Garður

Um er að ræða 12 síðna greinargerð þar sem fjallað er um kuml eða fornmannagrafir í Garði en hún fylgdi jafnframt tillögu að fornleifarannsókn á þeim og umsókn um styrki til að standa straum af kostnaði við grunnrannsóknir.
Kuml-201Kuml eru einstakar fornleifar frá fyrstu tíð Íslandsbyggðar. Þau eru meðal helstu heimilda okkar um landnámsmennina og samfélagsgerð þeirra tíma. Oft hefur það háð kumlarannsóknum á Íslandi að þau finnast við rask eða uppblástur. Ýmist hafa þau spillst við það og/eða fornleifafræðingar verið undir tímapressu við vettvangsrannsókn vegna framkvæmda.
Reykjanesskaginn er ríkur af fornleifum og benda ýmsar sagnir, örnefni og ekki síst hleðslur eða þústir til heiðinna grafa. Þó hafa kuml á svæðinu ekki frekar en aðrar fornleifar notið verðskuldaðrar athygli fræðimanna til þessa. Áhugamenn um fornleifar, leikir og lærðir, hafa á undanförnum árum gengið víða um Reykjanes, safnað upplýsingum og skráð fornleifar. FERLIR, sem upphaflega var ferðahópur rannsóknarlögreglumanna, hefur lagt drjúgan skerf til þess verks. Í ferðum sínum um Garð hafa félagar í  hópnum m.a. fundið þrjá afar áhugaverða staði þar sem eru vísbendingar um kuml. Staðirnir eru 1) meint gröf landnámskonunnar Steinunnar gömlu og fornmannagröf í landi Stóra Hólms,
 fornmannagröf í Garði, landi „Bræðraborgar“, og  letursteinn, auk 3) fornmannagrafar í Kistugerði á Rafnkelsstöðum.
Fornleifar hafa ekki fundist á Rafnkelsstöðum sem gefa til kynna að þar sé um kuml að ræða, þótt þjóðsagan segi frá fornmannagröf og að í henni sé gullkista. Verður því ekki frekar um Rafnkelsstaði fjallað hér. Aftur á móti er að finna fornleifar á Stóra Hólmi og í landi Bræðraborgar, sem skýrsluhöfundar hafa sérstakan áhuga á að kanna með fornleifarannsókn hvort séu kuml eða önnur mannvirki. Í landi Bræðraborgar er líka að finna leturstein sem stendur rétt við ætlaðan haug og  hefur hann aldrei verið rannsakaður; Þórgunnur Snædal rúnasérfræðingur hefur lýst sig reiðubúna að rannsaka áletrunina á steininum.
Í greinargerðinni er fjallað um hvern fr
amangreindra staða fyrir sig og gerð grein fyrir markmiðum með fyrirhugaðri rannsókn.

Garður

Garður.