Dysjar við alfaraleið

Arnarnes

„Í ritgerð eftir próf. Matthías Þórðarson í Árbók Fornleifafjelagsins 1829, er nofnist „Nokkrar Kópavogsminjar“, hyggur hann að hálsinn, sem Eyólfur talar um, sje Arnarnesháls, en ekki Kópavogsháls (Digranesháls).
Arnarnes - dysNokkrar dysjar eru á Arnarneshálsi. Er talið að undir einni liggi danskur maður, sem tekinn hafi verið af fyrir einhvern glæp, en M.Þ. þykir líklegra að þar liggi Hinrik Kules, þýskur maður, sem tekinn var af lífi fyrir morð á Bessastöðum sjálfa jólanóttina 1581. Á norðanverðum hálsinum er önnur dvs, sem munnmæli ganga um að sje dys Steinunnar frá Árbæ og segir M. Þ. að það sje ekki að fortaka. En dys Sigurðar hvgg ur hann helst að sje norðan við Kópavogslækinn, skamt fyrir ofan veginn, sem nú er. Þar eru fjórar dysjar, tvær og tvær saman og ber mjög lítið á efri dvsjunum. Annars verður ekkert sagt um það með vissu, hvar þau Sigurður og Steinunn hafa verið dysjuð.

Enginn mun heldur vita hve margt fólk hefur verið tekið af lífi og dysjað í Kópavogi og á Arnarneshálsi. Sumar dysjarnar munu vera horfnar. En allar hafa þær verið meðfram veginum, sem þá var, svo að vegfarendur gæti kastað að þeim grjóti. Dómendur þeirrar tíðar ljetu sjer ekki nægja að dæma sakborninga til lífláts, heldur náði dómurinn út yfir gröf og dauða. Siðurinn sá, að urða sakamenn við alfaraveg, átti bæði að vera viðvörun til annara, og eins til þess að komandi kynslóðir gæti skeytt skapi sínu á hinum framliðnu með því að kasta að þeim grjóti.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Árni Óla, 24. október 1948, bls. 448.

Dysjar

Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans neðst.