Garður – álagasteinn með ristum

Garður

Árni Óla ritaði eftirfarandi grein um „Álagasteininn í Garði“ í Lesbók Mbl. á gamlársdag 1961.
Fornmannahaugurinn í Garði“Sumarið 1960 dvaldist eg um tíma í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Var þar margt annara sumargesta, þar á meðal Una Guðmundsdóttir frá Gerðum í Garði, fróðleikskona og velhygggjandi. Hún gaf sig eitt sinn á tal við mig og mælti:
-Þú ættir að koma suður í Garð. Þar er ýmislegt markvert að sjá og eg er viss um að þér myndi þykja gaman að skyggnast þar um meðal gamalla minja.
Eg spurði hvort ekki væri fremur fátt um fornminjar þar, því að hinn margfróði klerkur, Sigurður B. Sívertsen, hefði eigi getið um annað í sóknarlýsingu sinni 1839 heldur en Skagagarðinn, sem nú væri að mestu horfinn, og letursteininn í Kistugerði hjá Hrafnkelsstöðum, en sá steinn þætti nú ekki merkilegur.
-Ef þig fýsir mest að sjá fornminjar, mælti hún, þá er þarna steinn merkilegur og á sér sína sögu.
Og svo sagði hún mér söguna af þeim steini:
-Skammt frá bænum Vegamótum í Garði, sem nú er kominn í eyði, er stór steinn hellulaga og eru undir honum þrír steinar, sem hann hvílir á. Munnmæli eru um að eitthvert letur hafi verið á honum, en það hefi eg aldrei séð og veit ekki af neinum, sem hefir séð það, og ekki er mér heldur kunnugt um að neinn fróðleiksmaður hafi athugað steininn til að ganga úr skugga um hvort letrið sér þar enn. Má vera að það hafi eyðst af steininum. En sögn er, að undir þessum steini hvíli fornmaður nokkur, og steinninn megi alls ekki hreyfa.
Nú er það á öldinni sem leið, að á Lykkju í Garði bjó Þorsteinn Ólafsson, faðir Björns hafnsögumanns í Hafnarfirði og afi séra Álagasteinn og fornmannahaugur Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests í Reykjavík. Þorsteinn var framkvæmdamaður mikill og kappsfullur. Eitt sinn stóð hann í einhverjum byggingum og vantaði stóran stein. Kom honum þá í hug að steinninn á leiði fornmannsins myndi henta sér ágætlega. Þorsteinn vissi þó hverjar sagnir gengu um steininn, að hann mætti ekki hreyfa, því að þá myndi illt af hljótast. En hann var maður ófælinn og kjarkmikill og lét sér ekki smámuni fyrir brjósti brenna, enda var hann hið mesta karlmenni. Varð það svo úr að hann safnaði saman mönnum til þess að bera steininn heim til sín, og urðu þeir 8 saman. En steinninn var svo þungur, að þeir áttu fult í fangi með hann, aenda þótt þeir væri svo margir. Eftir mikið og langt erfiði komu þeir honum þó á þann stað, er Þorsteinn hafði ætlað honum.
Eftir að þessu stórvirki var lokið var Þorsteinn að vinna eitthvað úti við. Skyndilega syfjaði hann þá svo mjög, að hann mátti ekki halda sér vakandi. Fór hann því heim, gekk upp á baðstofuloft, hallaði sér upp í rúm og var þegar sofnaður. Dreymir hann þá, að upp úr baðstofustiganum kemur maður, stór og aðsópsmikill, og skipar honum harðlega að skila steininum aftur þangað sem hann var tekinn. Þortseinn hrökk upp við þetta og þóttist þá sjá á efyir manninum niður uppgönguna. Var hann nú glaðvaknaður. Ekki setti hann þetta neitt fyrir sig, heldur fór á fætur og gekk út til vinnu sinnar, sem hann hafði frá horfið.
En hér fór sem áðurm að skyndilega sækir hann svefn svo að hann má ekki halda sér vakandi. Lagðist hann þá út af og sofnaði skjótt. Kemur þá sami maður að honum aftur og er nú enn byrstari í bragði er hann skipar Þorsteini að skila steininum. Þorsteinn hrekkur upp í þetta og íhugar draum sinn. En vegna þess Álagasteinninnað hann trúði ekki á neina fyrirburði, ætlaði hann að humma þetta fram af sér. Og enn fer hann til vinnu sinnar.
En það fer sem fyr, að brátt syfjar hann svo að hann má ekki annað en leggja sig til svefns og sofnar þegar. Kemur hinn ókunni maður þá að honum í þriðja sinn og er nú ærið gustmikill. Gengur hann að Þorsteini, tekur um fót hans og kreistir fast, og segir að hann skuli ekki hafa betra af því ef hann vilji ekki skila steininum.
Nú vaknar Þorstienn og er honum þó nokkuð brugðið. Finnst honum sem hinn ókunni maður haldi enn um fót sinn heljartaki. Og rétt á eftir laust æðisverk í fótinn, svo að hann mátti varla bera þær kvalir hljóðalaust.
Hann sagði þá konu sinni frá draumum sínum, en hún sagði að steininn skyldi þegar flytja á sinn stað. Þorsteini var ekki um það, vildi ógjarnan láta undan því, er hann kallaði draumarugl. En nú varð konan að ráða. Voru nú fengnir menn til þess að flytja steininn á sinn stað. Einn af þessum önnum hét Stefán Einarsson og var frá Króskvelli í Garði. Hann sagði mér svo frá, aðþeim hefði virzt steinninn mjög léttur og veist miklu auðveldara fjórum að bera hann, heldur en þeim átta sem höfðu sótt hann. Síðan hefir enginn hróflað við steininum.
En það er af Þorsteini að segja, að hann tók svo mikið fótamein,a ð hann varð að liggja vikum saman.
Þannig var saga Unu og hún lofaði því að sýna mér steininn ef eg kæmi í Garðinn.
Áletrunin á álagasteininumSvo leið sumarið og veturinn að eg hafðist ekki að. En einn góðviðrisdag í vor brá eg mér út í Garð að hitta Unu og steininn. Hún efndi loforð sitt og fór með mér á staðinn.
Utan við Garðinn eru tjarnir, sem nefnast Innrasíki og Ytrasíki. Sunnan við Innrasíki eru rústir bæjarins Vegamót og grjótgarðar um kring. Norðan við grjótgarðana er kirnglóttur grjíthóll og mannvirki á. Má vera að þarna hafi einhvern tíma verið hringlaga kofi, en hitt getur líka verið, að þarna hafi verið dys eða fornmannshaugur, sem þá hefir verið raskað.
Norðan undir þessum hól er álagasteinninn. Þetta er stór grágrýtishella, burstmynduð. Er hún um 3 fet á breidd að neðam, en 5 feta há og mjög misþykk, líklega allt að fet þar sem hún er þykkust. Hún liggur þarna flöt og eru stórir steinar undir.
Eg athugaði helluna gaumgæfilega, en gat hvergi fundið þess nein merki að ristur væru á henni. Hún er grá og flöt en þó dálítil dæld í hana að ofanverðu, ofan frá burst og niður að miðju. En þótt hún virðist slétt tilsýndar er hún með smábungum og dældum. Talsverðar skófir eru á henni og þekja hana alla. Mér kom til hugar að hellan mydni vera á hvolfi og því gæti veriða ð letur væri á hinum fletinum. Gat það og verið að þeir, sem rogðu henni út að hólnum, hefðu ekki snúið henni rétt. En Una þvertók fyrir það, hún sagði að svo langt sem menn hefði sögur af, hefði hellan snúið þannig.
Letrið eftir forskrift Árna ÓlaEf hellan er bautasteinn og grjóthóllinn skyldi vera gamall haugur, fannst mér sennilegt að hellan hefði átt að standa uppi á hólnum. En Una sagði að hún hefði alltaf legið þarna síðan sögur fara af, en það væri þá gleymt ef hún hefði staðið á hólnum. Og áreiðanlega hefði hún legið þarna þegar Þorsteinn í Lykkju lét sækja hana, enda hefir mennirnir, sem fluttu hana út að hólnum aftir, varla árætt að skilja hana eftir á örðum stað en hún var áður, og þeir hefði áreiðanlega reynt að ganga frá henni eins og hún hagði legið áður. Hellan hlyti því að snúa rétt. [Mér er nær að halda að hóllinn sé forn haugur og styðzt þar vð þjóðsöguna um að hellan hafi staðið upphaflega á fornmannshaugnum. Þar sem hún er nú er enginn haugur undir og ólílegt að þar hafi nokkuru sinni verið legstaður. Má vera að þeir sem rufu hauginn hafi velt hellunni niður fyrir hólinn. Svo getur verið að seinna hafi verið gert eitthvað byrgi á hólnum og þá gleymst að þetta hafi verið haugur].
Hið eina sem eg gat gerð að svo komnu máli, var því að biðja Unu að bera steinolíu nokkrum sinnum á steininn. Og svo ætlaði eg að koma aftur og vita hvort það hefði nokkurn árangur borið.
Þá varð sú breyting á orðin, að glöggt mátti sjá að leturlína hafði verið rist um steininn þveran, neðst í dældinni.
Þjóðsagan hafði þá rétt að mæla, þetta var letursteinn.
Eg hófst þegar handa og ætlaði að hreinsa letrið, en fekk engu áorkað fyrir skófunum. Meðfylgjandi riss af steininum sýnir hvað kom fram, og hvar risturnar eru á steininum. Og enda þótt stafir sé óþekkjanlegir, sýna þessi strik þó að þar er lína þvert yfir steininn. Gæti það ef til vill bent til þess, að steinninn hefði átt að standa upp á endann, og þá var enginn staður ákjósanlegri fyrir hann, en hólkollurinn þar rétt hjá.
Það getur vel verið að fleiri leturlínur sé á steininum, en þá eru þær svo þaktar skóf, að þeirra sést enginn votur.
Viðleytni mín hefir ekki leitt annað í ljós en að ristur eru á steininum. Þessar ristur voru horfnar fyrir löngu. En munnmælin heldur fast í þá fullyrðingu, að þana ætti þær að vera, og einnig hitt, að steinninn hefði staðið á fornmannahaug. Vegna þessa á steinninn og umhverfi hans það skilið, að þetta sé rannsakað betur.”

Heimild:
-Lesbók Mbl., 31. des. 1961, bls. 629-631.

Fornmannasteinn