Vífilsstaðasel

Í ritinu Heima er best árið 2012 ritar Þorkell Jóhannesson, “Þankabrot um Vífilsstaðasel, sel og selbúskapur á Íslandi”. Þar segir hann m.a.:

Vifilsstadasel-302

Vífilsstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

“Örugglega má telja, að landnámsmenn hafi í árdaga flutt með sér þekkingu á seljum og selbúskap til nýrra heimkynna á Íslandi og þá væntanlega mest frá vestanverðum Noregi. Um þetta vitna frásagnir í gömlum lögum, elstu máldögum kirkna, Landnámsbók og Íslendingasögum svo sem Njáls sögu og Grettis sögu. Veigamesta heimild um sel og selbúskap á fyrri tíð er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá byrjun 18. aldar. Fyllstu upplýsingar um sel og selbúskap á Íslandi er hins vegar að finna í viðamikilli úttekt eftir þýskan mann, Egon Hitzler, sem birtist árið 1979. Frekari rannsókn á seljum og selbúskap er þó án efa þörf.
Vífilsstaðasel í landi Vífilsstaða í Garðabæ (áður Garðahreppi í Gullbringusýslu) hefur verið allstórt sel. Rúst þess er og stæðilegri en rústir margra annarra selja í Gullbringu- og Kjósarsýslu, en einmitt á því svæði voru  mörg sel. Það vekur því athygli, að Vífilsstaðasel er í námunda við þekkta gönguleið og reiðleið eftir línuvegi meðfran háspennulínum til Straumsvíkur og þar er stundum áð. Meðan annars af þeim sökum er freistandi að gera Vífilsstaðaseli í nokkur sérstök skil.
Vifilsstadasel-303Nýlega hefur verið gerð úttekt á rúst Vífilsstaðasels af hálfu Minjasafns Reykjavíkur. Er stuðst við þau gögn hér á eftir, þegar fjallað er um selsrústina. Þá er stuðst við örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar og Svans Pálssonar og leiðalýsingu um svæðið. Rent er að huga að legu selgötunnar til heimabæjar svo og að sérstakri rúst í næsta nágrnni viðs elið. Með stoð í Íslenskum þjóðháttum Jónasar Jónasonar frá Hrafnagili, frásögnum frá tveimur meðal síðstu seljanna, sem starfrækt voru hér á landi, og öðrum heimildum er fjallað um búskap í seljum, en hann snerist umfram allt um mjaltir og mjólkurvinnslu. Í því efni var enn fremur leitað fanga í þremur heimildaritum frá fyrri tíð. Þá eru hugleiðingar um langt hnignunuarskeið selsbúskaparins á Íslandi og lok hans. Í lokaorðum er reynt að meta hve lengi Vífilsstaðasel hafi verið notað og vísbendingar um brunn við selið og álykta enn frekar um efnið.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – stekkur.

Vífilsstaðasel er einn af mörgum stöðum í nágrenni þéttbýlis Stór-Reykjavíkur, sem minnir á horna búskaparhætti í seljum. Mörg þessara selja hafa verið utan heimajarðar og seljavegir því oft verið langir eða fremur langir. Vífilsstaðasel var dæmigert heimasel og því ekki óhæfilega langt til heimahúsa eða veturhúsa og stundum var nefnt.
Að vestan og norðan takmarkast hvilft af Selási og Selholti austan og sunnan Vífilsstaðasels.

Vifilsstadasel-305

Við mastur nr. 29 í syðri háspennulínunni, sem ekki er fjarri hábrún Vífilsstaðahlíðar að austan, opnast til suðurs víður, grasigróinn hvammur, sem nefna má Selhvamm. Selás er á austurbrún hvammsins og Selholt lokar honum til suðurs og afmarka hvamminn frá suðurhvilftinni með Grunnavatni syðra. Vestanvert hvamminum er Selhóll og framan í honum allmikill grágrýtishamar, sem nefndur hefur verið Selhamar. Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingu sinni Selkvíar við Selhólinn. Ekki hefur það verið rannsakað til hlítar, hvort þar leynist rúst af kvíum. Þða hlýtur að teljast líklegt.
Suðaustanhallt í hvamminum undir Selásunum eru greinilegar rústir Vífilsstaðasels. Sjáanlegar eru rústir þriggja húsa, sem liggja nokkurn veginn frá norðvestri til suðausturs…
Í lýsingu Garðaprestakalls frá 1842 segir síra Árni Helgason (1777-1869), sem var prestur í Görðum á Álftanesi 1825-1858, að síðast hafi verið haft í seli í G
örðum 1832, en selbúskapurinn hafi yfirleitt lagst af í hreppnum á árunum 1780-1790. Heimildum síra Árna og Egon Hitzler ber því ekki fyllilega saman og verður nú ekki skorið úr því hvort þeirra hefur rétt fyrir sér.”

Þess má geta að í framangreindi athugun á selsrústunum yfirsést Þorkeli t.d. stekkur ofan við Vífilsstaðasel, fyrrnefnda kvíin í Selkvíum, tvær eldri selsamstæður sunnan meginselsins sem og stekkur suðvestan þeirra.

Heimild:
-Þorkell Jóhannesson, “Þankabrot um Vífilsstaðasel, sel og selbúskapur á Íslandi” – Heima er bezt, 1. tbl. 62. árg. 2012, bls. 29-39.

Vifilsstadasel-301

Vífilsstaðasel – tilgáta ÓSÁ.