Korpúlfsstaðir

Korpúlfsstaðir
er „Jörð í Mosfellssveit næst við Eiði.
KortKjalnesingasaga minnist fyrst á Korpúlfsstaði og skýrir frá Korpúlfi bónda, sem var orðinn gamall maður og fremur forn í brögðum. Korpúlfsstaðir vor sjálfstæð jörð 1234, eign Viðeyjarklausturs, en komust undir konung við siðaskiptin. Jörðin var seld 1810 og lítið af henni að frétta fyrr en kemur fram á 20. öldina.
Á síðari hluta 19. aldar átti Benedikts Sveinsson, yfirdómari og alþingismaður, jörðina. Einar, sonur hans, eignaðist hana að honum látnum og hann seldi Thor Jensen hana árið 1922. Thor hóf mikinn búrekstur og byggði húsið, sem enn stendur, árið 1929. Þar voru m.a. ráðsmannsíbúð, 39 herbergi fyrir vinnufólkið og matsalur fyrir 70 manns. Á þessum tíma var fjósið hið fullkomnasta á Norðurlöndum. Thor lét framkvæma gríðarlegar jarðarbætur, þannig að túnið var orðið 106 ha árið 1932, hið stærsta á landinu. Í árslok 1934 voru 300 kýr í fjósinu og mjólkurframleiðslan 800.000 l á ári. Mjólkin var gerilsneydd í mjólkurbúinu á staðnum. Mjólkursölulögin frá 1934 voru eins og hengingaról á mjólkurframleiðendur í Reykjavík og nágrenni og brátt dró úr búskapnum á Korpúlfsstöðum.
Reykjavíkur bær keypti Korpúlfsstaði og fleiri jarðir af Thor Jensen árið 1942 og búskap þar var haldið áfram fram undir 1970. Síðan voru húsin notuð sem geymslur og listamenn fengu þar inni til að iðka listir sínar. Margt verðmætt eyðilagðist í bruna 1969. Árið 1943 voru Korpúlfsstaðir og fleiri jarðir í Mosfellssveit innlimaðar í Reykjavík. Árið 1999 var hluti hússins innréttaður sem grunnskóli vegna mikillar fjölgunar íbúa á svæðinu. Golfarar þeytast nú um vellina, sem Thor lagði svo mikla vinnu í að rækta.
Þegar farið var eftir gamla þjóðveginum, sem lá meðfram túninu á Korpúlfsstöðum neðanverðu, var Korpúlfsstaðirfyrst Litlaklif, lækjarskorningur sunnan við túnið.  Rétt sunnan við það var móhellukafli í veginum nokkurra metra langur, sem alltaf vætlaði upp úr og var nefnt Bláavað. Vegurinn lá áfram suður Fossaleynismela eftir Stórapolli og áfram utan í Keldnaholti vestanverðu og suður yfir Hallsholt, sem er fram af Keldnaholti, en mun lægra. Egilsvörðumýri hét allur samfelldi gróðurhallinn gegnt bænum niður að Keldu, en hún náði alla leið úr Sundabörðum niður að sjó. Egilsvörðuás var vestan við Egilsvörðumýri, en vestan við hann tóku við Ásarnir. Þar var Ásamýri, og hvammur niður af henni heitir Stórajarðfall, en vestan við það var Rauðabásás, fremsti hluti langa ássins ofanvert við jörðina Eiði. Syðsti hluti þess áss heitir Hádegisás (hádegi frá Eiði) og annar hlutinn Veifuás.

Bugða

Úr svonefndri Nónvörðu, sem er viðurkennt hornmark milli fjögurra jarða, Gufunes, Eiðis, Korpúlfsstaða og Keldna; bein lína í sjó fram, er skeri aðra línu dregna frá svonefndri Miðaftansþúfu, 100 föðmum fyrir innan áðurnefnda þúfu. Skurðpunktur þessara lína sé í beinni stefnu við hábrún svonefnds Hádegisáss, en Hádegisás er hæðin fyrir ofan Eiðisbæinn og hæst á honum er svonefnd Miðaftansþúfa.
Thor Jensen ræðir um landamerki Korpúlfsstaða í bókinni Framkvæmdaár sem er annað bindi minninga hans. Hann keypti jörðina árið 1922 af Einari Benediktssyni, en hún hafði verið eign föður hans, Benedikts Sveinssonar sýslumanns og fallið í arfahlut Einars. Þegar 1922 hóf Thor Jensen framkvæmdir á Korpúlfsstöðum. (Á Korpúlfsstöðum) hafði þá um mörg ár búið ekkjan Kristbjörg Guðmundsdóttir, ættuð frá Knútskoti, en sonur hennar, Guðmundur Þorláksson staðið fyrir búinu.

Bugða

Eitt fyrsta verk Thors var að láta mæla fyrir framræsluskurðum í mýrinni norður af Korpúlfsstaðatúninu sem hann nefnir Sjávarmýri. Þegar Thor ætlaði að láta girða landareignina vorið 1923 komu í ljós annmarkar og lýsir hann því í bókinni:„Eitt sjálfsagðasta verkið var að girða alla landareignina. Skyldi það gert vorið 1923, en þegar að því kom að ákveða girðingarstaði, kom í ljós, að landamerkin voru ekki sem gleggst á hinu ræktaða landi, þar sem búpeningur margra jarða valsaði um. Einkum átti þetta við um landamerkin milli Korpúlfsstaða og Keldna. Fór því fjarri, að hugmyndir manns um þau merki gætu samrýmzt. Sá ég, að til þess að endanlega úr þessu skorið, myndi þurfa áreið á landamerkin og langan málarekstur. Tók ég því það ráð að semja við eiganda Keldna um kaup á þrætulandinu, og mátti þá hver hafa þær hugmyndir, sem hann vildi um það, hver hin réttu landamerki hefðu verið áður. Vorið 1923, áður en girðingunni utan um landið var lokið, var landareignin smöluð og rekin þaðan 50 aðkomutryppi. Kotið hafði sem sé verið hið mesta fótaskinn til beitar.“ Landstærð Korpúlfsstaða var þá 450 ha.

Korpúlfsstaðir

Um leið og ræktunarframkvæmdir byrjuðu var hafizt handa með byggingar. Fyrst voru byggð fjós en síðan byrjað á aðalbyggingunni á Korpúlfsstöðum í apríl 1925. Grunnflötur byggingarinnar er 30 x 80 m = 2400 m, eða nær 4/3 úr vallardagsláttu. Thor Jensen tókst að ljúka við nýbyggingarnar á Korpúlfsstöðum fyrir Alþingishátíðina 1930. Auk Korpúlfsstaða keypti Thor Lágafell og Varmá 1925, Lambhaga 1926 og Arnarholt 1927. Árið 1941 seldi hann Reykjavíkurbæ jarðeignir sínar, aðrar en hluta af Lágafelli.
Þjóðvegurinn vestur lá um Korpúlfsstaðaland og lá aðalleiðin um Ferðamannavað en að vetri til var oft ekki hægt að fara þar yfir og var þá farið Króarvað sem er nær sjónum.
Áin sem nefnd er Korpúlfsstaðaá þar sem hún fellur með landi Korpúlfsstaða er 4 km á lengd og kemur úr Hafravatni. Efri hluti árinnar er Úlfarsá og er notað sem heildarheiti árinnar þótt fleiri nöfn séu kunn. Hún er sambland af dragá og lindá og er vatnasvið hennar 45 km2. Nú er Korpúlfsstaðaá oft nefnd Korpa og segir Guðmundur Þorláksson að Emil Rokstad hafi fyrstur nefnt ána þessu nafni.

Blikastaðir
er „Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir Blikiofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn. Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.
Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri. Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá. Á Blikastaðaá voru þrjú vöð, sem höfðu nafn: Blikastaðavað var á götunni að Korpúlfsstöðum þar beint á milli bæjanna; svo þar sem gamli vegurinn var niður við sjó, var nefnt Ferðamannavað, og það neðsta, niður við sjó en ofan klettanna, var nefnt Króarvað.  Í túninu er Þúfnabanaflöt. Var hún unnin með fyrsta þúfnabananum, sem hér kom.

Blikastaðir

Blikastaða er fyrst getið í máldaga Maríukirkjunnar í Viðey frá árinu 1234. Þar stendur að kirkjan og staðurinn í Viðey eigi land á „Blackastoðum“. Næst er Blikastaða getið í leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1313:  „Af bleikastodum hellmingur heyia þeirra sem fast“.  Í skrá um kvikfé og leigumála jarðar Viðeyjarklausturs frá árinu 1395 segir: „aa bleikastodum ij merkur“. Í Fógetareikningum áranna 1547-1552 kemur fram að land á Blikastöðum eða „Bleckestedom“ eins og jörðin er kölluð, er komið í konungs eigu um miðja 16. öld.  Í Jarðabók Árna og Páls frá 1704 er jörðin nefnd Blikastader og þá enn í konungseign.  Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin sögð 14 hundruð, kúgildi 3 og einn leigjandi.

Geldinganes

Nokkur umræða hefur verið um nafn jarðarinnar.  Finnur Jónsson prófessor og Hannes Þorsteinsson cand. theol. og þjóðskjalavörður ræddu um það á þriðja áratugnum hvort upprunalegra hafi verið Blakkastaðir eða Blikastaðir. Taldi Hannes Blakkastaðir vera hið upprunalega heiti jarðarinnar og vitnar í elsta Viðeyjarmáldagann frá 1234 máli sínu til stuðnings.  „Eflaust er Blakkastaðir upprunalega heitið, en hefur færzt smámsaman úr lagi.  Blakkur og Blakki eru mannanöfn eða viðurnefni, og bæjanöfn kennd við Blakk og Blakka eru alltíð í Noregi (sbr. Lind).“

Hamrahlíð

Finnur Jónsson dró hins vegar mjög í efa að Blakkastaðir væri hið upprunalega heiti. Telur hann að vissulega komi það fyrir í máldaga frá um 1234 en í uppskriftum af því sé skrifað Bleika- eða Blika- eins og bærinn heitir nú. Telur hann að um misskrift eða mislestur gæti verið að ræða og þar með öllu óvíst að Blakka- sé hin upprunalega mynd enda erfitt að útskýra hvernig Blakka- yrði Blika-. Lúðvík Kristjánsson telur nafnið dregið af því að blikar setjist upp í landi jarðarinnar. Sigsteinn Pálsson bóndi á Blikastöðum telur nafnið einnig dregið af æðarblikum. Alla þessa öld hefur verið æðarvarp á svonefndu Gerði.  Það er þó ekki fyrr en á síðustu árum sem því hefur verið sinnt og gefur það nú af sér um eina dúnsæng á ári.
Eitt þekktasta örnefni í landi Blikastaða er Hamrahlíð sem er austur af Blikastöðum og er í raun vesturbrún Úlfarsfells. Í Hamrahlíð er mikið fuglalíf. Býlið Hamrahlíð var við rætur samnefndrar hlíðar og mun hafa staðið fyrir neðan veginn á móts við hlið á girðingu Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Rústir þessa býlis sjást enn. Fjós og útihús stóðu neðar.  Um bæinn segir séra Stefán Þorvaldsson í lýsingu Mosfells- og Gufunesssókna árið 1855: „Hamrahlíð.  Afbýli eitt lítið, byggt fyrir 4-5 árum úr Korpúlfsstaðalandi, norðvestan undir Lágafellshömrum, skammt í suður frá Blikastöðum, er lítt byggilegt sökum landþrengsla og töðuleysis.“ Hamrahlíðar er ekki getið í Jarðatali J. Johnsens 1847, né í Jarðabók 1861.
Bærinn Hamrahlíð var í byggð 1890. Í Árbók Ferðafélags Íslands frá 1936 stendur: „Fellið, sem til hægri handar er við veginn, kalla Reykvíkingar stundum Hamrahlíð.  Þetta er ekki réttnefni á því.  Kotbýli, sem stóð nærri norðvesturhorni fellsins og minjar sjást af rétt neðan við veginn, hét Hamrahlíð, en fellið sjálft heitir Úlfarsfell.  Norðan í því er hamrabelti, sem Lágafellshamrar heita og af þeim er Hamrahlíðarnafnið dregið.“

Hamrahlíð

Í brekkum Hamrahlíðar og hlíðunum þar suður af er skógræktargirðing Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Á vegum þess var fyrst plantað trjám þar um 1957, en Ungmennafélagið Afturelding hafði nokkru áður sett niður skógarplöntur á þessu svæði. Þar suður af er Hrossadalur. Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum sagðist einnig hafa heyrt nafnið Krossadal og Kristín Sigsteinsdóttir talaði um Krossagil. Þar sat hún yfir kvíaám sem lítil stúlka og þangað var farið í berjamó frá Blikastöðum. Hætt var að færa frá á Blikastöðum um 1916.

Kerlingarskarð

Hrossadalsgil, sem nefnt er í landamerkjaskrá, liggur úr samnefndum dal og í átt til sjávar. Hrossagilsbrún er á þessu gili. Aðeins örnefnið Hrossadalur er notað á Blikastöðum.
Í austurhluta Hamrahlíðar er Kerlingarskarð. Það blasir við þegar ekið er frá Mosfellsbæ og í átt til Reykjavíkur. Sagt er að eftir því hve kvöldsett er, myndi skuggar klettanna karl eða kerlingu. Lágafellshamrar taka við austan við Kerlingarskarð. Þeir hafa m.a. verið notaðir til að staðsetja fiskimið (Þúfu, Álftaskarðsþúfu eða Þúfuál) á Faxaflóa. Það er hugsanlegt að Lágafellshamrar hafi einnig náð yfir hamrabeltið sem nú er nefnt Hamrahlíð. Séra Magnús Grímsson á Mosfelli (1825-1860) segir t.d. í Safni til sögu Íslands „… allt umhverfis Lágafell og Lágafellshamra (en svo kallast nú vestr-endinn á Úlfarsfelli).“ Festi er örnefni sem er á landamerkjum Blikastaða og Lágafells uppi í Lágafellshömrum. Í hömrunum skammt þar fyrir austan er Arnarnípa. Sagan hermir að þar hafi örn verpt, ekki þó á þessari öld.

Blikastaðakró

Björn Bjarnarson í Grafarholti getur þess í lýsingu á Kjósarsýslu að á nokkrum stöðum öðrum en á jarðhitasvæðunum að Reykjum í Mosfellssveit  séu laugar og volgar uppsprettur 20-40 °C og nefnir m.a. Blikastaði.  Um 20 °C heit Laug var vestan við heimreiðina að Blikastöðum um 200 metra frá bænum.  Þar voru þvegin sokkaplögg o.fl. og stundum var vatnið notað til að skúra gólf. Hætt var að nota hana þegar hitaveita kom að Blikastöðum en skömmu áður hafði hún spillst þegar borað var í hana.
Þegar (Þorlákur) Magnús Þorláksson kom að Blikastöðum árið 1908 fengust um 80 hestar af heyi af túnum þegar vel áraði. Hann fór þegar að rækta og smám saman var melum og mýrum breytt í tún. Þegar Sigsteinn Pálsson og Helga Magnúsdóttir tóku við búi að Blikastöðum árið 1942 voru tún 42 hektarar en þegar þau hættu kúabúskap árið 1973 þá voru tún um 70 hektarar. Nöfn á túnunum eru úr tíð Helgu og Sigsteins.

Úlfarsá

„Úlfarsá kemur úr Hafravatni, rennur til vesturs sunnan við Úlfarsfell, beygir síðan til norðurs vestan við Lambhaga og fellur í litla vík, sem nefnist Blikastaðakró. Úlfarsá breytir síðar um nafn, nefnist Korpúlfsstaðaá eða Korpa, fyrst sennilega aðeins neðri hlutinn í grennd við Korpúlfsstaði. Er algengt, að litlar ár nefnist fleiri nöfnum en einu, einkum þá kenndar við bæi, er þær renna hjá.“
Áin milli Korpúlfsstaða og Blikastaða nefnist Korpúlfsstaðaá. Nafnið Korpa og Úlfarsá, eru þau nöfn sem notuð eru af heimafólki á Blikastöðum. Þá er veiðifélag árinnar kallað Veiðifélag Úlfarsár og eiga Blikastaðir 14% í ánni. Guðmundur Þorláksson segir að Emil Rokstad hafi fyrstur nefnt hana Korpu. Í Jarðabók Árna og Páls segir á bls. 309: „Laxveiði þriðja hvörn dag í Kortúlfstaðaá. … Skipsuppsátur við sjó og heimræði á haust, þá fiskur gekk inn á sund.“  Korpúlfsstaðir eru þó stafsettir á venjubundinn hátt í sömu jarðabók.

Skilti við Blikastaðanes

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 1752-1757 er talað um Kortólfsstaðaá og það gerir Skúli Magnússon einnig í sinni lýsingu á Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1785. Séra Magnús Grímsson á Mosfelli varpar fram nokkrum vangaveltum um Úlfarsá og Korpúlfsstaðaá í „Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju“. Þar segir: „Eg felli mig vel við getgátu Gísla Brynjólfssonar, viðvíkjandi nöfnunum Korpúlfr og Korpúlfstaðaá, sem stendr í neðanmálsgrein í ritgjörð hans um goðorð í „Nýjum Félagsritum“, 13. ári, 48. bls.  Nöfnin Úlfr og Úlfar eru svo lík, að vel má vera að áin, fellið og bærinn sé allt kennt við Úlf (Korpúlf = Hrafnúlf) þann, sem Korpúlfstaðir eru kenndir við.  En af því það er ekki nema eitt handrit Landnámabókar (Landnámab. I, 10. í orðamun), sem hefir Úlfsá fyrir Úlfarsá, þykir mér vissara að áin og fellið hafi hvorttveggja verið kennt við einhvern Úlfar (Úlfarsfell, Úlfarsá), en bærinn við Úlf, ef það er þá ekki afbakað úr Úlfar (Úlfstaðir fyrir Úlfarstaðir, þ.e.: Korpúlfstaðir fyrir Korpúlfarstaðir), sem mér virðist hæglega geta verið  En hvað sem nöfnum þessum viðvíkr, ætla eg víst, að á sú, sem nú heitir Korpúlfstaðaá, sé hin forna Úlfarsá, og það er aðalatriðið sem hér ræðir um.“
Í sóknarlýsingu séra Stefáns Þorvaldssonar er vikið að laxveiðinni. „Laxveiði er nokkur í … Korpúlfsstaðaá, einkum við mynni þesarrar ár í Blikastaðakró.“  Þar er Blikastaðakró lýst enn frekar: „Þessi jörð hefir … notalega laxveiði í svonefndri Blikastaðakró, sem er fjörubás einn lítill með standklettum á 3 vegu og með garði fyrir framan með hliði á, sem sjór fellur út og inn um með útfalli og aðfalli, en með flóðinu er net dregið fyrir hliðið á garðinum, svo það byrgist inni, sem inn er komið.“
LeifarÞá segir: „Á Korpúlfsstaðaá milli Blikastaða og Korpúlfsstaða voru a.m.k. fjögur vöð, talin til sjávar: Stekkjarvað sem var á merkjum milli Hamrahlíðar, Blikastaða og Korpúlfsstaða. Nokkru neðar í ánni er Merkjafoss. Blikastaðavað sem var á götunni að Korpúlfsstöðum beint á milli bæjanna, Ferðamannavað fyrir neðan Efriásinn; þar lá þjóðleiðin áður. Veiðifoss er nokkru fyrir neðan Ferðamannavað. Króarvað er neðst, ofan við kletta. Skammt fyrir neðan Króarvað er Króarfoss einnig nefndur Sjávarfoss.
Neðan við Þúfanabanaflöt er holt með grjótgarði, er nefnist Efriás, og þar neðar er annar klettaás sem heitir Neðriás. Inn af Efraás neðan túns er Hrossaskjólsás; nær hann inn á merki. Fyrir neðan Neðriás er lítið nes fram í sjóinn er heitir Gerði. Björn Bjarnarson í Grafarholti nefnir það Blikastaðagerði í Árbók Fornleifafélagsins 1914. Það hefur einnig verið nefnt Blikastaðanes. Neðst á því er Gerðistá einnig nefnd Blikastaðatá. Fyrir austan Gerðið er Dýjakrókalækur, og mynni hans kallast Dýjakrókalækjarmynni. Fornar rústir og grjótgarður frá verslunarstað eða útræði eru niðri á sjávarbakkanum yst á fyrrnefndu Gerði. Staðurinn var friðlýstur 8. nóvember 1978 og friðlýsingarmerki sett upp sama ár. Helga og Sigsteinn telja að fornminjarnar hafi ekki mikið laskast frá því þau komu að Blikastöðum. Ásgeir Bjarnþórsson frá Knarrarnesi á Mýrum gerði út á grásleppu frá Blikastaðakró á fyrstu áratugum þessarar aldar.

Heimildir um Blikastaði má nefna:

Viðtöl:
-Helga Magnúsdóttir f. 1906, hefur búið að Blikastöðum frá 1909.
-Sigsteinn Pálsson f. 1905, hefur búið að Blikastöðum frá 1942.
-Magnús Sigsteinsson f. 1944 á Blikastöðum og hefur búið þar alla tíð síðan.
-Kristín Sigsteinsdóttir f. 1945 á Blikastöðum og hefur búið þar alla tíð síðan.

Ritheimildir:
-Björn Bjarnarson: 1936-1940, „Kjósarsýsla (1937)“, Landnám Ingólfs.  Safn til sögu þess II. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.
-Björn Bjarnarson: 1914, „Um örnefni“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757. I. bindi. Reykjavík 1943.
-Ferðafélag Íslands. Árbók 1936, Ólafur Lárusson: „Innnesin.“
-Finnur Jónsson: 1924, „Nokkur orð um íslenzk bæjanöfn“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Fornbréfasafn. Diplomatarium Islandicum I., 1857-76, II. 1893, III. 1896, og XII. 1923-32, Hið Íslenzka Bókmenntafélag.  Kaupmannahöfn.
-Hannes Þorsteinsson: 1923, „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Hannes Þorsteinsson: 1924, „Kvittun til dr. Finns Jónssonar“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Þriðja bindi. Reykjavík 1982.
-Johnsen, J.: 1847, Jarðatal á Íslandi. Kaupmannahöfn.
-Kålund, P.E.K.: 1984, Íslenskir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur. Reykjavík. [Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island. 1877].
-Kristján Eldjárn: 1980, „Leiruvogur og Þerneyjarsund“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafélags. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson: Íslenzkir sjávarhættir V., Reykjavík,1986.
-Magnús Grímsson: 1886, „Athugasemdir við Egils sögu Skallagrímssonar“,
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju II. bindi, Kaupmannahöfn.
-Mosfellshreppur. Aðalskipulag 1983 – 2003.  Mosfellssveit 1983.
-Skúli Magnússon: 1935-1936 „Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu.“ Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess I. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.
-Sýslulýsingar 1744-1749. SÖGURIT XXVIII. Reykjavík 1957.
-Stefán Þorvaldsson: 1937-1939 „Lýsing Mosfells- og Gufunesssókna 1855“.
-Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.

Óprentaðar heimildir
-Þjskjs. Landamerkjaskrá fyrir Blikastaði.
-Þjóðminjasafn Íslands. Fornleifaskrá. Mosfellshreppur.
-Örnefnastofnun Þjóðminjasafns Íslands. Ódagsett örnefnalýsing Blikastaða eftir Ara Gíslason, 20 örnefni.
-Örnefnalýsing Korpúlfsstaða eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson frá 1984. Örnefnakort af Blikastöðum eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson.

Korpúlfsstaðir

Korpúlfsstaðir gömlu.

Gullbringa

Gullbringusýsla sem slík á sér merka, en margflókna, sögu. Hér verður reynt að gera henni svolítil skil.

Í bókinni Landnám Ingólfs II eftir Magnús Grímsson er þess getið að Gullbringusýsla sé kennd við fornkonuna Gullbryngu og munnmæli herma að hún hafi átt kornakra í Sáðgerði (Sandgerði).
HjartaGullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðskortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m). Stefán Stefánsson sem kallaður var „gæd“ (af „guide“) taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum hefðu jafnan kallað lyngbrekku þá sem er vestan í Vatnshlíðinni Gullbringu og nær hún niður undir austurströnd vatnsins.
Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi sagði að grasbrekkur frá Hlíðarhorni vestra og austur að Hvannahrauni (Hvammahrauni) væru nefndar Gullbringur (Örnefnaskrá í Örnefnastofnun).
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir I:51). Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – hér fellur Mígandi fram af berginu í skorunni nær.

Ekki virðast beinar heimildir um þinghald í eða við Gullbringu og er því margt á huldu um þessa nafngift. Gullbringur eru í Mosfellsheiði, en sýslunafnið getur ekki átt við þær þar sem þær eru ekki í sýslunni. Örnefnið Gullbringa eða -bringur er til víðar á landinu og virðist merkingin vera ‘gróðursælt land’.
Á ferðum FERLIRs um svæðið hefur bæði mátt sjá suðurbak Gullbringu „gullhúðað“ í hádegissólinni á vetrum og hlíðina ofan hennar „gullbikaða“ í kvöldsólinni á sumrin.

Skv. Járnsíðu (1271) og Jónsbók (1281) var landinu skipt í 12 þing (umdæmi) Suðurnes voru í Kjalarnesþingi.
Gullbringusýslu er fyrst getið 1535 og Kjósarsýslu er fyrst getið 1637. Mörk milli sýslnanna voru lengst af við Elliðaár.
Gullbringu- og Kjósarsýsla voru sameinaðar með konunglegri tilskipun 19. mars 1754.
Skv. tilskipun 28. júní 1781 voru Landfógeta falin fjármál og löggæsla í Gullbringusýslu.
Með konungsúrskurði 9. maí 1806 voru fjármál og löggæsla færð frá Landfógeta til héraðsdómara í Gullbringusýslu, sem fór þá með öll sýsluvöld.

Hnúkar

Í Hnúkum.

Reykjavík varð að sérstöku lögsagnarumdæmi með konungsúrskurði 15. apríl 1803 og þar skipaður sérstakur bæjarfógeti.
Árið 1874 var bæjarfógetaembættið í Reykjavík sameinað sýslumannsembættinu í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Árið 1878 var bæjarfógeti skipaður í Reykjavík og embættin aðskilin. Reykvíkingar undu sambúðinni illa og 16. ágúst 1878 voru embættin aðskilin á ný og sérstakur bæjarfógeti skipaður í Reykjavík. Allt land Reykjavíkur var áður í Seltjarnarneshreppi. Með lögum 1923 stækkaði Reykjavík með yfirtöku jarða í Mosfellshreppi.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1903.

Árin 1878 til 1908 varð bæjarfógetinn í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Landshöfðingi samþykkti að skipta Álftaneshreppi 17. september 1878 í tvo hreppa, Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Hafnfirðingar undu þessu illa og vildu vera sér og eftir 30 ára baráttu varð Hafnarfjörður kaupstaður 1. júní 1908.

Þann 3.10.1903 var samþykkt á Alþingi að Gullbringu- og Kjósarsýslu myndi verða skipt upp í tvö sýslufélög. Annað er hin forna Kjósarsýsla og Seltjarnarneshreppur. Hitt er Bessastaðahreppur, Garðahreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Njarðvíkurhreppur, Rosmhvalaneshreppur, Miðneshreppur, Hafnarhreppur, og Grindavíkurhreppur. Eitt sýslumannsembætti, með aðsetur í Hafnarfirði, fór með málefni beggja sýslna. Með lögunum voru mörk milli sýslnanna flutt frá Elliðaám að hreppamörkum Seltjarnarneshrepps þar sem þau lágu þá að mörkum Garða- og Bessastaðahrepps.

Kristján X

Kristján X.

Árið 1938 var skipaður lögreglustjóri í Keflavíkur. Með lögum 16/1934, undirskrifuð í Amalíuborg 25. janúar 1934 af Christian R. (Kristján tíundi (R.=Rex (konungur)) var ákveðið að skipa lögreglustjóra í Keflavíkurhreppi og skyldi hann einnig fara með dómsvald í lögreglumálum, innheimtu opinberra gjalda, fógetavald og hreppstjórastörf í Keflavíkurhreppi. Embættinu var komið á laggirnar 1. janúar 1938 og Alfreð Gíslason var skipaður lögreglustjóri, reyndar frá 31. desember 1937. Fram að þeim tíma hafði sýslumaður Gullbringusýslu með aðsetri í Hafnarfirði stjórnað löggæslumálum í Keflavík. Embættinu fylgdi ekki dómsvald einungis framkvæmdavald.
Þegar Keflavík varð kaupstaður 1. apríl 1949 var Alfreð skipaður bæjarfógeti í Keflavík og gegndi því starfi til 19. apríl 1961 þegar hann fékk lausn frá starfi og varð bæjarstjóri í Keflavík frá 8. júní 1961. Eggert Jónsson f. 22. maí 1919, sem verið hafði bæjarstjóri var skipaður bæjarfógeti í Keflavík frá 1. júlí 1961 og gegndi því starfi til dauðadags en hann lést ungur maður 18. júlí 1962. Alfreð var þá aftur skipaður bæjarfógeti í Keflavík frá 5. september 1962.
Festisfjall1. apríl 1949 fær Keflavíkurhreppur kaupstaðarréttindi og lögreglustjórinn verður jafnframt bæjarfógeti í Keflavík. Auk lögreglumála og dómsvalds í þeim fer hann nú með önnur dóms- og umboðsstörf í Keflavík.
Með bráðabirgðalögum sem sett voru 19. janúar 1954 var embætti Lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli komið á fót. Þann 8. apríl 1954 voru samþykkt lög á Alþingi um lögreglustjóraembættið og tóku þau þegar gildi. Umdæmið var samningssvæði þau á Reykjanesi, sem varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna tók til og eru eign ríkisins. Lögreglustjórinn fór með sömu störf og sýslumenn og bæjarfógetar.

Seltjarnarneshreppi var skipt 1948 í Seltjarnarneshrepp og Kópavogshrepp. Kópavogur varð kaupstaður 1955 og fór undan sýslunni. Sigurgeir Jónsson var skipaður bæjarfógeti í Kópavogi 11. ágúst 1955.

Vatnagarður

Hraun og Vatnagarður.

Alfreð var síðan skipaður sýslumaður í Gullbringusýslu frá 1. jan. 1974 og bæjarfógeti í Grindavík frá 10. apríl 1974. Hann fékk lausn frá embætti 8. júlí 1975 frá og með 1. október 1975. Þann 22. ágúst 1975 var Jón Eysteinsson f. 10. janúar 1937 skipaður bæjarfógeti í Keflavík og Grindavík og sýslumaður í Gullbringusýslu frá 1. október 1975 að telja og síðan bæjarfógeti í Njarðvík frá 1. maí 1976.

Seltjarnarneshreppur og Garðahreppur urðu kaupstaðir 1974. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði varð jafnframt bæjarfógeti í þessum kaupstöðum. Í Kjósarsýslu voru Garðahreppur, Bessastaðahreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellshreppur, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði varð jafnframt sýslumaður í Kjósarsýslu.
Fyrir forgöngu Geirs Gunnarssonar og Karls G. Sigurbergssonar urðu til sérstök lögsagnarumdæmi á Suðurnesjum og voru lög þess efnis samþykkt á Alþingi 24. apríl 1973 og tóku gildi 1. janúar 1974.

Í Gullbringusýslu voru Grindavíkurhreppur, Hafnarhreppur, Miðneshreppur, Gerðahreppur, Njarðvíkurhreppur og Vatnsleysustrandarhreppur.

Gálgahraun

Gálgahraun – skófir.

Bæjarfógetinn í Keflavík varð jafnframt Sýslumaður í Gullbringusýslu.
Grindavík hlaut kaupstaðarréttindi 10. apríl 1974.
Árið 1976 var bæjarfógetinn í Grindavík, Keflavík og Njarðvík jafnframt sýslumaður Gullbringusýslu.
Njarðvík fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976. Bæjarfógetinn í Keflavík varð jafnframt bæjarfógeti í Grindavík og Njarðvík.

Við aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds í héraði 1. júlí 1992 var Jón skipaður sýslumaður í Keflavík en lögsagnarumdæmið er það sama og var. Þennan dag tóku gildi lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989. Hugtakið bæjarfógeti féll niður og sýslumenn voru kenndir við staði.

Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumaður Gullbringusýslu heitir nú Sýslumaðurinn í Keflavík. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli verður Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Seltjarneskaupstað og Sýslumaður Kjósarsýslu verður Sýslumaðurinn í Hafnarfirði.

Hugtakið Gullbringusýsla er ekki lengur notað og má segja að þetta aldagamla heiti stjórnsýsluumdæmis sýslumanna leggist af með lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.

Heimild m.a.:
-Eyþór Þórðarson, Stjórnsýsla í Gullbringusýslu, birtist í Árbók Suðurnesja 1984-85.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2182

Gullbringa

Gullbringa.

Selvogur

Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.

Víghólsrétt?

Þórður Sveinsson sagði nýlega frá því að Selvogsbóndi einn hafi misst frá sér kind við Hásteina. Hún hafi síðan fundist í skúta skammt vestan við þá. Áður höfðu þrjár kindur horfið sporlaust á þessu svæði. Þær fundust síðar af tilviljun þegar maður einn var að ganga skammt vestan við girðinguna, sem þar er (var). Bein kindanna lágu framan við hellisop og virðast þær hafa fennt þar í kaf. Hvar opið er eða hvað er fyrir innan opið er ekki vitað. Ætlunin var m.a. að skoða svæðið.
Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.
Í Örnefnaskrá fyrir Nes segir m.a.: „Nesstekkur var vestan við Víghólsrétt, en hún er austan við Stóruvörðu, sem er ofarlega á Bjarnastaðaflötum. Nesstekkur er við mörk Ness og Bjarnastaða. Víghólsrétt er við Víghól, sem er svolítil hæð.  Við Nesstekk er Nesstekkatún. Stekkir voru þarna í röð yfir landið, austast Nesstekkur, þá Bjarnastaðastekkur og Útvogsstekkur. Prestskrókur er milli Nesstekkjar og Víghólsréttar.  Það er slægjublettur, og hefur prestur slegið þar einhvern tíma. Þar var PrestGapiskróksvarða, nú dottin niður.
Ofar en Víghóll er Fornagata. Á Fornugötu mætast göturnar frá Vogsósum  og neðan úr Selvogi, s.s. frá Þorkelsgerði og Bjarnastöðum. Hún er við götuslóðann austur á Sand, í slægjulöndin. Fornagata er bæði í landi Ness og Bjarnastaða, liggur yfir mörkin.“
Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir um þetta svæði umhverfis Bjarnastaðaflatir: „Ofan Bjarnastaðatúns eru Bjarnastaðaflatir. Vestast á þeim ofan við hjáleiguna Klöpp var Litlavarða og Litluvörðuflöt. Eitthvað mun vera eftir af vörðunni. Ofar en Litlavarða var önnur varða ofarlega á Flötunum, kölluð Digravarða, Stóravarða eða Austurvogsvarða. Hún var Sundvarða fyrir Útvogssund.  Átti hana að bera í austustu Hnúkana. Við túngarðshlið Bjarnastaða byrjaði leiðin suður og lá upp heiðina.
Spölkorn upp frá Flötunum eru Bjarnastaðahólar kringum Digruvörðu. Það eru þrír lágir hraunhólar. Vestasti hóllinn er í Götulandi, Mið-Bjarnastaðahóll e.t.v. einnig, en Austasti-Bjarnastaðahóll er í Bjarnastaðalandi. Eitthvað er eftir af grónu landi milli hólanna, sandurinn er ekki kominn þangað.
Austur við Nesmörk er Fornagata, langur hraunhóll sprunginn eftir endilöngu. Á honum var Fornugötuvarða, sem nú er fallin, og kringum hann FRétt við Fornugötuornugötuflatir.“
Í örnefnalýsingu fyrir Götu er getið um Bjarnastaðastekk o.fl.: „Fyrir ofan Götutún halda áfram Bjarnastaðaflatir, og á þeim eru Bjarnastaðahólar. Vestasti-Bjarnastaðahóll er í Götulandi og e. t. v. einnig Mið-Bjarnastaðahóll. Ofan við hólana var lægð eða flöt, sem nefnd var Skjaldbreið, en er nú orðin uppblásin og nefnd Grjót (ft.). Þar ofar var Bjarnastaðastekkur, alveg við mörkin í Götu og e.t.v. í Útvogslandi. Sést fyrir honum enn. Við stekkinn var Stekkatún og Stekkatúnsflatir í kring. Þetta er við veginn niður að bæjunum.“
Að þessu sinni var lagt af stað frá Fornugötu sunnan Fornugötuhliðs, gengið suður fyrir klapparhæðina þar sem gatnamótin á götunni eru, annars vegar til vesturs og austurs og hins vegar til suðvesturs niður að Selvogi. Nokkru sunnar var stefnan tekin til vesturs, að Víghól og áfram inn á og yfir Bjarnastaðaflatir. Mikil landeyðing hefur orðið á neðanverðum flötunum og neðan þeirra. Ekki var unnt að greina mannvirki á þeirri leið, þ.e. frá svonefndri Víghólsrétt. Nokkrar grónar vörður, sem fyrrum hafa verið allstórar, eru á ofanverðum Bjarnastaðaflötum, s.s. Digravarða. Ekki er óvarlegt að ætla að Nesstekkur geti verið Fornagata við Strandarhæðtvískipt tóft norðan í Fornugötu, örskammt vestan við gatnamótin. Sú tóft hefur ekki verið skýrð og hennar virðist ekki vera getið í örnefnaskrám. Ef þetta er Nesstekkur er hann í Neslandi, svo til alveg við mörkin.
Komið var í fjárstekknum Gapa og haldið inn á Fornugötu ofan hans. Gatan sést þar vel í holtinu. Hún liggur skammt norðan við Bjargarhelli. Litið var inn í hellinn, en götunni síðan fylgt áfram til austurs. Komið var að grónum hvammi og liggur gatan norðan hans. Hlaðið er í götukantinn ofan við hvamminn. Skammt suðaustan við hann er annar gróinn hvammur, sem eflaust hefur verið ágætur áningarstaður fyrrum þegar langar lestir manna og skepna liðuðust um hæðina. Þarna sunnan við götuna er rétt. Líklega hefur hún verið notuð sem aðhald þegar reka þurfti fé þessa leið. Skammt austar og norðaustar eru allnokkrar vörður, líklega á landamerkjum.
Fornugötu var fylgt áfram til austurs, en stefnan síðan tekin upp með girðingunni fyrrnefndu á mörkum Ness og Bjarnastaða. Henni var fylgt upp að efstu Hásteinum. Ætlunin var að finna skúta þann eða helli sem Þórður Sveinsson hafði sagt frá vikunni áður. Þegar komið var upp fyrir Hásteina mátti sjá hlaðið aðhald norðvestan við þá. Tóftir eru og undir hæsta Hásteini. Eftir stutta göngu til vesturs var komið að litlu jarðfalli og skúta. Þar gæti verið um að ræða skúta þann sem fyrr var nefndur. Innihaldið gæti vel rúmað 10 kindur. Vestan við hann var hlaðið skjól, líklega refaskyttu. Varða var þar skammt frá, yfir greni. Á bakaleiðinni var gengið fram á nokkur merkt greni. Nýleg fótspor voru eftir ref frá vestanverðum Hásteinum með stefnu á Strandarkirkju.
Annað jarðfall fannst nokkuð suðvestar, í sömu fjarlægð frá girðingunni og sá efri. Gróið var umhverfis, en inni var rými fyrir 15-20 kindur. Engin bein sáust í eða við framangreinda skúta, en nokkur mold var á gólfum beggja.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Þorkelsgerði og Götu.

Bjarnastaðastekkur

Bjarnastaðastekkur.

Minja- og sögufélag Grindavíkur hefur fest kaup á hinni „fornu“ verbúð Bakka við Garðsveg og stendur til að koma húsinu í upprunalegt horf – líkt og ætlunin var hjá fyrri eigendum þess.
Bakki - 231Húsið var byggt 1933 og er því með eldri húsum í Grindavík. Þarna var jafnframt ein elsta „sjóverbúð“ í nútíma á Suðurnesjum (Grindavík var fyrrum ekki hluti Suðurnesja) og hefur því menningarsögulegt gildi sem slíkt. Húsið, sem er klætt bárujárni, hefur látið mjög á sjá í seinni tíð. Skammt norðar stóð hin forna Staðarbúð (Staðarhús), hús Skálholtsstóls. Enn má sjá þar leifar steinhleðslu hússins. Sunnar stendur endurbyggt Flagghúsið, upprunalega byggt árið 1890.

Bakki

Bakki gengur í endurnýjun lífdaga.

 

 

Reykjavík

Á vef Fornleifastofnunar Íslands er fjallað um merkileg fornfræðileg efni – flest þó fjarri Reykjanesskaganum. Eitt verkefnanna sem finna má á www.menningarminjar.is og á www.menningarsaga.is. „Þegar minnast þarf glataðra menningarminja er ágætt að horfa til Reykjavíkur með það í huga að „fortíðin er ekki „hughrif“ – hún er áþreifanlegur raunveruleiki“.

Aðalstræti

Uppgraftarsvæði í og við Aðalstræti.

Reykjavík ber hin mestu verðmæti sögunnar ekki vel. Á rústum hinnar fyrstu byggðar þreytir fólkið hennar nú ýmist drykkju eða hjálpræði, boðar til þings og syngur skaparanum lof. Flest var þetta iðkað á sama stað þegar fyrstu kynslóðir Íslendinga reistu þar bú sín. Á svæðinu kringum Austurvöll og Aðalstræti hafa fundist menjar um þúsund ára gamla byggð, fornan bæ að þess tíma sið. Þar eru einnig leifar af fyrstu verulegu byggingum Reykjavíkur sem kaupstaðar, Innréttingarnar sem Skúli Magnússon fógeti lét reisa af stórhug hins upplýsta manns um miðja 18. öldina.
Og enn ber borgin merki hins fyrsta sæðis: Hún er stórhuga í smæð sinni og smá í sinni víðáttu. Gamla þorpið sem hún var, er varðveitt að hluta í miðborginni, og undir grunni nýrra bygginga búa rústir hinna gömlu – og jafnvel elstu, þar sem fornir andar landnema emja við söngva núlifandi kynslóða.
Vitaskuld er erfitt um vik að kanna til hlýtar fornleifar í miðborg nokkurrar höfuðborgar. Þó hefur þetta verið gert að talsverðu leyti í Reykjavík, einkum á umræddu svæði kringum Aðalstræti. Þar var fyrst komið niður á fornleifar við byggingaframkvæmdir á lýðveldisárinu 1944 en síðan var staðið fyrir umtalsverðum fornleifauppgrefti á svæðinu í byrjun áttunda áratugarins.
Í þessum uppgrefti og öðrum sem gerður var á níunda áratugnum komu í ljós leifar af tveimur 10. aldar skálum. Annar þeirra hefur staðið neðst við Grjótagötuna, þar sem Aðalstræti og Suðurgata mætast en hinn þar sem nú er Suðurgata 7. Elsta byggð í Reykjavík hefur því verið á svæðinu frá suðurhluta Ingólfstorgs og suður að Vonarstræti. Á torginu þar sem nú stendur stytta af Skúla Magnússyni hafa fundist leifar af mjög gömlum kirkjugarði. Hvíla þar griðkonur Ingólfs og Hjörleifs? – eða jafnvel þeir sjálfir? Eins og gefur að skilja er ógjörningur að fullyrða um slíkt og í raun erfitt að draga upp heildstæða mynd af byggðasögu Reykjavíkur. Þær takmörkuðu fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið sanna þó svo ekki verður um villst að byggð í Reykjavík er jafnvel jafngömul landnáminu.

Árið 1993 var grafið í Arnarhól vegna fyrirhugaðra framkvæmda um að breyta hólnum. Var þá komið niður á bæ frá 17. öld en öruggt er talið að neðan hans séu leifar af eldri byggingum. Við uppgröftinn fannst rómverskur peningur.
Það gefur auga leið að á miðöldum hefur byggð ekki verið samfelld á Reykjavíkursvæðinu eins og nú er, og fornleifar sem fundist hafa á öðrum stöðum, eins og í Laugarnesi, hafa tilheyrt annarri sveit. Frá vegarstæðinu þar sem Kleppsvegur beygir í átt að Sæbraut má greina til norðurs óljós merki fornleifa. Þar hefur verið kirkjugarður til forna en ekki hefur gefist færi á að kanna hversu umfangsmikill hann hefur verið. Vitneskja manna um byggðasögu Reykjavíkur er því jafn sundurlaus og svipur hennar.

Við vitum að hér settust landnemar að mjög snemma, og að einhver byggð hélst fram eftir öldum í kvosinni. Um miðja átjándu öldina má greina fyrstu merki þess hlutverks sem Reykjavík fékk síðar sem höfuðstaður Íslendinga. En nær allar lýsingar frá þeim tíma og 19. öldinni bera borginni slæmt orð. Hún er sóðalegt og drungalegt smáþorp, byggð af ólánsmönnum, þurrabúðarmönnum og sjógörpum í sambúð við örfáa danska embættismenn sem hingað hafa hrakist fyrir tilstilli illra örlaga. Og dágóður hluti íbúanna voru fangar og ræfilsmenn sem hafast við í húsinu þar sem ríkisstjórnin situr nú – litlu betri segja sumir.

Þegar söguleg vitund íslenskra menntamanna vaknar af löngum svefni á fyrstu áratugum 19. aldar finnst mörgum þeirra óhugsandi að velja Alþingi stað í þessu ljóta þorpi. Jónas Hallgrímsson fer fyrir hópi rómantískra hugsuða sem vilja setja þingið á sínum forna stað við Öxará. En eitthvað segir það okkur um stöðu Reykjavíkur á þessum tíma að Jón Sigurðsson og hans menn vilja setja þingið í reykjavík, af þeim sökum að þar muni þegar tímar renna rísa sá höfuðstaður sem við þekkjum nú. Hér eru æðstu menntastofnanir landsins, Reykjavíkurskóli og Prestaskólinn. Hér er dómkirkjan. Hér skulum við byggja okkar borg. Vegur Reykjavíkur vex smám saman þegar líður á nítjándu öldina og upp úr aldamótum búa hér um 6.000 manns, þar af nýfenginn ráðherra Íslendinga. Frá þessum tíma eru flest þau lágreistu hús sem nú setja svip sinn á miðborgina. En yfirbragð hennar er enn í mótun. Það er í raun aðeins nýlega sem sæst hefur verið á gildi þessara litli húsa fyrir svip borgarinnar og minna kapp lagt á að ryðja þeim burt eða kaffæra bak við reisulegri minnisvarða. En þegar slíkt hendir er mikilvægt að kann allar aðstæður frá sjónarhóli fornleifafræðinnar. Varðveisla sögulegra minja í Reykjavík felst þó kannski ekki síður í að hlúa að þessum gömlu húsum og tryggja þeim góða sambúð við síðari tíma byggingar. Sundurleysið í svip borgarinnar ber í sér töfra hennar. Og eins er um söguna. Við getum ekki státað af stórkostlegri sögu þar sem uppgangur og harðræði takast á og skilja eftir minnisvarða síðari kynslóðum til handa. Fáeinir húsagrunnar í sverði kvosarinnar og á einstaka stöðum í borginni eru einu leifar um byggð hér í fornöld. En þó hefur það ekki verið rannsakað að fullu.

Tign Reykjavíkur er af allt öðrum toga en útlendra stórborga, í stórhuga hógværð sinni ber hún skammri sögu okkar einstakt vitni og gerir enn í sinni stöðugu mótun þegar ný öld er um það bil að hefjast. Fornleifarannsóknir hafa þó fært henni sama tilverurétt og annarra höfuðborga, að því leyti að hún byggir þrátt fyrir allt á mjög gömlum grunni og er jafngömul sögu þjóðarinnar. Og hver veit nema að í framtíðinni gefist þess kostur að grafa frekar í svörð hennar þar sem vitað er um leifar fyrstu íbúanna, svo sem í kvosinni, við Alþingishúsið, á Arnarhóli og í Laugarnesi. Slík heildarathugun á byggðasögu henanr mun ekki gera Reykvíkingum fært að bera sig saman við Parísarbúa eða Lundúnarverja, en hún myndi án efa varpa frekara ljósi á uppvöxt Reykjavíkur, þann vöxt sem enn á sér stað og er samofinn lífi fólksins í borginni.

Byggðasaga Reykjavíkur og fornleifarannsóknir í Kvosinni
Þegar Skúli Magnússon stofnaði Innréttingarnar árið 1751 var Reykjavík aðeins venjulegur sveitabær. Verksmiðjunum var valinn staður við hliðina á bæjarhúsunum. Bærinn er talinn hafi staðið þar sem Hjálpræðisherinn er nú og byggðust því Innréttingarnar út af Aðalstræti, sem hafði verið sjávargata Reykjavíkurbóndans. Fljótlega byggðist upp hið gamla tún Reykjavíkurbæjar og er Austurvöllur leifar þess. Búskapur lagðist fljótlega af.
Reykjavíkurkirkja stóð þar sem núna er Fógetagarðurinn og hefur verið kirkjugarður kringum hana, allt þar til Dómkirkjan var byggð árið 17… Kirkjugarðurinn var þó áfram í notkun þar til kirkjugarðurinn við Suðurgötu var opnaður um miðja 19. öld. Frá upphafi samfelldrar byggðar í Reykjavík hafa menn því alltaf vitað um menjar gamla Reykjavíkurbæjarins og kirkjugarðsins. Allar götur síðan á 18. öld hafa menn rekist á fornar minjar: hleðslur, öskur, bein osfrv, við byggingaframkvæmdir frá Vonarstræti og norður undir Hallærisplanið.
Í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar var ákveðið að ráðast í meiriháttar fornleifauppgröft á gamla bæjarstæðinu. Þá var grafið á lóðunum Aðalstræti 14 og 18, Suðurgötu 5 og Tjarnargötu 6. Við þennan mikla uppgröft komu í ljós bæði leifar af húsum innréttinganna í Aðalstræðti en einnig miklu eldri leifar frá því að menn fyrst tóku land í Reykajvík. Að minnsta kosti tveir skálar hafa verið við Aðalstrætið og sá þriðji við Suðurgötuna. Ekkert virðist byggt í Aðalastræti eftir að fyrstu skálarnir þar fara í eyði. Byggðin heldur eingöngu áfram á svæðinu milli Suðurgötu, Vonarstrætis og Kirkjustrætis. Síðar hefur einnig verið grafið á lóðinni á Suðrgötu 7 og þar komu í ljós byggingar tengdar Reykjavíkurbænum. Síðast var grafið 1999 í miklum ruslalögum á bílastæðinu á móti húsi Happrættis Háskólans. Þar hefur verið mýri við nyrstu mörk Tjarnarinnar. Allt sem fannst við þann uppgröft reyndist vera yngra en frá 1500.
Hinn 9. september s.l. [2005] lauk vettvangsrannsókn á fornleifum undir húsinu í Aðalstræti 10, sem er talið elsta hús í Reykjavík. Rannsóknin fór fram vegna viðgerða og endurbyggingar á húsinu. Lækka átti jarðveg undir gólfi vegna einangrunar og lagna og einnig að grafa niður til að styrkja undirstöður hússins. Því þurfti að kanna hvort fornleifar væru þar fyrir.
Bæði var talið að þar gætu verið leifar eldri húsa frá 18. öld og jafnvel eldri ummerki um mannvist. Á ýmsum nálægum lóðum, Aðalstræti 12, 14, 16 og 18, höfðu áður fundist minjar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Húsið Aðalstræti 10 er byggt upp úr miðri 18. öld. Undir mestum hluta gamla hússins sjálfs hafði ekki verið kjallari og því voru þar óröskuð jarðvegslög. En viðbygging við húsið að vestan hafði verið grafin dýpra niður.

Minjar þær er fundust undir gólfi í Aðalstræti 10 reyndust vera frá 18. öld. Þar voru steinundirstöður undan timburstokkum eða plönkum sem borið hafa uppi fjalagólfið í húsinu. Þar undir voru ýmis lög með ummerkjum um umsvif manna á staðnum, m.a. töluverð lög af móösku úr eldstæðum nálægra bygginga. Nokkuð fannst af glerbrotum, einkum rúðugleri, einnig nokkuð af dýrabeinum. Meðal tímasetjanlegra gripa var nokkuð af brotum úr leirílátum, postulíni og tóbakspípum úr leir. Ekki fundust ummerki um eldri byggingar sem kann að benda til þess að hér sé komið norður fyrir bæjarstæði Reykjavíkurbæjarins gamla.

Helstu heimildir um Reykjavík:
-Kristín H. Sigurðardóttir – Fornleifarannsókn að Suðurgötu 7 í Reykjavík. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1986.
-Kristján Eldjárn – Hann byggði suður í Reykjarvík. Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson ritstj., (Safn til sögu Reykjavíkur), Reykjavík 1974.
-Matthías Þórarson – Fundnar fornleifar í Reykjavík, 15. júní 1944.
-Else Nordahl – Landnámstid i Reykjavík. Hus, gård och bebyggelse, Guðmundur Ólafsson ritstj. Reykjavík 1983.
-Else Nordahl – Reykjavík from the Archaeological Point of View, Uppsala 1988.
-Ragnar Edvardsson – Fornleifar á Arnarhóli. Árbók hins íslenzka fornleifaféalgs 1994, 17-28.
-Þorkell Grímsson – Reykvískar fornleifar. Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson ritstj. (Safn til sögu Reykjavíkur), Reykjavík 1974, 53-74.
-Þorleifur Einarsson og Þorkell Grímsson – Ný aldursgreining úr rannsókninni Aðalstræti 14, 16 og 18, 2000 – 2003. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1968.

Reykjavík

Reykjavík 1835 – Joseph Gaimard.

Krýsuvíkureldar

Í Jökli 1991 er fjallað um „Krýsuvíkureldana“ 1151:

Gossprunga Krýsuvíkurelda

Krýsuvíkureldar
Gossprungan og hraunin sem frá henni hafa runnið em sýnd á 1. mynd. Eins og flestar gossprungur á Suðvesturlandi hefur hún meginstefnu nálægt N45°A. Gjallhröngl syðst í austurhlíð Núpshlíðarháls markar suðvesturenda gígaraðarinnar en norðausturendinn er austanvert í norðausturenda Undirhlíða, á móts við Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Vegalengdin milli enda sprungunnar er um 25 km.
Syðst í Núpshlíðarhálsi er austurhlíðin orpin gjalli og hrauni sem sést vel af Ísólfsskálavegi þar sem hann liggur næst hálsinum. Gígaröðin liggur til norðausturs í eða við vesturhlíð Móhálsadals, allt norður undir Vigdísarvelli, fyrst slitrótt en síðan samfellt, og sumstaðar er gígaröðin tvöföld. Um þremur kílómetrum sunnan Vigdísarvalla breytist stefnan skyndilega; gígaröðin sveigir þvert yfir dalinn og fær síðan mun norðlægari stefnu. Áfram liggur hún skástígt norður með vesturhlíð Sveifluháls að Slögu og þaðan slitrótt með Vigdísarhálsi að Traðarfjöllum og hefur þá hliðrast aftur að Núpshlíðarhálsi.
Krýsuvíkureldar
Gossprungan liggur um Traðarfjöll vestanverð og í dalverpinu milli þeirra og Núpshlíðarháls. Á móts við Djúpavatn slitnar gossprungan en tekur sig upp aftur skammt norðan við vatnið. Þar em nyrstu gígamir á suðurhluta sprungunnar utan í Núpshlíðarhálsi, beint vestur af Hrútafelli. Þar sem landið liggur hæst í Móhálsadal slitnar gossprangan en hún tekur sig upp á ný skammt norðan við Vatnsskarð, en þar er landið tekið að lækka verulega. Þaðan liggur gígaröðin, tvöföld á kafla en nokkuð slitrótt, áfram til norðausturs vestan undir móbergshryggnum Undirhlíðum. Skammt norðan Bláfjallavegar sveigir gígaröðin upp í móbergið og norðausturendi hennar, sem Jón Jónsson (1978) hefur nefnt Gvendarselsgíga, liggur austan undir nyrsta hluta Undirhlíða, skammt sunnan við Kaldársel.
Skammt vestur af Mávahlíðum er um 400 m löng gígaröð. Mjög er líklegt að hún hafi myndast í þessari sömu goshrinu. Stefna gígaraðarinnar er um N60°A, sem er um 15° frávik frá meginstefnu gossprungunnar.
Fjarlægðin milli enda gossprungunnar er um 25 km en í henni er um 8 km löng eyða, þannig að alls hefur gosið á um 17 km langri sprungu. Syðri hlutinn er um 10,5 km að lengd og nyrðri hlutinn um 6,5 km.

Hraun Krýsuvíkurelda

Krýsuvíkureldar

Krýsuvíkureldar – kort jarðfræðinga lagt yfir loftmynd.

Eins og sjá má á 1. mynd mynduðust fjórir aðskildir hraunflákar í Krýsuvíkureldum. Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó. Næst norðan við það er lítið hraun sem runnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. Þriðja hraunið er við Mávahlíðar, norðaustur af Trölladyngju, og liggur til hliðar við megin gossprunguna. Nyrst er svo Kapelluhraun sem runnið hefur frá Undirhlíðum til sjávar.
Öll hraunin eru ólivínþóleiít basalt. Bergfræðirannsóknir Einars Gunnlaugssonar (1973) sýna að þau eru hvert öðru lík og að hraunin í Móhálsadal verða ekki greind hvert frá öðrum í þunnsneið. Þau eru dæmigerð fyrir apalhraunin sem koma upp í gliðnunarhrinum á Reykjanesskaga. Hraunin eru þunnfljótandi og gasrík og mynda oft þunnt frauðkennt helluhraun næst gígunum. Algeng þykkt slíkra hrauna er um einn metri á sléttu landi og eru hraunjaðrarnir oft ekki nema um hálfur metri á hæð. Þegar hraunin hafa runnið nokkur hundruð metra frá gígunum hefur verulegur hluti gassins verið rokinn úr hraunkvikunni, þannig að hún verður seigari og hraunið þykknar og breytist smám saman í apalhraun sem verður þeim mun úfnara sem fjær dregur gígunum. Hæstu hraunjaðrar af þessari gerð á Reykjanesskaga eru 10-15 m.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – loftmynd.

Hraunið sem rann frá syðsta hluta gossprungunnar fyllti allan Móhálsadal sunnan Djúpavatns og rann í sjó fram á um 5 km breiðu belti. Hraunið fyllti allstóra vík sem að líkindum hefur verið hin forna Krýsuvík.
Þessi hraunfláki er stærstur af þeim fjórum sem mynduðust í Krýsuvíkureldum. Hann gæti hafa myndast í tveimur gosum (en þó í sömu goshrinu). Sá hluti hraunsins sem kominn er frá gígunum við Djúpavatn hefur runnið til austurs og síðan til suðurs austan Traðarfjalla. Við suðurbrún Traðarfjalla leggst yfir það yngra hraun sem runnið hefur frá þeim hluta gígaraðarinnar sem liggur í skarðinu milli Traðarfjalla og Núpshlíðarháls. Samsvarandi mörk hafa hins vegar ekki fundist á sjálfri gígaröðinni, sem virðist alveg samfelld norður skarðið að gígunum við Djúpavatn. Norðurbrún hraunsins er milli 0,5 og 1,0 m há en annars staðar hefur fyllst að jöðrunum þannig að þeir sjást ekki. Hraunið er allúfið austan Traðarfjalla, enda hefur það runnið þar í nokkrum halla.

Traðarfjöll

Traðarfjöll – loftmynd.

Syðri hluti hraunsins fyllir allan Móhálsadal sunnan Traðarfjalla. Þar er hraunið víðast slétt helluhraun en í dalnum ofanverðum er það að verulegu leyti horfið undir framburð lækja, sem er afar mikill á þessum slóðum. Móbergið í hálsunum í grennd er mikið ummyndað vegna jarðhita og því auðrofið. Jafnhliða ummynduninni þéttist bergið þannig að úrkoma hripar ekki beint niður, eins og víðast á Reykjanesskaga, heldur myndar læki sem renna á yfirborði. Þeir hverfa reyndar fljótlega niður í jörðina er þeir koma út fyrir ummyndaða svæðið. Af þessum sökum er ógerningur að segja til um þykkt hraunsins í dalnum. Meginhraunið hefur komið upp í dalnum sunnanverðum. Þegar hraunið fellur suður úr dalnum breytist það að mestu í úfið apalhraun, enda búið að renna alllangan veg frá gígunum. Hraunið hefur síðan runnið allt til sjávar og fyllt hina fornu Krýsuvík. Ætla má að á flatlendi sé hraunið víðast um 5-10 m þykkt og miklu þykkara þar sem það náði út í sjó. Í Móhálsadal er það eflaust nokkru þynnra og vart meira en 3-4 m þykkt, en slík tala er þó ágiskun ein. Flatarmál hraunsins er um 18,6 km2 og ef gert er ráð fyrir 7 m meðalþykkt er rúmmálið um 0,13 km3.
Norður af Djúpavatni liggur ungleg gígaröð til norðausturs eftir Móhálsadal, í beinu framhaldi af gígum Krýsuvíkurelda. Þegar fyrri hluti greinarinnar var skrifaður var það álit okkar að gosið hefði á allri þessari sprungu í Krýsuvíkureldum, en þá hafði aðeins syðsti hluti gossprungunnar verið kannaður að fullu. Síðar hefur komið í ljós að þessir nyrstu gígar eru eldri og hefur Landnámslagið fundist ofan á hrauninu frá þeim.

Hraun við Lœkjarvelli

Mávahlíðarhraun

Mávahlíðarhraun – jarðfræðikort Ísor.

Skammt norðan við Djúpavatn hefur hraun runnið til austurs frá litlum gígum sem þar liggja, austan undir Núpshlíðarhálsi. Þunnfljótandi kvikan hefur myndað helluhraun, sem víðast er 1-2 m þykkt, og hefur lengst náð að renna austur að Hrútafelli, um 500 m vegalengd. Hluti hraunsins er nú horfinn undir framburð lækjarins á Lækjarvöllum. Í jarðvegssniðum við gígana sést glöggt að Landnámslagið liggur neðan við gjalldreif frá þeim en Miðaldalagið ofanvið. Flatarmál þessa hrauns er 0,47 km2 og ef gert er ráð fyrir tveggja metra meðalþykkt er rúmmálið um 0,001 km3.

Mávahlíðahraun

Mávahlíðar

Mávahlíðar – loftmynd.

Skammt norðan við Fíflavallafjall er móbergshryggur er nefnist Mávahlíðar. Um 300 m vestan við hann er stutt gígaröð og liggur frá henni stórskorin og torfarin hrauntröð til norðausturs meðfram Mávahlíðum.
Hraunið, Mávahlíðahraun, hefur einkum runnið til norðurs og norðvesturs, lengst um 3 km frá gígunum, og fallið í tveimur fossum fram af Einihlíðum. Það er víðast mjög úfið og illt yfirferðar en ekki mjög þykkt. Mávahlíðahraun rennur alls staðar út yfir eldri hraun og því augljóst að það er eitt af yngstu hraununum norðan við Dyngjurnar.
Suðvestur af gígaröðinni liggur önnur gígaröð eftir endilöngum móbergshrygg sem teygir sig til norðausturs frá Grænudyngju. Frá henni hefur runnið hraun sem hverfur undir hraunið frá Mávahlíðagígum og einnig undir hraunið frá Eldborg við Trölladyngju.
Jón Jónsson (1978) taldi gígana sem mynduðu Mávahlíðahraunið framhald þessarar gígaraðar til norðausturs og að ekki yrði annað séð en að hraunin rynnu saman í eitt þar sem þau koma saman. Jón nefndi hraunið í heild Dyngnahraun en sá samt ástæðu til að fjalla um Mávahlíðahraunið sérstaklega og nefna hvað það væri unglegt. Mávahlíðahraunið er örugglega yngra en Dyngnahraunið. Því til stuðnings hefur Landnámslagið fundist ofan á Dyngnahrauninu og er það því örugglega runnið fyrir landnám. Landnámslagið liggur hins vegar inn undir Mávahlíðahraun og má því ljóst vera að þessi hraun hafa ekki myndast í sama gosi. Mávahlíðahraun er um 3,7 km2 að flatarmáli og meðalþykktin er áætluð 5 m. Rúmmál hraunsins er þá um 0,02 km3.

Kapelluhraun

Kapelluhraun

Kapelluhran – loftmynd.

Sem fyrr sagði höfðu höfundar ekki að fullu kannað hraunin frá nyrsta hluta gígaraðarinnar þegar fyrri greinin um Krýsuvíkurelda var skrifuð. Þá var það skoðun okkar að Kapelluhraun, hraunin frá Óbrinnishólum og Hellnahraun hefðu öll runnið í sama gosinu. Könnun á svæðinu sumarið 1989 leiddi í ljós að þetta var ekki alls kostar rétt og verður nánar vikið að því síðar.
Meginhraunflákinn sem myndaðist í Krýsuvíkureldum á þessu svæði er vestan undir Undirhlíðum, milli Óbrinnishóla og Vatnsskarðs.
Mestur hluti hraunsins hefur komið úr tveimur syðstu kílómetrum gossprungunnar og sýnu mest úr syðsta og vestasta gígnum. raunstraumurinn frá honum hefur fallið til norðurs og norðvesturs eftir lægð sem var á milli hraunsins frá Hrútagjárdyngju, þ.e. Almenninga, og hraunsins frá Óbrinnishólum, allt til sjávar í Straumsvík. Þetta er hið eiginlega Kapelluhraun, þó svo að hér sé nafnið notað um hraunið í heild. Jarðvegssnið við jaðar Kapelluhrauns er sýnt á 6. mynd. Næst gígnum hefur hraunið runnið eftir snoturri hrauntröð og liggur vegurinn til Krýsuvíkur yfir hana skammt norðan við gíginn. Mesta lengd þessa hraunstraums er um 10 km. Frá öðrum hlutum gossprungunnar hafa aðeins runnið þunnfljótandi hraun um skamman veg. A svæðinu sunnan við Óbrinnishóla hafa þau myndað allmikla hrauntjörn sem síðar hefur sigið saman er gas rauk úr kvikunni.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort Ísor.

Á nokkrum stöðum í hrauninu má sjá hvernig það hefur runnið niður í gjár og sprungur og er augljóst að hraunið er víða aðeins eins eða tveggja metra þykkt á þessu svæði. Skammt sunnan við Bláfjallaveg hefur hraunið runnið umhverfis litla hæð úr bólstrabrotabergi sem nefnist Stakur, en milli hans og Óbrinnishóla eru aðeins 300-400 m. Telja verður næsta líklegt að hæðin hafi eftir gosið verið kölluð Óbrennishóll eða -hólmi og nafnið síðar færst yfir á gjallgígana sem nú heita Óbrinnishólar. Skammt norðan við Bláfjallaveg eru litlir en snotrir gígar við rætur Undirhlíða og nefnast þeir Kerin. Frá þeim hefur runnið lítið hraun til vesturs og norðurs. Norðan við gígana er hraunið á nokkrum kafla svo rennislétt að furðu sætir. Rétt er á þessum stað að rifja upp kafla úr fyrri grein okkar, þar sem vitnað er í lýsingu Herberts kapelláns í Clairvaux í Frakklandi á eldgosi á Islandi sem að öllum líkndum á við um Krýsuvíkurelda (hluti af þýðingu Jakobs Benediktssonar sem birtist í grein Sigurðar Þórarinssonar 1952): „Og þótt furðulegt sé frásagnar, bráðnuðu fjöll úr grjóti og jafnvel málmi algjörlega fyrir eldi þessum eins og vax, runnu yfir landið og þöktu það, svo að dalirnir umhverfis fylltust af leðjunni og fjalllendi jafnaðist við jörðu. En bráðnu klettarnir, sem runnu út yfir allan jarðveginn í allar áttir, dreifðust síðan, þegar eldinum slotaði, og þá varð yfirborð jarðar eins og úr marmara og eins og steinlagt stræti, og jörðin, sem áður var byggileg og frjósöm, varð að eyðimörk.“ Þó svo að víða megi finna sæmilega slétta bletti í hrauninu frá Krýsuvíkureldum er enginn þessum líkur.
Kerin
Leiðin milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar hefur um aldir ýmist legið vestanundir eða uppi á Undirhlíðum og hefur þetta „marmarahraun“ því verið vel þekkt af öllum þeim sem þarna áttu leið um. Þar sem gossprungan sveigir upp í Undirhlíðar verður hún slitróttari og eru þar aðeins tveir litlir gígkoppar á móberginu. Litlu norðar taka við Gvendarselsgígar sem Jón Jónsson (1978) hefur nefnt svo. Frá Gvendarselsgígum hefur runnið lítið hraun sem þekur botn lítils dals milli nyrsta hluta Undirhlíða og Helgafells, norður að Valahnúkum. Hraunið hefur runnið fram úr dalnum til norðvesturs. Lítill hrauntaumur hefur runnið niður í Kaldárbotna en meginhraunstraumurinn, sem reyndar er ekki stór, hefur runnið út yfir farveg Kaldár og meðfram honum, um eins kílómetra veg.
Þykkt Gvendarselshrauns virðist víðast um og innan við einn metri. Hraunin frá Gvendarselsgígum og Kerjum verða ekki talin sérstök hraun, heldur hluti af Kapelluhrauni, enda um einn samfelldan hraunfláka að ræða. Alls þekur Kapelluhraun 13,7 km2. Ef meðalþykktin er um 5 m er rúmmál þess um 0,07 km.

Aldur hraunanna
í fyrri grein voru leiddar að því líkur að Ögmundarhraun hafi runnið árið 1151 og er þar jöfnum höndum stuðst við frásagnir annála, geislakolsaldur og rannsóknir á öskulögum.

Heimild:
-Jökull, 1. tbl. 01.12.1991, Krýsuvíkureldar, bls. 64-69.

Kerið

Kerið – gígur.

Regnbogi

Regnbogi (einnig kallaður friðarbogi) er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð. Á Íslandi sjást regnbogar oft við fossa.
regnb-2Til eru ýmsar tegundir regnboga, s.s. Bifröst, sem í norrænni goðafræði er brú ása af jörðu til himins, er einnig annað nafn á regnboga. Haggall er regnbogastúfur á hafi hrímbogi er regnbogi í éljagangi og lágum lofthita. Jarðbogi er regnbogi sem nær báðum endum til jarðar. Njólubaugur er regnbogi sem sést að nóttu til. Regnband er bútur af regnboga. Úðabogi er regnbogi í þoku eða yfir fossi. Þokubogi (oft nefndur hvítur regnbogi) er hvítur regnbogi sem myndast af litlu endurkasti í örsmáum úðadropum, þannig að litirnir blandast aftur. Regnbogi sést þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki er hægt að ganga að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar horft er á regnbogann er sólin í bakið.
Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.
Sólargeislar sem mynda regnbogann hafa brotnað við að fara inn í regndropa, síðan speglast einu sinni á bakhliðinni og brotnað svo aftur við að fara út úr dropanum.
regnb-5Upphaflegu geislarnir koma allir frá sól og stefna á þann punkt sem er andstæður sólinni á himinkúlunni, séð frá okkur (raunar yfirleitt í stefnu niður í jörðina).
Í venjulegum regnboga er litaröðin talin ofan frá; rauður, gulur, grænn og blár. Stundum má sjá tvöfaldan regnboga þar sem litaröðin í efri boganum er öfug. Efri boginn myndast við tvöfalda speglun á bakhlið vatnsdropanna. Regnbogar með þremur og fjórum speglunum eru til og mynda stóra hringboga um sólina. Þvermál þeirra spannar nærri 90 gráður. Óvíst þykir að þeir hafi sést í náttúrunni þar sem þeir eru daufari en venjulegir regnbogar og ógreinilegri vegna sólarbirtunnar.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org
-visindavefurinn.is

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Hvalsnesleið

Hvalsnesgatan (-leiðin / -vegurinn) milli Hvalsness á Rosmhvalanesi og Grófinnar í Keflavík var fyrrum fjölfarin leið.

Hvalsnesleið

Varða við Hvalsnesleið.

Eftir að Kaupmaðurinn flutti frá Básendum til Keflavíkur í byrjun 18. aldar þyrfti fólk í Stafneshverfinu, Hvalsneshverfinu og Fuglavíkurhverfinu að feta Hvalsnesliðina fram og til baka. Gatan lá upp á Miðnesheiðina vestan Melabergs, upp með Melabergsvötnum og áfram yfir heiðina austan Ró[sa]selsvatna og niður í Grófina.
Gatan, sem er vel mörkuð í landið, er nokkuð bein beggja vegna, en hlykkjast á kafla efst á heiðinni. Á þeim kafla voru hlaðnar vörður í svo til beina línu á milli hæstu brúna sitt hvoru megin, líklega svo auðveldara væri að rata leiðina, t.d. að vetrarlagi. Ekki sést móta fyrir götunni milli varðanna svo líklegt má telja að hún hafi meira verið notuð þegar frost var eða snjór þakti jörð. Nær allur þessi hluti götunnar, þessarar gömlu þjóðleiðar, er innan ytri varnargirðingar NATO og landsmönnum því óheimil umferð um hana. Vörður sitt hvoru megin utan girðingarinnar eru fallnar, en vörðurnar innan hennar standa enn vel varðveittar, enda verndaðar fyrir ágangi fólks. Þannig má segja að varnargirðingin hafi risið þarna undir nafni.
Ef vörðurnar eru skoðaðar virðast þær ólíkar og sérhver þeirra bera mannssvip. Þannig gætu hleðslumenn, sem væntanlega hefur verið þegnskylduvinna á staðarbændur, hafa verið að gera sér það að leik að móta fulltrúa yfirvaldsins þarna varanlega í vörðurnar, þ.e. yfirvaldið, prestinn o.s.frv.

Hvalsnesleið

Varða við Hvalsnesleið.

Hvalsnesgatan er fyrir margra hluta merkileg. Þarna hefur séra Hallgrímur Pétursson, prestur í Hvalsnesi, en bjó fyrst um sinn að Bolafæti í Njarðvík, væntanlega gengið fram og til baka, auk þess sem hann hefur farið vesturleiðina austan Ósa því hann gegndi einnig Höfnum um tíma. Margir urðu úti á þessari leið á 18. og 19. öld og gæti það hafa verið tilefni vörðusmíðanna. Flestir voru þeir að koma frá kaupmanninum í Keflavík eftir að hafa þegið af honum ófdrjúgan viðskiptabónusinn.
Sá hluti varnargirðingarinnar, sem hindrar eðlilegan og þjóðlegan umgang um Hvalsnesgötuna er í rauninni óþörf. Hún stendur nú á heiðinni sem tákn um leifar gamalla þarfa og hægfara stjórnsýslu, líflausa stjórnmálaafstöðu um alltof langa tíð, hræðslu við eðlislæga ákvörðunartöku – og vanvirðingu við hina þjóðlegu arfleifð. Langflestir eru sammála um að fjarlægja þurfi girðinguna hið fyrsta og gefa áhugasömu fólki tækifæri til að skynja þau sýnilegu tengsl, sem enn eru til við forfeður vora og -mæður.
Skammt frá Hvalsnesgötunni, innan varnargirðingarinnar, er t.a.m. Fuglavíkuselið og myndarleg fjárborg skammt frá því, auk annarra fyrrum sögulegra mannvistarleifa.

Hvalsnesleið

Hvalsnesgatan gengin.

Lúther

Þórunnarsel í Brynjudal gefur tilefni til vangaveltna varðandi selstöður í Brynjudal (og víðar). „Samkvæmt Jarðabókinni 1703 eru „berbeinur og skógarrunnar“ búnar að eyðileggja Þórunnarselstæðið, sem og hrjóstur og mosi.
Í árdaga landsins þegar það var viði vaxið milli fjalls og fjöru má ætla að selstæðin hafi frekar verið á Selið sunnan við ánaberangri (þ.e. norðan í móti) en ekki þar sem ryðja þurfti skóg (móti sólu) og því má ætla að fyrsta selstaða í dalnum hafi verið innst og syðst þar sem minnstur skógur var, þ.e. lægstur gróður, s.s. á Selflötum. Svo þegar landið kólnaði hefur þurft að færa selstöður á hlýrra svæði, þ.e. undir fjallahlíðar mót sólu. Allt var þetta þó háð veðurfari og búskaparháttum frá einu tímabili til annars. Telja má að mögulegt væri að heimfæra norskar selstöður hingað um árið þúsund. Menn hafa plantað þeim á sömu staði  hér og í Noregi  því staðhættir voru svipaðir og menn tóku sína siði með sér í önnur lönd, sbr. Vestur-Íslendinga.
Það má huga að því að þar sem skóglendi var hér í árdaga þá byggðu menn bú á mörkum (og ofan við) skóganna, sbr. Garðaflatir og Skúlatún (Múlatún) Gullbr.sýslu. Tóftir í fjöllum ofan Síðubæja í V-Skaftafellssýslu. Heilsárstóftir sem fara undir Kárahnjúkastíflu í S-Þingeyjarsýslu (Vestur-öræfum, upp af Hrafnkelsdal) og víðar.
Jarðabókin segir svo um selið: „Þórunnarsel liggur og í Ingunnarstaða landi, þar ætla menn bygð hafi verið til forna, og sjest þar bæði fyrir girðingum og tóftaleifum. Enginn veit nær það hafi eyðilagst, en eyðileggingunni valdið hafi snjóþýngd og vetrarríki. Hafa nú Ingunnarstaðamenn þar selstöðu þá er þeim líkar. Túnstæði alt er í
hrjóstur og mosa komið, og í því bæði berbeinur og skógarrunnar; kann því valla eður ekki aftur að byggjast, nema Ingunnarstöðum til baga og þó með stórerfiði.“ Jafnframt er þess getið að Hrísakot í Brynjudal hafi haft selstöðu á heimajörð og það á fleiri en einum stað.“
Selið norðan við ánaBerbeinur virðast hafa verið lauflaus tré, lágvaxin og jafnvel dauð. Runnar virðast og hafa verið komnar yfir selstöðuna (að hluta eða öllu leyti). Gróðurlítið og mosi. Það gæti vel staðist að selið hafi í fyrstu verið í sunnanverðum dalnum og síðan verið fært yfir ána. Á móti kemur að seltóftirnar að sunnanverðu virðast bæði nýlegri og reglulegri en hinum megin.
Af öðrum seltóftum á Reykjanesskaganum að dæma virðist hafa komist meiri regla á húsagerðina síðar. Svo virðist sem selin hafi jafnan tekið mið af húsagerðinni heimafyrir og þróun hennar. Yngstu selin virðast bæði stærst og reglulegust. Þar gæti þó tíminn haft eitthvað að segja, þ.e. nýjustu selin eru greinilegri en þau eldri og því virst stærri. Úr þessu fæst ekki skorið fyrr en nokkur valin sel verða grafin upp, þau aldursgreind og borin saman.
Ekki er útilokað að selið (núverandi tóftir) að sunnanverðu hafi byggst upp úr eldra seli, sem gæti þá hafa verið Þórunnarsel. Seltóftirnar að norðanverðu er erfitt að greina, að öðru leyti en því að þær eru mjög gamlar og í betra skjóli. Þá skemmir svolítið fyrir að fjárhús (með miklu grjóti) hefur verið byggt við þá selstöðu. Grjótið úr nefndum görðum gæti hafa verið notað í fjárhúsið og Þórunnarsel þá verið þar. Reyndar gætu báðar seltóftirnar verið leyfar Þórunnarsels – frá mismunandi tímum.
Hrísakot á að hafa haft selstöðu á eigin landi og víðar en á einum stað. Spurning er um selstöðu í Seldal. Hún gæti hafa verið frá Múla, en líka frá Ingunnarstöðum (eða Þorbrandsstöðum). Hrísakot gæti hafa átt land austan í dalnum, en mörkin gætu hafa (og hafa eflaust) tekið breytingum frá einum tíma til annars (sbr. tengsl og kaup jarðanna). Þegar rætt var við LLitla-Botnsselúther Ástvaldsson á Þrándarstöðum, fróðasta núlifandi mann um minjar í Brynjudal, ltaldi hann Þórunnarsel þarna sunnan við ána, enda áberandi. Þá mundi hann ekki eftir selstöðu norðan við ánna. Ætla má að skútinn og aðstæður (runnar og takmarkaður gróður), sem þar er, gæti gefið tilefni til að ætla að þar hafi verið eldra sel.
Áhugavert væri að grafa skurð við syðra selið og skoða þykkt og gerð varðvegsins. Ef mikið af gömlum rótum eða greinum þar gæti það staðfest framangreinda hugmynd eða að öðru leyti lýst því hvernig aðstæður hafa verið þar áður fyrr. Jarðvegurinn að sunnanverðu er nú grynnri, en þó eru þar enn svæði, ekki ósvipuð þeim að sunnanverðu, sbr. grasbeðin þar við ánna.
Á þessu svæði gætu verið tóftir fleiri selja, s.s. innar með ánni. Menn nýttu jafnan ystu möguleg mörk jarðanna fyrir selstöðu, einkum í fyrstu. Virðist það hafa verið til að undirstrika eignarrétt sinn á landinu, auk þess sem með þeim hætti var nýtingin best. Oft var ágreiningur um landamerki og þá var ekki verra að hafa þar mannvirki er gátu staðfest eignarréttinn.
Selin virðast mörg hafa lagst af á 17. og 18. öld, bæði vegna mikilla kulda, hungurs og mannfæðar. Mannfæðin varð einmitt ein ástæða þess að selin lögðust alveg af á 19. öldinni, en í millitíðinni virðist hafa verið teknar upp selstöður frá betri megandi bæjum. Kuldinn og fátæktin gæti einnig hafa orðið til þess að kot voru byggð upp úr aflögðum seljum. Það átti þó ekki við um selin á Reykjanesskaganum.
Á síðasta stigi selsbúkaparins virðist annar háttur hafa verið hafður á en fyrrum og staðsetning seljanna önnur, þ.e. voru færð nær bæjum, einkum þar sem selsgatan var löng fyrir. Aðrar ástæður hafa og örugglega verið til staðar og stundum staðbundnar. Enn vantar flestar grunnrannsóknir v/þennan þátt búskaparsögunnar. Þangað til verður meira og minna um ágiskanir að ræða.
Brynjudalurinn er langt í frá að hafa verið tæmdur. Ætluninn er að skoða grónar tóftir sels í Eyjadal (4 km gangur), þ.e. sel frá Eyjabæjunum svo og sel í Svínadal og Trönudal (frá Möðruvöllum og Írafelli). Þessi sel gætu svarað að hluta framangreindum vangaveltum.

Í Þórunnarseli

Staðarborg

Á Vatnsleysuheiði, Kálfatjarnarheiði og ónefndu heiðunum þar vestur af ofan Vatnsleysustrandar-bæjanna má sjá leifar allnokkurra fjárborga, auk einnar uppgerðar, þ.e. Staðarborgarinnar.
LitlaborgFrá austri til vesturs má þarna m.a. sjá „Litluborg“ norðvestan Hafnhóla. Hún er nú gróin, en vel má sjá grjóthleðslur í henni. Vestar og norðvestar má sjá leifar tveggja borga á háum hraunhólum báðar í Þórustaðalandi. Norðan þeirra er svo Staðarborgin. Í Morgunblaðinu 1980 var varpað fram fróðleik um Staðarborgina, sbr.: „Á Íslandi eru fáar byggingar, sem teljast til fornminja, enda skiljanlegt, því það var ekki fyrr en um miðja 18. öld, sem Íslendingar fóru að reisa hús og aðrar byggingar úr varanlegu efni. Fram að þeim tíma, og raunar fram á þessa öld, var torfið og grjótið það byggingarefni, sem algengast var. 

Thorustadarborg-501

Þótt vel og vandvirknislega væri að unnið, þegar byggt var úr þessum efnum, skipti ekki síður máli að undirstaðan væri traust. En vel hlaðnir grjótveggir reistir á harðri klöpp, geta staðið áratugum saman án þess að þeir raskist. Slíkar hleðslur eru til og í þetta sinn skulum við skoða eitt slíkt mannvirki. Þá skreppum við suður á Vatnsleysustrandarheiði og skoðum Staðarborgina, en það er fjárborg, sem hlaðin var fyrir löngu síðan og stendur óhögguð enn. Gönguferðin er ekki löng að þessu sinni en ég vænti þess, lesandi góður, að þú teljir það ómaksins vert að skreppa þangað og skoða borgina.
Audnaborg 501Við ökum sem leið liggur áleiðis til Keflavíkur. Við Kúagerði greinast leiðir og skiptir engu hvor þeirra er valin. Ef við veljum gamla veginn meðfram ströndinni nemum við staðar ca. 3 km vestan við vegamótin. Þar förum við úr bílnum og göngum beint suður á hraunið. Næst veginum eru hæðir, sem skyggja á, en þegar yfir þær er komið blasir Staðarborgin við. Er þessi leið ekki nema tæpir 2 km alls. Hún er greiðfær, því hraunið er slétt og gróið víða.
En ef við höldum áfram upp á Strandarheiði Lyngholsborgblastir borgin við norður í hrauninu og ekki unnt að líta fram hjá henni, því hún ber þar við loft. Engin vandkvæði eru heldur, að nálgast hana úr þessari átt. Staðarborg er mikið mannvirki. Hún er eingöngu hlaðin úr völdum hleðslusteinum. Hæð veggjanna er um 2 m, þykkt þeirra um 1.5 m neðst. Borgin er hringlaga að innan. Þvermálið um 8 metrar og ummál hringsins að innan um 23 metrar. Að ofan eru veggirnir örlítið inndregnir, eins og byggingarmeistarinn hafi ætlað sér að hlaða hana upp í topp. Hleðsla steinanna og handbragðið allt er sannkallað meistaraverk og svo traust, að undrun sætir.
EnThorustadarborg-502 hvers vegna er þetta mannvirki hér langt uppi á heiði, fjarri öllum mannabyggðum? Fyrr á tímum var sauðfé ætlaðað bjarga sér á útigangi eins lengi og unnt var. Gripahús voru af skornum skammti heima við bæina, en skepnunum haldið þar til beitar sem best þótti hverju sinni.
Sauðamenn voru þá á flestum bæjum og var hlutverk þeirra að annast sauðféð og fylgjast með því dag og nótt, ef þurfa þótti. Til að spara húsbyggingar, voru hlaðnar borgir fyrir féð, þar sem það gat leitað skjóls í illviðrum og í þeim tilgangi hefur Staðarborgin verið byggð.

Refagildra-501

Gólfið í borginni er grasi gróið og bendir til þess að sauðfé hafi leitað þar skjóls eins og ætlað var. En hvenær var borgin byggð og hver vann það verk? Engar heimildir munu vera til um það aðeins munnmæli. Þar er sagt, að presturinn á Kálfatjörn hafi ráðið mann er Guðmundur hét til að hlaða borgina. Guðmundur valdi steinana af vandvirkni, dró þá víða að og raðaði þeim í langar raðir á holtinu, svo hann gæti betur áttað sig á því hvaða steinar ættu saman í hleðsluna. Síðan hóf hann verkið og ætlaði að hlaða borgina í topp, eins og snjóhús. Verkið sóttist vel og þar kom, að hann ætlaði að fara að draga veggina saman að innan. Þá kom Guðmundur prestur í heimsókn og leit á verkið. Sá hann þegar, að með því móti myndi fjárborgin verða stærra og myndarlegra hús en kirkjan á Kálfatjörn. Það gat hann ekki liðið og bannaði Guðmundi að fullkomna verkið. Við þetta bann reiddist Guðmundur heiftarlega, hætti á stundinni og gekk burtu. Enginn tók við af Guðmundi, svo borgin stendur nú, hálfkláruð eins og hann gekk frá henni. Enn í dag ber hún þessum óþekkta meistara sínum fagurt vitni um snilldar handbragð.
Skotbyrgi-501Staðarborgin var friðuð árið 1951 samkvæmt lögum um verndun fornminja. Engu má þar spilla á nokkurn hátt. Er þess að vænta að það verði virt um alla framtíð.“
Vestan Staðarborgarinnar er svo gróin Þórustaðaborg inni á milli hraunhóla. Þórustaðastígurinn liggur upp með henni. Vestar er Auðnaborgin eða Auðnastekkur. Sjá má leifar fjárborgarinnar á hól norðaustan stekksins (réttarinnar). Enn vestar er svo gróin Lynghólsborgin norðan undir Lynghól. Hún er greinilega mjög gömul, en enn má sjá hleðslur í veggjum og leiðigarð framan við opið mót suðri. Suðvestar er Hringurinn, allmiklar hleðslur, á lágum hól í hvylft á milli holta. Vestar er Gíslaborg. Henni hefur greinilega á einhverjum tíma verið breytt í gerði eða rétt á hól skammt austan iðnaðarhúsa ofan Voga. Vestan Vogavegar er svo Gvendarborg eða Gvendarstekkur.
Á allmörgum hólum milli fyrrnefndra fjárborga má bæði sjá leifar af hlöðnum refagildrum og nýrri skotbyrgjum eftir refaveiðimenn.

Heimildir:
-Morgunblaðið 31. júlí 1980.

Staðarborg

Staðarborg.