Stokkseyri – minnismerki
Páll Ísólfsson tónskáld (1893-1974)
Páll Ísólfsson (12. október 1893 – 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.
Páll fæddist á Stokkseyri. Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni. Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet. Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur. Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.
Trúlega er -Brennið þið vitar- þekktasta lag Páls Ísólfssonar. Það lag er í Alþingishátíðarkantögu Páls frá árinu 1930.
Minnismerkið er á auðri lóð á milli húsa nr. 5 og 7 við Hásteinsveg á Stokkseyri. Við fótstall þess er steinn: „Páll Ísólfsson – tónskáld – 1893-1974“.
Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri
Minnisvarðann teiknaði Elfar Þórðarson. Hann afhjúpaði Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir á Sjómannadaginn, 5. júní 1998. Á hann er letrað: „Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri“.
Minnisvarðinn stendur á Kirkjutorgi við Stokkseyrarkirkju.
Ragnar Jónsson (1904-1984)
Minnisvarðinn „Kría“ er um Ragnar Jónsson í Smára eftir Sigurjón Ólafsson.
Minnisvarðinn stendur í trjálundi við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar.