Gossaga 2000 ára

Reykjanes

ÞÁTTUR ÚR GOSSÖGU REYKJANESS – Gosskeið fyrir um tvö þúsund árum
Náttúrufar Reykjanesskaga hefur dregið að sér athygli náttúrufræðinga allt frá 18. öld er Eggert Ólafsson og Bjarni Reykjanes-236Pálsson stunduðu sínar rannsóknir þar. Hefur athyglin einkum beinst að hraunum og gígum, jarðhita og misgengjum, en allt setur þetta sterkan svip á ásýnd Reykjanesskaga.
Allskýr mynd hefur fengist af eldvirkni á skaganum á nútíma, einkum síðustu tvö árþúsundin. Á því tímabili var eldvirknin bundin við tvö gosskeið sem stóðu yfir í allt að fjórar aldir hvort. Á báðum gosskeiðunum, sem aðgreinast af um þúsund ára löngu hléi, urðu öll eldstöðvakerfin fjögur á Reykjanesskaga virk. í ljósi þessarar vitneskju og þess sem vitað er um eldri gos má telja sennilegt að eldvirkni á fyrri hluta nútíma hafi verið með líkum hætti.

Reykjanes-237

Síðasta gosskeið á Reykjanesskaga var á tímabilinu 900-1240 og einkenndist af þrennum eldum sem stóðu yfir í nokkra áratugi hver. Á 10. öld runnu hraun á Hellisheiði og að öllum líkindum í Heiðmörk. Einnig varð þá gos í sjó undan Reykjanesi. Á 12. öld geisuðu Krýsuvíkureldar og runnu þá Ögmundarhraun og Kapelluhraun (Nýjahraun). Líklegt er að hraun hafi einnig komið upp í Brennisteinsfjöllum um sama leyti. Tvívegis gaus í sjó undan Reykjanesi. Á 13. öld brunnu Reykjaneseldar og runnu þá fjögur hraun á vestanverðum Reykjanesskaga.

Fundist hafa fjögur gjóskulög“ frá þessum eldum með upptök í sjó við Reykjanes. Fróðlegar samantektir á rannsóknarsögu Reykjanesskaga er að finna í ritum Jóns Jónssonar og Ara Trausta Guðmundssonar. Í greininni verður ekki fjallað frekar um eldgos síðasta gosskeiðs á Reykjanesskaga heldur sjónum beint að næsta gosskeiði á undan, sem var fyrir um tvö þúsund árum. Gosmenjar sem varðveittar eru frá þessum tíma, hraun, gjóskulög og gígar, veita mikilvægar upplýsingar um goshætti og umfang eldvirkninnar. Þótt enn sé margt á huldu um þetta gosskeið liggur fyrir ýmis vitneskja um það sem vert er að taka saman. Kveikjan að greininni eru athuganir höfundar á gosmenjum á Reykjanesi, suðvestasta hluta Reykjanesskaga, en þar kveður mikið að myndunum frá þessu tímabili.

REYKJANESELDSTÖÐVAKERFIÐ
Reykjanes-239Eldstöðvakerfið liggur í SV/NAstefnu, frá Reykjanesi inn á Vatnsleysuströnd. Það er 5-15 km breitt og um 45 km langt að meðtöldum 9 km kafla neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi.8 Eldvirkni er einskorðuð við syðstu 15 km kerfisins. Nesið ber þess skýr merki að þar hafa eldgos verið tíð en það er að mestum hluta þakið úfnum hraunum og fokösku. 
Um Reykjanes liggja mót Evrasíu og N-Ameríkuflekanna, mörkuð af gjám og misgengjum. Gliðnun um flekamótin er talin vera um 2 cm/ár að jafnaði.
Gígaraðir á Reykjanesi liggja á tveimur aðskildum gosreinum. Sprungugos hafa orðið á hvorri þeirra að minnsta kosti þrisvar sinnum á nútíma. Ekki er útilokað að gosin séu í raun fleiri, en um það er erfitt að dæma þar sem yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness. Vestari reinin liggur til sjávar við Kerlingarbás en hin eystri endar í hraundyngjunni Skálafelli. Gosvirkni á Reykjanesi hefur síðustu 2000 árin einskorðast við vestari gosreinina, en á þeirri eystri hefur ekki gosið síðustu 3000 árin. Komið hefur í ljós að skjálftavirkni á Reykjanesi er einkum bundin við vestari reinina.

GOSSKEIÐ Á REYKJANESSKAGA FYRIR UM 2000 ÁRUM
Reykjanes-239Vitað hefur verið um nokkurt skeið að hraun runnu víða á Reykjanesskaga fyrir um 2000 árum. Öll eldstöðvakerfin fjögur á Reykjanesskaga verið virk fyrir um 1800-2100 árum. Hraun runnu á landi allt frá Reykjanesi í vestri að Nesjavöllum í austri og gjóskugos urðu í sjó undan Reykjanesi og í Þingvallavatni. Vísbendingar hafa komið fram um nokkur hraun til viðbótar, einkum í Brennisteinsfjöllum, sem gætu verið frá þessu tímabili. Því til staðfestingar vantar hins vegar traustari aldursákvarðanir. Sama má segja um hraun í Heiðmörk.
Við aldursákvörðun hrauna hefur verið stuðst við gjóskulagatímatal og 14C-aldursgreiningu á koluðum gróðurleifum sem finnast undir þeim. Aldursgreining með gjóskulagatímatali gefur besta raun ef hægt er að skoða gjóskulög bæði ofan á hrauni og undir því.
Á þann hátt má þrengja aldusbil þess verulega. Torvelt getur hins vegar reynst að komast að undirlagi hrauna, einkum hinna eldri eins og gefur að skilja. Árangursríkt hefur reynst að skoða í bakka gjallnáma og lækjarfarvega. Líkt og gildir með gömul hraun er aldur forsögulegra gjóskulaga aðallega fenginn með hjálp 14C-aldursgreininga á gróðurleifum sem liggja næst undir þeim. Nokkur skekkja getur því verið í aldri þessara gjóskulaga.
Notagild i gjóskulaga við tímasetningu gosmyndana er ekki síst fólgið í því að þau virka sem „jafntímalínur“, þ.e. sérhvert gjóskulag er jafngamalt hvar sem það finnst.
Til að gæta samræmis eru allar aldurstölur sem fengist Reykjanes-241hafa með 14C-aldursgreiningum gefnar upp í leiðréttum kolefnisárum. Komið hefur í ljós að styrkur kolefnis í andrúmslofti hefur verið breytilegur á nútíma og leiðréttinga því þörf við útreikninga á raunaldri, þó mismikilla eftir tímabilum.

Varðandi það tímabil sem hér um ræðir er einungis smávægilegra leiðréttinga þörf og m á líta svo á að kolefnisaldurinn sé mjög nærri raunaldri. Skekkjumörk (vikmörk) greininganna eru á bilinu 70-180 ár.
Fremur lítið er hægt að segja til um framvindu eldvirkninnar á gosskeiðinu vegna hárra skekkjumarka aldursgreininganna. Af 1 4 C-aldurstölunum að dæma gæti virst sem marktækur munur sé á hraunum frá Hengilskerfinu og hraunum vestar á Reykjanesskaga. Í þessu sambandi ber þó að hafa í huga að aldursgreiningar á koluðum gróðurleifum undan hrauni gefa ekki raunaldur hraunsins heldur segja til um aldur gróðurleifanna. Eiginaldur plantna er mjög mismunandi eftir tegundum og skiptir því verulegu máli hvaða tegundir veljast til aldursgreiningar. Gróðursýni geta einnig verið blönduð misgömlum plöntuhlutum, sem skekkir aldursgreininguna.
Reykjanes-243Í þessu sambandi má benda á yfirlitsgrein eftir Pál Theodórsson um aldursgreiningar með kolefni-14. Þrátt fyrir ýmsa annmarka má ljóst vera að aldursgreiningar með geislakoli gefa mikilvægar vísbendingar um aldur hrauna.

Telja verður líklegt að gosskeiðið fyrir um 2000 árum hafi einkennst af nokkrum aðgreindum eldum líkt og síðasta gosskeið á Reykjanesskaga. Þá urðu öll eldstöðvakerfin fjögur virk, hraun runnu á að minnsta kosti ellefu stöðum og þeytigos urðu í Þingvallavatni og í sjó undan Reykjanesi. Til að fá ú r þessu skorið þyrfti hins vegar mun nákvæmari aldursgreiningar en nú eru fyrir hendi. Tiltæk gögn benda til að gosskeiðið fyrir 2000 árum hafi varað í að minnsta kosti tvær aldir og það síðasta í u.þ.b. þrjár aldir. Mikill fjöldi hrauna hefur runnið á Reykjanesskaga á nútíma og eru líkur til að skipta megi þeim til gosskeiða líkt og hér hefur verið gert. Einn helsti annmarki á því er upplausn aldursgreininga. Nákvæmni 14C-aldursgreininga og gjóskulagatímatals verður almennt lakari eftir því sem lengra er farið aftur í tímann. Næsta víst m á þó telja að fyllri mynd fengist af gosvirkni á fyrri hluta nútíma með kerfisbundinni rannsókn þar sem báðum þessum aldursgreiningaraðferðum væri beitt.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 72. árg. 2004, bls. 21, 26 og 27.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.