Heiðmörk og Sandahlíð í Garðabæ
Árið 2013 var gerð fornleifaskráning vegna deiluskipulags í landi Garðabæjar; „Heiðmörk og Sandahlíð„.
Í inngangi skýrslunnar segir:
„Að beiðni Arinbjörns Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, tók ég undirrituð, Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, að mér könnun á fornleifum í Heiðmörk í Garðabæ og Sandahlíð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, sbr. tillögu að deiliskipulagi dags. 14. febrúar 2013. Svæðið afmarkast af Heiðmörk í Garðabæ auk Sandahlíðar, það er um 907 ha að stærð og telst til Vífilsstaða og Garðakirkjulands. Landið er í eigu Garðabæjar en tilheyrði áður Vífilsstöðum og Garðakirkjulandi.
Aðeins sá hluti jarðanna var skráður á vettvangi sem deiliskipulagið og áformuð breyting á aðalskipulagi ná til. Skráningin fól í sér athugun á fyrri skráningum, heimildasöfnun, vettvangsskráningu og úrvinnslu, mat á minjum innan skipulagssvæðisins, s.s. hættumat, og skýrslu- og kortagerð.
Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur sáu um vettvangsvinnuna og skýrsluskrif. Tilgátuteikningu og uppdrátt af Vífilsstaðaseli gerði Ómar Smári en Ragnheiður annaðist kortavinnuna.
Á umræddu svæði er að finna selsminjar, fornar leiðir, vörður, fjárskjól, kolagrafir, herminjar auk meintra tófta við Grunnuvötn. Skýrsluhöfundar hafa farið nokkra ferðir um svæðið.“
Skýrsluna má sjá HÉR.