Fjall eða fell?
Fólk hefur löngum deilt um tilefni örnefna á fjöllum, fellum, hæðum og hólum. Á Reykjanesskaganum má t.d. finna Fagradalsfjall, Húsafjall, Fiskidalsfjall, Borgarfjall, Festarfjall, Latsfjall, Fjallið eina og Bláfjöll.
Fellin eru fleiri, s.s. Bæjarfell, Helgafell, Sandfell, Þórðarfell, Mælifell, Arnarfell, Vörðufell, Driffell, Oddafell, Húsafell, Sílingafell, Sýrfell, Geitafell, Vífilsfell, Snókafell, Lambafell, Kóngsfell, Skálafell, Grímannsfell, Reykjafell, Lágafell, Úlfarsfell, Mosfell og Ármannfell.
Esjan er t.d. fjall, sem á sér nokkur fell, s.s. Kistufell og Þverfell.
Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa eftirfarandi: „Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa.
Örnefnafræðingar benda á að fell vísi oftast til stakrar myndunar (Búrfell, Vörðufell, Snæfell) en fjall geti hvort sem er verið stakt eða hluti af stærri heild (Akrafjall, Ingólfsfjall/fell, Hverfjall/fell, Selsundsfjall).
Almennt finnst mér að hóll vísi til mishæðar í heimalöndum, til dæmis bæjarhólsins, en fjall hins vegar utan bæjarhólsins.“ – Sigurður Steindórsson
Framangreindur fróðleikur er langt í frá að geta talist tæmandi…
Heimild m.a.:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=797