Býjaskersrétt

Í Faxa 1980 spyr Skúli Magnússon „Hvort er réttara; Býjasker eða Bæjarsker?

„Halldóra á Bæjarskerjum sendi Faxa pistil um örnefnið Bæjarsker, sem birtist í 2. tbl. 1980. Hallaðist hún jafnvel að því að kalla eigi jörðina Býjasker. Vitnar hún þar í nokkrar heimildir frá seinni tímum máli sínu til stuðnings.

Býjasker

Bæjarsker er ef til vill elsta höfuðból Suðurnesja en margt bendir til þess að þar hafi búið Steinunn gamla, sem Ingólfur Arnarson gaf mestallan Reykjanesskaga. Væntanlega heftir Steinunn stundað útgerð af kappi, en Bæjarskerseyrin þótti lengi ein besta veiðistöð Suðurnesja. Landbrot vegna ágangs sjávar hefur þó leikið eyrina grátt og eftir ofsaflóð 1769 og síðar Básendaflóðið 1799 hnignaði útgerð þar mjög. Víkin fyrir innan eyrina var kölluð Sandgerðisvík. Víkin þótti ákjósanleg til útgerðar mótorbáta. Fyrsti mótorbáturinn, sem kom til Sandgerðis, hét Gammur RE 107. Kom hann 4. febrúar 1907 og komu þar með mótoristar til starfa. Sá fyrsti hét Olaf Olsen, sem var síðar þekktur maður í Njarðvíkum.

Meðal annars til ritgerðar eftir Magnús Þórarinsson frá Flankastöðum. Líklega mun óhætt að treysta frásögnum hans, enda hefur maðurinn skráð einhverjar bestu ritgerðir sem til eru um Suðurnes. Greinarnar eru nákvæmar, á góðu máli og bera vott um mikla glöggskyggni höfundarins á umhverfi sitt. Bókin „Frá Suðurnesjum„, sem út kom 1960, er að miklu leyti handverk Magnúsar, og ber þess glöggt vitni. Þátturinn um leiðir og örnefni á Miðnesi er t.d. stórmerkur og virðist traust heimild. Bókin er eflaust sú besta sem komið hefur frá Suðurnesjum, enda skrifuð af heimamönnum, er þekktu nágrenni sitt allt frá æsku.
Frá SuðurnesjumEn svo ég snúi mér að efninu var erindið að skýra frá nokkrum niðurstöðum, sem ég fann, eftir að hafa kannað lítillega heimildir um örnefnið Býjasker.
Eftir því sem ég komst næst við lestur Fornbréfasafnsins, sem er ein aðalheimild Íslendingasögunnar, hefur snemma orðið venja að skrifa „Býja-“ í stað „Bæjar-„. Í nafnaskrá Fornbréfasafns er orðið býr gefið upp í merkinu bær. Vel má vera að þarna liggi ráðningin. Í orðabók Menningarsjóðs er hins vegar talað um býjarbyggð, „að hafa býjarbyggð“, í merkingunni að annast févörslu. Orðið er gamalt og tíðkast lítið í nútímamáli. Einhverjum kynni að detta í hug skyldleika orðsins við dönsku, jafnvel að áhrifa gæti þaðan. Ekki þarf það að koma til greina, þar eð orðmyndin „Býja-“ kemur strax fyrir um 1270. Skyldleiki getur hafa orðið við norskuna, enda höfðu Íslendingar meiri samskipti við Norðmenn á þessum tíma, en suður til Danmerkur.
Nafnið Bæjarsker kemur fyrst fyrir í Landnámu. Þar er frásögn af hólmgönguáskorun Hrolleifs í Heiðabæ í Þingvallasveit gegn Eyvindi í Kvíguvogum syðra.
Segir, að þeir hafi í staðinn „keypt löndum. Eyvindr bjó nokkra vetr síðan í Heiðabæ ok fór síðan á Rosmhvalanes til Bæjarskerja …“. (Ísl.sögur I, bls. 230-31. Rvík 1953).
Fram að þessu hefur gullaldarmálið staðið fyrir sínu, og trúlega er þetta upphaflegur ritháttur nafnsins. En er á leið breyttist orðið í meðförum, og um 1270 er það: „bíasker“, í skrá yfir hvalskipti Rosmhvelinga, sem prentuð er stafrétt í Fornbréfasafni. (II. bindi, bls. 77).

Býjasker

Býjasker – loftmynd 2020.

Í Hítardalsbók, sem hefur að innihalda kirknaskrá, frá um 1367, (handritið talið skr. um ca. 1650), er rætt um „Býjasker“. (Fornbr.sa. III, bls. 221). Á Bæjarskerjum var þá kirkja, helguð heilögum Úlafi Noregskonungi. Þarna kemur nafnið fyrst fyrir í núverandi mynd. Er það síðan skrifað þannig allar götur til 1570, nema í reikningum Kristjáns skrifara á Bessastöðum. Þeir reikningar eru yfir tekjur af konungsjörðum víða um land fyrir árin 1547-48. Þar er jörðin kölluð „Beersker“. Trúlega kennir þar þýskra áhrifa, enda var Kristján ættaður frá Þýskalandi (Fornbr.s. XII, bls. 116). Hins vegar kemur fram í VII. bindi Fornbréfasafns, bls. 53, að máldagi Brautarholtskirkju á Kjalarnesi, var lesinn upp, á héraðsþingi á „Bæjarskerjum“ 6. febr. 1749. Máldaginn var hins vegar frá miðöldum og hefur trúlega verið lagður fram sem sönnunargagn í einhverju máli, sem þá var háð. Þarna kemur orðið í ljós, við upplestur og bókfærslu á 18. öld.

Býjasker

Býjaskershverfi – túnakort 1919.

Ekki hafði ég tíma til að kanna ítarlega Alþingisbækurnar, gerðabækur þingsins, allt frá miðöldum, sem eru önnur aðalheimild (Íslandssögunnar, ásamt Fornbréfasafni). Einnig Alþingisbækur eru gefnar út stafrétt, og hafa því töluvert málsögulegt gildi. En við lauslegt yfirlit bókanna sýndist mér, að þar kæmi oftar fyrir Býjasker en Bæjarsker.
Ég hygg að Bæjarsker sé upphaflega nafngiftin, og skírskota þá til Ara fróða.

Býjasker

Býjasker – loftmynd 1954.

Fljótt virðist málvenjan hafa orðið Býjasker, sú orðmynd orðið algengust, en hin horfin. Því er ekki óeðlilegt þó gamalt fólk hafi notað meir það orð. Síðan hefur nafngiftin komist á prentaðar bækur og loks á landakort á 19. öld.
Sjálfur finnst mér fara betur í málinu orðið Bæjarsker en Býjasker. Hið seinna er svolítið dönskuskotið þrátt fyrir allt. Ég held því, að það sé ekki röng þróun þó jörðin hafi [í seinni tíð frekar gengið undir nafninu Bæjarsker, því líklega er það upphaflega nafnið.“ – Skúli Magnússon

Í tveimur tölublöðum Faxa 1983 fjallar Halldóra Thorlacius um Jón Jónsson, bónda, og ættbálk hennar á Bæjarskerjum:

Býjasker

Býjasker – Jón Jónsson.

„Á Bæjarskerjum í Miðneshreppi býr Jón Jónsson, 87 ára gamall. Hann er fæddur laugardag í mið-þorra 1896.
Jón segir svo frá: „Á Bæjarskerjum hefur sama ættin búið í 128 ár. Árið 1855 fluttist afi minn, Oddur Bjarnason austan úr Vestur-Skaftafellssýslu til Suðurnesja. Keypti hann Bæjarskerin og bjó þar til æviloka.
Með honum komu, faðir hans Bjarni Oddson, eiginkona Guðný Sveinsdóttir og börn þeirra, Bjarni, Ragnhildur og Jón faðir minn. Hann var fæddur að Borgarfelli 13. apríl 1855 og því ekki nema rétt mánaðar gamall þegar foreldrar hans lögðu upp í þessa löngu ferð, sem tók hálfan mánuð.
Nærri má geta að það hefur verið erfið ferð fyrir móður og barn að fara þessa löngu leið. Á þessum tíma voru vegir ekki eins góðir og nú gerist. Aðeins hestavegir og óbrúaðar ár. Ekki er heldur víst að hestar hafi verið til fyrir alla fjölskylduna.
BýjaskerÁrið 1870, 4. febrúar, varð afi minn úti á Miðnesheiði. Hafði hann farið til Keflavíkur í kaupstaðarferð. En þangað voru flestar vörur sóttar á þeim tíma. Oft kom það fyrir að menn voru ekki vel búnir þegar farið var að heiman. Þegar svo til Keflavíkur kom þurftu þeir að bíða hálfu og heilu dagana eftir afgreiðslu. Þeir voru orðnir þreyttir og svangir þegar lagt var aftur af stað á heiðina. Þó Miðnesheiði þyki ekki erfið yfirferðar nú voru vegir lélegir á þessum tíma og kennileiti fá. Þá var hún villugjörn í stormum og stórhríð á vetrum.
Þegar afi minn dó var faðir minn 15 ára. Hann varð aðalstoð móður sinnar. Vegna erfiðleika missti amma mín jörðina. Þá eignaðist hana séra Sigurður Sívertsen prestur á Útskálum. Amma og faðir minn fengu þar ábúð áfram.
Og þegar faðir minn giftist fékk hann lífstíðarábúð.
Móðir mín, Þuríður Einarsdóttir, var fædd á Kirkjubóli í Útskálasókn. Í móðurætt var hún ættuð úr Garðinum en faðir hennar Einar Pálssonar var úr Vestur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar mínir giftu sig 21. júní 1890 og bjuggu á Bæjarskerjum til æviloka. Eins og víða á Suðurnesjum munu efnin ekki hafa verið mikil. Faðir minn var laginn við tré og járn. Hafði hann smiðju og smíðaði fyrir nágrannana. Ég minnist þess að hann smíðaði nálar og skeifur en þó mest ljábakka. Einnig gerði hann við ýmis amboð. Mun þessi vinna hans hafa drýgt tekjurnar nokkuð. En með sparsemi og mikilli vinnu voru foreldrar mínir alltaf sjálfum sér nógir.

Býjasker
Foreldrar mínir eignuðust fimm börn. Oddur var elstur. Fæddur árið 1884. Kona hans var Helga Bjarnadóttir, ættuð austan úr Árnessýslu. Þau bjuggu í Norður-Miðkoti. Einar var fæddur 1886. Hann var alla ævi til heimilis hér að Bæjarskerjum. Ragnhildur var fædd 1890. Hún var alltaf hér heima. Missti hún unnusta sinn Jónas Bjarna Benónýsson í febrúar 1914. Hún eignaðist einn son Jónas Bjarna Jónasson, fæddan 24. maí 1914. Ragnhildur var með hann hér á Bæjarskerjum. Hún annaðist foreldra okkar þegar aldur færðist yfir þá. Síðan okkur bræðurna og var okkur stoð og stytta meðan henni entist aldur og heilsa til. Bjarni var fæddur 1893. Kona hans var Guðrún Benediktsdóttir. Móðir hennar var ættuð úr Garðinum, en faðir hennar austan af fjörðum. Bjarni og Guðrún byggðu sér hús í Sandgerði er þau nefndu Haga. Börn þeirra eru Sigurður og Jóna. Ég var yngstur. Fæddur laugardag í mið-þorra 1896.

Býjasker
Þ
egar foreldrar okkar systkinanna voru látin keyptum við Einar og Ragnhildur jörðina Bæjarsker aftur. Var hún þá komin í eigu Bjarna Péturssonar blikksmiðs í Reykjavík. Það er árið 1938 sem hún kemur aftur í eigu ættar okkar.
Ekki er hægt að segja að búið hafi verið stórt á nútíma mælikvarða. Þar voru 30-40 fjár og 3-6 kýr. En svo var alltaf töluvert útræði héðan. Faðir minn gerði alltaf út. Það var aðaltekjulind heimilisins. Hann gerði út Heklu sem var 8 – 10 manna far. Við vorum allir feðgarnir á sama báti. Faðir minn hafði meiri áhuga á sjómennsku en landbúnaði. En honum þurfti líka að sinna. Oft þegar komið var að landi mátti maður fara að smala og huga að skepnunum.

Býjasker

Býjasker – sjóbúð.

Þegar ég var að alast upp var fjölmennara hér í hverfinu en nú er. Það var stór hópur ánægðra barna sem lék sér hér á túnunum þegar tími gafst til leikja, en börn þá voru látin vinna strax og kraftar leyfðu.
Hér var saltfiskverkun. Fiskurinn var vaskaður niður við sjó. Sjórinn var borinn í stór kör uppi á kampinum og vaskaður þar. Það voru aðallega konur sem vöskuðu en börn og unglingar breiddu fiskinn til þerris. Seinnipart sumars komu skip hér á víkina og tóku bæði þurrkaðan saltfisk og þurrkaða fiskhausa til útflutnings.

Býjasker

Býjasker – fjárhús.

Heyskapur byrjaði yfirleitt ekki fyrr en í júlí. Hér var allt slegið með orfi og ljá á mínum uppvaxtardögum. Farið var á fætur kl. 3-4 á næturnar til þess að slá. Það var gert til þess að nota rekjuna (náttfallið). Þá beit betur. Var staðið við slátt fram undir hádegi og þá lagði maður sig oft. Ef rekjan var næg var slegið allan daginn. Það var ánægjulegt að koma út um lágnættið í góðu veðri og finna þögnina og kyrrðina. Sjá og heyra fuglana og allt líf vakna þegar kom fram á morgun.

Býjasker

Býjaskersrétt 1983.

Smalamennskan var mér nú hugljúfust. Að ganga um heiðar og líta að fé. Ég tala nú ekki um á vorin þegar ærnar voru að bera. Finna nýborin löb og hlúa að þeim og ánni.
Í Leirunni var mjög góð fjörubeit og okkar fé sótti þangað mikið yfir Miðnesheiðina. Aðallega sótti það í Bergvík og Sjálfkvíar sem eru fyrir utan Litla-Hólmsjörðina. Einnig sótti það í Helguvíkina. Þangað niður var einstigi og því erfitt að fylgja því eftir. Það þurfti að vakta féð því það vildi sækja langt út í fjöru í þarann. Það uggði ekki að sér þegar féll að. Varð því að fara og reka frá fjörunni áður en hálffalið var að.

Býjaskerstétt

Býjarskersrétt-uppdráttur.

Göngur og réttir þóttu mér skemmtilegar. Héðan áttu smalar að fara lengst austur í Selvog. Voru sendir 4- 5 menn og voru 3-4 daga í ferðinni. Farið var austur í Selvog og gist þar. Síðan var réttað í Selvogsrétt fé sem austanmenn höfðu smalað. Okkar fé var svo rekið til Grindavíkur. Þar var gist og réttað daginn eftir. Þaðan var rekið í Vogarétt. Þegar búið var að draga þar var fé Miðnesinga rekið áfram gegnum Njarðvíkurnar og áfram yfir Miðnesheiði og réttað í réttinni fyrir ofan Bæjarsker.
Þórarinn Snorrason
Tvisvar fór ég þessar ferðir og gisti ég þá hjá Þórarni í Vogsósum. Þangað var gott að koma, góður matur og gott rúm fyrir þreytta smala.
Lengst hef ég komist norðan megin á Reykjanesskaganum, inn að Hvassahrauni og réttað í Vogarétt. Ekki voru allir sáttir við það að ég færi ekki nær höfuðstaðnum en þetta. Var mér einu sinni skipað í Gjárétt og þá þurfti ég að fara í Hafnarfjörð. Því hafði ég nú ekki áhuga á svo ég fékk mann fyrir mig. Var það Ólafur Pétursson frá Knarrarnesi. Gerði hann það með glöðu geði. Þurfti ég því ekki að fara lengra en að Hvassahrauni.
Nú er maður orðinn gamall og stirður. Hættur að fara til kinda um Miðnesheiði. Ég læt mér nægja að horfa á kindurnar sem frændur og vinir eiga hér á túnunum í kring.
Mánudaginn 2. ágúst lést Jón Jónsson á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs eftir stutta legu. Hann var 87 ára og yngstur fimm Vesturbæjarsystkina, en svo voru börn Jóns Oddssonar og Þuríðar á Bæjarskerjum nefnd í daglegu tali af sveitungum sínum. Þau voru: Oddur, Einar, Ragnhildur, Bjarni og Jón.
Ég sem þetta skrifa átti því láni að fagna að kynnast þessum systkinum er ég kom hingað ung kona með manni mínum, Jónasi syni Ragnhildar. Þau reyndust mér ávallt góðir vinir og leiðbeinendur.
Við Jón vorum búin að vera samtíða hér í rúm 40 ár. Tvö síðustu árin vorum við tvö ein. Vil ég þakka þessu fólki samfylgdina.“ – Halldóra Thorlacius

Heimildir:
-Faxi, 4. tbl. 01.01.1980, Býjasker – Bæjarsker; hvort er réttara?, bls. 109-110.
-Faxi, 6. tbl. 01.06.1983, Jón Jónsson á Bæjarskerjum – Halldóra Thorlacius, bls. 152-153.
-Faxi, 7. tbl. 01.09.1983, Jón Jónsson á Bæjarskerjum – Halldóra Thorlacius, bls. 181.
Býjasker

Esja

Um var að ræða FERLIRsferð nr. 1500.
Ákveðið var að ganga mögulegar leiðir upp og niður EsjuleidEsjuhlíðar, auk hinnar alþekktu gönguleiðar með Mógilsá á Þverfellshorn. Fyrst verður fjallað svolítið um þá síðastnefndu, bæði vegna hversu vinsæl hún er og fjölfarin, en jafnframt ofmetin í ljósi annarra möguleika. Um er að ræða gönguleið frá bílastæðinu við Mógilsá. Reyndar getur verið hringleið eða upp og niður sömu leið. Vegalengdin jafngildir um 1 til 3 klst göngutíma, allt eftir því hversu langt er farið upp og hversu hratt. Hlíðin er aflíðandi neðst með hömrum efst og hækkun upp að Steininum er 597 metra hæð. Búið er að leggja ágæta göngustíga upp fjallið ef frá er talin malarflöturinn. Ferðahraðinn og aldur þeirra sem leggja á Esjuna er misjafn. Á meðan sumir dóla sér upp í rólegheitunum, þá reyna sumir að hlaupa upp í einum rykk. Einnig er hægt að velja um svo kallaða Skógarleið og er þá gengið í gegnum skóginn á leið upp Esjuna. Þeirri leið verður lýst hér á eftir.
SteinninnEftir stutta göngu frá bílastæðinu er komið að göngubrú áður en gengið er upp Þvergil sem er skammt frá Búðarhömrum. Þar fyrir ofan er svo Smágil. Hér greinist leiðin í tvennt. Velja margir að fara fara brattari leiðina fyrst og taka svo hina leiðina til baka. Slóðinn sem genginn er eftir er í misjöfnu ástandi. Í Einarsmýri er jarðvegurinn blautur sem er að koma undan snjónum og getur verið óskemmtilegt svæði til yfirferðar.
Gamla leiðin, liggur upp Langahrygg sem einnig er nefndur Gljúfradalsháls. Gengið er í bröttum skriðum uns komið er í mýrina. Handan hennar tekur svo bratti Þverfellshorns við. Leiðin hentar þeim sem vilja fara hratt yfir.
Gengid um skoginnSteinninn er sá viðkomustaður sem flestir stefna á og þeir sem treysta sér lengra taka því næst stefnuna á toppinn eða sjálft Þverfellshornið.
Upp að Steini er um 6,6 km upp í 597 m hæð með hækkun um 587 m. Töluverður bratti er frá Steininum upp að klettabeltinu, aðallega er um tvær leiðir úr að velja, sú fyrri sem að við fórum var nánast beint upp klettabeltið þar sem fylgt vegvísum, tröppum og keðjum. Seinni leiðin er aðeins vestar en þar sem var mikill snjór á þeirri leið og sér í lagi í kverkinni og við ekki með neinn búnað til að ganga á snjónum. Þessi kafli leiðarinnar getur verið erfiður fyrir óvana og lofthrædda. Að vetrarlagi þarf að fara að öllu með gát. Árið 1979 féll á þessum slóðum snjóflóð og létust 2 menn.
GenginÁ forsíðu Þjóðviljans 8. mars 1979 mátti lesa eftirfarandi frétt: „Tveir piltar fórust i snjóflóði í hlíðum Esju síðdegis Í fyrradag. Þeír hétu Stefán Baldursson, Tómasarhaga 22, 18 ára, og Sveinbjörn Beck, Brávallagötu 18, 17 ára gamall.
Um kl. 19.50 í fyrradag kom til kynning til lögreglunnar í Hafnarfirði frá 18 ára pilti, sem staddur var á bænum Leirvogstungu. Hann hafði farið með félögum sínum i fjallgöngu á Esju. Þeir voru á niðurleið, er snjóskriða féll á tvo þeirra nálægt Þverfellshorni. Hinn þriðji hafði dregist nokkuð afturúr á göngunni og varð það honum til lífs.
Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins sagði að lögreglan hefði hringt þangað kl. rúmlega átta um kvöldið. Var þá gengid 2kölluð út björgunarsveitin Kyndill i Mosfellssveit, Björgunarsveitin Ingólfur, Flugbjörgunarsveitin og Hjálparsveit skáta og sendu þær menn strax á vettvang. Skömmu síðar voru björgunarsveitir i nágrenni Reykjavíkur kallaðar út og tóku alls um 200 manns þátt í leitinni.
Slysið varð milli kl. 18 og 18.30, þegar piltarnir þrír voru á niðurleið. Sá sem var efstur í hlíðinni og af komst, sá þegar hengjan brast og hélt þegar af stað til byggða að leita hjálpar. Snjódyngjan sem féll var 3-400 metra löng og 10-15 metra breið og var hún sumsstaðar ákaflega djúp. Lík annars piltsins fannst um kl. 1 um nóttina og lík hins um kl. 3.30. Björgunarstarf var erfitt, snarbratt og mikill kuldi. Varalið var kallað út til starfa um þrjúleytið um nóttina og var það á leið á slysstað, þegar síðara líkið fannst.
Gangan-3Piltarnir sem létu lífið i snjóflóðinu voru vanir fjallgöngumenn og annar þeirra var félagi í björgunarsveit í Reykjavík.“
Í DB þann 7 mars birtist eftirfarandi forsíðufrétt: „TVEIR 18 ÁRA PILTAR FÓRUST í SNJÓFLÓÐI — sá þriðji komst af í Esju í gær. Tveir 18 ára piltar úr Reykjavík létu lífið í snjóflóði í Esjunni síðla dags í gær. Þeir voru þar í skemmti- og æfingagöngu á fjallið. Voru þeir tveir, sem fórust, ívið á undan hinum þriðja, enda betur búnir og vanir göngumenn, annar félagi í björgunarsveit í Reykjavík. Er sá sem á eftir fór kom yfir hæðarbungu í göngunni á eftir félögum sínum, sá hann þá hvergi en sá nýfallna snjóskriðu. Hafði hún fallið ofarlega úr Þverfelli og fallið niður þröngt og bratt gil niður í Dýjakróka austan Gljúfurdals upp og NA af Esjubergi.

Gengid-4

Hróp, köll og eftirleit þess sem á eftir fór báru ekki árangur. Hélt hann þá rakleitt til bíls þeirra félaga sem stóð vestan Mógilsár og ók að Leirvogstungu þaðan sem hjálparkall barst kl. 7.50. Björgunarmenn úr Kyndli í Mosfellssveit fóru þegar á staðinn. Síðar bættist þeim liðsauki frá Ingólfi í Reykjavík, Flugbjörgunarsveitinni, björgunarsveitum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og skátum frá sömu stöðum. Kyndilsmenn lögðu þegar á fjallið og fóru eins langt og þeir gátu á snjósleðum í fylgd með þeim var pilturinn sem slapp við snjóflóðið. Vísaði hann veginn en komst ekki alla leið upp aftur sakir þreytu.
Snjóskriðan fannst án leitar. Reyndist hún um 400 m löng að sögn Erlings Ólafssonar formanns Kyndils, sem var einna fyrstur á slysstað. Hún var ekki nema 7—15 m að breidd og misdjúp eftir gilskorningnum.
AningUpphaf hennar var yfir bröttu gili ofarlega í Þverfelli. Leit var þegar hafin að piltunum tveimur og dreif að svo mikinn fjölda björgunarmanna að snjóskriðan var fljótlega yfirfarin. Undir kl. eitt fannst lík annars piltanna neðst í skriðunni á um 1,5 m dýpi. Lík hins fannst ekki fyrr en klukkan langt gengin fjögur í nótt og hafði þá snjóskriðan verið grandskoðuð. Leitaraðstæður voru erfiðar, snarbratt að slysstað og kuldi mikill, 15—20 stiga frost þar uppi.
Erlingur Ólafsson sagði að snjór í  skriðunni hefði ýmist verið kögglóttur, og voru sumir kögglarnir á stærð við bíla, eða lausamjöll sem harðnaði fljótt og fraus saman.
Geitholl-2Erlingur sagðist ekki vita til að snjóflóð hefðu valdið mannskaða í Esju fyrr, þó oft mætti sjá þess merki að þau hefðu fallið. Á venjulegum gönguleiðum í Esju er ekki hætta á snjóflóðum en þau falla í þröngum og bröttum giljum með miklum hraða og kynngikrafti er hengjur bresta. Björgunarstarfið gekk mjög vel og var öllum er þátt tóku í til sóma. Var samstarf gott milli sveita. Yfirstjórn var í bíl við Mógilsáin menn með talstöðvar um alla fjallshlíðina.“
Þá er takmarkinu náð; Þverfellshornið sjálft. Þessi vinsælasta leiðin á Esju frá Mógilsá er auðrötuð enda mörkuð af sérstökum göngustíg á fjallinu.
Haraldur

Efst eru nokkur klettaþrep sem auðvelt er að klífa en rétt er að fara varlega vegna hættu á grjóthruni frá fólki sem kann að vera fyrir ofan. Lofthræddum er bent á að ganga aðeins vestan við hornið og finna sér leið þar upp. Á útsýnisskífunni er gott að átta sig á örnefnum, enda útsýnið stórkostlegt ofan af Þverfellshorni yfir Stór-Reykjavíkursvæðið. Um klukkustundar gangur er frá vörðunni að Hábungu Esju sem rís hæst 914 m.
Það var sumarið 1994 að gerð var þessi nýja gönguleið upp að Þverfellshorni. Hún klofnar frá gömlu leiðinni og stefnir yfir Mógilsá og þar upp austan árinnar. Þar er ekki eins bratt og á gömlu leiðinni og því aðeins léttari. Göngustígarnir koma aftur saman fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni.
Haraldur-2Hægt er að fá göngukort af Esjunni hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6. Hafa ber þó í huga að gönguleiðakortið er arfavitlaust og því í beinlínis lífshættulegt að taka það of alvarlega. T.d. eru sýndar gönguleiðir upp Rauðhamar, Virkið, Gunnlaugsskarð og Kistufell. Allar þessar leiðir eru einungis fyrir klettaklifrara með fullkomnasta búnað sem völ er á.
Sagt er að fjallið sé ekki sigrað fyrr enn hinum eina sanna tindi er náð. Það er reyndar ekki rétt.
Í þessari tímamótaferð var gengið um Skógræktarstöðina á Mógilsá. Aðspurður um staðsetningu gamla bæjarins að Mógilsá og Kollafirði svaraði hann: „Kollafjarðarbærinn var skammt frá útihúsunum sem standa enn að hluta. Mógisárbærinn var örskammt frá planinu þar sem lagt er af stað í Esjugöngur.“

Gosmokkur

Í Alþýðublaðinu 16. ágúst 1967, segir m.a.: „Haraldur vígir skógræktarstöð – Haraldur ríkisarfi Noregs vígði í gær tilraunastöð skógræktarinnar að Mógilsá í Kollafirði, Móðargjöf Norðmanna til Íslendinga, en sem menn muna, færði faðir hans Ólafur V. Noregskonungur Íslendingum eina milljón króna norskra að gjöf, er hann kom hingað í heimsókn árið 1961. Til raunastöðin að Mógilsá er reist fyrir þetta fé. Stöðvarstjóri að Mógilsá er Haukur Ragnarsson, skógfræðingur, menntaður í Noregi.
AningarstadurLaust fyrir kl. 16.00 í gærdag hélt ríkisarfinn frá Reykjavík upp að Mógilsá í Kollafirði ásamt fylgdarliði sínu forseta Íslands hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, landbúnaðarráðherra, Ingólfi Jónssyni og skógræktarstjóra, Hákoni Bjarnasyni o. fl. Uppi í Kollafirði var búið að koma fyrir stólum á grasflöt úti fyrir stöðinni og bauð stöðvarstjórinn, Haukur Ragnarsson gesti velkomna: Þarna voru saman komnir fyrirmenn í héraði og ýmsir skógræktaráhugamenn.
Hákon Guðmundsson yfirborgardómari formaður nefndar þeirrar, sem annaðist framkvæmdir að Mógilsá lýsti tildrögum að byggingunni, en uppdrætti gerðu þeir Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins og Gunnlaugur Pálsson arkitekt í samráði við tilraunastjóra Skógræktar ríkisins Hauk Ragnarsson, sem sá um framkvæmdir, en yfirsmiður var Hlöðver Ingvarsson. Byggingarfram-kvæmdum lauk á síðasta ári og nam byggingarkostnaður alls 5 milljónum íslenzkra króna.

Esjuskogar

Hákon sagði, að staður þessi hefði verið valinn með tilliti til þess, að hann væri heppilegur til rannsókna, því að hægt væri að athuga gróðurskilyrði trjáplantna í misjafnri (hæð yfir sjávarmáli. Í lok ræðu sinnar afhenti Hákon landbúnaðarráðherra stöðina, en þakkaði Haraldi ríkisarfa þann heiður að vígja rannsóknarstöðina og bauð hann hjartanlega velkominn. Ríkisarfi Noregs svaraði og gat þess að rannsóknir á skógrækt hefðu átt erfitt uppdráttar í Noregi í fyrstu og því hefðu Norðmenn viljað sína vinsemd sína í verki með því að stuðla að byggingu þessarar rannsóknarstöðvar á Íslandi. Minntist hann sérstaklega fyrrverandi sendiherra á Íslandi Torgeirs Anderíen Ryst sem mun hafa átt hugmyndina að þessari gjöf. Ríkisarfinn óskaði að lokum öllum þeim heilla, sem starfa eiga við stöðina.
Landbúnaðarráðherra veitti skógræktarstöðinni móttöku og lýsti því yfir að byggingarnefndin hefði lokið störfuni og landbúnaðarráðuneytið myndi setja stöðinni reglur til að starfa eftir, að tillögum þar til skipaðrar nefndar sérfróðra manna. Ingólfur Jónsson þakkað þann vinarhug, sem lægi að baki gjöfinni og bað ríkisarfann að skila þakklæti til föður síns konungsins. Að ræðu landbúnaðarráðherra lokinni var litazt um á staðnum og þágu gestir veitingar.“

Skograekt

Í Tímanum þennan sama dag sagði: „Krónprinsinn vígði þjóðargjöf Norðmanna – Í dag vígði Haraldur krónpríns Skógræktarstöðina að Mógilsá á Kjalarnesi, en hún er sem kunnugt er reist fyrir þjóðargjöf Norðmanna er Ólafur konungur afhenti Íslendingum er hann var hér í opinherri heimsókn árið 1961. Vígsluathöfnin að Mógilsá fór fram undir beru lofti fyrir utan stöðvarhúsið, og kom Haraldur krónprins akandi ásamt forseta Íslands og fylgdarliði að Mógilsá rétt um klukkan fjögur. Að Mógilsá var samankominn fjöldi gesta. Framámenn í landbúnaðarmálum, sveitarhöfðingjar á Kjalarnesi, forustumenn í skógræktarmálum, landbúnaðarráðherra auk innlendra og erlendra fylgdarmanna Haraldar krónprins í hinni opinberu heimsókn hér. Glaðasólskin var, en nokkur strekkingur utan af Kollafirði.
Hákon Guðmundsson yfínborgardómari, formaður Skógræktarfélags Íslands hélt fyrst ræðu, þar sem hann rakti tildrög Skógræktarstöðvarinnar að Mógilsá.

Esjuhlidar-2

Er skógræktarstöðin reist fyrir 4/5 hluta þjóðargjafarinnar, sem Ólafur Noregskonungur afhenti Íslendingum árið 1961. Byggingakostnaður við stöðina að Mógilsá nemur nú fimm milijónum króna, en eftir er að ráðstafa 300 þús. kr. norskum af gjöfinni. Sérstök stjórnarnefnd skipuð ambassador Noregs, Hákoni Guðmundssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands og Hákoni Bjarnasyni, skógræktarstjóra, ráðstafaði þjóðargjöfinni, en Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri sá um byggingafram-kvæmdir að Mógilsá. Húsin eru teiknuð af Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins og Gunnlaugi Pálssyni arkitekt, en yfirsmiður var Hlöðver Ingvarsson byggingameistari.
Hákon lauk ræðu sinni með því að þakka norskum einstaklingum og norsku þjóðinni í heild stuðning við íslenzka skógrækt fyrr og síðar, jafnframt því sem hann afhenti landbúnaðrráðherra stöðina til umráða og varðveizlu. Að lokum ávarpaði hann prinsinn á norsku, og bauð hann hjartanlega velkominn að Mógilsá.
Haraldur krónprins ávarpaði því næst viðstadda, og sagði m. a. samband Íslands og Noregs væri gott, og ekki hvað sízt á skógræktarsviðinu. Lýsti hann þeirri von sinni að Mogilsárstöðin yrði íslenzkri skógrækt lyftistöng og aflgjafi.“
Framangreind orð voru rifjuð upp af tilefni af tímamótaferð FERLIRs, ekki síst í ljósi þess Hofsoleyinhversu vel rannsóknir á Mógilsá hafa gengið æ síðan. Að baki skógræktarstöðinni er nú Trjágarður er m.a. státar af hinum ýmsu ávaxtatrjám. Því fengu FERLIRsfélagar að kynnast að þessu sinni. Gátur þeir tekið sér epli, banana, appelsínur og fleiri sortir áður en haldið var upp í gengnum skóginn áleiðis í Esjuhlíðar; um Efri-Kálfsdal, Langahrygg, Hvítárbotna, Geithól og upp að Rauðhamri þar sem áð var að þessu sinni. Vitað er að jólasveinninn dvelur í Esjunni milli hátíða og brást hann ekki göngumönnum að þessu sinni. Til baka var haldið niður með Rauðhólsurðum, Rauðhól, ofan við Kögunarhól og niður um Skóglendið þar neðra að áfangastað.
Þessi leið er hvorki merkt né á gönguleiðakortinu fyrrnefnda, en sennilega bæði sú greiðasta á Esjuna og sú skemmtilegasta. Hófsóleyin var byrjuð að blómstra við bæjarlækinn snemmmaí.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimidlir m.a.:
-Kjartan Pétur Sigursson.
-Bjarki Bjarnason.
-Þjóðviljinn 8. mars 1979.
-DB, 7. mars 1979.
-Alþýðublaðið 16.08.1967, bls. 3.
-Timinn 16.08.1967.

Esja

Esja – örnefni.

Óttarsstaðir

Jónatan Garðarsson skrifar um „Hlöðnu húsin í Hraunum“ á vef Hraunavina árið 2002:

Jónatan garðarsson

Jónatan Garðarsson.

„Rétt vestan við Straumsvík var nokkuð þéttbýlt um aldir enda var búið á einum 12 smábýlum þegar mest var. Jarðirnar báru ekki mannmörg heimili en þar var engu að síður gott að búa á meðan fólk gat sinnt búskap og sjósókn jöfnum höndum. Fram undir þriðja áratug 20. aldar var byggðin í Hraunum nokkuð blómleg en þá fór fólki að fækka um leið og búskaparhættir breyttust og sjávarbyggðirnar á suðvestuhorni landsins sóttu í sig veðrið. Þeir sem settust að í Hraunum lögðu megin áherslu á sauðfjárbúskap og sjósókn enda var stutt á gjöful mið skammt undan landi. Sauðfé gekk úti árið um kring sem var nauðsynlegt þar sem túnskikar voru ekki margir eða umfangsmiklir. Helst var heyjað fyrir kýrnar á heimatúnum og grastóm í næsta nágrenni bæjarhúsana, en kúabúskapur byggði á því að hægt væri að mæta mjólkurþörf heimilismanna. Hraunajarðirnar voru lengst af í eigu kirkju og síðan konungs eftir siðaskiptin.

Jónsbúð

Jónsbúð – tilgáta ÓSÁ.

Ábúðaskipti voru tíð vegna þess að þegar illa áraði til sjósóknar þótti ekki vænlegt að búa á þessum vindasama stað og eyðilega stað við sjávarsíðuna. Leiguliðar stöldruðu þar af leiðand ekki við nema í nokkra áratugi þegar best lét. Þeir sem settust að á þessum slóðum gátu með dugnaði og útsjónarsemi komið undir sig fótunum, einkum þeir sem voru dugmiklir sjómenn. Þarna efnuðust bændur á því að gera út árabáta og leggja inn aflann í kaupstað og taka út varning í staðinn eða gera skipti við vel stæða bændur annarsstaðar á landinu.

Straumur

Straumur.

Á þriðja áratug 19. aldar voru konungsjarðirnar í Hraunum og aðrar jarðir vítt og breitt um landið boðnar til sölu til að afla tekna fyrir ríkissjóð Dana. Þannig atvikaðist það að efnaðir bændur, kaupmenn og aðrir sem höfðu einhver fjárráð eignuðust Hraunajarðirnar. Sumir fluttu á staðinn en flestar jarðirnar voru áfram hjáleigur sem gengu kaupum og sölum um árabil. Meðal þeirra sem festu kaup á jörðum í Hraunum var Guðmundur Guðmundsson sem efnaðist er hann kvæntist vel stæðri ekkju í Hafnarfirði. Hann bjó um tíma á jörði sinni Lambhaga, en keypti einnig Þorbjarnarstaði og hálfa Óttarstaði. Guðmundur breytti Straumsseli í lögbýlisjörð en lést um miðjan aldur. Ekkja hans kvæntist aftur og Guðmundur Tjörvi sonur hans tók við búskap í Straumi þegar fram liðu stundir, af stjúpföður sínum.

Óttarsstaðir vestari

Óttarsstaðir efri (vestari).

Jón Hjörtsson átti alla Óttarstaða jörðina áður en hann seldi hálflenduna til Guðmundar Guðmundssonar. Jón efnaðist vel á útgerðar umsvifum sínum á meðan hann bjó á Óttarstöðum enda dugmikill sjósóknari. Rannveig dóttir hans tók við búinu þegar móðir hennar andaðist árið 1855, en faðir hennar lifði í nokkur ár til viðbótar. Steindór Sveinsson sonur Rannveigar varð eigandi hálfra Óttarstaða að afa sínum látnum og hafði þá um skeið verið einskonar bústjóri afa síns. Steindór var ókvæntur þegar Kristrún Sveinsdóttir frá Miðfelli í Þingvallasveit réðst sem vinnukona að Óttarstöðum. Kristrún var 7 árum yngri en Steindór og felldu þau hugi saman. Gengu þau í hjónaband 9. október 1860 og eignuðust soninn Svein Steindórsson sem varð seinna bóndi í Hvassahrauni.

Óttarsstaðir

Hesthúsið að Óttarsstöðum eystri.

Sveinn var dugandi skipstjóri eins og faðir hans og afskaplega vel látinn. Steindór Sveinsson bóndi á Óttarstöðum fékk holdsveiki og var illa haldinn síðustu æviár sín. Hann lést af völdum holdsveikinnar 1870 en þá hafði Kristrún fyrir nokkru tekið við búskapnum og útgerð eiginmanns síns. Sá hún um að versla til heimilisins og annaðist alla aðdrætti. Hún var auk þess dugandi formaður og sótti sjóinn af atorku og heppni og var órög að leggja á djúpmið. Stjórnaði hún hásetum sínum af myndugleik og aflaði vel.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

Kristrún var óhrædd við að takast á við þau verkefni sem biðu hennar og hlóð Óttarstaða fjárborgina með bróður sínum Guðjóni Sveinssyni sem var vinnumaður hjá henni, á meðan Steindór eiginmaður hennar lá veikur heima. Það leið ekki nema ár eftir að Steindór andaðist að Kristrún giftist Kristjáni Jónssyni frá Skógarkoti í Þingvallasveit. Hann var 12 árum yngri en hún en það fór afskaplega vel á með þeim. Bjuggu þau saman á Óttarstöðum til ársins 1883 en fluttu þá að Hliðsnesi á Álftanesi og eignuðust þrjú börn.

Óttarsstaðir

Eldhúsið við Óttarsstaði eystri.

Kristrún lést 13. desember 1903 og fékk þau eftirmæli að hún hefði verið gædd mikilli atgervi til sálar og líkama, verið kona tígurleg yfirlitum og mjög einarðleg, hreinlunduð, trygg og staðföst. Hún var ráðdeildarsöm, ástrík og umhyggjusöm móðir og eiginkona. Síðustu æviárin var heilsu hennar farið að hnigna og fékk hún slag að kvöldi 4. desember 1903 og lá síðan í dái þar til hún lést. Var hún jarðsett að Görðum 22. desember við hlið fyrri eiginmanns síns og nokkurra barnabarna. Kristján gat ekki á heilum sér tekið eftir að Kristrún andaðist. Hann flutti nokkru eftir andlát hennar frá Hliðsnesi til Hafnarfjarðar og fór að versla þar. Heppnaðist það miðlungi vel gengu efni hans til þurrðar. Seldi hann verslun sína sumarið 1906 og bakaði féþurðurinn honum þungum áhyggjum. Var hann ekki með sjálfu sér eftir það og gekk í sjóinn 2. september 1906 milli Hafnarfjarðar og Garðahverfis og réð sér bana. Var hann tæpra 62 ára þegar þessi atburður átti sér stað. Svo aðgrunnt var á þessum slóðum að líkið var ekki alveg á kafi er það fannst. Var þessi atburður afar sorglegur og orti Friðrik Friðriksson eftirfarandi: Ljúfur með líkn og dáð; lengi var sveitarstoð, grandvar með góðri lund, gætinn í orði og hug.

Óttarsstaðir

Eldhúsið við Óttarsstaði vestari.

Guðmundur Jónsson og Ragnheiður Hannesdóttir keyptu jörðina af Kristrúnu og Kristjáni árið 1883 og tóku synir hennar, Guðjón og Sigurður Kristinn Sigurðsson, við búskapnum eftir þeirra dag. Guðmundur hafði ekki búið lengi á Óttarstöðum þegar hann seldi hálfa jörðina árið 1885. Kaupandinn var Friðfinnur Friðriksson skipstjóri sem átti þilskipið Lilju á móti Þorsteini Egilsen kaupmanni í Hafnarfirði. Friðfinnur hafði ekki neinn áhuga á að búa í gamla bænum, heldur keypti tvílyft timburhús sem stóð í landi Austurkots á Vatnsleysuströnd, tók það niður og flutti sjóleiðina að Óttarstöðum. Þetta hús byggði Ari Egilsson árið 1883 úr gæðatimbri sem rak á land í Höfnum eftir að barkurinn Jamestown strandaði þar. Ari og eiginkona hans fluttu til Vesturheims og þar með var húsið falt til kaups. Þetta merkilega hús stendur ennþá á eystri Óttarstöðum en er því miður afskaplega illa farið enda ekkert verið hirt um það áratugum saman.

Litli-Lambhagi

Eldhús við Litla-Lambhaga. Straumur fjær.

Guðjón Sveinsson bróðir Kristrúnar á Óttarstöðum var listagóður hleðslumaður og má sjá handbragð hans víða í Hraunabyggðinni. Óttarstaða fjárborgin er jafnan nefnd eftir Kristrúnu Sveinsdóttur sem lagði drjúga hönd á gerð hennar, en Guðjóns er sjaldnar getið. Hann bar ábyrgð á því að hlaðin vorum myndarlegir eldaskálar úr hraungrjóti í Litla-Lambhaga sem og á Óttarstöðum vestri og eystri. Standa veggir þessara skála ennþá og sýna svo ekki verður um villst hversu góður verkmaður Guðjón var. Hann hlóð aukheldur upp gömlu bæjarveggina á báðum bæjunum, en eystri bænum var breytt í hesthús eftir að timburhúsið var flutt þangað árið 1885.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir austari, byggðir að hluta úr rekavið Jamestown.

Óttarstaðahúsið er eitt það merkilegasta á landinu og það sama gildir um steinhlöðnu tóftirnar sem enn standa þrátt fyrir að þekjurnar hafi fyrir löngu fúnað og orðið veðrinu að bráð. Minjarnar bíða þess sem koma skal og ef hugmyndir um að breyta Óttarstaðalandi í geymslusvæði fyrir hafskip verða að veruleika tapast að eilífu stórmerkilegar minjar sem sýna hvernig umhorfs var á suðvesturhorni landsins áður en svokallaður nútími hóf innreið sína.“ – Jónatan Garðarsson

Heimild:
-http://www.hraunavinir.net/hlodnu-husin-i-hraunum/

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestari. Elshúsið lengst t.v.  Gamla hesthús eystri Óttarsstaða efst, ofan garðs.

Básendar

Básendar var verslunarstaður fyrr á öldum. Nú virðist við fyrstu sýn fátt sem minnir á verslunina, en ef betur er að gáð má sjá ýmislegt henni tengdri, t.d. áletranir á klöppum.
Nefndar áletranir eru flestar í Arnbjargarhólma, vestan Básendahafnar (Brenntorfuvíkur). Á Letursteinn í Arnbjargarhólmaháhólmanum má bæði lesa skrifstafi og ártöl á klöppunum, en auk þess, þegar vel er leitað, má sjá slíkar áletranir á lausum steinum, sem virðast hafa verið á hólmanum áður fyrr, er hann var landfastur og væntanlega gróinn vel, en skolast til þegar sjórinn náði að aðskilja hann fastalandinu og leika frjálslegar um hólmann.
Við skoðun FERLIRs kom m.a. í ljós að á einum lausa steininum stóð nafnið „BERTELANDERS“ og ártalið 1700. Á öðrum lausum steini var m.a. áletrað MVL og XX þar sem ör lá upp frá ártalinu 1590. Á klöppum mátti bæði lesa bókstafi er virtust vera upphafsstafir manna og ártöl, s.s. 1640, 1650, 1651 og 1694. Þessar áletranir á þessum stað benda til þess að þarna hafi verið athafnasvæði verslunar danskar kaupmanna, en þeir höfðu höfnina eftir 1602 út af fyrir sig. Þjóðverjar og Englendingar kepptust um hana fram yfir 1532 (Grindarvíkurstríðið) svo áletrunin Bertelanders gæti verið eftir einhvern kaupmanninn á Endunum eða hugsanlega nafn á skipi hans. Fróðlegt væri fyrir sagnfræðinga að reyna að grafa eitthvað upp um þetta.
Líklegt má telja að fleiri áletranir og ártöl kunni að leynast við Básenda er kunna að varpa ljósi á veru framangreindra á staðnum í gegnum aldirnar.

Letursteinn

Esja

Félagar í Starfsmannafélagi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gengu gamla leið á Esjuna, áleiðis upp á Þverfellshorn.

Gonguleiðin

Núverandi göngleið liggur frá bílastæðinu undir Esjuhlíðum, upp í gegnum Þvergil og áfram um Einarsmýri, en gamla leiðin lá í gegnum Skógræktina, skógsvæðin í Kálfsdal er skiptist í Neðri-Kálfsdal og Efri-Kálfsdal og áfram upp grónar brekkuskriður. Heitir sú brekka Hákinn. Ætlunin er að reyna að staðsetja hina grónu götu í hlíðunum alla leið upp fyrir Rauðhól og að Rauðhamri, upptökum Mógilsár.
Esjan stendur við Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennum höfuðborgasvæðisins. Talið er að Esjan hafi myndast á fyrri hluta ísaldar. Hún byggðist upp úr blágrýtis- og móbergslögum og talsvert er um innskot og bergganga í fjallinu. Esjan er syðsta blágrýtisfjallið á landinu. Nafn fjallsins er gjarnan rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn. Kalk fannst í giljunum fyrir ofan Mógilsá og árið 1873 var þar stundaður námugröftur. 

Raudhamar

Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn.

Esja

Gamall stígur um Esjuna.

Búri

Fyrir tólf árum [skrifað 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði því, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrásina og skoðaði hann vel og vandlega, en ekki var að sjá að framhald væri á hraunrásinni sem þar var og virtist hafa lofað svo góðu.

Búri

Búri – Bibbi í fyrsta sinni í hellinum.

Hann gafst þó ekki upp eins og góðra hellamanna er siður, forfærði grjót í öðrum enda hans og við það opnaðist þröngt gat niður í kjallara. Guðmundur var einn við þessa iðju sína svo honum fannst ráðlegast að fara ekki niður að svo komnu máli. Það var líka skynsamlegt hjá Guðmundi.

Og svo leið og beið. Það var ekki fyrr en í maímánuði 2005 að HERFÍsfulltrúinn Björn Hróarsson með FERLIRsfélaga á hælunum lét sig síga niður um gatið – og sjá, niðri var hvelfing með miklum ís- og klakamyndunum. En Björn staðnæmdist ekki við dýrðina, enda öllu vanur, heldur hélt áfram og frumskoðaði hluta af Búra.

Búri

Búri kannaður fyrsta sinni.

Nú var verið að fara aðra ferð í Búra. Í för var Guðmundur Brynjar, sá sem hafði fundið hellinn á sínum tíma.

Haldið var niður um þröngt opið og síðan niður eftir hellinum.  Búri er mikill hellir. Mikið hrun er í honum og fara þurfti tvisvar í gegnum þröng op áður en komið var í meira rými. Smám saman fóru hliðar, loft og jafnvel gólf upprunarlegu rásarinnar að koma í ljós. Þá tók hver hvelfingin við af annarri. Lofthæð var um 20 metrar og breidd á milli veggja var um 12 metrar. Ekki var mögulegt að taka ljósmyndir í gímaldinu til að sýna stærð þess. Það þarf að gera með viðeigandi búnaði. Myndir með venjulegri vél urðu einungis svartar. Flassið náði ekki milli veggja.

Búri

Búri – svelgurinn.

Þegar neðar dró varð rásin algerlega heil og ein sú stærsta og fallegasta í hraunhelli á Íslandi. Haldið var enn niður á við eftir litlum gófum hraunfossi og síðan gengið um sali, sem myndu prýða hvaða konungshöll úti í hinum um stóra heimi. Þá lækkaði rásin, en var alltaf um tveggja mannhæða há til lofts og víð til beggja veggja. Eftir allnokkra göngu í bugðum og beygjum gapti hyldjúpur svelgur við framundan. Lengra varð ekki komist að sinni. Dýpið á svelgnum er um þrettán metrar. Á botni hans er rauðleitt slétt gólf og langir separ niður úr loftinu. Niðri virðist vera hringiða hraunsstrauma og rásir inn undir bergið. Hvað þar er niðri veit enginn, en staðurinn, aðkoman og dýpið á hellinum lofar mjög góðu. Líklegt má telja að þarna séu heilar rásir, algerlega ókannaðar. Þær geta legið hvert á land sem er. [Svelgurinn var kannaður síðar, en ekki var þá hægt að komast áfram inn úr honum þá leiðina. Aðstæður lofa þó góðu.]

Búri

Búri.

Flest eldgos á Reykjanesskaga, og raunar á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Goskeilurnar deyja síðan hver af annarri þar til gosi lýkur og gígaröðin stendur ein eftir. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.

Í blandgosum, þar sem háir kvikustrókar þeyta kvikuslettum hátt í loft upp, hrúgast upp háir og reisulegir gjall- og klepragígar. Þeir eru með skarð í gígveggnum þar sem apalhraun hefur runnið út. Apalhraun er gert úr kviku sem rennur eins og seigfljótandi síróp. Hraunstraumurinn skríður eða veltur hægt fram og er jaðarinn jafnan mjög brattur.

Búri

Búri – opið.

Yfirborð hraunanna er mjög úfið og þekkjast þau því auðveldlega.
Í flæðigosum verða engir kvikustrókar. Í þeim flæðir þunnfljótandi kvikan líkt og lækur undan halla og myndar hraun, gert úr mörgum þunnum lögum. Slík hraun hafa slétt yfirborð líkt gangstéttarhellum. Ofan á þeim eru hraunreipi sem myndast líkt og hrukkur í súpuskán. Gígar, sem myndast þegar helluhraun rennur, kallast eldborg eða dyngja eftir því hve lengi gosið hefur staðið. Báðar eru lágir og víðáttumiklir hraunskildir sem oftar en ekki er erfitt að greina í landslaginu. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Kvikusletturnar hlaða upp kringlóttan, þunnan og lágan gígvegg sem hvergi er skarð í. Kvikan rennur nefnilega úr gígnum um göng undir storknu yfirborði hraunsins sem rann í byrjun gossins. Þegar gosinu lýkur tæmast göngin og mynda langa hraunhella. Allir stærstu hellar landsins hafa orðið til með þessum hætti.
Frábært veður (annars skiptir það litlu máli þegar inni í hella er komið).
Ferðin tók 5 klst og 5 mín. Gangan um Búra tók um 4 klst og 4 mín.

Í anddyri Búra

Þorbjarnarfell

Eftirfarandi um ratsjárkampinn á Þorfjarnarfelli ofan Grindavíkur má lesa í bók Friðþórs Eydals „-Frá Heimstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950„:
camp-vail-5„Vegalagning upp á Þorbjörn hófst í byrjun október 1941. Þar voru að verki liðsmenn byggingarsveitar flughersins bandaríska, þeirra sömu og síðar starfaði við lagningu flugvallanna við Keflavík, og heimamenn í Grindavík sem ráðnir voru til verksins. Fjallið er snarbratt, myndað við gos undir jökli og mikill halli á veginum sem illfær er nema fjórhjóladrifnum bifreiðum. Ratsjárbúirnar nefndust Camp Vail eftirlitsmanni ratsjársveitarinnar, Reymond T. Vail, sem var fyrsti óbreytti bandaríski hermaðurinn sem lést hér á landi. Var þeim valinn staður í gígnum sem opinn er til norðurs en veitir dágott skjól fyrir öðrum áttum. Þar voru reistir 14 braggar og rafstöð en ratsjártækjunum var komið fyrir á toppi fjallsins vestan við gilið sem klýfur hann í tvennt. Hófst starfsemin 18. apríl 1942. Lá raflögn að ratsjárstöðinni sem komið var fyrir í bragga við hlið loftnetsvagnsins.
camp vail - braggarVegna legu sinnar sýndi ratsjárstöðin á Þorbirni allra stöðva best flugvélar í lágflugi á Faxaflóasvæðinu. Truflanir voru þó tíðar og stöðin nýttist ekki nema 60% vegna þess hve oft varð að fella loftnetið sökum veðurofsa.
Ný ratsjá af gerðinni SCR-271-EA var tekin í notkun á Þorbirni í maímánuði 1944. Var ratsjárturninum valinn staður á syllu skammt neðan við fjallstoppinn sunnanverðan þar sem nokkurt skjól gafst fyrir vindi. Nýja ratsjáin leysti af hólmi færanlegu ratsjána á fjallsbrúninni sem var orðin ein sú elsta í Bandaríkjaher.“

Camp Vail

Camp Vail.

Fyrir 50–60 menn eins og dvöldu í búðunum þurfti a.m.k. 5 íbúðarbragga, auk liðsforingjabraggans, en liðsforningarnir voru að jafnaði 3 í Camp Vail og bjuggu sér í sínum bragga. Birgðir hafa verið geymdar í rafstöð, mötuneyti, stjórnstöð og e.t.v. í litla bragganum í miðjunni, hafi hann ekki verið dælustöð.
thorbjorn-9991Staðsetning vatnstankanna nærri akvegum ofan við búðirnar beggja megin bendir til þess að vatn hafi verið flutt til búðanna á tankbílum sem var ekki óalgengt í litlum herbúðum hér á landi. Gamlir Grindvíkingar gætu munað eftir því ef borhola fyrir vatn hefur verið gerð á fjallinu og eins hvað varð um braggana eftir stríð, þ.e. hvort einhver heimamaður hafi keypt þá af sölunefndinni eða Grindvíkingar komið að niðurrifinu.“

Camp Vail

Camp Vail.

Samkvæmt síðari tíma upplýsingum var starfsemi ratsjárstöðvarinnar á Þorbirni hætt í stríðslok og ratsjártækin fjarlægð. Ríkissjóður keypti búnað og mannvirki herliðsins í styrjaldarlok og var Sölunefnd setuliðseigna falið að endurselja þau landsmönnum og annast endurbætur á landi sem herliðið hafði til umráða. Sölunefndin tók við 13 bröggum á Þorbirni og seldi eða lét rífa þá en braginn sem hýsti tækjabúnað eldri ratsjárinnar á fjallstoppnum mun hafa fokið og eyðilagst.

Heimild:
-Frá Heimstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950, Friðþór Eydal, bls. 206.

Grindavík

Grindavík séð af Þorbjarnarfelli (Þorbirni).

 

Búri

Gengið var í fylgd fulltrúa HERFÍs um Leitarhraun ofan við Hlíðarendahjalla. Markmiðið var að leita að opinu á Búra, en í leiðinni var ætlunin að skoða opið á Árnahelli, Gjögrinu og Fjallsendahelli.

Búri

Í Búra.

Leitarhraunið kom úr Leitinu utan undir Bláfjöllum fyrir um 4300 árum síðan. Þar er stór gígur. Hraun úr honum rann bæði til suðurs og norðurs. M.a. er hluti hraunsins í Elliðaárhólma úr honum sem og hraunið sem Þorlákshöfn stendur á
Gjögrið er stór niðurfall, sem Gjögurhraun er nefnt eftir. Arnarhreiðrið er m.a. í því hrauni. En þótt niðurfallið virðist stórt er hellirinn það ekki að sama skapi. Hins vegar er geysilega falleg hraunmyndun í honum. Fallegur rauður flór kemur út undan berginu inni í hellinum og steypist fram af lágri brún. Myndar hraunið þar myndarlegan hraunfoss. Farvegurinn hefur leitað niður undir hraunið og sést bláleitt gapið vel. Hægt er að komast inn í niðurfallið undir steinbrú úr grónu jarðfalli við hlið Fjallsendahellis.

Fjallsendahellir

Fjallsendahellir.

Fjallsendahellir liggur hægra megin inn úr jarðfallinu. Rásin liggur um 100 metra í boga upp í gegnum hraunið. Efra gatið er í í 89 metra beinni sjónlínu norðan við neðra opið. Þegar skammt er komið er inn í Fjallsendahelli er hlaðinn veggur þvert fyrir hellinn. Hefur hann líklega verið hlaðinn til að koma í veg fyrir að fé leitaði lengra upp í hann, en skv. örnefnalýsingum fyrir Hlíðarenda var hellirinn notaður sem fjárskjól. Neðsti hluti hans er nokkuð sléttur.

Efra opið er nokkuð djúpt, en hægt er að komast inn í það í gegnum jarðfall skammt ofar.

Gjögur

Í Gjögra.

Haldið var upp að opi Árnahellis. Hellirinn sjálfur er lokaður með járnhlera. Reynt var að grennslast fyrir um hugsanlegt aðgengi annars staðar um jarðfallið, en hún reyndist árangurslaus, að þessu sinni a.m.k.
Þá var haldið á ný upp Leitarhraun og reynt að hafa uppi á opi Búra. Björn Hróarsson hafði séð jarðfallið á loftmynd, en Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, formaður suðurdeildar HERFÍs, hafði kíkt á aðstæður og forfært grjót úr syðri hluta hans. Við það hafi komið í ljós illkleift og óráðið op niður á við.

Búri

Björn Hróarsson í Búra fyrsta sinni.

Efri hluti Búra er um 50 metra langur. Hann er um 7 metra hár, um 9 metra breiður. Hrun er í þessum hluta, en víða má sjá fallega rauðleit hraunlögin, sem svo lítið haldreipi reyndist vera í. Við athugun virðist vera kjallari undir rásinni, en það mun verða fjandanum erfiðara að komast þangað niður.
Í nerði hlutanum er gatið, sem Guðmundur Brynjar fann. Eftir að hafa forfært svolítið grjót frá opinu skellti Björn sér niður í hellagallanum. Ekki leið nema sekúndubrot frá því að hann hvarf sjónum efrimanna að fagnaðarhljóð heyrðust undir niðri. Björn var greinilega kominn í feitt.

FERLIRsfélagar fylgdu í kjölfarið. Þegar niður var komið blasti við mikil hvelfing, fimmtíu metra löng, fimmtán metra há og um tuttugu metra breið.

Búri

Búri.

Klakamyndanirnar í hvelfingunni voru engum líkar. Mannhæðahá klakastykki þöktu gólf og um fimm metra löng grýlukerti héngu niður úr loftum. Ef álfabyggð væri til þá hlyti hún að líta svona út. Allar tiltækar myndavélar voru rifnar á á loft og flassblossar lýstu upp hellinn, líkt og um dagsbirtu væri að ræða þarna niðri í hyldjúpunum.

Björn hvarf lengra niður rásina – og var lengi í burtu. Þegar hann kom aftur eftir drjúga stund svaraði hann spurningum einungis á þann veg að hellirinn væri ókannaður.

Búri

Í Búra.

Björn hefur hingað til þótt orðvar maður í lýsingum sínum á nýfundum hellum svo treysta má því að af svörunum megi ráða fullvissu þess að þarna kynni eitthvað áhugavert að leynast. Ekki er óvarlegt að álykta að í Búra kunni að leynast svör við spurningum, sem menn hafa hingað til ekki kunnað að spyrja.
Þessi ferð lýsir vel fjölbreytni FERLIRsferða, óvæntum mætingum og sannfæringunni um fjölbreytnina, sem landið hefur upp á að bjóða.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.

Gjögur

Í Gjögra.

Búri

Fyrir tólf árum [skráð 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði því, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrás mikils jarðfalls og skoðaði hann það vel og vandlega, bæði til norðurs og suðurs, en ekki var að sjá að framhald væri á hraunrásinni sem þar var og virtist hafa lofað góðu. Hann gafst þó ekki upp eins og góðra hellamanna er siður, forfærði grjót í syðri enda jarðfallsins og við það opnaðist þröngt gat niður í kjallara.
GuðmundurGuðmundur var einn við þessa iðju sína svo honum fannst ráðlegast að fara ekki niður að svo komnu máli. Það var líka skynsamlegt hjá Guðmundi. Guðmundur hafði myndavél meðferðis, teygði sig eins langt niður og honum var unnt – og smellti af. Enga fyrirstöðu var að sjá á myndinni þegar filman hafði verið framkölluð.
Og svo leið og beið. Það var hins vegar ekki fyrr en í maímánuði 2005 að HERFÍsfulltrúinn Björn Hróarsson með FERLIRsfélaga á hælunum lét sig síga niður um þrönga gatið – og sjá, niðri var heljarinnar hvelfing með miklum ís- og klakamyndunum. Á meðan aðrir dáðust að dýrðinni hélt Björn för sinni áfram inn rásina, enda öllu vanur. Hann hélt áfram og frumskoðaði Búra að hluta. Í kjölfar þeirrar FERLIRsferðar var birt eftirfarandi leiðarlýsing á vefsíðunni:
„Gengið var í fylgd fulltrúa HERFÍs um Leitarhraun ofan við Hlíðarendahjalla. Markmiðið var að leita að opinu á Búra, en í leiðinni var ætlunin að skoða opið á Árnahelli, Gjögrinu og Fjallsendahelli.Björn Hróarsson - fyrstu niður eftir frumopnun
Leitarhraunið kom úr Leitinu utan undir Bláfjöllum fyrir um 4300 árum síðan. Þar er stór gígur. Hraun úr honum rann bæði til suðurs og norðurs. M.a. er hluti hraunsins í Elliðaárhólma úr honum sem og hraunið sem Þorlákshöfn stendur á. Þar í er Gjögrið – stór niðurfall, sem Gjögurhraun er nefnt eftir. Arnarhreiðrið er einnig í því hrauni. Sá hellir hefur verið gerður aðgengilegur að tilstuðlan HERFÍSfélaga og stuðningi góðra manna og félaga. Þótt niðurfallið í Gjögrið virðist stórt er hellirinn sá ekki að sama skapi stór. Hins vegar er geysilega falleg hraunmyndun í honum. Fallegur rauður flór kemur út undan berginu inni í hellinum og steypist fram af lágri brún. Myndar hraunið þar myndarlegan hraunfoss. Farvegurinn hefur leitað niður undir hraunið og sést bláleitt gapið vel. Hægt er að komast inn í niðurfallið undir steinbrú úr grónu jarðfalli við hlið Fjallsendahellis.
Fjallsendahellir liggur hægra megin inn úr jarðfallinu. Rásin liggur um 100 metra í boga upp í gegnum hraunið. Efra gatið er í í 89 metra beinni sjónlínu norðan við neðra opið. Þegar skammt er komið er inn í Fjallsendahelli er hlaðinn veggur þvert fyrir hellinn. Hefur hann líklega verið hlaðinn til að koma í veg fyrir að fé leitaði lengra upp í hann, en skv. örnefnalýsingum fyrir Hlíðarenda var hellirinn notaður sem fjárskjól. Neðsti hluti hans er nokkuð sléttur.
Efra opið er nokkuð djúpt, en hægt er að komast inn í það í gegnum jarðfall skammt ofar.
Haldið var upp að opi Árnahellis. Hellirinn sjálfur er lokaður með járnhlera. Reynt var að grennslast fyrir um hugsanlegt aðgengi annars staðar um jarðfallið, en hún reyndist árangurslaus, að þessu sinni a.m.k. Síðar var gerð hin ágætasta FERLIRsferð í Árnahelli með HERFÍs þar sem dropsteina- og hraunstráabreiðurnar voru barðar augum. Í þeirri ferð óx skilningurinn á mikilvægi þess að loka hellum með viðkvæmum og einstökum jarðfræðimyndunum.
BúriÞá var haldið á ný upp Leitarhraun og reynt að hafa uppi á opi Búra. Björn Hróarsson hafði séð jarðfallið á loftmynd, en Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, formaður suðurdeildar HERFÍs, hafði kíkt á aðstæður og forfært grjót úr syðri hluta hans[, sem fyrr sagði í inngangi]. Við það hafi komið í ljós illkleift og óráðið op niður á við.
Efri hluti hraunrásar Búra [í nefndu jarðfalli] reyndist vera um 50 metra langur. Hann er um 7 metra hár, um 9 metra breiður [sjá efstu myndina]. Hrun er í þessum hluta, en víða má sjá fallega rauðleit hraunlögin, sem svo lítið haldreipi reyndist vera í. Við athugun virðist vera kjallari undir rásinni, en það mun verða fjandanum erfiðara að komast þangað niður. [Gerð var þó tilraun til þess í annarri FERLIRsferð og tókst þá að opna gat niður í hraunrás. Í henni er grjót, sem þarf að forfæra. Það verkefni bíður betri tíma].
Í neðri hluta rásarinnar er gatið, sem Guðmundur Brynjar fann. Eftir að hafa forfært svolítið meira grjót frá opinu skellti Björn sér niður líkt og slanga í hellagallanum. Ekki leið nema sekúndubrot frá því að hann hvarf sjónum efrimanna að fagnaðarhljóð heyrðust undir niðri. Björn var greinilega kominn í feitt.
FERLIRsfélagar fylgdu í kjölfarið, hver á fætur öðrum. Þegar niður var komið blasti við mikil hvelfing, fimmtíu metra löng, fimmtán metra há og um tuttugu metra breið. Klakamyndanirnar í hvelfingunni þetta vorið voru engum líkar. Mannhæðahá klakastykki þöktu gólf og um fimm metra löng grýlukerti héngu niður úr loftum. Ef álfabyggð væri til þá hlyti hún að líta svona út. Allar tiltækar myndavélar voru rifnar á á loft og flassblossar lýstu upp hellinn. Um stund var líkt og um dagsbirtu væri að ræða þarna niðri í hyldjúpunum.
Björn hvarf lengra niður rásina – og var lengi í burtu. Þegar hann kom aftur svaraði hann spurningum einungis á þann veg að hellirinn væri ókannaður. Björn hefur hingað til þótt orðvar maður í lýsingum sínum á nýfundum hellum svo af tilsvörunum mátti ráða fullvissu þess að þarna kynni eitthvað miklu áhugaverðara að leynast. Ekki er óvarlegt að álykta að í Búra kunni að leynast svör við spurningum, sem menn hafa hingað til ekki kunnað að spyrja.

Myndun í Búra

Þessi ferð lýsti vel fjölbreytni FERLIRsferða, óvæntum mætingum væntinga og sannfæringunni um fjölbreytileika íslenskrar náttúru, sem landið hefur upp á að bjóða.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.“
Nú þurfti að fara aðra ferð í Búra. Í för var Guðmundur Brynjar, sá sem hafði fundið hellinn á sínum tíma.
Haldið var með snúningi niður um þröngt opið og síðan niður eftir hellinum.  Búri er mikill hellir. Mikið hrun er í honum og fara þurfti tvisvar í gegnum þröng op áður en komið var í meira rými. Smám saman fóru hliðar, loft og jafnvel gólf upprunarlegu rásarinnar að koma í ljós. Þá tók hver hvelfingin við af annarri. Lofthæð var um 20 metrar og breidd á milli veggja var um 12 metrar. Ekki var mögulegt að taka ljósmyndir í gímaldinu til að sýna stærð þess. Flassljósið dó hreinlega út í víðáttumyrkrinu. Það þarf að gera með viðeigandi búnaði. Myndir með venjulegri vél urðu þarna einungis svartar. Flassið náði ekki einus sinni milli veggja.
Svelgur innst í BúraÞegar neðar dró varð rásin algerlega heil og ein sú stærsta og fallegasta í hraunhelli á Íslandi. Haldið var enn niður á við eftir litlum gófum hraunfossi og síðan gengið um sali, sem myndu prýða hvaða konungshöll úti í hinum um stóra heimi. Þá lækkaði rásin, en var alltaf um tveggja mannhæða há til lofts og víð til beggja veggja. Eftir göngu í bugðum og beygjum gapti hyldjúpur svelgur við framundan. Lengra varð ekki komist að sinni. Dýpið á svelgnum er um þrettán metrar. Á botni hans er rauðleitt slétt gólf og langir separ niður úr loftinu. Niðri virðist vera hringiða hraunsstrauma og rásir inn undir bergið. Hvað þar er niðri veit enginn, en staðurinn, aðkoman og dýpið á hellinum lofar mjög góðu. Líklegt má telja að þarna séu heilar rásir, algerlega ókannaðar. Þær geta legið hvert á land sem er. [Björn fór síðar með leiðangur í hellinn þar sem sigið var niður í svelginn og hann kannaður.

Búri - á bakaleiðinni

Flest eldgos á Reykjanesskaga, og raunar á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Goskeilurnar deyja síðan hver af annarri þar til gosi lýkur og gígaröðin stendur ein eftir. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.
Í blandgosum, þar sem háir kvikustrókar þeyta kvikuslettum hátt í loft upp, hrúgast upp háir og reisulegir gjall- og klepragígar. Þeir eru með skarð í gígveggnum þar sem apalhraun hefur runnið út. Apalhraun er gert úr kviku sem rennur eins og seigfljótandi síróp. Hraunstraumurinn skríður eða veltur hægt fram og er jaðarinn jafnan mjög brattur. Yfirborð hraunanna er mjög úfið og þekkjast þau því auðveldlega.
Í flæðigosum verða engir kvikustrókar. Í þeim flæðir þunnfljótandi kvikan líkt og lækur undan halla og myndar hraun, gert úr mörgum þunnum lögum. Slík hraun hafa slétt yfirborð líkt gangstéttarhellum. Ofan á þeim eru hraunreipi sem myndast líkt og hrukkur í súpuskán. Gígar, sem myndast þegar helluhraun rennur, kallast eldborg eða dyngja eftir því hve lengi gosið hefur staðið. Báðar eru lágir og víðáttumiklir hraunskildir sem oftar en ekki er erfitt að greina í landslaginu. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Kvikusletturnar hlaða upp kringlóttan, þunnan og lágan gígvegg sem hvergi er skarð í. Kvikan rennur nefnilega úr gígnum um göng undir storknu yfirborði hraunsins sem rann í byrjun gossins. Þegar gosinu lýkur tæmast göngin og mynda langa hraunhella. Allir stærstu hellar landsins hafa orðið til með þessum hætti.
Frábært veður (annars skiptir það litlu máli þegar inni í hella er komið). Ferðin tók 5 klst og 5 mín. Gangan um Búra tók um 4 klst og 4 mín.
Sjá meira um ferðalagið og nýrri uppötvanir í Búra í stórvirki Björns Hróarssonar; Íslenskir hellar – 2006 (sjá meira HÉR).
Sjá MYNDIR.
Í Búra

Reykjavík

Eftirfarandi um „Upphaf útgerðar í Reykjavík“ birtist í Sjómannadagsblaðinu árið 1986:
„Ingólfur útvegsbóndi bóndi í Vík hefur ekki getað komizt með yfir hafið þann kvikfénað, sem nægt gæti heimilisfólki hans og því hefur það verið hans fyrsta verk að senda þræla sína á sjó á eftirbátnum, en svo hétu þeir bátar, sem landnámsmenn og landafundamenn þessa tíma drógu með sér og einnig höfðu þeir með sér léttbát til ,,skjóta út“, litla byttu, sem þeir höfðu á hvolfi uppi í skipi sínu og var hún þar þá einnig til skjóls.
sjo-1Ekki hefur Ingólfi litist á að stunda róðra frá Ingólfshöfða, þar sem er lending brimasöm, og tekur sig upp og fer að leita fyrir sér að betri stað til sjósóknar; hann fer yfir grösug héruð, girnileg til landbúskapar, en lýkur ekki ferð sinni fyrr en á uppgrónum hraunkarga vestur við sjó, þar sem nes og víkur og eyjar búa honum góða lendingu og þó jafnframt stutt róið á fengsæla slóð. Svo einföld er skýringin á staðarvali Ingólfs til búsetu, að hann finnur ekki álitlegan stað á suðurströndinni til róðra, og honum var nauðsynlegt að finna skjólgóða vík fyrir brimi, þar sem hann hafði ekki nema tveggja eða þriggja manna far til sóknar, en þær litlu fleytur voru illa fallnar til brimlendingar, ekki sízt eins og hann brimar fyrir suðurströndinni.
Það er hljótt um Reykjavík í fyrri alda fiskveiðisögu, það er varla að nafninu bregði fyrir í heimildum í sambandi við fiskveiðar. Það er margt, sem veldur því, að Reykjavík verður ekki sögufrægt sjávarplass á áraskipatímanum. Reykjavík verður t.a.m. aldrei verstöð og því veldur lega hennar, að þar er alla tíð á árabátaöldunum róið í heimræði.
Það er rangt, sem margir þeir hafa gert, sem reynt hafa að rekja fiskveiðisögu Reykjavíkur, að slá saman fiskveiðum og útvegi Seltirninga og Reykvíkinga.

Reykjavík

Örfirisey fyrrum.

Það eru allir sammála um að Reykjavík sé það svæði, sem kaupstaðurinn reis á og það er spildan frá Rauðará og út af Örfiriseyjargranda eða út að Seli, gegnt honum. Það hefur ekki verið minna en þriggja kortéra róður úr vörunum austan við Örfiriseyjargrandann og út á móts við yztu varir á Nesinu, svo sem Nesvör og Bygggarðsvör og fengsælasta þorsklóðin, Sviðið, því ekki nýtzt Reykvíkingum til sóknar á tveggja manna förum sínum, sem sókn þeirra byggðist á að heimildir segja. Það verða snemma skörp skil milli útvegsins á Reykjavíkursvæðinu og Seltjarnarness, sem varð verstöð snemma, en verstöðvar mynduðust á yztu nesjum og víkum yzt við firði. Það varð bæði allt annar útvegur og allt annað fólk á Nesinu en í Reykjavík. Á Nesið flykktust vermenn, mest austan yfir fjall, hraustir piltar, sem gerðu Nesstúlkum börn, og settust þar að, og þarna óx upp sterkur stofn harðsækinna sjómanna, sem sóttu út á Sviðsslóð og veiddu stórþorsk.

Reykjavík

Reykjavík 1935.

Á Nesinu myndaðist útvegsbændastétt, öflugir karlar, sem gerðu út fjagramannaför, sexæringa og áttæringa og notuðu tveggjamannaför aðeins í grásleppuna og eitthvað til sumarróðra. Það má sjá það í sagnfræðibókum, að Reykvíkingar hafi sótt fyrri hluta vertíðar suður í Garð og Leiru; um þetta má finna einstakt dæmi á 19du öld, — en það voru Seltirningar, sem höfðu þennan háttinn á almennt, ekki Reykjavíkingar.
Þar sem Reykjavík varð ekki verstöð byggðist útvegurinn þar á róðrum heimamanna, og byggðin ekki fjölmennari en 100—150 manns framá daga Innréttinganna. Þá hefur það gert þeim örðugra fyrir að sameinast um róðra á stærri bátum en tveggja manna förum, að Lækurinn klauf byggðina og menn austan Lækjar ekki sameinast mönnum til róðra, sem reru úr Grófarvörunum. Lækurinn hefur oft verið illur yfirferðar áður en brú kom á hann.

Reykjavík

Reykjavík – þurrabúð.

Ásamt því, sem áður er sagt, að lega staðarins leiddi til sóknar á smábátum á innmið, þá hefur það einhverju valdið máski, að byggðin var klofin. Víkurbóndi hefði þó meðan hann hafði bein í nefinu átt að hafa getað gert út stærra skip, þar sem byggð var snemma nokkuð þétt í Grjótanum, og kannski hefur hann gert það, þó engar séu heimildir fyrir slíkri útgerð. Það má mikið vera, ef mikill útvegsbóndi hefði verið einhvern tímann á áraskipaöldum í Reykjavík, að hann hefði þá ekki komizt inn í söguna með nafnið sitt.

Reykjavík

Reykjavík 1789.

Reykjavík verður á 17du öld verzlunarstaður og síðan iðnaðarpláss á 18du öld og það dregur úr ástundun fiskveiðanna. Menn á kotbýlunum og þurrabúðarmenn hafa þá farið að snúast í kringum verzlunina, sem pakkhúsmenn og eyrarvinnumenn í upp- og útskipun og það dregið úr róðrum þeirra og löngun til sjósóknar og síðan komu Innréttingastofnanirnar uppúr miðri 18du öldinni og sú starfsemi hefur ekki örvað sjósókn Reykvíkinga. Skúli var meira að segja með þær tvær duggur, sem hann keypti 1752, og komu hingað 1753, í Hafnarfirði. Eins var um hina miklu Húkkortuútgerð kóngsins, 1776 — 87, að hún hafði bækistöð sína í Hafnarfirði.

Reykjavík

Reykjavík 1860.

Fyrstu heildarlýsingu á byggð og búskap á Reykjavíkursvæðinu er að finna í Jarðabók Árna og Páls (1702—14) og manntalinu 1703. Þá eru 150 manns búsettir á svæðinu frá Rauðará út að Seli og af búskaparháttum má ráða að fólkið lifir þar mest á sjófanginu og þar er getið heimræðis nær við hvert kotbýli og landskuldir greiddar í fiskum en ekki getið bátaeignar. En við höfum heimildir úr Ferðabók Eggerts og Bjarna og Frásögnum Horrebows, hvorttveggja heimildin frá miðri 18du öld, um báta Reykvíkinga.
Í Ferðabókinni er sagt frá því að í verstöðvunum sunnanlands og allt að Keflavík sé róið kóngskipum mest og það eru sexæringar áttæringar og teinæringar, en í höfnunum fyrir norðan Keflavík „sækja menn sjó allt árið á smærri skipum og fámennari.“ Á öðrum stað segir: „ .. . í Reykjavík, á ströndinni inn á móts við Viðey, í Laugarnesi og Engey, sækja menn sjó allt’ árið á smábátum.“

Reykjavík

Reykjavík 1801.

Horrebow segir: „Svo má heita að smábátar séu einungis í Gullbringusýslu og við Hvalfjörð. Víðast hvar á landinu eru þeir stærri og er þeim róið af 4,6 og 8—20 mönnum.“
Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er lýst sjósókn Kjalnesinga, en þeir sóttu á sömu mið og Reykvíkingar og hafa róið á samskonar bátum. Það er athyglisvert að þeir Eggert orða sóknina við Kjalnesinga en ekki Reykvíkinga, sem getur ekki stafað af öðru en að hún hafi þá verið meiri og dæmigerðari á Kjalarnesi. Að hvorki þeir Eggert né Horrebow nefna Reykjavík í fiskveiðilýsingu segir náttúrlega sína sögu.

Reykjavík

Reykjavík 1836.

Í Ferðabókinni segir svo: „Á Kjalarnesi er sjór sóttur allt árið. Bátar eru hér litlir. Hinir stærstu eru fjagramanna för en einsmannsför þeirminnstu.
Segl Kjalnesinga eru úr þunnum, fíngerðum ullardúk, sem ofinn er með líkum hætti og léreft. Dúkur þessi kallast einskefta og notar bændafólk hann í skyrtur. Aðeins eitt segl er á hverjum bát, og er það haft fjórðungi mjórra að ofan en neðan. Siglutréin eru misjafnlega löng, en venjulegast er, að þau séu % af bátslengdinni. Í siglutoppinum er lítið hjól. Á því leikur strengur til þess að reisa og fella seglið. Siglan er fest í eina af fremstu þóftunum og bundið með taugum í framstafn og til hliðanna. Stýrið er fest á tvo króka, efst á því er þverfjöl sem stjórntaumarnir eru festir í. Þeir eru notaðir hér í stað stýrissveifar.

Reykjavík

Reykjavík – Gaimard.

Í akkeris stað nota menn kollóttan, harðan stein, og er gat í gegnum hann. Í gatið er rekið þvertré, sem taugin er bundin við og festir útbúnað þennan í botninn. Þegar róið er til fiskjar, verður hver maður af skipshöfninni að hafa færi, öngul, beitu og hníf, sem kallast sax, og auk þess að vera sjóklæddur. Allir veiða á handfæri eftir beztu getu, en að loknum róðri er aflanum skipt í jafna hluti, því að annars gæti orðið of mikill munur á afla eftir heppni manna. Bátseigandinn fær einn hlut aflans, þótt hann rói ekki með.
Aðallega veiða menn þorsk, sem er algengasti fiskurinn , en auk hans veiða menn líka flyðrur, skötur og smávaxna háfa. Flyðran er úrvals-matfiskur, en hinir eru einkum veiddir vegna lifrarinnar, en úr henni fæst sérlega gott lýsi. Á haustin og framan af vetri veiða menn smálúður á þar til gerða öngla. Þeir eru festir tveir og tveir á þvertein úr járni.

Reykjavík

Reykjavík fyrrum.

Lúðuveiði þessi er eingöngu nærri landi, sjaldan fjær en áttung úr mílu. Tittlingur, eða réttara sagt þyrsklingur, er smáþorskur. Rauði þyrsklingurinn kallast þarafiskur, af því að hann dvelst á þarabotni. Hann er oft hárauður á lit og með rauðum dröfnum á kviðnum. Þetta eru einungis tilbrigði frá aðaltegundinni, þorskinum. Á Kjalarnesi eru fiskveiðarnar auðveldari en annars staðar á Suðurlandi.“
Í sóknarlýsingu séra Árna Helgasonar í Görðum, en hún frá því um 1830, er sagt að Hafnfirðingar rói eingöngu tveggja manna förum og það er heldur engin ástæða til að ætla að Reykvíkingar hafi verið farnir, fremur en Hafnfirðingar, að breyta neitt sínum aldagömlu róðrarháttum á tveggja manna förum mest.
Það er ekki fyrr en á síðustu þremur áratugum 19du aldar, þegar upp eru komnir í Reykjavík útvegsbændur eins og Hlíðarhúsamenn og Borgarabæjarmenn í Grjótanum, að Reykvíkingar fara að róa stærri árabátum en þeir höfðu gert um aldirnar.“

 

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 49. árg 1986, 1. tbl. bls. 54-56.

Torfbær

Tofbær í Reykjavík 1925.