Gerðakot

Magnús Grímsson segir í ritgerð sinni “Fornminjar á Reykjanesskaga” frá tveimur kumlum, sem fundust að Gerðakoti skammt SV Hvalsness árið 1854.
Gerdakot-2Nýbýlið virðist hafa verið byggt á lágum hól, sem að öllum líkindum hefur verið og er kumlateigur. Húsið stóð þangað til annað nýrra var byggt skammt NA. Það var timburhús á steyptum kjallara. Það hús var síðan flutt til Keflavíkur, sem það er enn (Sigurður Eiríksson í Noðurkoti).
Í “Kuml og haugfé” er m.a. fjallað um fundinn á nefndum tveimur mannsbeinagrindum árið 1854 að Gerðakoti í Miðneshreppi. Þar segir m.a.: “Gerðakot er SV frá Hvalsnesi, nær sjó. Nafn bæjarins bendir til að hann sé ekki forn. Þar fundust tvær mannsbeinagrindur 1854 er verið var að grafa fyrir húsi (nýbýli) Finnendur hafa lýst fundinum vo vel að þar er engu við að bæta, og eru lýsingarnar birtar hér orðréttar;
Gerdakot-31. kuml. “Hinn 10. d. maím. í vor var ég undirskrifaður að grafa niður í sléttan hól að Gerðakoti. Þegar ég var kominn niður hér um bil 1 1/2 alin (um 95 sm), fann ég höfuðkúpu af manni í svörtu sandlagi, leitaði svo betur fyrir mér og fann von bráðara hálsliðina, sem rétt voru áfastir við höfuðkúpuna; lá beinagrindin frá landsuðri til útnorðurs.. hnífskaft og var járnryð á öðrum endanum..” Undir þetta ritar Brynjólfur Jónsson frá Klöpp.
2. kuml. “Nokkru vestar en þau bein lágu, sem nú var lýst, fann ég undirskrifaður 13. d. maím. í voru mannsbein, er svo lágu, að höfuðið sneri til útnorðurs og fótleggirnir í landsuður, með þeim umbúnaði að hellur  voru á rönd resitar til beggja hliða og hellulag ofan á..” Undir þetta ritar Jón Jónsson frá Gerðakoti.
Gerdakot-4“Heimilt virðast telja legstaði þessa með fornum kumlum, bæði vegna hnífsins (er svo virðist verið hafa) og umbúnaðar líkanna. Komlin snúa sitt á hvað og því varla gerð samtímis. Bendir það til kumlateigs, en síður að hé rhafi verið grafin lík af einhverri tilviljun. Lega líksins í 1. kumli  minnir á legu í 1. kumli á Hafurbjarnarstöðum. hellulagningin í 2. kumli er einnig eins og í barnskumlinu þar.”
Í Ingólfi 29.07.1854 má auk framangreinds sjá eftirfarandi frá útgefanda: “Viðvíkjandi beinafundi þessum hefur presturinn, sjera Sigurður að Útskálum, látið í ljósi það álit sitt, að bein þessi muni vera þeirra manna, sem árið 1551 voru drepnir af Norðlendingum í hefnd eptir Jón Arason, því svo stendur, að þeir hafi drepið alls 14 á Suðurnesjum, auk þeirra, sem þeir drápu á Kyrkjubóli; en úr dysi þeirra þar [við Hafurbjarnarstaði], segir hann, að uppblásin bein hafi verið tekin á fyrstu árum sínum og flutt að Útskálum.”

Heimildir:
-Kuml og haugfé, Kristján Eldjárn, 2. útgáfa 2000, bls. 94.
-Ingólfur 1854, Beinafundur á Suðurnesjum, bls. 131-32.
-Magnús Grímsson, Fornminjar á Reykjanesskaga, Landnám Ingólfs II, bls. 253-54.

Hvalsnes

Hvalsnes.