Bergangur

Bergganga má sjá víða á Reykjanesskaganum. Flestir hafa ekið fram hjá nokkrum slíkum á leið sinni um svæðið.
Einn berggangurinn er t.a.m. ofan við Vatnsskarðið í Sveifluhálsi, að norðanverðu, annar (og reyndar nokkrir) gengur Berggangur í Slöguupp úr Festisfjalli austan við Grindavík og sjá þriðji stendur sem kóróna á kolli S
lögu ofan við Ísólfsskála. Þannig má segja að þau systkin, Festisfjall og Slaga, skarti hvort sínum náttúrulega skartgrip. Fyrirbærið er í raun berg, sem hefur storknað í aðfærsluæð eldstöðvar eða fyllt upp í sprungu.
Berggangar eru sprungufyllingar, það er að segja bergkvika sem þrýst hefur út í sprungur í berginu og storknað þar. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Venjulega er þeim skipt í tvennt; ganga sem upphaflega voru sem næst lóðréttir og lagganga eða „sillur“ sem fylgja jarðlagamótum. Víðast hvar mynda berggangar „sveima“ eða „reinar“ sem tengjast ákveðinni eldstöð. Einn slíkur sveimur er áberandi upp af Tíðaskarði á Kjarnesi. Upp úr Sveifluhálsinum má víða sjá slíkar reinar.
Berggangar geta verið aðfærslukerfi bergkviku að eldstöð, eða þeir geta hafa myndast við lárétt „kvikuhlaup“ út frá eldstöð. Í goseldum stíga stundum brennisteinsgufur upp úr sprungum eftir skjálftavirkni. Kvika streymir síðan eftir sprungunum sem áður höfðu myndast. Eftir það brýtur hún bergið í leiðinni jafnframt því sem sprungur á yfirborði gleikka. Í Kröflueldum endurtók þetta sig margsinnis og kvika streymdi ýmist til norðurs eða suðurs. Stundum fylgdi eldgos en oft ekki. Þegar kvikan storknaði var orðinn til nýr berggangur.

Berggangur í Vatnsskarði

Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt, og hvort tveggja er sem sagt þekkt. Í tertíera bergstaflanum á Austfjörðum og Vestfjörðum má ætla að gangar hafi yfirleitt verið lóðréttir í upphafi, það er hornréttir á hraunlögin, en 10-20 gráðu halli frá lóðréttu stafi þá af því að allur staflinn hallar.
Í kringum megineldstöðvar finnast oft keilugangar, það er gangar sem mynda öfuga keilu með „toppinn“ í miðju eldstöðvarinnar. Jafnframt er víða að finna lagganga, sem þá liggja samsíða hraunlögunum og hafa skotist inn á milli þeirra. Iðulega er ekki augljóst hvort um hraunlög eða innskotslög er að ræða. Það má þá greina af því að báðar brúnir ganganna eru glerjaðar, það er hraðkældar, en á hraunum er það bara neðri brúnin.

Heimild m.a.:
-hi.is/svar.asp%3Fid%3D2990+jar%C3%B0fr%C3%A6%C3%B0i+berggangur&hl=is&ct=clnk&cd=9&gl=is

Berggangur

Berggangur yst á Reykjanesi.