Segja má að Reykjanesskaginn endurspegli önnur náttúru- og minjasvæði landsins. Líkt og þéttbýlisíbúarnir á höfðuborgarsvæðinu fara langar leiðir til að skoða sögulega staði og furðusmíð jarðmyndunarinnar, áhrif rofafla og litaafbrigði væri ekki óraunhæft að ætla að aðrir íbúar landsins kæmu á Skagann til að skoða stórkostleika hans.

Húshólmi er dæmi um einstakan sögulegan minjastaðEn svo er ekki. Í huga landsbyggðabúans hefur höfðuborgarsvæðið neikvæða ímynd og þar með svæðið í heild. Og vegna þess að allt of margur höfuðborgaríbúinn vill heldur leita langt fyrir skammt verður nýting hinna nærtæku verðmæta minni en ætla mætti.
Mikilvægt er að ferðamálastjórnvöld hugi alvarlega að markvissri stefnugerð í nýtingu einstakra svæða landsins sem og þess sem heildar, þ.e. geri heilstæða tímasetta áætlun sem felur í sér a) greiðara aðgengi, b) takmarkanir, c) merkingar, d) uppbyggingu, e) varðveislu, f) endurgerð og g) gjaldtöku.

Stekkjarkot

FERLIRsfélagar í heimsókn í Stekkjarkoti.