Hafnarfjörður

Í Fjarðarpóstinum 29. maí 2008 birtist eftirfarandi fróðleikur um aðdraganda kaupstaðaréttinda Hafnarfjarðar.  Reyndar fylgdi dagskrá um væntanlega afmælishátíð, en þar var ýmsu sleppt, sem ákveðið hafði verið – og varð.

Hafnarfjörður 1860

“Árið 1786 var gefin út tilskipun um kaupstaði áÍslandi, réttu eftir afnám einokunarverslunar. Sex íslenskum vesrslunarstöðum var veitt kaupstaðarréttindi og var Hafnarfjörður ekki þar á meðal þó verslun þar hafi þrifist og blómstrað um aldir. Var þessi tilskipun talin sýna hversu ókunnug danska stjórnin var um íslenska staðhætti enda voru tveir staðanna sviptir kaupstaðaréttindum 1807, Vestmannaeyjar og Grundarfjörður. Nálægð Hafnarfjarðar við Reykjavík, sem Skúlu Magnússon og félagar völdu sem höfuðstað fram yfir Hafnarfjörð, var nú til trafala.
Landrými var talið of lítið og erfitt og í bréfi Þórðar Jónassonar sýslumanns til stiftamtmanns árið 1851 taldi sýslumaður enga von til þess að Hafnarfjörður öðlist kaupstaðaréttindi en bréfið var ritað að ósk stiftamtmanns vegna fyrirspurnar frá danska innanríkisráðuneytinu sem vildi kanna hvort Hafnarfjörður gæti verið meirháttar verslunarstaður í framtíðinni þar sem skip frá útlöndum gætu komið til  og landað. Um álit Skúla og Þórðar segir í Sögu Hafnarfjarðar eftir Sigurð Skúlason: “Það er ekki alls kostar geðfelld tilhugsun, að Hafnarfjörður, sá verzlunarstaðurm sem öldum saman hafði verið ágætastur og frægastur á öllu Íslandim skyldi verða út undan vegna hlutdrægni og þröngsýni einstakra manna, er nokkuð tók að rofa til á sviði íslenskra atvinnumála.”

Hafnarfjörður 1890

Hafnarfjörður var frá alda öðli í Álftaneshreppi en 23. júní 1876 ögðu 49 íbúar í Hafnarfirði beiðni fyrir hreppssnefnd Álftaneshrepps um að Hafnarfjörður fengi kaupstaðaréttindi. Hreppsnefndin tók vel í málið og var málið undirbúið af 14 manna hópi. Þann 22. febrúar 1878 var samþykkt að hreppnum skyldi skipt í Bessastaðahrepp og Garahrepp og var hreppsnefndin hlynnt því að skipta honum í þrennt, að Hafnarfjörður yrði skilinn frá Garðahreppi en taldi ekki unnt að gera þá breytingu þá. Fundur um kaupstaðaréttindi Hafnarfjarðar var haldinn í Templarahúsinu 7. apríl 1890 og í kjölfar hans var sýslumanni ritað bréf og óskað eftir því að hann boðaði til almenns fundar um málið.

Hafnarfjörður 1906

Sýslumaður vék sér undan beiðninni og vísaði á síra Þórarinn Böðavarsson um fundarboðun og var sá fundur haldinn 14. júní 1890 og undirbúningsnefnd kosin sem hóf strax vinnu. Á fundi 27. febrúar 1891 var meirihluti fundarmanna andvígur aðskilnaði við Garðahrepp!
Féll málið niður um nokkurn tíma en eftir uppgang í byrjun nýrra aldar ákvað hreppsnefnd Garðahrepps á fundi 1. mars 1903 að fara þess á leir við löggjafarvaldið að Hafnarfjörður fengi kaupstaðaréttindi. Frumvap til laga var lagt fyrir efri deld Alþingis 1903. Felldi þingið frumvarpið við aðra umræðu. Á ný var frumvarp lagt fram 1905 og kom það til umræðu í neðri deild. Efti 2. umræður í efri deild var frumvarpinu vísað til sveitarstjórnarnefndar og var frumvarpið fellt þar með nafnakalli. Aftur var frumvarpið lagt fram 1907. Loksins var frumvarpið samþykkt og lög um bæjarstjórn í Hafnarfirði voru staðfest af konungi 22. nóvember 1907 með gildistöku 1. júní 1908 og öðlaðist Hafnarfjörður þá loks kaupstaðaréttindi.”

Heimild:
-Saga Hafnarfjarðar – Sigurður Skúlason 1933 (Fjarðarpósturinn 30. maí 2008).Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

Hafnarfjörður

Frá smábátahöfninni í Hafnarfirði. Sama sjónarhorn og að ofan.