Kolbeinshæðarskjól

Ætlunin var að ganga frá Gerði og fylgja Gerðisstíg upp á Kolbeinshæðarstíg. Hann liggur í Kolbeinshæðarskjól.
Í örnefnalýsingur fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: “Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellrum er hraunhæð, nefnd Leifar KolbeinshæðarvörðuKolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin. Milli Þorbjarnarstaða-Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.” Hér er talað um bæði skjól og helli í Kolbeinshæð, en jafnan hefur einungis verið getið um Kolbeinshæðarskjólið á þeim slóðum.
Þá var ætlunin að halda áfram upp í Gjásel, en nafngiftir á seljum þar efra virðast hafa ruglast. Í örnefnalýsingunni er selið nefnt “Fornasel”, en það er nokkru ofar, sunnan við Brunntorfur. Þá segir: “Rétt við selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.”
Þegar lagt var upp frá Gerði kom í ljós að “Gerðarstígur” virðist ranglega merktur. Hann er svolítið vestar en raun ber Kolbeinshæðarhellirvitni, enda sú leið, sem merkt er, næsta torfær. Stígurinn liggur um suðurgarðhlið Gerðis, en bærinn dregur nafn sitt af gerðinu skammt austan (ef miðað er við útnorður) þess. Þaðan liggur stígurinn upp upp að jaðri hraunbungu. Myndarleg varða skammt austar (norðar) á ekki við stíginn þótt svo gæti virst við fyrstu sýn. Eftir að jaðrinum er komið er auðvelt að fylgja stígnum upp hraunið, gegnum Selhraunið og áfram upp í Klofa norðan Þorbjarnarstaða-Rauðamels.
Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnastaði segir m.a.: “Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré. Úr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhellar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól).

Varða ofan við fjáskjól í Kolbeinshæð

Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður) og Brunntorfuhellir.”
Hér hefur mönnum eitthvað förlast því Hellishólsskjól (-hellir) er syðst í Brunntorfum, “í Brunntorfukjafti”, en nefndur hellir í Hrauntungum heitir Hrauntunguhellir og er norðarlega í tungunum.
“Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stóð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur.
GerðisstígurÍ skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Hér lengra og ofar er Þúfuhólshraun með Þúfuhól og þar á Þúfuhólsvörðu. Svæði þetta nefndist líka Hundaþúfuhólshraun, Hundaþúfuhóll og Hundaþúfuhólsvarða.” En Gísli Guðjónsson og Jósef Guðjónsson segja, að þessi örnefni séu ekki til hér, heldur séu þau vestur af Tóhólum í Óttarsstaðalandi.
Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.
Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.”
Hér virðist vera um einhvern rugling að ræða. Af vettvangsferðinni að dæma er Kolbeinshæðarskjól austan í hæðinni, með fallegri fyrirhleðslu, sbr. hér að ofan. Kolbeinshæðarhellir er svolítið vestar, svo til undir Kolbeinshæðarvörðu. Svert birkitré hefur vaxið fyrir munnann. Hellir þessi hefur ekki verið notaður sem fjárskjól, en gæti verið ein ástæðan fyrir að fjárskjól hafi orðið til á þessum stað. Skammt vestar er hins vegar annað skjól, ákjósanlegt fjárskjól. Varða er ofan við það. Líklega hafa fyrrnefnd örnefni færst til í örnefnalýsingunni og jafnvel ekki öll þekkt örnefni verið skráð, ef marka má framangreint.
Við leitina var gengið fram á vatnsstæði á klapparhæð, skammt frá fjárskjólinu. Við það var gömul varða.
Ekki vannst tími til að fara upp í Gjásel að þessu sinni, en um sambærilega ferð í selið þegar leitað var að Gránuskúta má lesa HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnarstaði.

Spóaegg við Kolbeinshæðarskjól