Flugvélaflak í Hrútagjárdyngjuhrauni II

Almenningur

Flugslysið í Hrútadyngjuhrauni, þegar flugmaður Cessnu-152 flugvélarinnar brotlenti, varð skömmu eftir kl. 19:00 á fimmtudagskvöldið 10. ágúst. Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 11. ágúst af atburðinum sagði m.a. undir fyrirsögninni „Heppnir að sleppa svona vel í hrauninu“: „Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvélinni sem brotlenti í Kapelluhrauni á fimmtudagskvöld. Flugkennari og nemi hans sluppu svo til ómeiddir úr slysinu.
Slysstaðurinn efst í SkógarnefiÓhappið varð upp úr klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Mennirnir voru við hægflugsæfingar á svokölluðu Suðursvæði sem er mikið notað fyrir slíkar æfingar. Bragi Baldursson, aðstoðarforstöðumaður rannsóknarnefndar flugslysa, segir allt benda til þess að æfingarnar hafi verið með eðlilegum hætti. „Vélin virðist hafa sigið aðeins til jarðar og þá hefur annar vængurinn að líkindum ofrisið með þeim afleiðingum að vélin fór að snúast um sig. Mennirnir komu henni á réttan kjöl en urðu að brotlenda í hrauninu,“ segir Bragi. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir.
Flugvélin, sem er eins hreyfils kennsluvél af gerðinni Cessna-152, lenti á hjólunum en hvolfdi síðan.
Mennirnir kölluðu sjálfir eftir aðstoð Neyðarlínu og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang þar sem erfitt var að komast akandi að slysstað. Mennirnir voru fluttir til skoðunar á slysadeild en fengu að fara heim að henni lokið.“ Í meðylgjandi myndatexta segir síðan: „Mildi þykir að ekki fór verr en vélin, sem er í eigu flugfélagsins Geirfugls, er talin ónýt. Var í undirbúningi að flytja hana.“

Kennileiti í BreiðagerðisslakkaÍ framangreindri frétt er slysstaðurinn enn og aftur sagður vera í Kapelluhrauni – sem er í 6 km fjarlægð til norðurs. Staðreyndin er hins vegar að óhappið varð í Hrútadyngjuhrauni, nánar tiltekið efst og austast í Skógarnefinu, u.þ.b. 100 metrum norðan landamerkja Hvassahrauns og Óttarsstaða. Í rauninni er fréttaflutningur þessi dæmigerður fyrir aðra slíka af sambærilegum óhöppum. Jafnan gætir mikillar ónákvæmni í staðsetningum og svo virðist sem forstöðumenn fréttamiðlanna líti það léttvægum augum – enda vita þeir kannski á stundum ekki betur sjálfir.
Brak í BreiðagerðisslakkaFyrr um morguninn hafði FERLIR fylgt Baldri J. Baldurssyni, áhugamanni um gömul flugvélaflök, á vettvang flugslyss er varð fyrir tæpum 64 árum í Breiðagerðisslakkanum í Strandarheiði. Um 15 mín gangur er að vettvangnum frá línuveginum skammt sunnan við Fornasel. Staðurinn, sem um ræðir liggur í línum; annars vegar milli Auðnasels og Knarrarnessels og hins vegar milli Keilis og Atlagerðistangavita. Þar á litlum hraunhól er varða. Vestan hólsins er talsvert brak úr hinni þýsku flugvél er þar fórst.
Um er að ræða Junkers 88 könnunarherflugvél. Samkvæmt skýrslum sást þýska flugvélin nálgast Keflavík um 13:52 þann 24.04.1943. Tvær bandarískar vélar voru sendar á móti henni, en flugmaðurinn reyndi Framhlutinn fjarlægður af vettvangiað dyljast í skýjum. Það kom þó ekki í veg fyrir að vélin væri skotin niður. Þrír áhafnameðlimir létust, en einn komst lífs af, fjarskiptamaðurinn, Sgt. Anton Mynarek. Hann komst úr vélinni í fallhlíf áður en hún brotlenti í Gjáhrauni, en var tekinn til fanga af landgönguliðum.
Bræðurnir Hafsteinn og Þórir gengu fram á þýska flugmanninn við Arnarbæli og fylgdu honum niður á gamla Keflavíkurveginn þar sem landgönguliðar tóku hann til fanga. Sveinn sagðist hafa frétt að því að aðfarirnar hafi ekki beinlínis verið til fyrirmyndar. Ameríkanarnir hefðu öskað á þennan hættulega óvin sinn, miðað á hann byssum og skipað honum að leggjast í jörðina þrátt fyrir að hann hafi greinilega verið nokkuð meiddur.
Báðir hinir bandarísku flugmenn, sem eltu þá þýsku, voru sæmdir Silfurstjörnunni þann 30. apríl 1943 fyrir vikið. Þessi Þjóðverji var fyrsti flugliðinn sem Bandaríkjamenn handtóku í Seinni heimstyrjöldinni. Lík þeirra sem fórust voru grafin að Brautarholti á Kjalarnesi, en eftir stríð voru þau flutt í Fossvogskirkjugarðinn.
Sá, sem bjargaðist, stg. Anton Mynarek, kom hingað til lands mörgum árum seinna. Lýsti hann fangavistinni í bragga við Elliðaár, en þar átti hann slæma vist fyrstu dagana í kulda og einangrun, en síðan rættist úr vistinni.
Talsvert er af braki úr vélinni við hraunhól í slakkanum, m.a. hluti af hjólastellinu, annað dekkið, vélarhlutar, slöngur og tannhjól. Álhlutar eru úr vélinni í slakkanum skammt norðvestar.
Tiltölulega auðvelt er að ganga að flakinu ef tekið er mið af stórri fuglaþúfu (hundaþúfu) á barmi Litlu-Aragjár ofan Afturhlutanum lyft uppGrindavíkurgjár. Þegar komið er að henni sést varðan á hraunhólnum vel. Slysstaðurinn í Breiðagerðisslakka er ágætt dæmi um fyrri tíma slysavettvang – þar sem allt var látið óhreyft og ummerkin tala enn sínu minnisvarðamáli.
Þá var ákveðið að fylgja línuveginum og síðan gamalli götu austur Hrútadyngjuhraun skammt vestan Lónakotssels. Gatan er vörðuð. Vandinn var bara sá að hinar heillegu vörður voru allnokkru vestan selsstígsins. Nokkur hraunhveli, jarðföll og skútar voru á leiðinni, en gatan leið án teljandi athugasemda upp með hraunhæðunum vestan Lónakotssels. Ofan (suðvestan) selsins héldu vörðurnar áfram. Vonir voru farnar að glæðast um að gatan kynni að leiða ferðafólkið upp í svonefndan Skógarnefsskúta. Hún hélt áfram upp að Neðri-Krosstapanum og norðan hans áfram til austurs, upp yfir landamerki Lónakots og áfram yfir landamerki Hvassahrauns og Lónakots. Þar efra var talsvert að jarðföllum, en engir nýtanlegir skútar. Þá beygði gatan með gróðurlænu til suðurs, svo til beint upp í vestustu og neðstu hraunhóla Skógarnefsins. Síðasta varðan var þar við vatnsstæði. Undir því var hið ágætasta skjól – grasi gróið.
Þyrla lenti þarna efst og austast í Skógarnefinu. Klukkan var um 17:00. Þegar FERLIR kom á vettvang voru þar þrír fulltrúar Rannsóknarnefnar flugslysa auk þyrluflugmannanna. Tilgangurinn var að flytja flugvélina úr hrauninu niður á veg þar sem flutningabifreið beið þeirra.
Fagmennirnir kunnu greinilega vel til verka. Þeir höfðu rannsakað slysavettvanginn í þrjá daga, en nú var ætlunin að ljúka verkinu. Flugvélin hafði að mestu brotnað í tvennt í árekstrinum við hraunið. Þyrluflugmennirnir byrjuðu að flytja framhlutann; hreyfil, stjórnklefa og vængi. Þá tóku þeir til við að flytja afturhlutann og aukahluti, sem losnað höfðu frá flugvélinni við áreksturinn. Allt gekk þetta fljótt og bærilega fyrir Afturhlutinn fjarlægður af vettvangisig þrátt fyrir talsverðan norðanstreng. Nú eru engin ummerki eftir þetta fyrrnefnda flugslys í Skógarnefinu – einungis jarðvegsumrót á 6 metra kafla.
Eftir að hafa fylgst með björgunaraðgerðunum var stefnan tekin niður Skógarnefið, framhjá Lónakotsseli og niður á þjóðveg.
Það verður að segjast eins og er að einstakt verður að teljast að FERLIR hafi fengið að fylgjast með frá upphafi til lokavinnslu þess á vettvangi. Ljóst er að nútímakröfur til vinnubragða rannsakara á vettvangi eru allt aðrar en voru fyrrum – eða fyrir einungis hálfri öld síðan. Fróðlegt var að fylgjast með fulltrúum Flugslysarannsóknarnefndar á vettvangi – ekki síst í ljósi þess að ekki er langur tími liðinn síðan kröfur voru gerðar til þess að rannsóknardeildir lögreglu færu með rannsóknir slíkra slysa. Það virðist nú liðin tíð (sem betur fer).

Gangan, fram og til baka tók um 1 og 1/2 klst. Frábært veður.

Skógarnef

Slysstaðurinn í Skógarnefi.