Húshólmi

Í öllum landshlutum eru starfrækt ferðamálasamtök. Hlutverk þeirra á (eða ætti) að vera að a) ýta undir frumkvæði áhugasamra einstaklinga og félaga og b) stuðla að því að hugmyndir og tillögur þeirra um eflingu ferðaþjónustu komist í framkvæmd, c) styrkja þá sömu myndarlega í þeirri viðleytni og d) standa dyggilega við bakið á hinum sömu uns þeir hafa náð að festa sig í sessi sem viðurkennda aðila á því sviði.

Hellir

Samtökin, sem slík, eiga og (þurfa nauðsynlega) að e) leita markvisst uppi þá er stuðlað geta að vexti atvinnugreinarinnar og styrkt hugmyndir þeirra og þá sjálfa til góðra verka að eigin frumkvæði. Með markvissum langtíma áætlunum mætti t.d. auka svo vöxt ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum að eftir yrði tekið, ekki einungis hér á landi heldur og víðar.
Vonandi verður eitthvað að framangreindu að veruleika á nýju ári! Fulltrúar ferðamálsamataka geta aldrei verið bara “línuverðir” – þeir verða að vera virkir þátttakendur í “leiknum”.
Nýjustu hugmyndir ferðamálasamtaka á Reykjanesskaga eru skref í áttina – að hluta til a.m.k., þ.e. afturhvarf til gamallar hugmyndarfræði um nýbreytni á Skaganum.

Hreindýr

“Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja hefur rætt hugmynd um að fá leyfi til að flytja hreindýr á Reykjanesskagann eða í Landnám Ingólfs. Tilgangurinn er að auðga dýralíf svæðisins og draga að ferðafólk.
Ferðamálasamtökin tóku hugmyndina til umræðu á fundi í vikunni. Virðist málinu hafi verið vel tekið, en það er enn á hugmyndastigi. Minnt er á að hreindýr hafi lengi verið á Reykjanesi, meðal annars í miklum harðindum í lok átjándu aldar og á þeirri nítjándu og komist ágætlega af. Nú sé landið mun minna nýtt af mönnum og skepnum og því ættu að vera enn betri skilyrði.
Hreindýrin séu falleg og tignarleg dýr, engum hættuleg. Telja má að margir íbúar höfuðborgarsvæðisins og bæjanna í nágrenni hefðu áhuga á að skoða villt hreindýr í náttúrulegu umhverfi. Þá gætu þau haft aðdráttarafl fyrir ferðafólk.

Hreindýr

Áhugi er á því að þarna verði einhver hundruð dýra. Stofninn megi flytja frá Noregi eða frá Austurlandi. Heimildir eru um að dýrin hafi áður fyrr haldið sig mikið í Bláfjöllum og nágrenni en farið niður á láglendi Reykjanesskagans í mestu harðindum. Reiknað er með að svo færi einnig nú, ef hreindýr væru flutt á svæðið, þau héldu sig væntanlega mest í Brennisteinsfjöllum og á Sveifluhálsi.”
Til upprifjunar má geta þess að þrjátíu hreindýr voru flutt frá Noregi á árinu 1777 og sleppt á land á Hvaleyri, sunnan Hafnarfjarðar. Runnu þau þegar til fjalla og tímguðust allvel. Hreindýrahópurinn kom frá Hammerfest í Noregi og var settur á land við Straumsvík á árinu 1785. Hreindýrin voru veidd til matar og fækkaði mjög í stofninum. Talið er að gengið hafi verið of nærri törfunum og það hamlað tímgun í stofninum. Horuð og með litlu lífsmarki komu og jafnan vor hvert til byggða á Vatnsleysuströnd. Hreindýr voru þó á Reykjanesskaganum fram á tuttugustu öld. Árni Óla segir frá því að síðasta hreindýrið þar hafi verið fellt árið 1930.Húshólmi