Eyrarbakki – minnismerki

Eyrarbakki

Minnisvarði um drukknaða frá Eyrarbakka

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um drukknaða sjómenn.

Til minningar um sjómenn sem farist hafa frá Eyrarbakka.
Á stallinum stendur: Björgunarsv. Björg.

Verkið er eftir Vigfús Jónsson og stendur þar sem verslunarhús og pakkhús stóðu áður nálægt gatnamótum Hafnarbrúar og Nesbrúar.

B. Hafrún ÁR 28
Hafrún ÁR 28
Til minningar um skipverja á vb. Hafrúnu ÁR 28 sem fórst 2. mars 1976.

Ágúst Ólafsson
f. 12. nóv. 1949

Guðmundur E. Sigursteinsson
f. 18. nóv. 1957

Haraldur Jónsson
f. 3. apríl 1955

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um b. Hafrúnu, ÁR 28.

Ingibjörg Guðlaugsdóttir
f. 6. júlí 1937

Jakob Zóphóníasson
f. 24. febr. 1931

Júlíus Rafn Stefánsson
f. 25. febr. 1955

Karl Valdimar Eiðsson
f. 5. júní 1943

Þórður Þórisson
f. 11. des. 1943

Hugrún ÁR Eyrarbakki
Lát akker falla ég er í höfn.
Ég er hjá frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi dimma Dröfn.
Vor Drottinn bregst ekki sínum.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um b. Hafrúnu, ÁR 28.

Á meðan akker í Ægi falla
ég alla vinina heyri kalla
sem fyrri urðu hingað heim.

H.A. Tandberg. Þýð. Vald. V. Snævar

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

Rafstöð á Eyrarbakka
Til minningar um rafstöðina á Eyrarbakka 1919-1947.
Kasthjól af síðasta rafal rafstöðvarinnar.

Verkið stendur við aðalgötuna í gegnum þorpið.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um rafstöðina á Eyrarbakka 1919-1947.