Fóelluvötn að Lækjarbotnum

Fóelluvörn

Leiðir frá Fóelluvötnum að Lækjarbotnum.
Við Fóelluvötn (í Vötnum eða á Vatnavöllum) eru sléttir grösugir vellir og voru fyrrum áfangastaður ferðamanna og leiðir lágu að völlunum frá öllum áttum. Frá norðri af Alfaraveginum gamla og Laufdælingastíg. Frá austri af Dyravegi og frá Kolviðarhóli (Hellisheiðarvegi) og Ólafsskarði. Úr suðri kom leið frá Sandskeiði (Sæluhúsinu), úr vestri frá Lækjarbotnum og úr norð-vestri frá Elliðakoti.
Austirvegur-227Í lýsingu Ölveshrepps 1703 eftir Hálfdán Jónson lögréttumann á Reykjum segir: „Vestur af Hellisheiði liggur almennings vegurinn ofan Hellisskarð, vestur yfir Hvannavelli, um endilangt Svínahraun og á Bolavelli, þaðan fyrir sunnan Lyklafell og vestan til í Fóelluvötnum, síðan með þeirri á, er úr vötnunum rennur, allt á Fossvelli og að Tröllabörnum etc.“
Í Austantórum ll bls 148, lýsir Jón Pálsson lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur á þessa leið:“
1. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 Km.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri, austan Varmár nálega 10 Km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 Km.
4. Frá Kolviðarhóli að Fóelluvötnum, norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 Km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 Km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 Km.
Alls 77 Km.“
Austurvegur-228Ég hef gengið og kannað leiðir frá Fóelluvötnum (Vötnum, Vatnavöllum) niður með Fossvallaá að Lækjarbotnum og eru leiðir bæði norðan og sunnan ár. Fossvallaá  á upptök sín á vestanverðum Efri vötnum sunnan Lyklafells og rennur þar með jaðri vallana og á milli Vatnahæðar og Vatnás og er þá komin í Neðri vötn og rennur svo með norðurjaðri vallana og síðan með mosavöxnu hrauni sem kallað er Mosar. Þegar komið er vestur fyrir Vatnás kemur árfarvegur í Fossvallaá frá suðri með hlíðum Vatnás er það farvegur Lyklafellsár sem á upptök í Engidal sem er í vesturhíð Hengilsins og heitir þar Engidalsá. Hún rennur síðan  niður um Norðurvelli og að Lyklafelli austanverðu og heitir þar Lyklafellsá. Síðan rennur hún suður um Efri vötn og síðan að Vatnási austanverðum í djúpum farvegi og síðan síðan suður með Vatnási og vestur fyrir hann og þaðan norður í Fossvallaá. Götur liggja nyrst yfir Vatnás af Efri völlum vestur á Neðri velli. Í krikanum sem myndast vestan við Vatnásinn er tjarnarstæði og norðan við það eru lágir klettar sem mynda horn  og stefna klettarnir sem eru líklega misgengi norður á Miðdalsheiði og eru líklega syðsti hluti Heiðargjár sem nær norður að Borgarhólum. Götur liggja upp af völlunum báðum meginn við klettana upp um Vatnahæð og sameinast í götu að Elliðakoti.

Austurvegur-229

Einnig eru götur eftir brúnum klettana. Skammt vestan hornsins fer Fossvallaáin í þröngan og djúpan  farveg sem er mjög grýttur og virðist áin hafa brotið upp hraunið í stógrýti. Ekki er fært yfir farveginn með skepnur nema á örfáum stöðum. Götur liggja niður með norðanverðri ánni og þegar komið er á móts við bug á henni til suðurs er gata upp til hægri á móti bugnum upp um móa (N6404352 W135646) Í bugnum er mögulegt að fara yfir árfarveginn. Göturnar stefna í norð vestur um móa. Á leiðinni þverar línuvegur götuna og þegar farinn hefur verið smá spölur er komið að gatnamótum (N6404425 W2136155). Gata liggur upp til hægri sem liggur í Leirdal fyrir ofan tjarnarstæðið  sem í honum er og svo áfram um Elliðakotsheiði en skiptist svo í tvær leiðir og sveigir síðan í suðvestur niður sitthvorn dalin niður  á Fossvelli. Í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot og Vilborgarkot er svæðið norðan Fossvallaár kallað Fossvallaheiði en aðalheiti heiðarinnar er Elliðakotsheiði. Torfvarða er nú á vinstri hönd (6404416 W2136214). Leiðin liggur nú að öðrum gatnamótum til hægri (N6404408 W2136377).
Liggur sú leið í Leirdal neðst í dalnum og fer stuttan spöl með tjarnarstæðinu og síðan fram úr dalnum og á bakka Fossvallaár. Fallin varða Austurvegur-230(N6404393 W2136504) er á holti sem er á milli ár og dals og önnur minni nokkrum metrum austar á sama holti. Önnur fallin varða er á holti vestan við dalsmynnið (N6404412 W2136785). Ef ekki er farið um Leirdal eru leiðir yfir lágan háls (Styttingur) eða fyrir hálsinn á bakka árinnar og sameinast svo leiðinni um Leirdal. Síðan áfram niður með ánni hjá vörðu (N6404377 2137423) að gatnamótum og hér er hægt að komast yfir árfarveginn á leið sunnan árinnar. Ef ekki er farið yfir árfarveginn er sveigt með brekkum til hægri greinilegar götur sem liggja fram á Fossvallabrúnir og eru hér miklir vatnsfarvegir manngerðir  síðan nýjasti Suðulandsvegurinn var lagður en þá var Fossvallaánni sem áður rann suður fyrir Fossvallabrúnir og sameinaðist  Syðri Fossvallakvísl veitt fram af Fossvallabrúnum með fyrirhleðslu í gamla farveginn. Leiðin liggur svo niður Fossvallabrúnirnar norðan við nýja farveginn og síðan yfir hann og eftir götum um Fossvelli að farvegi Syðri Fossvallakvíslar þar sést hvar umferð um götuna hefur myndað rás í klöppina.
Nú er komið að fyrirhleðslu ofan við Fossvallaklif sem stíflar farveg  Bæjarkvíslar sem rann í gili niður hjá Austurvegur-231Lögbergi og beinir nú öllu vatni niður í Nátthagakvísl og þaðan í Nátthagavatn. Þegar yfir fyrirhleðsluna er komið  er haldið niður með gili Bæjarkvíslar og er gamla gatan greinileg niður í sveigum eftir gilbrúnini. Við neðanvert gilið er hleðsla fyrir vesturendan á gömlum vatnsfarveg úr gilinu og myndast þar gerði og er þar smá hellisskúti mjög lágur.
Ef farið er sunnan Fossvallaár sem er kölluð Heiðarbrúnarkvísl í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot eftir Tryggva í Miðdal er um nokkrar götur að velja. Syðsta gatan þræðir óbrennishólma dálítin spotta vestur eftir Mosum og hefur verið mýkri undir fót en leiðir norðar. Gatan kemur svo saman við hinar göturnar sem liggja vestur eftir Mosum. Ekki sést til gatna á völlunum fyrr en við fjórar grasvörður (N6404260 2135667) á mörkum Vatnavalla við slétt mosavaxið hraunið sem þekur svæðið frá völlunum niður á móts við Holtstanga og er kallað Mosar. Göturnar sameinast síðan en hraunið er hér meira og minna bert eftir vatnsrof. Nú sést til vörðuna á nyrðri bakkanum sem stendur neðan við Leirdalsmynni er sveigt yfir fyrirhleðsluna á farvegi Fossvallaár sem áður var nefnd og kemur þá gata af nyrðri leiðinni saman við götuna. Nú sést vörðubrot niður við Suðurlandsveg (nýjasta) sem þverar götuna.  Farið  er austan við vörðuna (N6403335 W2137650) og yfir þjóðveginn og stefnt á hól með vörðubrot á toppi (N6404298 W2137840).

Austurvegur-232

Hér eru ógreinileg vegamót til vinstri á leið sem liggur um Sandskeið.  Áður en komið að hólnum sem fyrr var getið er farið yfir farveg Syðri Fossvallakvíslar-innar og eru þar á tveim stöðum djúp spor mörkuð í klöppina (N6404281 W2137811) með stuttu millibili og er efra sporið dýpra. Hér er allt þakið í stórgrýti og umbylt eftir vatnsflóð og þræðir leiðin á milli hnullunga. Farið er austan við hólinn á greinilegri götu og er þá næsta varða á hól framundan (N6403289 W2137151) og hann hafður á hægri hönd og beygt til hægri innan við hann upp lága brekku og þá er komið að girðingu  sem liggur með Suðurlandsvegi sem var sá þriðji sem lagður var. Þegar yfir hann er komið er stefnt að  klapparhól og farið sunnan í honum og svo yfir Suðurlandsveg númer tvö og stefnt að torfvörðu sunnan við veginn (N6404324 W2138504). Nú erum við komin á mikla afgirta grassléttu við Lögbergsrétt á Fossvöllum. Innan við girðinguna virðist vera hrunin hraungrýtisvarða. (N6404344 W2138548) Við erum nú komin á slóðir fyrsta Suðurlandsvegarins sem lagður var sem vagnavegur um árið 1887. Hann liðast upp á Lakheiðina hér skammt sunnar. Næst sjáum við lítið vörðubrot (N64340 W2138550) og förum svo framhjá réttinni og í gegnum hlið á Höfuðborgargirðingunni og sveigjum svo með hraunjaðri framhjá fallinni vörðu (N6404430 W2138800) og höfum hana á vinstri hönd og svo að annari fallinni vörðu. Líklega hefur gatan farið að klapparhæð ofan Lækjarbotna og svo stefnt á vörðu (fallin) (N6404618 W2138966) á hæð sem nefnist Klif norðan Bæjarkvíslar (norðan Fossvallaklifs) og sameinast þar götunni sem kemur austan frá Fossvallabrúnum. Norðan við Klifið eru Klofningar og rennur Fossvallaá þar fram af í fossi og þar norðanvið er annað Klif (Heiðartagl?)) samkvæmt örnefnaskrám fyrir Elliðakot og Lækjarbotna.

-10.maí 2013. Jón Svanþórsson.

Klifhæð

Ártalssteinn á Klifhæð.