Fiskisleggja

Lengst af var fiskur mikilvægasta fæðutegund Íslendinga ásamt mjólkurmat og kjöti.
Kom fiskurinn að fiskisleggjaverulegu leyti í staðinn fyrir brauð og annað mjölmeti hér á landi. Fram um 1830 var fiskur aðallega hertur en eftir það hafði saltfiskframleiðsla yfirhöndina og síðar frysting þótt skreiðarverkun legðist aldrei niður. Vanalega var harðfiskurinn barinn áður en hans var neytt en það verk önnuðust bæði konur og karlar. Sum staðar þekktust sérstakir barsmíðakarlar en lítil virðing þótti að því embætti. Bragðbestur þótti fiskurinn ef hann var barinn með steinsleggju þótt einnig væri um að ræða járnsleggjur. Hverju býli fylgdi fiskasteinn og var hverri húsmóður metnaðarmál að halda honum sem hreinustum.

Heimild:
-Sjómannablaðið Víkingur, 60. árg. 1998, bls. 46-47.