Stóru-Vogar

17. Vogar – Ytri-Njarðvík

-Vogar
Vogar á Vatnsleysuströnd er kauptún, sem varð til við breytingar á útgerðarháttum, þegar vélbátaútgerð gekk í garð með stærri skipum, sem kröfðust góðs lægis eins og er við Voga. Um aldamótin voru tæplega 800 íbúar í Vogum, fleiri en í Keflavík og Grindavík samanlagt. Fyrrum hétu Vogar Kvíguvogar en það nafn er nú með öllu aflagt. Í Landnámabók segir frá Eyvindi, frænda Steinunnar gömlu, en honum gaf hún land ,,milli Kvíguvogabjargs (Vogastapa) og Hvassahrauns” og bjó hann í Kvíguvogum en Hrolleifur Einarsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit skoraði á hann til landa og fór svo að þeir höfðu landaskipti. Í Vogum var hálfkirkja að fornu eins og á Vatnsleysu en höfuðkirkja byggðarinnar hefur ávallt verið Kálfatjörn. Mest jörð í Vogunum og hin upphaflega heimajörð, þar sem mörg afbýli og útkot voru síðar byggð og úr var Stóru-Vogar. Þar fæddist Páll Eggert Ólafsson (1883-1949) prófessor. Páll er einn mikilvægasti sagnfræðingur Íslands fyrr og síðar. Árið 1893 var Vogavík löggilt verslunarhöfn. Árið 1930 hóft útgerð tveggja vélbáta í eigu hreppsbúa, gerð var stopplabryggja og fiskhús reist. Árið 1942 var reist hraðfrystihús. Margt er að skoða í nágrenni Voga og eru þar margar skemmtilegar og áhugaverðar gönguleiðir og sérkennileg náttúra allt í kring. Fyrirhugað var að reisa álver á Keilisnesi við Voga en því hefur nú verið frestað, hvað sem síðar verður. Sterkasti maður landsins Jón Daníelsson bjó í Vogum og á hann að hafa flutt til bjarg eitt mikið með eigin afli. Hann lézt ungur og er bjargið nú minnisvarði um hann við Vogaskóla.
Vegalengdin frá Reykjavík er 44 km.

-Landnámsmenn
Vogar á Vatnsleysuströnd er kauptún, sem varð til við breytingar á útgerðarháttum, þegar vélbátaútgerð gekk í garð með stærri skipum, sem kröfðust góðs lægis eins og er við Voga. Um aldamótin voru tæplega 800 íbúar í Vogum, fleiri en í Keflavík og Grindavík samanlagt. Fyrrum hétu Vogar Kvíguvogar en það nafn er nú með öllu aflagt. Í Landnámabók segir frá Eyvindi, frænda Steinunnar gömlu, en honum gaf hún land ,,milli Kvíguvogabjargs (Vogastapa) og Hvassahrauns” og bjó hann í Kvíguvogum en Hrolleifur Einarsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit skoraði á hann til landa og fór svo að þeir höfðu landaskipti.

-Íbúafjöldi
1. desember 2004 voru íbúar 939. Þar af voru karlar 486 og konur 453.

-Hvað gerir fólkið þar til að framfleyta sér?
Aðallega þjónusta, opinber störf, verslun og sjósókn. Margir stunda vinnu utan þorpsins, s.s. á höfðuborgarsvæðinu, enda er ekki nema u.þ.b. 15 mín. keyrsla til Hafnarfjarðar. Voga- og Vatnsleysustrandarbúar hafa haft hug á því að sameinast Hafnfirðingum. Ástæðan er hræðsla við að sameinast Reyknesbæingum, sem jafnan virðast hafa sýnt nágrönnum sínum yfirgang. Ekki meira um það því leiðsögn á að vera uppbyggjandi.

-Vogastapi
Hét á landnámsöld Kvíkuvogsbjarg en seinna nefndur Vogastapi, stundum aðeins Stapi, einkum af heimamönnum. Grágrýtishæð (80 m.y.s.) milli Vogavíkur og Njarðvíkur, þverhníptur að framan en með aflíðandi halla inn til landsins. Stapinn er gróðurlítill og víða mjög blásinn. Sunnan í honum liggur Reykjanesbraut. Af Grímshóli, hæst á stapanum er mikil og góð útsýn og einnig útsýnisskífa sem Ferðafélag Keflavíkur lét reisa. Grímshóls er getið í þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Á Vogastapa hefur þótt reimt allt fram á þennan dag enda hafa margir villst þar fyrr á árum í hríðarveðri og náttmyrkri og ýmist hrapað fram af Stapanum eða orðið úti. Áður fyrr vildu menn yfirleitt ekki fara yfir Stapann að næturlagi, væru þeir einir á ferð. Á seinni áratugum hafa sumir vegfarendur, sem leið hafa átt um Stapann þóst sjá þar mann á ferli með höfuð undir hendinni þannig á sig kominn átti hann það til að setjast inn bíla ef menn voru einir á ferð.

-Fiskeldi – sæeyru
Elur upp og ræktar sæeyru til útflutnings. Þarna starfa um 6 menn að jafnaði. Reksturinn virðist ganga vel. Skelin einkar falleg og litskrúðug.

-Stapinn – Stapabúð – Brekka – Hólambúð – Kerlingarbúð

-Reiðskarð – Stapagata
Saga af konu með kú og hund í þoku – hvarf…

-Stapadraugurinn
Ökumaður sagði svo frá:
“Eitt sinn sem oftar var ég að koma af Suðurnesjum, eftir að hafa flutt þangað ýmsan varning. Þetta var í byrjun nætur, og var mér rótt í geði, þar sem ég sat einn í hlýju húsi vörubíls á nýjum steinsteyptum vegi. Þau stóðu þó ekki lengi rólegheitin mín, því að ég varð þess skyndilega var, að maður var kominn við hlið mér. Var hann klæddur hettuúlpu og sá ógerla í andlit honum, þar sem hann sneri því sem mest frá mér. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið, og varð mér sem nærri má geta meir en illt við.
“Hvað ertu þú að gera hér?” spurði ég hranalega og dró um leið úr hraða bílsins eftir megni, en ekki er gott að snarstanza í slíkri umferð eins og er á Keflavíkurvegi á nótt sem degi.
Engu svaraði maðurinn og sneri frá mér í sætinu eins og áður. Bíllinn var nú stanzaður og ég hugsaði mér að láta til skarar skríða við þennan óvelkomna gest, sem ég hugði helzt, að hefði komizt inn í bílinn, áður en ég lagði af stað, og ég hefði ekki tekið eftir honum þá.
En ekki þurfti að koma til átaka, því að eins skyndilega og farþeginn hafði birzt, hvarf hann nú og var aðeins autt sætið, þar sem hann hafði setið. Ég ók hálf utan við mig í bæinn og hef síðan sótzt eftir raunverulegum farþegum á þessari leið, sem öðrum, er ég hefi ekið. Hinir geta farið með öðrum en mér.”

Önnur saga:
Sigurður E. Þorkelsson, skólastjóri Holtaskóla og Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla eru æskuvinir. Hafa ætíð verið miklir samgangar á milli þeirra til þessa dags. Í þann tíð bjuggu þau Gylfi og Guðrún, kona hans í Kópavogi og renndu þau einu sinni sem oftar suður í heimsókn í byrjun desember.
Segir ekki af veru þeirra í Keflavík, en langt eftir miðnætti lögðu þau af stað heim í kulda og kafaldsbyl. Er þau komu á mót við Grindavíkurafleggjarann, sjá þau mann við vegarkantinn sem biður um far með bendingu. Þau taka manninn uppí. Hann er úlpuklæddur að þeirra tíma sið, svo lítið sést andlit eða önnur sérkenni.Ekki líður á löngu en Gylfi, sá samræðumaður, vill spjalla við hinn farþegann og spyr hann allmæltra tíðenda. Ekki fær hann nokkurt svar. En hann heldur áfram að spyrja hann um erendi á Stapanum og annað í þeim dúr, en engin fær hann svörin. Finnst honum þetta no

kkuð einkennilegt og lítur í baksýnisspegilinn og sér þá að enginn er í aftursætinu. Þá lítur hann aftur og sér strax að enginn farþegi er þar afturí. Um hann fer ónotahrollur, enda vel kunnugur sögnum af Stapadraugnum. Hann snýr sér að konu sinni og biður hana að líta aftur í. Nú eru þau bæði orðin nokkuð hrædd og til að stappa í sig stálinu fara þau að syngja, enda bæði söngmenn góðir. Á þessu gengur þar til þau koma á mót við kirkjugarðinn í Hafnarfirði að rödd heyrist úr aftursætinu:
“Hér fer ég út.”
Til er skýring á þessu atviki. En það mun skemma söguna. svo hér læt ég staðar numið.

Og enn önnur saga:
Eitt kvöld ók leigubílstjóri úr Reykjavík suður til Keflavíkur til þess að sækja fólk. Hann var einn í bílnum. Á var dumbungsveður, en úrkomulaust og föl á jörðu. Þegar hann var á veginum milli Voga og Vogastapa sá hann, hvar maður stóð á vegarbrúninni, lítið eitt fram undan. Þegar hann kom nær, sá hann að hann var í hermannabúningi og taldi víst, að þetta væri Bandaríkjamaður að bíða eftir fari til Keflavíkur. Hann stöðvaði bílinn og bauð gestinum á ensku að gera svo vel að setjast inn. Sá anzaði ekki, en smeygði sér þegjandi inn og settist við hlið bílstjórans sem ók af stað. Hann fór að tala á ensku og spyrja manninn hvert hann væri að fara. En hann svarar engu, lítur ekki við honum og horfir beint fram. Þegar hann var kominn þangað upp í Stapann, sem braut lá út af veginum að braggahverfi, sem Bandaríkjaherinn hafði haft þar á stríðsárunum, þá sá hann að maðurinn var horfinn hljóðalaust úr bílnum.
Seinna flutti sami maður eitt kvöld fólk úr Reykjavík

 suður til Keflavíkur og fór þaðan til baka inn eftir um klukkan fjögur um nóttina. Hann var aleinn í bílnum og stanzaði hvergi. Þegar hann kom inn á Vogastapa, þar sem hann er hæstur, varð honum litið í spegilinn fyrir framan sig. Þá blasti þar við augum hans furðuleg sjón. Sá hann í speglinum, hvar tveir menn sátu hlið við hlið í aftursætinu. Hann sá að á þeim var nokkur aldursmunur, og var sá eldri með hatt á höfði, sem slútti niður yfir ennið, og bar hann hærra í sætinu. Manninum brá nokkuð við þessa sýn, en rétt á eftir að hún birtist í speglinum, vildi svo til, að bíll kom á eftir með sterkum ljósum, sem skinu litla stund inn í bíl hans aftan frá, og sá hann þá mennina í speglinum ennþá greinilegar. Enn sá hann þá betur, þegar hann var að fara niður Stapann og tunglið á himninum féll beint á spegilinn. Hann herti á akstrinum, því að hann kunni betur við að vita af bílnum á eftir sér en að verða einn eftir á veginum. Þarna sátu þessir náungar hreyfingarlausir, þar til hann var kominn eitthvað inn fyrir Voga. Þá hurfu þeir eins skyndilega og þeir birtust.
Sami bílstjóri var að flytja mann suður í Keflavík í ausandi rigni

ngu. Þegar hann var kominn uppundir hástapann á suðurleið, springur dekkið á öðru afturhjóli bílsins. Hann varð auðvitað að taka það af hjólinu og setti á það annað dekk, lítt notað. Síðan hélt hann áfram og skilaði manninum af sér í Keflavík og ók að því búnu sem leið lá til baka. En þegar hann kom nákvæmlega á sama stað og dekkið hafði sprungið á í suðurleiðinni, þá sprakk dekkið, sem hann hafði sett þar á hjólið. Hann tók það af og fór að bauka við að gera við það á afturgólfinu í bílnum, setti það svo á hjólið og hélt sína leið. Þessar bilanir fundust manninum mjög kynlegar, í fyrsta lagi vegna þess, að bæði hjólin skyldu springa nákvæmlega á sama stað og ennfremur af því, að þau voru bæði lítt slitin og vegurinn sízt verri þarna en annars staðar.

-Herspítalinn – Daily Camp
Fullkominn herspítali – rúm fyrir hundruðir hermanna. Enn sjást minjar eftir spítalann.

-Matjurtargarður
Hlaðnir utan í sunnanverðan stapann – atvinnubótavinna.

-Grindavíkurvegurinn 1914-1918
Minjar á a.m.k. 12 stöðum – hlaðin byrgi o.fl.

-Grímshóll – þjóðsaga
Þess er og getið um Norðlinga að þá er þeir fóru suður í verið gerði byl á þá nálægt Grímshóli á Stapanum. Einn þeirra var heldur hjárænulegur og dróst hann aftur úr hjá hólnum og hvarf félögum sínum. En er hann var einn orðinn kom maður að honum og bað hann róa hjá sér. Norðlingurinn varð feginn boðinu og fór með hinum ókunna manni og réri hjá honum um vertíðina. En um lokin þegar Norðlendingar fóru heim fundu þeir hann í sama stað á leið sinni og þeir skildu áður við hann. Var hann þar þá með færur sínar og hafði ekki leyst þær upp því ekki hafði hann lagt sér neitt til um vertíðna. Landar hans gjörðu nú heldur en ekki gys að honum að hann skyldi hafa setið þarna alla vertíðina og spurðu hvar hann hefði verið. Hann sagðist hafa róið eins og þeir og ef til vill ei hafa aflað minna. Tekur hann þá upp hjá sér sjóvettling einn fullan af peningum og segir að þarna sé hluturinn sinn. Blæddi þeim þá mjög í augum er þeir sjá það og sýndist aflinn ei alllítill. Fóru þeir síðan allir saman norður. Maðurinn réri suður margar vertíðir eftir þetta, og fór æ á sömu leið og fyrsta skipti. En aldrei sagði hann neitt greinilega hvar hann var og vissu menn það eitt um hann er allir sáu, að hann réri einhverstaðar þar sem hann aflaði vel.

-Brúnavarða – markavarða
Önnur varða er úr henni innar á heiðinni, en menn hafa viljað gera sem minnst úr henni….

-Innri-Njarðvík – sagan
Njarðvík var fyrrum hluti af Vatnsleysustrandarhreppi en fékk sjálfstæði sem sveitarfélag 1889. 1908 rann Keflavík saman við Njarðvík undir merkjum Keflavíkurhrepps en Njarðvíkingar klufu sig frá á ný 1942 og tóku á ný að starfa sem sjálfstætt sveitarfélag og fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi 1. jan 1976.

Sveitarfélögin Njarðvík, Keflavík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna mynduðu eitt sveitarfélag. Byggðin í Njarðvík og Keflavík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki sjáanleg nema tekið væri eftir skiltum við vegarbrúnir, sem gáfu það til kynna. Aðalatvinnuvegur Njarðvíkinga hefur löngum verið sjósókn og fiskvinnsla en iðnaður hefur vaxið mjög sem og þjónusta við Keflavíkurflugvöll, stærsta flugvöll á landinu.

Njarðvík er breið vík sem gengur til suðurs úr Stakksfirði. Byggðin í Njarðvík skiptist í Ytri – og Innri-Njarðvík. Ekki er ljóst hvenær sú skipting varð en það var snemma á öldum. Talið er að kirkja hafi verið reist í Njarðvík á 11. öld. Eftir það var víkin kölluð Kirkju-Njarðvík. Fram til 1515 var Njarðvík í bændaeign en eftir það í eigu konungs að minnsta kosti til loka 18. aldar. Sveinbjörn Egilsson rektor bjó í Innri-Njarðvík.

Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag. Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verzlunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps. Njarðvíkurnar fengu þá sjálfkrafa verzlunarréttindi og hreppurinn fékk nafnið Keflavíkurhreppur.Árið 1942 var hreppunum skipt og Njarðvík varð aftur sjálfstætt sveitarfélag

Í Njarðvík er byggðasafn staðarins og þar hefur þurrabúðin Stekkjarkot, dæmigert heimili frá síðustu öld, verið endurbyggð. Í Reykjanesbæ er mikil körfuboltaiðkun og lið Njarðvíkinga er talið eitt hið bezta á landinu og keppir nær alltaf um Íslandsmeitaratitilinn, oftast við sveitunga sína frá Keflavík og Grindavík. Ferðaþjónusta er mjög vaxandi og stærsta verzlun á Suðurnesjum er í Njarðvík. Vegalengdin frá Reykjavík er 47 km.

-Innri-Njarðvíkurkirkja 

Innri-Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurprestakalli í Kjalarnesprófstsdæmi. Hún hefur staðið í margar aldir í Innri-Njarðvík. Sú kirkja sem þar er nú var reist 1884-86, var hún vígð af prófasti séra Þórarni Böðvarssyni 18. júlí 1886. Hún er hlaðin úr handhöggnu grjóti, sem tekið var úr fjörunni og heiðinni, flutt á sleðum heim og höggvið þar; því verki stjórnaði Magnús Magnússon, múrari í Miðhúsum í Garði, sem einnig var yfirsmiður við Hvalsneskirkju. Þak var úr timbri, hellulagt. Ekki er vitað hver vann tréverkið. Ásbjörn Ólafsson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík stóð fyrir byggingunni.
Á árunum 1917 til 1944 var kirkjan lítt notuð sem sóknarkirkja og sóttu Njarðvíkingar kirkju til Keflavíkur. Árið 1944 var kirkjan lagfærð, m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Fékk kirkjan töflu þá sem nú prýðir hana að gjöf, það er málverk eftir Magnús Á. Árnason, myndlistarmann. Var hún sett upp á endurvígsludeginum.

-Sveinbjörn Egilsson
Sveinbjörn Egilsson (1791–1852), fornfræðingur, skáld og þýðandi.
Fæddur í Innri-Njarðvík 24. febrúar 1971, sonur Egils Sveinbjarnarsonar og Guðrúnar Oddsdóttur. Sigldi til Khafnar 1814 og lauk guðfræðiprófi 1819, ráðinn kennari að Bessastaðaskóla sama ár og kenndi þar grísku og sögu. Dvaldist í Kaupmannahöfn 1845-1846 og varð 1847 fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík. Eftir uppreisn skólasveina 1850, svokallað pereat, þar sem Arnljótur Ólafsson fór fremstur í flokki, fékk hann lausn frá embætti með sæmd og lést 17. ágúst 1852.
Sveinbjörn er kunnastur sem þýðandi Hómerskviðna og fræðimaður á sviði íslenskra fræða en í Bessastaðaskóla kenndi hann einnig rit Platons: Málsvörn Sókratesar, Kríton, Faídon og Menón. Einnig eru skólaræður hans, þar sem hann fjallar m.a. um samband þekkingar og dygðar, athyglisverðar frá heimspekilegu sjónarmiði.
Nokkur rit: Skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar (1968); Platon: Menón, skólaþýðing eftir Sveinbjörn Egilsson (1985).

-Hólmfastur Guðmundsson – einokunarverslunin
Sagan af Hólmfasti og viðskiptum hans af Hafnarfjarðarkaupmanninum og Njarðvíkurkaupmanninum – einokunarverslunin. Bær Hólmsfast (tóftir) eru sýnilegar í Innri-Njarðvík sem og brunnur sá, sem hann sótti vatn sitt í.

Kaupsvæði Keflavíkurverslunar var ekki glöggt afmarkað og kom ekki að sök því lengstum verslaði sami kaupmaður þar og á Básendum. Oftast var þó talið að það næði yfir Garðinn, Leiruna, Keflavík og Njarðavík. Þó töldu sumir Keflavíkurkaupmenn að þeim bæri einnig réttur til verslunar í Vogum og Brunnastaðahverfi.
Vera má að þessi óvissa hafi verið undirrót þekktra málaferla á hendur Hólmfasti Guðmundssyni árið 1699, en hann var þá búsettur í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd og átti að versla í Hafnarfirði, en lagði inn lítilsháttar af fiski hjá Keflavíkurkaupmanninum og var húðstrýktur fyrir.
Kaupsvæðaskipulagið var eitt þeirra málefna sem Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku til athugunar á ferðum sínum um landið skömmu eftir 1700. Einkum komu þessi mál til kasta Árna Magnússonar og var hann raunar hlynntur áframhaldandi kaupsvæðaverlsun með þeim rökum að kaupsvæðin tryggðu nauðsynlega siglingu til landsins. Árni komst einnig í kynni við Hólmfast og var harla hneykslaður á meðferðinni á honum, og má vera að útreiðin, sem Hólmfastur fékk, hafi einmitt orðið Árna tilefni til að gera að tillögu sinni við yfirvöld í rentumammeri að kaupsvæði Keflavíkur yrði látið ná yfir Brunnastaðahverfi.
Árið 1699 var Hólmfastur Guðmundsson 52 ára og bjó í Brunnastaðahverfi á Vatnseysuströnd, sem tilheyrði lögvernduðu verslunarsvæði Hafnarfjarðar. Hólmfastur mátti því engum kaupmanni selja fisk nema Hafnarfjarðarkaupmanni, en tók það fyrir að flytja á báti sínum frá Brunnastöðum, þvert yfir Stakksfjörðinn til Keflavíkur, 20 harða fiska í eigu vinnumanns nokkurs, átta fiska í eigu vermanns að austan og 10 ýsur og þrjár löngur, sem hann átti sjálfur. Þessa fiska seldi Hólmfastur í Keflavíkurbúð og gerðist þar með brotlegur við tilskipun um kaupsvæðaverslun. Slíka ögrun þoldu yfirvöld vitaskuld ekki af ótíndum alþýðumanni og sjálfsagt hefur óhlýðnin þótt alvarlegri fyrr það að Hólmfastur lét sér ekki duga að selja sinn eigin fisk, heldur kom fiski annarra í lóg einnig. Dómur í máli Hólmfasts var haldinn á Kálfatjörn þann 27. júlí 1699. Dómari var Jón Eyjólfsson sýslumaður, og sátu báðir Njarðvíkurbændur, Þorkell og Gísli, í dómnum, auk nokkurra nágrannabænda annarra, en Jens Jörgensen, fullmektugur á Bessastöðum, sótti málið af hálfu kaupmanna. Þarf ekki að orðlengja það að dómurinn komst að samhljóða niðurstöðu um sekt Hólmfasts og var hann dæmdur til að greiða kóngi átta ríkisdali í sekt eða þola vandarhögg. En því var skotið til ærði yfirvalda hvort ástæða væri til að senda hinn óhlýðna Hólmfast til Brimarhólmsdvalar og báðu dómsmenn honum reyndar ásjár í því efni.
Árni Magnússon, á ferð sinni um landi, tók upp mál Hólmfasts og fékk honm dæmdar 20 ríksidala bætur fyrir dóminn og hina illu meðferð á honum. Löngu seinna komst Hólmfastur á síður einnar þekktustu skáldsögu Halldórs Laxness (Íslandsklukkuna).
Dómurinn yfir Hólmfasti var óneitanlega harður, en hann var þó fráleitt einsdæmi. Öll frávik frá fyrirskipuðum reglum voru illa séð, sérstaklega ef menn lögðu stund á launverslun, sem kallað var, þ.e. versluðu við annarra þjóða menn en Dani. Lengi voru þýsk, ensk og hollensk fiskiskip hér við land eftir að einokun komst á. Árið 1684 voru t.d. nokkri Suðurnesjamenn kallaðir fyrir fulltrúa réttvísinnar á þingstaðnum Kálfatjörn og dæmdir til búslóðamissins fyrir að hafa verslað á laun við hollenska duggara og var dómurinn staðfestur á alþingi árið eftir.
Eftir 1700 mun hafa dregið úr launverslun og um 1740 var hún nánast horfin. Hólmfastur fluttist síðar að Hólmfastskoti í Innri-Njarðvík.

-Byggðasafn
Njarðvík er lítið bárujárnsklætt timburhús í Innri Njarðvík sem byggt var í byrjun 20. aldar. Húsið var gefið til Njarðvíkurbæjar á 8. tug síðustu aldar til safnastarfsemi. Þar er nú sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, aðallega myndir og innanstokksmunir frá síðustu íbúum. Húsið er opið eftir samkomulagi, uppl. í síma 421 6700.

-Faxaflói
Sagan af Faxa í Þjóðsögum Jóns Árnasonar – lík Rauðhöfða. Nokkuð breytt og mikið stytt frá hinum.
Þegar upp komust svik mannsins varð hann óður og steypti sér í sjóinn og breyttist í hrosshveli og kölluðu menn hann Faxa. Af því nafni dregur Faxaflói nafn sitt. Drap tvo syni manns er kunni jafnlangt nefi sínu. Var Faxi rekinn í Hvalvatn þar sem síðan fundust hvalbein til sannindamerkis um þessa atburði.

-Steinlistaverk – eftir hvern og hvað eiga þau að tákna?
Áki Gränz, listamaður – steintröll – til að minna á örnefni og lífga upp á annað tilbreytingarlaust landslag á Njarðvíkurheiðinni. Skiptar skoðanir eru um “steintröll” þessi, enda höggva þau á stundum nærri fornminjum, andstætt lögum.

-Go-Kart
Akstursíþrótta- og leiksvæði. Kjörin afþreying.

-Kaffi tár
Kaffiframleiðsla og kaffikynning. Tilvalin afþreying.

-Gluggaverksmiðja
Rammi – fór á hausinn. Húsið er til sölu, en hýsir nú Íslending.

-Bílasölur
Margar á litlu svæði í ekki stærra bæjarfélagi – hlýtur aðvera heimsmet.

-Ytri-Njarðvíkurkirkja
Ytri-Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979 eða tæpum áratug eftir að fyrsta skóflustungan var tekin.
Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Hún er 400 fermetrar að grunnfleti og undir henni er 108 fermetra kjallari. Kirkjuskip rúmar 230 manns í sæti en safnaðarsalur, sem opnanlegur er inn í kirkjuskipið, rúmar 100 manns.

-Stekkjarkot

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Bærinn Stekkjarkot er við Njarðvíkurfitjar, milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur.
Stekkjarkot var síðasti torfbærinn í byggð, í Njarðvík.
Bærinn var að miklu leyti reistur úr torfi og grjóti.
Búið var á bænum í um þrjátíu ára skeið en þó með hléum, á árunum 1857 til 1924.
Stekkjarkot var þurrabúð og þar lifði fó

lk á sjósókn. Matarkostur ábúenda var nú alls ekki fjölbreyttur og var því ekki úr miklu að moða. Helsta fæða ábúenda var tros, þ.e. fiskhausar, fuglakjöt og egg, svo að eitthvað sé nefnt. Síðustu ábúendurnir (1921–1924) bjuggu þó við mun betri kjör. Þau áttu eina kú sem geymd var innst í göngunum. Í túnjaðrinum var kálgarður sem þótti gefa vel af sér. Það má segja að ábúendur í Stekkjarkoti hafi verið þekktir fyrir uppskeru sína þar sem að kálgarðurinn þótti frægur hvað varðar góðar kartöflur og næpur. Túngarðurinn í kringum húsið er afmarkaður með grjóthleðslu og önnur grjóthleðsla er í kring um kálgarðinn.
Þurrabúð er verustaður fyrir sjómenn sem eiga sér ekki fastan viðverustað en leigja af bændum skika undir hús og fá aðgang að sjó.
Stekkjarkot í Innri Njarðvík er tilgátuhús sem reist var árið 1993, fjósi var svo bætt við sumarið 2002. Þarna hafði áður staðið gömul sjóbúð að upplagi frá 1856 en yngsti hluti frá fyrri hluta 20. aldar. Húsin eru í góðu standi og ætlunin er að hafa þau opin fyrir ferðamenn og minni háttar móttökur. Nú er Stekkjarkot opið eftir samkomulagi, uppl. í síma 421 6700.
Neðan við Stekkjarkot er ætlunin að reisa víkingaþorp þar sem Íslendingur mun leika aðalhlutverkið.

-Bolafótur – Hallgrímur Pétursson
Þegar síra Hallgrímur Pétursson fór suður á Hvalsnes að taka við prestakalli sínu þar, var hann fótgangandi. Kom hann seinni part dags á prestssetrið, þreyttur mjög og svangur. Í eldhúsi sat kona og eldaði graut og bað hann hana að gefa sér að borða. Bað kerling hann að hypja sig í burtu hið bráðasta og gaf hreint afsvar, því að hún sagði, að vellingurinn ætti að vera handa nýja sóknarprestinum, honum síra Hallgrími.
Varð síra Hallgrími þá að orði:

Einhvern tíma, kerling, kerling,
kann svo til að bera,
að ég fái velling, velling
og verði séra, séra

-Skipasmíðastöð
Skipasmíðastöð Njarðvíkur var stofnuð árið 1945. Megin verkefni eru viðgerðar og viðhaldsverkefni í skipum. Starfsmannafjöldi er um 45 að jafnaði árið um kring og skiptist starfsemin þannig:
• Uppsátur & málningardeild
• Plötusmiðja
• Trésmíðaverkstæði
• Véla & renniverkstæði
• Lager
Haustið 1998 tók Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. í notkun nýtt skipaskýli þar sem boðið er upp á allar almennar skipaviðgerðir allt árið um kring, óháð veðri.
Byggingin er í raun stærsti minnisvarði um Hallgrím Pétursson, næst á eftir Hallgrímskirkju í Reykjavík, en bær Hallgríms var þar sem stöðin er nú.