Sundhnúkur

Eldgos hófst af miklum krafti við Sundhnúk ofan Grindavíkur klukkan 12:46 í dag, 29. maí 2024.

Sundhnúkur

Sundhnúkur, eldgos 29. maí 2024.

Gosmökkurinn var mikill í upphafi goss og náði upp í um 3,5 km hæð. Gosið er greinilega stærst gosanna í þessari hrinu. Umfangs hraunsins gæti orðið um 5-5,5 ferkílómetrar. Væntanlega mun draga úr gosinu fljótlega. Nú þegar er kominn upp meira en helmingur þeirrar kviku sem hafði safnast á svæðinu.

Þetta er áttunda hrinan í röð eldgosa á sama sveimi síðan 2021. Þrjú hinna áttu uppruna sinn í Fagradalsfjalli skammt norðaustar – hæfilega fjarri byggð. Eða eru þetta bara eitt og sama gosið – með hléum?

Sundhnúkur

Sundhnúkur – eldgos 29. maí 2024.

Fyrsta eldgosalotan ofan Grindavíkur var 18. desember 2023, önnur 14. janúar 2024, þriðja 8. febrúar 2024 og það fjórða 16. mars 2024. Fyrstu goshrinurnar þrjár voru skammvinnar, vöruðu einungis í rúman sólarhring og sú fjórða varði í u.þ.b. tvo mánuði – lauk þann 9. maí sama ár, eftir 54 daga dugnað.

Líklegt er að þessi hrina verði svolítið langlífari í tíma talið, þótt skammvinn verði, að mati sérfræðinga. Eitt er þó víst – við getum átt von á nýju landslagi ofan Grindavíkur með nýjum ófyrirséðum  framtíðarmöguleikum.

Sundhnúkur

Sundhnúkur – eldgos 29. maí 2024.

Gosið er nokkrun veginn á sömu slóðum og fyrri gos á þekktri sprungureininni. Það ætti að þykja heppileg staðsetning m.t.t. byggðarinnar í Grindavík og að merkilegri megininnviðum standi tiltölulega lítil ógn af gosinu. Fyrstu klukkustundirnar munu þó skera úr um það. Hraunið er óvenju þunnfljótandi og rennur því hratt undan hallandi landinu í átt að mikilvægum innviðum, s.s. ratsjárstöð sjóhers Bandaríkjanna.  Eyði hraunflæðið stöðinni hefur farið fé betra. Hún er byggð í áður eyddum Eldvörpum er nýst geta til uppbyggingar bæjarins til lengri framtíðar litið.

Náttúruöflin eru ólíkindatól. Þótt þetta eldgos, líkt og hin fyrri, hafi virst óálitlegt tilsýndar, við fyrsti sýn, getur það boðið upp á nýja og óvænta möguleika. Spurningin er bara, fyrir okkur hin, að reyna að hugsa til lengri framtíðar og nýta það sem í boði verður…

Sjá myndir úr eldgosunum fimm við Sundhnúk.

Sundhnúkur

Sundhúkur – eldgos…