Einbúi

Stefnan var tekin á Einbúa, gróið sker lausfrjálst frá landi við norðanverða Ósa. Um 5-7 metra sjávarbreiða, Prestsmið, skilur þarna á millum mögulegrar þurrfótagöngu. Skerið greinist í tvennt með rennu. Að norðanverðu heitir það Einbúi, en Vörðuhólmi að sunnanverðu. Talið var líklegt að þar væru einhverjar mannvistaleifar að finna, einkum að sunnanverðu.
ÓsarHestaklettur er vestan við skerið, en á því staðnæmdist timburflutningaskipið Jamestown 1881. Suðvestar er Runkhólmi. Ætlunin var láta fleytast með flatbytnu frá landu yfir í skerið. Byrjað var að fjara út af flóði um þetta leyti.
Norðan og landmegin við Einbúa er Torfan; allvel gróin. Vestan hennar er Hvalvík.
Í greininni Örnefni með ströndinni frá Básendum … í Faxa ´84 segir sr. Jón Th. m.a.: ‘’Einbúi er einskonar löng eyja frá norðri til suðurs og umflotin sjó, en á fjörum má víða vaða yfir rásina, sem umlykur hann, en strax með aðfalli er það ekki hægt.
Einbúi í ÓsumSyðri endinn heitir Vörðuhólmi … skammt frá er Runkhólmi, svo þrengslin verða mikil með útfallinu í þessum þrönga ósi, og beljandinn ofsalegur, en stórsteinar, strýtumyndaðir, hér og þar í botninum, svo að þetta er stórhættulegur staður fyrir báta.’’ Leó M. Jónsson í Höfnum segir svo frá Jamestown: “Á morgni sunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður. Í Suðurnesjaannál Sigurðar ívertsen2 er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
Skömmu eftir að ég flutti í Hafnir um áramótin 1978/79 heyrði ég talað um strandTorkennilegt hernaðartól í Einbúa þessa stórskips og varð forvitinn um frekari vitneskju, fór m.a. að reyna að kynna mér hvað væri til af heimildum um strand Jamestown. Í annálum er þessa strands getið . Í jólablaði tímaritsins Faxa3 frá árinu 1967 er merkilegt viðtal við Friðrik Gunnlaugsson (þá 95 ára) þar sem hann segir ítarlega frá björgun farmsins úr Jamestown. Ennfremur er að finna frásögn Ólafs Ketilssonar, fyrrum hreppstjóra Hafnahrepps, af þessu strandi í bókinni Sunnlenskir sagnaþættir5 (sem Gunnar S. Þorleifsson safnaði) en þar segir Ólafur frá strandinu, björgun farms og afdrifum skipsins. Hins vegar fann ég ekkert um skipið sjálft, sögu þess né áhafnarinnar.
Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,, Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Varðan í VörðuhólmaMálmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.” Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður ,,klinker” sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.”
Áður fyrr var Einbúi landfastur, en langt er síðan sú tenging rofnaði. Landið hefur sigið verulega á umliðnum öldum. T.d má í sjá hlaðna garða undir sjávarmáli út frá hinum forna bæ Vogum (Kirkjuvogi), en Ósinn mun einmitt hafa verið nefndur eftir bænum. Meginállinn milli lands og skers er um 40 m breiður og mjög straumharður þá og þegar vantaði tvo tíma í stórstraumsfjöru.
Báturinn var blásinn upp og sjósettur. Tryggara þótti að hafa línu festa við bátinn þegar róið var yfir – sem kom sér mjög vel því stuttu síðar flutu árarnar í burtu og stefnu beint út á Letursteinn í vörðunniAtlandshafið. Það gerði svo sem ekkert til því ill mögulegt var að róa í straumnum og áður búið að gera óspart grín að þessum „teskeiðum”. Kapteinninn var einn í bátnum í fyrstu ferð til að koma línunni yfir og sást til hans bograndi í bátnum og rífa upp þara meðan hann rak með eyjunni uns hann  loks náði festu er hélt. Var þá björninn unninn og byrjað að ferja fólkið yfir og þóttust sumir bara nokkuð góðir að hafa sloppið lifandi úr þessum straumi.
Nú var tekið til við að kanna hina óbyggðu eyju. Hún greinist í tvennt, sem fyrr segir, með rennu. Gengið var fram á hernaðartól og í Vörðuhólma voru mannvistarleifar, varða með letursteini; LM – landamerki Stafnes og Hafna að sögn Jóns Borgarssonar. Vegna þessa landamerkja fékk Jón Borgarson gjafabréf fyrir einu akkerinu úr Jamestown á sínum tíma. Annað akkeri liggur á sjávarbotni skammt frá Hestasteini og hefur verið vaxandi áhugi á að ná því upp. Margir eigendur eru tilkallaðir, s.s. Sandgerðisbær, en vænlegast væri að staðsetja það á klöpp ofan strandarinnar gegnt þar sem skipið tók niðri – til minningar um atburðinn.
Sem sagt; heilmikið ævintýri en minna um minjar. Þó fannst Ferjað yfir í Einbúaein tóft ca. 3 x 1,5 m innanmál, norðvestan í Vörðuhólmanum (63°56,707-22°41,181) og ofan á  vörðunni, sem fyrr segir, syðst í hólmanum (63°56,662 -22°41,081) er letursteinninn með áletruninni “LM”.  Hjá tóftinni eru 2 lágir sandhólar svipaðir að stærð og tóftin sjálf, – þar undir gæti eitthvað leynst. Með góðum vilja má líka sjá garða, en erfitt var að fullyrða nokkuð um það.
Ekki fannst tangur né tetur af silfrinu úr Jamestown og mun það því liggja eitthvað lengur á hafsbotni vel falið í þaranum. Einn veglegur, ryðgaður gamall nagli fannst þó inni á milli fjörugrjótsins. Líkum var leitt að því að hann hefði verið úr Jamestown. Vor var í lofti og mikið um fugla og víða mátti ganga fram á hreiður, bæði svartsbaks- og gæsahreiður.
Frábært veður. Gangan tók 3 tíma og 33 mínútur.

Einbúi

Tóft í Einbúa.