Fjárskjólshraunshellar

Fjárskjólshraun

Neðsti hluti Bálkahellis hefur verið mældur. Hellirinn er nánast flatur, eða með um 1-2° halla og mæld lengd var um 220m.

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Að því loknu var gengið sem leið lá, beint frá Bálkahelli, niður að sjó, en á þeirri leið fundust engin op. En þegar fari var að skoða hraunstraumana austan við Bálkahelli, allt frá strönd og upp að vegi, fóru hlutirnar að gerast. Ekki hafði verið gengið lengi þegar komið var að tveimur opum, ekki mjög stórum en opum samt. Létt skönnun á opunum leiddi í ljós að hér var um helli að ræða. Til að gera langa sögu stutta þá fundust ein sjö svæði með hellum. Mörg þessa svæði hafa fleiri en eitt op og allflest eru mjög álitleg hellafræðilega séð.
Á neðsta svæðinu voru tvö op, annað er þröngt og hrjúft, en hitt meira vænlegt.

Fjárskjólshraunshellir

Fjárskjólshraunshellir.

Á næsta svæði voru átta inngangar fundust, margir litlir, en kerfið sem slíkt er mjög álitlegt.
Næst fannst einn inngangur.
Þá lítið op og alveg ókannað.
Á öðrum stað var einn inngangur.
Á þeim næsta voru a.m.k. 5 inngangar. Margir mjög álitlegir hellar.
Og loks fannst lítið op, alveg ókannað, en á svæðinu sáust margar yfirborðsrásir sem gætu legið eitthvað inn.
Hér er um að ræða svæði, sem þarf að skoða gaumgæfilega. Rétt er að geta þess að FERLIR fann fyrir skömmu helli á þessu svæði í grónu jarðfalli. Með lagni var hægt að komast ofan í og bak við rásina. Þar opnaðist falleg rás, algerlega heil. Stutt litskrúðug hliðarrás var í henni til hægri. Við enda aðallrásarinnar var myndarlegur „öfugur“ hraunfoss, þ.e. hann virtist koma upp úr gólfinu og myndaði það storknaðan hraungúl. Myndræn bergmyndun, sem fáir hafa barið augum.

Fjárskjólshraun

Hellir í Fjárskjólshrauni.