Hellisgerði

Jónatan Garðarsson skrifaði eftirfarandi um „Hellisgerði“ á vef Hraunavina árið 2002:

Jónatan Garðarsson

Jónatan Garðarsson.

„Hellisgerði er skrúð- og skemmtigarður Hafnarfjarðar vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Hellisgerði er nefnt eftir Fjarðarhelli sem er fyrir miðju garðsins. Þegar bændur úr Ölfusi og Selvogi komu í kaupstað til Hafnarfjarðar fyrr á öldum áttu þeir það til að slá upp tjöldum sínum við hellinn eða gista í honum, þó vistin þar væri þröng.

Á þessum stað voru gerðar einhverjar fyrstu tilraunir til trjáræktunar í Hafnarfirði eftir því sem næst verður komist. Kaupmaðurinn Bjarni Sivertsen var líkast til sá fyrsti, en hann flutti 500 trjáplöntur frá Skotlandi árið 1813 og gróðursetti þær víðsvegar í Hafnarfirði. Nokkar trjáplöntur setti hann niður í bakgarði Akurgerðis en líka þó nokkrar umhverfis Fjarðarhelli og við þau hús sem stóðu strjált við botn fjarðarins.

 Anna Cathinca Jürgensen Zimsen

Anna Cathinca Jürgensen Zimsen.

Síðan liðu nokkrir áratugir þar til Anna Cathinca Jürgensen Zimsen, móðir Knud Zimsen borgarstjóra í Reykjavík, fór að rækta blóm og grænmeti í vermireitum í lautunum bakvið Akurgerðishúsin og gerðinu við Fjarðarhelli. Zimsen fjölskyldan bjó í Knudtzonshúsi, en á þessum tíma gekk húsið sem Bjarni riddari Sivertsen lét reisa 1803-5 undir því nafni. Það er jafnan nefnt Sívertsenhús í dag og tilheyrir húsasafni Byggðasafns Hafnarfjaðrar. Anna Cathinca fylgdist af áhuga og innileik með gróðrinum í bakgarði sínum og í kringum Fjarðarhelli vaxa og dafna. Hún fór daglega upp að hellinum á sumrin til að grennslast fyrir um vöxtinn á gróðrinum. Knud Due Christian Zimsen verslunarstjóri Knudtzonsverslunar, sem var eiginmaður Önnu Chatincu, lét girða og friða allstórt svæðið í kringum Fjarðarhelli seint á 19. öld að hennar ósk. Reiturinn fékk nafnið Hellisgerði og umhverfis hann var hlaðinn varnargarður úr hraungrjóti en slík gerði sáust við flest kotbýlin í Hafnarfirði og umhverfis matjurtargarða íbúanna í hraungjótum um langan aldur.

Knud Due Christian Zimsen

Knud Due Christian Zimsen.

Í ævisögu Knud Zimsen „Við fjörð og vík” sem Helgafell gaf út 1948, segir á bls. 25: „Nokkrum sinnum á hverju sumri var kaffi drukkið á sunnudögum í Hellsigerði eða suður á Hvaleyri, en þar hafði faðir minn túnblett. Vestast í Hellisgerði var grashóll, er faðir minn hafði látið gera. Á hann var dúkur breiddur og kaffið drukkið þar. Hóll þessi var því ætíð kallaður Borðið. Hlóð voru einnig sett upp í Gerðinu, og fluttum við því stundum hitunaráhöld með okkur þangað. Við það fékk viðdvöl okkar þar efra nokkurn svip af útilegu, og það þótti okkur krökkunum ekki einskis virði. Þótt ekki væri langt í Hellisgerði heiman að frá okkur, þótti tilbreyting í að fara þangað upp eftir, en meira fannst okkur samt til um að komast suður á Hvaleyri.”

Knud Zimsen

Knud Zimsen.

Samkvæmt þessari frásögn má ráða að það hafi verið faktorshjónin, foreldrar Knuds Zimsen, sem lögðu grunninn að Hellisgerði. Frekari vísir að trjágarði í Hellisgerði varð til þegar Gísli Gunnarsson byggði sér hús við Reykjavíkurveginn og tók Hellisgerði á leigu. Lét hann endurhlaða grjótgarðana og ræktaði þar tún sem hann nýtti til ársins 1922. Hann gróðursetti þrjú reyniviðartré við hús sitt árið 1911 en flutti þau með sér þegar hann seldi húsið árið 1920. Voru trén þá orðin svo stór að þau rákust upp í símavírana þegar þau voru flutt á hestvagni á nýja staðinn.

Valdimar Long bóksali og Þorleifur Jónsson forstjóri, sem var afi Björgvins Halldórssonar, stóðu fyrir stofnun Málfundafélagsins Magna 2. desember 1920 og voru stofnfélagarnir 18 talsins. Á fundi sem haldinn var 15. mars 1922 hélt Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri trésmiðjunnar Dvergs framsöguerindi sem nefndist: Getur Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar? Guðmundur lagði til að Magnamenn beittu sér fyrir því að koma upp blóma- og skemmtigarði sem hefði líka það markmið að vernda sérkenni Hafnarfjarðarhrauns.

Hellisgata

Hafnarfjörður 1905 – Kirkjuvegur.

Bærinn stækkaði hratt á þessum árum, hraunborgir voru brotnar niður, gjótur fylltar til að útbúa beina vagnvegi og hraunið sléttað með tilheyrandi umbyltingu. Guðmundur vildi gæta þess að sérkenni hraunlandslagsins sem einkenndi umhverfi Hafnarfjarðar fengju að halda sér að einhverju leyti óskert.

Hellisgerði

Hellisgerði 2024.

Hellisgerði var ákjósanlegur staður og haustið 1922 veitti bæjarstjórn félaginu yfirráð gerðisins gegn því skilyrði að skemmtigarðurinn yrði opinn almenningi að sumarlagi. Félagsmenn Magna hófust strax handa og girtu Hellisgerði vorið 1923 og útbjuggu steinsteypt ræðupúlt við hlið Fjarðarhellis. Þetta var kostnaðarsamt fyrir fámennt félag og til að afla fjár til að kaupa plöntur var efnt til Jónsmessuhátíðar í Hellisgerði 24. júní 1923, þar sem Magnús Jónsson bæjarstjóri afhenti félaginu Hellisgerði með formlegum hætti. Skemmtunin tókst vel og varð að föstum lið og aðal fjáröflunarleið Magna um árabil, en ekki þótti ráðlegt að halda hátíðina í Hellsigerði næstu árin til að eiga ekki á hættu að viðkvæmur nýgræðingur skemmdist af átroðningi. Voru skemmtanirnar haldnar á Óseyri, Víðstöðum og í Engidal til ársins 1936 en eftir það voru þær fastur viðburður í Hellisgerði til ársins 1960.

Hellisgerði

Síðari hluta 20. aldar var tekinn upp sá siður að hefja þjóðhátíðardaginn 17. júní á samkomu og helgistund í Hellisgerði. Að þeirri stund lokinni hefur skrúðganga lagt af stað um bæinn með Lúðrasveit Hafnarfjarðar í broddi fylkingar og endað för sína á hátíðarsvæðinu á Víðistöðum. Jónsmessuskemmtanir hafa einnig verið endurvaktar að nokkru leyti í Hellisgerði en með annarskonar brag en tíðkaðist hjá Magnafélögum.

Á haustdögum 1923 var skipulagsskrá samin fyrir skemmtigarðinn og var tilgangurinn þríþættur:

Hellisgerði

Myndin er tekin af Fiskreit sem fór undir Skúlaskeið. Húsin við Skúlaskeið og Nönnustíg í aðalhlutverki. Einnig sér í Reykjavíkurveg 15b, sem hús með bæjarlagi, það yngsta sem enn stendur í Hafnarfirði.

a) Að vera skemmtistaður, þar sem bæjarbúar eiga kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum.
b) Að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt.
c) Að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar, þegar mannvirki framtíðarinnar hafa máð þær út annars staðar í bænum.
Fimm manna garðráð stjórnaði starfseminni og hélst sú skipan mála til 1977 þegar starfsemi Magna lagðist í dróma. Eftir það hefur umsjón Hellisgerðist verið á ábyrgð garðyrkjustjóra Hafnarfjarðar og þannig er máluð háttað í dag.

Hellisgerði

Hellisgata og Hellisgerði.

Vorið 1924 hófst skipulögð trjárækt í Hellisgerði undir stjórn Ingvars Gunnarssonar kennara, sem var fastráðinn starfsmaður og forstöðumaður Hellisgerðis til dauðadags 1962. Erfiðleikar við ræktunina fólust fyrst og fremst í því að það var grunnt á grjót í gerðinu. Bera varð mikið magn af mold í hraunbollana til að gróðursetning væri framkvæmanleg. Fyrstu árin var ekkert vatn að fá í Hellisgerði og sótti Ingvar vatn í nálæg hús og bar það í fötum svo að hægt væri að vökva plönturnar. Smám saman fjölgaði blómjurtum og trjáplöntum í Hellisgerði en einnig mátti þar finna hefðbundnar tegundir svo sem lyng, ljónslappa, blágresi og sitthvað fleira fyrstu árin eftir að ræktun hófst þar.

Hellisgerði

Myndin er tekin yfir Hellisgerði, Setbergslandið í fjarska.

Veturinn 1926-27 fékk Magni aukið landsvæði til umráða og varð garðurinn innan við hálfur hektari að stærð. Sumarið 1927 var garðurinn opnaður almenningi á sunnudögum og hélst sú skipan fyrstu áratugina en síðan var garðurinn opinn alla daga yfir sumarmánuðina. Vakti garðurinn athygli og eftirtekt og var fjölsóttur af fólki allsstaðar að af landinu. Þegar skipulagsuppdráttur bæjarins var samþykktur árið 1933 var gert ráð fyrir frekari stækkun garðsins, enda var farið að tala almennt um Hellisgerði sem mikinn dýrgrip fyrir bæinn. Garðurinn var stækkaður um umtalsvert vorið 1960 þegar svæðin umhverfis Oddrúnarbæ og meðfram Skúlaskeiði bættust við.

Hellisgerði

Hellisgerði 1946.

Veturinn 1942 var ákveðið að útbúa tjörn með gosbrunni í einni af gjótum garðsins. Útgerðarfélög í bænum greiddu stærsta hluta kostnaðarins við framkvæmdina en einnig lögðu einstaklingar til fjármuni til að auðvelda framkvæmdina. Hjónin Bjarni Snæbjörnsson læknir og Helga Jónasdóttir gáfu styttuna ,,Yngsti veiðimaðurinn” eftir Ásmund Sveinsson. Hún er af dreng sem heldur á fiski sem vatn gýs upp úr. Gosbrunnurinn var afhjúpaður á Jónsmessuhátíðinni 1942.

Hellisgerði

Í Hellisgerði – Styttan í gosbrunninum heitir Yngsti veiðimaðurinn og er eftir Ásmund Sveinsson frá Kolsstöðum.

Styttan skemmdist þegar tjörninni var breytt um 1980 og eftir það var henni komið fyrir í geymslu. Gosbrunnurinn var endursteyptur úr bronsi og komið fyrir á nýjan leik í tjörninni í júní 2008 í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Hellisgerði

Minnisvarði um Bjarna Sívertsen í Hellisgerði.

Árið 1945 gáfu útgerðarfélögin Hrafna-Flóki og Vífill 25 þúsund krónur í tilefni 25 ára afmælist Magna til að gera brjóstmynd af Bjarna riddara Sivertsen, sem hefur verið nefndur Faðir Hafnarfjarðar. Ríkharður Jónsson myndhöggvari gerði brjóstmyndina sem stendur á stalli úr hraungrjóti sem flutt var úr Selvogi, þar sem Bjarni hóf verslunarstarf sitt. Styttan var afhent með formlegum hætti 10. september 1950 við hátíðlega athöfn. Adolf Björnsson fulltrúi gefenda og Helgi Hannesson bæjarstjóri héldu ræður. Kristinn J. Magnússon málarameistari og formaður Magna tók við styttunni sem Þórdís Bjarnadóttir afkomandi Bjarna Sigurðssonar afhjúpaði. Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék við athöfnina og var ókeypis aðgangur í Hellisgerði af þessu tilefni. Lágmynd af Guðmundi Einarssyni var komið fyrir á klettavegg við Fjarðarhelli og afhjúpuð 1963. Á myndinni stendur: „Guðmundur Einarsson, frumkvöðull um vernd og ræktun Hellisgerðis 1923”.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Kostnaðurinn við að koma þessum sælureit upp í hjarta bæjarins og viðhalda honum var þungur baggi á félagsmönnum Magna. Hinar árlegu Jónsmessuskemmtanir stóðu ekki undir rekstrinum svo félagið lét útbúa sérstök styrktarkort, gaf út jólakort, hélt hlutaveltur, seldi blóm og trjáplöntur og leitaði til fyrirtækja og einstaklinga í bænum um fjárstuðning. Bæjarsjóður kom einnig að rekstrinum með beinum og óbeinum hætti frá fyrstu tíð. Bæjarbúar lögðu jafnan sitt af mörkum til að fegra og viðhalda skrúðgarðinum Hellisgerði og svo er enn.

Ingvar Gunnarsson

Ingvar Gunnarsson.

Ingvar Gunnarsson var forstöðumaður Hellisgerðis í 38 ár. Eftir andlát hans 1962 varð Sigvaldi Jóhannsson garðyrkjumaður forstöðumaður, en hann varð fastur starfsmaður Hellisgerðis árið 1944. Þessir tveir einstaklingar stóðu öðrum fremur að ræktun garðsins. Svavar Kærnested garðyrkjumaður tók við af Sigvalda og annaðist garðinn til 1971. Starfsemi Magna og garðráðs Hellisgerðis var ekki mikil á þessum tíma og lét garðurinn á sjá. Undir lok áttunda áratugar 20. aldar tók Hafnarfjarðarbær við Hellisgerði og var garðurinn settur undir garðyrkjustjóra bæjarins.

Árið 1945 kom upp hugmynd um að færa Sívertsenhús í Hellisgerði og skapa þar aðstöðu í anda Árbæjarsafns. Skipuð var nefnd til að vinna að flutningi hússins en margir óttuðust að skrúðgarðinum væri stefnt í hættu og ekkert varð af þessum áformum. Ástand Sívertsenhúss versnaði stöðugt og árið 1964 lagði Bjarni Snæbjörnsson læknir til að félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar stuðluðu að varðveislu og endurgerð þessa elsta húss bæjarins. Þeir bundust samtökum við forráðamenn íþróttahreyfingarinnar og fulltrúa annarra félaga um að ráðast í þetta verk. Ákveðið var að endurbyggja húsið á sínum upprunalega stað og fallið frá þeirri hugmynd að flytja Sívertsenhús í Hellisgerði.

Oddrúnarbær

Oddrúnarbær.

Vestan og austan við Hellisgerði stóðu lengi hús sem voru rifin um 1960 þegar garðurinn var stækkaður. Austarlega í garðinum stendur ennþá lítið kot þar sem hægt að kaupa kaffi og viðbit. Þetta er Oddrúnarbær, nefndur eftir Oddrúnu Oddsdóttur frá Snæfellsnesi sem bjó í húsinu frá 1950 til 1980. Húsið er með bæjarlagi og dæmigert fyrir litlu kotin sem byggðust við götutroðningana sem lágu víða um bæinn í hrauninu um aldamótin 1900. Oddrúnarbær var byggður1924 en talið er að það hafi verið síðasta húsið sem reist var með þessu bæjarlagi í Hafnarfirði.

Hellisgerði

Hellisgerði.

Aðalinngangur Hellisgerðis var lengst af við miðja Hellsigötu og gengið um járnhlið á rammgerðri steingirðingu. Gestur sem komu í garðinn gengu fyrst að söfnunarbauk úr bronsi sem leit út eins og mannshöfuð. Þegar öðru eyra höfuðsins var snúið rak það út úr sér tunguna. Börnum fannst spennandi að leggja smámynt á tunguna sem höfuðið gleypti um leið og eyranu var snúið til baka. Þegar Hellisgerði var stækkað til austurs um 1980 var aðalinngangur garðsins færður að Reykjavíkurvegi þar sem blómasala Magna var lengst af starfrækt. Sumarið 2001 var hlaðið gerði úr hraungrjóti við þennan inngang og fleiri lagfæringar gerðar á Hellisgerði.

Hellisgerði

Hellisgerði – ævintýraheimur.

Árið 1999 var útbúinn reitur í Hellisgerði fyrir Bonsaitré sem bænum áskotnuðust um það leyti. Trjánum er komið fyrir í garðinum á vorin en þau eru geymd innan dyra yfir vetrarmánuðina. Dvergtré eru ræktuð með sérstakri aðferð sem Japanar hafa þróað í gegnum aldirnar og er þetta nyrsti bonsaigarður í heimi eftir því sem næst verður komist.

Hellisgerði

Fjarðarhellir í Hellisgerði.

Finna má fjölbreyttan trjágróður í Hellisgerði af innlendum og erlendum uppruna. Fyrstu Bjarkirnar sem gróðursettar voru í Hellisgerði sumarið 1924 komu austan úr Þórsmörk. Þetta voru beinvaxnir nýgræðingar sem voru ekki stærri en 2-3 cm en er þau voru sett niður.

Hellisgerði

Í Hellisgerði 2024.

Þessi tré tóku strax vaxtarkipp og fimm árum eftir að Björkunum var plantað út þurfti að hefja grisjun vegna þess hversu þétt þær stóðu í upphafi. Víðiplöntur voru sóttar í Litla-Skógarhvamm í Undirhlíðum, Reynitrén komu úr gjótum í Almenningi og Aspir fengust norðan úr Fnjóskadal. Jafnframt gróðursetti Ingvar á fyrstu fimm árunum fjölda erlendra tegunda eins og Hrossleik, Blæösp, Gráösp, Ask, Álm, Hegg, Hlyn og Beyki. Barrtrén þroskuðust illa fyrstu árin en berjarunnar á borð við Rifs, Sólber, Þyrniber náðu góðum vexti. Hann gróðursetti líka Gullregn, Blóðrifs og nokkrar tegundir Rósarunna. Flest trén sem voru gróðursett náðu sér á strik og síðan hefur fjöldi tegunda bæst við.

Bjarni Snæbjörnsson

Bjarni Snæbjörnsson.

Fyrstu árin mátti Ingvar Gunnarsson sætta sig við háðsyrði margra sem höfðu enga trú á þessu ræktunarstarfi. Hann gafst ekki upp og lét úrtölufólk ekki letja á neinn hátt. Hellisgerði er ein af perlum Hafnarfjarðar og garðurinn er svo sjálfsagður hluti af umhverfinu að almenningur er fyrir löngu hættur að velta því fyrir sér hversu merkilegt brautryðendastarf frumkvöðlanna var og hversu einstakur garðurinn var á heimsvísu.“ – Jónatan Garðarsson

Heimildir:
-https://utilistaverk.hafnarborg.is/listaverk/
-http://www.hraunavinir.net/hellisgerdi-einstok-perla-i-hraunlandslagi/

Guðmundur Einarsson

Guðmundur Einarsson – lágmynd Ríkarðs Jónssonar.

Ingólfur

Eftirfarandi frásögn um „Sjósókn í Reykjavík“ birtist í Sjómannadagsblaðinu árið 1991:
„Ósagt skal látið hvernig skipakostur var til sóknar við Flóann á Þjóðveldisöld, þegar bændur voru öflugir og gátu efnt til stærri skipa en á svörtu öldinni, sem heimildir ná til. Litlar heimildir eru um sjósókn úr Reykjavík fyrri alda, sem var spildan frá Rauðará að austan út að Eiðisgranda (Seli) að vestan, en vitað að hún var samskonar og sókn Kjalnesinga og Hafnfirðinga sem traustar heimildir eru til um. Það var sótt frá þessum stöðum, og eins Laugarnesi og eyjunum við Reykjavík á smáfleytum, mest eins til tveggja manna förum, á grynnstu mið, við innanverðan Faxaflóa. Ekki er það umdeilanlegt að sjósókn hefst hérlendis frá Reykjavík.
sjo-9Ingólfur Arnarson, svo sem aðrir landnámsmenn, varð að lifa með sitt fólk af fiskveiðum meðan hann var að koma upp bústofni. Landnámsmenn gátu ekki haft með sér hingað út kvikfénað sér til lifibrauðs, fyrr en sá litli kvikfénaður, sem þeir hafa getað flutt með sér tók að fjölga sér.
Fyrsta verk Ingólfs hefur verið að senda þræla sína á sjó á eftirbátnum, en svo hétu þeir bátar, sem landsmenn drógu með sér, en einnig höfðu þeir léttbát, litla skektu, sem þeir höfðu um borð til að skjóta út. En þótt svo sé að fyrst hefjist sjósókn hérlendis í Reykjavík þá er sem að ofan segir hljótt um Reykjavík í fyrri alda sjósóknarsögu og ber margt til þess.

Reykjavík

Reykjavík 1789.

Um aldir verður enginn stórbóndi í Reykjavík sjálfri, það er strandlengjunni sjálfri meðfram víkinni, Rauðará – Eiðisgrandi, nema þá Víkurbóndinn á bæ Ingólfs í Grjótanum, aðrir bændur hafa búið kotabúskap, fáliðaðir og efnalitlir til stórrar útgerðar, og þeirra fangaráð var að nýta innmiðin á þeim fleytum, sem þeir gátu efnað til. Byggð var strjál og fámenn, 100 til 150 manns á svæðinu Rauðará – Sel og Lækurinn klofið byggðina, en hann hefur verið stór og illfær fyrrum, og það getað gert mönnum óhægt með að róa í samlögum og manna sexæringa, enda kærðu innmiðamenn sig ekki um stóra báta. Sú var trú manna að eitt eða tvö færi á borð væru fengsælli í slítingsfiski á grunnslóð en mörg færi á borð.

Reykjavík

Reykjavík 1836.

Þegar Reykjavík varð verzlunarstaður á 17. öld og síðan iðnaðar á 18. öld, dró þetta hvorttveggja náttúrlega úr sjósókn, kotbændur og þurrabúðarmenn hafa leitað í pakkhús- og eyrarvinnu við höfnina og síðan iðnaðarvinnu við Innréttingarnar.
Allt fram til 1870 eða þar um bil var útgerð Björns í Brekkukoti dæmigerð reykvísk útgerð á árabátaöldinni. Þeirri útgerð er lýst í Ferðabók Eggerts og Bjarna og einnig í bók Horrebows. Menn reru frá Kjalarnesi og „í Reykjavík á ströndinni inná móts við Viðey í Laugarnes og Engey sækja menn sjó allt árið á smábátum.“ Mest var róið í tveggja manna förum en „hinir stærstu eru fjögra manna för en eins manns för þeir minnstu.“

Reykjavík 1911

Reykjavík um 1780.

Á útnesjum, þar sem verstöðvar mynduðust reru menn stærri bátum. Reykjavík var aldrei verstöð á áraskipaöldinni. Þangað komu menn ekki með báta sína til veiða né reistu verbúðir, og aðrir staðir geta ekki með réttu nafni kallazt verstöðvar. Það hefur alltaf komið eitthvað af aðkomumönnum úr nærsveitunum til vorróðra í Reykjavík, þótt fleytur væru smáar, en sóknin verið frá heimabæjunum og Reykjavík alltaf á árabátatímanum verið heimver, og þar hvorki verbátar né verbúðir. Á Seltjarnarnesi aftur á móti reru menn snemma úr veri og þar náðist snemma að myndast útvegsbændastétt, sem sótti útá Svið á sexæringum. Sá var munurinn þar á fyrir Reykvíkingum og Seltyrningum, að það var þriggja kortera róður úr vörum í Reykjavík, út á móts við yztu varir á nesinu.
reykjavik 874Í Ferðabók Eggerts og Bjarna segir að allt gildi hið sama um útgerð Reykvíkinga sem Kjalnesinga: „Á Kjalarnesi var sjór sóttur allt árið. Bátar eru hér litlir. Hinir stærstu eru fjagra manna för, en eins manns för hinir minnstu,“ og segla og reiðabúnaði og sjósókn er lýst svo, og gildir sú lýsing einnig um reykvísku sjósóknina. „Segl Kjalnesinga eru úr þunnum, fíngerðum ullardúk, sem ofin er með líkum hætti og léreft. Dúkur þessi kallast einskefta og notar bændafólk hana í skyrtur. Aðeins eitt segl er á hverjum bát, og er það haft fjórðungi mjórra að ofan en neðan. Siglutréin eru misjafnlega löng, en venjulegast er, að þau séu 2Á af bátslengdinni. Í siglutoppinum er lítið hjól. Á því leikur strengur til þess að reisa og fella seglið. Siglan er fest í eina af fremstu þóftunum og bundið með taugum í framstafn og til hliðanna. Stýrið er fest á tvo króka, efst á því er þverfjöl sem stjórntaumarnir eru festir í. Þeir eru notaðir hér í stað stýrissveifar. Í akkerisstað nota menn kollóttan, harðan stein, og er gat í gegn um hann. Í gatið er rekið þvertré, sem taugin er bundið við og festir útbúnað þennan í botninn.

Reykjavík

Reykjavík fyrrum.

Þegar róið er til fiskjar, verður hver maður af skipshöfninni að hafa færi, öngul, beitu og hníf, sem kallast sax, og auk þess að vera sjóklæddur. Allir veiða á handfæri eftir beztu getu, en að loknum róðri er aflanum skipt í jafna hluti, því að annars gæti orðið of mikill munur á afla eftir heppni manna. Bátseigandinn fær einn hlut aflans, þótt hann rói ekki með.
Aðallega veiða menn þorsk, sem er algengasti fiskurinn, en auk hans veiða menn líka flyðrur, skötur og smávaxna háfa. Flyðran er úrvals matfiskur, en hinir eru einkum veiddir vegna lifrarinnar, en úr henni fæst sérlega gott lýsi. Á haustin og framan af vetri veiða menn smálúður á þar til gerða öngla. Þeir eru festir tveir og tveir á þvertein úr járni. Lúðuveiði þessi er eingöngu nærri landi, sjaldan fjær en áttung úr mílu.

Reykjavík

Reykjavík 1847.

Tittlingur, eða réttara sagt þyrkslingur, er smáþorskur. Rauði þyrsklingurinn kallast þarafiskur, af því að hann dvelst á þarabotni. Hann er oft hárauður á lit með rauðum dröfnum á kviðnum. Þetta eru einungis tilbrigði frá aðaltegundinni, þorskinum.
Á Kjalarnesi eru fiskveiðarnar auðveldari en annars staðar á Suðurlandi.“ Og Horrebow segir: „Svo má heita að smábátar séu einungis í Gullbringusýslu og við Hvalfjörð. Víðast hvar á landinu eru þeir stærri og er þeim róið af 4-6 og 8-20 mönnum.“ Þessar heimildir eiga hvor tveggja við 18. öldina og eru eflaust dæmi um sjósóknina í þessum byggðum um aldirnar.
Þegar kom fram um 1870 tók að færast mikið líf á árabátasóknina í Reykjavík á almennt stærri bátum, sexæringum og áttæringum og Reykvíkingar fóru að sækja á útmiðin.
sjo-10Saltfiskverkun var farin að stóraukast, en skreiðaverkun að dragast saman, og stórfiskur varð verðmætari í salt en minni fiskur. Verzlanir tóku að heimta stærri fisk til útflutnings. Upp risu í Reykjavík vestan Læks öflugir útvegsbændur í Grjótanum og á Hlíðarhúsatorfunni og vestur að Eiðisgranda, og þeir tóku að sækja á sexæringum og áttæringum útá Svið og liggja við í Garði og Leiru líkt og Seltirningar og Álftnesingar og Garðhverfingar og Hafnfirðingar. Það var mikill kraftur í þessum útvegsmönnum í Reykjavík og þróttur í árabátasókninni. Róið var í hverri vör frá Bryggjuhúsi, þar sem nú er Vesturgata 2, og vestur að Eiðisgranda, Austasta vörin, sú fram af Bryggjuhúsinu, Grófarvörin, var stærst varanna, en hana nýttu útvegsbændur í Grjótanum, Grandabótin var vestast.

Reykjavík

Reykjavík 1787 – Lievog.

Nú sést ekkert orðið af þessum vörum, sem Ágúst Jósefsson telur upp í ævisögu sinni. Austan Læks voru áfram aðallega smáfleytur og róið af því svæði almennt sem fyrr á innmiðin.
Bönn við netalögnum á tilteknum slóðum voru í gangi mishörð allt frá 1772 sem fyrr á innmiðin. Þeir, sem sóttu á grynnstu mið við Ströndina töldu netalagnir Útnesjamanna hamla göngu fisks á sín mið, og voru Hafnfirðingar, Vatnsleysustrandar- og Vogamenn harðastir grunnslóðarmanna.
Árið 1874 var bannað að leggja net í sunnanverðan Flóann fyrir 14. marz, utan línu dregin úr Hólmsbergi við Keflavík í Keilisnes, og 1885 náði bannið til 14. apríl. Við þetta misstu þeir, sem sóttu í Garðsjó að stórum hluta af vetrargöngunni á þau mið. Reykvíkingar eins og aðrir Innnesjamenn fóru ekki varhluta af þessu banni og varð af styrjöld og harðvítugust 1886.

Reykjavík 1786

Reykjavík 1786.

Uppúr 1890 hófust aflaleysisár við Faxaflóa og 1895 komu ensku togararnir til veiða í Flóann og allt þetta þrennt dró úr árabótasókn sjávarstaða við innanverðan Faxaflóa. Þá var og kominn hugur í marga að efla þilskipaútgerð, sem í gang var komin. í Hafnarfirði og Reykjavík og Seltjarnarnesi tók við ný gerð þilskipa — kútterar.
Árabátaútvegur helzt áfram víða um land í verstöðvum, sem lágu vel við árabátamiðum, þar til vélbátar leystu þá útgerð af hólmi. Allt fram um 1906 var árabátaafli landsmanna tvöfalt meiri en þilskipanna, enda voru árabátar í landinu jafnan um 2000 allt til 1905 og 8-9 þúsund manna í þeirri útgerð.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 54. árg. 1991, 1. tbl., bls. 10-15.

Aðalstræti

Skálar í Aðalstræti.

Vindássel

Enn og aftur var reynt að fá botn í það hvers vegna Seljadalur ofan við Fossárdal í Kjós væri jafnan nefndur í fleirtölu. Þrátt fyrir þetta – að einungis væri vitað (árið 2009) um eina selstöðu í dalnum – virtist áskornunin freistandi, þ.e. frá Reynivöllum.

Svínaskarðsvegur

FERLIR leitaði til hinna fróðustu manna í sveitinni, en þeir kváðu vafasamt að önnur selstaða en sú sem var fyrrum frá Reynivöllum, og kotbýlið Seljadalur hafi vaxið upp úr, kynni að að finnast í dalnum. Búið væri að margleita dalinn, en án árangurs.
Í einni örnefnaslýsingunni fyrir Vindás segir m.a.: „Selstígur lá yfir Ása, austan við Eystri-Hvammamýri, upp Múla og Múlahorn vestan við Sandfell, og þar á Þjóðveginn. Í framhaldi af Selstíg lá gata norður yfir Hryggi, að Seljadal. Eins og nafnið bendir til mun Selstígur í fyrstu einkum hafa verið notaður til selfara, því Sogn átti sel við Sandfellstjörn sunnanverða, en Vindás átti sel í Seljadal, skammt vestur af Skálafelli. Einnig var hey flutt niður Selstíg, þegar heyjað var uppi á Vindásflóum, en það mun hafa verið stundað nokkuð einkum þegar tvíbýli var á Vindási. Allmikil umferð var um Selstíg meðan búið var á Seljadal. Einnig fóru hann margir sem leið áttu yfir Reynivallaháls.“

VindásselHér koma a.m.k. tvær vísbendingar um staðsetninguna á Vindásseli. Annars vegar að gata hafi legið norður yfir Hryggi og að Vindás hafi átt selstöðu í Seljadal, skammt vestur af Skálafelli. FERLIR hafði áður rakið Selstíginn frá Vindási og Sogni upp Múlann, áleiðis í Sognsel. Einn angi hans lá inn með vestanverðu Sandfellinu og til austurs norðan þess.
Þá var bara ekki um annað að ræða en að ganga enn og aftur upp að Sandfelli og síðan norður Hryggina að austanverðu frá fellinu. Þar eru í dag bara aflangar melhæðir og því var úr vöndu að ráða. En með stóiskri ró (og gangi fram og til baka um meðhæðirnar) mátti sjá hvar Svínaskarðsvegurinn svonefndi lá til norðausturs af Sandfellsveginum norðaustan við Sandfellið. Til hliðar við hann mátti greina enn eldri götur.
Þegar getið er um „Þjóðleiðir“ í örnefnlýsingunni er sennilega átt við þessar leiðir. Af þeim tveimur hefur Svínaskarðs-vegurinn, þrátt fyrir fyrri lýsingar, verið þeir
ra veigaminni sem almenn þjóðleið. Það átti líka eftir að koma í ljós í bakaleiðinni.

Seljadalur

Reynivallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnalýsingu segir: „Svínaskarðsvegur sem var mjög fjölfarinn á sumrin bæði af Kjósverjum, og þó einkum þeim sem ferðuðust á hestum milli Reykjavíkur og  norður- og vesturlandsins, lá yfir Laxá á Norðlingavaði, upp Klifsnes, Vindáshlíð, Sandfellsmela norðan  við Sandfell, sunnan við Hryggi, vestan við Dauðsmannsbrekku og síðan áfram yfir að Hvalfirði. Þessi vegur meðan hann lá um Vindásland, var alltaf í daglegu tali nefndur Þjóðvegur.“ Þessi lýsing átti eftir að öðlast nýja merkingu í lok ferðarinnar, enda mjög líklegt að Svínaskarðsvegur ofan úr Svínadal að norðanverðu hafi alls ekki legið eins og hann hefur verið sýndur á landakortum, heldur mun suðaustar.
Leiðin hefur raunar verið tvískipt; annars vegar upp í miðjar hlíðar Skálafells og hins vegar svo til beint undir rótum þess áleiðis í Vindássel. Fyrrnefnda leiðin greinist í hlíðinni; annars vegar til suðurs og hins vegar til norðurs inn með austanverðum Seljadal. Sú gata liggur beint heim að gamla Seljadalsbænum.

SvínaskarðsvegurTil varnar þeim er ekki hafa getað staðsett Vindásselið má segja að það er alls ekki auðfundið. Svínaskarðsleiðirnar tvær efst í Seljadalnum liggja bæði ofan og neðan við það. Hins vegar má segja að staðsetningin er dæmigerð fyrir selstöður á Reykjanesskaganum (sjá meira HÉR); í skjóli fyrir austanáttinni, við læk og þrískiptar tóftir. Tóftirnar eru heillegar, veggir standa grónir, hleðlslur í veggjum má sjá og op. Hið óvænta var hversu stór rýmin eru og hversu heilleg þau eru. Þarna er því að öllum líkindum um að ræða sel frá þeim tíma er selstöður voru almennt að leggjast af á þessu landssvæði (um 1870). Þessu til staðfestingar er rétt að nefna eftirfarandi. Í Jarðabókinni 1703 er getið sels frá Vindási í Seljadal: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, en brúkast þó ekki, heldur í selstöðu þeirri, er beneficio tilheyrir á Seljadal.“ Það virðist því ljóst um hvaða tóftir ræðir á framngreindum stað í sunnanverðum dalnum, enda kemur varla annað til greina.

RéttÍ Jarðabókinni segir ennfremur: „Bústaður sóknarprestsins í Kjós, gefinn af kóngl. máð af sál. Friðrik 3ja háloflegrar minningar í staðinn þess fordjarfða beneficii Reynivalla, sem af skriðum og snjóflóði næsta því eyðilagt var.“ Eins og annars staðar er skráð hafði skriða fallið á Reynivallabæinn og jafnað við jörðu.
Seljadalurinn er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum þessa bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni. Þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Landið er gott fyrir sauðfjárbeit. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur. Í honum rennur Hjaltadalsáin fyrrenfnda. Í ánni er Folaldafoss. Fossinn er áberandi þegar gengið er má Seljadalsá framhjá ármótunum. Eftir Seljadal rennur svo Seljadalsáin, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur, sem fyrr sagði. Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar. Gísla bjó í Seljadal á árunum 1897 til 1921.
TóftTóftirnar í Sejadal eru sérstaklega áhugaverðar. Bæði vegna þess að grjót í vegghleðslur hefur ýmist verið tekið úr bæjarlæknum eða verið fluttar að annars staðar frá, t.d. með sleða á snjó. Ein tóftin, sem þarna er skammt sunnan við kotið sjálft hefur sennilega verið gamla selið. Efniviðurinn úr því hefur verið nýttur í sauðakofa og gerði. Ef glöggt er skoðað má sjá að eldri hleðslur á bæjarstæðinu hafa verið nýttar til nýrri byggingar. Hlaðin rétt neðan við bæinn er í raun dæmigerð fyrir staðsetningu stekkjar. Hún er því að öllum líkindum hlaðin upp úr stekk, sem þar var fyrir.
Í bakaleiðinni var gatan frá Seljadal fetuð til suðurs. Þegr hún kom yfir Seljadalinn ofanverðan var auðvelt að fylgja henni um melbrúnir og mela á ská til suðausturs niður hlíðarnar ofan við Vindássel. Þar neðst kom gatan inn á hinn gamla Kjósaskarðsveg.
GatnakerfiðÞessi meginleið kom ekki niður með Sandfellinu norðaustanverðu eins og ætla mætti. Hún lá á ská til suðausturs (annars eru áttir þarna á miklu reiki sbr. örnefnalýsingar) niður hlíðina austan fellsins, niður á gömlu Kjósarskarðsleiðina norðan Laxár. Tekja má líklegt að gamli Svínaskarðsvegurinn hafði legið þar inn á hana og síðan áleiðis upp hálsinn mun suðaustar en áður hefur verið talið.
Í meiri fróðleik um Reynivelli segir m.a.: „Kirkjustaður og prestssetur hefur verið á Reynivöllum frá því elstu heimildir herma. Þar var einnig lengst af miðstöð byggðarinnar. Um langan aldur var þar þingstaður sveitarinnar og þinghús, þar var rekinn fyrsti barnaskólinn í Kjósinni, hann var stofnaður kringum 1880 og starfaði í sérstöku húsnæði, sem byggt var fyrir skólastarfið. Þá var prestur á Reynivöllum sr. Þorkell Bjarnason, sem áður er getið. Hann var afkastamikill á ýmsum sviðum menningarlífsins, ritaði m.a. Íslandssögu, sem lengi vel var eina Íslandssagan, sem kennd var í skólum landsins. Þá skrifaði hann einnig stórmerka bók um sögu siðbótarinnar hér á landi auk fjölda ritgerða um ýmis efni. Áður hefur verið getið um frumkvæði hans í laxeldi.

Eftirmaður hans var sr. Halldór Jónsson, sem prestur var á Reynivöllum í hálfa öld, frá 1900 til 1950. Sr. Halldór var sömuleiðis merkur prestur á sinni tíð, framfarasinnaður í búskaparháttum og tónskáld ágætt. Oddviti sveitarinnar var hann um árabil. Hann hefur ritað endurminningar sínar, sem eru merk heimild um líf og starf Kjósverja í þá hálfu öld, sem hann var sálnahirðir þeirra.“ (Þetta er bara, með fullri virðingu, sett inn í textann til að koma að fleiri myndum).
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
SeljadalurVindássel
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Vindás.
-Jarðabókin 1703.

Lönguhlíðar

Samkvæmt upplýsingum Eggerts Nordahls eru flugvélapartarnir neðan við Kerlingargil af Douglas Dakota, ekki Hudson.
KarlinnÍ fyrri umfjöllunni um framangreint flugslys og staðsetningu á flakinu kom m.a. fram eftirfarandi: „Eftir að hafa gengið brúnir Lönguhlíðar sunnan við Kerlingargil kom í ljós að flugvélinni hafði verið flogið í hlíðina eins og fram kemur í framangreindri lýsingu. Undir hlíðinni er brak úr vélinni, s.s. pústgrein frá mótor og ýmislegt annað. Ofan þess eru smásteinóttar skriður, sem hafa verið að hylja brakið smám saman síðustu 65 árin (skrifað 2009). Ekki er útilokað að hluti braksins kunni að vera ofar á brúninni.“
Í skýrslu ameríska hersins frá 11. júní 1944 segir: „An Icelandic sheepherder reported a crashed in a lava bed about 8 miles southeast of Hafnarfj0rdur. The plane was idendified as the RAF C-47, missing since 7 March, 1944.“
KerlingargilTil að kanna með þann möguleika að hluti af brakinu kynni að vera ofan brúnar Lönguhlíðar var ákveðið að kanna það. Gengið var upp Kerlingargilið. Snjór var enn í botni þess á köflum. Karlinn, stakur móbergsstandur, glotti utan í sunnanverðu Lönguhlíðarhorninu. Þegar upp var komið var vent til hægri og stefnan tekin með ofanverðri brúninni. Fljótlega kom í ljós varða á stórum steini, að því er virtist án tilgangs (síðar kom í ljós hvers vegna hún var hlaðin nákvæmlega á þessum stað).
Gangan var hin fróðlegasta – a.m.k. í jarðfræðilegu tilliti. Ofan brúnarinnar stallast landið alllangt upp á við. Sunnar er gildrag, sem skáfletur hluta hlíðarinnar frá bergstallinum er myndar Lönguhlíðar. Þessi fremsti hluti hlíðarinnar á þessum kafla mun að öllum líkindum einhvern tíma í framtíðinni skríða fram úr henni, falla niður og móta landslagið neðanvert. Það mun væntanlega gerast þegar gríðarstór hvylft ofan hennar, Mígandagróf, mun fyllast af vatni eftir snjóþungan vetur og skríða fram á hliðarbrúnina. 

Mígandagróf

Vatnið mun fara fram af henni beggja vegna skorningsins og smám saman ýta honum fram og niður á við því allt leitar jú jafnvægis í náttúrunni þegar fram líða stundir. En þetta kemur flugvélaflakinu reyndar við.
Samt sem áður er nauðsynlegt að staldra örlítið við bergstand norðnorðvestan við Mígandagrófina ofanverða. Í henni eru hin myndarlegustu tröllaskegg er um getur á Reykjanesskaganum, er undan skilin eru þau er finna má í framanverðum Klofningum.
Dagbók
Í stuttu máli má segja að leitin ofan Lönguhlíðabrúna skilaði engum öðrum árangri en þeim að fullyrða mátti að þar væri ekkert brak úr framangreindri Dakotaflugvél að finna.
Á leiðinni niður Kerlingargil rákust þátttakendur á sérkennilega steinmyndun norðan í gilinu. Í fyrstu mátti ætla að Ægir hefði leikið sér að því að móta fyrirbærið, en þegar hríðarbylur skall skyndilega á úr heiðskírum himninum var augljóst að þarna hafði Veðurguðinn verið að verki með vatn og vind að vopni.
Þegar niður var komið og hvorki hafði sést tangur né tetur af flugvélinni fyrrnefndu var ákveðið að hringja í vin, eins og sagt er í nýmóðis fjölmiðlaspurningarleikjum.
Ólafur Kr. Guðmundsson (f. 29.03.1930) sagðist aðspurður hafa komið á slysavettvang nokkrum Brakvikum eftir að tilkynnt hafði verið um fundinn. Hann hefði þá líklega verið 13 ára að aldri. Vettvangurinn væri honum þó enn í fersku minni – svona eins og hægt væri hjá 79 ára gömlum manni.
Ólafur sagði að tilkynningin um fund braksins hefði þótt stórmerkileg á þeim tíma. Frímann Þórðarson og Finnbogi Ingólfsson hefðu komið að því þar sem þeir voru í refaleit undir Lönguhlíð. Þetta hefði líklega verið einhvern tíma um vorið. Guðni Oddsson í Hafnarfirði og fleiri hefðu þá þegar farið á bifhjólum á vettvang. Grunur hafði síðar verið um (þótt ekki megi segja frá því) að þeir hafi hirt ýmislegt á vettvangi, sem þar hefði átt að liggja kyrrt, eins og síðar kemur fram.
SlysstaðurinnFljótlega hefðu Ameríkanar haldið á vettvang með leiðsögn Íslendinga.
Ólafur sagði að hann og félagar hans hefðu farið fótgangandi frá Hafnarfirði. Þeir hefðu gengið um Kaldársel og upp með Gvendarselshæð. Frá henni hefðu þeir gengið svo til beint með stefnu á Kerlingargil sunnan Gullkistugjár.
Þegar hann hafi komið á vettvang hefðu bifreiðavarahlutir, kerti og platínur, legið um allt, alveg yfir í Kerlingargilið. Annar hreyfillinn hefði verið uppi í skriðu undir brúninni á Lönguhlíð sunnan við Kerlingargilið. Flugvélaskrokkurinn hafði runnið hálfa leið niður skriðuna og var þar niðri í þremur pörtum; stélhlutinn efst, þá miðhlutinn og stjórnklefinn neðst. Ekki virtist hafa kvinkað í vélinni. Lengi á eftir hefði fólk verið að fara á staðinn til að hirða ýmislegt, sem þar var. Stærstu hlutarnir hefðu síðar verið dregnir niður til Hafnarfjarðar af járnsmiðum úr bænum og flestallt, sem var að finna í gilinu og ofan við það hefði horfið smám saman.
VarðaÍ spjalli við Ólaf bar ýmislegt fleira á góma, sem nýtt verður síðar á vefsíðunni.
Ólafur gat þess m.a. að eftir morðið á Gunnari leigubílsstjóra Tryggvasyni 18. janúar 1968 hefði komið í leitirnar skammbyssa sunnan með sjó er tengst hafði framangreindu flugslysi. Byssa þessi hefði lengi vel verið í vörslu lögreglunnar í Hafnarfirði og væri sennilega enn.
Eftir viðtalið við Ólaf virtist ljóst að Dakota flugvélin frá 7. mars 1944 hefði lent undir Lönguhlíðarbrúninni rétt sunnan við Kerlingargilið – enda er brakið úr vélinni að langmestu leiti þar neðan við, 65 árum síðar.
BrakVarðan framangreinda ofan Lönguhlíðarbrúnar, skammt sunnan við Kerlingargilið, virðist hafa haft þann tilgang að benda á slysstaðinn umrædda.
Þegar FERLIR fór aftur á vettvang virtist augljóst hvar flugvélin hafði lent á hlíðinni. Þar voru ýmsir smáhlutir, s.s. glerbrot, rör, taubútar, smábrak, spýtur og tengi, auk þéttilista og gúmmíkanta; allt hlutir, sem ekki gátu hafa fokið þangað allir á sama blettinn. Ofan við staðinn í hlíðinni var ekkert brak að finna, en talsvert af braki var neðan við hann. Þar virðist því ljóst að flugvélin hafði rekist í hlíðina, eða verið flogið á hana, á þessum stað, staðnæmst og síðan runnið undan hallanum nokkurn spöl. Ummerki á stórum steini litlu neðar sýndi að hluti af flugvélinni hafði m.a. lent á honum.
BrakHnit voru tekin á vettvangi sem og ljósmyndir. Augljóst var að eldur hafði kviknað eftir slysið, en í mjög takmörkuðum hluta vélarinnar.
Brakið er í jaðrinum á skriðu sunnan við Kerlingargilið. Leit hafði verið gerð allt upp undir efstu brúnir sunnan gilsins, en þar var ekkert að finna. Leifar af nefndum hreyfli fundust ekki. Telja má mjög líklegt að mikið af brakinu, sem eftir varð hafi smám saman grafist í skriðuna því hún hefur greinilega ekkert gefið eftir við að mylja niður brúnirnar þrátt fyrir þetta óhapp.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Ólafur Kr. Guðmundsson, f. 29.03.1930.
-Slysaskýrslur ameríska hersins 1941-1945.

Douglas Dakota

Uppdrátturinn hér að ofan er af Vífilsstaðaseli í Vífilsstaðahlíð.
FERLIR hefur þegar skoðað 414 Hraunsselselstöður á Reykjanesskaganum. Þegar allur skaginn hefur verið skoðaður má ætla að selin verði nálægt 450 talsins (eftir er t.d. að skoða nokkur selörnefni í ofanverðri Kjós, í Kvíum, Þingvallasveit, Mosfellsbæ og Grafningi), sem verður að telja líklegt að selminjar kunni að leynast við. Þetta er dágóður fjöldi á tilteknu landssvæði (sem hingað til hefur talið vera rúið öllum minjum er merkilegar geta talist).
Selin eru ein tegund búsetuminja, líkt og bústaðir, réttir, fjárborgir, varir, vörður, götur, brunnar, fjárskjól eða annað það sem mannfólkið frá fyrri tíð hefur skilið eftir sem sannindamerki um tilvist sína og tilgang um aldir. Selin gefa mannvirkin sjálf til kynna (hús, stíga, vörður, vatnsból, kvíar, stekki og nátthaga), notkun þeirra, bæði er varðar tíma og tilgang svo og gerð frá einu tímabili til annars. Mannvirkin tóku breytingum líkt og önnur mannanna verk.
Safnað hefur verið á einn stað öllum frásögnum af staðsetningum seljanna, s.s. úr ferðabókum, lýsingum, jarðabókum, örnefna-lýsingum, visitazíum, landa-merkjabréfum og skrifum einstaklega áhugasamra manna og kvenna á síðari tímum. Auk þess hefur verið gengið um staði er bera sel-örnefnið og má segja að án undantekninga hafa þar fundist minjar. Margra þeirra hefur ekki verið getið í skriflegum heimildum.

NýjaselFERLIR hefur bæði notað tækifærið og teiknað upp mörg selin, ljósmyndað og skráð lýsingar á aðstæðum og ástandi eintakra selja. Ekki hefur alltaf gefist mikill tími til að mæla upp allar minjar nákvæmlega á vettvangi (því þá hefði þurft að lengja sólarhringinn verulega). Hins vegar getur samantektin auðveldað öðru áhugasömu fólki að nálgast minjarnar til nákvæmari rannsókna, ef áhugi er fyrir hendi, auk þess sem vonir eru bundnar við að hún verði til þess að minnka líkur á að merkar (ómeðvitaðar) minjar fari forgörðum af gáleysi – eins og raunin hefur orðið á í seinni tíð.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

 

 

Straumssel

Gengið var upp í Straumssel. Straumsselsstígnum var fylgt upp með vestanverðum Þorbjarnarstöðum, áfram yfir Selhraunið þar sem hraunhaftið er grennst, framhjá litlu-Tobburétt og áleiðis upp í Flárnar.

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjálselsstígur.

Selsstígurinn er vel markaður í klöppina á kafla. Þegar komið var upp í Flár beygir stígurinn tl suðurs, upp úfið hraunið og liðast áleiðis að selinu. Litlar vörður marka leiðina. Skammt sunnan við selið greinist stígurinn; annars vegar norður fyrir selstöðuna og hins vegar suður fyrir hana. Norðurstígnum var fylgt til austurs. Þegar komið var að selinu var sólin lágt á lofti svo allar rústir sáust vel og greinilega. Miklar garðhleðslur umlykja selið, auk þess sem sem hlaðið gerði er við það vestanvert. Hlaðinn gerður er um matjurtargarð sunnan megintóftanna. Þær eru leifar bæjar, sem þarna var þangað til skömmu fyrir aldarmótin 1900. Straumssel er eitt örfárra selja á Reykjanesskaganum er óx í bæ. Bærinn brann og lagðist hann þá í eyði. Gamla selsstaðan sést enn skammt suðaustan við bæjarhólinn. Skammt sunnan hennar er hlaðin kví. Brunnurinn er í jarðfalli skammt norðan við bæjartóftirnar.

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

Vel má ímynda sér hvernig lífið hefur verið í selinu fyrr á öldum. Yfirleitt voru þau í brúkun frá 6. til 16. viku sumar, þ.e.a.s. ef vatn þvarr ekki fyrr. Við Straumssel eru víða nærtæk skjól við hraunhóla og -hæðir. Hrís hefur og verið nærtækur, auk þess sem beit hefur verið þarna hin ákjósanlegust drjúgan hluta ársins. Brúkun og verkum í seli er lýst annars staðar á vefsíðunni.
Fjárhellar eru sunnan við Straumssel; Neðri-Straumsselshellar og Efri-Straumsselshellar enn ofar. Þar má enn sjá talsverðar hæeðslur, einkum í efri hellunum.

Straumsselsstígur.

Straumselsstígur vestari.

Regnbogi myndaði litríkan boga sinn yfir tóftunum. Honum fannst engin ástæða til að teygja sig lengra en upp í Almenning þar sem hann sló fallegum bjarma á kjarrivaxnar brekkurnar.

Vestari selsstígnu var fylgt úr hlaði. Hann liggur til suðurs út frá bænum og beygir síðan til vesturs og loks til norðurs. Stígurinn til vesturs yfir að Óttarsstaðarseli þverar hann vestan við selið. Stígurinnn er vel markaður í landið og er augljós uns hann mætir eystri stígnum norðan við selið.
Á leiðinni mátti sjá fallagar hraunmyndanir í kvöldsólinni. Neðst í Flánum hefur verið boruð hola til að athuga með vatnsdýpið, en Straumsselið ásamt Mygludölum er framtíðarvatnstökusvæði Hafnfirðinga.

 

Straumssel

Straumssel.

Glóra

Kollafjörður einkennist af neðansjávardölum, sem ísaldarjökullinn hefur sorfið í berggrunninn, og hryggjum, sem skilja dalina að. Einn slíkur hryggur markast af Örfirisey og Akurey, annar liggur frá Laugarnesi um Engey og hinn þriðji frá Gufunesi um Viðey. Einnig eru Gunnunes, Þerney og Lundey hluti af einum hryggnum.
AlfsnesÍ dölum milli hryggjanna eru setlög frá síðjökultíma og ofan á þeim Nútímasetlög. Til þeirra teljast m.a. malarhjallar þeir, sem Björgun ehf. hefur nýtt til efnistöku og fyrirhugar að nýta áfram. Botngerð í Kollafirði er í grófum dráttum á þá leið að í framangreindum hryggjum er fast berg, en utan í hryggjunum gróft efni. Í dölunum milli hryggjanna er fínkornað efni, sandur og silt.
Berggrunnur í Kollafirði (þ.e. bergið í hryggjum og eyjum) er myndaður úr fjölbreytilegum bergtegundum á síðustu 2 milljónum ára eða svo. Í honum skiptast á hraunlög frá íslausum tímum og móbergs- og jökulbergslög frá jökulskeiðum. Mislægt ofan á þessum stafla og að mestu leyti ofansjávar liggur Reykjavíkurgrágrýti og setlög af ýmsu tagi.
Jöklar hafa mótað yfirborð berggrunnsins og skilið eftir sig framangreinda dali. Er þeir hopuðu í lok ísaldar, settist framburður þeirra í dalina.
Sjávarborðslækkun í upphafi Nútíma sléttaði yfirborð þessa sets og þegar sjávarborð tók aftur að hækka, varð rofflöturinn að mislægi. Ofan mislægisins myndaðist nútímaset í ýmsum myndum. Á grunnsævi myndaðist gróft grunnsævisset í mynd malarhjalla og –granda. Þetta grófa set hefur Björgun ehf unnið af hafsbotni undanfarna áratugi.

Hólmskaupstaður
Akurey - loftmyndNokkur hundruð metrum norðan við Örfirisey, milli eyjarinnar og Akureyjar, standa svartar klappir upp úr sjó en hverfa að mestu á stórstraumsflóði. Þetta eru Hólmarnir. Þeir eru, eins og önnur sker, sjófarendum fremur til ama en gagns, sérstaklega þeim sem leið eiga um Hólmasund milli Hólmanna og Akureyjar. Þrátt fyrir að njóta takmarkaðs almenningsálits nú á dögum, var í Hólmunum áður fyrr rekin verslun, allblómleg á þeirra tíma mælikvarða. Ýmsir hafa rakið sögu þessarar verslunar, en hér er stuðst við greinar Helga Þorlákssonar og Árna Óla.
Elstu heimildir um verslun í Hólmunum (Hólminum, Brimarhólmi, Grashólmum, Grandahólma, Gjáhólmum, eins og þeir hafa einnig verið nefndir) eru frá 1521, og versluðu þar þýskir kaupmenn. Skipalægi var þarna og voru sagnir um að þarna mætti finna járnhringa til að festa með skip. Danir tóku við staðnum með tilkomu einokunar 1602. Árið 1655 var einna mest verslað í Hólmi af öllum verslunarstöðum landsins. 

Orfirisey - loftmynd

Verslunarstaðurinn var fluttur í Örfirisey á 17. öld, vafalaust vegna ágangs sjávar og þaðan til Reykjavíkur á seinni hluta 18. aldar. Hann hélt þó áfram nafni sínu, Hólmur eða Hólmskaupstaður. Í Básendaveðrinu 1799 eyddist öll byggð í Örfirisey og þó þar hafi verið byggt aftur varð hún ekki svipur hjá sjón aftur eftir það.
Ágangur sjávar í Kollafirði Saga Hólmskaupstaðar er kafli í sögu landbrots í Kollafirði, sem hefur stjórnast af hækkandi sjávarstöðu. Sú saga hófst í lok ísaldar, þegar sjávarborð lækkaði mjög hratt niður í -35 metra á svæðinu fyrir ca. 9 þúsund árum. Frá þeim tíma hefur sjávarborð hækkað smám saman upp í núverandi hæð. Sjávarborðshækkunin stendur enn yfir. Hækkunin við Faxaflóa nemur 1,3 metrum frá árinu 100 e.Kr., en á fyrri hluta 19. aldar hófst hröð hækkun, sem tengd hefur verið iðnvæðingu og hækkandi hita á jörðinni. Mælingar í Reykjavíkurhöfn frá 1956 sýna árlega hækkun sjávarborðs um 3,4 mm.

Heimildir m.a.:
-Matsskýrsla á sandnámi á botni Kollafjarðar.

Glóra

Glóra á Álfsnesi.

 

Grindavík

Skjaldamerki Grindavíkur var tekið í notkun 1986 og er hannað af Kristínu Þorkelsdóttur. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur var Auglýsingastofa Kristínar (AUK) falið það verkefni að draga upp tillögu að skjaldarmerki fyrir Grindavík.

SkjaldarmerkiNefnd var kjörin af hálfu bæjarstjórnarinnar til að vinna með auglýsingastofunni að þessari tillögugerð. Í nefndinni voru Eiríkur Alexanderson, Margrét Gísladóttir og Ólína Ragnarsdóttir.
Nefndin hélt nokkra fundi með Kristínu Þorkelsdóttur og fékk nokkrar tillögur að skjaldarmerki til umfjöllunar. Nefndin var sammála um að leggja til að skjaldarmerki Grindavíkur verði svartur geithafur með gul horn og rauðar klaufir á bláum og hvítum grunni.

Í greinargerð segir að hugmyndin að merkinu varð til hjá starfsfólki AUK við lestur kafla um Grindavík í bókinni Landið þitt, en þar segir m.a.:

„Í landnámabók segir að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir hans námu land í Grindavík. Þar segir svo: „Þeir voru fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi. Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur, síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn, að landvættar allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.“

GrindavíkSvo sem ráða má af frásögn Landnámabókar hefur fólkið í þessari byggð frá öndverðu reist afkomu sína bæði á landbúnaði og fiskveiðum og hélst svo fram yfir miðjan 5. áratug þessarar aldar. Síðan hafa fiskveiðarnar og fiskvinnslan unnið á í atvinnulífinu en dregið hefur úr landbúnaði að sama skapi. Hann var þó umtalsverður fyrrum og er sagt frá því að árið 1779 fengu Grindvíkingar verðlaun frá Danakonungi fyrir garðyrkju og hlutu 14 bændur.“

Fram kemur að nefndin er þeirrar skoðunar að merkið sé ágætlega táknrænt fyrir þá byggð sem því er ætlað að þjóna og það mannlíf sem þar er lifað.

,,Blár litur hafsins í grunni með hvítum ölduföldum er sá grundvallarveruleiki, sem Grindavík byggist á, en hafurinn er tákn þeirrar frjósemi og búhygginda, sem skila Grindvíkingum til þroska og þróunar í fortíð, nútíð og framtíð. Þeir sem vilja, mega gjarnan láta hvítar rendurnar í grunni vísa til fyrri hluta nafnsins Grindavík. Merkið er fallegt og sterkt í formi og eftirminnilegt við fyrstu sýn, og í sparibúningi sínum í lit gleður það augað,“ segir í greinargerð nefndarinnar, frá 5. desember 1986.

Grindavík

Grindavík.

 

Vífilsstaðasel

Hér á eftir er getið um skrif Þorvalds Thoroddsens í „Lýsing Íslands„, sem gefin var út af Hinu íslenzka Bókmenntafélagi 1919. Eftirfarandi frásögn um „sel“ birtist í þriðja bindi. Hann minnist reyndar ekki á selstöður á Reykjanesskaganum, en fjallar um margt á forvitnilegan hátt um notkun þeirra í tíma og rúmi:
Arahnukasel-21
Sel. Sumarbeit fyrir búsmala til dala, heiða og fjalla var á fyrri öldum mikið meir notuð en nú, menn höfðu snemma tekið eftir því, að gróðrarsæl fjallalönd og dalalönd voru góð undir bú og vildu eigi íþyngja heimahögum með of mikilli beit á sumrum. Það sá Skallagrímur fljótt, að fé þroskaðist vel til fjalla á sumrum. »Hann fann mikinn mun á, at þat fé varð betra ok feitara, er á heiðum gekk, svá þat, at sauðfé helzt á vetrum í fjalldölum, þótt ei verði ofan rekit. Síðan lét Skallagrímur gera bæ uppi við fjall ok átti þar bú. Lét þar varðveita sauðfé sitt». Fornmenn munu því frá landnámstíð hafa haft búpening sinn í seljum á sumrum, enda voru þeir vanir því frá Noregi, og þar eru selstöður enn algengar, eins og líka í Alpafjöllum.
Brunnastadasel-21Selin voru í fornöld kölluð sel eins og nú eða þá setr eða sætr; sætr eru þau kölluð í Jónsbók og hefir það nafn enn sumstaðar haldist i staðanöfnum, t. d. Sætrafjall og Sætraklif við Reykjarfjörð á Ströndum (Kúvíkur). Selin voru stundum kölluð sumarhús og sjálfir bæirnir eru oft nefndir vetrarhús í sögunum. Í Hafreðarsögu er getið um mörg sel við Langadal og Laxárdal í Húnavatnssýslu, og hafa þau verið skamt frá bæjum. Eins hefir selið í Sælingsdal verið nærri bæjum, sem getið er í Laxdælu, þar var engi hjá selinu, sem húskarlar Bolla unnu, og þar var mannmargt. Hefir þar verið reglulegur sumarbústaður fyrir flest heimilisfólkið. Selin voru þar tvö, svefnsel og búr. Þar í selinu var Bolli veginn, sem kunnugt er. Í sömu sögu er getið um sel frá Vatnshorni í Sarpi í Skorradal, þar hefir víst aðeins verið eitt hús, því sagt er: »Selið var gert um einn ás, ok lá hann á gaflhlöðum ok stóðu út af ásendarnir, ok var einart þak á húsinu ok ekki gróit. Þar voru 5 menn í selinu, en fólk var líka heima á bænum í Vatnshorni.
Flekkuvikursel-21Í Glúmu er talað um sel á Mjaðmárdal, og i Ljósvetningasögu er getið um sel, er Þorkell hákur átti i Ljósavatnsskarði. Þorsteinn i Saurbæ var i seli í Kúvallardal, er þeir Hörður ætluðu að heimsækja hann. Í Örnólfsdal er talað um sel, og var þar flest fólkið, en mannfátt heima; eins var sel á Langavatnsdal og hét þar á Þorgilsstöðum, og var þar mikið af stóðhrossum á beit, er Gunnlaugur ormstunga kom þangað. Af Hrafnkelssögu má ráða, að þá hafi eigi aðeins verið sel ofarlega i Hrafnkelsdal, sem hét Grjótteigssel, heldur einnig önnur sel viða um dali og heiðar í nánd. Í Kjarradal segir Heiðarvígasaga að allir bændur úr Hvítársíðu hafi haft selfarir,og er það eðlilegt, því þar eru enn mjög grösug beitarlönd upp á Tvídægru; milli Kjarrár og Lambár er nú afréttarland, sem Gilsbakkakirkja á og leigir Bæjarsveit til uppreksturs; þar sem Langavatnskvísl kemur í Kjarrá er ágætt hagapláss, sem heitir Starir.

Fornasel-21

Í Biskupasögum er getið um sel frá Hólum i Hjaltadal, og voru þar »nokkurar konur til at heimta nyt af fé«, »en karlmenn voru engir viðstaddir, voru þeir farnir at samna sauðum«. Bendir þetta á, að allmargt fólk hafi verið í selinu. Bæði þessir og fleiri staðir i sögunum sýna, að selin hafa verið nokkurskonar sumarbústaðir og eigi mjög fjarri bæjum.

Langt fram eftir öldum hafa sumir búið í seljum sem sumarhúsum með flestallt heimilisfólkið.
Þess er t. d. getið um dóttur Þorleifs Grímssonar á Gjasel-21Möðruvöllum (f:1560), að hún var ein heima og nokkur ungmenni, en annað fólk í seli. Grágás bannar að gera sel í afrétti, og á víst við, að menn byggi sel í óleyfi í annara manna afréttarlandi, er sá útlægur er sel gjörði, og Jónsbók telur selið heilagt, þó þeir brjóti, er afrétt eigu en þeir bæti landnám að fullu, er selið gerðu. Jónsbók kveður á, að menn hafi sætr á fjöllum, þar sem þau áður hafa verið og færi eigi úr stað þeim, er þau hafa verið að fornu fari og eigi má þau byggja of nærri högum annara. Jónsbók leyfir að sætr megi hverr þeirra gera í almenningi, »er þann almenning eigu, er vill sitja i sumarsetri, ef þat er úr búfjárgangi«. Yfirleitt er þó auðséð að flest sel til forna hafa verið nærri bygð eða í bygð, oftast þá í beztu hagbeitarlöndum, í frjósömum hlíðum, í dalabotnum, innfjörðum eða þá á heiðum.

Búalög segja svo fyrir, að þrjár konur eigi at vera í seli, þar sem er 80 ásauðar at mjólka og 12 kýr, með matselju, og skulu vera tvær við vetrarhús um miðdegi til heimavinnu«. Búpeningur var vanalega hafður í seli frá þvi 8—9 vikur voru af sumri til byrjunar tvímánaðar eða frá miðju júnímáuaðar til þess um seiuni hluta ágústmánaðar, enda var svo fyrirskipað í lögum; en sumstaðar er tekið fram í fornbréfum. að selstöður skuli aðeins vara til Ólafsmessu fyrri. Að selin hafa verið mjög mörg, sóst bæði á grúa af örnefnum og af Fornbréfasafni, sem getur selja og selfara á óteljandi stöðum. Seljunum hefir líklega smátt og smátt fækkað, eftir þvi sem nautpeningur varð færri og sauðaeignin stærri. Kirkjur eiga um alt land fjölda af ítökum til selfara en þau eru nú notuð sumpart sem afréttir, sumpart sem heimahagar, sumpart leigð öðrum einstökum mönnum og hreppum.

Selstigur

Á 18. öld voru selstöður mjög farnar að leggjast niður svo stjórnin, J 754, fann sér skylt að skipa bændum að hafa búfé sitt á seljum og geldfé á afréttum frá 9. til 21. viku sumars, til þess að hlífa heimahögum og slægjum, en því mun alls ekki hafa verið hlýtt frekar en öðrum fyrirskipunum stjórnarinnar í þá daga. Eftir fyrirmælum ýmsra íslenzkra framfaramanna gaf stjórnin á 18. öld út ótal boðorð og lagareglur um alt mögulegt og ómögulegt, er búskap snerti, en þar var aðeins sá hængur á, að engu var hlýtt, ekkert varð úr neinu, þegar til framkvæmdanna kom, þó oft væri hótað afarkostum. Þó segir Eggert Ólafsson, að selfarir hafi í hans tíð enn verið algengar í Borgarfirði, en viðast annarstaðar lagðar niður. Voru selhúsin vanalega þrjú, iveruhús eða svefnsel, eldhús og búr. og mun sá húsafjöldi hafa haldist síðan í fornöld, þó sum selin bæði fyrr og síðar hafi verið fátæklegri. Í seljunum voru kýr og ær. Þar var smali og fullorðin stúlka með telpu til aðstoðar, þær mjólkuðu, strokkuðu, gjörðu smjör og osta o. s. frv. N. Mohr kom 1780 í sel nálægt Skagaströnd, borðaði þar grasagraut og var fenginn fjöðurstafur til þess hann gæti drukkið úr mjólkurtrogunum. Mohr sá á ferð sinni um Norðurland og Vesturland aðeins þrjú sel, á Spákonufelli, við Kaldrananes i Strandasýslu og frá Reykjahlíð við Mývatn. Allir búmenn 18. aldar hvetja bændur til að taka upp aftur selstöður, en þó árangurslaust.

Fjarskjol-2

Ólafur Stephensen vill hafa búpening i seljum frá Jónsmessu til rétta, »eru þá heimahagar i friði fyrir ágangi hans. óbitnir, ótroðnir, og miklu betri til vetrarbeitar. Þá voru líka nærri öll tún ógirt og ilt að verja þau fyrir ágangi fénaðar, sem var heima við. Guðlaugur prófastur Sveinsson ritaði 1787 um selstöður og þeirra nytsemi. Hann segir, að þá sé það einungis nokkrir fáir forstands og fyrirhafnar menn, sem enn árlega flytja búsmala sinn i nokkurt fráliggjandi sel á sumrum, einkum frá messudögum fram um höfuðdag, 8 eða 10 vikna tíma; og á nokkrum stöðum veit eg haft í seljum frá fardögum og lengra fram á haust, einkum þar hrjóstrugt og magurt heimaland er, til enn meiri hagnaðar nytsemdar«.

Brennisel-21

Síra Guðlaugur heldur mjög fram nytsemi selja segist sjálfur hafa búið á jörð í 14 ár, þar sem búsmali gerði þriðjungi minna gagn heima en i selinu, en aðrir bændur hefðu sagt sér, að þeir hefðu ekki meira en freklega gagn af peningi sínum, er þeir gátu eigi komið honum í sel. Kosti seljanna telur hann: meiri afrakstur búfénaðar, hlífð við heimahaga, enginn ágangur á tún og engjar, minna ónæði fyrir fénaðinn af rekstri og smölun, oft gott til fjallagrasa nærri seljum og hægra að ná i þau, stundum hægt frá selinu að nota fjarlægar slægjur; sumstaðar má brúka selin sem beitarhús á vetrum, og hafa þar heyforða og fjárborgir. Segir höfundurinn, að sumir hafi tvö selhús, íbúðarhús með rúmum og eldstó í öðrum enda og svo búr, en betra sé að hafa húsiu þriú, eldhúsið sérstakt.

Nessel-21

Magnús Ketilsson hafði jafnan búsmala sinn i seli og þar fullorðinn mann, og dreng til smalamensku, áttu þeir lika að slá og hirða seltúnið. Jón Steingrímsson bygði einnig sel frá Prestsbakka »í efstu og beztu högum jarðarinnar, 3 selhús á eiuum hól með 7 stafgólfatali, en svo rúmgóð, að til var ætlað, þau skyldu taka hálft annað hundrað fjár«. Ólafur Stephefesen hafði líka búfé sitt i seli og svo gerðu flestir framfaramenn á 18. öld.

Á 19. öld lögðust selin því nær algjörlega niður, og nú munu selstöður nærri hvergi vera til á Íslandi. Á ferðum mínum 1881 — 98 fór eg mjög víða um beitarlönd og heiðar, en man ekki til að eg findi eitt einasta sel, sem enn var notað sem sumarhús frá aðaljörðu, en eg kom í allmörg sel, sem voru orðin að sérstökum heiðarbýlum eða kotbæjum; slík seljakot eru algeng víða um land. Hve afarmikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum. Sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um alt Ísland.

Selsvellir-91

Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög viða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o. s. frv. í bygðum sjást þess líka ótal dæmi, að sel hafa breyzt í sjálfstæðar jarðir og þær sumar allstórar; örnefnin eru hinn ljósasti vottur þess, hve miklar breytingar stöðugt hafa orðið í því efni.

Mosfellssel-21Í byrjun 20. aldar hafa ymsir búmenn hvatt til þess, að selstöður væru teknar upp að nýju, án þess þó nokkur sýnilegur árangur hafi orðið af þeim upphvatningum. Hugmynd manna hefir verið sú, að tekin væru upp selstöðubú i félagi. Sigurður Sigurðsson gerði 1902 áætlun um kostnað við félagssel og komst að þeirri niðurstöðu að það sé efasamt hvort þau borgi sig, nema ef ostagjörð væri þeim samfara, en i þeirri grein eru Íslendingar, sem kunnugt er, langt á eftir öðrum þjóðum. Nokkrum árum síðar (1908) ritaði Torfi Bjarnason líka um samlagssel. Var hann heldur bjartsýnni á framtíð þeirra, og mælti fram með þeim; komst hann að þeirri niðurstöðu, að „þau mundu borga sig, en ætlaðist líka til ostagjörðar á seljum þessum.“

Heimild:
-LÝSING ÍSLANDS eftir þorvald Thoroddsen. Gefin út af Hinu íslenzka Bókmentafélagi, þriðja bindi. Kaupmannahöfn, prentað hjá S. L. Möller, 1919.
-Lovsainling lor Island I, bls. 394.
-Egilssaga, Kvík 1892, 29. kap., bls. 7-5.
-Landnáma (1891) bls. 72, 95.
-Laxdæla (1895) bls. 175. 204.
-Glúma (1897) bls. 43, 44. Reykdæla (1896) bls. 87. Ljósvetniugasaga (1896) bls. 62. Harðarsaga og Hólmveria (1891) bls. 57.
-Hænsna-Pórissaga (1892) bls. 33., Gunnlaugssaga ormstungu (1893) bls. 13. Sumir haf’a á sumrum búið í tjaldi, þess er t. d. getið um Jófríði Gunnarsdóttur, að hún »átti sér tjald úti, þvíat henni þótti þ)at ódauíligra* (Hænsna-tórissaga s. st.).
-Hrannkelssaga (1893) bls. 6, 7.
-Vígastjrssaga og Heiðarvíga (1899) bls. 64.
-Biskupasögur I. bls. 189.
-Biskupasögur II, bls. 359.
-Grágás (1852) bls. 113. Jónsbók Ól. H. bls. 173, 174, 176—177. 193.
-Búalög (1915) bls. 22. 34, 61.
-Jónsbók bls. 172.
-Dipl. Isl. II, bls. 577.
-Lovs. f. Islaud III. bls. 182. 191.
-Eggert Olafssons Reise bls. 155, 178. Sbr. Olavius: Oekon. Rejse bls. ‘247—248.
-N. Mohr: Forseg til en islaudsk Naturhistorio. Kbhavu 1786 bls. 10, .349-350.
-Gl. Félagsrit VI. bls. 46.
-Gl. Félagsrit VII, bls. 194-204.
-Gl. Félagsrit XII, bls. 32-33.
-Æfisaga Jóns Steingrímssonar, Rvík 1915, bls. 223.
-Sig. Sigurðsson segir í Fjallkonu 1902, nr. 13, að nú muni vera 3 eða 4 menn á öllu landinu, sem hafa í seljum, og valda því alveg sérstakar ástæður. Árið 1900 tóku 3 bændur í Hrunamannahreppi sig saman og höfðu ær sínar, rúmar 200 að tölu, í seli.
-Sigurður Sigurðsson: Selstaða og sauðamjólk (Fjallkonan 1902, nr. 18 og 14). Sbr. Austri X, 1900. nr. 14. ísafold 1902, nr. 8.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Hafnarfjörður

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950 er fjallað um byggingu „Syðri hafnargarðsins“ í höfninni:

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn 1776-1778 skv. mælingum H.E. Minor.

„Nokkru fyrir mitt ár 1948 var hafin bygging syðri hafnargarðsins. Bygging garðsins hefir gengið mjög vel og er hann nú orðinn fullir 390 metrar að lengd, og nemur dýpi við fremsta hluta hans 7 metrum um stórstraumsfjörur.
Hafnarfjörður
Byggingu garðsins hefir nú verið hætt um sinn, þar eð hann er nú kominn á það dýpi, að ekki verður sama byggingarfyrirkomulagi komið við við framhaldsbyggingu hans og hingað til hefir dugað. Gera má ráð fyrir að veður fari að spillast og vetrarsjóar geti grandað viðbótarbyggingunni ef áfram yrði haldið í vetur. Og í þriðja lagi hefur þegar verið unnið fyrir það fé, sem til mannvirkis þessa hefur fengizt í ár.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1903.

Þessar eru þá þrjár megin stoðir, er gert hafa nauðsynlegt að hætta við frekari byggingu garðsins í ár. Alþýðublað Hafnarfjarðar hefir leitað sér upplýsinga um, hvernig bygging garðsins stendur nú, og fengið upplýst að frá ársbyrjun í ár og þar til síðast í marzmánuði var haldið áfram byggingu garðsins á sama hátt og áður, að grjót var sprengt úr Hvaleyrarholti og flutt í garðinn. Í marzlok hóf dýpkunarskipið Grettir að grafa innan við garðinn, og vann hann við það til 17. maí. Það af uppgreftrinum, sem nothæft þótti var notað til undirburðar og sett samhliða grjótflutningnum niður í framhaldi garðsins, þannig að myndaður var malarhaugur, er var ca. 60 m. langur í fullri hæð þ.e. undir stórstraumsfjöruborð, en botnbreidd hans var um 50 m.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – loftmynd 1954. Sjá má grjóttökunámuna h.m. neðarlega.

Garðurinn er nú kominn fram af malarhaugnum á um 7 m. dýpi miðað við stórstraumsfjöruborð. Lengd hans nemur, eins og fyrr er getið 390 m., þar af viðbót á þessu ári 80 m. Skjólveggur er 373 m. Viðbót á árinu 93 m., en lengd steyptrar plötu og fláa á úthlið nemur 382 m. Viðbót í ár var 83 m.Frá garðsendanum hefir nú verið gengið þannig, að raðað var stórgrýti fyrir hann frá fjöruborði og uppúr með svipuðum halla og hliðar garðsins.
Framan af árinu, á nokkrum kafla áður en garðurinn gekk fram á malarbinginn, bar á því að hann sigi, og einnig nokkuð nú undanfarið, eftir að kom fram á malarbingnum, og mest síðast. Hins vegar hefir sig vart orðið merkjanlegt á þeim kafla, sem garðurinn hvílir á malarbingnnum.
Að verkinu hafa að jafnaði unnið um 20 menn, auk verkstjóra. 3 bílar hafa annast grjótflutninginn. Kostnaður við byggingu garðsins í ár nemur um einni og kvart milljón króna. Á s.l. ári var við hann unnið fyrir röska milljón. Vonandi tekst að halda byggingu hans áfram á næsta ári.“

Í sama blaði árið 1951 er fjallað um „Innrásarker til Hafnarfjarðar„:
Hafnarfjörður
„Um klukkan 6 árdegis á miðvikudaginn var, kom til Hafnarfjarðar steinsteypukassi, sá fyrri af tveimur, er hafnarnefnd Hafnarfjarðar lét kaupa í Hollandi nú fyrir 2 mánuðum. Er þetta mikið mannvirki. Kassinn er 62 metrar á lengd, 9—10 m. á breidd, og álíka hár. Verður hann notaður sem togarabryggja innan við hafnargarðinn. Er ákveðið að innan við þessa togarabryggju verði skipakví um 70 m. breið, fyrir togara næst kerinu, og fyrir vélbáta þar fyrir ofan, við hafnarbakka, sem væntanlega verður byggður þar síðar. Í þeim krók, nú þegar, að geta orðið fullkomið var, á hverju sem gengur. Er mikill fengur fyrir fyrir höfnina að fá afgreiðslupláss þetta, og hina rólegu skipakví þar á bak við. Að visu mun verða að hæka steinkerið um 1—2 m. áður en það verður tekið til afnota, vegna vatnsdýpisins, þar sem það er látið, en þar er dýpi fyrir nýsköpunartogara. Er viðbúið að sú hækkun á kerinu verði að bíða næsta árs, vagna annarra framkvæmda er kalla meira að.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður og Hafnarfjarðarhöfn – loftmynd 1954.

Um miðjan næsta mánuð er svo eitt kerið væntanlegt. Það er jafnlangt, en hærra og breiðara en þetta og verður notað í hafnargarðinn sjálfan. Hollenzkur dráttarbátur dregur kerin hingað, einn sá stærsti, er Hollendingar eiga, en þeir eru, eins og kunnugt er, alþekktir fyrir dugnað sinn og leikni við að draga ýms ferlíki um heimshöfin, þvert og endilangt. Ferðin hingað gekk mjög vel, hún tók aðeins tæpa 9 daga frá Amsterdam til Hafnarfjarðar, en gert hafði verið ráð fyrir minnst 10 dögum. Fékk skipið einmuna gott veður alla leið með kassann.
Þessi ker eiga sér allfræga sögu. Þau voru notuð í styrjöldinni síðustu, þegar Englendingar og Bandaríkjamenn réðust inn í Frakkland og fluttu þessa kassa með sér í hundraðatali og gerðu úr þim höfn svo að segja á einni nóttu, án þess að Þjóðverjar vissu neitt um það áður, á opinni strönd Normandí, í Frakklandi, þar sem engum datt í hug að lent mundi verða. Innrásin í Frakkland var einn af úrslitaatburðum styrjaldarinnar og kerin þessi áttu sinn þátt í því að þessi innrás heppnaðist. Eftir styrjöldina hafa þessi ker, mörg, verið tekin upp og notuð víða um heim til hafnarframkvæmda. —
Er þess að vænta að kerin komi engu síður að gagni til friðsænlegra þarfa okkar hér útí á Íslandi en þau gerðu í Frakklandi í mestu átökum styrjaldarinnar.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 21. tbl. 28.10.1950, Syðri hafnargarðurinn, bls. 1 og 2.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 12. tbl. 23.06.1951, Innrásarker til Hafnarfjarðar, bls. 4.

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn, norðurgarðurinn, 2020.