjar við Sólheimakot:
“Skammt suður af Fífikrók er Sólheimakot, hjáleiga frá Miðdal, sést þar vel fyrir veggjum,” segir í örnefnaskrá. Sólheimakot er rúma 700 m NV af Elliðakoti og beint sunnan undir Sogslínu 2. Þar stendur nú rautt timburhús sem Hundaræktarfélag Íslands er með á leigu. Það er á einni hæð. Húsið stendur á sléttu malarplani á hæð. Framaf því er brekka mót suðri og þar fyrir neðan mýri. Upp eða norður af húsinu er melur.
Brekkan framaf húsinu er gróðurrýr og þar er skammt niður á mel og víða rof. Þar hefur verið plantað trjám. Engar minjar eru sjáanlega eftir kotið og heldur ekkert Fjárhústófttúnstæði. Það virðist mjög hæpið að nokkrar mannvistaleifar sé ofan/norðan við húsið þar sem nýja æðin á að liggja.“
Framangreint rautt timburhús stendur utan í hæð u.þ.b. 1 km suðaustan Sólheimatjarnar. Norðaustan við tjörnina, rétt ofan við hana, undir gróinni brekku, stóð hús, sem nú er horfið, en var nefnt Sólheimar.
Í lýsingunni er gata nefnd til sögunnar. Þá segir að: „270 metra A af götunni og 85 metra N við Búrfellslínu 2 er mjög óljós tóft. Í lyngivöxnum hvammi móti SV. Alls er tóftin 9×4 m að stærð og snýr NA-SV. Suðvesturhlutinn er mjög ógreinilegur, vart nema þúst. Í NA enda vottar hins vegar fyrir hólfi, um 4×2 m NA-SV. Tóftin er algróin og hvergi sjást veggjaskil nema nyrst og eru grjóthleðslur hvergi sjáanlegar. Veggjahæð mest 0,2 m.“
Við skoðun á svæðinu, einkum vegna framkominna upplýsinga um forna selstöðu við „Sólheimatjarnir“, komu m.a. í ljós gróin tóft vestur undir lágu melholti, í skjóli fyrir austanáttinni, skammt austan tjarnarinnar. Tóftin er ferhyrnd, ca. 2×3 m að innanmáli. Dyr vísa til vesturs, að tjörninni. Gróið er milli hennar og tóftarinnar. Augnlækur rennur úr tjörninni skammt sunnan við tóftina.
Norðan við tóftina, efst undir gróinni hlíð, er ílöng tóft, gæti hafa verið stekkur. Vestan við tjörnina, skammt frá Lynghól, er allstór og -löng tóft á lágum klapparhól. Þarna hefur að öllum líkindum verið beitarhús. Heytóft er vestan við rústina, fast við hana. Vel hefur blásið um húsið þarna á hólnum. Norðaustan við hólinn mótar fyrir uppþornuðu, nokkuð stóru, vatnsstæði.

Tóftir Keldnasels

Lítið er hægt að fullyrða um minjar eftir selstöðu við Sólheimatjörnina því líklegt má telja að svæðið hafi breyst talsvert eftir að föst búseta var tekin þar upp, bæði varðandi ræktun, sléttun o.fl., auk þess sem mýrin norðan og sunnan við tjörnina hefur verið ræst fram. Enn má þó sjá móta fyrir gamalli götu norðan við tjörnina er liggur síðan áfram til suðausturs (getið hér að framan), en ofan hennar er nýrri vegur, sem væntanlega hefur legið heim að Sólheimum.
Rústin fjær, norðaustan við tjörnina, er nokkuð stór og áberandi í landslaginu. Hún er u.þ.b. 1 km norðaustan við Sólheimakot. Enn önnur rúst er á grónum hól norðvestan hennar. En þarna er alllangt í Sólheimatjörnina.
Ábending hafði komið um að Keldnasel væri í gróinni kvos suðaustan við Langavatn, heldur nær því vatni en Sólheimatjörn. Þar er gróin tvískipt tóft, orðin nær jarðlæg. Tvö hús eru í tóftinni og snúa dyr til vesturs, mót Langavatni. Ekki var stekk að sjá nálægt tóftinni, en norðaustan hennar er klapparholt. Miklir grasgróningar eru allt í kring. Slóði liggur svo til alveg við tóftina, en hann er greinilega eftir þá sem lögðu loftlínuna, sem liggur þarna rétt hjá. Tilraun til skógræktar hefur verið gerð austan við selskvosina.
Í örnefnalýsingu fyrir Miðdal segir m.a.: “Suður af austurenda Langavatns er Keldnaselshæð. Vestanundir háhæðinni er Keldnasel, sést vel móta fyrir selstóftum. Milli Höfðans og Keldnaselshæðar eru valllendislágar er Keldnaselslágar heita.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.Heimild m.a.:
-Jarðabókin 1703.
-Fornleifakönnun á Hellisheiði vegna virkjunar Birna Lárusdóttir og Sædís Gunnarsdóttir – 2003.
-Örnefnaskrá fyrir Miðdal.

Keldnasel

Keldnasel.

Hallshellir

Ætlunin var að skoða nokkra hella á og við Þingvelli, s.s. Hellishæðarhelli, Þingvallahelli gamla, Þingvallahelli nýja, Klukkustígshólshelli, Hallshelli/Skógarkotshelli og Gjábakkahelli.
Göngusvæði ÞingvallahellannaHellarnir eru í Gjábakkahrauni eða Þingvallahrauni, allt eftir hvaða nafngift menn velja. Goðahraun (Eldborgarhraun) er þó stundum notað sem samheiti yfir þetta mikla dyngjuhraun sem á upptök á langri gossprungu milli Hrafnabjarga og Kálfstinda austan Þingvallasveitar. Stærsti gígurinn, um miðbik sprungunnar, nefnist Eldborgir.
Einhverju sinni var fjallað í MBL-grein um hellana á Lyngdalsheiði, en þar er Gjábakkahellir meðal annarra: Þar sagði t.a.m.: „Í Lyngdalsheiði eru nokkrir afar merkilegir hellar sem vert er að kíkja á og fara ofan í sé gát höfð á. Vilmundur Kristjánsson fór í skoðunarferð og segir að meðal nauðsynja í slíka ferð séu hjálmar, ljós, hlýr fatnaður, reipi eða stigi og félagar.
Upphaflegi vegurinn um Lyngdalsheiði var lagður fyrir komu Friðriks VIII Danakóngs sumarið 1907 og þess vegna í eina tíð kallaður Kóngsvegur. Þó hann sé í dag kallaður Lyngdalsvegur eða Lyngdalsheiðarvegur þá er það rangnefni. Hann liggur nefnilega fyrir norðan Lyngdalsheiði, um Gjábakkahraun og um Reyðarhraun.
Sé farið frá Þingvöllum frá eyðibýlinu Gjábakka um Gjábakkahraun og til Laugarvatns kemst maður ekki hjá því að rekast á nokkra hella. Aðeins þarf að hafa augun hjá sér. Á þessari leið er urmull hella og gjótna.
Ég hef oft farið þessa leið og kíkt á hellana og umhverfið með myndavél í farteskinu enda félagi í Ljósálfum sem er félag áhugamanna um ljósmyndun. Þessi leið er í uppáhaldi hjá mér en hellar hafa alltaf vakið einhverja undarlega kennd hjá mér, sennilega arfur frá forfeðrum okkar; víkingunum sem lögðu á sig að kanna ókunna stigu.
Gjábakkahellir liggur undir veginn um 2 km frá Gjábakka. Hann er opinn í báða enda og er neðri endinn merktur með vörðu. Efri hellismunninn er fyrir ofan Lambhelli. Hann er mikið hruninn og ógreiðfær en bót í máli að auðvelt er að komast niður í hann. Þar er nokkuð um sepa, totur, spena, storkuborð og ýmsar hraunmyndanir. Á einum stað skiptist hellirinn í tvennt og á öðrum er hann á tveim hæðum. Gjábakkahellir er í heildina um 364 metrar á lengd. Hellirinn hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Hann hefur verið þekktur Í gamla Þingvallahellilengi. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skoðaði hann árið 1919. Til er þjóðsaga þar sem segir að stúlka frá Gjábakka hafi farið í hellinn og aldrei komið út aftur eða þá að hún hafi komið upp úti á Reykjanesi og þá hafi skór hennar verið fullir af gullsandi. Þjóðsagan skýrir nafngiftina Stelpuhellir, auk þess gæti stelpan hafa heitið Helga.
Tvíbotni er sá glæsilegasti í Gjábakkahrauni. Hann er 310 metra langur og tiltölulega lítið snortinn. Hann fannst 1985. Erfitt er að rata á hann en hann er nokkrum hundruð metrum ofar en Gjábakkahellir og í sömu hraunrás. Nafnið er tilkomið vegna þess að hann er á tveim hæðum en einnig að velja má um tvær leiðir er niður er komið. Um tvær mannhæðir eru niður í hann svo stiga eða reipi þarf til. Mikið er í honum af ósnortnum spenum en einnig nokkrir dropasteinar. Í honum þarf sérstaka aðgát, bæði til að stíga ekki sumstaðar niður úr veiku gólfinu en einnig vegna sérlegra viðkvæmra hraunmyndana.“

Tvíbotni er í sömu hraunrás og Gjábakkahellir. Hann er um 310 metra langur, fallegur og lítið hruninn. Tvíbotni fannst 1985. Hellirinn hefur tvo botna, þ.e. hann er á tveimur hæðum og opnast í miklu niðurfalli. Um fleiri en eina leið er að velja með mismunandi útkomum. Innst í norðurgöngunum er hellirinn stór um sig. Meira en 10 metra Opið á gamla Þingvallahellilofthæð er þar jafn langt á milli veggja.
Norðaustan Þingvallavatns eru nokkrir skútar og fjárskjól. Byrjað var á því að leita að Hallshelli eða Skógarkotshelli. Um er að ræða lítinn helli með merkilegum hraunmyndunum, en hellirinn er nefndur eftir enska rithöfundnum Hall Caine. Það var hins vegar smali frá Skógarkoti, sem fann hellinn suðvestan í Hellishól. Hellirinn er í litlum hól skammt vestan við Veiðigötuna þar sem fyrst sést heim að Skógarkoti er gengið er upp frá vatninu. Á hólnum er vörðubrot; Hellisvarða. Opið er undir vörðunni. Um er að ræða fremur lítið gat mót suðri, brekku innan við það og hraunbólu neðra. Hellirinn er sérstakur fyrir súlumyndun og þrönga ganga eða rásir, sem enn hafa ekki verið fullkannaðar. Venjulega grær fyrir opið þegar líða tekur á sumarið. Að þessu sinni bauð það FERLIRsfélaga velkomna, en vegna moldar við innganginn var innganga ekki fýsileg að þessu sinni. Látið var nægja að staðsetja hellinn með það að markmiði að gaumgæfa hann síðar.
Þá var stefnan tekin á Þingvallahelli ofan (norðan) við Böðvarshól. Hóllinn er sagður hafa verið nefndur eftir manni er ætlaði að byggja sér bæ undir honum. Sjá má móta fyrir fjárhústóft sunnan við hólinn, en hún mun vera nýrri en sagan getur um. Það Þorleifur Ólafsson í Vatnskoti sem hlóð fjárhúsið, en það var aldrei notuð.
Erfitt er að ganga að fjárskjólunum í Þingvallahrauni vísum, þrátt fyrir skilmerkileg svæðiskort. Bæði hindrar trjágróður aðgengið og merkingar eru engar. Glöggir leita þó að grasi og að því búnu væntanlegu skjóli. Þingvallahellirinn eldri er ágætt dæmi um framangreint. Hann er í klapparhrygg, sem bogadregin hraunrás hefur náð að Opið á nýja Þingvallahellimynda. Fyrst var komið að álitlegum götum, en þegar betur var að gáð sáust hleðsla og gat í hryggnum mót vestri. Þegar inn var komið kom í ljós fjárskjól fyrir a.m.k. 80 fjár. Hvergi er hægt að standa mannuppréttur í hellinum, en féð hefur haft þarna ágætt afdrep. Bæði eru vænlegar rásir til norðurs og suðurs. Úr þeim báður liggja þröngar rásir áfram, en hlaðið hefur verið þær fyrrum þótt grjótið hafi nú falið um sjálft sig. Innan við munnann má enn sjá móta fyrir garði. Talsverð mold er í gólfi hellisins. Hellirinn var notaður sem fjárskjól til ársins 1920.
Þá var gengið til norðnorðvesturs að Þingvallahelli nýja. Þessir hellir fannst er lamb hvar niður um hraunhól. Þegar farið var skyggnast um eftir því kom í ljós hin myndarlegasta hraunbóla. Gert var gat á hana mót suðri og hlaðið framanvert við það og síðan notað sem fjárskjól. Tiltölulega auðvelt er að finna opið að vori til. Gengið var norðvestur yfir Litlugjá (sem reyndar eru a.m.k. þrjár). Gamlar vörður eru með vesturbrún hennar. Líklegt má telja að gata hafi legið upp með hanni, en einnig eru dæmi um vörður á brúm yfir gjána. Litlu-Gjárhóll er ofar og enn ofar Hábrúnarklettur. Nyrðri- og Syðri Klukkuhóll eru norðvestar, en beint í suður, milli hans og Jónslundar, er nýi Þingvallahellir. Helsta einkennið í kringum opið er grasblettur án trjágróðurs mót suðri. Hleðsla er framan við opið. Hlaðið hefur verið innan og undir opið til að bæta aðgengið. Þegar inn var komið kom í ljós hið rúmbesta fAðkoman að Klukkuhólshellijárskjól. Mold var í gólfi, líkt og í öðrum fjárskjólum. Þessi fjárhellir hefur rúmar a.m.k. 80-100 fjár. Það hefur verið nýtt frá Skógarkoti líkt og gamli Þingvallahellir. Umgjörð og gróður benda til þess að þeir hafi verið nýttir á svipuðum tíma. Þó er öllu sennilegra að sá síðarnefndi hafi verið notaður lengur. Innan við opið mátti sjá viðarleifar og jafnvel rammapart af dyraumgjörð. Bárujárnsbútur er inni í hellinum. Gæti hann hafa verið notaður sem „lok“ eða hurð fyrir opið, sem bendir til þess að hellirinn hafi verið notaður langt fram á síðustu öld.
Þá var stefnan tekin á Klukkustígshólshelli ofan Hrafnagjár (Klukkustígs). Um er að ræða „klukkulaga“ hól norðaustan við stíginn (hina fornu leið) um Hrafnabjargarháls. Klukkustígshóll er nú austan Gjábakkavegar þar sem Klukkustígur liggur niður í gjána og áfram til vesturs, áleiðis að Nyrðri- og Syðri Klukkuhól. Nafngiftirnar virðast villandi á prenti, en á staðnum eru þær vel skiljanlegar. Hábrún og Hábrúnarklettur, beint norðan Litlugjár, eru á millum.
Þegar Klukkustígshólshellir var skoðaður kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Lítið sem ekkert hefur verið skrifað um þennan stað. Ástæðan er líklegast sú að menn hafa ruglast á honum og Hellishæðafjárhellinum, sem getið verður um hér á eftir, enda svipuð aðkoma að báðum. Þegar komið er upp á Klukkustígshól má sjá grasi gróið svæði við hÍ Klukkuhólshelliann austanverðan. Um svæðið er greinilega hlaðinn garður eða gerði, nú gróið. Gangur er hlaðinn að opi á hæðinni; tvískiptri hraunbólu. Að sunnanverðu er fjárhús í orðsins fyllstu merkingu. Hleðslur eru beggja vegna inngangs, þ.e. tvær stíur beggja vegna garðs. Mold er á gólfi, en ekki nægileg til að þekja hleðslurnar. Timburleifar má sjá á gólfi. Þegar litið er upp má og sjá að gert hefur verið loftgat á hellisloftið. Þessi hluti „fjárhússins“ er vel yfir mannhæða hátt. Að norðanverður er einnig hluti fjárhússins, en lægra til lofts og minna í sniðum. Ekki er að sjá hleðslur í þeim hluta. Þarna gætu hafa verið geymdir hrútar, enda „kynjavirðingarstaðan“ önnur fyrrum.
Fjárskjólið við Klukkustígshól hefur væntanlega verið frá Gjábakka. Fjárskjólið við Hellishæð hefur að sama skapi verið frá Skógarkoti, líkt og Þingvallahellarnir, og fjárskjólið sunnan við Gaphæð hefur verið frá  Hrauntúni. Þá er líka allt upp talið á hraunssvæðinu.
Skammt norðaustan við gerðið er ferköntuð hleðsla, nokkuð djúp. Þarna virðist vera um brunn að ræða, en gæti einnig hafa verið kolagröf, líkt og sjá má í Gaphæð austan við Hrauntún (fjallað verður nánað um það svæði síðar, en þar er m.a. Hrauntúnsfjárhellir, hin merkilegasta minj. Gengið er niður í kolagröfina að sunnanverðu. Líklegt má telja að mannvirkin við Klukkuhól hafi verið nýtt langt fram eftir 19. öld, eða jafn lengi og Skógarkot og Hrauntún voru í byggð.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1928 og gengu þau í gildi tveimur árum síðar. Þrjú býli voru þá í byggð á svæðinu Hrauntún, Skógarkot og Vatnskot. Búskapur lagðist strax af á tveimur þeirra fyrrnefndu en Öndunarop á Klukkuhólshellilengur var búið í Vatnskoti. Í dag má við Hrauntún bæði túnið og bæjarrústir. Fyrrum var þar mikið líf, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er lifndinn horfinn, en túnið og rústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Milli Hrauntúns og Skógarkots lá gata. Sunnarlega í Hrauntúnstúninu er skarð í túngarðinn þaðan sem hún liggur að Skógarkoti. Í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé. Nokkru áður en komið er að Skógarkoti er farið við yfir veginn, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut vekur til umhugsunar þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa orðið á landinu á 20. öldinni.
Skógarkot er nú minjasafn þess sem var; leifar af dæmigerðu örreiðiskoti frá fyrri tíð. Nágrenni þes, s.s. fjárskjólin, eru nú hluti af þeirri birtingarmynd. Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir
neðan túnið í Skógarkoti. Sagan segir jafnan að „um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og kKolagröf við Klukkuhólshellionungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Þá gleymast jafnan allir þeir jafnmerkilegu er lögðu hana að fótum sér, bæði í sama tilgangi og öðrum. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Gaman er að rifja upp frásögnina af komu Kristjáns. Það var mikið um að vera við Almannagjá 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum. Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi honum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að fylgja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.
Framangreint var rifjað upp á Klukkustígshól, ekki síst vegna þess að frá hólnum er hið ágætasta útsýni yfir allt vestanvert sögusviðið.
Vestan við Klukkustígshól, vestan við Hrafnagjá, er Sigurðarsel. Gróið er í kringum selið og trjágróðurinn hefur tekið þar yfirhöndina. Líklega er hér um einu og sömu selstöðuna að ræða og tengja má mannvistarleifum í VellankatlaKlukkustígshól, þ.e. fjárvörsluna og kolagerð, sem þar um ræðir. Í Sigurðarseli, sem er norðvestan frá Selstígnum undir Hrafnagjá, eru fornar tóftir.
Þá var stefnan tekin á Hellishæðarfjárhelli. Hann er um 2 km suðaustan við Hrauntún, en ekki nema u.þ.b. 500 metrum norðan við Gjábakkaveg. Við hann er gróin þúfa að sjá að efstu brún frá þjóðveginum. Þar eru fyrirhleðslur, hlaðnar tröppur niður og hið myndarlegasta fjárskjól innan. Þegar komið er að Hellishæðarfjárhelli og umfjöllun um hann borin saman við Klukkustígshólsfjárskjólið mætti ætla að á stundum hafi einhverju slegið þar saman. Hellishæðafjárskjólið er bæði merkilegt og mikið, enda ber umhverfið þess merki að þarna hafi fjöldi fjár (um 60 talsins) haft gott skjól um langan tíma, en Klukkuhólsfjárskjólið, sem lítill gaumur hefur verið gefinn, er engu minna merkilegra.
Fjárhellirinn í Gapa, á þjóðgarðsmörkunum að austanverðu, verulega austan Hrauntúns, en skammt vestan Gaphæðagjár, svo og Hraunstúnsfjárhellirinn skammt sunnar, bíða enn skoðunnar. Stefnt er að ferð í þá í næsta góðviðri. Við Gapa eru minjar um kolagröf.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi. Björn Hróarsson. Mál og Menning. 1991.
-Íslenskir hellar. Björn Hróarsson. 2006.
-Örnefni í Þingvallahrauni.

Hallshellir

Bringur

Bringur voru efsti bær í Mosfellsdal. Þekktastar eru þær fyrir mannskaðann á Mosfellsheiði í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu. Enn má sjá miklar mannvistarleifar í Bringum, á stórbrotnum stað.

Helgusel

Helgusel – Helgufoss ofar.

Seljarústir eru (skv. heimildum) neðan við Bringur, undir Grímarsfelli, á bökkum Köldukvíslar (Helgusel), en þar er sérstaklega sumarfagurt (Helgufoss), undir Illaklifi sunnan Leirvogsvatns (Mosfellssel) og á austurjaðri Seljabrekku undir Langahrygg norðan Leirvogsvatns (Jónssel). Auk þess hafa borist fregnir af óþekktum seljatóftum við Geldingatjörn. Seljabrekka mun „sprottin“ upp úr Jónsseli. Sumir segja tóftirnar við Geldingatjörn hafa verið Jónssel, en aðrir að sjá megi greinilegar tóftir þess við Jónsselslæk. Gengið var um svonefndan Bringnaveg áleiðis að Geldingatjörn.

Bringur

Útihús í Bringum.

Á 3. áratugi síðustu aldar knúðu bændur í Mosfellshreppi á um að sveitarfélagið eignaðist Mosfellsheiðarlandið. Var hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hreppsfélagið. Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr landi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn.
Við túnjaðarinn í Bringum er upplýsingaskilti. Á því stendur:
“Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn var stundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu.

Bringur

Bringur 1968.

Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hann hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Hann segir svo frá í endurminningabókinni “Í túninu heima”:

Bringur

Bringur – bærinn.

Bringnakotið stóð hátt á bersvæði, berskjaldað fyrir vindum. Kálgarðurinn var steingerði utanum ekki neitt; hann hafði ekki einusinni verið stúnginn upp þegar við komum þangað í miðjum sólmánuði, en lá útafyrir sig, án tengsla við kotið. Smáfuglar bjuggu milli steina í garðhleðslunni, dilluðu stéli og súngu ákaft og fagurlega fyrir aungvu káli. Að því ég best vissi voru þá ekki kýr á bænum. Hér var enn eitt moldargólfið. Við sátum þarna óratíma og baðstofan fylltist af móreyk; kannski vorum við að bíða eftir kaffi? Ég er búinn að gleyma því; auk þess var ég of úngur til að drekka kaffi.”
Halldór og móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins…

Bringur

Bringur – bærinn; loftmynd 1954.

Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðasti ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu.”
Meðfylgjandi er mynd, sem tekin var í hlaðvarpanum í Bringum kringum 1925. Á henni má m.a. sjá Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum (18981-1980) – (sjá fyrstu myndina hér meðfylgandi).
Leið lá um Bringur þar sem heita Lestarófur, sléttar flesjur upp með Köldukvísl. Þær heita svo vegna þess að þar sást síðast til ferðamanna, er þeir fóru austur um Mosfellsheiði. Síðan lá leiðin fyrir norðan Geldingatjörn um Illaklif, sem er suðaustan við Leirvogsvatn og hjá Þrívörðum í Vilborgarkeldu, en Vilborgarkelda er austast á Mofellsheiði ekki langt frá þar sem nýi vegurinn sveigir í norðaustur.

Bringur

Tóft í Bringum.

Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar um Bringur segir m.a.: „Bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani. Vestri-Melhryggur er vestan beggja hvammanna. Norðvestur af honum er varða, Markavarða, er skilur lönd Laxness og Bringna. Stendur hún á litlu holti, en beggja megin þess eru mýrarteygingar, er kallast Lestarófur. Nefnast þær svo sökum þess, að þar áðu ferðamenn hestum sínum fyrrum. Upp á brún hvammanna er Fjárhúsmýri, sem nú er orðin að túni. Norðvestur af bænum er lág hæð, er nefnist Enni (flt.). Sunnanvert við þau er Ennamýri, sem er flöt og lágþýfð. Milli Enna og Bæjarholts er Sundið, mýrarsund. Norður af Sundinu er klettur drangalagaður, er nefnist Gægir. Norður af honum er mýrarslakki, Gægismýri. Úr henni rennur Gægismýrarlækur. Norðan mýrarinnar og læksins er Jónsselshæð. Norðan Bæjarholts og austan Gægismýrar er Norðurmýri. Norðvestan Norðurmýrar er mýrarlægð víðáttumikil, sem kallast Jónssel, og er syðsti hluti þess í Bringnalandi. Austur af Norðurmýri er Geldingatjarnarholt, en austan við það er Geldingatjörn. Norðan hennar er lág hæð, Blásteinsbringur, er ná vestur að Jónsseli. Aðeins lítill hluti þeirra eru í Bringnalandi, því að landamerkin eru yfir miðja Geldingatjörn.

Helgusteinn

Helgusteinn – Hrafnaklettur.

Suðvestur úr henni rennur Geldingatjarnarlækur í Köldukvísl spölkorn fyrir austan Bringur. Sunnan við tjörnina beggja megin lækjar er flöt mýri, Geldingatjarnarmýri. Uppi á heiðinni er vestanvert við gamla veginn hóll, er nefnist Rauðkuhóll. Hafði rauð hryssa verið dysjuð þar. Talsverðan spöl sunnar á heiðinni eru Borgarhólar, og eru landamörk milli Bringna og Árnessýslu um hinn austasta og hæsta þeirra. Vestur af hólum þessum eru Borgarhólamelar, og liggur gamli Þingvallavegurinn yfir þá. Ég hefi dvalið 16 ár að Bringum,og mun enginn núlifandi betur vita.“
Ágúst Ólafur Georgsson kom með svohljóðandi ábendingar við örnefnaskrána: „Klettur sá, sem er neðan við Helgufoss í Köldukvís, á móts við Bringur, sem oft er kallaður Helguklettur (m.a. af Magnúsi Grímssyni), segir Halldór Laxness alltaf hafa verið kallaðan Hrafnaklett af Bringufólkinu. Í Hrafnakletti var álfabyggð. Sagt var, að þar byggi huldukona. Kveðst Halldór hafa þetta eftir Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum. Jórunn ku hafa haft einhver samskipti við huldukonu, sem þar bjó, snemma á þessari öld [síðustu öld]. Kveðst HKL hafa heyrt þetta, er hann var krakki, en annars ekki lagt sig neitt eftir slíku, er „óinteressant“ að hans mati.“
Helgusel er niður undan Bringum, á bökkum Köldukvíslar, er rennur með Grímarsfelli. Tilgátur eru um það að örnefnið hafi breyst úr heilagt sel (var frá Mosfelli, kirkjustaðnum) í Helgusel. Gengið var að selinu að norðanverðu. Þá er komið beint niður að Hrafnakletti. Milli hans og hlíðarinnar eru líklegar rústir, þrjár að tölu, hlið við hlið. Sú vestasta er lengst og virðast langveggir vera sveigðir. Austari tóftirnar eru greinilegri, en minni. Allar eru tóftir þessar orðnar nánast jarðlægar, en þó má sjá marka fyrir grjóti í veggjum.

Tóftir Helgusels, sem eru skammt austar, eru vel greinilegar, einkum fjárborg eða rétt framan við selið. Norðaustur undir Helguhól (Hrafnakletti) sést móta fyrir hlaðinni kví. Austan hennar eru þrjár tóftir. Sú nyrsta er lengst og stærst. Efst í henni er þvergarður er bendir við fyrstu sýn til þess að þarna hafi verið stekkur.

Helgufoss

Helgufoss.

Við Helgusel er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: „Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
Gömul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: „Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum.“
Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan. Aðrir hafa hafnað þessum nafnaskýringum og telja að Helgusel merki upphaflega hið helga sel. Er sú kenning studd þeim rökum að selið hafi verið í eigu Mosfelsstaðar“.
Þá eru tvær myndir á skiltinu. Annars vegar af brúðhjónum. Þar segir: „Svæðið hér í grennd við Helgusel og Helgufoss er kjörið útivistarsvæði. Þau Helga Rós V. Hannam og Ragnar Bragason teyguðu að sér hið frjálsa fjallaloft um leið og þau voru gefin saman í hjónaband við Helgufoss þann 26. júlí 1997“. Hins vegar er teikning af fossinum. Undir henni stendur: „Helgufoss í Köldukvísl. teikningin er gerð af erlendum ferðamanni sem hér var á ferð seint á 18. öld:“
Í Helguseli eru þrjú hús og stekkur aftan við þau. Eitt rýmið er stærst (íverustaður, en hliðarrýmin eru minni (eldhús og búr).
Sögn tengd Helgu Bárðardóttur er til í örnefnum við Keldur. Þar segir að „á hábungunni vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðadóttir Snæfellsáss og sótt í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi“.
Hraðablettur er ofan og neðan við Helgufoss og Suðurmýrar þar ofan við. Hraðastaðir hafa verið eignarland allt frá landnámi. Jörðin er sérstök og afmörkuð eign og voru landamerki hennar skráð í tilefni landamerkjalaga nr. 5/1882, sbr. landamerkjalýsingar Hraðastaða 1890 (skrá Óbn).

Mosfellssel

Stekkur í Mosfellsseli.

Allar eignarheimildir, þ.á m. fjöldi lögskipta fyrr og síðar, styðja að Hraðastaðir séu og hafi alltaf verið eignarland. Nægir þar að nefna að öll skilyrði eignarhefðar eru fyrir hendi og enginn vafi leikur á því að um eign er að ræða í skilningi eignarréttarákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994. Kröfulína fjármálaráðherra nær inn á austanverða jörðina og er ástæðan fyrir því sú að ráðherra leggur landamerkjabréf Stóra-Mosfells frá 1882 (skrá Óbn) til grundvallar kröfum sínum en landamerkjabréf Hraðastaða frá 1890 er ekki samhljóða eldra landamerkjabréfi fyrir Stóra-Mosfell frá 1882.

Allt land innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar er samkvæmt Landnámu í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Þórður skeggi hefur verið kallaður landnámsmaður Mosfellinga. Samkvæmt Landnámu bjó hann á Skeggjastöðum og nam hann land að ráði Ingólfs og náði það á milli Leirvogsár og Úlfarsár sem er ekki fjarri núverandi sveitarfélagsmörkum Mosfellsbæjar. Mosfellsdalur og Mosfellsheiði að hluta voru innan landnáms Þórðar skeggja.
Fljótlega eftir að land byggðist kom hreppaskipanin til sögunnar á Íslandi. Þá hefur Mosfellshreppur orðið til en hann náði niður að Elliðaám allt fram á 20. öld. Hreppurinn lá að Kjalarneshreppi í norðri, Þingvallahreppi, Grafningshreppi og Ölfushreppi í austri og Seltjarnarneshreppi í suðri og vestri.
Snemma í kristnum sið var kirkja reist í Mosfellsdal og var hún í fyrstu í einkaeign (bændakirkja). Ekki hafa varðveist máldagar Mosfellskirkju frá miðöldum en ekki er útilokað að heiðarlandið hafi verið eign Mosfells frá fyrstu tíð eins og örnefnið Mosfellsheiði gefur til kynna.
Líkt og í öðrum sveitum landsins var kvikfjárrækt ríkjandi atvinnugrein í Mosfellssveit. Hér áttu fáar jarðir land að sjó og Mosfellingar höfðu því takmarkaðar nytjar af sjávarfangi. Jarðaskipan tók litlum breytingum í aldanna rás, stærri jarðir voru um 40 talsins og þar við bættust hjáleigur. Þegar líða tók á 20. öld tóka að fjara undan landbúnaðinum og samfélagið gjörbreyttist.

Mosfellssel

Mosfellssel.

Klaustur var stofnað í Viðey á 13. öld en jörðin var í Mosfellssveit fram á 18. öld. Viðeyjarklaustur eignaðist fjölmargar bújarðir og áður en yfir lauk eignaðist klaustrið flestar jarðir í Mosfellssveit, þar á meðal Mosfell. Á 16. öld var Viðeyjarklaustur lagt niður, Danakonungur eignaðist jörðina sem gerð var að svonefndu kirkjuléni (beneficium).
Eitt af skyldum hreppsfélagsins var að annast fjallskil á Mosfellsheiði þar sem Mosfellingar áttu upprekstrarland. Jarðir í öðrum sveitarfélögum áttu þar líka afrétt, þ. á m. í Ölfusi, Grafningi, Kópavogi, Reykjavík og á Þingvöllum og Seltjarnarnesi. Afrétturinn var bæði notaður fyrir sauðfé og nautpening. Mosfellingar smöluðu afréttinn innan sveitarfélagsmarka sinna. Helstu gögn og gæði heiðarlandsins voru beitarítök, slægjur, selstaða og veiðiréttindi í Leirvogsvatni. Ljóst er af heimildum að Mosfell fer með eignarréttinn á fyrri tíð, presturinn leigir út slægjulönd og beitarafnot. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá 1882 átti Mosfell land allt að sýslumörkum í austri. Á 3. áratugi síðustu aldar knúðu bændur í Mosfellshreppi á um að sveitarfélagið eignaðist Mosfellsheiðarlandið. Var hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hreppsfélagið. Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr landi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn. d) svonefnt Jónselssland ofan við Mosfellsdal. Um það leyti, sem heiðin var seld, var stofnað nýbýli á þessum slóðum og nefnt Seljabrekka.

Mosfellssel

Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var spölkorn eftir svonefndum Bringnavegi til austurs. Skammt ofan við Bringur eru gatnamót og hefur önnur gatan væntanlega legið að Jónsseli. Bringnaleiðirnar eru í rauninni þrjár. Ein gömul reiðleið liggur upp með Köldukvísl og inn á Þingvallaveginn elsta (Seljadalsveginn, er á korti frá 1910), áður en komið er upp á Háaklif. Önnur gömul leið frá Bringum og austur Blásteinsbringur (-holt) og norðan Geldingatjarnar og þaðan inn Illaklifsgötuna. Sú þriðja, sem myndin hér er af, er vegurinn sem lagður var 1910 af Guðjóni á Laxnesi og liggur þvert yfir mýrarnar og kemur inn á nýrri Þingvallaveginn (t.d. Konungsveginn) uppi á Háamel við Borgarhóla.

Þegar komið var upp að Geldingatjörn var svipast um eftir hugsanlegum selstóftum. Ekkert var að sjá vestan og norðan við tjörnina, en eftir gönguna sagði ábúandinn á Seljabrekku að þær ættu að vera norðan við hana. Þar eru reyndar ágætlega grasgróið og ekki ósennilegt að selstóftir leynist þar þrátt fyrir allt. Verður kannað betur síðar. Tiltölulega stutt er í tjörnina frá Þingvallavegi ofan við túnmörk Seljabrekku.
Þá var gengið til norðurs, áleiðis að Seljabrekku með það að markmiði að finna Jónselstóftirnar.
Seljabrekka hét áður Jónssel og var Jónssel ein af jörðum þeim er tilheyrðu kirkjuléninu Mosfelli sem varð konungseign eftir siðskiptin og síðar eign íslenska ríkisins. Mosfell var stórjörð og átti Mosfellsdal og alla Mosfellsheiði austur að landi Árnesinga. Seljabrekka var gert að býli 1933 með sameiningu Jónssels og Mosfellsbringna og síðan hefur verið bætt við býlið landi frá aðliggjandi jörðum og jafnframt hafa farið fram makaskipti á landi. Seljabrekka er sunnan við veginn til Þingvalla og liggur milli Laxness og Leirvogsvatns og er því við jaðar Mosfellsheiðar. Landinu hallar frá þjóðvegi og niður til Geldingatjarnar sem er í lægsta hluta landsins. Þegar kirkjumálaráðherra f.h. íslenska ríkisins seldi Mosfellshreppi Mosfellsheiðina frá kirkjujörðinni Mosfelli þann 24. maí 1933 þá var Jónssel undanskilið í sölunni eins og segir í afsali: „…þá sel ég hérmeð nefndri hreppsnefnd fyrir hönd nefnds hrepps frá næstu fardögum að telja Mosfellsheiðarland, eins og það hefir tilheyrt nefndu prestsetri, að undanskildu svonefndu Jónsseli, grasbýlinu Mosfellsbringum, nýbýlinu Svanastöðum, sbr. leigusamning um land handa þessu nýbýli 5. júní 1930, og veiðiréttinum í Leirvogsvatni svo og þeim hluta Leirvogsár, er að heiðarlandinu liggur“. Kirkjumálaráðuneytið leigði ábúendum jörðina allt til ársins 1999 er ábúandinn Guðjón Bjarnason keypti hana en seldi síðar umbj. mínum. Í afsali er ekki lýst merkjum en vísað til þess að kaupandi hafi kynnt sér merkin. Í ábúðarsamningi var ætíð getið merkja en í byggingarbréfum 1968 og 1984 stendur: „Landamerki Seljabrekku (hét Jónssel) sem áður var hluti Mosfells, eru þessi: Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca. 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku.

Helgusel

Helgusel – uppdráttur ÓSÁ.

Að vestan landamerki Laxnesslands, að norðan þjóðvegur og að austan landamerki heiðarlands eins og þau eru ákveðin í kaupsamningi milli Mosfellshrepps og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 24. maí 1933.“ Landamerki gagnvart Laxnesi eru glögg og hafa eigendur Laxness látið gera uppdrátt (des. 92) með hnitsettum merkjum jarðarinnar, sem eigendur nágrannajarða hafa áritað. Eigandi Seljabrekku vinnur að því að afla gagna frá ráðuneytum um réttindi sín og afmörkun landsins. Seljabrekka fékk í skiptum við íslenska ríkið Selholtsland austan síns lands samkvæmt bréfi Landnámsstjóra. Þótt ekki sé nefnd stærð landsins í bréfinu var um 150 ha að ræða en það var landstærð Selholts neðan þjóðvegar. Líkt og með aðrar jarðir í gegnum tíðina hafa landamerki færst til; allt eftir því hver seldi hverjum og hvenær. Annars er fróðlegt að skoða hvernig mörk jarða breytast frá einum tíma til annars og jafnvel hvernig þau hafa verið færð til eftir hentugleikum. En það er jú viðkvæmt mál til alvarlegrar umfjöllunar. Merkjalínan nú er lítið eitt sunnar en girðing sú er sveitarstjórn lét setja upp til að halda fé á Mosfellsheiðinni og liggur milli Geldingatjarnar og Leirvogsvatns. Ábúendur jarðarinnar settu urriða í Geldingartjörnina en hún var án veiði á fyrri tímum. Þá hafa þeir stíflað tjörnina til að koma í veg fyrir að hún botnfrjósi en það mun oft hafa komið fyrir að hún þornaði upp á sumrum. Eigendur Seljabrekku hafa smalað land sitt sjálfir en við haustsmölun á Mosfellsheiði hefur verið smalað sameiginlega heiðarlandið af Mosfellingum og þá hefur verið talið að heiðin byrjaði þar sem hallinn upp á við byrjar, þ.e. hallanum öndvert við Seljabrekku, upp frá mýrinni sem er milli Leirvogsvatns og Geldingatjarnar.

Tóftir Jónssels virtust sennilegastar á einum af efri óröskuðu túnblettum Seljabrekku. Þær voru eru að mestu jarðlægar, en þó má sjá móta fyrir húsi austan við þær. Bóndinn á Seljabrekku var síðar spurður um hvar Jónssel væri nákvæmlega. Þá benti hann á þennan stað í túninu.

Bringnavegur

Bringnavegur.

Í örnefnalýsingu af Bringum er getið um Jónsselstóftir. Þar segir: “ Í tíð Jórunnar voru tætturnar hlaðnar ofurlítið upp og gerðar hlóðir. Þar var oft hitað kaffi, þegar verið var að heyja þar í grennd.“ Nú þarf ég að finna út hvar landamerkin eru milli Laxness og Bringna því víst er að þau á Bringum hafa ekki heyjað í annara manna landi. Jónssel var í Bringnalandi eða fast við mörkin.
Örnefnalýsingar kvenna eru oft skemmtilega ólíkar karlalýsingum en því miður alltof fáar. Jórunn talar um brunninn, jarðaberin í Hvömmunum og kaffistúss í Jónsselstóftum.
Enn eitt selið, Mosfellssel, er enn ofar, undir Illaklifi suðaustan Leirvogvatns. Þar eru býsna áhugaverðar rústir. Aðgengilegast er að komast að þeim með því að aka veg, sem liggur niður að Bugðu við Leirvogsvatn, á móts við Skálafellsafleggjarann.
Það er vitað að haft var í seli á þessum stað fram um miðja 19. öld. Norður af selinu heitir Selflá. E.J. Stardal segir um tóttir undir Illaklifi: “ Norðan við Illaklif fast við bratta stórgrýtta urð má enn sjá greinilegar hústóftir Mosfellssels og kvíar úr hlöðnu stórgrýti. Selför þangað mun hafa lagst niður skömmu eftir miðja síðustu öld“ [19.öld]. Eftir þessu eru þetta tiltölulega nýlegar seltóftir. Í sóknarlýsingu Mosfellssóknar 1855 eftir Stefán Þorvaldsson segir: “Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; en þangað er langur vegur og slitróttur yfirferðar. “ Þá er það ljóst að selstaðan undir Illaklifi var í gangi til ársins 1855.

Í Mosfellsseli eru einnig þrjú rými, stærst í miðjunni. Ofan við selið er hlaðiðnn tvískiptur stekkur. Austan við stekkinn er hlaðin ílöng kví. Stutt er niður að vatninu frá selinu og vel gróið í kringum það.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.Heimild m.a.:
-Óbyggðanefnd.
-Örn H. Bjarnason.
-Jón Halldórsson – örnefnalýsing.
-Ágúst Ólafur Georgsson – örnefnalýsing.
-Bjarki Bjarnason.

Jónssel

Jónssel.